Íbúinn 31. maí 2017

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

18. tbl. 13. árgangur

31. maí 2018

Fylgið víxlaðist í Borgarbyggð B-Guðveig Anna Eyglóardóttir

B-Davíð Sigurðsson

B-Finnbogi Leifsson

B-Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

D-Lilja Björg Ágústsdóttir

D-Silja Eyrún Steingrímsd.

V-Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir

V-Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

S-Magnús Smári Snorrason

Meirihlutaviðræður í Borgarbyggð hófust strax og úrslit kosninganna voru ljós á kosninganótt. Fulltrúar flokkanna þriggja sem eiga í viðræðum eru sammála um að góður gangur sé í þeim og töluverðar líkur á að úr meirihlutasamstarfi verði. „Ég hringdi í oddvita VG og Samfylkingar þegar niðurstöður lágu fyrir til að heyra í þeim hljóðið,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. „Ég hafði frumkvæði að því. Við mátum stöðuna þannig að það væri allavega rétt að heyra í þeim hljóðið því mikill samhljómur hafði verið í okkar málflutningi. Við hittumst strax um nóttina og og áttum svo formlegan fund daginn eftir og framhald hefur síðan orðið á því góða samtali,“ segir hún „Þetta var það fyrsta sem við vildum skoða eftir að haft var samband við okkur,“ segir Magnús Smári Snorrason efsti maður á lista Samfylkingar og óháðra. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir efsti maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sagði aðspurð að það hefði vel getað spilast þannig að VG ræddi við Framsóknarflokkinn í ljósi

þess að báðir flokkar unnu sigur í kosningunum. „En við fengum boð um að tala við þennan hóp mun fyrr en hinn. Boðið kom eftir að tölur voru ljósar um nóttina. Við mátum stöðuna þannig í ljósi samstarfs á síðasta kjörtímabili að við vildum láta reyna á hversu miklu við kæmum af áherslum VG í gegn í þriggja flokka samstarfi,“ segir Halldóra. „Við erum einstaklega ánægð með úrslitin. Þetta var glæsilegur árangur, við nutum góðrar kosningabaráttu og hittum mikið af fólki bæði á fundum og viðburðum,“ segir Guðveig Anna Eyglóardóttir efsti maður á lista Framsóknarflokksins. „Það er aldrei á vísan að róa í pólitíkinni og hvaða leiðir hún fer. Mér hefði þótt það heiðarlegra gagnvart kjósendum að þeir hefðu vitað að þessir flokkar hefðu verið búnir að læsa sig saman fyrir kosningar,“ segir hún aðspurð um afstöðuna til þess að Framsókn er ekki í meirihlutaviðræðum þrátt fyrir góðan árangur í kosningunum. Guðveig segist hafa fengið þetta staðfest á fleiri en tveimur stöðum. „Það staðfestist líka með þeim

hætti að það var aldrei svigrúm til að hafa nein samskipti við okkur. En ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum.“ Það er athyglisvert að fylgið skiptist niður í mjög svipuðum hlutföllum og fyrir fjórum árum en víxlast milli flokka. Lætur nærri að B-listi Framsóknar hafi fengið svipað fylgi og D-listi Sjálfstæðisflokks fyrir fjórum árum eða þriðjung atkvæða nú en það er lítillega meira fylgi en D-listi Sjálfstæðismanna fékk fyrir fjórum árum. Að sama skapi fékk D-listi Sjálfstæðismanna svipað fylgi og B-listi fyrir fjórum árum eða tæplega fjórðung atkvæða nú, en B-listi Framsóknar fékk ríflega fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum. V-listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fékk nú nánast sama fylgi og S-listi Samfylkingar fékk fyrir fjórum árum og Samfylking fékk tæpum tveimur prósentustigum minna fylgi nú en V-listinn fyrir fjórum árum. Til vinstri eru myndir og nöfn þeirra sem hlutu kosningu í Borgarbyggð. Sjá nánar á bls. 3.


BARNAHORNIÐ

Viðburðadagatal fi 31/5-13:00 N1 Borgarnesi; MercedesBenz trukkar á hringferð um landið fi 31/5-17:00 Bjarnarbraut 8 Bgn; Hugmyndasmiðja fyrir konur fi 31/5-18:00 Mannamótsflöt; Bröltarar ganga á Kýrmúla fö 1/6-18:00 Jafnaskarðsskógur bílastæði; Bröltarar ganga um Jafnaskarðsskóg fö 1/6-21:00 Hvanneyri Pub; Flamenco gítarleikarinn Reynir Hauksson la 2/6-10:00 Háafell í Skorradal; Bröltarar ganga að Snartarstöðum í Lundarreykjadal la 2/6-13:00 Við Ullarselið Hvanneyri; Kynning á frísbígolfi la 2/6-13:00 Fluga; Félagsútilega Skátafélags Borgarness la 2/6-13:15 Reykholt; 250 ára ártíð Eggerts Ólafssonar la 2/6-14:00 Bifröst; Opinn dagur Háskólans á Bifröst mi 6/6-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; Tíu ára afmælis sýningarinnar Börn í 100 ár minnst Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir Skýrslur - Nafnspjöld - Merkispjöld Reikningar - Eyðublöð

Hreyfivika Ungmennafélagsins í fullum gangi Hreyfivika Ungmennafélags Íslands er í fullum gangi og ýmislegt á dagskrá á vegum Ungmennasambands Borgarfjarðar af því tilefni. Í dag, fimmtudag 31. maí: • Frítt í sund á Kleppjárnsreykjum kl 19-22. • Opið á æfingar hjá Reykdælum. • Bröltarar bjóða uppá göngu á Kýrmúla. Lagt af stað kl.18:00 við Mannamótsflöt (Hestháls) gangan tekur 2-3 tíma. • Ringó opinn tími í Ringó komdu og prófaðu! klukkan 20:00. Föstudagur 1. júní: • Kl:18:00 Bröltarar bjóða uppá göngu í Jafnaskarðsskógi. Lagt af stað frá bílastæðinu við Jafnaskarðsskóg. Gangan

tekur 1-2 tíma. 17. júní hlaup á Varmalandi fyrir 12 ára og yngri klukkan 8:30 • Opið í sund á Varmalandi kl. 20:00 – 22:00 Laugardagur 2. júní: • Bröltarar bjóða uppá göngu frá Skorradal yfir í Lundarreykjadal. Lagt af stað kl.10:00 frá Háafelli í Skorradal og endað á Snartarstöðum í Lundarreykjadal. Gangan tekur 4 – 5 tíma. • Kynning á frísbígolfi á Hvanneyri kl.13:00. Byrjar fyrir utan Ullarselið Sunnudagur 3. júní: Hjólarar, göngufólk og hlauparar fara saman yfir Skarðsheiðarveg sunnudaginn 3. júní. Allir geta því tekið þátt. Endað verður í Hreppslaug í •

grilli. Skarðsheiðarvegur er hin forna þjóðleið milli Leirársveitar og Andakíls, þvert fyrir vesturenda Skarðsheiðarinnar, þ.e. um Miðfitjaskarð milli Skarðsheiðar að austan og Hafnarfjalls og Hrossatungna að vestan. Þegar lagt er upp að sunnanverðu er hægt að velja um 2-3 mismunandi leiðir, en einfaldast er að byrja á Vesturlandsveginum á Skorholtsmelum, rúmum kílómetra sunnan við Fiskilæk í Melasveit. Skorholtsmelar eru jökulruðningurinn milli bæjanna Skorholts og Fiskilækjar, og á umræddum stað liggur svolítill afleggjari til norðurs, þ.e. til hægri ef leiðin liggur frá Reykjavík vestur og norðurum. Frá UMSB


Kynning frá Hlað Félagar í Skotvest mættu vel á þriðjudagskvöldið þegar þeir Sigurður Ragnarsson (næst) og Hjálmar Ævarsson (fjærst) frá versluninni Hlað, sérverslun skotveiðimannsins, heimsóttu aðstöðu félagsins og kynntu nýja riffla, hljóðdeyfa, þrif á skotvopnum og fleira sem tengist skotveiði. Á milli þeirra eru Ómar Jónsson og Guðmundur Símonarson á myndinni til hægri.

Hreinn meirihluti í Hvalfjarðarsveit Þrír listar voru í framboði í Hvalfjarðarsveit. Á-listi Áfram fékk 54,42% atkvæða eða hreinan meirihluta með fjóra fulltrúa af sjö í sveitarstjórn. Í-listi Íbúalistans fékk 23,48% og H-listi Hvalfjarðarlistans fékk 22,10%. Af Á-lista fengu kosningu Daníel A Ottesen, Bára Tómasdóttir, Guðjón Jónasson og Björgvin Helgason. Af Í-lista fengu kosningu Ragna Ívarsdóttir og Atli Viðar Halldórsson. Af H-lista fékk Brynja Þorbjörnsdóttir kosningu.

Jón fékk flest atkvæði Enginn listi var í framboði í Skorradalshreppi, en eftirtaldir hlutu kosningu í sveitarstjórn. Jón Eiríkur Einarsson fékk 26 atkvæði eða 70,27%, Árni Hjörleifsson fékk 18 atkvæði eða 48,65%, Ástríður Guðmundsdóttir fékk 17 atkvæði eða 45,95%, Sigrún Guttormsdóttir Þormar fékk einnig 17 atkvæði eða 45,95% og Pétur Davíðsson fékk 15 atkvæði eða 40,54%.

250 ára ártíð Eggerts Ólafssonar Á laugardaginn kemur, 2. júní verður 250 ára ártíð Eggerts Ólafssonar haldin hátíðleg með dagskrá í Reykholti. Hún hefst á Eggertsflöt kl. 13:15 með því að Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu afhjúpar skilti þar sem brullaupsmenn Eggerts tjölduðu árið 1767. Skömmu síðar munu Sr. Geir Waage og þær Laufey Hannesdóttir og Anna Gunnlaug Jónsdóttir afhjúpa skógræktarskilti, fyrir hönd Reykholtsstaðar og Skógræktarfélags Borgar-

fjarðar – og annarra aðstandenda Reykholtsskóga ofan við Höskuldargerði. Í framhaldi af því eða kl. 14:00 hefst dagskrá í Reykholtskirkju í tali og tónum um hinn stórhuga upplýsingamann og skáld, Eggert Ólafsson. Dagskrána flytja þau Óskar Guðmundsson rithöfundur, tónmeistarinn KK – Kristján Kristjánsson og njóta við það aðstoðar Kristínar Á. Ólafsdóttur. Dagskrárstjóri er Jónína Eiríksdóttir. Kaffiveitingar kosta kr. 500 og allir eru velkomnir.

Tölulegar niðurstöður kosninganna í Borgarbyggð Að þessu sinni voru 2.635 á kjörskrá í Borgarbyggð og atkvæði greiddu 1.916 sem gerir 72,7% kjörsókn. Auðir seðlar voru 128 og ógildir seðlar voru 14. B-listi Framsóknarflokks fékk 642 atkvæði eða 33,51% og 4 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 473 atkvæði eða 24,69% og 2 menn kjörna. V-listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fékk 411 atkvæði eða 21,45% og 2 menn

kjörna. S-listi Samfylkingar og óháðra fékk 248 atkvæði eða 12,95% og 1 mann kjörinn. Aðeins munaði 9 atkvæðum að fjórði maður Framsóknarflokks, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir dytti út fyrir þriðja mann Sjálfstæðisflokks, Sigurð Guðmundsson, enda óskaði Sjálfstæðisflokkurinn eftir endurtalningu atkvæða. Á kjörskrá voru 2.635 Atkvæði greiddu 1.916 sem gerir 72,7% kjörsókn.


limtrevirnet.is

LAGERSALA

verður haldin laugardaginn 2. júní að Borgarbraut 74, Borgarnesi frá kl. 10 - 14

Bárujárn

Þakrennur

Fylgihlutir

Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.