ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
16. tbl. 13. árgangur
17. maí 2018
Græn svæði í fóstur íbúa
Áslaug Þorvaldsdóttir ljósmyndari og Sigríður Kristín Gísladóttir skáld standa saman að skemmtilegri sýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar sem mun standa uppi fram í ágúst.
Spegill litrófsins - hækur og ljósmyndir í Safnahúsinu
Sumarsýning Safnahússins í Borgarnesi er að þessu sinni helguð ljósmyndum, en þar má sjá myndir eftir Áslaugu Þorvaldsdóttur með hækum eftir Sigríði Kristínu Gísladóttur. Hækurnar eru ortar með innblæstri frá ljósmyndunum. Sýningin ber heitið Spegill
Ein af myndum Áslaugar á sýningunni, tekin í hæðunum ofan við Cómpeta í Andaluciu á Spáni
litrófsins og byggir á ljósmyndum úr lífi Áslaugar, flestum teknum á nokkurra ára tímabili, á Íslandi og á Spáni. Spánarmyndirnar eru flestar frá litlu fjallaþorpi, Cómpeta, í Andaluciu héraði en þar dvaldi Áslaug í maí og júní á síðasta ári. Íslandsmyndirnar eru aðallega stemningsmyndir frá Borgarnesi og nágrenni. Sýningin er litrík og ber sterk höfundareinkenni. Áslaug er fædd í Borgarnesi og hefur búið þar mest alla æfi. Ljósmyndun hefur verið aðaláhugmál hennar lengi en hún starfar hjá Landnámssetri Íslands. Ljóðskreytan Sigríður Kristín Gísladóttir hefur búið á Akranesi síðustu 11 árin. Hún hefur yndi af orðlist og lengi glímt við ljóðagerð. Sýningin stendur fram í ágústmánuð.
Íbúum í Borgarbyggð stendur til boða að taka græn svæði í fóstur. Slík verkefni geta t.d. falist í umhirðu lítilla svæða við lóðamörk, slætti á óbyggðum lóðum ásamt uppbyggingu og umhirðu stærri svæða í nærumhverfi. Nú þegar eru nokkrir slíkir samningar í gildi. Þá geta einstaklingar og hópar sótt um það sem kallað er: „Reiti í ræktun“ í Einkunnum, sem er byggt upp á svipaðan hátt. Hver aðili fær úthlutað ákveðnu svæði sem hann ber ábyrgð á og sinnir gróðursetningu, uppgræðslu og grisjun eftir því sem þörf er á skv. samþykktri ræktunaráætlun fólkvangsins. Verkefnin eru unnin í samstarfi við umsjónarnefnd fólkvangsins og Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Áhugasamir eru hvattir til að senda tölvupóst á borgarbyggd@ borgarbyggd.is Ef fleiri en einn aðili sækir um sömu spilduna eða reitinn fyrir 1. júní 2018 verður dregið úr innsendum umsóknum. Eftir það gildir reglan fyrstur kemurfyrstur fær.
Stimplar Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360