Íbúinn 2. maí 2019

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

15. tbl. 14. árgangur

2. maí 2019

Leiklistarnámskeið í Borgarnesi Dagana 1.-5. júlí í sumar fer fram fimm daga leiklistarnámskeið fyrir börn og fullorðna, á vegum leikhópsins Flækju. Kennarar eru þær Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Júlíana Kristín Jónsdóttir starfandi leikkonur. Námskeiðinu verður skipt upp í hópa eftir aldri og er kennt daglega. Hópur I: Efstu deildir leikskóla

Hópur III: 9-11 ára

Einblínt verður á leikgleði og er markmiðið að skemmta sér saman á skapandi hátt. Börnin munu fara í leiki þar sem reynt er á athygli og ímyndunarafl.

Einblínt verður á samvinnu í hóp og leikræna túlkun á gefnum aðstæðum. Lokaútkoman er örleikrit unnið út frá beinagrind að handriti sem sýnt verður aðstandendum.

Hópur II: 6-8 ára

Hópur IV: 12-16 ára

Einblínt verður á samvinnu og lausnir á skapandi verkefnum. Lokaútkoman er frumsamið örleikrit sem sýnt verður aðstandendum.

Einblínt verður á skapandi hugsun og tjáningu, auk þess sem farið verður í grunntækni í karaktersköpun.

Hópur V: Kvöldnámskeið 16+ Námskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig tæknilegri þekkingu í leiklist. Námskeiðið hentar bæði áhugaleikurum og þeim sem langar að leggja leiklist fyrir sig.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vefsíðu hópsins: www.flaekja.com/leiklistarnamskeid


Viðburðadagatal

fi 2/5-21:00 Hvanneyri Pub; Prins Póló fö 3/5-20:00 Brákarhlíð; Félagsvist la 4/5-11:00 Hvanneyri, Halldórsfjós; Hreinsunardagur á Hvanneyri la 4/5-20:00 Salurinn Kópavogi; Anna Þórhildur Gunnarsdóttir Brekku, útskriftartónleikar í klassískum píanóleik su 5/5-11:00 Borgarneskirkja; Messa su 5/5-14:45 Brákarhlíð; Helgistund má 6/5-13:00 Hjálmaklettur; Íbúaþing um mótun framtíðar Vesturlands mi 8/5 Reykholt; Barnamenningarhátíð. Listrænn vettvangur barna í Borgarfirði og Dölum þar sem miðaldir Snorra Sturlusonar skapa umgjörðina fi 9/5-17:00 Hjálmaklettur; Íþróttafataskiptimarkaður UMSB. Viltu gefa íþróttafötunum sem þú og þínir eru hættir að nota framhaldslíf? Vantar þig og þína íþróttaföt eða -skó í réttum stærðum? fi 9/5-19:30 Kaffi kyrrð; Sölvi Tryggvason fyrirlestur: Á eigin skinni - Grunnatriði góðrar heilsu Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Finnurðu leiðina?

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf Reikningseyðublöð Ritgerðir - Skýrslur

ALZHEIMERKAFFI Í BORGARBYGGÐ

fimmtudaginn 9. maí kl. 17:00-18:30 í Félagsbæ, Borgarbaut 4 Dr. Jón Snædal, öldrunarlæknir flytur erindi. Kaffiveitingar, söngur og gleði. Vonumst til að sjá sem flesta. Tenglar Alzheimersamtakanna í Borgarbyggð Kaffigjald kr. 500.- Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.alzheimer.is og á facebooksíðunni Alzheimersamtökin Borgarbyggð


Hópslysaæfing vegna rútuslyss Á laugardaginn fór fram umfangsmikil hópslysaæfing viðbragðsaðila á Vesturlandi. Æfingastaðurinn var við Kaldárbakkaveg og líkt var eftir því að rúta og tveir fólksbílar hefðu lent í umferðaróhappi. Um 120 manns tóku þátt í æfingunni. Lögregla, sjúkraflutningamenn, slökkvilið, heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitarfólk, sjálfboðaliðar í hlutverki slasaðra og fleiri. Á æfingunni var reynt að líkja sem mest eftir raunaðstæðum á slysstað og slösuðum var safnað saman í Lindartungu.

Björgunarsveitarfólk hlúir að „slösuðum“ í rútunni sem átti að hafa lent í óhappinu. Mynd: Þór Þorsteinsson

ŽƌŐĂƌďLJŐŐĝ ſƐŬĂƌ ĞŌ ŝƌ Ɵ ůďŽĝƵŵ ǀĞŐŶĂ ďLJŐŐŝŶŐĂĨƌĂŵŬǀčŵĚĂ ǀŝĝ 'ƌƵŶŶƐŬſůĂŶŶ Ą <ůĞƉƉũĄƌŶƐƌĞLJŬũƵŵ

Nýtt húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból

&ƌĂŵŬǀčŵĚŝƌ ǀŝĝ ŶljƩ ŚƷƐŶčĝŝ ĨLJƌŝƌ ůĞŝŬƐŬſůĂŶŶ ,ŶŽĝƌĂďſů ĞƌƵ ŶƷ ş ƷƚďŽĝƐĨĞƌůŝ ŚũĄ ZşŬŝƐŬĂƵƉƵŵ͘ MƐŬĂƌ ŽƌŐĂƌďLJŐŐĝ ĞŌ ŝƌ Ɵ ůďŽĝƵŵ ǀĞŐŶĂ ďLJŐŐŝŶŐĂĨƌĂŵŬǀčŵĚĂ ǀŝĝ 'ƌƵŶŶƐŬſůĂŶŶ Ą <ůĞƉƉũĄƌŶƐƌĞLJŬũƵŵ͘ hŵ Ğƌ Ăĝ ƌčĝĂ ŶljďLJŐŐŝŶŐƵ Ą ĞŝŶŶŝ Śčĝ ǀŝĝ 'ƌƵŶŶƐŬſůĂŶŶ Ą <ůĞƉƉũĄƌŶƐƌĞLJŬũƵŵ Ƶŵ ϱϰϬ ŵϮ Ăĝ Ɛƚčƌĝ͕ ƊĂƌ ƐĞŵ ůĞŝŬƐŬſůŝŶŶ ,ŶŽĝƌĂďſů ǀĞƌĝƵƌ ƐƚĂĝƐĞƩ Ƶƌ ĄƐĂŵƚ ƐŬƌŝĨƐƚŽĨƵŵ ĨLJƌŝƌ ƐƚĂƌĨƐĨſůŬƐ ůĞŝŬƐŬſůĂŶƐ ŽŐ ŐƌƵŶŶƐŬſůĂŶƐ͘ DƵŶ ŚƷƐŶčĝŝ ůĞŝŬƐŬſůĂŶƐ ǀĞƌĝĂ ŚůƵƟ ĂĨ ŚƷƐŶčĝŝ 'ƌƵŶŶƐŬſůĂ ŽƌŐĂƌł ĂƌĝĂƌͲ <ůĞƉƉũĄƌŶƐƌĞLJŬũƵŵ ŽŐ ŐĞĨƵƌ ƊĂĝ ŵƂŐƵůĞŝŬĂ Ą ƂŇ ƵŐƵ ƐĂŵƐƚĂƌĮ ƊĞƐƐĂƌĂ ƐŬſůĂ ƐĞŵ ŚĂĨĂ ŵĂƌŐĂ ƐĂŵĞŝŐŶůĞŐĂ Ň ĞƟ ş ƐƚĂƌĮ ƐşŶƵ͘ ^ũĄ ŶĄŶĂƌŝ ƵƉƉůljƐŝŶŐĂƌ Ą ƷƚďŽĝƐǀĞĨ ZşŬŝƐŬĂƵƉĂ


Tónlistarskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir tónlistarkennara til starfa Tónlistarskóli Borgarfjarðar stuðlar að öflugu tónlistarlífi í Borgarbyggð jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Tónlistarskólinn tekur mið af margvíslegum áhugasviðum nemenda, getu þeirra og þroska. Kennsluaðferðir og viðfangsefni Tónlistarskólans eru fjölbreytt og sveigjanleg og hentar börnum, ungmennum og fullorðnum Óskað er eftir tónlistarkennara sem getur hafið störf 1. ágúst 2019 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: x x x x x x x

skipuleggja kennslu með hliðsjón af námskrá þjálfa nemendur í hljóðfæraleik og söng semja og aðlaga námsefni æfa hljómsveitir eða kóra og stjórna á hljómleikum halda námskeið í söng, hljóðfæraleik eða tónlistarkennslu undirbúa nemendur fyrir próf og meta vinnu og námsárangur prófdómarastörf

Menntunar- og hæfniskröfur: x x x x x x

áhugi og þekking á helstu straumum og stefnum í tónlist búa yfir skapandi hugsun hæfni í mannlegum samskiptum skipulag og frumkvæði eru æskilegir eiginleikar grunnfærni á sem flest hljóðfæri þekking á tölvuforritum sem notuð eru við kennslu

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið Upplýsingar um starfið veitir Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri í síma 433 7190 eða 864 2539 Umsókn með upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf berist í tölvupósti á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is Umsóknarfrestur er til 31. maí 2019


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.