íbúinn 9. maí 2018

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

15. tbl. 13. árgangur

9. maí 2018

Margir lögðu hönd á plóg um síðustu helgi við að undirbúa Brákarey fyrir Bifhjólaog fornbílasýninguna sem verður á laugardaginn kemur. Að ofan eru þeir Aron Ingi Þráinsson og Anton Steinn Pétursson félagar í Björgunarsveitinni Brák að tína rusl. Að ofan til hægri, Ólafur Sigurður Eggertsson og Kristján Andrésson hjá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar að brasa við óþægan bíl en þar fyrir neðan er Sigurður Þorsteinsson að undirbúa kaffihlaðborðið fyrir mannskapinn og Jóhannes Ellertsson fylgist með. Myndir: Olgeir Helgi Ragnarsson

Opnum skrifstofu í Borgarnesi að Borgarbraut 36

Stefán Bjarki, Soffía Sóley og Ragga Rún Sími: 896 9303 - email: fastvest@fastvest.is


Viðburðadagatal mi 9/5-18:30 Félagsbær; Opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins fi 10/5-11:00 Borgarneskirkja; Messa fi 10/5-20:30 Félagsheimili Borgfirðings; Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands fö 11/5-17:00 Félagsbær; Kynning á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins la 12/5-13:00 Brákarey; Stórsýning Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarðar la 12/5-13:00 Brákarey; Krakkaflóamarkaður la 12/5-16:00 Borgarneskirkja; Tónleikar Gleðigjafa og eldriborgarakórs Skagafjarðar su 13/5-15:00 Félagsbær; Krakkabingó XD má 14/5-16:30 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Vortónleikar forskólanema má 14/5-18:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Vortónleikar þr 15/5-17:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Vortónleikar þr 15/5-20:00 Hrifla Bifröst; Tónlistarskóli Borgarfjarðar - Vortónleikar mi 16/5-17:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Vortónleikar mi 16/5-20:00 Logaland; Tónlistarskóli Borgarfjarðar - Vortónleikar Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

Júní 2014 S

M

1

2

8

9

Ágúst 2014

Þ

M

F

F

L

3

4

5

6

7

Júlí 2014

10 11 12 13 14

S

M

Þ

M

F

3

4

5

6

7

Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarbyggð verður með krakkabingó sunnudaginn 13. maí kl. 15.00 í Félagsbæ. Verð er 500 kr. á mann, innifalið eru tvö bingóspjöld, svali og prins póló. Aukaspjald 100 kr. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði – allir velkomnir!

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Boðskort - Afmæliskort Tækifæriskort - Dagatöl Persónuleg með þínum ljósmyndum

sími: 437 2360

F

L

1

2

8

9

Laugardaginn 12. maí n.k. verða eldriborgarakór Skagafjarðar og Gleðigjafi kór eldri borgara í Borgarnesi með samsöng í Borgarneskirkju kl 16.00

10 11 12 13 14 15 16

22 23 24 25 26 27 28

17 18 19 20 21 22 23

29 30

24 25 26 27 28 29 30

F

XDBORGARBYGGÐ2018

Kórsöngur

gjöf sem gleður DAGATÖL

15 16 17 18 19 20 21

Krakkabingó Sjálfstæðisflokksins

S

M

Þ

M

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

F

12

L

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

31

Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Allir velkomnir Aðgangur ókeypis

Kórarnir


Endurnýjun framundan í sveitarstjórn Það er augljóst að töluverð endurnýjun verður í sveitarstjórn Borgarbyggðar eftir næstu kosningar. Verði niðurstaða kosninganna svipuð og í kosningunum fyrir fjórum árum munu einungis þrír af þeim níu sem fengu kosningu í sveitarstjórn koma til starfa að nýju. En það er rétt að taka fram að það er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða um niðurstöðu næstu kosninga fyrr en talið hefur verið úr kjörkössunum. B-listi Framsóknarflokks fékk þrjá menn kjörna síðast. Guðveig Anna Eyglóardóttir er í fyrsta sæti eins og síðast. Davíð Sigurðsson er í öðru sæti listans í stað Helga Hauks Haukssonar síðast og Finnbogi Leifsson er í þriðja sætinu eins og síðast. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk einnig þrjá menn kjörna

síðast. Alger endurnýjun verður í hópi sveitarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins. Nú skipa efstu sætin þau Lilja Björg Ágústsdóttir sem áður var í fjórða sæti listans, Silja Eyrún Steingrímsdóttir og Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri (til aðgreiningar frá Sigurði Guðmundssyni í Borgarnesi sem skipaði fimmta sæti listans síðast). Silja Eyrún og Sigurður eru ný á lista. Þrjú efstu sætin skipuðu síðast þau: Björn Bjarki Þorsteinsson, Jónína Erna Arnardóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir. S-listi Samfylkingar fékk tvo menn kjörna síðast, en heitir nú listi Samfylkingar og óháðra. Magnús Smári Snorrason sem skipaði annað sæti listans síðast er nú í oddvitasætinu í stað Geirlaugar Jóhannsdóttur. María Júlía Jónsdóttir og Logi

Sigurðsson eru í öðru og þriðja sæti listans. V-listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fékk einn mann kjörinn fyrir fjórum árum. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir sem skipaði þriðja sæti listans síðast er nú í oddvitasætinu í stað Ragnars Frank Kristjánssonar. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir er áfram í öðru sæti listans og í því þriðja er Guðmundur Freyr Kristbergsson. Af sitjandi sveitarstjórnarmönnum sem fengu kosningu síðast eru það eingöngu þau Guðveig Anna og Finnbogi hjá Framsókn ásamt Magnúsi Smára hjá Samfylkingu sem gefa kost á sér áfram. Þá tók Sigríður Júlía við sæti í sveitarstjórn af Ragnari Frank á V-lista er hann tók við starfi sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs hjá Borgarbyggð.

Starf kirkjuvarðar við Borgarneskirkju auglýst til umsóknar Sóknarnefnd Borgarnessóknar auglýsir eftir kirkjuverði og meðhjálpara við Borgarneskirkju. Um er að ræða fullt starf. Í starfinu felst meðal annars umsjón með kirkju og safnaðarheimili, þar með talin útleiga og þrif. Einnig þjónusta meðhjálpara. Sömuleiðis þáttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi og umsjón með kirkjugarði. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru er þeir vilja að fram komi. Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og veita heimild fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Nánari upplýsingar veita formaður sóknarnefndar Þorsteinn Eyþórsson s. 8425661 og sóknarprestur Þorbjörn Hlynur Árnason s. 6988300. Umsókn skal skila til formanns sóknarnefndar Þorsteins Eyþórssonar, Arnarkletti 32, 310 Borgarnes


Gerum lífið betra XDBORGARBYGGÐ2018

Kynning á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð

Stefnuskrá Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð verður kynnt föstudaginn 11. maí klukkan 17:00, í Félagsbæ í Borgarnesi. Af því tilefni bjóða frambjóðendur alla velkomna í fjölskyldugrill.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.