Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
15. tbl. 10. árgangur
22. apríl 2015
Saga kvenna og frumflutt tónverk Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður opnuð ný sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar, eins konar samfélagsverkefni sem miðlar fróðleik um gengnar kynslóðir. Þar er sögð saga 15 kvenna sem allar voru á lífi 1915 þegar íslenskar konur fengu kosningarétt. Nýjungin er sú að fjölskyldur kvennanna hafa unnið að heimildaöflun og útvegað muni og myndir. Þannig er þetta unnið í
víðtæku samstarfi og hefur vakið umræðu um og áhuga á sögu kvennanna innan fjölskyldna þeirra sjálfra. Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsi og stendur til októberloka n.k. Við opnun sýningarinnar verða hátíðartónleikar, uppskeruhátíð verkefnis sem Safnahúsið vinnur að ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Markmiðið með þessu verkefni er að hvetja ungt fólk
til listrænnar tónsköpunar á grundvelli texta. Á tónleikunum munu nemendur Tónlistarskólans frumflytja eigin verk en yngsta tónskáldið er einungis sex ára gamalt. Um er að ræða þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í þrjú ár og á sér mikið samfélagslegt gildi. Stofnanirnar tvær vinna saman þvert á faglínur í safnaog skólastarfi.
Lúðar og létt tónlist Stórskemmtikvöld í Hjálmakletti Borgarnesi 24. apríl kl. 20.00
Hvanndalsbræður - Gísli Einars - Sóli Hólm Miðasala á :www.tix.is Fíflagangur og fjörug lög Síðast komust fleiri að en vildu!