Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

37. tbl. 8. árgangur

Verdi –– Wagner tónleikar

28. nóvember 2013

Vikuna 2.-6. desember verður Tónlistarskólinn á ferð og flugi í Borgarbyggð Leikið verður á eftirtöldum stöðum:

Giuseppe Verdi (1813-1901)

Richard Wagner (1813-1883)

Reykholtskirkju 29. nóvember 2013 kl. 20:00 Flutt verða þekkt lög úr óperum Verdis og Wagners í tilefni af því að 200 ár eru frá fæðingu þeirra

Fram koma kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngfólk úr héraði, Freyjukórinn og Samkór Mýramanna Allir velkomnir –– Aðgangur ókeypis Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Reykholtskirkja

Mánudaginn 2. desember: kl. 18:00 Tónlistarskólinn Borgarbraut 23 Þriðjudaginn 3. desember: Kl. 15:00 Arionbanki Kl. 16:00 Hyrnutorg Kl. 18:30 Reykholtskirkja Framhaldsprófstónleikar Önnu Sólrúnar Miðvikudaginn 4. desember: Kl. 20:00 Logaland (nemendur á Kleppjárnreykjum) Kl. 20:00 Tónlistarskólinn (Söngdeild) Fimmtudagur 5. desember: Kl. 14:00 Ráðhúsið Kl. 20:00 Logaland (nemendur á Varmalandi) Föstudagur 6. desember: Kl. 13:30 Félagsst. aldraðra Borgarbr. 65A Kl. 17:00 Hyrnutorg Kl. 18:00 Safnahúsið Kl. 18:30 Landnámssetrið Kl. 19:00 Hótel Borgarnes Kl. 19:30 Edduveröld

Tónlistarskóli Borgarfjarðar sendir Borgfirðingum öllum bestu jóla- og nýársóskir með þökkum fyrir samverustundirnar á árinu


Viðburðadagatal fi 28/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fö 29/11-20:00 Reykholtskirkja; VerdiWagner tónleikar Tónlistarskólans fö 29/11-20:00 Borgarbraut 65a; Félagsvist su 1/12-11:00 Borgarneskirkja; Messa su 1/12-14:00 Borgarkirkja; Messa su 1/12-14:00 Tónlistarskólinn; Samlestur Leikd. Skallagríms á Stöngin inn su 1/12-15:00 Risið; Jólafundur FEBBN su 1/12-17:00 Kveldúlfsvöllur; Kveikt á jólatré Borgarbyggðar su 1/12-19:15 „Fjósið“; Skallagrímur-Þór su 1/12-20:00 Landnámssetur; EkkiAðventutónleikar Einarsnes-systra þr 3/12-18:30 Reykholtskirkja; Framhaldsprófstónleikar Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur þr 3/12-20:00 Borgarneskirkja; Eitthvað fallegt þr 3/12-20:30 Snorrastofa; UppsalaEdda, Klúður eða kennslubók? mi 4/12-20:00 Edduveröld; Rússakvöld mi 4/12-20:00 Lyngbrekka; Jólabingó Kvenfélags Álftaneshrepps fi 5/12-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-KR Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 14.00 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ Hér er hægt að velja um nokkrar leiðir.

Eitthvað fallegt Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur munu halda tónleika í Borgarneskirkju, þriðjudaginn 3. desember nk., undir yfirskriftinni Eitthvað fallegt og hefjast þeir kl. 20.00. Tónleikarnir heita eftir samnefndri hljómplötu þeirra, sem er nýkomin út hjá Dimmu útgáfu. Á tónleikunum kennir ýmissra grasa úr jólagarðinum, bæði verða flutt sígild íslensk jólalög og nokkur frumsamin lög eftir listafólkið og er áherslan lögð á látleysi, einfaldleika og einlægni í flutningi. Allur hljóðfæraleikur er í höndum tríósins og er hljóðheimnum þannig haldið

eins lágstemmdum og mögulegt er. Ragnheiður, Kristjana og Svavar leggja uppúr því að stemmningin á tónleikunum verði líkust kvöldvöku eða góðri samverustund og verða m.a. lesnar jólasögur og fundið upp á ýmsum gleðileik milli jólalaganna. Þetta á því að vera hin fínasta stund fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð á tónleikana er kr. 3.500 en ókeypis er fyrir börn og unglinga. Þá er sérstakur afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa. Hluti miðaverðs tónleikanna rennur til góðs málefnis í heimabyggð.


FRAMHALDSPRÓFSTÓNLEIKAR

Anna Sólrún Kolbeinsdóttir píanóleikari heldur framhaldsprófstónleika í Reykholtskirkju þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 18:30 Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

Tónlistarskóli Borgarfjarðar


JÓLAÚTVARP UNGLINGA Í ÓÐALI

FM 101.3 VERÐUR Í LOFTINU 9.-13. DESEMBER

JÓLAÚTVARPIÐ

GLEÐIGJAFINN Í SKAMMDEGINU

Komdu að leika þér! Fyrsti samlestur á gamanleiknum Stöngin inn (Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2013) eftir Guðmund Ólafsson verður sunnudaginn 1. desember nk. kl. 14.00 í Tónlistarskólanum, Borgarbraut 23 í Borgarnesi. Æft verður í byrjun des., unnið í tónlist í janúar og æft svo af krafti í febrúar. Frumsýnt verður í byrjun mars. Leikstjóri verður Rúnar Guðbrandsson „...Rúnar Guðbrandsson hefur löngu sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikstjórum okkar...“ -Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi - Fréttablaðið 5. nóvember 2013-

Stöngin inn er bráðskemmtilegt innlegg í umræðuna um samskipti kynjanna og er skreytt með söngvum úr smiðju Abba. Leikdeild Umf. Skallagríms hvetur þá sem áhuga hafa á þátttöku að mæta á samlestur, hvert sem áhugasviðið er: Leikur, tónlist, búningar, tækni, sviðsmynd o.s.frv. Nánari upplýsingar: Olgeir Helgi Ragnarsson formaður Leikdeildar Umf. S. gsm 893 2361


Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í VAXTARSAMNING VESTURLANDS

Vaxtarsamningur Vesturlands veitir styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna á Vesturlandi. Á heimasíðu Vaxtarsamningsins www.vaxtarsamningur.is undir flipanum „Umsóknir“ er umsóknareyðublað og upplýsingar um reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið vaxtarsamningur@vaxtarsamningur.is, en frestur til að skila umsóknum er til 9. desember 2013.


Verdi / Wagner í Reykholti

Á morgun, föstudaginn 29. nóv. stendur Tónlistarskóli Borgarfjarðar fyrir tónleikum í Reykholtskirkju kl. 20:00 ásamt Freyjukórnum og Samkór Mýramanna. Óperutónskáldanna Verdis og Wagners verður minnst, en nú eru 200 ár frá fæðingu þeirra. Á tónleikunum koma fram kennarar Tónlistarskólans söngfólk úr héraði og kórarnir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Borgarnesi Sími: 898-9253 / 437-1783

Til sölu hinir vönduðu díóðu-ljósakrossar á leiði í ýmsum litum. Einnig íslensk tólgarkerti og ýmsir fylgihlutir á leiði. Bæklingar yfir legsteina á staðnum.

Opið: laugardaginn 30. nóvember kl: 12:00 - 14:00 sunnudaginn 1. desember kl: 12:00 – 14:00 að Borgarbraut 4 - neðri hæð. Opið á öðrum tíma eftir samkomulagi

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 1. desember kl. 17.00. Dagskrá: Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðaráðs Borgarbyggðar. Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngja og spila í umsjón Birnu Þorsteinsdóttur. Jólasveinar koma til byggða og gleðja okkur með söng og skemmtilegheitum. Freyjukórinn syngur nokkur jólalög undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Níundi bekkur Grunnskólans í Borgarnesi mætir í jólaskapi og gefur gestum og gangandi heitt kakó. Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað. Hægt er að leita upplýsinga á vefnum www.borgarbyggd.is


Faxaflóahafnir styrkja Grímshsús Endurbygging Grímshúss í Borgarnesi: Eftir að höfn kom í Borgarnes árið 1930, bundu ýmsir vonir við að útgerð og fiskvinnsla myndu blómstra í kauptúninu. Samvinnufélagið Grímur var stofnað árið 1933 og síðar gert að hlutafélagi, en fyrirtækið var útgerðarfélag og keypti skipið Eldborgu sem gert var út á síldveiðar og var eitt fengsælasta skip flotans á fjórða og fimmta tug 20. aldar. Eldborgin sigldi m.a. á stríðsárunum til Englands með fisk og háði á þeim siglingum ýmsa hildi. Myndarlegt líkan af skipinu er geymt í Hjálmakletti. Árið 1942 reisti Grímur hf. hús, sem ætíð síðan hefur verið nefnt Grímshús. Húsið hefur verið í niðurníðslu um árabil. Öflugur hópur áhugamanna í Borgarnesi hefur tekið það verkefni að sér að endurbyggja húsið og rímar það vel við þær umhverfisbætur sem Faxaflóahafnir sf. hafa unnið að í Borgarneshöfn. Faxaflóahafnir sf. hafa lagt verkefninu lið með gerð teikninga af húsinu og nú með framlagi að fjárhæð einni milljón króna. Faxaflóahafnir styrkja einnig Hernámssafnið að Hlöðum um eina milljón króna til að minnast siglinganna og skipaferða um Hvalfjörð í síðari heimsstyrjöldinni en Hvalfjörður gegndi veigamiklu hlutverki sem athvarf kaupskipa og bryndreka. Hernámssafnið hefur skapað sýningu þar sem sjá má minjar sem tengjast sögu og menningu þessara atburða.

DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM

Júní 2014

Ágúst 2014

S

M

Þ

M

F

F

L

1

2

3

4

5

6

7

8

9

Júlí 2014

10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

S

M

Þ

M

F

3

4

5

6

7

F

L

1

2

8

9

10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23

22 23 24 25 26 27 28

24 25 26 27 28 29 30

29 30

S

M

Þ

M

F

F

L

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

31

Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og sendum þér tilbúið dagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is


Almennar bílaviðgerðir Vissir þú af okkur? Upplýsingar og tímapantanir

sími 445 5400 BRÁKARSUND EHF SÓLBAKKI 28 - 310 BORGARNES B R A K A RS U N D @ G MA I L .COM - sím i: 4 4 5 5 4 0 0

Bikarkeppnin KKÍ 28. nóv kl: 19.15

Sunnudaginn 1. des kl: 19.15 í Fjósinu í Borgarnesi

5. des kl: 19.15

13. des kl: 19.15

15. des kl: 19.15

Íslenzkur körfuknattleikur -Móðir allra íþrótta-

WWW.

www.skallagrimur.is/karfa

www.facebook.com/skallagrimur.korfubolti

Íbuinn 28. nóvember  

Íbúinn, fréttabréf í Borgarnesi og nágrenni