Íbúinn 11. desember 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

Spennandi tónleikar í kvöld Félagarnir Garðar Cortes og Robert Sund halda spennandi tónleika í Landnámssetrinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20:30 Garðar Cortes er vel þekktur hér heima sem frumkvöðull á sviði tónlistar, en einnig alþjóðlega þekktur óperusöngvari og hljómsveitarstjóri. Robert Sund er alþjóðlega þekktur hljómsveitarstjóri kórstjóri og tónskáld. Þeir Garðar og Robert hafa unnið saman í fjölda ára, gefið út hljómdiska og haldið tónleika bæði hér heima og erlendis. Lagavalið endurspeglar ylinn, tilfinningarnar og eldmóðinn sem einkennt hefur samstarf þeirra félaga gegnum árin. Þeir flytja uppáhaldslögin sín, alþjóðlegar söngperlur og þekkt og vinsæl íslensk lög af léttara taginu. Aðgangseyrir er kr 2.000.

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

40. tbl. 9. árgangur

11. desember 2014

Fjölskyldan býður á jólatónleika Fjölskylda úr Borgarnesi mun halda jólatónleika í Borgarneskirkju kvöldið fyrir þorláksmessu - mánudagskvöldið 22. desember nk. kl. 21:00. Aðgangur verður ókeypis og allir velkomnir en þetta er þriðja árið sem fjölskyldan stendur fyrir sams konar viðburði. Þetta eru hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum þeirra, Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Olgeir Helgi stundaði m.a. söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Systurnar eru

báðar í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík. Sigríður Ásta lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í vor og sótti söngtíma í Vínarborg í sumar. Hún stefnir á söngnám erlendis næsta ár. Hanna Ágústa er á þriðja ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fjölskyldan hefur tekið virkan þátt í menningar- og sönglífi í héraðinu og tók m.a. öll þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólkursamlaginu við góðar undirtektir. Ingibjörg er uppalin á Hvanneyri og Borgfirðingum að góðu kunn. Hún var á árum áður píanókennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar ásamt því að vera kórstjóri og meðleikari í héraðinu en býr nú í Hafnarfirði.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.