Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
33. tbl. 9. árgangur
23. október 2014
Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti stendur í einu byssubyrgjanna í Þjóðólfsholti. En í holtinu er hátt í tugur byrgja frá því á árum síðari heimstyrjaldarinnar.
Stríðsminjar á Þjóðólfsholti Á Þjóðólfsholti við Ferjukot eru merkilegar minjar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar eru leifar hátt í tíu hlaðinna byssubyrgja. Ritstjóri Íbúans fékk leiðsögn Þorkels Fjeldsted í Ferjukoti um minjarnar. Tilgangurinn með byrgjunum var líklega að verjast sókn þjóðverja eftir þjóðveginum ef af innrás þeirra yrði. Byrgin eru staðsett þannig að mögulegt var að skjóta á bílalestir hvort sem þær kæmu að vestan yfir Ferjukotssíkin eða yfir Hvítárbrú. Sprengjuhleðslur voru á Hvítárbrúnni til að sprengja hana
ef á þyrfti að halda og nyrstu byrgin væntanlega ætluð til að halda uppi skothríð á þjóðverja
freistuðu þeir þess að komast yfir Hvítá á sandeyrunum norðaustan brúarinnar.
Á holtinu, Ferjukotsmegin við Hvítárbrúna eru greinileg merki virkis sem þar var ætlað til að verjast mögulegri sókn Þjóðverja yfir brúna yrði af innrás þeirra. Einnig voru sprengjuhleðslur á brúnni.