Ibuinn 27tbl 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

27. tbl. 9. árgangur

Horft af Skeiðhóli inn Hvalfjörð á sólbjörtum sumardegi. Þyrill fyrir miðju.

21. ágúst 2014

Mynd: Olgeir Helgi

Hvalfjarðardagarnir verða um aðra helgi Hvalfjarðardeginum vex fiskur um hrygg og er nær lagi að tala um Hvalfjarðardagana enda stendur hátíðin þetta árið frá föstudegi til sunnudags síðustu helgina í ágúst, þó með flestum dagskrárliðum laugardaginn 30. ágúst nk. Viðburðurinn er unninn í samstarfi menningar- og atvinnuþróunarnefndar Hvalfjarðarsveitar, ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu, fyrirtækja og annarra sem áhuga hafa á að taka þátt í hátíðahöldunum. Kristján Karl Kristjánsson í Ferstikluskála er einn þeirra sem stendur að Hvalfjarðardögunum.

Í samtali við Íbúann segir hann að dagskráin hefjist með sveitagrilli í Fannahlíð á föstudagskvöldinu og vonast Kristján Karl eftir því að sá dagskrárliður eigi eftir að verða vinsæll og festa sig í sessi. Grillið verður klárt á staðnum en gestir mæta með sinn mat til að elda. Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar hefur umsjón með grillinu, skipuleggur leiki og kvöldvöku. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá hér og þar í Hvalfjarðarsveit: Gönguferðir, sjósund, ókeypis ís og pylsur ásamt fjölbreyttum menningarviðburðum. Á sunnu-

deginum verður m.a. gengið að Glym, hæsta fossi landsins og boðið upp á kökuhlaðborð í Ferstikluskála þar sem Kristján Karl mun sjálfur annast baksturinn sem er sérstakt áhugamál hans. Verið er að leita að nafni á hátíðina sem gæti auðkennt hana á næstu árum, þegar eru komnar nokkrar góðar hugmyndir sem menningarmálanefnd Hvalfjarðarsveitar mun vinna úr. Þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburð á hátíðinni sendi tölvupóst á netfangið: jonella.sigurjonsdottir@ hvalfjardarsveit.is.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.