Page 1

FRÉTTABRÉF

BORGARBYGGÐAR 17. tbl. 7. árg. Október 2013

Réttað í nýrri Oddsstaðarétt 18. september sl. –– Sólveig, Hugrún, Bjarki og Kolbrá fylgjast spennt með af réttarveggnum.

Safna fyrir útskriftarferð Útskriftarhópur Menntaskóla Borgarfjarðar býður fram krafta sína til allra mögulegra verka í vetur. Þau eru að safna fyrir útskriftarferð sem farin verður í júní 2014 og ætla auk útseldrar vinnu að standa fyrir mörgum skemmtilegum viðburðum í vetur. Í bígerð er kaffihúsakvöld, bingó, maraþon og fleira. Þau eru tilbúin til að ganga í flest störf (gegn hóflegu gjaldi auðvitað) og þeir sem vilja nýta sér það eru beðnir um að hafa samband við Áslaugu Maríu í síma 845 9836 eða á netfangið aslaugma11@menntaborg.is

Horfum fram á veginn Ágæti íbúi Borgarbyggðar. Hvernig getum við bætt umhverfi okkar? Ég tel að lítil samfélög hafi oft betri möguleika til að taka til hendinni en þau sem eru fjölmenn. Við erum lánsöm að hafa nokkur aldagömul Ungmennafélög sem hafa unnið mörg gæfuverkin fyrir okkur. Síðan hefur verið gaman að fylgjast með nýju félagsstarfi svo sem Fornbílafélagi Borgarfjarðar, Neðribæjarsamtökunum í Borgarnesi og þeim sem vinna að lagfæringum á Grímshúsinu í Brákarey. Sveitarfélagið hefur einnig lagt sitt af mörkum til að styrkja innviði samfélagsins, ýmsar framkvæmdir hafa verið unnar undanfarna mánuði svo sem lagfæringar á skólahúsnæði á Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi, nýjar gangstéttir steyptar á Hvanneyri, unnið er að nýju bílastæði skammt frá Landnámssetrinu, vegabætur í

Bjargslandinu og í haust verða lagðir nýir göngustígar í Borgarnesi. Staða sveitarsjóðs heldur áfram að batna og skuldir okkar lækka. Íbúum í Borgarbyggð fer fjölgandi, til að áframhald verði á þeirri þróun þurfum við að standa vörð um stofnanir og fyrirtæki sem hafa starfsemi í Borgarbyggð, ásamt því að skapa möguleika fyrir nýja atvinnustarfsemi. Sumarið var kannski ekki það besta með tilliti til veðurfars, en flest öll eigum við góðar minningar til að taka með okkur inn í veturinn. Tölum um það sem er vel er gert og spörum ekki að hrósa hvort öðru. Verum bjartsýn og höldum áfram að gera gott samfélag betra. Með vinsemd og virðingu, Ragnar Frank Kristjánsson, forseti sveitarstjórnar


2 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Október 2013

Heilsueflandi Klettaborg Í mars s.l. var leikskólinn Klettaborg valinn tilraunaleikskóli fyrir verkefnið „Heilsueflandi leikskóli“ sem nú er unnið að hjá Embætti landlæknis. Verkefnið felst m.a. í að taka þátt í að gera handbók þar sem unnið verður með átta áhersluþætti: Hreyfingu, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsu, fjölskyldu, nærsamfélag og starfsfólk. Haustið 2011 var byrjað að vinna að heilsueflingu í leikskólanum en þá notuð handbók fyrir grunnskóla. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skólinn skuli hafa verið valinn tilraunaleikskóli við gerð handbókar fyrir heilsueflandi leikskóla. Í vetur verða teknir fyrir tveir þættir: Mataræði og tannheilsa. Farið er yfir gátlista þar sem núverandi staða er skráð og forgangsröðun hvers atriðis. Þannig metur leikskólinn hvar hann er staddur á viðkomandi sviði og metur í hversu mikinn forgang þarf að setja ákveðin atriði. Við yfirferð á gátlista um mataræði kom í ljós að leikskólinn vinnur að nær öllu leyti samkvæmt „Handbók um leikskólaeldhús“ og ráðleggingum frá Embætti landlæknis. Að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut og stefnt á að gera gott starf enn betra. Stærsta breytingin mun hins vegar felast í því að nú verður farið að tannbursta börnin einu sinni á dag í leikskólanum og er viðmiðið að tannvernd leikskólabarna taki mið af leiðbeiningum Embættis landlæknis, með áherslu á tannhirðu heima og í leikskólanum. Börn verja stærstum hluta dagsins í leikskólum og góð tannhirða ætti að vera fastur liður

Mjólkurdagurinn 2013

tannskemmda með daglegri burstun með flúortannkremi. Flúor herðir yfirborð tanna og veitir virka vörn gegn tannskemmdum. Leiðbeiningar til foreldra miðast eftir sem áður við nauðsyn tannburstunar kvölds og morgna. Starfsfólk Klettaborgar vonast til að eiga gott samstarf við foreldra og telur að hér sé stigið stórt skref til að bæta tannheilsu og um leið almenna líðan barnanna okkar.

Síðdegishressing

Stærðfræði-bingó í hópastarfi

í persónulegu hreinlæti barna á skólatíma. Tannskemmdir eru algengar hjá íslenskum börnum en um helmingur sex ára barna er með skemmdir í barna- eða fullorðinstönnum. Í leikskólum má stuðla að betri tannheilsu og fækkun

Útileikir –– 1,2 og 3...

Íbúum fjölgar í Borgarbyggð

Fréttabréf Borgarbyggðar

Á árinu 2013 hefur orðið veruleg íbúafjölgun í Borgarbyggð. Í upphafi árs voru íbúar 3469 í sveitarfélaginu, en í dag eru íbúar 3521. Íbúum hefur því fjölgað um 52 það sem af er árinu. Íbúum hefur fjölgað hvað mest í Borgarnesi eða um 58 og eru í dag 1817. Á Bifröst hefur fjöldi íbúa staðið í stað frá síðustu áramótum, en á Bifröst verða yfirleitt töluverðar sveiflur á íbúafjölda sem fylgja skólaárinu. Á vorin fækkar íbúum og þeim fjölgar aftur á haustin. Á Hvanneyri eru í dag 247 íbúar með lögheimili og hefur þeim fækkað um tæplega 10 það sem af er árinu. Íbúafjöldi í dreifbýli hefur lítið breyst á árinu.

Ábm. og ritstjóri: Þórvör Embla Guðmundsdóttir

Október 2013 Útgefandi: Borgarbyggð

Höfundar efnis: Helga Svavarsdóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Kristín Gíslasdóttir, Steinunn Baldursdóttir og fleiri Ljósmyndir: Guðrún Jónsdóttir, Jökull Helgason, Grunnskóli Borgarfjarðar, Ugluklettur, Klettaborg og fleiri Umbrot og hönnun: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Upplag: 1.500 eintök


Fréttabréf Borgarbyggðar - Október 2013 - 3

Minning Hallsteins heiðruð Fjölmenni sótti opnun sýningar um Hallstein Sveinsson í Safnahúsi Borgarfjarðar þann 19. september sl. Hallsteinn var fæddur vestur í Dölum en flutti ásamt foreldrum sínum í Eskiholt árið 1925. Hann var einlægur áhugamaður um myndlist og átti einstakt listasafn sem hann gaf í Borgarnes árið 1971 og var Listasafn Borgarness þá stofnað. Á sýningunni í Safnahúsi Borgarfjarðar er fjallað um hugsjónir hans og persónuleika sem laðaði að sér marga af þekktustu myndlistarmönnum Íslands. Meðal þess sem sjá má er hvernig þeir myndgerðu þennan hollvin sinn í teikningum, málverkum og höggmyndum. Sýningin verður opin út janúar frá 13.00-18.00 alla virka daga og á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Lofuðu blómlegt safnastarf Nýverið kom sendinefnd frá Hornafjarðarsöfnum og sveitarfélaginu Hornafirði í Safnahús Borgarfjarðar til að kynna sér starfsemi safnanna þar. Skoðuðu þau sýningar hússins sem eru þrjár um þessar mundir og kynntu sér rekstrarfyrirkomulag og fleira. Luku þau lofsorði á hvernig haldið er á safnamálum hjá Borgarbyggð. Á Höfn er að mörgu leyti svipað fyrirkomulag á rekstri safnanna því þar eru þau öll undir einum hatti eins og hjá Borgarbyggð. Þar er verið að vinna að framtíðarstefnumótun í svipuðum dúr og gert var hér þegar menningarstefna Borgarbyggðar var gerð árið 2007, en hún er endurskoðuð árlega og er því í fullu gildi.


4 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Október 2013

Fréttir frá tónlistarskólanum Starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar fór vel af stað í haust og er skólinn fullskipaður eins og er. Það er hægt að sækja um tónlistarnám hvenær sem er, þeir sem vilja sækja um geta haft samband við skólann (tskb@simnet. is). Umsækjendur fara á biðlista til að byrja með og eru nýir nemendur síðan teknir inn þegar losnar pláss.Ýmislegt skemmtilegt er og verður á döfinni í skólastarfinu í vetur. Píanómasterklassi: Píanóleikarinn Jacek TosikWarszawiak sem kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar til margra ára var í heimsókn í Borgarnesi á dögunum. Hann hélt masterklassa fyrir píanónemendur og kennara skólans 1. október síðastliðinn sem tókst mjög vel og bæði þátttakendur og áheyrendur höfðu gaman af og lærðu mikið. Það er mikill fengur fyrir okkur í Borgarfirði að fá erlenda og reynda tónlistarkennara til að leiðsegja nemendum. Þemavika: Í byrjun nóvember verður þemavika í Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þema að þessu sinni er hljóðfærakynning. Nemendur og kennarar munu fara í skóla sveitarfélagsins og kynna hljóðfæri. VerdiWagner tónleikar: Tónlistarskólinn mun standa fyrir VerdiWagn-

Jacek Tosik leiðbeinir Önnu Þórhildi Gunnarsdóttur á píanó-masterklassa.

er tónleikum í lok nóvember ásamt kórum í héraðinu. Árið 2013 er haldið upp á 200 ára fæðingarafmæli þessara miklu tónskálda og látum við Borgfirðingar ekki okkar eftir liggja að minnast þeirra. Sungnir verða þekktir kórar, aríur og dúettar úr óperum, meðal annars Spunakórinn úr Hollendingnum fljúgandi, Kvöldstjarnan úr Tannhäuser eftir Wagner, Steðjakórinn úr Il Trovatore og Drykkjusöngur úr La traviata eftir Verdi.

Nemendur og kennarar munu heimsækja eldri borgara í Bograrnesi að venju og jólatónleikar verða á sínum stað í desember, þó með örlítið breyttu sniði. Að þessu sinni stefnum við á að heimsækja fyrirtæki í hérðaðinu og bjóða upp á tónleika. Þeim sem hafa áhuga á að fá jólatónleika í fyrirtækið er bent á að hafa samband við Tónlistarskólann á netfangið tskb@simnet.is eða í síma 437 2330.

Fjör á flóamarkaði Í lok september héldu nemendur Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar flóamarkað í húsnæði skólans. Að standa fyrir markaði sem þessum er í anda þeirrar stefnu sem skólinn hefur sett sér með Grænfánaviðkenningunni um sjálfsbærni, þar sem nýtni og virðing fyrir verðmætum eru í hávegum höfð. Markmið með þessu framtaki var einnig að tengja skólann við nærsamfélag sitt og fjölskyldur nemenda. Við þetta tilefni stigu nemendur á stokk og lásu frumsamdar sögur og ljóð, sungu og dönsuðu. Á markaðnum var ýmislegt til sölu, föt, skór, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Gestum gafst gullið tækifæri að gera góð kaup og styðja gott málefni því ágóðinn af markaðinum rann í sjóð nemenda og til góðgerðamála. Unnur les ljóð fyrir gesti

Jómundur býr til verðskrá

Unnur, Þórunn og Rakel við undirbúning


Fréttabréf Borgarbyggðar - Október 2013 - 5

Góðar umræður voru á fundinum og fjölmargar spurningar bárust pallborði.

Fjölmennur foreldrafundur Fjölmennur foreldrafundur um málefni Grunnskólans í Borgarnesi var haldinn í Hjálmakletti þriðjudagskvöldið 8. október. Fræðslunefnd Borgarbyggðar, Grunnskólinn í Borgarnesi og stjórn foreldrafélags skólans stóðu sameiginlega að fundinum. Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri var með framsögu um niðurstöður Skólavogarinnar (könnunar sem gerð var meðal starfsfólks, foreldra og nemenda sl. vor) og ferlið sem fór af stað í sumar sem leiddi til þess að gerður var starfslokasamningur við skólastjóra. Hilmar Már Arason settur skólastjóri kynnti stjórnskipan skólans og umbótaáætlun sem unnið er eftir og Eva

Vetrarstarf íþróttamiðstöðva og sundlauga Vetrarstarf í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi er komið í fullan gang. Enn er hægt að skrá sig á námskeið og aldrei of seint að byrja að rækta líkamann. Boðið er upp á leikfimi og æfingar við flestra hæfi s.s. spinningtíma, morgunleikfimi, þrekæfingar, vatnsleikfimi, styrktaræfingar og ungbarnasund. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 437 1444. Sundlaugin og íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er opin virka daga frá kl. 6.30 til kl. 22.00. Laugardaga og sunnudaga er opið frá kl. 09.00 til 18.00. Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er opin alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00 og mánudags og miðvikudagskvöld frá kl. 19.00 til 21.00

Hlín Afreðsdóttir frá stjórn foreldrafélagsins talaði um mikilvægi góðs samstarfs heimila og skóla og hvatti starfsfólk skólans til dáða. Eftir framsögur sátu þau í pallborði ásamt Páli Brynjarssyni sveitarstjóra, Birni Bjarka Þorsteinssyni formanni fræðslunefndar og fulltrúum í stjórn foreldrafélagsins, þeim Brynju Þorsteinsdóttur, Guðveigu Eyglóardóttur og Jóni Karli Jónssyni. Þórir Páll Guðjónsson stýrði fundinum af öryggi og fagmennsku. Fjöldi foreldra og kennara mættu á fundinn og fram fóru góðar umræður. Á næstu vikum og mánuðum munu aðilar sameinast í vinnu við að gera gott skólastarf í Borgarnesi enn betra.

Heiður Anna við málverkið.

Málverk af Vigfúsi vert Þann 10. september sl. fékk Safnahús Borgarfjarðar málverk eftir Gunnlaug Blöndal að gjöf. Verkið er af Vigfúsi Guðmundssyni (1890-1965) sem hafði fengið það að gjöf á sextugsafmæli sínu 1950 frá vinum og samherjum. Vigfús var lengi í Borgarnesi og rak veitingaskála við höfnina þar. Hann var oft kallaður Vigfús vert. Verkið gáfu tvö barna Vigfúsar, þau Heiður Anna og Guðmundur Gaukur. Verkið verður skráð í safnkost Listasafns Borgarness.


6 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Október 2013

Frá Uglukletti:

Jákvæður agi, gleði og gaman Við í Uglukletti leggjum mikið upp úr frumkvæði, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins. Leið okkar til að halda uppi aga er hegðunarstjórnunarkerfi sem nefnist Jákvæður agi eða Positive discipline. Kerfið byggir á sama grunni og Uppbyggingastefnan, sem notuð er í Grunnskóla Borgarness, þar sem leitast er við að efla félagslega færni barna og kenna þeim lífsleikni í stað þess að notast við refsingar, boð og bönn. Við lítum svo á að mistök séu tækifæri til náms, betra sé að ræða mistökin og læra af þeim en hljóta refsingu af einhverju tagi. Kennarinn vinnur með barninu en er ekki ,,yfirmaður“ þess. Við þekkjum vel þroska og stöðu hvers barns svo við vitum hvers er hægt að ætlast til af því. Við erum meðvituð um stöðu kennarans sem fyrirmyndar í sam-

Unnið með Numicon kubba

skiptum. Því einkennast samskipti allra í Uglukletti af virðingu og já-

Gaman að reyna okkur í hinum ýmsu aðstæðum.

kvæðni, við fáum börnin til að vinna með okkur frekar en að þau hlýði í blindni. Mikilvægt er að kennarar samræmi sig og við fylgjum hlutunum eftir af góðvild en festu. Við höfum kímni, gleði og húmor að leiðarljósi og framkoma okkar í garð barnanna er jákvæð og uppbyggjandi. Við viðurkennum sjónarhorn og tilfinningar barnanna auk þess sem við gefum þeim færi á að taka þátt í ákvarðanatöku og hafa þannig áhrif á umhverfi sitt. Með þessu móti beitum við aga með leiðandi samskiptum og skýrum mörkum með virðingu fyrir barninu að leiðarljósi. Í lögum um leikskóla og í nýrri aðalnámsskrá er skýrt tekið fram að leikskólar búi börnum umhverfi þar sem þau þróa með sér jákvæða sjálfsmynd og virðingu fyrir sér og öðrum. Við teljum að Jákvæður agi sé agastjórnunartæki sem leiðir til þess konar umhverfis. Okkur er mikið í mun að halda í gleðina og hvað gleður meira en tónlist og söngur? Við erum svo heppin að í okkar frábæra starfsmannahópi er tónmenntakennari, hún Rúna. Börnunum er skipt upp í litla hópa og hver hópur fer í tónlistarstund einu sinni í viku. Í þeim tímum er mikið fjör, stuð og stemmning, börnin spila á hljóðfæri, syngja, dansa og bregða sér í ýmis hlutverk. Á föstudögum er söngstund í sal þar sem allir koma saman, syngja, starfsmenn spila á gítara og einu sinni í mánuði setur starfsfólkið upp ódauðleg leikverk fyrir börnin. Við vitum að með gleði í hjarta, bros og söng á vörum er lífið skemmtilegra og allt gengur betur.


Fréttabréf Borgarbyggðar - Október 2013 - 7

Framkvæmdagleði hjá Borgarbyggð Framkvæmdaáætlun Borgarbyggðar árið 2013 gerir ráð fyrir 101 milljón króna til nýframkvæmda á árinu. Hér verður sagt frá því helsta sem unnið var á árinu samkvæmt áætluninni.

Grunnskólar, leikskólar

Við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum var byggður nýr inngangur bæði fyrir starfsfólk og nemendur, auk þess sem kaffistofa kennara var endurbætt. Fyrirtækið EJI ehf. vann verkið. Við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri voru steyptar gangstéttar, gengið frá bílaplani og aðkomu fyrir skólarútu við skólann. Jörvi ehf. á Hvanneyri vann verkið. Við Grunnskólann í Borgarnesi voru miklar viðhaldsframkvæmdir. Skipt var um glugga á skólahúsinu, gólfdúkar endurnýjaðir, sett var ný rennihurð við inngang miðstigs og málað innanhúss. Verktakar voru ýmsir m.a. Nýverk ehf., Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf., Nesafl ehf. og fleiri. Áætlað er að breyta umferðarskipulagi við Grunnskólann í Borgarnesi á þann hátt að í stað bílastæða við enda sparkvallarins til móts við Svarfhól, verður gert ráð fyrir svokölluðum sleppistæðum. Notkun stæðanna verður þannig að bílstjórar aka bílum sínum inn í þessi stæði, nemendur eða starfsfólk stíga út úr bílnum og svo er ekið strax af stað aftur. Við leikskólana Andabæ á Hvanneyri og Ugluklett í Borgarnesi voru gróðursettar plöntur í lóðirnar og var verkið skipulagt og unnið af nemendum og kennurum.

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi

Til stendur að stækka þrekaðstöðuna í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og skipta um sandsíu fyrir innisundlaug og fleira. Áætlað er að vinna við endurbæturnar hefjist í nóvember og ljúki fyrir áramót. Endurbætur lagnakerfa innisundlaugar verða unnar af Vatns-

verki ehf. en breytingar á þreksal af EJI ehf.

Götur, göngustígar og umhverfi

Búið er að breikka götuna Ánahlíð, en heilmiklar bygginga- og lóðaframkvæmdir standa yfir við dvalar- og hjúkrunarheimilið Brákarhlíð. Gatan Jaðarsel á Bifröst var malbikuð ásamt aðliggjandi bílaplani. Borgarverk ehf. sá um bæði verkin. Um þessar mundir er unnið að frágangi á nýju bílaplani við horn Brákarbrautar og Bjarnarbrautar. Nítján ný

bílastæði verða til við þessar breytingar auk þess sem sex bílastæði til viðbótar verða endurgerð og malbikuð að nýju. Það er Borgarverk ehf. sem vinnur verkið. Við Brúartorg, á milli lóða N1 og Skeljungs, er verið að hækka götuna og laga að hæð aðliggjandi lóða. Borgarverk ehf. vinnur verkið. Í Vallarási er ætlunin að setja upp götulýsingu frá hesthúsaafleggjara að Víngerðinni. Um er að ræða 8 nýja ljósastaura sem RARIK mun sjá um uppsetningu á. Á iðnarsvæðinu í Borgarnesi vinnur Vélverk ehf. að gerð svæðis fyrir geymslugáma á lóð Sólbakka 29. Gert er ráð fyrir að á nýju geymslulóðinni verði hægt að geyma þrjátíu 40 feta gáma eða sextíu 20 feta gáma. Unnið hefur verið að hönnun og undirbúningi á nýjum göngustíg milli Arnarkletts og þjóðvegar 1. Stígurinn mun liggja samsíða Bjargsvegi. Við svokallaða Suðurneskletta í Borgarnesi verður lagður göngustígur með göngubrú sem tengir saman Brákar-

braut og Bjarnarbraut. Á leiðinni er Búðaklettur og þar stendur listaverkið Brák eftir Bjarna Þór Bjarnason. Í sumar var unnið að gróðursetningu plantna við aðkomuna í Borgarnes. Umsjón hafði Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggðar.

Girðingar og Oddsstaðarétt

Sett hefur verið upp ný girðing á merkjum Gilsbakka í Hvítársíðu og afréttarlands Hvítsíðinga. Um er að ræða 7 strengja girðingu, um 13 km langa. Baldur Björnsson í Múlakoti vann verkið. Byggingu Oddsstaðaréttar í Lundarreykjadal lauk í haust. Settur var nýr úthringur úr forsteyptum einingum, smíðaðir voru dilkveggir, settar upp hliðgrindur og fleira. Forsteyptu einingarnar komu frá Loftorku og sá fyrirtækið einnig um uppsetningu. Árni Ingvarsson á Skarði smíðaði hliðgrindur og vann aðra járnsmíði, Baldur Björnsson í Múlakoti sá um jarðvinnu auk annarra verktaka sem tóku þátt í byggingu réttarinnar. Þá hefur verið unnið að uppbyggingu Hlíðartúnshúsanna í Borgarnesi með dyggri aðstoð Minjastofnunar Íslands. Unnsteinn Elíasson á Ferjubakka sá um að endurhlaða undirstöður þess húss sem nú er unnið við og HSSVerktak sá um vélavinnu. Hér er aðeins um upptalningu á helstu verkefnum sem Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar hefur unnið að á árinu 2013. Unnið er við fjölmörg verkefni, bæði stór og smá, auk þeirra verkefna sem eru á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Verkefni eru af ýmsum toga, t.d. tengd umhverfismálum, opnum svæðum og síðast en ekki síst viðhaldi fasteinga. Eignasjóður Borgarbyggðar hefur unnið að viðhaldsverkefnum eigna sveitarfélagsins fyrir rúmlega 30 milljónir á árinu. Jökull Helgason, forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.


Frettabref okt 13 indd