Frettabref okt 13 indd

Page 1

FRÉTTABRÉF

BORGARBYGGÐAR 17. tbl. 7. árg. Október 2013

Réttað í nýrri Oddsstaðarétt 18. september sl. – Sólveig, Hugrún, Bjarki og Kolbrá fylgjast spennt með af réttarveggnum.

Safna fyrir útskriftarferð Útskriftarhópur Menntaskóla Borgarfjarðar býður fram krafta sína til allra mögulegra verka í vetur. Þau eru að safna fyrir útskriftarferð sem farin verður í júní 2014 og ætla auk útseldrar vinnu að standa fyrir mörgum skemmtilegum viðburðum í vetur. Í bígerð er kaffihúsakvöld, bingó, maraþon og fleira. Þau eru tilbúin til að ganga í flest störf (gegn hóflegu gjaldi auðvitað) og þeir sem vilja nýta sér það eru beðnir um að hafa samband við Áslaugu Maríu í síma 845 9836 eða á netfangið aslaugma11@menntaborg.is

Horfum fram á veginn Ágæti íbúi Borgarbyggðar. Hvernig getum við bætt umhverfi okkar? Ég tel að lítil samfélög hafi oft betri möguleika til að taka til hendinni en þau sem eru fjölmenn. Við erum lánsöm að hafa nokkur aldagömul Ungmennafélög sem hafa unnið mörg gæfuverkin fyrir okkur. Síðan hefur verið gaman að fylgjast með nýju félagsstarfi svo sem Fornbílafélagi Borgarfjarðar, Neðribæjarsamtökunum í Borgarnesi og þeim sem vinna að lagfæringum á Grímshúsinu í Brákarey. Sveitarfélagið hefur einnig lagt sitt af mörkum til að styrkja innviði samfélagsins, ýmsar framkvæmdir hafa verið unnar undanfarna mánuði svo sem lagfæringar á skólahúsnæði á Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi, nýjar gangstéttir steyptar á Hvanneyri, unnið er að nýju bílastæði skammt frá Landnámssetrinu, vegabætur í

Bjargslandinu og í haust verða lagðir nýir göngustígar í Borgarnesi. Staða sveitarsjóðs heldur áfram að batna og skuldir okkar lækka. Íbúum í Borgarbyggð fer fjölgandi, til að áframhald verði á þeirri þróun þurfum við að standa vörð um stofnanir og fyrirtæki sem hafa starfsemi í Borgarbyggð, ásamt því að skapa möguleika fyrir nýja atvinnustarfsemi. Sumarið var kannski ekki það besta með tilliti til veðurfars, en flest öll eigum við góðar minningar til að taka með okkur inn í veturinn. Tölum um það sem er vel er gert og spörum ekki að hrósa hvort öðru. Verum bjartsýn og höldum áfram að gera gott samfélag betra. Með vinsemd og virðingu, Ragnar Frank Kristjánsson, forseti sveitarstjórnar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.