Bros - Fréttabréf - Klettaborgar jan 2012

Page 1

Eftir gott jólafrí heilsum við nýju ári með bros á vör og við tekur skemmtilegt leikskólastarf eins og alltaf- Vinnustundir byrjuðu mánudaginn 9. janúar og má sjá hópaskiptingu í fataklefum á hverri deild. Á vorönn er líka heilmikið um að vera hjá útskriftarárgangi leikskólans sem fer m.a. í heimsóknir í grunnskólann, 3ja daga vorskóla, tómstundaskólann, útskriftarferð, útskrift o.fl. Fundur með foreldrum elstu barna verður í byrjun mars til að kynna nánar það sem framundan er.

Í febrúar/mars verður leikskólinn fullsetinn með 65 börn. Þá verða líka eftirfarandi breytingar í starfsmannahaldi en þær eru m.a. vegna fjölgunar barna, fjölda og aldurs barna á hverri deild, vinnutíma starfsfólks og starfsmannabarna: x Magga fer á Kattholt (tekur við stöðu deildarstjóra af Gunni sem fer í fæðingarorlof í mars) x Hugrún fer á Sjónarhól x Gudrun kemur aftur til starfa í sinn fyrri vinnutíma, fer á Ólátagarð x Nína fer á Sjónarhól x Thelma fer á Ólátagarð x Anna Heiðrún fer á Kattholt x Að auki eru lítilsháttar breytingar á vinnutímum starfsfólks Starfsfólk mun sem fyrr leysa af á milli deilda eftir þörfum.

1. febrúar verður sú breyting gerð á gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar að öll börn sem eru í leikskóla fyrir hádegi borga sama gjald fyrir morgunhressingu (sem er ca kl. 9-­‐10, misjafnt eftir leikskólum), þá verður boðið uppá ávexti og/eða grænmeti. Morgunmaturinn mun einnig breytast þannig að einungis er boðið uppá hafragraut með rúsínum og lýsi. Morgunmaturinn byrjar kl. 8.20 og er frír fyrir börn sem eru með dvalartíma frá kl. 8.00.


Breytingin á morgunmatunum verður aðlöguð smám saman í janúar og morgunhressingin verður kl. 10.00 samkvæmt stundaskrá (á sama tíma og ávaxtastundin hefur verið), sjá nánar á heimasíðu leikskólans.

x

x

x

x

x

x

Bóndadagurinn er föstudaginn 20. janúar. Þennan dag verður þorragleði, allir eru hvattir til að mæta í lopapeysum og starfsfólk kemur með gamla muni að heiman til sýnis. Ömmur, afar og aðrir áhugasamir eru velkomnir í heimsókn kl. 9.30-­‐10.30 og fylgjast með leikskólastarfinu, söngstund verður í salnum kl. 10.00. Í hádeginu verður grjónagrautur og þorrasmakk. Fyrsta vikan í febrúar ár hvert er tileinkuð tannvernd og þá eru landsmenn minntir á mikilvægi þess að búa við góða tannheilsu allt lífið, er þetta gert í góðu samstarfi við leik-­‐ og grunnskóla landsins. Tannverndarvikan 2012 verður 29. janúar ʹ 4. febrúar, og þema vikunnar að þessu sinni tengist sykri í matvælum, sælgæti og sykurneyslu, nánar kynnt síðar. Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar ár hvert. Í Klettaborg verður opið hús fyrir hádegi, foreldrar og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma og fylgjast með leikskólastarfinu.

Af gefnu tilefni eru foreldrar beðnir að láta vita ef barnið er í fríi, veikt eða kemur á öðrum tíma en vant er. Frá kl. 11.30-­‐12.45 er hádegismatur og hvíld/róleg stund/skólahópur (fer eftir aldri), þá er ekki æskilegt að koma með eða sækja börnin nema eitthvað sérstakt sé og endilega láta þá vita. Til hagræðingar eru foreldrar beðnir að nota starfsmannainngang þegar þeir koma í foreldraviðtöl, fundi, skemmtanir o.fl. ef hugsanlegt er að það sé erfitt fyrir barnið að skilja við foreldri án þess að verið sé að fara heim, þetta á sérstaklega við um yngri börnin. Í sumar verður leikskólinn lokaður í 5 vikur, nánari dagsetning verður ákveðin á næsta fræðslunefndarfundi 17. janúar n.k. MUNIÐ AÐ HAFA EKKI BÍLA Í GANGI Á MEÐAN FARIÐ ER INN Í LEIKSKÓLANN ʹ MJÖG ÓHOLLT ER AÐ ANDA ÚTBLÆSTRINUM AÐ SÉR. Útgefandi: Leikskólinn Klettaborg, Borgarnesi Ábyrgðarmaður: Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.