Íbúinn 22. janúar 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

3. tbl. 10. árgangur

22. janúar 2015

Skallar í undanúrslit Með sigri á Fjölni síðasta mánudag tryggði lið Skallagríms sér sæti í undanúrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik karla. Skallagrímur dróst á móti Stjörnunni í undanúrslitunum og

mun leika heimaleik annað hvort 1. eða 2. febrúar nk. (óákv. enn). Það stefnir því í æsispennandi körfuboltaleik í „Fjósinu“ í Borgarnesi eins og heimavöllur Skallagríms er oft kallaður og má bóka mikla stemmningu.

Teikning fyrir alla Á föstudögum kl. 14.00– 16.00 verður Michelle Bird með opna listasmiðju á sýningu sinni

VETRARFRÍ Við verðum í fríi 3.-17. febrúar nk. Íbúinn kemur því ekki út 5. og 12. febrúar

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Borgarnesi - s: 437 2360

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

í Safnahúsi Borgarfjarðar og fólki á öllum aldri er boðið að mæta og teikna og mála undir leiðsögn. Listasmiðjan hófst 16. janúar sl. Áhugasamir eru hvattir að mæta með skissubókina sína, vatnslitina, tilheyrandi pappír og pensla. Kol og teiknipappír er á staðnum. Krakkar eru sérstaklega hvattir til að koma, þeir eru alltaf áhugasamir um að teikna. Hægt er að mæta eins marga föstudaga og hver vill fram að sýningarlokum sem verða 25. febrúar; gjaldfrjálst.

RAFGEYMAR!

Brákarbraut 5 - Borgarnesi sími 437 1300

Mynd: Olgeir Helgi

Biblíudagur Næstkomandi sunnudag 25. janúar verður guðsþjónustan í Borgarneskirkju helguð heilagri ritningu. Svo verður víða um land. Í stað hefðbundins messuforms verða lesnir kaflar úr ritningunni og tónlist og sálmar flutt á milli. Lesarar eru 12 Borgnesingar á öllum aldri. Athöfnin hefst kl. 11.00 og stendur í tæpa klukkustund. Verið velkomin. Sóknarnefnd, starfsfólk og sóknarprestur.

Seljum YUASA rafgeyma í flestar gerðir fólksbíla og jeppa.

Frí rafgeyma prófun og ísetning.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.