Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
17. tbl. 9. árgangur
Sýning á laugardag
Bifjólafélagið Raftar og Fornbílafjelag Borgarfjarðar taka höndum saman um sýningarhald í Brákarey á laugardaginn. Á myndinni eru Benedikt Gunnar Lárusson og Dóra Sigríður Gísladóttir.
8. maí 2014 Á laugardaginn verður 12. sýningin sem Bifhjólafélagið Raftar stendur fyrir í Borgarnesi. Að þessu sinni taka Raftarnir höndum saman við Fornbílafjelagið og verður sýningin haldin í Samgöngusafninu í Brákarey og mun standa frá kl. 13-17 næsta laugardag. Guðjón Bachmann segir að það stefni í flotta sýningu og vonast eftir að sem flestir láti sjá sig. Á sýningunni verða gamlir bílar í eigu Fornbílafjelaga og hjól í eigu félaga í Röftum. Auk þess má búast við heimsókn fornbíla og mótorhjóla frá öðrum byggðarlögum. Aðgangur er ókeypis en selt verður vöfflukaffi.
Framsóknarflokkurinn opnar kosningaskrifstofu flokksins og býður í vöfflukaffi sunnudaginn 11. maí að Brákarbraut 1 kl. 14:00.
Frambjóðendur kynna málefni flokksins. Hlökkum til að sjá ykkur.