Íbúinn 6. desember

Page 1

Veitingahús & kaffihús opið alla daga

10:00 – 21:00

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

36. tbl. 7. árgangur

6. desember 2012

Jóla Jóla Jóla Hvernig væri að gefa gjafakort í nudd, neglur eða fótaaðgerð í jólapakkann þessi jól? Við tökum vel á móti ykkur! Inga Björk Bjarnadóttir leikur á saxafón á styrktartónleikum sem hún hélt síðasta vetur til að fjármagna útskriftarferð sína frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Mynd: Olgeir Helgi

Inga Björk fær viðurkenningu Öryrkjabandalag Íslands veitti Ingu Björk Bjarnadóttur Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2012 nú á mánudaginn fyrir að vera öðrum fyrirmynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð. „Það er gott að fá staðfestingu á að það sem maður er að gera sé að skila árangri,“ segir Inga Björk í samtali við Íbúann aðspurð um þýðingu viðurkenningarinnar. Inga Björk sem er 19 ára Borgfirðingur hefur verið bundin við hjólastól frá fjögurra ára aldri vegna vöðvarýrnunarsjúkdómsins SMA. Hún útskrifaðist úr Menntaskóla Borgarfjarðar í vor og hóf nám í Listfræði við Háskóla Íslands í haust. Hún hefur ekið á milli Borgarness og Reykjavíkur til þessa en flytur suður eftir áramótin.

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Nudd og Naglastofa Ellu sími 699 7569 og Fótaaðgerðastofa Unnar sími 864 2194 Borgarbraut 61 - Borgarnesi

20-50% afsláttur 20% afsláttur af öllum vörum í Kristý föstudaginn 7. des. 2012 Ecco Skór - Casio úr - Seiko úr - Eton úr - Skartgripir - Veski

40-50% afsláttur af gjafavörum - Victoria´s Secret - LA Girl snyrtivörum

Verslunin Kristý Hyrnutorgi Borgarnesi, sími. 4372001

Jólakort - Tækifæriskort - Dagatöl með þínum ljósmyndum


Viðburðadagatal fi 6/12-18.00 Logaland; Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fi 6/12-19.15 Stykkishólmur; Dominosdeildin í körfu: Snæfell-Skallagrímur fö 7/12-13.30 Brákarhlíð; Tónlistarskóli Borgarfjarðar heimsækir eldri borgara fö 7/12-20.00 Félagsbær; Félagsvist fö 7/12-20.30 Reykholtskirkja; Árlegir aðventutónleikar Kóraborgar su 9/12-11.15 Bgnkirkja; Barnaguðsþj. su 9/12-20.00 Bgnkirkja; Aðventusamk. má 10/12-18 Tónlistarskólinn; jólatónl. má 10/12-20 Tónlistarskólinn; Söngdeildartónleikar þr 11/12-20.00 Brákarh.; Aðventusamk. þr 11/12-20.30 Logaland; Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar mi 12/12-20.30 Borgarneskirkja; Jólatónleikar Samkórs Mýramanna fö 14/12-21 Landnámssetur; Tónleikar Soffíu Bjarkar og Kristínar Birnu Óðinsdætra frá Einarsnesi la 15/12 11-15 Reykholtsskógur; Höggvið eigin jólatré hjá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar su 16/12-11.00 Borgarneskirkja; Aðventuhátíð barnanna má 17/12-17 Hyrnutorg; Nemendur Tónlistarskólans syngja og spila mi 19/12-20.30 Borgarneskirkja; Fjölskyldan Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrunum Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu býður til jólatónleika við undirleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur Samantekt: Borgarbyggð og Íbúinn

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ Byrjun

Endir

@ gVWdg\ Árlegir aðventutónleikar Kóraborgar verða í Reykholtskirkju föstudaginn 7. desember næstkomandi klukkan 20.30

ÍBÚINN

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Reykholtskirkju-Snorrastofu og með stuðningi Íbúans, Skessuhorns og Kvenfélags Stafholtstungna. Styrktaraðili tónleikanna í ár er Arionbanki í Borgarnesi.

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Gleðigjafi, Samkór Mýramanna, Hljómur frá Akranesi, Kirkjukór Saurbæjarprestakalls, Kór Stafholtskirkju, Reykholtskórinn, Kór Borgarnesskirkju, Freyjukórinn og kór Menntaskóla Borgarfjarðar.

frétta- og auglýsingablað

Fram koma níu kórar úr héraðinu. Kórarnir eru:

Stjórnendur þessara kóra eru: Jónína Erna Arnardóttir, Steinunn Árnadóttir, Valgerður Jónsdóttir, Viðar Guðmundsson og Zsuzsanna Budai. Kynnir á tónleikunum er Guðrún Jónsdóttir. Að tónleikunum loknum er að vanda boðið upp á léttar veitingar í safnaðarsal. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill.


Nágrannar takast á í körfunni

Í kvöld er komið að Vesturlandsslag af bestu gerð í Dominosdeildinni í körfubolta. Skallagrímur úr Borgarnesi mun sækja Snæfell heim í Stykkishólm og hefst leikurinn kl. 19:15. Strákarnir í Skallagrími vonast til þess að Borgfirðingar nær og fjær láti þetta ekki framhjá sér fara enda ljóst að framundan er mikill spennuleikur. „Stöndum saman og styðjum okkar menn til sigur á annars erfiðum útivelli í alvöru nágrannaslag. Áfram Skallagrímur mætum snemma og gerum þetta að okkar heimavelli. Áfram Skallagrímur!“ segir framkvæmdastjóri liðsins Finnur Jónsson.

Fjölskyldujólatónleikar Fjölskylda úr Borgarnesi mun halda jólatónleika í Borgarneskirkju miðvikudagskvöldið 19. desember nk. kl. 20:30. Aðgangur verður ókeypis og allir velkomnir. Þetta eru hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum þeirra, Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Olgeir Helgi stundaði m.a. söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Systurnar eru báðar í söngnámi við Söngskólann í Reykjavík. Fjölskyldan tók m.a. þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólkursamlaginu við góðar undirtektir. Ingibjörg er Borgfirðingum að góðu kunn, hún var á árum áður píanókennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar ásamt því að vera kórstjóri og undirleikari í héraðinu en býr nú í Hafnarfirði.

Samkór Mýramanna heldur jólatónleika í Borgarneskirkju miðvikudagskvöldið 12. des kl. 20:30 Komið og eigið notalega kvöldstund Gestasöngvari: Guðríður Ringsted Gestakór: Kór Menntaskóla Borgarfjarðar Kórstjóri og undirleikari: Jónína Erna Arnardóttir Enginn aðgangseyrir


Landnámssetrið opið til kl. 21 öll kvöld í vetur

BÍLAÞRIF

Ferðamönnum í október fjölgaði um 16% miðað við árið í fyrra og hér á Vesturlandi finnst fyrir þessari fjölgun. „Því höfum við ákveðið að vera með Landnámssetrið opið til kl. 21 í vetur - bæði sýningarnar og veitingahúsið. Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum við að kveða niður þann þráláta orðróm að allt sé lokað á Vesturlandi á veturna.“ segja forsvarsmenn Landnámssetursins í Borgarnesi.

TRJÁKLIPPINGAR Jón Finnsson sími 860 0299 BORGARNESI

Borgarneskirkja Sunnudagur 9. desember - Annar sunnudagur í aðventu Barnaguðsþjónusta kl. 11:15 Aðventusamkoma kl. 20:00 Ræðumaður Theodór Þórðarson yfirlögreguþjónn. Kirkjukór Borgarneskirkju flytur aðventutónlist undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Ungmenni flytja fjölbreytta tónlist og lesa jólakvæði. Almennur söngur. Ritningarlestur og bænargjörð.

Aðventusamkoma í Brákarhlíð 11. desember kl. 20:00 Verið velkomin. Sóknarnefnd, starfsfólk og sóknarprestur.

Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort

Reikningar - Eyðublöð


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.