Íbúinn 7. nóvember

Page 1

Vegna endurbóta í eldhúsi verður veitingahúsið að mestu lokað dagana 4. – 15.nóvember n.k. Kaffihús opið 10:00-21:00

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

34. tbl. 8. árgangur

7. nóvember 2013

Gítarveisla í Reykholti Næstu tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Reykholtskirkju þriðjudagskvöldið 12. nóvember nk. kl. 20.30. Arnaldur Arnarson gítarleikari minnist á tónleikunum hundruðustu ártíðar tveggja af höfuðtónskáldum síðustu aldar, Benjamin Britten og Witold Lutosławski. Á efnisskránni eru verk eftir Spánverjann Fernando Sor og Nocturnal op. 70 eftir Britten sem er án efa eitt helsta gítarverk 20. aldar. Að auki mun Arnaldur leika eigin umritun fyrir gítar af tólf pólskum þjóðlögum. Arnaldur hefur haldið tónleika víða í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Hann er aðstoðarskólastjóri og kennari við Luthier tónlistar- og dansskólann í Barcelona.

Arnaldur Arnarsson gítarleikari.

Jóhanna Erla Jónsdóttir með hádegisverðinn sem boðið var upp á síðasta þriðjudag, Beikonvafið hakkbuff með kartöflumús og salati. Mynd: Olgeir Helgi

Góður matur í Englendingavík Þær stöllur Jóhanna Erla Jónsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir hafa rekið Edduveröld í Englendingavík frá því í sumar. Í samtali við Íbúann sagði Erla að sumarið hefði verið mjög gott en þær hefðu ekki náð markmiðum sínum í vetur ennþá. Í Edduveröld starfa fimm starfsmenn í mismiklum stöðugildum. Það má með sanni segja að enginn sé svikinn af matnum í Englendingavík. Heitur matur er í boði í hádeginu virka daga á kr. 1.690 og inni í því er

heimilismatur ásamt súpu og kaffi. Nokkuð er um að fyrirtæki séu í fastri áskrift. Þá hefur verið fastur matseðill í boði frá opnun. En á morgun, föstudag, breytist hann og nýr matseðill tekur við. Á morgun verður jafnframt opið hús í Englendingavík frá kl. 19.00-21.00, bæði í Edduveröld og galleríunum sem eru í víkinni; Gallerý Gló, Gallerý Júlí og Gallerý Sólu. Þar verður hægt að kaupa jólagjafir á afslætti, hitta spákonu, hlusta á létta tóna og fl. Allir þjónustuaðilarnir bjóða upp á 10% afslátt um kvöldið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.