Íbúinn 31. okt. 2013

Page 1

Vegna endurbóta í eldhúsi verður veitingahúsið að mestu lokað dagana 4. – 15.nóvember n.k. Kaffihús opið 10:00-21:00

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

33. tbl. 8. árgangur

Leiðtogaverkefni hjá unga fólkinu Nokkrir skólar í Borgarfirði munu innleiða leiðtogaverkefnið „The Leader in Me“ (Leiðtoginn í mér) samkvæmt samningi milli Borgarbyggðar og Frankley Covey. Þetta eru leikskólarnir Andabær, Hnoðraból, Klettaborg og Ugluklettur ásamt Grunnskóla Borgarfjarðar. Markmiðið er að undirbúa næstu kynslóð undir það að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. The Leader in Me snýst þó ekki um að búa til litla leiðtoga úr öllum börnum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða sá besti sem hann sjálfur getur orðið. Í grunninn byggir The Leader in Me upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni nemenda og starfsfólks. The Leader in Me hefur verið innleitt í yfir 2000 skóla víða um heim, mest í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu. Niðurstöður úr reglubundnum könnunum sýna meðal annars að sjálfsmynd nemenda batnar, teymisvinna, frumkvæði, sköpun og

leiðtogahæfni eykst, samskipti og námsárangur verða betri og betur gengur að leysa úr vandamálum sem upp koma. Skólabragurinn batnar og agamálum fækkar verulega. Kennarar finna fyrir meira stolti og ánægju í vinnunni og foreldrar eru ánægðari og taka meiri þátt í skólastarfinu. The Leader in Me er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Covey Seven Habits of Highly Effective People og gengur út á það að byggja upp sterka einstaklinga með góða leiðtogafærni til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Verkefnið byggir á rannsóknum um hvernig megi umbreyta menningu skólasamfélags svo að til komi efling á félagslegri færni nemenda, aukin tilfinningagreind og aukin færni í mannlegum samskiptum ásamt því að bæta námsárangur og virkja viljann til að taka þátt í leik og starfi. Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að nálgast á vefsíðunni http://www. theleaderinme.org/

31. október 2013

Ljósleiðari lagður í Hvalfjarðarsveit Framkvæmdir við lagningu ljósleiðarakerfis eru komnar í fullan gang í Hvalfjarðarsveit. Verktakafyrirtækið Þjótandi ehf bauð lægst í framkvæmdina og annast verkið sem er hafið. Fyrirhugað er að vinna verkið í vetur og áætlað er að lagningu verði lokið eigi síðar en 15. júní næsta sumar. Nánar er fjallað um ljósleiðaravæðinguna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjordur.is.

Þriðji bekkur á þjóðahátið Þjóðahátíð var haldin í Hjálmakletti á sunnudaginn. Nemendur í þriðja bekk Grunnskólans í Borgarnesi voru meðal þeirra sem þar komu fram. Krakkarnir sungu tvö lög, „Zimska pesma“ sem er serbneskt lag um veturinn og „Meistari Jakob“ á sex tungumálum; íslensku, serbnesku, spænsku, tagalog, dönsku og ensku. Nemendur bekkjarins eiga einhver tengsl við lönd þar sem þessi tungumál eru töluð, annað hvort vegna uppruna eða búsetu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.