Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
32. tbl. 8. árgangur
24. október 2013
Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari, Alexandra Chernyshova söngkona og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona koma fram á næstu tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Borgarneskirkju miðvikudagskvöldið 30. október nk.
Stúlka frá Kænugarði - tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Borgarneskirkju
Alexandra Chernyshova söngkona, Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona koma fram á næstu tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Tónleikana, sem bera yfirskriftina Stúlka frá Kænugarði, hafa þær stöllur flutt áður, meðal annars í Hörpu og Selinu á Stokkalæk. Á efnisskrá eru úkraínsk þjóðlög, sum hver frá 16. öld. Þessi lög eru venjulega sungin án undirleiks eða með undirleik á kobza, sem er gamalt þjóðlegt hljóðfæri.
Á tónleikunum verða lögin flutt í útsetningum frægra úkraínskra tónskálda á borð við Lisenko, Ljatoshinskiy, Zaremba, Chisko, Verjevki og Kaufmana. Dagskráin er létt
og skemmtileg og tekur um klukkustund í flutningi. Tónleikarnir verða í Borgarneskirkju miðvikudagskvöldið 30. október næstkomandi og hefjast kl. 20.00.
Íslenskar hetjur Laugardaginn 26. október kl. 20 frumsýnir Einar Kárason Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns. Einar er sagnamaður af lífi og sál og hrífur áhorfendur auðveldlega með sér inn í töfraheim sagnalistarinnar. Að þessu sinni fer hann með okkur í gegnum Íslandssöguna í 1000 ár allt frá tímum Grettis Ásmundarsonar til Péturs Hoffmanns. Einar segir okkur sögur af alvöru hetjum, merkilegu og skemmtilegu fólki.