Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
28. tbl. 8. árgangur
26. september 2013
Trio Cracovia er skipað Wieslaw Kwasny fiðluleikara, Jacek Tosik-Warszawiak píanóleikara og Julian Tryczynski sellóleikara.
Trio Cracovia í Borgarfirði Hinir frábæru tónlistarmenn sem skipa Trio Cracovia heimsækja Borgfirðinga að nýju nú í haust. Vetrarstarf Tónlistarfélags Borgarfjarðar hefst með tónleikum tríósins í Borgarneskirkju næsta þriðjudagskvöld, 1. október og hefjast þeir kl. 20.00. Trio Cracovia er skipað
Wieslaw Kwasny fiðluleikara, Julian Tryczynski sellóleikara og Jacek Tosik-Warszawiak píanóleikara. Jacek er Borgfirðingum að góðu kunnur en hann kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og stjórnaði karkalórnum Söngbræðrum um árabil ásamt því að taka virkan þátt í tónlistarlífi héraðsins. Á
tónleikunum verða flutt verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og pólska tónskáldið og píanistann Andrzej Panufnik. Einnig mun Jacek bjóða upp á svokallaða Masterclassa eða námskeið fyrir píanónemendur í Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ættu áhugasamir nemendur að nýta sér þetta tækifæri.