Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
27. tbl. 8. árgangur
19. september 2013
Það liggja mörg handtökin að baki hjá félögum í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar í gamla gærukjallaranum í Brákarey þar sem nú er myndarlegt samgöngusafn sem aðallega sýnir gamla og glæsilega bíla sem margir tengjast héraðinu með einum eða öðrum hætti. Safnið er opið alla laugardaga í vetur kl. 13-17. Á myndinni eru þeir Kristján Andrésson formaður húsnefndar, Örn Símonarson viðhaldsstjóri, Sigurður Þorsteinsson safnstjóri og Ólafur Helgason formaður Fornbílafjelagsins framan við „Móra“ sem er Ford árgerð 1931 og Kaupfélag Borgfirðinga keypti nýjan á sínum tíma. Á þriðjudagskvöldum kl. 1922 hittast menn til skrafs og ráðagerða, kaffi er á könnunni og glatt á hjalla. Myndin er einmitt tekin við slíkt tækifæri. Mynd: Olgeir Helgi
Vetrardagskrá Landnámsseturs Vetrardagskrá Landnámssetursins í Borgarnesi hefst föstudaginn 27. september með frumsýningu á „Ómar æskunnar.“ Þar mun Ómar Ragnarsson segja ævisögu sína, tala í alvöru og spaugi, tengja atburði og fólk frá æskuárum við atburði og fólk síðari tíma. Í október stígur Einar Kárason rithöfundur á stokk með Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmans. Einar er
sögumaður af guðs náð og hefur áður sýnt það og sannað í skemmtilegum og fræðandi frásögnum á Söguloftinu bæði af samtímamönnum og fornum köppum. Þann 16. nóvember koma svo félagarnir Maggi Eiríks og KK og fara í gegnum sitt fimmtán ára brall eins og þeim einum er lagið. Í desember verða systkinin KK og Ellen með hugljúfa
jólatónleika. Baróninn á Hvítárvöllum mætir svo á fjalirnar 10. janúar. Þar mun Þórarinn Eldjárn rekja dularfulla ævi þessarar sérkennilegu söguhetju sinnar sem skildi eftir sig mörg spor í Borgarfirðinum. Þann 6. febrúar mun spunahópurinn Voces Spontane og klarinettutvennan Stump – Linshalm bjóða uppá sameiginlega spunatónleika.