Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
26. tbl. 8. árgangur
12. september 2013
Sælkeraverslun í Borgarnesi
Vigfús Friðriksson stóð vaktina í Ship-O-Hoj, spjallaði við viðskiptavini og kynnti nýjan plokkfiskrétt þegar Íbúann bar að garði.
Þeir sem gera vilja vel við sig í mat hafa glaðst yfir sælkeraversluninni Ship-O-Hoj sem rekin hefur verið síðan í apríl síðastliðnum við Brúartorg í Borgarnesi. Rekstraraðilar eru hjónin Guðveig Eyglóardóttir og Vigfús Friðriksson. Boðið er upp á heita rétti í hádeginu en í kjöt- og fiskborði er nýmeti í miklu úrvali og hægt að kaupa tilbúna fisk- og kjötrétti. „Viðtökurnar hafa verið Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
framar vonum og það góðar að eigendurnir hafa ákveðið að opna aðra verslun í Njarðvíkum í haust. Heimamenn hafa verið duglegir að koma og við höfum náð til sumarbústaðaeigenda líka. Við erum hálfnuð með fyrsta rekstrarárið og það hefur komið mjög vel út. Það á auðvitað eftir að þreyja þorran í vetur en við förum full bjartsýni inn í hann,“ segir Vigfús í samtali við Íbúann.
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir Skýrslur - Nafnspjöld - Merkispjöld Reikningar - Eyðublöð
Mynd: Olgeir Helgi
Vinaliðaverkefnið Grunnskólinn í Borgarnesi, Laugargerðisskóli og Auðarskóli í Dalabyggð ætla að innleiða Vinaliðaverkefnið. Það er norskt að uppruna og markmið þess er að stuðla að fjölbreyttari leikjum í löngu frímínútum, gera nemendum kleift að tengjast sterkari vinaböndum, minnka togstreitu og hampa góðum gildum svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt. Markmiðið með Vinaliðaverkefninu er einnig að draga úr einelti og auka vellíðan nemenda í skólum.