Íbúinn 16. maí 2013

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

15. tbl. 8. árgangur

16. maí 2013

Fitjakirkja

Zonta-klúbbur Borgarfjarðar hélt vorfund sinn að þessu sinni á Fitjum í Skorradal og naut þar leiðsagnar og gestrisni Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum. Hér er Hulda að sýna altaristöflu sem Þórey Magnúsdóttir (Æja) gerði í tilefni af aldarafmæli Fitjakirkju árið 1997. Fitjakirkja er vel heimsóknarinnar virði en það voru Fitjabændur, Júlíus og Stefán Guðmundssynir sem byggðu kirkjuna 1896-97. Í henni voru upphaflega langbekkir en bekkjaskipan var breytt í hefðbundið form um 1950. Kirkjan var lagfærð árin 1989-94. Hún er klædd með upprunalegri klæðningu að innan sem Fitjabændur unnu með heimatilbúnum verkfærum. Predikunarstóll og altari er úr enn eldri kirkju. Stóllinn var hreinsaður og nú sést á honum upprunalega málningin.

Sveitamarkaður opnar í Borgarnesi Sveitamarkaðurinn Ljómalind verður opnaður á morgun, föstudaginn 17. maí kl. 11 að Sólbakka 2 í Borgarnesi. Þar mun kenna ýmissa grasa segir í tilkynningu frá aðstandendum. Seld verða matvæli beint frá býli, mjög fjölbreytt handverk, blóm og

ýmislegt fleira. Opið verður um helgar í maí, föstudaga frá kl. 12–19 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 11 – 16. Frá 1. júní nk. verður opið alla daga. Á opnunardaginn verður heitt á könnunni og allir velkomnir.

Kaffihúsakvöld í Logalandi Á morgun, föstudag verður svokallað kaffihúsakvöld í Logalandi. Húsið opnar kl 20:00 og dagskrá hefst hálftíma síðar. Ungir sem aldnir sjá um að skemmta gestum, meðal annarra hluti Uppsveitarinnar. Kaffi og hnallþórur til sölu, myndasýning með myndum frá starfi UMFR í gegnum tíðina.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.