ÍBÚINN
Reikningar Nótubækur Eyðublöð
frétta- og auglýsingablað
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
13. tbl. 8. árgangur
s: 437 2360
Ný vatnsveita í Reykholtsdal Ný vatnsveita var vígð í Reykholtsdal í síðustu viku en skortur hefur verið á köldu vatni í Reykholtsdal. Vatnsból nýju veitunnar er í landi Steindórsstaða og er vatnið leitt þaðan í Reykholt og Kleppjárnsreyki. Vatnsbólið gefur 9 sekúndulítra í dag. Með minniháttar breytingum getur vatnsbólið gefið meira af sér ef vöxtur verður í byggð eða atvinnustarfsemi á svæðinu.
Kostnaður við gerð veitunnar var um 70 milljónir. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi veitunnar, en fyrirtækið tók yfir reksturinn árið 2006. Það er von Orkuveitunnar og Borgarbyggðar að nýja veitan muni tryggja íbúum í Reykholtsdal gnótt af góðu vatni öllum til hagsbóta, auk þess sem góð vatnsveita skapar ýmsa möguleika fyrir frekari uppbyggingu til framtíðar.
2. maí 2013
Ljósleiðari í Hvalfirði Hvalfjarðarsveit hyggst kanna áhuga aðila á fjarskiptamarkaði á lagningu og/eða rekstri ljósleiðaranets í Hvalfjarðarsveit. Gert er m.a. ráð fyrir tengingum inn á öll heimili auk tengimöguleika fyrir fyrirtæki, stofnanir og sumarhús. Verklok eru áætluð 1. júlí 2014.
Garðaþjónustan Sigur-garðar s/f auglýsir
Tökum að okkur klippingar á trjám og runnum, einnig trjáfellingar og grisjun. Klipping trjágróðurs er vandaverk, til að klippingin njóti sín sem best þarf að ígrunda vel vaxtaeðli plantna og blómgun þeirra.
Fjarlægi afklippur ef óskað er. Allar nánari upplýsingar í síma 892-7663 & 435-1435 eða á netfangið sindri@vesturland.is Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður Laufskálum