Page 1

Opið alla daga til kl 21:00 Verið velkomin!

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

12. tbl. 8. árgangur

Sigurður Oddur Ragnarsson

Barbara Ósk Guðbjartsdóttir

Ólöf Húnfjörð

Gísli Árnason

Arnþrúður Heimisdóttir

Snjólaug Guðmundsdóttir

24. apríl 2013

Hættum innlimunarferli í ESB og tryggjum fullveldi Íslands. Eflum íslenskan landbúnað, matvælaöryggi og innlenda matvælaframleiðslu. Stöndum vörð um heilbrigðisstofnanirnar okkar og aðra grunnþjónustu. Eflum strandveiðar og svæðisbundnar sjávarnytjar.

Tryggjum öflugum málsvara okkar, Jóni Bjarnasyni áframhaldandi setu á alþingi

Fjölgum tækifærum ungs fólks til atvinnu og búsetu með fjölbreyttu atvinnulífi og góðum búsetuskilyrðum. Treystum mennta- og rannsóknarstarf á landsbyggðinni. Nýtum og njótum náttúrunnar með sjálfbærum hætti. Bæta þarf samgöngur um allar byggðir landsins, þar er verk að vinna.

XJ

Við getum treyst Jóni

Regnboginn NV S: 862 8347 xj.nordvestur@gmail.com www.regnboginn.is


Viðburðadagatal mi 24/4-20:00 Borgarneskirkja; Tónlistarfélag Borgarfjarðar - Ljóðatónleikar: Harald Björköy tenór og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari mi 24/4-21:00 Edduveröld; Tónleikar Halli Reynis fi 25/4 Hvanneyri; Skeifudagur Grana fi 25/4 Safnahús Borgarfjarðar; opnun sýningar á verkum Tolla Morthens fi 25/4-14:00 Borgarneskirkja; Skátaguðsþjónusta fi 25/4 14-17 Bjarnarbraut 8; Sýning - list án landamæra la 27/4 Kjördagur su 28/4-18:00 Kaffistofa Límtré-Vírnet; Aðalfundur Stangveiðifélags Borgarness þr 30/4-19:30 Edduveröld; Skógræktarfélag Borgarfjarðar - fræðsluerindi og aðalfundur þr 30/4-20:00 Alþýðuhúsið; Aðalfundur Grímshúsfélagsins Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-18 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Risið; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 11.00 RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Heiðarborg; Vatnsleikfimi opin öllum þri kl. 15 og lau kl. 10 Hverinn opið fö-su 12-18:30 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomul. Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Samgöngusafnið fi 20-22, lau 13-17 Snorrastofa sýningar alla daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður fö 15-18 laugard. og sunnud. 10-16

ÍBÚINN

BARNAHORNIÐ Upphaf

Það getur verið erfitt að koma sér í bólið á kvöldin þegar farið er að birta...

- Grímshúsfélagið -

Aðalfundur Grímshúsfélagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 20.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkv. 11. gr. laga Grímshúsfélagsins. Áhugafólk um endurbyggingu Grímshúss í Brákarey er hvatt til að mæta.

frétta- og auglýsingablað Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson

Auglýsingasími: 437 2360

- Grímshúsfélagið -


Fræðslufundur — Aðalfundur 30. apríl 2013 Þriðjudagskvöldið 30. apríl mun Skógræktarfélag Borgarfjarðar standa fyrir fræðsluerindi og í framhaldi halda aðalfund. Staðsetning: Edduveröld í Englendingavík, Borgarnesi (Skúlagata 17).

Kl. 19:30 Fræðsluerindi. Kristinn H. Þorteinsson, garðyrkjufræðingur, flytur erindi sem hann nefnir Skyggnst inn í framtíðina – hvert stefnir Í erindi sínu ætlar Kristinn að fjalla um trjágróður í görðum og á útivistasvæðum í og í kringum þéttbýli.

Kl. 21:00 Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði. Allir velkomnir!


Skyggnst inn í framtíðina

Hvert stefnir? Stefnumót við frambjóðendur

Bjartrar framtíðar á Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 24. apríl kl. 20.00 Komdu og kynntu þér málin!

Miklar breytingar hafa orðið á trjágróðri hér á landi síðustu ár. Aukinn gróður hefur á margvíslegan hátt breytt umhverfi okkar á jákvæðan hátt, en ræktun í görðum er einnig farin að verða ýmsum til ama á síðari árum. Kristinn H. Þorteinsson, garðyrkjufræðingur, flytur erindi 30. apríl n.k. kl 19:30 í Edduveröld sem hann nefnir ”Skyggnst inn í framtíðina – hvert stefnir”. Í erindi sínu ætlar Kristinn að fjalla um trjágróður í görðum og á útivistasvæðum í og í kringum þéttbýli. Þá mun hann huga að hlutverki garðeiganda, en ekki síst sveitarfélaga, í ræktun og varðveislu trjágróðurs. Það er Skógræktarfélag Borgarfjarðar sem stendur fyrir komu Kristins en félagið mun halda aðalfund sinn á Edduveröld kl. 21.00 sama kvöld.

Matjurtagarðar sumarið 2013 Íbúum Borgarbyggðar er gelnn kostur á að taka á leigu matjurtagarða í Borgarnesi til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Matjurtagarðarnir eru í landi Gróðrastöðvarinnar Gleymérei. Boðið er upp á tvær stærðir garða, 15 m2 á kr. 4.148 og 30 m2 á kr. 5.880. Ráðgjöf er á staðnum á opnunartíma gróðrastöðvarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér matjurtagarð í Borgarnesi eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverls- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða með því að senda póst á netfangið bjorg@borgarbyggd.is. Garðarnir fást afhentir í maí um leið og búið er að tæta þá og merkja. Haft verður samband við þá sem hafa pantað garða um leið og þeir eru tilbúnir. Plöntur og útsæði fylgja ekki görðunum. Hægt er að komast í vatn við garðana. Af gefnu tilefni eru leigjendur beðnir um að láta ekki vatnið renna að óþörfu og að hreinsa garðana að notkun lokinni af steinum, spýtum, ylrbreiðslum og öðru því sem þeir hafa borið í þá.


Starfsmenn óskast til að hafa umsjón með sumarstarï barna er skóla lýkur í vor Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar að starfsmönnum til að halda utan um sumarnámskeið fyrir börn frá byrjun júní til byrjun júlí.

Um er að ræða tvö störf: umsjón sumarstarfs fyrir 7- 10 ára börn og umsjón sumarstarfs fyrir 11- 13 ára börn. Skilyrði er að umsækjendur hal reynslu af vinnu með börnum. Launakjör eru skv. kjarasamningi Kjalar og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 3. maí n.k. Nánari upplýsingar veita Ásthildur Magnúsdóttir eða Hjördís Hjartardóttir í s: 4337100, netfang: asthildur@borgarbyggd.is eða hjordis@borgarbyggd.is.

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar

Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Félagsbæ Borgarnesi Sumardagurinn fyrsti - Fögnum sumri kl. 14-22 •Vöfflukaffi •Unglingahljómsveitin Brosbandið frá Laugagerði treður upp

Föstudagur 26/4 - opið kl. 14-22 •Upphitun fyrir kjördag – létt spjall og lifandi tónlist •Hægt að fylgjast með lokaspretti sjónvarpsviðræðna á skjá

Kjördagur 27/4 - opnum með morgunkaffi kl. 9.00 Kosningakaffi fram eftir degi og kosningavaka um kvöldið!


„Skólar eru samfélög, ekki stofnanir“ sagði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í ræðu á þinginu og hrósaði frumkvöðlunum fyrir þeirra framtak við skipulagningu á vel heppnuðu menntaþingi.

Vel heppnað menntaþing Um 200 manns frá öllum skólastofnunum Borgarbyggðar mættu á menntaþing í Menntaskóla Borgarfjarðar. Vonast skipuleggjendur menntaþingsins til þess að með þinginu hafi náðst að vekja athygli á Borgarfirði sem menntahéraði og því framsækna og fjölbreytta skólastarfi sem þar er.

Þær stöllur sem áttu frumkvæðið að menntaþinginu; Kristín Gísladóttir leiksólastjóri, Steinunn Baldursdóttir leikskólasjóri, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir grunnskólastjóri og Theodóra Þorsteinsdóttir tónlistarskólastjóri.

Tolli og Bubbi í Safnahúsi Þorlákur Morthens, b e t u r þekktur sem Tolli, s ý n i r málverk og teikningar í Safnahúsi sumarið 2013 og verður sýning hans opnuð á sumardaginn fyrsta kl. 13.00. Þar segir Tolli stuttlega frá verkum sínum og Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Tolli verður síðan viðstaddur á sýningunni til kl. 16.00.

Tolli er fæddur 1953. Hann stundaði nám við Myndlistaog handíðaskóla Íslands og Hochschule der Künste í VesturBerlín og kom fyrst fram á samsýningu sjömenninga úr Myndlista- og handíðaskólanum í Norræna húsinu 1982. Verk hans njóta mikilla vinsælda og eru í eigu listasafna bæði hérlendis og erlendis. Megin stefið í verkum Tolla er íslensk náttúra í kröftugu samspili ljóss og lita. Sýningin í Safnahúsi ber heitið Mýrar, móar, fjöll og verkin sem þar eru sýnd eru innblásin af töfrum borgfirskra sveita.

Sýningin stendur frá 25. apríl til 5. ágúst 2013. Þess má geta að báðar fastasýningar Safnahúss verða opnar þennan dag, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Opið verður til 17.00.


STYRKIR TIL MARKAÐSSETNINGAR OG NÝSKÖPUNAR Í FERÐAÞJÓNUSTU Á VESTURLANDI

Framkvæmdaráð sóknaráætlunar Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem bæta markaðssetningu og auka nýsköpun í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Til ráðstöfunar í verkefnið eru 5 mkr. og er fyrirhugað að veita 2- 3 mkr. styrki til fyrirtækja eða einstaklinga með áhugaverð verkefni á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi á móti jafn háa fjárhæð til verkefnisins og sá styrkur sem veittur verður. Skila þarf inn umsókn með lýsingu á verkefninu, grófri áætlun um hversu mörg störf það getur skapað ásamt tímasetningu um framvindu. Umsókn skal skila á rafrænu formi til Atvinnuráðgjafar Vesturlands á netfangið

STYRKIR TIL AUKINNAR FRAMLEIÐNI Í MATVÆLAIÐNAÐI Á VESTURLANDI

Framkvæmdaráð sóknaráætlunar Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem auka framleiðni í matvælaiðnaði á Vesturlandi. Til ráðstöfunar í verkefnið eru 5 mkr. og er fyrirhugað að veita 2- 3 mkr. styrki til fyrirtækja eða einstaklinga með áhugaverð verkefni á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi á móti jafn háa fjárhæð til verkefnisins og sá styrkur sem veittur verður. Skila þarf inn umsókn með lýsingu á verkefninu, grófri áætlun um hversu mörg störf það getur skapað ásamt tímasetningu um framvindu. Umsókn skal skila á rafrænu formi til Atvinnuráðgjafar Vesturlands á netfangið ssv@ssv.is, eigi síðar en föstudaginn 10. maí n.k., en nánari upplýsingar veitir


AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við alþingiskosningar laugardaginn 27. apríl 2013 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 22,oo Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals og Reykholtsdals. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 22,oo Vinsamlega athugið mismunandi tíma á lokun kjördeildanna. Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað. Á kjördag verður kjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími hennar er 433-7705. Kjörstjórn Borgarbyggðar

Íbúinn  

Íbúinn fréttabréf Borgarbyggðar og nágr.

Íbúinn  

Íbúinn fréttabréf Borgarbyggðar og nágr.

Advertisement