Íbúinn

Page 1

Opið alla daga til kl 21:00 Verið velkomin!

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

11. tbl. 8. árgangur

18. apríl 2013

Menntaþing í Borgarbyggð Á morgun, föstudaginn 19. apríl, kl. 15:00 verður haldið Menntaþing í Hjálmakletti. Markmið þingsins er ma. að fá þátttakendur til að velta fyrir sér spurningunni: Hvernig vinnum við saman? Á þinginu gefst tækifæri fyrir starfsfólk skólanna, foreldrafulltrúa og sveitarstjórnarmenn að ræða um samstarf, möguleika til samvinnu og að kynnast hvert öðru. Fjórir skólastjórnendur úr Borgarbyggð skipuleggja þingið

ásamt fleirum. Þingið er afurð lokaverkefnis fjórmenninganna í

náminu „Sterkari stjórnsýsla“ á Bifröst síðastliðið vor.

Við útskrift fjórmenninganna frá Bifröst. Bryndís Hlöðversdóttir rekstor ásamt skipuleggjendum Menntaþingsins; Theodóra Þorsteinsdóttir tónlistarskólastjóri, Kristín Gísladóttir leiksólastjóri, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir grunnskólastjóri og Steinunn Baldursdóttir leikskólasjóri. Hægra megin við þær eru Geirlaug Jóhannsdóttir og Signý Óskarsdóttir umsjónarmenn námsins.

Garðaþjónustan Sigur-garðar s/f auglýsir

Tökum að okkur klippingar á trjám og runnum, einnig trjáfellingar og grisjun. Klipping trjágróðurs er vandaverk, til að klippingin njóti sín sem best þarf að ígrunda vel vaxtaeðli plantna og blómgun þeirra.

Fjarlægi afklippur ef óskað er. Allar nánari upplýsingar í síma 892-7663 & 435-1435 eða á netfangið sindri@vesturland.is Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður Laufskálum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.