Íbúinn 11. apríl 2013

Page 1

Opið alla daga til kl 21:00 Verið velkomin!

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

10. tbl. 8. árgangur

11. apríl 2013

Klettaborg tilraunaleikskóli Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi hefur verið valinn tilraunaleikskóli fyrir verkefnið „Heilsueflandi leikskóli“ sem nú er unnið að hjá embætti Landlæknis. Verkefnið felst m.a. í að taka þátt í að gera handbók þar sem unnið verður með eftirfarandi þætti: Hreyfingu, næringu, tannvernd, geðrækt, öryggi, starfsfólk, fjölskyldu og

nærsamfélag. Haustið 2011 var byrjað að vinna að heilsueflingu í leikskólanum Klettaborg en þá var notuð handbók fyrir grunnskóla. „Það er því sérstaklega ánægjulegt að vera valinn tilraunaleikskóli við gerð handbókar fyrir heilsueflandi leikskóla,“ segir í frétt frá Klettaborg.

Í vinnuhóp heilsueflandi leikskóla eru stýrihópur frá Embætti landlæknis auk leikskólastjóra 2-3 leikskóla sem munu taka þátt í að tilraunakeyra verkefnið. Næstu skref eru að setja saman drög að handbók með viðmiðum og gátlistum sem tilraunaleikskólar munu prófa væntanlega í haust.

Garðaþjónustan Sigur-garðar s/f auglýsir

Tökum að okkur klippingar á trjám og runnum, einnig trjáfellingar og grisjun. Klipping trjágróðurs er vandaverk, til að klippingin njóti sín sem best þarf að ígrunda vel vaxtaeðli plantna og blómgun þeirra.

Fjarlægi afklippur ef óskað er. Allar nánari upplýsingar í síma 892-7663 & 435-1435 eða á netfangið sindri@vesturland.is Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður Laufskálum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn 11. apríl 2013 by Íbúinn - Issuu