Opið alla daga til kl 21:00 Verið velkomin!
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
6. tbl. 8. árgangur
7. mars 2013
Þóra og Jónas í Reykholti Tónlistarfélag Borgarfjarðar efnir til tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 10. mars næstkomandi kl. 16:00. Þóra Einarsdóttir sópransöngkona flytur fjölbreytta dagskrá við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Á efnisskránni verða lög eftir Mozart, Schubert, Faure, Debussy, Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri. Þóra og Jónas eiga langt og
farsælt samstarf að baki. Eins og kunnugt er er Þóra í fremstu röð íslenskra söngvara um þessar
mundir; hún hefur sungið við virt óperuhús í Evrópu og komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum og kórum víða um lönd. Jónas Ingimundarson hefur verið í hópi bestu píanóleikara hér á landi um áratugaskeið. Bæði eru þau Borgfirðingum að góðu kunn og hafa áður komið fram á tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar.
Miðsvetrartónleikar Samkórs Mýramanna Gestur: Bjarni Thor Kristinsson Í Borgarneskirkju föstudagskvöldið 8. mars kl. 20:30 Enginn ákveðinn aðgangseyrir. En tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar starfinu, með þar til gerðum bauk er staðsettur verður í anddyri kirkjunnar. Stjórnandi: Jónína Erna Arnardóttir Undirleikari: Birgir Þórisson