Íbúinn 21. febrúar

Page 1

Óskum eftir starfsfólki

Uppl. á staðnum og í síma 437 1600

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

4. tbl. 8. árgangur

21. febrúar 2013

Bjarki íþróttamaður ársins Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness er óumdeildur íþróttamaður héraðsins á síðasta ári, en hann var bæði valinn íþróttamaður UMSB og íþróttamaður Borgarbyggðar 2012. Bjarki náði á síðasta ári frábærum árangri í sinni íþrótt, keppti fyrir Íslands hönd á mótum erlendis og náði 3. sæti á Evrópumóti unglinga undir

18 ára sem haldið var í Sofíu í Búlgaríu. Einnig keppti hann

með karlalandsliði Íslands á finnska áhugamannamótinu í Helsinki og hafnaði þar í 25. sæti af tæplega hundrað þátttakendum. Hér heima náði Bjarki þeim árangri að lenda í öðru sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik í flokki 17-18 ára, sigra á meistaramóti Golfklúbbs Borgarness með yfirburðum og bæta um leið eigið vallarmet á Hamarsvelli.

Almennur íbúafundur um kirkjugarðinn í Borgarnesi Borgarbyggð og Sóknarnefnd Borgarneskirkju boða til almenns íbúafundar um deiliskipulagstillögu og fyrirhugaðar framkvæmdir við kirkjugarðinn í Borgarnesi. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 25. febrúar n.k. í stofu 101, í Hjálmakletti, Borgarbraut 54, Borgarnesi og hefst kl. 20:00. Borgarbyggð og Sóknarnefnd Borgarneskirkju


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.