ÍBÚINN
Óskum eftir starfsfólki
Uppl. á staðnum og í síma 437 1600
frétta- og auglýsingablað
3. tbl. 8. árgangur
7. febrúar 2013
Íþróttamaður UMSB 2012 Bjarki Pétursson hjá Golfklúbbi Borgarness hlaut útnefningu sem íþróttamaður ársins hjá UMSB. Afhendingin var liður í dagskrá íþróttahátíðar um síðustu helgi. Sambandið veitti mörgum einstaklingum viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttum árið 2012. Einnig fengu þeir sem urðu íslandsmeistarar á árinu 2012 viðurkenningar.
UMSB veitti þessum ungmennum verðlaunapeninga í tilefni af því að þau unnu til íslandsmeistaratitla á árinu 2012.
Íþróttamaður Borgarbyggðar 2012 Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sunnudaginn 10. febrúar næstkomandi klukkan 21:00, að aðoknum leik Skallagríms og Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 22. sinn og eru tólf íþróttamenn tilnefndir. Við þetta tækifæri verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr á árinu 2012. Jafnframt verður veitt viðurkenning úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar. Jón Ingi Sigurðsson íþróttamaður Borgarbyggðar 2011
Íbúar Borgarbyggðar eru hvattir til að fjölmenna í Íþróttamiðstöðina og samgleðjast íþróttafólkinu og fjölskyldum þeirra.