Page 1


L

eikurinn var frumsýndur þann 1. ágúst 1996 sem opnunarsýning Skemmtihússins við Laufásveg en Bynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason byggðu Skemmtihúsið sem vinnustofu leikara. Leikurinn var sýndur þar nær óslitið til aldamóta. Árið 2001 var gerð sjónvarpsgerð af Ormstungu fyrir Stöð 2. Verkið er nokkuð nákvæm endursögn Gunnlaugs sögu Ormstungu.

P

ersónur í þeirri röð sem þær birtast:

Gunnlaugur Ormstunga - Illugi Svarti Hallkellsson - Helga Þorsteinsdóttir - Þorsteinn Egilsson Hallfreður Vandræðaskáld - Auðunn Skúli Festargramur Þorsteinsson - Eiríkur Jarl Hákonarson Þórir hirðmaður - John Music - Aðalráður Játgeirsson Englandskonungur - Queen Emma - Þórormur Berserkur Víkingur Víkingsson - Sigurtryggur Silkiskegg - Sigurður Orkneyjarjarl - Ólafur konungur sænski Finna drottning - Volvo - Hrafn Önundarson - Vinkona Slaugu í Árnesi - Skúli á Þjóðveldisstöðinni Guðríður á Þjóðveldisstöðinni - Hermundur Illugason - Svertingur Hafurbjarnarson

875 - Ingólfur reisir bæ sinn gegnt Suðurgötu 4 895 - Auður Djúpúðga týnir kambi sínum á Kambsnesi 900 - Egill Skallagrímsson tekur sína fyrstu tönn Fyrsta kynslóð Íslendinga að fæðast 935 - Njáll fæðist 957 - Egill þeytir spýtu mikilli í andlit Ármóði og krækir fingri í augað svo út liggur á kinn 960 - Skarphéðinn Njálsson fæðist Sexhundruð og fjórum árum síðar fæðist William Shakespeare 970 - Guðrún Ósvífursdóttir fæðist 978 - Gísli Súrsson drepinn 980 - Egill flytur í Mosfellssveit sér til heilsubótar 981 - Hrafn Önundarson fæðist 984 - Gunnlaugur fæðist á Gilsbakka og Helga á Borg 985 - Hallgerður Langbrók neitar Gunnari um lokkinn 995 - Smugudeilan við Norðmenn í hámarki þúsund árum síðar 996 - Grettir Ásmundsson fæðist Þúsund árum síðar er Ormstunga frumsýnd í Skemmtihúsinu 999 - Gunnlaugur flytur að heiman og að Borg 1002 - Helga er heitbundin Gunnlaugi sem heldur utan og er gerður útlægur frá Noregi. Víg Kjartans Ólafssonar 1003 - Gunnlaugur drepur Þórorm Berserk í Lundúnum 1004 - Hrafn og Gunnlaugur hittast í Uppsölum í Svíþjóð 1005 - Gunnlaugur heimsækir Aðalráð og Hrafn biður Helgu á Alþingi 1006 - Helga föstnuð Hrafni um vorið. Gunnlaugur kemur út með Hallfreði síðsumars Þúsund árum síðar er Mr. Skallagrímsson frumsýnt í Landnámssetrinu. 1007 - Síðasta hólmganga í Íslandi. Gunnlaugur og Hrafn halda utan. Gunnlaugur tefst á leiðinni Þúsund árum síðar kaupir Björgólfur Thor Fríkirkjuveg 11 af Reykjavíkurborg og Benedikt Erlingsson kemur í þyrlu á Grímuhátiðina. 1009 - Gunnlaugur og Hrafn finnast og falla á Gleipnisvöllum Níuhundruð níutíu og níu árum síðar biður Geir H. Haarde Guð að blessa Ísland 1010 - Helga gift Þorkatli Hallkellssyni 1011 - Fyrsta barn þeirra fæðist 1012 - Njálsbrenna 1013 - Þúsund ár í að Ormstunga er tekin upp að nýju í Baðstofu Reykvíkinga, Borgarleikhúsinu


H

alldóra Geirharðsdottir. Fædd 1968. Var saxafónleikari og söngvari í hljómsveitinni Risaeðlan frá 1985 til 1991. Útskifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995 og fastráðin hjá Borgarleikhúsinu frá 1996. Hefur starfað sem höfundur og leikari á flestum sviðum leiklistar.

B

enedikt Erlingsson. Fæddur 1969. Útskrifaðist úr Leiklistarkólanum árið 1994. Hefur starfað sem leikari, leikstjóri og höfundur í leikhúsum síðan þá. Hefur starfað sem leikari, leikstjóri og höfundur í leikhúsum síðan þá, m.a. fyrir Borgarleikhúsið.

P

eter Engkvist. Fæddur 1957. Nam leiklist og látbragð í heimalandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur leikið í og leikstýrt fjölda sýninga og starfar nú sem leikstjóri og leikhússtjóri Pero leikhússins í Stokkhólmi. Á Íslandi hefur Peter leikstýrt Beðið eftir Godot og Maðurinn sem í Borgarleikhúsinu, Mr. Skallagrímsson og Blótgoðum hjá Landnámssetrinu og Lofthræddi örninn Örvar hjá Þjóðleikhúsinu. Sameiginleg ferilskrá Halldóru og Benedikts. 1979 - Léku saman í “Óvitum” á Stóra sviði Þjóðleikhussins. 1982 - Á unglingsárum léku þau saman í nokkrum leiknum útsvarpsþáttum. 1987 - Sömdu þau og sýndu lítinn leikþátt á Busadaginn í MH við litlar undirtektir. 1988 - Störfuðu saman i Sirkus Sukris í MH. Benedikt sem sirkusstjóri, Halldóra sem þunglyndur trúður. 1990-91 - Ráku saman mötuneyti Leiklistarskóla Íslands. 1996 -1999 - Léku Ormstungu í Skemmtihúsinu og leikferðir um Norðurlönd. 1998 - Léku í Sjónvarpmyndinni “Þrír morgnar” framleitt af RÚV. 2000 - Sjeikspír eins og hann leggur sig. Benni leikstýrir og Dóra leikur 2000 - Sena í kvikmyndinni Mávahlátur framleitt af Ísfilm. 2001-2003 - Starfa á Nýja Sviðinu LR sem leikstjóri og leikari í : “And Björk of course” og “Vetrarævintýri.” 2005 - Draumleikur í Borgarleikhúsinu. Benni leikstýrir og Dóra leikur. 2009 - Semja ásamt félögum sínum “Jesú litli” fyrir Borgarleikhúsið. 2010 - Leika saman í “Elsku barn” hjá Borgarleikhúsinu. 2011 - Leika saman í sjónvarpsseríunni “Heimsendir”. Framleitt fyrir Stöð 2. 2012 - Halldóra leikur í fyrstu kvikmynd Benedikts: “Hross og menn.” 2013 - Ormstunga ... aftur

Höfundur: Benedikt Erlingsson ásamt Halldóru Geirharðsdóttur og Peter Engkvist Leikstjórn: Peter Engkvist Tónlist og hljóðmynd: Halldóra Geirharðsdóttir Leikmynd: Hópurinn Búningar: Hópurinn Lýsing: Garðar Borgþórsson með aðstoð Þórðar Orra Péturssonar Sýningarstjórn: Christopher Astridge Uppsetning Ormstungu 2013 er samstarfsverkefni Gulldrengsins og Borgarleikhússins Þakkir: Þórunn Sveinsdóttir, Pétur Grétarsson, Gísli Sigurðsson og Árnastofnun, Árni Magnússon, Snorri Sturluson, Benedikt Guðjónsson, Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Jón Óskar Hallgrímsson og Skúli Magnússon


Ormstunga  
Ormstunga  

Leikskrá sýningarinnar Ormstungu í Borgarleikhúsinu

Advertisement