Page 1

1

Gullregn


Borgarleikhúsið 2012–2013

2


Ragnar Bragason

Gullregn

BorgarleikhĂşsiĂ° 2012 / 2013


Persónur og leikendur Indíana Jónsdóttir, á sextugsaldri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigrún Edda Björnsdóttir Unnar Jónsson, sonur hennar 34 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallgrímur Ólafsson Daniela Majok, kærasta hans 39 ára. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Brynhildur Guðjónsdóttir Jóhanna Einarsdóttir, nágranni. Á fimmtugsaldri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldóra Geirharðsdóttir Björn Gunnarsson, fulltrúi Umhverfisráðuneytis Hákon Wathne, lögfræðingur Tryggingastofnunar Anton, fráskilinn barnaskólakennari (í síma). . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Gylfason Gerður, móðir Indíönu, á áttræðisaldri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Hanna María Karlsdóttir / Jóhanna Axelsdóttir

Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ragnar Bragason Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hálfdan Lárus Pedersen Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Helga Rós V. Hannam Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Mugison Hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Thorbjørn Knudsen Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Árdís Bjarnþórsdóttir

Borgarleikhúsið 2012–2013

4


Sýningarstjórn Christopher Astridge

Leikmunir Móeiður Helgadóttir Aðalheiður Jóhannesdóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir

Sviðsmaður Richard Haukur Sævarsson Myndvinnsla Garðar Borgþórsson

Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Gunnar Sigurbjörnsson

Leikmunavarsla Christopher Astridge Richard Haukur Sævarsson

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Garðar Borgþórsson

Ljósa- og hljóðkeyrsla Christopher Astridge Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir Katrín Óskarsdóttir

Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson Haraldur Unnar Guðmundsson

Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Elín S. Gísladóttir Sigurbjörg Íris Hólmgeirsdóttir Margrét Benediktsdóttir Gunnhildur Erlingsdóttir

Þakkir Frank Aarnink Séra Hjálmar Jónsson Kári Kárason Þormar Dómkórinn í Reykjavík

Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Haraldur Halldórsson Ingvar Einarsson Victor Guðmundur Cilia

Leikskrá: Gullregn er 567. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Frumsýning 1. nóvember 2012 á Nýja sviði Borgarleikhússins Sýningartími er u.þ.b. tvær og hálf klukkustund Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi

5

Gullregn


Atriðalisti Fyrsti þáttur ATRIÐI 1 “Tilskipun Umhverfisráðuneytis” Kl.14:30 heitan sumardag á okkar tímum. ATRIÐI 2 „Mótmælabréf” Sama dag, í kringum kl.18:55 ATRIÐI 3 „Ekkja Jeffreys” Nóttina eftir, um kl.00:27 ATRIÐI 4 „Mynd úr löggæslumyndavél” Um tveimur vikum síðar. Kl.14:00

Annar þáttur ATRIÐI 5 „Dvergurinn í bollanum” Sunnudagur, tveimur dögum seinna. Kl.15:00 ATRIÐI 6 „Costa del Sol” Um hálftíma síðar ATRIÐI 7 „Andnauð” Daginn eftir um 18:00

Þriðji þáttur ATRIÐI 8 „Björgunarafrekið” Haustkvöld í byrjun nóvember. Kl.19:07 ATRIÐI 9 “Grunur um bótasvindl” Tveimur vikum síðar. Kl.11:00 ATRIÐI 10 „Esther Ýr” Tveimur vikum síðar. kl.13:30 ATRIÐI 11 „Sambandsslit á Rauða Torginu” Seinna sama kvöld, um kl.00:29 ATRIÐI 12 „Aðfangadagur” Aðfangadag sama ár, um kl.17:51

Fjórði þáttur ATRIÐI 13 „Chi” Seinnipartur í apríl árið eftir.

Borgarleikhúsið 2012–2013

6


7

Gullregn


Borgarleikhúsið 2012–2013

8


9

Gullregn


Það er af sem áður var Lífið er breytingar, sagði einhver og kannski hafa fleiri tekið undir, enda virðist fullyrðingin liggja í augum uppi. Lífið er breytingar, tauta ég líka með sjálfri mér á rennsli á leikritinu Gullregni, einni sætaröð fyrir aftan Ragnar Bragason þar sem hann situr og rýnir í leikritið sitt: hvert orð, hverja hreyfingu, öll smáatriðin sem skapa heildina. Ég man óljóst eftir honum úr Gaggó Mos. Hann var tveimur árum eldri en ég og átti forljótar, snjóþvegnar gallabuxur, leðurjakka merktan Guns N’ Roses og mótorhjólastígvél með tástæði sem vísaði upp til himna. Já, lífið er vissulega breytingar! Hann var vanur að norpa úti undir húsvegg með sígarettu og gott ef ekki sítt að aftan. Einhverjir kölluðu hann Ragga í leikfélaginu og þar fann hann reyndar konuna sína, búningahönnuðinn Helgu Rós Hannam sem býr enn með honum og sér um búningana í Gullregni, um leið og hún rýnir í nýja leikritið með honum. Aðalhittið í Mosó á þessum árum var uppfærsla leikfélagsins á Dagbókinni hans Dadda eftir Sue Townsend. Verkið var sett upp í félagsheimilinu og sveitungarnir slógust um miðana. Ragnar hlýtur að hafa verið í bitastæðri rullu, í það minnsta gegnt ábyrgðarstarfi á tæknisviðinu, maður með heilt leikfélag að eftirnafni, þó að ég þori ekki að sverja fyrir það, man bara að konan hans lék hjónabandsdjöful. Mér varð hugsað til þessarar uppfærslu á rennslinu á Gullregni því þegar Dagbókin hans Dadda sló í gegn í Mosó þá fannst manni að svona ísmeygilega fyndið verk um hversdagslegt fólk væri bara hægt að skrifa í útlöndum. Það væri aðeins á færi einhverra háðfugla í Englandi sem væru úr alveg sérstöku efni. Síðan kemur bara í ljós að þessi tegund háðfugla býr líka á Íslandi! Kannski gerði hún sig heimakomna um svipað leyti og lúpínan. Svo getur verið að hún hafi borist til landsins á sama tíma og fyrsta Gullregnið, já, eða fyrsti geitungurinn. Áðurnefnd tegund háðfugla er um margt frábrugðin venjulegum háðfugli, þó að háðið sem slíkt hafi lengi verið hér landlægur andskoti. Mig minnir að hún sé kölluð Harmræni háðfuglinn en sumir vilja frekar kenna tegundina við biksvartan, hvassan gogginn. Það sem gerir Harmræna háðfuglinn merkilegan fugl er söngur hans, sem vefur hið harmræna svo fínlega saman við háð að skynfærin hætta að skynja hvað sé grín og hvað alvara. Sorgin verður drepfyndin og gleðin sárari en tárum taki. Í þessu flotta verki verða allar kenndir að andstæðu sinni og einmitt sú staðreynd gerir það að verkum að fuglinn er umdeildur – því tilfinningar verða að vera rétt skilgreindar ef fólk á að vita hvað það heitir – finnst sumum. Reyndar svo umdeildur að sumir vilja hann réttdræpan, rétt eins og minkinn, annað útsmogið og þrautseigt aðskotadýr í íslensku vistkerfi sem veldur því að sum jól er engin rjúpa á borðum. Allt í einu er búið að friða rjúpuna án þess að taka minnsta tillit til jólahefða í öllum almennilegum fjölskyldum, enda er varla þverfótandi fyrir ósýnilegum skriffinnum sem helga líf sitt því að

Borgarleikhúsið 2012–2013

10


flækja líf venjulegs fólks. Þeir gera sér sérstaklega far um að ónáða svokallaða kerfisfræðinga með regluverkum og takmörkunum á sjálfsögðum mannréttindum. Rústa friðsælli tilveru mæðgina á borð við Unnar Jónsson og mömmu hans: aðalsöguhetjanna í Gullregni sem eru orðin svo lunkin við að leika á kerfið að þau eru löngu hætt að vita sjálf hvað er lygi og hvað sannleikur, svo samdauna eigin svindli að það er orðið að veruleika þeirra. Við skrifum jú líf okkar eins og hvert annað leikrit. Það eina sem mæðginin vita fyrir víst er símanúmerið hjá Tryggingastofnun og uppsetningin á gagnlegustu umsóknareyðublöðunum. Og jú, þau vita líka að tilvist þeirra stafar hætta af breytingum. Allskonar breytingum, allt um kring, og allar virðast þær ógna þeim. Einn daginn er það ný reglugerð, þann næsta enn einn innflytjandinn frá einhverju landinu sem móðirin hefur aldrei heyrt minnst á, en er auðvitað óður og uppvægur í að eyðileggja íslenskt hráefni með undarlegum kryddum. Mamman má hafa sig alla við að sporna við öllum þessum breytingum til að lifa af en hvernig á hún að fara að því þegar lífið er eintómar breytingar? Svo miklar breytingar að það er ekki einu sinni hægt að kveikja á íslensku sjónvarpsefni án þess að verða fyrir úrkynjuðum húmor háðfuglsins sem þykist vera íslenskur. Vesalings konan, astmaveik í ofanálag, náði varla andanum yfir vitleysunni í þættinum þarna um aumingjana sem létu sig hafa að vinna á næturvöktum á bensínstöð. Heldur þessi fugl að það megi bara gera grín að öllu og öllum eins og enginn sé morgundagurinn? Má hún þá frekar biðja um Eirík Fjalar! Hún getur ekki fyrir sitt litla líf horft upp á einhver djöfuls harmkvæli í því sem á að vera fyndið. Fær einhver borgað fyrir að skrifa svona vitleysu? Auður Jónsdóttir rithöfundur Heimildir: Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, kennari og fyrrverandi félagi í Leikfélagi Mosfellsbæjar.

11

Gullregn


Borgarleikhúsið 2012–2013

12


13

Gullregn


Borgarleikhúsið 2012–2013

14


15

Gullregn


Ég var hreinn sveinn Viðtal við Ragnar Bragason

Þú hefur náð miklum árangri sem kvikmyndahöfundur í meir en áratug. Hvers vegna snýrðu þér að leikhúsinu, skrifar leikrit og leikstýrir? Aðallega til að ögra sjálfum mér og prófa nýja hluti. Mér hefur alltaf þótt leikhúsið vera heilagur staður og fátt áhrifameira en nálægðin við leikara í vel smíðuðu verki. Að gera tilraun til að tækla það var skemmtileg áskorun.

Er það eitthvað sérstakt við líf fólksins í Gullregni sem heillar þig? Flestar mínar sögur fjalla um fjölskyldur, sérstaklega samskipti foreldra og barna og syndir feðranna eða mæðranna í þessu tilviki. Ég sá innslag í fréttaþætti sem fjallaði um þrjár kynslóðir af bótaþegum í sömu fjölskyldu. Í framhaldi voru skilningarvitin opin fyrir sögum af fólki sem lifir á kerfinu án þess að þurfa raunverulega á því að halda, svokallaða kerfisfræðinga sem hefur fjölgað á síðustu árum. Mér finnst sorglegt að öryrkjar og þeir sem eiga í raunverulegri baráttu við hverskonar sjúkdóma og kvilla þurfi að þola fordóma vegna nokkurra „skemmdra epla”. En á sama tíma erum við öll manneskjur og yfirleitt eru djúpstæðar ástæður fyrir ákvörðunum og gjörðum okkar. Ég er ekki að fordæma einn eða neinn, aðeins segja sögu og reyna að benda á að oftast liggur meira að baki en sést í fyrstu.

Hvenær byrjaðir þú að vinna að leikritinu? Var fæðingin erfið? Hugmyndin um Indíönu Jónsdóttur og hennar heim fæddist fyrir nokkrum árum og smátt og smátt hlóðst utan á hana. Ég hugsaði hana ekki upphaflega sem persónu í sviðsverki en þegar Magnús Geir falaðist eftir mínum kröftum í leikhúsið lá hún beint við. Fæðingar eru aldrei sársaukalausar en þessi var aldrei leiðinleg. Ég var lánsamur að fá þá leikara sem ég vildi til samstarfs og allt ferlið hefur verið einstaklega ánægjulegt.

Þú ert höfundur og leikstjóri og auk þess er um að ræða frumflutning leikrits. Hefur undirbúningur og æfingaferli reynt mikið á þig? Ég var hreinn sveinn þegar kom að leikhúsi og hef því ekki samanburðinn. Ég nálgast vinnuna bara á sama hátt og þegar ég geri kvikmyndir. Þetta snýst allt um að ná samhljómi með samstarfsfólki og finna í samvinnu bestu leiðina til að segja söguna sem liggur fyrir. Það hefur gengið að óskum.

Hvernig undirbjóst þú þig fyrir þetta verkefni? Ég hraðlas nokkrar bækur um leikhús og ræddi við leikhúsfólk, vini og kunningja til að leita upplýsinga um hið praktíska verkferli. En ég vildi samt ekki gangast undir hefðir bara til að aðlagast og hef því bara nálgast hlutina á minn hátt. Það hefur ekki valdið neinum meiriháttar skakkaföllum eða taugatitringi.

Borgarleikhúsið 2012–2013

16


Hvert hefurðu leitað innblásturs við uppsetninguna? Samstarfsfólkið er mín stærsta uppspretta innblásturs, skoðanir þeirra, reynsla og lífssýn. Ég vinn með leikurum sem skapandi afli ekki sem strengjabrúðum og því taka leikararnir mikinn þátt í frumsköpuninni. Ég byrja einnig á að setja saman tónlist fyrir handritsskrifin sem kemur mér í rétt hugarástand. Það getur verið allskyns, allt frá klassík að þungarokki. Í þessu tilviki hlustaði ég mikið á gamla sveitatónlist. Marty Robbins, Lorettu Lynn og Glen Campell.

Hverju ertu að koma á framfæri og hvað viltu undirstrika með leikriti þínu? Ég reyndi bara að vera samkvæmur sjálfum mér og segja þá sögu sem mig langaði að segja, ákvað að vera ekkert rembast við að finna upp hjólið eða reyna að vera töff. Allir höfundar vonast til að verk þeirra snerti fólk og breyti lífi þess á einhvern hátt. Gullregn er saga sem gerist hér og nú, kómískur harmleikur eins og lífið sjálft. Við fáum að skyggnast inn í hjörtu og hugi persónanna eina kvöldstund.

Leikhús eða kvikmynd í framtíðinni? Hafa komið upp vangaveltur um að gera kvikmyndina Gullregn? Auðvitað hefur maður hugsað um þann möguleika en hvort Gullregn muni eiga sér framhaldslíf mun tíminn einn leiða í ljós. Mitt næsta verk er kvikmyndin Málmhaus sem verður frumsýnd haust 2013.

17

Gullregn


Borgarleikhúsið 2012–2013

18


19

Gullregn


Sigrún Edda Björnsdóttir

Hallgrímur Ólafsson

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Hún hefur verið fastráðin leikkona bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og leikið fjölmörg burðarhlutverk. Meðal hennar helstu hlutverka má nefna titilhlutverk í Línu Langsokk, Ronju Ræningjadóttur, Elínu Helenu og Hinu ljósa mani. Auk þess lék hún Ófelíu í Hamlet, Báru í Landi míns Föður, Steinunni í Óskinni (Galdra Lofti), Sonju í Vanja frænda, Soffíu í Platonof, Valgerði í Grandavegi 7, Úu í Kristnihaldi undir Jökli, Maju í Öndvegiskonum og Ljúbu í Kirsuberjagarðinum. Hún hefur hlotið viðurkenningu úr minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur, Grímuna fyrir leikstjórn í útvarpi 2006 auk tilnefninga til menningarverðlauna DV fyrir leik sinn í Stjörnum á morgunhimni, Fegurðardrottningunni frá Línakri, Milljarðamærin snýr aftur og Fjölskyldunni. Hún var tilnefnd til Grímunnar sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir Blanch í Sporvagninum Girnd, frú Zachanassian í Milljarðamærin snýr aftur, Barböru í Fjölskyldunni og Móðurina í Fólkinu í kjallaranum. Fyrir túlkun sína á Láru í Degi vonar hlaut hún Grímuna 2007. Sigrún Edda hefur leikið í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur einnig starfað sem leikstjóri, bóka og handritshöfundur, gert fjölmarga sjónvarpsþætti og leikgerðir fyrir útvarp.

útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar strax við útskrift en vorið 2008 gerðist hann fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu. Hjá Leikfélagi Akureyrar lék Hallgrímur í Óvitum og fór með ýmis hlutverk í Ökutímum ásamt því að leika í Fló á skinni. Hjá Borgarleikhúsinu hefur Hallgrímur m.a. leikið í Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldunni, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Elsku barni, Strýhærða Pétri, Kirsuberjagarðinum og Hótel Volkswagen en fyrir síðastnefnda hlutverkið fékk hann tilnefningu til Grímunnar. Hann hefur einnig á undanförnum árum leikið í sjónvarpsþáttum til að mynda Fangavaktinni, Heimsenda og fl.

Sýningar Sigrúnar Eddu á leikárinu: Svar við bréfi Helgu, Gullregn, Mary Poppins

Borgarleikhúsið 2012–2013

20

Sýningar Hallgríms á leikárinu: Gulleyjan, Gullregn og Mary Poppins


Brynhildur Guðjónsdóttir

Halldóra Geirharðsdóttir

lauk námi í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama vorið 1998. Fyrsta hlutverk hennar að lokinni útskrift var Skellibjalla í Pétri Pan hjá Royal National Theatre. Brynhildur var fastráðin við Þjóðleikhúsið á árunum 1999 til 2010 en er nú fastráðin við Borgarleikhúsið. Hún lék Mímí í söngleiknum RENT, stjórnaði brúðunni Mikjáli í Krítarhringnum í Kákasus, lék Alice í Komdu nær, Hermíu í Draumi á Jónsmessunótt, Kittý og Serjosha í Önnu Kareninu, Evu í Veislunni, Baktus í Karíusi og Baktusi, húsamúsina í Dýrunum í Hálsaskógi og ýmis hlutverk í Þetta er allt að koma. Hún lék titilhlutverkið í Edith Piaf, Sólveigu í Pétri Gaut, Þormóð ungan, Geirríði og Bessa í Gerplu og Jón Grindvíking í Íslandsklukkunni. Brynhildur skrifaði leikritið Frida…viva la vida fyrir Þjóðleikhúsið, og fór með hlutverk Fridu Kahlo í verkinu. Brynhildur samdi og lék einleikinn Brák sem frumsýndur var á Sögulofti Landnámsseturs Íslands. Brynhildur er einn af leikurum og handritshöfundum gamanþáttanna Stelpurnar á Stöð 2. Hún lék í kvikmyndinni Okkar eigin Osló. Brynhildur hlaut Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins og leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir Brák, sem og fyrir leik sinn í Edith Piaf og Pétri Gaut. Hún hlaut viðurkenningu úr minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir störf sín að leiklist árið 2008 og var handhafi Íslensku Bjartsýnisverðlaunanna 2008.

lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995, réð sig til Borgarleikhússins ári síðar og hefur verið fastráðin við húsið allar götur síðan. Meðal eftirminnilegra sýninga Halldóru hjá Borgarleikhúsinu eru Vetrarævintýri, Draumleikur, Dauðasyndirnar, Fólkið í blokkinni, Jesús litli, Dúfurnar og Elsku barn en fyrir öll þessi hlutverk hlaut hún tilnefningu til Grímunnar auk þess sem hún hlaut Grímuverðlaun ásamt meðhöfundum sínum fyrir Jesú litla sem leikrit ársins. Halldóra lék líka Fíflið í Lé konungi, Sigurlínu í Sölku Völku, í And Björk ofcaurse, Góðum Íslendingum og Zombíljóðunum. Hún hefur auk þess leikstýrt einu verki í Borgarleikhúsinu, sýningunni Jóni og Hólmfríði árið 2002 og leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Halldóra hefur líka komið fram sem trúbadorinn Smári í félagi við vin sinn Hannes sem leikinn er af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og sem trúðurinn Barbara sem hefur t.a.m. margsinnis kynnt Tónsprota og skólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Halldóra hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 1997 og hlaut Menningarverðlaun DV árið 2010 fyrir sýninguna Jesús Litli.

21

Sýningar Halldóru á leikárinu: Gullregn, Jesús litli og Ormstunga

Gullregn


Halldór Gylfason

Hanna María Karlsdóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann réði sig til Borgarleikhússins árið 1998 og hefur verið þar allar götur síðan. Telja hlutverk hans í húsinu nú á fjórða tug. Meðal eftirminnilegra hlutverka Halldórs í Borgarleikhúsinu eru Grettir úr samnefndum söngleik, Þráinn í And Björk, of course..., Hänschen í Vorið vaknar, Ósvald í Lé konungi, Skolli í Gosa, Lucky í Beðið eftir Godot, Haddi í Fólkinu í blokkinni og hlutverk hans í Góðum Íslendingum, Ofviðrinu, Dúfunum, Strýhærða Pétri og Galdrakarlinum í Oz. Einnig lék Halldór norðurljós og dögg í norskum skógi í Búasögu. Halldór hefur sömuleiðis komið víða við í sjónvarpi, hann hefur leikið í áramótaskaupum og er einn leikara og handritshöfunda Sigtisins sem sýnt var á Skjá einum. Halldór er líka tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglunum.

lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978. Hanna María hefur verið fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur í 33 ár og sat í stjórn félagsins 20012003. Hún hefur leikið yfir 70 hlutverk á ferlinum m.a. í Jóa, Djöflaeyjunni, Þrúgum reiðinnar, Dómínó, Mávahlátri, Öndvegiskonum, Söngleiknum Ást, Fjölskyldunni, Faust og Ofviðrinu. Hún dansaði einnig hlutverk Nönu í Through Nana‘s eyes, með Íslenska dansflokknum. Auk þess hefur hún talað inn á fjöldann allan af teiknimyndum. Hanna María leikstýrði einleiknum Sigrúnu Ástrós. Hjá LA lék hún í Stálblómum og Tobacco Road. Af fjölda kvikmynda má nefna Gullsand, Einkalíf, Agnesi, Börn, Sveitabrúðkaup, Kóngaveg og 101 Reykjavík en Hanna María var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd og einnig fyrir hlutverk sitt í Sveitabrúðkaupi. Hanna María hlaut Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2005 fyrir hlutverk sitt í Héra Hérasyni og tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Degi vonar.

Sýningar Halldórs á leikárinu: Gullregn, Mýs og menn og Mary Poppins

Sýningar Hönnu Maríu á leikárinu: Gullregn og Mary Poppins

Borgarleikhúsið 2012–2013

22


23

Gullregn


Borgarleikhúsið 2012–2013

24


25

Gullregn


Ragnar Bragason

er fæddur árið 1971. Hans þekktustu verk eru Vaktaseríurnar svokölluðu og kvikmyndin Bjarnfreðarson sem eru meðal vinsælustu verkum íslenskrar kvikmyndasögu og verið sýnd víða um heim. Fíaskó fyrsta kvikmynd Ragnars í fullri lengd hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kairó árið 2000. Kvikmyndin Börn hlaut Gyllta Svaninn fyrir Bestu Mynd á Copenhagen International Film Festival og Ragnar var valinn leikstjóri ársins á Transilvania International Film Festival í Rúmeníu. Börn var einnig valin ein af 10 bestu evrópsku kvikmyndunum 2006 af Europeanfilms.net og tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Verk Ragnars hafa hlotið 55 tilnefningar til Edduverðlauna á síðustu 12 árum og tekið þátt á mörgum virtustu kvikmyndahátíðum heims þ.á.m Sundance, Toronto, Rotterdam, San Sebastian, Pusan, Karlovy Vary, Edinborg og Gautaborg.

Hálfdan Pedersen

lauk námi með BA gráðu við Columbia College Hollywood árið 1998 og starfaði við kvikmyndagerð í Los Angeles í 10 ár, þar til hann flutti heim til Íslands árið 2004. Hálfdan hefur hannað leikmyndir fyrir tugi auglýsinga og tónlistarmyndbanda auk fjölda kvikmynda og má þar m.a. nefna The Last Winter í leikstjórn Larry Fessenden, Órói í leikstjórn Baldvins Z, Á annan veg í leikstjórn Hafsteins Sigurðssonar, Litle Cosmonaut í leikstjórn Ara Alexanders Ergis Magnússonar og Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal. Hálfdan hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til Edduverðlauna en árið 2011 hlaut hann Edduverðlaun fyrir kvikmyndina The Good Heart í leikstjórn Dags Kára Péturssonar. Hálfdan hefur að undanförnu snúið sér að innanhúshönnun og ber þar helst að nefna Kex Hostel, Verslanirnar Geysir & Snaps Bistro. Gullregn er hans fyrsta leikmynd í leikhúsi.

Helga Rós V. Hannam

útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2003. Helga hefur m.a. gert búninga í kvikmyndunum Villiljós, Astrópíu, Reykjavík/Rotterdam, The Good Heart, Bjarnfreðarson, Gauragang, Eldfjall auk ýmissa stuttmynda. Einnig við sjónvarpsmyndirnar, Pressan, Heimsendir, Fangavaktina, Dagvaktina, Næturvaktina, Stelpurnar og fleiri. Leikhúsverkefni hennar hafa verið Kalli á þakinu og Grease sem bæði voru sýnd í Borgarleikhúsinu og einnig Fame og Með allt á hreinu.

Björn Bergsteinn Guðmundsson

hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa. Hjá LA lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur og Kirsuberjagarðurinn. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína. Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu.

Mugison

hefur gefið út Lonely Mountain (2003), Mugimama - is this monkey music? (2004), Mugiboogie (2007) og Haglél (2011). Hann gerði tónlist fyrir bíómyndirnar Niceland (2003) í leikstjórn Friðrik Þórs, Little Trip (2005) og Mýrin (2006) í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hann gaf út Ítrekun/Reminder (2009) sem var tekinn upp lifandi (live) í Sundlauginni. Mugison hefur hlotið nokkrar viðurkenningar á Íslensku Tónlistarverðlaununum. Gullregn er fyrsta leikhúsverkið sem hann vinnur að.

Borgarleikhúsið 2012–2013

26


Thorbjørn Knudsen

er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann hefur unnið með fjölda danskra tónlistarmanna, í hljóðveri og á tónleikum. Meðal þeirra má nefna Mads Vinding, Carsten Dahl, DR Big Band og Caroline Henderson. Thorbjørn hannaði hljóðmynd fyrir Faust, Gauragang, Enron, Strýhærða Pétur og Galdrakarlinn í Oz á Stóra sviði Borgarleikhússins og hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Faust. Hann hefur einnig unnið sem hljóðmaður við hin ýmsu hljóðver í Danmörku, var meðal annars fastur starfsmaður hjá Full Moon hljóðverinu í Kaupmannahöfn og hljóðmaður í Copenhagen Jazzhouse. Á Íslandi hefur Thorbjørn unnið fyrir hina ýmsu listamenn, bæði hjá Exton og sömuleiðis á eigin vegum en hann rekur sjálfur lítið hljóðver.

Árdís Bjarnþórsdóttir

nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Los Angeles á árunum 1988-1990. Hún nam einnig hárkollugerð hjá Margréti Matthíasdóttur. Árdís Hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu árið1991 og tók þar við stöðu forstöðumanns hákollu-og förðunardeildar árið 2003. Hún sinnti því starfi fram til ársins 2011 en tók þá við stöðu deildarstjóra leikgervadeildar Borgarleikhússins. Árdís hefur sinnt fjölda leikhúsförðunarverkefna hjá Þjóðleikhúsinu og má þar nefna Utangátta, Frida viva la vida, Oliver Twist, Hart í bak auk fjölda annarra sýninga í gegnum árin. Árdís hannaði leikgervi fyrir Galdrakarlinn í Oz og Kirsuberjagarðinn á Stóra sviði Borgarleikhússins. Auk starfa í leikhúsinu hefur Árdís sinnt ýmiss konar kvikmynda- og auglýsingaverkefnum.

Christopher Astridge

er fæddur í London en ólst upp í Wendover í Buckinghamshire norðvestur af London. Á meðan á skólagöngu stóð stundaði Astridge nám í víóluleik auk klassísks söngnáms. Hann vann hjá Breska ríkisútvarpinu, BBC, ásamt því að stunda nám í bókmenntum tuttugustu aldar við University of London. Hann flutti til Íslands árið 1991 til að leggja stund á Íslensku og vann við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn. Einnig vann hann sem blaðamaður og þýðandi hjá Iceland Review. Árið 1998 hóf hann störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sviðsmaður en varð sýningarstjóri og umsjónarmaður Nýja sviðsins við opnun þess árið 2001. Hann hefur séð um allar sýningar sviðsins síðast liðin tíu ár.

27

Gullregn


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Stjórn Borgarleikhússins

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir

Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru Edda Þórarinsdóttir og Finnur Oddsson.

Borgarleikhúsið 2012–2013

28


Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Álfrún Helga Örnólfsdóttir Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson

Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Gunnar Sigurbjörnsson, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Margrét Benediktsdóttir, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Nína Bergsdóttir Lárus Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiður Karl Jóhann Baldursson, smiður

Listrænir stjórnendur Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður

Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir

Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið

Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir

Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður

Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Garðar Borgþórsson, ljósamaður

Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

29

Gullregn


Rautt

Rothko og hinn eilífi ótti listamannsins Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar

„Það er harmleikur fólginn í hverri pensilstroku“ sagði Mark Rothko um eigin verk. Hann var einn mikilvægasti málari 20. aldarinnar og tók að sér eitt stærsta verkefni listarsögunnar fyrir áður óþekkta upphæð. Þrátt fyrir þennan heiður sækja að honum efasemdir og innri átök brjótast fram í samskiptum hans við unga aðstoðarmanninn, Ken. Átökin eru ekki aðeins milli meistara og lærlings heldur fulltrúa nýrra tíma og hins helga konungs myndlistarinnar. Ólík viðhorf til lífsins takast á og um leið afhjúpast ævi aðstoðarmannsins; sorglegir atburðir fortíðar knýja dyra og átökin hafa óvæntar afleiðingar. Þótt báðir komi sárir úr því einvígi hafa þeir engu að síður unnið sigur, hvor á sinn hátt. Rautt hefur sópað til sín verðlaunum víða um heim á síðustu árum. Meðal annars hlaut það hin virtu Tony verðlaun árið 2010 og gagnrýnendur hafa ekki haldið vatni yfir verkinu. Rautt er gríðarlega vel skrifað leikrit með sterkum persónum, sígildum spurningum um lífið og óvæntum afhjúpunum. John Logan (f. 1961) hefur skrifað fjölmörg leikrit og kvikmyndahandrit og víða fengið fyrir þau verðlaun og viðurkenningar. Hann skrifaði m.a. handrit að kvikmyndunum The Aviator, Gladiator og Hugo sem allar hlutu tilnefningar til Óskarsverðlauna.

Borgarleikhúsið 2012–2013

30

Höfundur: John Logan Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðmynd: Thorbjørn Knudsen Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnarsdóttir Málverk: Victor Cilia Leikarar: Jóhann Sigurðarson Hilmar Guðjónsson


Mýs og menn

Meistaraverk bandarískra bókmennta Saga um gildi manneskjunnar, drauma hennar og þrár

George og Lennie eru farandverkamenn sem flakka saman á milli vinnustaða. Annar er risavaxinn og barnslegur, hinn smávaxinn en lífsreyndur. Þeir vinna til að lifa af og þrauka en deila saman fjarlægum draumi um betra líf. Það er draumurinn um eigin jörð þar sem Lennie fær að halda kanínur í friði og ró og George getur ræktað jörðina. Þeir hefja vinnu á nýjum stað og skyndilega er draumurinn innan seilingar. En suma drauma þarf að gjalda dýru verði.

Höfundur: John Steinbeck Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Þýðing: Ólafur Jóhann Sigurðarson Aðstoðarleikstjórn: Jón Atli Jónasson Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Davíð Þór Jónsson Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson Hilmar Guðjónsson Álfrún Örnólfsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Theodór Júlíusson Þröstur Leó Gunnarsson Valur Freyr Einarsson Sigurður Þór Óskarsson og fleiri

Mýs og menn er eitt af helstu meistaraverkum bandarískra bókmennta og birtist hér í nýrri sviðssetningu. Þessi saga frá krepputímum þriðja áratugarins er löngu orðin sígild. Í henni byggir John Steinbeck á reynslu sinni sem farandverkamaður þar sem hann kynntist fólki sem varð innblásturinn að persónum verksins. Hann varpar fram spurningum um hvaða mat við leggjum á manneskjuna og hvert gildi hennar er þegar hún virðist ekki vera neinum til gagns. Steinbeck skrifaði sjálfur leikritið sem er tíður gestur á fjölum leikhúsa heimsins. Kvikmyndaútgáfa sögunnar var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna árið 1939 og ný útgáfa hennar keppti svo um Gullpálmann í Cannes árið 1992. Frumsýnt 29. desember 2012 á Nýja sviðinu

31

Gullregn


Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

Borgarleikhúsið 2012–2013

32


Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ

6.990

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

33

Gullregn


Borgarleikhúsið 2012–2013

34


35

Gullregn


Borgarleikhúsið 2012–2013

36

Gullregn  
Gullregn  

Leikskrá Gullregn

Advertisement