Page 1


Simon Stephens

Furðulegt háttalag hunds um nótt Byggir á samnefndri skáldsögu eftir Mark Haddon Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir

Borgarleikhúsið 2013 / 2014


Persónur og leikendur Christopher Boone. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorvaldur Davíð Kristjánsson Siobhan. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Brynhildur Guðjónsdóttir Ed . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bergur Þór Ingólfsson Judy. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nína Dögg Filippusdóttir Frú Alexander / Fín frú / Rödd sex . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhanna Vigdís Arnardóttir Frú Shears / Frú Gascoyne / Rödd eitt / Kona í lest / Kona á heiði / Búðarkona . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Maríanna Clara Luthersdóttir Roger Shears / Lögreglumaður á vakt / Rödd tvö / Hr Wise / Maður við afgreiðsluborð / Fyllibytta eitt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhann Sigurðarson Lögreglumaður eitt / Hr Thompson / Rödd þrjú / Fyllibytta tvö / Maður í sokkum / Maður í síma / Umferðarlögregla í London / Lögreglumaður í London. . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Þór Óskarsson Nr. 40 / Rödd fimm / Kona á götu / Upplýsingar / Pönkstelpa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Álfrún Helga Örnólfsdóttir Séra Peters / Rhodri / Terry frændi / Rödd fjögur / Lögreglumaður á stöð / Stöðvarvörður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Arnar Dan Kristjánsson Roði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tommi

Leikstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hilmar Jónsson Leikmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Finnur Arnar Arnarson Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórunn María Jónsdóttir Lýsing og vídeó . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Bergsteinn Guðmundsson / Petr Hloušek Sviðshreyfingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lee Proud Tónlist. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ásgeir Trausti / Frank Hall Hljóðmynd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Frank Hall / Thorbjørn Knudsen Leikgervi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Benediktsdóttir Sýningarstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Pála Kristjánsdóttir

Borgarleikhúsið 2013–2014

4


Ljósastjórn Gísli Bergur Sigurðsson Sindri Þór Hannesson

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Garðar Borgþórsson Dusan Loki Markovic

Hljóðstjórn Thorbjørn Knudsen

Leiksvið Kjartan Þórisson Friðþjófur Sigurðsson Richard H. Sævarsson Þorbjörn Þorgeirsson Haraldur Unnar Guðmundsson Bergur Ólafsson Sigurjón Reynisson Magnús Hrafn Hafliðason

Eltiljós Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir Stefán Magnússon Kristín Þórarinsdóttir Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Ingunn Lára Brynjólfsdóttir

Þakkir Háskólinn í Reykjavík, Vél- og orkutæknifræði Joseph Foley Atli Steinn Friðbjörnsson Ásmundur Jónsson Benedikt Rafnsson Bjartmar Egill Harðarson Bragi Sigurkarlsson Eggert Þeyr Sveinsson Einar Rafn Viðarsson Haraldur Orri Björnsson Hermann Valdimar Jónsson Jakob Valgarð Óðinsson Jón Hallvarður Júlíusson Kristinn Magnússon Úlfar Karl Arnórsson Valgeir Hilmarsson, Marel Sigurður Halldór Aðalsteinsson, Marel Árni Einarsson, Össur Árni Sigurðsson, Marel

Dresser Klara Sigurðardóttir Leikgervi Árdís Bjarnþórsdóttir Margrét Benediktsdóttir Elín Gísladóttir Guðbjörg Ívarsdóttir Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Zedrus Ingvar Einarsson Karl Jóhann Baldursson Guðmundur Hreiðarsson Victor Cilia Leikmunir Móeiður Helgadóttir Nína Rún Bergsdóttir Lárus Blöndal Guðjónsson Ísold Ingvadóttir Móa Hjartardóttir Stella Sigurgeirsdóttir

Lagið frá mér til þín Lag og texti: Ásgeir Trausti Einarsson og Einar Georg Einarsson Söngur, gítar, hljómborð og píanó: Ásgeir Trausti Einarsson Forritun: Guðmundur Kristinn jónsson Trommur: Nils Törnqvist Básúna: Samúel Jón Samúelsson Trompet: Kjartan Hákonarson Saxófónn: Óskar Guðjónsson

Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Thorbjørn Knudsen Baldvin Þór Magnússon

Tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði, febrúar 2014. Upptökustjórn var í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar.

Leikskrá:

Furðulegt háttalag hunds um nótt er 575. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Frumsýning 8. mars 2014 á Stóra sviði Borgarleikhússins Furðulegt háttalag hunds um nótt ( The Curious Incident of the Dog in the Night) var frumsýnt í National Theatre London / Cottesloe, 2. ágúst 2012. Sýningartími er u.þ.b. tvær og hálf klukkustund. Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun: Grímur Bjarnason Útlit: Fíton Umbrot: Jorri Prentun: Oddi

5

Furðulegt háttalag hunds um nótt


Simon Stephens Simon Stephens (1971) er fæddur í Manschester og lagði stund á nám í sagnfræði í York-háskóla. Hann vann á börum sem þjónn og DJ áður en hann hóf að kenna sögu og leiklist í Eastbrook- skólanum í Dagenham. Hann var bassaleikari pönkhljómsveitarinnar The Country Teasers á árunum 1993 – 2005. Leikrit hans eru laus í formi og fjalla gjarnan um samfélagslega einangrun, valdbeitinguna og árásargirndina sem af henni fæðist, um brotnar fjölskyldur, - já og áhrif Írakstríðsins á breskt samfélag. Aðal persónur leikrita hans eru nær undantekningalaust fórnarlömb stéttaskiptingarinnar bresku og þær berjast við samskiptaörðugleika og þjást af afleiðingum aðstæðna þeirra sem gerir þær oft að samfélagslegum skrímslum. Nú um stundir er hann eitt mest leikna leikskáld Evrópu. Meðal leikrita hans má nefna Blubeard (1998), Motortown (2006), Pornographie (2007), Harper Regan (2007), Punk Rock (2009), Wastwater (2011), Three Kingdoms (2012), Morning (2012) London (2012) og nú síðast Birdland sem sýnt er í Royal Court-leikhúsinu í London og Blindsided sem sýnt er í Royal Exchange leikhúsinu í Manchester. Loks verður leikrit hans Carmen Disruption frumsýnt þann 15. mars n.k. í Deutsches Schauspielhaus í Hamborg. Hann hefur fengið fjölda verðlauna fyrir verk sín, Olivier-verðlaunin 2013 fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt og einnig árið 2005 fyrir On the Shore of The Wide World. Hann hlaut Tron leikhúsverðlaunin fyrir leikritið Pornographie 2008 og Evening Standard verðlaunin og TMA verðlaunin fyrir Punk Rock árið 2001. Simon Stephens býr í London ásamt konu sinni og þremur börnum.

Borgarleikhúsið 2013–2014

6


7

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Úr sögu í sviðsverk Skáldsaga Mark Haddons, The Curious Incident of the Dog in the Night-time, var gefin út í London árið 2003 og hlaut strax mikið lof breskra fjölmiðla og lesenda. Sagan fékk fjölda verðlauna, þar á meðal Whitbread-verðlaunin sem besta skáldsaga ársins. The Curious Incident ... varð eins konar „kultbók“. Árið 2004 kom hún út á Íslandi undir titlinum Furðulegt háttalag hunds um nótt, þýdd af Kristínu R. Torlacius. Næstu ár spurðist fjöldi leikhúsa fyrir um sýningarétt en fengu allt að því sjálfvirkt svar frá bókaforlaginu: Kvikmyndarétturinn hefði verið seldur til Hollywood og reyndar til herra Brad Pitt og sviðsréttindin væru sem sagt ekki föl. Nei, forlagið vissi ekki hvenær kvikmyndin sæi dagsins ljós. Því miður er það (ó)siður kvikmyndafyrirtækja að safna að sér efni til kvikmyndatöku og oft á tíðum er það ekki fyrr en árum síðar eða jafnvel aldrei sem kvikmynd verður til. Og þegar Hollywood hefur augastað á kvikmyndaefni verður lífið býsna erfitt fyrir leikhúsið hafi það sömu áform. En stundum verða undantekningar, einkum þegar höfundurinn fær af einhverjum ástæðum áhuga á leikhúsinu og hvað það hyggst gera úr persónum hans og skáldskap á leiksviðinu. Þannig var það varðandi Mark Haddon. Hann fékk áhuga á leikhúsinu. Sagan segir að það hafi verið sjálfur Haddon sem bað leikskáldið Simon Stephens að gera úr sögu sinni leikrit og reyndar ekki vegna þess að eitthvert leikhús hafði hvatt hann til þess heldur eingöngu til að friða eigin forvitni. Frá útgáfudegi bókarinnar var umboðsmaður hans upptekinn við að hafna tilboðum (þar á meðal tilboði frá fólki sem ætlaði að gera Broadway-söngleik úr efni sögunnar) vegna þess að höfundurinn var þeirrar skoðunar að efnið hæfði ekki leiksviði. En hann féll fyrir hugmyndinni að búa til leikrit einkum vegna þess hve mikill aðdáandi hann var á leikritum Simon Stephens sem virtist hálf feiminn þegar Haddon hvatti hann ákveðið: „Þér tekst svo fullkomlega að skapa sjálfstæðar persónur og samt sem áður heyri ég rödd þína í leikritunum þínum.“ Og þannig er það eingöngu höfundinum sjálfum að þakka að sagan um Christopher losnaði úr vöruskemmum kvikmyndaiðnaðarins og er um þessar mundir á leiksviðum margra leikhúsa um heim allan. Frumuppfærslan var í Breska Þjóðleikhúsinu í London árið 2012.

Borgarleikhúsið 2013–2014

8


9

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Borgarleikhúsið 2013–2014

10


11

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Það var 7 mínútum eftir miðnætti Fjölskyldur eru undarlegt fyrirbæri. Samtal við breska leikskáldið Simon Stephens um leiksviðsgerð hans á skáldsögu Mark Haddons, Furðulegt háttalag hunds um nótt.

Skáldsagan Furðulegt háttalag... varð gríðarlega vinsæl um allan heim. Um hvað er sagan? Hún segir frá Christopher John Francis Boone, fimmtán ára unglingi frá Swindon á Suður Englandi. Hann er nokkuð sérstæður í háttum og margir lesendur flokka hann sem einhverfan. Reyndar er það aldrei nefnt með skýrum hætti í sögunni. Hann er utangarðs. Hann sér heiminn í öðru ljósi en flestir. Honum líkar ekki við líkamlega snertingu og ekkert sem er brúnt eða gult og honum líkar ekki heldur að tala við ókunnuga. Kvöld eitt finnur hann hund nágrannakonu sinnar dauðan í garði hennar. Einhver hafði stungið hann á hol með stungugaffli. Nágrannakonan reiknar með að það hafi verið Christopher sem hafi drepið hundinn og lögregluþjónn ætlar að taka hann fastan. Hann tekur í Christopher. Einmitt það sem hann þolir ekki og hann rífur sig lausan og ræðst á lögregluþjóninn. Hann er svo handtekinn fyrir óhlýðni gagnvart yfirvaldinu. Og eftir að honum er sleppt um nóttina gegn tryggingu ákveður hann að komast að því hver það var sem drap hundinn. Þannig hefst ævintýrið sem endar á því að hann kemst að sannleikanum um foreldra sína, hjónaband þeirra og dauða móður sinnar. Leyndarmálin ljóstra upp um líf fjölskyldunnar.

Manstu eftir því þegar þú last bókina fyrst? Ég las hana í fyrsta sinn er ég var í „rannsóknarvinnu“ við að semja leikrit mitt Motortown. Lee, persóna í leikritinu, er einhverfur og ég hafði heyrt að þessi bók, Furðulegt háttalag... fjallaði einnig á einhvern hátt um einhverfu. Ég heillaðist strax af bókinni, - af Christopher og hugmyndaflugi hans, stærðfræðiheila hans, vongleði og einbeitni.

Hvernig unnuð þið saman, leikskáldið og skáldsagnahöfundurinn? Hann var algerlega dæmalaus vinnufélagi og svaraði samstundis öllum spurningum skýrt og skorinort og gaf mér frjálsar hendur við vinnuna. Hann sagði að bókin stæði honum alltof nærri til að geta haft eitthvað til málanna að leggja eða hjálpað mér við verkefnið. Hann treysti mér. Og þetta traust hins virta rithöfundar hvatti mig áfram. Stundum er leikhúsunum álasað fyrir að taka efni sem upphaflega er ekki ætlað leiksviði, skáldsögur eða kvikmyndir og gera úr því leiksviðsverk. Það er ekki svo algengt í heimalandi mínu, Bretlandi, að vinna upp úr skáldsögum eða kvikmyndum þótt það tíðkist víða annars staðar. Hér er litið svo hátt upp til leikskáldsins sem listamanns að um hann snýst heill iðnaður sem fæst við að setja upp ný leikrit. Það er satt að segja afar sjaldgæft að efni sé aðlagað leiksviði hér í Bretlandi. Það var einmitt það sem ögraði mér og olli því að ég tók verkefnið að mér. Ég hafði aldrei gert svona áður.

Þetta er heillandi bók og það sem gerir hana svona framúrskarandi heillandi er að allar persónur hennar hafa að einhverju leyti rétt fyrir sér. Þær fara óvenjulegar leiðir en samt sem áður er hægt að fylgja þeim alla leið. Hver þeirra stóð þér næst? Christopher er svo óvenjulegur að það var afar auðvelt að þykja vænt um hann. En fólkið sem umgengst hann hefur einnig sinn sjarma og höfðaði æ meir til mín. En vegna þess að Christopher tengdist í raun og veru afar lítið öðru fólki í skáldsögu Mark Haddons þá fáum við fremur lítið að kynnast því við lesturinn. Ég varð að gera þær heilsteyptari fyrir sviðsgerðina. Ég lagði mig töluvert fram um að gera fólkið að leiksviðspersónum, miklu meiri persónum en Christopher var í stakk búinn til að lýsa. Mér þótti mjög vænt um Siobahn og Judy en sá þann sem ég dáði mest var Ed, faðir Christophers. Sennilega vegna þess að ég er sjálfur faðir. En einmitt þarna liggja einkenni sögunnar. Þetta er ekki saga um einhverfu, ekki einu sinni um að vera veikur vegna þess að einhverfa er alls ekki sjúkdómur. Hún fjallar um fjölskylduna og um það hve erfitt og flókið það getur verið að eiga fjölskyldu. Sagan fjallar um það hvernig maður reynir, þrátt fyrir allar hindranir og erfiðleika að vera góð manneskja, - og margir eiga einmitt í erfiðleikum með það.

Borgarleikhúsið 2013–2014

12


13

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Heimurinn frá nýju sjónarhorni Hann er geimfari og svífur um uppi í geimnum þar sem allt er eins og það á að vera. Enda fullkomlega hæfur og vel undirbúinn í það hlutverk. Góður í stærðfræði. Með tæki og tól með sér til að hafa samband við fólkið á jörðunni. Allt er fyrirsjáanlegt. Það þarf hugrekki til að vera geimfari og hann tekst glaður á við hlutverk sitt. Hann er í mikilvægri för og er vandvirkur. Hugar að hverju smáatriði. Hann er spenntur og glaður og fullur sjálfstrausts því hann veit að hann getur þetta svo vel. Þetta kann hann. Hann er geimfari. Hugarheimur einhverfra er ólíkur því sem gengur og gerist. Þeir skilja ekki alltaf félagsleg samskipti og þess vegna haga þeir sér oft öðruvísi en aðrir. Þetta er ekki vegna þess að þeir eru tillitslausir eða skilningslausir heldur einfaldlega vegna þess að þeir skynja umhverfið á öðruvísi hátt en flest annað fólk. Í sögunni Furðulegt háttalag hunds um nótt fáum við tækifæri til að skynja heiminn út frá sjónarhóli þess einhverfa. Fyrir vikið lærum við að meta og skilja hvernig það er að upplifa heiminn á þennan óhefðbundna hátt. Þetta er eitt af því sem gerir þessa sögu svo ógurlega dýrmæta og mikilvæga. Þegar við lifum okkur inn í söguna hættum við að standa fyrir utan þann einhverfa og við hættum jafnframt að sjá hann sem fatlaðan einstakling. Þess í stað förum við inn í hugarheim hans og sjáum heiminn með hans augum. Venjulegt landslag er ekki lengur bara gras, girðing og himinn heldur verður það allskonar annað líka. Við skynjum allt í einu hversu margir ólíkir litir eru á húsþökunum og hvað búfénaðurinn er ólíkur að stærð og gerð, hversu gróðurinn er margbrotinn og hvað lyktin af öllu er mismunandi og miklir núansar þar að finna. Andlit eru merkingarlaus og tóm. Augnaráð eru óskiljanleg. En ekkert smáatriði gleymist og hver einasti atburður grafinn í minnið þannig að þegar minning er kölluð fram er eins og atburðurinn sé að eiga sér stað á ný. Snerting er óþægileg. Óreiða er óhugsandi og skelfileg. Með augum þess einhverfa getur heimurinn stundum virkað ógnvænlegur. Og þegar óvæntir hlutir koma upp getur hann brugðist illa við. Fyrir vikið getur heimurinn stundum verið ansi harður og óvæginn við þann einhverfa. Þegar sá einhverfi tekst á við daglegt líf, hluti sem flestir telja léttvæga en geta reynst hinum einhverfa afar erfiðir, velur hann stundum að hverfa inn í sinn eigin heim. Jafnvel út í geim þar sem allt er fyrirsjáanlegt. Þar sem hann ræður við aðstæður og hefur fullkomna yfirsýn. Það er magnað að verða vitni að því hugrekki sem sá einhverfi sýnir þegar hann glímir við hið óvænta og þegar hann tekst á við hluti sem fyrir honum eru torskildir. Í þessari sögu er dularfullt mál rannsakað af hugrakka unglingnum Christopher sem lætur einhverfuna ekki stöðva sig. Hann rekur sig á hindranir sem fyrir honum eru nær óyfirstíganlegar en heldur ótrauður áfram. Christopher er staðráðinn í að leysa ráðgátuna og sýnir útsjónarsemi og þor sem við öll getum lært mikið af. Hann berst áfram í heimi sem tekur honum aldeilis ekki alltaf eins og hann er og gefur allt sem hann á til þess að komast á leiðarenda. Enda geimfari. Við erum lánsöm því við fáum tækifæri til að fara í þennan leiðangur með Christopher. Við fáum að upplifa hversu áhugaverður, litríkur og sniðugur heimurinn getur verið þegar við skoðum hann frá glænýju sjónarhorni, sjónarhorni geimfarans.  Lára Björg Björnsdóttir, rithöfundur

Borgarleikhúsið 2013–2014

14


15

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Borgarleikhúsið 2013–2014

16


17

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Borgarleikhúsið 2013–2014

18


19

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Borgarleikhúsið 2013–2014

20


21

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Borgarleikhúsið 2013–2014

22


23

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Þorvaldur Davíð Brynhildur Kristjánsson Guðjónsdóttir útskrifaðist frá Juilliard listaháskólanum í New York með B.F.A. gráðu í leiklist árið 2011. Fyrir námið hafið Þorvaldur leikið fjölmörg hlutverk á sviði meðal annars í Borgarleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Í Þjóðleikhúsinu lék Þorvaldur Tomma litla í Kardemommubænum ásamt hlutverki í jólasýningu Þjóðleikhúsins Öxin og jörðin. Önnur hlutverk í leikhúsum: Arnaldur yngri í Sölku Völku, Bugsy Malone í samnefndu verki, Chris í Killer Joe, Tommi í Wake Me Up Before you go go og Claude Hooper Buckowski í Hárinu. Einnig tók Þorvaldur þátt í uppsetningu Vesturports á Títus Andrónikus. Hann hefur einnig tekið þátt í stofnun og rekstri á tveimur leikfélögum: Gunnars Group og Leikfélagsins Þrándur sem stóð að fyrstu uppsetningunni á Íslandi á verkinu Fullkomið brúðkaup í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. En Þorvaldur starfaði sem framkvæmdastjóri leikfélagsins. Þorvaldur hefur einnig talsett fjölda teiknimynda m.a. Lion King, Brother Bear, Toy Story, Gosi og fleiri. Hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Svartur leik og leikur í tveimur væntanlegum myndum: Vonarstræti og Dracula Untold sem framleidd er af Universal Studios. Sýningar Þorvalds á leikárinu: Furðulegt háttalag hunds um nótt

lauk námi í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama vorið 1998 og lék í kjölfarið sitt fyrsta hlutverk á atvinnusviði við Royal National Theatre í London. Brynhildur var fastráðin við Þjóðleikhúsið á árunum 1999 til 2011 en starfar nú við Borgarleikhúsið. Hlutverk hennar á leiksviði nálgast þriðja tuginn og hefur hún fimm sinnum hlotið Grímuverðlaunin: 2004 fyrir titilhlutverkið í Edith Piaf, 2006 fyrir Sólveigu í Pétri Gaut, 2008 fyrir BRÁK og 2013 fyrir hlutverk hinnar pólsku Danielu í Gullregni Ragnars Bragasonar. Brynhildur hreppti að auki Grímuverðlaunin 2008 sem Leikskáld ársins fyrir BRÁK sem samið var sérstaklega fyrir Söguloft Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. BRÁK hefur verið sýnd hátt í 200 sinnum, bæði í Landnámssetri og í Þjóðleikhúsinu. Brynhildur skrifaði leikritið Frida… viva la vida fyrir Þjóðleikhúsið, og fór með hlutverk Fridu Kahlo í verkinu. Hún er einn af handritshöfundum og leikurum gamanþáttanna Stelpurnar á Stöð 2. Hún hefur leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og útvarpsleikritum auk þess sem hún hefur leikstýrt og fengist við þýðingar. Brynhildur hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2008 og er hún handhafi Íslensku Bjartsýnisverðlaunanna 2008. Veturinn 2011-2012 var Brynhildur rannsóknarnemandi við Yale School of Drama í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á leikritun. Hlaut hún af því tilefni námsstyrk frá Stofnun Leifs Eiríkssonar og úr Minningarsjóði Thor Thors. Sýningar Brynhildar á leikárinu: Jeppi á Fjalli og Furðulegt háttalag hunds um nótt.

Borgarleikhúsið 2013–2014

24


Bergur Þór Ingólfsson

Nína Dögg Filippusdóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands árið 1995 og hefur síðan þá verið afkastamikill í íslensku leikhúsi. Hlutverk sem hann hefur leikið á sviðum stóru leikhúsanna eru yfir 40 að tölu, flest í Borgarleikhúsinu þar sem hann hefur verið fastráðinn frá aldamótum. Hann hefur verið í fararbroddi við útbreiðslu „hins nýja trúðleiks“ sem sjá mátti dæmi um í sýningum Borgarleikhússins Dauðasyndunum og Jesú litla. Sem leikstjóri og stofnandi GRAL-hópsins hefur hann sett upp fjögur ný íslensk verk skrifuð af honum og fleirum. Bergur hefur hlotið tíu tilnefningar til Grímuverðlauna í sex ólíkum flokkum. Meðal hlutverka sem hann hefur leikið eru Hitler í Mein Kampf, Andy Fastow í Enron og Heródes í Jesus Christ Superstar. Af leiksýningum sem Bergur hefur leikstýrt upp á síðkastið má nefna Galdrakarlinn í Oz, Horn á höfði, Eiðurinn og eitthvað og Mary Poppins.

útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Síðan hefur hún starfað við leikhús og kvikmyndir hérlendis sem og erlendis. Hún er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlía, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúninni og Faust. Meðal annarra hlutverka Nínu eru Karen í Englabörnum í Hafnafjarðaleikhúsinu, Stjarna í Rambó 7 og Katrín í Átta konum í Þjóðleikhúsinu. Nína er fastráðin við Borgarleikhúsið og meðal sýninga þar eru Kryddlegin hjörtu, Púntilla og Matti, Fjölskyldan, Dúfurnar og Elsku barn. Nína lék einnig Önnu í Don Jon í uppsetningu breska leikhópsins Kneehigh og ferðaðist með þá sýningu um Bretland. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljós, Hafið, Börn og Foreldrar, Sveitabrúðkaup og Kóngavegur og sjónvarpsþáttunum Stelpurnar. Nína Dögg var valin Shooting Star 2003, hún hefur verið tilnefnd til Grímuverðlauna og Edduverðlauna og hlotið verðlaun sem besta leikkona. Hún hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005.

Sýningar Bergs á leikárinu: Jeppi á Fjalli, Furðulegt háttalag hunds um nótt. Auk leikstjórnar á Mary Poppins og Hamlet litla

Sýningar Nínu Daggar á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba og Furðulegt háttalag hunds um nótt

25

Furðulegt háttalag hunds um nótt


Jóhanna Vigdís Maríanna Clara Arnardóttir Lúthersdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999. Auk leikaramenntunar hefur hún lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Jóhanna Vigdís hefur starfað hjá Borgarleikhúsinu frá 1998. Hún hefur farið með fjölda hlutverka og haldið tónleika í Borgarleikhúsinu auk þess sem hún hefur sungið inn á hljómplötur. Af eftirminnilegri hlutverkum Jóhönnu Vigdísar má nefna hlutverk hennar í Píkusögum, Kysstu mig Kata, Lé Konungi, Kryddlegnum hjörtum, Boðorðunum 9, Fjölskyldunni, Enron, Ofviðrinu og Galdrakarlinum í Oz. Jóhanna Vigdís hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2000. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpi m.a. Rétti, Allir litir hafsins eru kaldir og Áramótaskaupum Sjónvarpsins. Sýningar Jóhönnu Vigdísar á leikárinu: Mary Poppins og Furðulegt háttalag hunds um nótt

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2003 og lauk MA prófi í bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún hefur lengst af starfað með sjálfstæðu leikhúsunum. Af leikhúsverkefnum má nefna Fullkomið brúðkaup hjá Leikfélagi Akureyrar, Killer Joe á vegum Skámána í Borgarleikhúsinu, Gunnlaðar sögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Dubbel Dusch í samstarfi Vesturports og Leikfélags Akureyrar, Fólkið í blokkinni í Borgarleikhúsinu, Við borgum ekki, við borgum ekki hjá Leikfélagi Akureyrar og Borgarleikhúsinu, Súldarsker í uppsetningu Soðins sviðs í Tjarnarbíói, Jónsmessunótt, Karma fyrir fugla og Kvennafræðarann í Þjóðleikhúsinu og Hættuför í Huliðsdal í samstarfi Soðins sviðs, Þjóðleikhússins og LA. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru kvikmyndin Þetta reddast í leikstjórn Barkar Gunnarssonar og eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Marteini sem sýndir voru á RÚV. Maríanna var tilnefnd til Eddunnar fyrir Þetta reddast og til Grímunnar fyrir leik sinn í Fullkomnu brúðkaupi, Killer Joe og Jónsmessunótt. Sýningar Maríönnu á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba og Furðulegt háttalag hunds um nótt

Borgarleikhúsið 2013–2014

26


Jóhann Sigurðarson

Sigurður Þór Óskarsson

lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og var fyrst um sinn fastráðinn hjá LR þar sem hann lék mörg burðarhlutverk, til að mynda titilhlutverkið í Jóa, Arnald í Sölku Völku, Leslie í Gísl og Kjartan í Guðrúnu og nýverið í söngleiknum Gretti og í Gosa. Jóhann lék svo í Þjóðleikhúsinu í fjölda ára, m.a. í Aurasálinni, Hafinu, Trígorín í Mávinum, titilhlutverkið í Don Juan, í Þreki og tárum, Grandavegi 7, Abel Snorko býr einn, Krítarhringnum, Veginum brennur, Ivanov og Öllum sonum mínum. Jóhann er nú fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu hefur m.a. leikið í Milljarðamærin snýr aftur, Fólkinu í blokkinni, Gauragangi, Ofviðrinu og Fólkinu í kjallaranum. Einnig má nefna aðalhlutverk í nokkrum söngleikjum; Vesalingunum, Söngvaseiði, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu auk hlutverka í Íslensku óperunni; Valdi örlaganna og Rakaranum í Sevilla. Meðal kvikmynda sem Jóhann hefur leikið í eru Óðal feðranna, Eins og skepnan deyr, Húsið, Tár úr steini, 101 Reykjavík, Brúðguminn og Heiðin. Jóhann var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Svartri mjólk, söngleiknum Gretti, Öllum sonum mínum, Fólkinu í kjallaranum, Fanny og Alexander og Rautt. Jóhann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist árið 2013

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands með BFA gráðu árið 2012. Að lokinni útskrift réði hann sig til Borgarleikhússins og er nú fastráðinn leikari þar. Sigurður lék í Grease 2009 í Loftkastalanum, barnaleikritinu Jólaævintýri 2010, í Gosa í Borgarleikhúsinu árið 2007 og fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz árið 2012. Sigurður lék í Gulleyjunni á Litla sviðinu haustið 2012, í Bastörðum, Mýs og menn, Mary Poppins, Núna og Hamlet. Sigurður hefur talsett fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Sýningar Sigurðar á leikárinu: Mary Poppins, Mýs og menn, Hamlet, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Litli Hamlet

Sýningar Jóhanns á leikárinu: Rautt, Mary Poppins, Hamlet og Furðulegt háttalag hunds um nótt

27

Furðulegt háttalag hunds um nótt


Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Arnar Dan Kristjánsson

útskrifaðist frá Webber Douglas leiklistarskólanum í London vorið 2003 og hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í kvikmyndum, meðal annars hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og leikhópum. Í Þjóðleikhúsinu lék Álfrún í Bakkynjum, Oliver og Lé konungi. Hún lék í Gretti og Segðu mér allt í Borgarleikhúsinu og Litlu hryllingsbúðinni, Fullkomnu brúðkaupi og Maríubjöllunni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún lék í Úlfhamssögu, Abbababb, Grease, Eldað með Elvis og Fame með sjálfstæðum leikhópum. Meðal þeirra kvikmynda sem hún hefur leikið í má nefna Dís, Villiljós, Svo á jörðu sem á himni og sjónvarpsþáttunum Sigtið. Álfrún er einn af meðlimum og stofnendum leikhópsins Ég og vinir mínir sem vöktu mikla athygli með dansleikhúsverkunum Húmanímal og Verði þér að góðu. Álfrún lék einnig í einleiknum Kameljón sem hún samdi ásamt Friðgeiri Einarssyni og Margréti Örnólfsdóttur. Álfrún er nú fastráðin við Borgarleikhúsið.

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Áður en leiklistarnám hófst stundaði hann tónlistarnám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og sálfræðinám við Háskóla Íslands. Arnar var höfundur, leikari og aðstoðarleikstjóri söngleiksins ,,Sorry að ég svaf hjá systur þinni “ sem settur var upp í Flensborgarskólanum. Arnar lék í Jeppa á Fjalli sem sýnt var á Nýja sviðinu haustið 2013 og nú síðast í Refnum sem sýnt var á Litla sviðinu.

Sýningar Álfrúnar á leikárinu: Mýs og menn, Mary Poppins og Furðulegt háttalag hunds um nótt

Borgarleikhúsið 2013–2014

28

Sýningar Arnars á leikárinu: Jeppi á Fjalli, Refurinn, Furðulegt háttalag hunds um nótt


29

Furรฐulegt hรกttalag hunds um nรณtt


Ég vil alveg breyti ngar en bar a verð g ef ég eimfar i ki k ae t ð or n ma b Ég ula g

Fólk ruglar mig í ríminu

fjóri bílar = r rauðir góður dagur

Borgarleikhúsið 2013–2014

30


Mér finnst gott að horfa á rigninguna

fjórir gulir bílar = svartur dagur

ir t es ir l , f lat t l al eru sé ir Ég aðr

Ég vil ba ra að nafnið m itt sé ég 31

Furðulegt háttalag hunds um nótt


Guðrún Vilmundardóttir

las leikhúsfræði við Parísarháskóla og í Centre des études théatreales í Louvain-la-nevue, Belgíu. Hún starfaði sem leiklistarráðunautur hjá Borgarleikhúsinu um árabil, en hefur verið útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts frá árinu 2006. Hún hefur þýtt skáldsögur úr frönsku og ensku, m.a. eftir Amélie Nothomb, Eric-Emmanuel Schmidt, Philippe Claudel, Jim Powell og Óskalistann eftir Grégoire Delacourt. Þá hefur hún þýtt leikrit fyrir Borgarleikhúsið: Jón og Hólmfríði eftir hinn franska Gabor Rassov, Rústað eftir Söruh Kane og rautt eftir John Logan. Guðrún hefur setið í dómnefndum hjá Festival International des Films d’Amour í Mons, Kvikmyndasjóði og Evrópusambandinu og stjórnarmaður í Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Hilmar Jónsson

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og starfaði næstu sjö ár sem leikari við Þjóðleikhúsið áður en hann stofnaði, ásamt fleirum, Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvöru og hóf þá um leið leikstjórnarferil sinn. Hermóður og Háðvör er einn öflugasta leikhópur landsins og hefur starfað í yfir sautján ár þar af fimmtán ár samfellt í Hafnarfirði en hefur nú flutt sig um set. Leikhópurinn setur sér sem megin markmið að sviðsetja ný íslensk samtímaleikrit. Hilmar hefur leikstýrt yfir fjörutíu leiksýningum m.a. í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og hefur einnig starfað sem leikstjóri í Svíþjóð og í Finnlandi. Meðal nýlegra verka þar eru Pelikaninn eftir August Strindberg í Östgötateatern í Norrköping og Vial eftir Henrik Stahl í Prófilteatern sem er einn stærsti sjálfstæði leikhópurinn í Svíþjóð. Hilmar hefur að auki leikið í fjölda kvikmynda á undanförnum árum.

Finnur Arnar Arnarson

útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991. Hann starfaði sem leikmunavörður og sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu eftir útskrift en fór fljótlega að hanna leikmyndir fyrir ýmis leikhús og hefur hann meðal annars hannað leikmyndir í Hafnarfjarðarleikhúsinu við leikritin Himnaríki eftir Árna Ibsen, Birting eftir Woltaire, Platonov og Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. Finnur hannaði einnig leikmyndir við West Side Story, Kardemommubæinn, Cyrano frá Bergerac, Stjórnleysingi ferst af slysförum og Íslandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu og Kryddlegin hjörtu, Söngleikinn Sól og Mána og Rautt brennur fyrir í Borgarleikhúsinu. La Bohem og Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson í Íslensku Óperunni ásamt leikmyndum fyrir Leiklistarskóla Íslands sem og nokkrar leikmyndir erlendis. Finnur Arnar starfar einnig sem myndlistarmaður og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hér heima og erlendis.

Þórunn María Jónsdóttir

nam fag sitt í Frakklandi og Belgíu, þar sem hún bjó, nam og starfaði í 12 ár. Hún hefur hannað búninga fyrir leikverk, óperur, danssýningar og kvikmyndir. Helstu leiksýningar eru Hús Bernhörðu Alba, Kryddlegin Hjörtu, Sól og Máni, Vorið vaknar, Ástarsaga 3 og Afaspil í Borgarleikhúsinu. Óvitar, Hreinsun, Brennuvargarnir, Ástin er diskó lífið er pönk, Sumarljós, Skilaboðaskjóðan, Öxin og jörðin, Edith Piaf, Dýrin í Hálsaskógi og Cyrano de Bergerac í Þjóðleikhúsinu og  Il Trovatore, Tosca og La Boheme í Íslensku óperunni. Hún hannaði búninga í flestum sýningum Hafnarfjarðarleikhússins; Höllu og Kára, Meistaranum og Margarítu, Grettissögu, Englabörnum, Að eilífu og í Birtingi og Mömmumömmu auk þess að hafa hannað búninga fyrir ýmsa leikhópa. Hún er höfundur búninga í kvikmyndunum Hross í oss, Ófeigur, Dansinn og Mávahlátri, og hlaut Edduverðlaunin fyrir búninga sína í Dansinum. Hún hefur þrisvar verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna.

Björn Bergsteinn Guðmundsson

hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa. Hjá LA lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Kirsuberjagarðurinn, Svar við bréfi Helgu og Mýs og menn. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína. Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu.

Lee Proud

er breskur danshöfundur. Hann hefur samið dansa og unnið sem dansþjálfari fyrir fjölmargar uppsetningar viðs vegar um heiminn. Af sýningum má nefna Billy Elliot, Hárið, Gæjar og píur, Victor Victoria, High Society og Boy Meets Boy. Lee hefur unnið til fjölmargra verðlauna og tilnefninga fyrir störf sín. Hann hefur einnig haldið Master Class námskeið í Háskólanum í Newcastle

Borgarleikhúsið 2013–2014

32


Petr Hloušek

lærði við LIstaháskólana í Brno og Bratislava. Hann hóf feril sinn sem grafískur hönnuður en fór síðar að vinna fyrir svið og nýmiðla. Meðal sýninga sem Petr hefur hannað fyrir eru Hárið, Jekyll og Hyde og Gæjar og píur. Hann gerði einnig leikmynd fyrir Sugar (Some Like It Hot) í Borgarleikhúsinu í Ljublana. Árið 2010 hannaði hann leikmynd og myndband fyrir uppsetningu á Mary Poppins í Brno, Tékklandi en sú sýning var valin sýning ársins þar. Petr hannaði svo leikmynd og gerði myndband fyrir Mary Ppppins hér í Borgarleikhúsinu árið 2013.

Frank Hall

Frank Hall lærði tón- og myndlist við The Royal Conservatory og The Royal Academy í Hollandi og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 2006. Hann hefur einnig lokið BA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands. Frank hefur unnið tónlist, hljóðmynd og myndbandsverk fyrir fjölda leikrita, hvort sem er einn sín liðs eða með hljómsveitunum Ske og Skárren ekkert. Meðal verkefna má nefna Óhapp í Þjóðleikhúsinu, Rústað, Faust, Rautt brennur fyrir, Milljarðamærin snýr aftur, Jesus Christ Superstar, Faust, Fólkið í kjallaranum, Svar við bréfi Helgu og Refinn í Borgarleikhúsinu, Kirsuberjagarðurinn hjá Frú Emilíu, NPK hjá Íslenska dansflokknum og Dubbeldusch hjá LA. Frank samdi einnig tónlist við dansverkið Velkomin heim hjá ÍD ásamt þeim Pétri Ben og Sigtryggi Baldurssyni. Frank gerði tónlist við kvikmyndirnar Svartur á leik, í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar og Julia í leikstjórn Matthew A. Brown.

Thorbjørn Knudsen

er hljóðmaður og hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið. Hann hefur unnið með fjölda danskra tónlistarmanna, í hljóðveri og á tónleikum. Meðal þeirra má nefna Mads Vinding, Carsten Dahl, DR Big Band og Caroline Henderson. Thorbjørn hannaði hljóðmynd fyrir Faust, Gauragang, Enron, Strýhærða Pétur og Galdrakarlinn í Oz á Stóra sviði Borgarleikhússins og hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Faust. Hann hefur einnig unnið sem hljóðmaður við hin ýmsu hljóðver í Danmörku, var meðal annars fastur starfsmaður hjá Full Moon hljóðverinu í Kaupmannahöfn og hljóðmaður í Copenhagen Jazzhouse. Á Íslandi hefur Thorbjørn unnið fyrir hina ýmsu listamenn, bæði hjá Exton og sömuleiðis á eigin vegum en hann rekur sjálfur lítið hljóðver.

Margrét Benediktsdóttir

nam leikhús- og kvikmyndaförðun í Christian Chauveau í París á árunum 1988 og 1989. Að námi loknu hóf hún störf í Borgarleikhúsinu en fór yfir til Þjóðleikhússins og starfaði þar frá 1990 til 2011 en þá hóf hún störf að nýju hjá Borgarleikhúsinu. Margrét hefur unnið við fjölmargar leiksýningar í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, m.a. Utangátta, Íslandsklukkuna, Dýrin í Hálsaskógi, Kardimommubæinn, Kirsuberjagarðinn, Fanný og Alexander, Galdrakarlinn í OZ og Mýs og menn. Margrét hefur einnig starfað við kvikmyndir, auglýsingar, tískusýningar o.fl.

Pála Kristjánsdóttir

útskrifaðist sem sýninga- og tæknistjóri frá Bristol Old Vic Theatre school 1998 og starfaði í Englandi í ár eftir útskrift m.a. hjá Theatre Royal í Bristol og Royal Exchange í Manchester. Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem aðstoðarmaður við dagskrágerð hjá RÚV, verkefnastjóri hjá Listahátíð Íslands og hjá Sigur Rós, sýningastjóri hjá Leikfélagi Íslands, Leikfélagi Akureyrar og fastráðin hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2004. 33

Furðulegt háttalag hunds um nótt


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðar Eggertsson 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 – 2014 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristín Eysteinsdóttir 2014 –

Stjórn Borgarleikhússins

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðalheiður Jóhannesdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðmundur Guðmundsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Helga Jóhannsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ragnar Hólmarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tómas Zoëga •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorleikur Karlsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þorsteinn Gunnarsson

Borgarleikhúsið 2013–2014

Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins. Í dag sitja stjórn þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, Eggert Guðmundsson, varaformaður, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, ritari, Ármann Jakobsson, Hilmar Oddsson. Varamenn eru Bessí Jóhannsdóttir og Finnur Oddsson.

34


Fastráðnir starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, (Jorri) hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Arnar Dan Kristjánsson Bergur Þór Ingólfsson Brynhildur Guðjónsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hildur Berglind Arndal Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Nanna Kristín Magnúsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Theodór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Valur Freyr Einarsson Þorvaldur Davíð Kristjánsson Þröstur Leó Gunnarsson

Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir, leikgervahönnuður Guðbjörg Ívarsdóttir, hárgreiðsla Hulda Finnsdóttir, hárgreiðsla Margrét Benediktsson, leikgervahönnuður Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Ísold Ingvadóttir, leikmunavörður Lárus Guðjónsson, leikmunagerð Nína Bergsdóttir, leikmunavörður Smíðaverkstæði Ingvar Einarsson, forstöðumaður Gunnlaugur Einarsson (í leyfi), fostöðumaður Karl Jóhann Baldursson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölustjóri Kristín Ólafsdóttir, veitingastjóri Erna Ýr Guðjónsdóttir, miðasala Guðrún Sölvadóttir, miðasala Hörður Ágústsson, miðasala Ingibjörg Magnúsdóttir, ræsting Sól Margrét Bjarnadóttir, miðasala

Listrænir stjórnendur Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið

Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir, matreiðslumaður Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir

Leiksvið Kjartan Þórisson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður

Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari Umsjón húss Ögmundur Þór Jóhannesson

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Garðar Borgþórsson, ljósamaður

Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Baldvin Magnússon, hljóðmaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón

35

Furðulegt háttalag hunds um nótt


Ásgeir Trausti

Ásgeir er landsmönnum að góðu kunnur fyrir ótrúlega velgengni frumraunar hans á tónlistarsviðinu, plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Platan sem kom út í september 2012 sló rækilega í gegn, fékk frábæra dóma og seldist í förmum. Um er að ræða mest seldu frumraun nokkurs íslensks tónlistarmanns. Það skal engan undra að Ásgeir hafi unnið til fernra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2012. Platan var valin Plata ársins í poppi og rokki, hann var útnefndur Bjartasta vonin í poppi, rokki og blús, almenningur kaus hann Vinsælasta tónlistarmanninn auk þess sem að Tónlist.is verðlaunaði hann fyrir góðan árangur í að koma tónlist sinni á framfæri á netinu. Ásgeir var einnig tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna og nýverið hlaut hann hin eftirsóttu EBBA-verðlaun sem eru veitt þeim sem hafa náð góðum árangri í að koma tónlist sinni á framfæri fyrir utan sitt heimaland. Ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kom út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Indian og í byrjun mars kom platan út í Bandaríkjunum á vegum Columbia Records. Framundan hjá Ásgeiri eru fjölmörg tónleikaferðalög til að fylgja ensku útgáfunni eftir í Evrópu, Asíu, Ástralíu og í Bandaríkjunum.

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

Borgarleikhúsið 2013–2014

36


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 64617 06/13

BORGARFERÐIR

SPÓKIÐ YÐUR Á STRÆTUM STÓRBORGA Borgarferðir Þú færð ekki betra tækifæri til þess að lyfta þér upp. Þú getur valið á milli allra áfangastaða Icelandair, austan hafs og vestan. Hver er uppáhaldsborgin þín? Hún bíður.

Tilboðsferðir Spennandi tilboðsferðir. Einstök tækifæri í haust og í vetur. Fylgstu með á vefnum og taktu flugið án þess að hika. Ævintýrin gerast enn.

+ Bókaðu þína ferð á icelandair.is

37

Furðulegt háttalag hunds um nótt


Millifærðu með hraðfærslum í Appinu einn

...

tveir

og þrír!

1.000 kr.

Millifærðu með hraðfærslum Með Íslandsbanka Appinu einföldum við millifærslur í snjallsímanum margfalt. Millifærðu smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með örfáum smellum.

Við bjóðum góða þjónustu

Skannaðu kóðann til að sækja Appið.


LEGGJUM

Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI

10 KRÓNUR AF HVERRI EGILS MALT RENNA TIL SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR Í ár er heil öld síðan Egils Malt kom fyrst á markað og hefur þessi einstaki drykkur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Af því tilefni ætlum við að láta 10 kr. af hverri seldri dós og flösku af Egils Malti renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ástæðan er einföld: FÍTON SÍA

VIÐ LEGGJUM MALT Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI.


UmhverfisvottUð prentsmiðja

Umbúðir sem tryggja bragðgæði Oddi hefur gegnum tíðina séð íslenskum fyrirtækjum í matvælaiðnaði og inn­ flutningi fyrir umbúðum af öllu tagi. Við framleiðum umbúðir úr pappír og plasti sem ná utan um alla vörulínuna, hvort heldur í iðnaði eða verslun. Framleiðsla þín er í öruggum höndum hjá Odda.

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Umbúðir og prentun


Góða skemmtun!

Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.

www.valitor.is


Borgarleikhúsið 2013–2014

42


Dæmigerð tímatafla Christophers

Þegar ég var að leika mér að lestinni minni bjó ég mér til tímaáætlun því að mér þykir gaman að tímaáætlunum. Og mér þykir gaman að tímaáætlunum af því að mér finnst svo gott að vita hvenær hlutir eiga að gerast. Og svona var stundataflan mín meðan ég bjó heima hjá pabba og hélt að mamma hefði dáið úr hjartaáfalli (þetta var tímatafla fyrir mánudag og er líka nálgun): 7.20 Vakna 7.25 Bursta tennur og þvo mér 7.30 Gefa Tóbíasi vatn og mat 7.40 Fá mér morgunmat 8.00 Fara í skólaföt 8.05 Setja niður í skólatösku 8.10 Lesa eða horfa á vídeó 8.32 Fara í skólabíl 8.43 Fara framhjá fiskbúð 8.51 Kominn í skólann 9.00 Allir koma saman í skólanum 9.15 Fyrsti tími í skólanum 10.30 Frímínútur 10.50 Myndlist hjá frú Peters 12.30 Hádegismatur 13.00 Fyrsti tími eftir mat 14.45 Annar tími eftir mat 15.30 Taka skólabíl heim 15.49 Fara úr skólabíl heima 15.50 Fá mér safa og snarl 15.55 Gefa Tóbíasi vatn og mat 16.00 Taka Tóbías úr búrinu 16.18 Setja Tóbías í búrið 16.20 Horfa á sjónvarp eða vídeó 17.00 Lesa bók 18.00 Kvöldmatur 18.30 Horfa á sjónvarp eða vídeó 19.00 Æfingar í stærðfræði 20.00 Fara í bað 20.15 Fara í náttföt 20.20 Fara í tölvuleiki 21.00 Horfa á sjónvarp eða vídeó 21.20 Fá mér safa og snarl 21.30 Fara í rúmið

43

Furðulegt háttalag hunds um nótt


Furðulegt háttalag hunds um nótt  

Christopher er fimmtán ára stærðfræðiséní. Þegar hundur nágrannans finnst dauður einn morguninn ákveður hann að komast að því hvað býr að ba...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you