Page 1


Borgarleikhúsið 2011–2012

2


Ingmar Bergman

Fanný & Alexander Íslensk þýðing Þórarinn Eldjárn

Borgarleikhúsið 2011 / 2012 3

Fanný og Alexander


Persónur og leikendur Helena Ekdahl, fædd Mandelbaum, ekkja, fyrrverandi leikkona . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristbjörg Kjeld Óskar Ekdahl, sonur Helenu, leikhússtjóri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þröstur Leó Gunnarsson Emilía Ekdahl, eiginkona hans, leikkona. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldóra Geirharðsdóttir Alexander Ekdahl, sonur þeirra (14 ára) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hilmar Guðjónsson Fanný Ekdahl, dóttir þeirra (11 ára) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ísabella Rós Þorsteinsdóttir / Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir Karl Ekdahl, sonur Helenu, prófessor. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Theodór Júlíusson Lydía Ekdahl, eiginkona hans, þýsk. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Charlotte Bøving Gústaf Adolf Ekdahl, sonur Helenu, veitingahússeigandi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhann Sigurðarson Alma Ekdahl, eiginkona hans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhanna Vigdís Arnardóttir Petra, dóttir þeirra. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristjana Ósk Kristinsdóttir / Agnes Gísladóttir Maja, barnfóstra hjá Emilíu og Óskari. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristín Þóra Haraldsdóttir Fröken Ellen, eldabuska. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Ákadóttir Fröken Ester, ráðskona. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Katla Margrét Þorgeirsdóttir Ísak Jacobi, verslunarmaður, gyðingur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gunnar Eyjólfsson Aron, systursonur hans, brúðuleikhúseigandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallgrímur Ólafsson Ísmael, systursonur hans. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kristín Þóra Haraldsdóttir Filip Landahl, leikstjóri og leikari. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Gylfason Mikael Bergman, ungur og efnilegur, leikur Hamlet . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallgrímur Ólafsson Stína, leikari og hvíslari. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elma Lísa Gunnarsdóttir Ester, leikkona . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Katla Margrét Þorgeirsdóttir Edvard Vergérus, biskup . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rúnar Freyr Gíslason Henríetta Vergérus, systir hans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Katla Margrét Þorgeirsdóttir Frú Blenda Vergérus, móðir hans. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Margrét Ákadóttir Elsa Bergius, frænka hans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Gylfason Jústína, þjónusta hjá biskupnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elma Lísa Gunnarsdóttir Lögreglustjóri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Halldór Gylfason Píanóleikari. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhann G. Jóhannsson

Leikstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson Leikmynd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vytautas Narbutas Búningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Lýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlistarstjórn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jóhann G. Jóhannsson Leikgervi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elín Sigríður Gísladóttir

Borgarleikhúsið 2011–2012

4


Leikgerð Stefán Baldursson vann leikgerðina upp úr sjónvarpsþáttum höfundar Sýningarstjórn Ingibjörg E. Bjarnadóttir Hljóðstjórn Ólafur Örn Thoroddsen Aðstoðarmaður búningahöfundar Fríða Sigurðardóttir Búningagerð Stefanía Adolfsdóttir Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Katrín Óskarsdóttir Tinna Kvaran Leikgervi Elín Gísladóttir Árdís Bjarnþórsdóttir Margrét Benediktsdóttir Gunnhildur Erlingsdóttir Guðbjörg Guðjónsdóttir Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir Oddbjörg Óskarsdóttir Leikmyndagerð Smíðaverkstæði Borgarleikhússins Gunnlaugur Einarsson Lárus Guðjónsson Haraldur V. Halldórsson Ingvar Einarsson Hörður Ingi Guðmundsson Skúli Þorsteinsson Victor Guðmundur Cilia Prentun á leikmynd: Signa ehf, skiltagerð. Leikmunir Móeiður Helgadóttir Þorleikur Karlsson Aðalheiður Jóhannesdóttir Anna María Tómasdóttir Stella Sigurgeirsdóttir Kristína Berman Vala Kristín Eiríksdóttir Hljóðdeild Ólafur Örn Thoroddsen Baldvin Magnússon Thorbjørn Knudsen Ljósadeild Þórður Orri Pétursson Björn Bergsteinn Guðmundsson Magnús Helgi Kristjánsson Kjartan Þórisson Ljósastjórn Hlynur Daði Sævarsson Jón Þorgeir Kristjánsson Eltiljós Elmar Þórarinsson Hermann Karl Björnsson.

Leiksvið Kristinn Karlsson Friðþjófur Sigurðsson Þorbjörn Þorgeirsson Richard H. Sævarsson Ögmundur Jónsson Haraldur U. Guðmundsson Í sýningunni hljóma m.a. brot úr eftirtöldum verkum

(í þessari röð)

Ó, hve dýrleg er að sjá – Danskt jólalag Heims um ból - Lag: Franz Gruber Ljós ber ég fús - Lag: Johanna Ölander. Texti Rafael Hertzberg. Þýð: Þórarinn Eldjárn Heilan sjúss! - Sænsk drykkjuvísa. Texti: Þórarinn Eldjárn När juldagsmorgon glimmar - Þjóðlag Nú eru jól á ný – Þjóðlag. Texti: Þórarinn Eldjárn Hér dansa ég við litla ljúfinn minn - Sænsk dansvísa. Texti: Þórarinn Eldjárn Út um fjöll og dali djúpa – Sænsk þjóðvísa. Texti: Þórarinn Eldjárn Freut euch des Lebens – Lag: Hans Georg Nägli. Ljóð: Martin Usteri Svo ljúf og fríð er rósin mín – Þjóðlag. Texti: Jóhann G. Jóhannsson Skivss skvass fillibomm! – Sænsk dansvísa. Texti: Jóhann G. Jóhannsson Hæ jólasveinar! - Sænsk dansvísa. Texti: Þórarinn Eldjárn Pling plong fillibomm! – Sænsk dansvísa. Texti: Jóhann G. Jóhannsson La Chemniée du roi Reneé - Eftir Darius Milhaud Adagio úr strengjakvintett í g-moll,KV 516 - Eftir W. A. Mozart Musica Dolorosa for String Orchestra (1984) eftir Peteris Vasks Söngur fíflsins, úr Þrettándakvöldi - Lag: Jóhann G. Jóhannsson. Texti: Helgi Hálfdanarson. Vals úr Cheryomushki - Eftir Shostakovich Symphonie pour orgue No. 6, Op.42 - Eftir Charles-Marie Widor Torna a Surriento - Lag: Ernesto De Curtis. Texti: Giambattista De Curtis Flautusónata í d-moll - Eftir Georg Philipp Telemann Symphonie pour orgue No. 6, Op.42 - Eftir Charles-Marie Widor Matty Drawing - Eftir Alexander Balanescu úr kvikmyndinni “Angels & Insects” William Summoned - Eftir Alexander Balanescu úr kvikmyndinni “Angels & Insects” Jewish Rhapsody - Eftir Viacheslav Grokhovsky Stef - Eftir Nino Rota úr kvikmyndinni Casanova Éra (1979-’80) - Eftir Jan Sandström Hátíðarmars úr Aladdinsvítu op. 34 - Eftir Carl Nielsen Tanngómatangó - Eftir Jóhann G. Jóhannsson Vexilla Regis prodeunt - Eftir Naji Hakim Nú kemur vorið kæra – Gamall sænskur sálmur, texti: Valdimar Briem Dansen går på Svinnsta skär – Lag: Gideon Wahlberg

Þakkir Maaret Koskinen Sólveig Arnarsdóttir Alexía Jóhannesdóttir Þjóðleikhúsið Sænska sendiráðið Tónlistarskólinn í Reykjavík

Fanný & Alexander er 559. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur Titill á frummáli: Fanny och Alexander Sýningarréttur: Josef Weinberger Limited, London, fyrir hönd Stiftelsen Ingmar Bergman, Stockholm Frumsýning 6. janúar 2012 á Stóra sviði Borgarleikhússins Sýningartími er tæpar þrjár klukkustundir. Eitt hlé er á sýningunni. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

Leikskrá Ritstjórn: Frank Hall og Hafliði Arngrímsson Útgefandi : Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri : Magnús Geir Þórðarson Ljósmyndun : Grímur Bjarnason Útlit : Fíton Umbrot : Jorri Prentun : Oddi

5

Fanný og Alexander


Borgarleikhúsið 2011–2012

6


7

FannĂ˝ og Alexander


Ingmar Bergman Ingmar Bergman (1918 – 2007) fæddist í Uppsölum í Svíþjóð. Prestssonur sem varð einn þekktasti kvik myndaleikstjóri sögunnar og jafnframt einn virtasti leikhúsmaður Svíþjóðar. Hann leikstýrði yfir sextíu kvikmyndum og sviðsetti næstum tvö hundruð leikrit í Svíþjóð og annars staðar ekki síst í Þýskalandi. Hann starfaði við Residenz-leikhúsið í München í sjö ár er hann fór í sjálfskipaða útlegð eftir að skattayfirvöld höfðu látið handtaka hann vegna meintra skattsvika sem ekki voru á rökum reist. Hann varð leikhússtjóri Borgarleikhússins í Helsingborg aðeins tuttugu og sex ára að aldri, yngstur leikhússtjóra. Hann stjórnaði einnig borgarleik-húsunum í Gautaborg og Malmö, þjóðleikhúsi Svía, Dramaten í Stokkhólmi. Þar setti hann upp sína síðustu sýningu, Villiöndina eftir Henrik Ibsen, árið 2002. En sannarlega er Bergman þekktastur sem kvikmyndaleikstjóri. Í upphafi vann hann við handritaskrif fyrir Svensk filmindustri en hóf sjálfur að leikstýra í kring um árið 1945 en sló í gegn með myndinni Sommernattens leende, Bros sumarnæturinnar árið 1955. Det sjunde inseglet, Sjöunda innsiglið, markaði tímamót í kvikmyndagerð Bergmans þar sem hann fjallar um samskipti mannsins við Guð og æðri máttarvöld, efni sem Bergman átti eftir að fjalla um í fjölda kvikmynda. Að sumra áliti er Sjöunda innsiglið ein fegursta kvikmynd sem gerð hefur verið. Í kjölfarið koma myndirnar Tystnaden, Þögnin og Persona með stórleikkonunum Bibi Andersson og Liv Ullmann. Með þessum myndum hefst samstarf Bergmans við kvikmyndatökumanninn Sven Nykvist og saman áttu þeir eftir að skapa mörg meistaraverk. Líklega er Persona ein merkasta kvikmynd Bergmans, sem fjallar um tvær konur, leikkonu og hjúkrunarkonu. Samband þeirra er svo náið og einstakt að persónuleikar þeirra renna saman í eitt sem sýnt er á sjónrænan hátt og fátt, næstum ekkert, er sagt í orðum. Fyrir þennan frásagnarmáta er myndin einstök en býsna umdeild eins og öll framúrskarandi verk. Viskningar och rop, Hvísl og hróp (1972), Scener ur ett äktenskap, Þættir úr hjónabandi (1973) og Höstsonaten, Haustsónatan (1978) eru næstu stórmyndir meistarans. Loks kemur Fanný og Alexander árið 1982, fyrst sem sex sjónvarpsþættir en síðar stytti hann þættina niður í kvikmynd sem hann sá reyndar eftir alla sína ævi. Fanný og Alexander hefur notið mestra vinsælda almenn-ings af öllum kvikmyndum Bergmans. Fólk var bæði hrifið af einstakri sögu sem byggð er á atburðum úr æsku Bergmans og ekki síður af stórfenglegri umgjörð. Myndin fékk fern Óskarsverðlaun: Sem besta erlenda myndin, fyrir bestu leikmynd, búninga og myndatöku. Fanný og Alexander er stórvirki Bergmans, gert af virðingu við bíóið, við æsku sína og hinni miklu ást hans til leikhússins. Hann sagði myndina vera kjarnann í sköpunarverki sínu. Hún er sálfræðilegt meistaraverk um hinar stóru spurningar tilveru okkar: Skilyrðislaus leið inn í innsta eðli mannlegrar sálar og hlífðarlaus leit að sannleikanum með því að tefla saman lífi og dauða, trú og trúleysi, ást og hatri. Þetta skoðar höfundurinn ekki með augum fullorðinna heldur kafar hann inn í heim barnsins, heim Alexanders. Skilin á milli draums og veruleika, töfra og raunveruleika þurrkast út og við sjáum spegilmynd eigin æsku. Bergman lýsti því yfir skömmu eftir verðlaunaafhendinguna að Fanný og Alexander væri síðasta kvikmyndin hans, að hann hefði alfarið snúið sér að fyrstu ástinni, leikhúsinu. Annað átti reyndar eftir að koma í ljós því hann lauk við um það bil tíu sjónvarpsmyndir það sem eftir var ævinnar. Síðasta mynd hans var Saraband árið 2003. Ingmar Bergman giftist fimm sinnum. Fyrsta kona hans var dansarinn og danshöfundurinn Else Fischer. Þau eignuðust eina dóttur, leikkonuna Lenu Bergman. Önnur konan var Ellen Lundström, kvikmyndaleikstjóri og danshöfundur og eignuðust þau fjögur börn, Evu, Jan, Mats og Önnu, sem öll hafa starfað sem kvikmyndagerðar- eða leikhúsfólk. Þriðja konan var blaðamaðurinn Gun Grut og eignuðust þau soninn Ingmar yngri, sem varð flugstjóri. Fjórða konan var píanóleikarinn Käbi Laretei sem eignaðist soninn Daniel, kvikmyndaleikstjóra. Loks giftist Bergman Ingrid von Rosen sem eignaðist með honum dótturina og rithöfundinn Maríu. Fyrstu fjórum hjónaböndunum lauk með skilnaði en síðasta eiginkona hans lést af krabbameini. Auk eiginkvennanna fimm átti Bergman rómantísk sambönd með þekktum leikkonum: Harriet Andersson, Bibi Andersson og Liv Ullmann. Þau Liv eignuðust dótturina og rithöfundinn Linn Ullmann. Samtals eru börnin því níu. Ingmar Bergman lést 30. júlí árið 2007.

Borgarleikhúsið 2011–2012

8


9

FannĂ˝ og Alexander


Borgarleikhúsið 2011–2012

10


11

FannĂ˝ og Alexander


Borgarleikhúsið 2011–2012

12


13

FannĂ˝ og Alexander


Aðdragandi og innblástur að Fanný og Alexander Eftir frumsýningu á kvikmyndinni Aus dem Leben der Marionetten, Af lífi strengjabrúðanna, sem er eina myndin sem Bergman gerði í Þýskalandi, hugsaði meistarinn sinn gang. (Til gamans má geta þess að íslenska leikkonan Ruth Ólafsdóttir lék í myndinni og líklega eini Íslendingurinn sem leikið hefur í mynd eftir Ingmar Bergman. Þá starfaði hún við Residenz-leikhúsið í München eftir að hafa lokið námi við einn þekktasta leiklistarskóla Evrópu, Max-Reinhardt-Seminar í Vínarborg.) Dómarnir voru misjafnir og orkuðu þannig á Bergman að hann fylltist krafti og þori til að hella sér í stærsta kvikmyndaverkefni sem Svíar höfðu orðið vitni að. Hann var við það að gefa kvikmyndagerð upp á bátinn og ætlaði að hætta öllu slíku vafstri. En þegar til átti að taka gat hann ekki losað sig frá henni. Hann skrifaði í dagbók sína: „Þegar þú ert ungur og allt fer til helvítis geturðu sagt við sjálfan þig að gera eitthvað annað. En því eldri sem þú verður þeim mun óttaslegnari verðurðu. Óttasleginn við að standast ekki eigin kröfur, hræddur við að ná ekki markinu.“ „Fanný og Alexander á tvo guðfeður ef svo má segja, í fyrsta lagi mynd úr sögum E.T.A Hoffman sem sótti á mig aftur og aftur, mynd úr Hnetubrjótnum. Tvö börn skjálfandi af spenningi sitjandi þétt saman í ljósaskiptunum á aðfangadag og bíða óþolinmóð eftir að ljósin á jólatrénu verði tendruð og stofuhurðin opnuð. Þetta er myndin sem gaf mér hugmyndina að upphafinu í Fanný og Alexander. Hinn guðfaðirinn er Dickens: Biskupinn og heimili hans, Gyðingurinn í ævintýrabúðinni, börn sem fórnarlömb; andstæðurnar í litadýrðinni fyrir utan og svart/hvíta lokaða heiminum.“ Þriðji guðfaðirinn, eða öllu heldur faðirinn, er Bergman sjálfur sem barn. Í þessu verki nýtir hann sér mörg atriði frá eigin barnæsku, myndir af sjálfum sér og fólki sem hann umgekkst, úr eigin hugarheimi, von sinni, hugarburði og skynjunum. Andstæðurnar, líflega leikhúsfjölskyldan annars vegar og ströngu reglurnar á biskupsheimilinu hins vegar, er líka hægt að rekja til æsku Bergmans. Annars vegar fyrstu árin þar sem ríkti„glaðværð, leikir, söngur, tónlist og ljóðalestur. Og hins vegar hinn mikli agi, vandlæting, afneitun, harka og hrottaskapur“. Það er ekki hægt að kafa til botns og finna allar smæstu tilvísanir í Fanný og Alexander í ævi Bergmans. En það er sannarlega þess virði að nefna þær mest sláandi. Íbúð Ekdahls-fjölskyldunnar er til dæmis næstum nákvæm eftirlíking af íbúð ömmu Bergmans í Uppsölum. Og ekki er hægt að horfa framhjá því hve margt sameiginlegt er með Alexander og Bergman er hann var ungur drengur. Brúðuleikhúsið sem hann lék sér með og töfralampinn hans. Allt tekið beint úr lífi meistarans. Margar aðrar persónur eins og Helena Ekdahl, amman og fjölskyldumóðirin, er sláandi lík ömmu Bergmans sem honum þótti svo undurvænt um. Og sonur hennar Karl á margt sameiginlegt með „Karli frænda“ Bergmans. Kenjum hans og sérvisku er nákvæmlega lýst í ævisögu Bergmans, Töfralampanum. Þannig má halda áfram. En andstyggilegasta persónan, Edvard biskup, starfar ekki einungis

Borgarleikhúsið 2011–2012

14


við hið sama og faðir hans heldur er hann sömu eiginleikum gæddur, eðlislæg harka og ósveigjanleiki. Engu að síður hefur Bergman sagt að það sé meira af honum í biskupnum sjálfum en í Alexander: Hann er hundeltur af eigin djöflum. Bergman setti einnig nokkra „einkabrandara“ í hlutverkalistann. Litlu hlutverki, til dæmis, er lýst í handriti þannig: „ungur og efnilegur, leikur Hamlet“. Hér er leikstjórinn augljóslega að setja inn enn annað „alter ego“. Í upphafi ferils síns á fjórða áratugnum var Bergman enfant terrible í sænsku leikhúsi og oft sagður „ungur og efnilegur“ og í upphafi ferils síns reyndi hann fyrir sér sem leikari. Hann lék reyndar aldrei Hamlet en hann lék Dunkan í eigin sviðsetningu á Mackbeth árið 1940. Fjölskyldunafnið Ekdahl er tilvísun í Ekdal-fjölskylduna í leikriti Henriks Ibsens, Villiöndin. Þegar blaðamaður spurði Bergman eitt sinn hvort þessar tilvísanir væru meðvitaðar játti hann því og bætti við: „En ég hélt að enginn tæki eftir því!“ Stundum er litið á Fanný og Alexander sem eins konar samantekt á ferli Bergmans og það er augljóst að sagan fjallar um fjölda umfjöllunarefna kvikmynda hans: Trú, fjölskyldu, hlutverk listamannsins, o.s.frv. Það kemur því ekki sérlega á óvart að fleiri þekktar persónur skuli dúkka upp; Vergérus-nafnið kemur fyrir í mörgum kvikmynda Bergmans og vinur Ekdahls-fjölskyldunnar, Isak Jakobi er næstum samsvarandi persónu í einu af fyrstu leikritum hans Mig till skräck, „rabbíni af gamla skólanum.“ Í ljósi alls þessa er það heillandi að svo mikill hluti Fanný og Alexanders skuli eiga uppruna sinn í leikhúsinu og í tilvísunum í leikskáld sem stóðu Bergman nær, þar á meðal Ibsen, Shakespeare og Strindberg. Þrátt fyrir einstök afrek sín sem kvikmyndagerðarmaður hefur Bergman ætíð talið sig fyrst og fremst leikhúsmann og mörg atriði í Fanný og Alexander styðja þá fullyrðingu. Birt með leyfi Bergman-stofnunarinnar í Stockhólmi. Hægt er að lesa meira um Ingmar Bergman, líf og starf á www.ingmarbergman.se

Leikhúsið er margfalt erfiðara og flóknara og rætur mínar liggja þar ótrúlega miklu dýpra en í kvikmyndinni. Mig langar svo takmarkalaust að fá tækifæri til að halda áfram í leikhúsinu. Ingmar Bergman

15

Fanný og Alexander


Borgarleikhúsið 2011–2012

16


17

FannĂ˝ og Alexander


Borgarleikhúsið 2011–2012

18


19

FannĂ˝ og Alexander


Allt getur gerst. Allt er mögulegt og sennilegt. Tími og rúm eru ekki til. Á tæpum grunni veruleikans spinnur og vefur ímyndunaraflið ný munstur sem eru sambland af minningum, reynslu, lausbeisluðum hugarburði, fjarstæðum og spuna. Persónurnar klofna, verða að tveimur, skipta um hlutverk, gufa upp, þéttast, flæða út, sameinast. En ein meðvitund vakir yfir öllu: Þess sem dreymir, sem þekkir engin leyndarmál, enga ósamkvæmni, ekkert samviskubit, engin lög. Hann dæmir ekki, sýknar ekki, segir aðeins frá. Og þar sem draumurinn er oftast sorglegur og sjaldan gleðilegur verður tregi og samúð með öllu sem lifir ríkjandi tónn í reikulli frásögninni. Svefninn, frelsarinn, veldur oft sársauka, en þegar þjáningin er mest kemur vakan og sættir hinn þjáða við raunveruleikann sem, sama hve sársaukafullur hann kann að vera, verður um leið hreinn unaður í samanburði við sáran drauminn. August Strindberg, Draumleikur

Borgarleikhúsið 2011–2012

20


21

FannĂ˝ og Alexander


Borgarleikhúsið 2011–2012

22


23

FannĂ˝ og Alexander


Kristbjörg Kjeld

Gunnar Eyjólfsson

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1958 og hefur leikið fjölda burðarhlutverka hjá atvinnuleikhúsum og í kvikmyndum. Af minnisstæðum hlutverkum Kristbjargar má nefna Alison í Horfðu reiður um öxl, Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Í Skálholti, Ingunni í Pétri Gaut, Steinunni í Galdra-Lofti, Normu í Vér morðingjar, Steinunni í Svartfugli, Góneríl í Lé konungi, Ingunni í Stundarfriði, Kate Keller í Allir synir mínir, Gunnsu og Rauðsmýrarmaddömuna í Sjálfstæðu fólki. Meðal nýlegra sýninga Kristbjargar eru m.a. Utan gátta, Hænuungarnir, Hedda Gabler og Svartur hundur. Kristbjörg hefur einnig leikstýrt, m.a. Rympu á ruslahaugnum, Herbergi 213 og Ástarsögu aldarinnar. Hún var einn af stofnendum leikhópsins Grímu, jafnframt fór hún með hlutverk Ranévskaju í Kirsuberjagarðinum hjá Frú Emilíu og Kolbrúnar í Einhver í dyrunum hjá LR. Kristbjörg hefur leikið töluvert í kvikmyndum, m.a. 79 af stöðinni, Kristnihald undir Jökli, Mávahlátur, Hafið, Kaldaljós og Mamma Gógó. Kristbjörg hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Hænuungunum og var tilnefnd fyrir Halta Billa, Mýrarljós og Heddu Gabler, hlaut Menningarverðlaun DV fyrir leik sinn í Taktu lagið Lóa, Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2007 og Edduverðlaunin fyrir Mömmu Gógó, Kaldaljós og Mávahlátur. Hún hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni Polar Lights fyrir hlutverk sitt í Mömmu Gógó.

þreytti frumraun sína á leiksviði í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Kaupmanni í Feneyjum árið 1945. Hann stundaði nám við Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum 1945-47 og lék um skeið í Stratford og Lundúnum. Gunnar var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá árinu 1961 og hefur leikið þar fjölda burðarhlutverka, meðal annars titilhlutverkin í Pétri Gaut, Hamlet, Fást, Ödipus konungi og Galdra-Lofti, Jimmy Porter í Horfðu reiður um öxl, Stokkmann í Þjóðníðingi, Prosperó í Ofviðrinu, Jagó í Óþelló og Willy Loman í Sölumaður deyr. Meðal nýlegra hlutverka Gunnars eru Jepantsjín í Fávitanum, Jóhann í Þreki og tárum, Ekdal gamli í Villiöndinni, Tsjebútykín herlæknir í Þremur systrum, séra Guðmundur og Jón hreppstjóri í Sjálfstæðu fólki, Spóli í Draumi á Jónsmessunótt, Redfern ofursti í Horfðu reiður um öxl, Karlinn í Rakstri, Kári í Græna landinu og Jónatan í Hart í bak. Í tilefni af 75 ára afmæli Gunnars flutti hann afmæliseinleikinn Uppgjör við Pétur Gaut á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Gunnar lék meðal annars einnig í Fjórum hjörtum í Loftkastalanum, Sniglaveislunni hjá Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Íslands og fór með hlutverk Sigmunds Freuds í Gestinum sem Þíbylja sýndi í Borgarleikhúsinu. Gunnar hefur einnig farið með burðarhlutverk í nokkrum kvikmyndum, meðal annars 79 af stöðinni, Atómstöðinni og Hafinu, en hann hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í þeirri mynd. Gunnar hlaut heiðursverðlaun Eddunnar árið 2001.

Sýningar Kristbjargar á leikárinu: Fanný & Alexander

Sýningar Gunnars á leikárinu: Fanný & Alexander

Borgarleikhúsið 2011–2012

24


Þröstur Leó Gunnarsson

Halldóra Geirharðsdóttir

lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og var þá ráðinn til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hann lék fjölda aðalhlutverka. Meðal þeirra eru Hörður í Degi vonar, Aðalsteinn í Kjöti, Tom Joad í Þrúgum reiðinnar og titilhlutverkin í Platonov, Tartuffe og Hamlet. Þröstur hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Jón Leifs í Tárum úr steini og föður Nóa í Nóa albínóa, en fyrir það hlutverk hlaut hann Edduverðlaunin 2003. Þröstur hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2009. Hann hefur einnig hlotið Grímuverðlaun fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum, og Koddamanninum. Þröstur er nú fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið og meðal nýlegra hlutverka hans þar eru Coleman í Vestrinu eina, Fló á skinni, Dinny í Heima er best, Barði í Fólkinu í kjallaranum, líkið í Nei, ráðherra! og Gaév í Kirsuberjagarðinum. Einnig leikstýrði Þröstur verkinu Við borgum ekki sem sett var upp á Nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Nýja Ísland.

lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995, réð sig til Borgarleikhússins ári síðar og hefur verið fastráðin við húsið allar götur síðan. Meðal eftirminnilegra sýninga Halldóru hjá Borgarleikhúsinu eru Vetrarævintýri, Draumleikur, Dauðasyndirnar, Fólkið í blokkinni, Jesús litli, Dúfurnar og Elsku barn en fyrir öll þessi hlutverk hlaut hún tilnefningu til Grímunnar auk þess sem hún hlaut Grímuverðlaun ásamt meðhöfundum sínum fyrir Jesú litla sem leikrit ársins. Halldóra lék líka Fíflið í Lé konungi, Sigurlínu í Sölku Völku, í And Björk of course, Góðum Íslendingum og Zombíljóðunum. Hún hefur auk þess leikstýrt einu verki í Borgarleikhúsinu, sýningunni Jóni og Hólmfríði árið 2002 og leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Halldóra hefur líka komið fram sem trúbadorinn Smári í félagi við vin sinn Hannes sem leikinn er af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og sem trúðurinn Barbara sem hefur t.a.m. margsinnis kynnt Tónsprota og skólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Halldóra hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 1997 og hlaut Menningarverðlaun DV árið 2010 fyrir sýninguna Jesús Litli.

Sýningar Þrastar Leós á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Nei, ráðherra!, Kirsuberjagarðurinn, Eldfærin, Baunagrasið, Fanný & Alexander og Svar við bréfi Helgu

Sýningar Halldóru á leikárinu: Zombíljóðin, Jesús litli, Elsku barn, Fanný & Alexander og Beðið eftir Godot.

25

Fanný og Alexander


Borgarleikhúsið 2011–2012

26


27

FannĂ˝ og Alexander


Ísabella Rós Þorsteinsdóttir

Agnes Gísladóttir

steig fyrst á svið sem köttur í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu 2008 aðeins 8 ára gömul. Hún lék einnig í Óliver í Þjóðleikhúsinu. Ísabella var í myndinni Bjarnfreðarson, stuttmyndunum Krummafótur og Skjáskot. Hún hefur æft dans frá 4 ára aldri og hefur komið fram í mörgum sýningum tengdum dansinum. Hún hefur dansað í þáttunum Lazytown og Söngvaborg. Ísabella hefur sótt fjölmörg leiklistarnámskeið en einnig æfir hún fimleika með Stjörnunni.

hefur stundað leiklistarnámskeið í Kramhúsinu og nám í dansskóla Birnu Björns. Árið 2009 fékk Agnes svo hlutverk í Söngvaseið í Borgarleikhúsinu, lék þar Birgittu von Trapp. Agnes hefur einnig verið í leiklist í skólanum sínum, Snælandsskóla í Kópavogi og tekið þátt í nokkrum leiksýningum á vegum skólans auk þess að vera meðlimur í kór Snælandsskóla.

Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir

Kristjana Ósk Kristinsdóttir

er nemandi í Vifilskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ og hefur stundað námskeið hjá Leikfélaginu Draumar og hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu. Katrín Ynja æfir fótbolta með 5. flokki Stjörnunnar. Einnig leggur hún stund á gítarnám í Tónlistarskóla Garðabæjar.

er í 9. bekk Garðaskóla og stendur sig firna vel í námi. Kristjana hefur unnið með Sönglist síðastliðin ár, og sýnt í jólaleikriti Borgarbarna auk þess sem hún hefur leikið í Jólastundinni okkar. Hún æfir fimleika með keppnisflokki Stjörnunnar og æfir jafnframt skák – auk þess að spila á píanó. Kristjana hefur æft klettaklifur, frjálsar íþróttir og hefur ferðast um heimsins höf.

Borgarleikhúsið 2011–2012

28


Hilmar Guðjónsson

Theodór Júlíusson

útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Hilmar hefur þó áður stigið á svið með Leikfélagi Reykjavíkur en hann lék hlutverk Billy í sýningunni Geitin - eða hver er Sylvía? áður en hann hóf leiklistarnám. Auk þess hefur hann farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg. Hilmar lék sitt fyrsta hlutverk í Borgarleikhúsinu að lokinni útskrift haustið 2010 í sýningunni Enron en lék svo hlutverk Trinkúlós í Ofviðrinu á Stóra sviðinu og hlutverk Guðfinns Maacks í Nei, Ráðherra! og nú síðast Fuglahræðuna í Galdrakarlinum í Oz. Hilmar var haustið 2011 valinn í hóp Shooting Stars, ungra efnilegra kvikmyndaleikara í Evrópu.

er með Diploma í leiklist frá The Drama Studio London. Hann var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar 1978 til 1989 og lék fjölda hlutverka t.d Búa Árland í Atómstöðinni, Sölva Helgasson í Ég er gull og gersemi og mjólkurpóstinn Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Theodór lék sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem gestaleikari 1987 í söngleiknum Maraþondansi en kom svo aftur til starfa hjá félaginu við opnun Borgarleikhúss árið 1989, hefur starfað þar síðan og leikið fjölda hlutverka auk þess sem hann lék í Kaffi í Þjóðleikhúsinu. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu má nefna Gosa, Fló á skinni, Fýsn, Milljarðamærin snýr aftur, Söngvaseið, Fjölskylduna og Kirsuberjagarðinn. Theodór hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni. Theodór hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og einnig hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur leikið í ótal útvarpsleikritum, sjónvarps- og kvikmyndum t.a.m. Englum alheimsins, Hafinu, Ikingút, Mýrinni, Sveitabrúðkaupi, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo. Theodór er varaformaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur.

Sýningar Hilmars á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz, Fanný & Alexander og Nei, ráðherra!

Sýningar Theodórs á leikárinu: Kirsuberjagarðurinn og Fanný & Alexander.

29

Fanný og Alexander


Charlotte Bøving

Jóhann Sigurðarson

lauk leiklistarnámi við leiklistarskólann í Árósum árið 1992. Hún lék ýmis hlutverk við Aarhus teater á árunum 1992 til 1996, meðal annars Ariel í Ofviðrinu eftir Shakespeare, Maríu í Sjúk æska eftir Brückner og Víólu í Þrettándakvöldi Shakespeares. Hún lék við ýmis leikhús í Kaupmannahöfn á árunum 1996 til 1999, meðal annars Katrine í Die Fremdenführerin eftir Botho Strauss og Toru í Bildmakarna eftir Per Olov Enquist. Hún hefur einnig leikið í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Charlotte hefur fengið nokkur verðlaun á sviði leiklistar, Inge Dams skuespillerlegat 1994, Bikubens Gule kort 1995, Henkelprisen 1995 og Grímuverðlaun árið 2007 fyrir hlutverk sitt í Ófögru veröld. Charlotte hefur búið á Íslandi frá árinu 2000. Hún hefur leikstýrt verkefnum bæði hérlendis og í Danmörku en meðal verkefna hér á Íslandi má nefna Ævintýrið um Rauðhettu í Hafnarfjarðarleikhúsinu, þar sem hún samdi jafnframt handrit og tónlist. Einnig má nefna Mamma mamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Bláa Gullið í Borgarleikhúsinu, sem samið var af leikhópnum. Charlotte samdi einleikina Hin smyrjandi jómfrú ásamt Steinunni Knútsdottir og Þetta er lífið sem báðir voru sýndir í Iðnó.

lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og var fyrst um sinn fastráðinn hjá LR þar sem hann lék mörg burðarhlutverk, til að mynda titilhlutverkið í Jóa, Arnald í Sölku Völku, Leslie í Gísl og Kjartan í Guðrúnu og nýverið í söngleiknum Gretti og í Gosa. Jóhann lék svo í Þjóðleikhúsinu í fjölda ára, m.a. í Aurasálinni, Hafinu, Trígorín í Mávinum, titilhlutverkið í Don Juan, í Þreki og tárum, Grandavegi 7, Abel Snorko býr einn, Krítarhringnum, Vegurinn brennur, Ivanov og Öllum sonum mínum. Jóhann er nú fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu, hefur m.a. leikið í Milljarðamærin snýr aftur, Fólkinu í blokkinni, Gauragangi, Ofviðrinu og Fólkinu í kjallaranum. Einnig má nefna aðalhlutverk í nokkrum söngleikjum; Vesalingunum, Söngvaseiði, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu auk hlutverka í Íslensku óperunni; Valdi örlaganna og Rakaranum í Sevilla. Meðal kvikmynda sem Jóhann hefur leikið í eru Óðal feðranna, Eins og skepnan deyr, Húsið, Tár úr steini, 101 Reykjavík, Brúðkaup og Heiðin. Jóhann var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Svartri mjólk, söngleiknum Gretti, Öllum sonum mínum og Fólkinu í kjallaranum.

Sýningar Charlotte á leikárinu: Fanný & Alexander

Borgarleikhúsið 2011–2012

Sýningar Jóhanns á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Galdrakarlinn í Oz og Fanný & Alexander.

30


Jóhanna Vigdís Arnardóttir

Margrét Ákadóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999. Auk leikaramenntunar hefur hún lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Jóhanna Vigdís hefur starfað hjá Borgarleikhúsinu frá 1998. Hún hefur farið með fjölda hlutverka og haldið tónleika í Borgarleikhúsinu auk þess sem hún hefur sungið inn á hljómplötur. Af eftirminnilegri hlutverkum Jóhönnu Vigdísar má nefna hlutverk hennar í Píkusögum, Kysstu mig Kata, Lé Konungi, Kryddlegnum hjörtum, Boðorðunum 9, Fjölskyldunni, Enron, Ofviðrinu og Galdrakarlinum í Oz. Jóhanna var tilnefnd til Grímunnar fyrir hlutverk sitt í Chicago og Fjölskyldunni. Jóhanna Vigdís hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2000. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpi m.a. Rétti, Allir litir hafsins eru kaldir og Áramótaskaupum Sjónvarpsins.

Margrét Ákadóttir lauk leiklistarnámi frá The Mountview Theatre School, Englandi árið 1978 og MA gráðu í leiklistarmeðferð(dramapsychotherapy) frá The University of Hertfordshire, Englandi árið 2002. Hún hefur starfað sem lausráðin leikari og leikið fjölmörg hlutverk við atvinnuleikhús landsins og má nefna Gosa í Þjóðleikhúsinu, Klassapíum, Kveðjuskál og Macbeth hjá Alþýðuleikhúsinu. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefur Margrét meðal annars leikið í Gretti, Óánægjukórnum, Djöflaeyjunni, Ljósi heimsins, Sveitasinfóníu og Ronju ræningjadóttur. Margrét hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, m.a. í Djöflaeyjunni, Dansinsum, Magnúsi og nú síðast í Kurteisu fólki. Þá hefur Margrét starfað sem listmeðferðarfræðingur og kennari hjá skólum,fyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum. Sýningar Margrétar á leikárinu: Fanný & Alexander

Sýningar Jóhönnu Vigdísar á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz og Fanný & Alexander.

31

Fanný og Alexander


Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Kristín Þóra Haraldsdóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1997. Katla Margrét hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur haustið 2000. Fyrst gekk hún inn í hlutverk Rosie í söngleiknum Kysstu mig Kata, þá fór hún með hlutverk Huldu í Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason og úlfamömmunnar og apa í Móglí, leikgerð á Skógarlífi eftir Rudyard Kipling. Hún lék í Blíðfinni, Gróu í Boðorðunum 9, Rósauru í Kryddlegnum hjörtum, í söngleiknum Honk!, Púntila bónda og Matta vinnumanni, Donnu í Kvetch, Eunice í Sporvagninum Girnd, Maríu í Sekt er kennd og Sæunni í Hýbílum vindanna. Hún lék einnig í Héra Hérasyni, Terrorisma, Söngvaseið og Galdrakarlinum í Oz. Katla Margrét hefur síðan leikið fjölmörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Óhappi eftir Bjarna Jónsson, Legi og Sumardegi.

útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og var þegar fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar. Kristín lék systurina í Óvitum og Tínu í Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar og Borgarleikhúsinu. Vorið 2008 gerðist hún fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu. Þar hefur hún leikið Girleen í Vestrinu eina, Cate í Rústað, eftir Söru Kane, í Fólkinu í kjallaranum, Ariel í Ofviðrinu og í Strýhærða Pétri. Kristín Þóra lék Ástu systur Orms í Gauragangi og fékk tilnefningu til Grímunnar sem leikkona ársins í aukahlutverki. Sýningar Kristínar á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Elsku barn og Fanný & Alexander

Sýningar Kötlu á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz og Fanný & Alexander.

Borgarleikhúsið 2011–2012

32


Hallgrímur Ólafsson

Halldór Gylfason

útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar strax við útskrift en vorið 2008 gerðist hann fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu. Hjá Leikfélagi Akureyrar lék Hallgrímur í Óvitum og fór með ýmis hlutverk í Ökutímum ásamt því að leika í Fló á skinni. Hjá Borgarleikhúsinu hefur Hallgrímur m.a. leikið í Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldunni, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Elsku barni, Strýhærða Pétri og Kirsuberjagarðinum. Á undanförnum árum hefur hann talsett fjölda teiknimynda, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Hallgrímur hefur einnig starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri.

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann réði sig til Borgarleikhússins árið 1998 og hefur verið þar allar götur síðan. Telja hlutverk hans í húsinu nú á fjórða tug. Meðal eftirminnilegra hlutverka Halldórs í Borgarleikhúsinu eru Grettir úr samnefndum söngleik, Þráinn í And Björk, of course..., Hänschen í Vorið vaknar, Ósvald í Lé konungi, Skolli í Gosa, Lucky í Beðið eftir Godot, Haddi í Fólkinu í blokkinni og hlutverk hans í Góðum Íslendingum, Ofviðrinu, Strýhærða Pétri og Galdrakarlinum í Oz. Einnig lék Halldór norðurljós og dögg í norskum skógi í Búasögu. Halldór hefur sömuleiðis komið víða við í sjónvarpi, hann hefur leikið í áramótaskaupum og er einn leikara og handritshöfunda Sigtisins sem sýnt var á Skjá einum. Halldór er líka tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglunum.

Sýningar Hallgríms á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Kirsuberjagarðurinn, Elsku barn, Fanný & Alexander og Hótel Volkswagen.

Sýningar Halldórs á leikárinu: Galdrakarlinn í Oz, Gyllti drekinn, Fanný & Alexander og Hótel Volkswagen.

33

Fanný og Alexander


Rúnar Freyr Gíslason

Elma Lísa Gunnarsdóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1999. Hann var að loknu námi fastráðinn við Þjóðleikhúsið en árið 2009 gerðist hann fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið. Rúnar Freyr hefur farið með fjölda veigamikilla hlutverka. Meðal annars lék hann Danny Zuko í Grease í Borgarleikhúsinu áður en hann lauk námi, Mark í Rent, Mikael í Veislunni, Nick Í Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cliff í Horfðu reiður um öxl, Gogga í Latabæ, Símon í Krítarhringnum í Kákasus, Hemon í Antigónu, Richmond í Ríkarði þriðja, Gunna í Með fullri reisn, Pál í Græna landinu, Katúrían Í Koddamanninum og fjölmörg önnur aðalhlutverk. Meðal nýlegra hlutverka í Borgarleikhúsinu má nefna Von Trapp í Söngvaseið, Steve í Fjölskyldunni og Valentín í Faust, Atla Geir í Nei, ráðherra! og Lopakín í Kirsuberjagarðinum. Rúnar Freyr var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Veislunni og Böndin á milli okkar. Hann lék Merkútsíó í Rómeó og Júlíu, Róbert í Kommúnunni og Andreas í Woyzeck hjá Vesturporti. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru söngleikirnir Hárið, Grettir og einleikurinn Hellisbúinn.

útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum, stuttmyndum og sjónvarpsþáttum, meðal annars Mýrinni, Blóðböndum, Okkar eigin Osló, Eldfjalli og Roklandi en Elma hlaut Edduverðlaunin fyrir hlutverk sitt þar. Hún lék í MindCamp, Himnaríki, Hreindýrum, Brotinu, Meistaranum og Margarítu og Vinur minn heimsendir í Hafnarfjarðarleikhúsinu, í Ritskoðaranum í Austurbæjarbíói, Hungri í Borgarleikhúsinu, Faðir vor og Beyglur með öllu í Iðnó. Hjá Þjóðleikhúsinu hefur Elma m.a. leikið í Legi, Baðstofunni, Óhappi, Sumarljósi og Fridu. Elma Lísa er annar stofnenda Sokkabandsins sem setti upp sýningarnar Faðir vor, MindCamp og Ritskoðarann. Hún er ein af leikurunum í gamanþáttunum Stelpurnar. Meðal nýlegra sýninga Elmu í Borgarleikhúsinu eru Dúfurnar, Fólkið í kjallaranum, Nei, ráðherra! og Kirsuberjagarðurinn. Sýningar Elmu á leikárinu: Fólkið í kjallaranum, Nei, ráðherra!, Kirsuberjagarðurinn og Fanný & Alexander.

Sýningar Rúnars Freys á leikárinu: Nei, ráðherra!, Kirsuberjagarðurinn, Fanný & Alexander og Svar við bréfi Helgu.

Borgarleikhúsið 2011–2012

34


35

FannĂ˝ og Alexander


Þórarinn Eldjárn gaf út fyrstu bók sína, Kvæði, 1974 og hefur síðan sent frá sér á fjórða tug bóka, ljóð, smásögur, skáldsögur og leikverk. Meðal ljóðabóka hans eru Disneyrímur, Ydd, Óðfluga, Hin háfleyga moldvarpa, Grannmeti og átvextir, Hættir og mörk og sú nýjasta Vísnafýsn frá 2010. Einnig hefur hann endurort Völuspá og Hávamál á nútímaíslensku. Kvæðasafn hans kom út 2008. Af sagnaritun Þórarins má nefna smásagnasöfnin Ofsögum sagt, Margsögu, Ó fyrir framan, Sérðu það sem ég sé, Eins og vax og Alltaf sama sagan, auk þess skáldsögurnar Kyrr kjör, Skuggabox, Brotahöfuð og Baróninn. Bækur eftir Þórarin hafa komið út á ensku, frönsku, þýsku, finnsku og dönsku, sögur hans hafa verið kvikmyndaðar og fjöldi ljóða tónsettur. Hann hefur líka verið mikilvirkur þýðandi bóka og sviðsverka, auk tilfallandi ljóða og söngtexta. Meðal höfunda sem hann hefur íslenskað má nefna August Strindberg, Henrik Ibsen, Lewis Carrol, Bertolt Brecht, Dario Fo, Slawomir Mrozek, Göran Tunström og Erlend Loe – og nú síðast William Shakespeare en þýðing Þórarins á Lé konungi fyrir sýningu Þjóðleikhússins var gefin út af Forlaginu 2010 og tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna 2011.

Stefán Baldursson

lauk námi í leikhús-og kvikmyndafræðum frá Stokkhólmsháskóla. Hann hefur starfað sem leikstjóri í fjóra áratugi og á að baki yfir áttatíu leikstjórnarverkefni. Stefán var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur frá 1980-87 og þjóðleikhússtjóri frá 1991-2005. Meðal sýninga hans í Þjóðleikhúsinu eru Kaupmaður í Feneyjum, Góða sálin í Sesúan, Grænjaxlar, Öskubuska, Sumargestir, My Fair Lady og mörg leikrit Guðmundar Steinssonar, þar á meðal Stundarfriður en sú sýning varð vinsælasta íslenska verkið, sem þá hafði verið sýnt í Þjóðleikhúsinu og fór í leikferð til sjö borga Evrópu. Meðal annarra sýninga hans í Þjóðleikhúsinu eru Brúðuheimili, Villöndin, Horfðu reiður um öxl, Sorgin klæðir Elektru og Veislan en sú sýning hlaut ellefu tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar 2003, meðal annars fyrir bestu leikstjórn. Af leikstjórnarverkefnum Stefáns hjá Leikfélagi Reykjavíkur má nefna Sölku Völku, Barn í garðinum, Gísl, Draum á Jónsmessunótt, Höll sumarlandsins og Dag vonar. Hann hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist 1979, í fyrsta skipti, sem þau voru veitt og hefur hlotið ýmsar aðrar leiklistarviðurkenningar. Hann hefur leikstýrt fjölmörgum sýningum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Meðal nýlegra verkefna Stefáns hérlendis eru Ég er mín eigin kona og Killer Joe, báðar hjá Leikhúsinu Skámána en sú síðarnefnda var tilnefnd til átta Grímuverðlauna ma.fyrir bestu leikstjórn. Á síðasta ári leikstýrði hann Öllum sonum mínum í Þjóðleikhúsinu og hlaut sú sýning sex tilnefningar til Grímunnar ma.fyrir bestu leikstjórn. Stefán hefur verið óperustjóri Íslensku óperunnar frá 2007, þar sem hann hefur ma.leikstýrt óperunni Rigoletto.

Borgarleikhúsið 2011–2012

36


Vytautas Narbutas stundaði myndlistarnám við Klaipeda Art School, Kaunas Art College og Vilnius Art Academy. Hann hefur unnið í leikhúsi frá árinu 1982 og gert fjölda leikmynda og búninga í heimalandi sínu Litháen, Íslandi og víða erlendis. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hér í Borgarleikhúsinu hefur hann gert leikmyndir við Fjandmann fólksins, Gosa, í Þjóðleikhúsinu við sýningar Rimasar Tuminas á Mávinum, Don Juan, Þremur systrum og Ríkarði þriðja og auk þess Hamlet, Rent og Draum á Jónsmessunótt og Engisprettur. Hann gerði einnig leikmynd og búninga fyrir Mýs og menn í Loftkastalanum og Töfraflautuna í Íslensku óperunni, Túskildingsóperuna í Nemendaleikhúsi Listaháskóla Íslands, Fridu hjá Þjóðleikhúsinu, Fólkið í Blokkinni og Ofviðrið hjá Borgarleikhúsinu. Vytautas hannaði leikmynd fyrir Tartuffe í Árósum í uppsetningu Oskaras Korsunovas og Pétur Gaut í Luzern í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Hann gerði búninga fyrir kvikmyndina Ungfrúin góða og húsið. Vytautas starfar einnig sjálfstætt sem myndlistarmaður og hefur haldið myndlistarsýningar í Litháen, Finnlandi, Japan og á Íslandi.

Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir nam myndlist og leikmynd við listaháskóla í Vínarborg og Berlín. Hún hefur starfað síðan sem leikmynda- og/eða búningahöfundur. Flestar leiksýningar hefur hún í gegnum tíðina unnið fyrir Þjóðleikhúsið, m.a. Stundarfrið, Sumargesti, Garðveislu, Heimili Vernhörðu Alba, Sprengda hljóðhimnu vinstra megin, My Fair Lady, Gaukshreiðrið, Hafið, Brúðarmyndina, Brúðuheimilið, Gullna hliðið, Stakkaskipti, Horfðu reiður um öxl, Veisluna, Jón Gabríel Borkmann, Sorgin klæðir Elektru, Vegurinn brennur, Dínamít, óperuna Hollendinginn fljúgandi og nú síðast sem búningahöfundur við Alla syni mína. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó vann hún fyrst Sölku Völku, Barn í garðinum og Dag vonar en Dauðann og stúlkuna og Amadeus í Borgarleikhúsinu. Sölku Völku síðar í Osló en Kaupmanninn í Feneyjum o.fl. í Þýskalandi. Hún var leikmyndahöfundur fyrir Íslensku óperuna við Óperuperlur, Dagbók Önnu Frank, Cavalleria Rusticana og Pagliacci og árið 2010 Rigoletto. Síðustu ár hefur Þórunn rekið eigið hönnunarfyrirtæki og hannað sýningar svo sem Heimskautslöndin unaðslegu, sem flakkað hefur víða, landnámssýninguna Reykjavík 871+/- 2 sem hefur fengið fjölda viðurkenninga og sýningu í nýrri Snæfellsstofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Sumarið 2011 opnaði ný sýning í Mývatnsstofu og í desember afmælissýning um Skúla Magnússon fógeta.

37

Fanný og Alexander


Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Meðal sýninga sem Björn hefur lýst eru Brúðuheimilið, Krítarhringurinn í Kákasus, Hægan Elektra, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veislan, Rauða spjaldið, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð, Öxin og jörðin og Leg í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur unnið lýsingu margra sýninga Hafnarfjarðarleikhússins, Íslensku óperunnar og ýmissa leikhópa. Hjá LA lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Fólkið í blokkinni, Milljarðamærin snýr aftur, Heima er best, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum og Ofviðrið. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hefur hann hlotið Grímuna fyrir vinnu sína. Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu.

Jóhann G. Jóhannsson stundaði nám í píanóleik hjá Carl Billich (1963-’68) og Halldóri Haraldssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík (1968-’75). Nam tónlistarfræði, hljómsveitarstjórn og eðlisfræði við Brandeis-háskólann í Boston (1975’79) og hjá Ingmar Bengtsson við Tónvísindastofnun Uppsalaháskóla (1979-’80). Tónlistarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og Borgarleikhúsinu 1980-’91 og tónlistarstjóri Þjóðleikhússins 1991-2010. Hefur stjórnað tónlist í yfir 70 leiksýningum og söngleikjum; m.a. Draumi á Jónsmessunótt (LR ‘85), Landi míns föður, My Fair Lady, West Side Story, Fiðlaranum á þakinu, Syngjandi í rigningunni, Edith Piaf, Túskildingsóperunni, Oliver og flestöllum stærri barnasýningum Þjóðleikhússins síðustu tvo áratugina. Hefur samið leikhústónlist af ýmsu tagi, m.a. tónlistina við Skilaboðaskjóðuna og mörg önnur barnaleikrit, en auk þess sönglög, kórverk og hljóðfæratónlist. Einnig hefur hann fengist við textagerð og þýddi m.a. söngtextana fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins árið 2008 á söngleiknum Oliver.

Ólafur Örn Thoroddsen lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1976 og lék hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur áður en hann gerðist tæknistjóri Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Þar var hann hljóðog ljósahönnuður og hefur auk þess lýst áhugamannasýningar. Hann var tæknistjóri leikflokksins Bandamenn á leikferð um heiminn og lýsti m.a. Bandamannasögu. Ólafur hefur verið fastráðinn hljóðhönnuður við Borgarleikhúsið frá opnun þess og unnið við fjölda sýninga, m.a. Einhver í dyrunum, Öndvegiskonur, Boðorðin 9, Híbýli vindanna, Woyzeck, Ófagra veröld, Amadeus, Dauðasyndirnar og Harry og Heimir. Ólafur var tilnefndur til Grímunnar fyrir hljóðhönnun fyrir síðastnefnda verkið.

Elín Sigríður Gísladóttir stundaði nám við textíldeild MHÍ 1986-1990. Elín hefur starfað við leikgervadeild Borgarleikhússins frá árinu 2005 og var fastráðin árið 2007. Hún hefur starfað við fjölda sýninga, svo sem Blíðfinn, Ronju Ræningjadóttur, Gosa, Gretti, Dauðasyndirnar, Söngvaseið, Strýhærða Pétur, Gauragang og margar fleiri.

Borgarleikhúsið 2011–2012

38


Ingibjörg E. Bjarnadóttir lauk námi í sýningastjórn frá Guildford School of Acting and Dance árið 1990. Hún hóf störf hjá Borgarleikhúsinu sem sýningarstjóri sama ár og starfaði þar til 1999 við mörg verkefni á Stóra sviðinu eins og Þrúgur reiðinnar, Ljón í síðbuxum, Stone free, Galdrakarlinn í OZ, Grease og Pétur Pan. Ingibjörg var ráðin sem sýningarstjóri hjá Þjóðleikhúsinu árið 2001 og var m.a. sýningarstjóri í Önnu Kareninu, Jóni Oddi og Jóni Bjarna, Allir á svið, Ríkarði þriðja, Dínamíti og Dýrunum í Hálsaskógi. Hún kom svo aftur til starfa hjá Borgarleikhúsinu árið 2004 og er nú fastráðinn sýningarstjóri á Stóra sviðinu. Síðustu sýningar sem Ingibjörg vann við eru Gosi, Milljarðamærin snýr aftur, Gauragangur, Fjölskyldan, Ofviðrið og Galdrakarlinn í OZ.

Fríða Sigurðardóttir stundaði listgreinanám við University of North Carolina at Asheville í Bandaríkjunum, 2002-2004. Hún útskrifaðist með BFA gráðu í arkitektúr frá Savannah College of Art and Design árið 2007. Ári síðar lauk hún M. Arch námi frá sama skóla og var verðlaunuð fyrir framúrskarandi námsárangur. Fríða tók á menntaskólaárum þátt í nokkrum nemendaleiksýningum og hefur leikið í fjölda stuttmynda. Hún hlaut árið 1996 Íslensku Barnabókaverðlaunin ásamt móður sinni, Ingibjörgu Möller, fyrir bókina Grillaðir bananar. Frá námslokum árið 2008 hefur hún tekið að sér ýmis hönnunarverkefni meðfram arkitektastörfum. Meðal næstu verkefna Fríðu má nefna aðstoð við teikningu leikmyndar fyrir Hótel Volkswagen.

39

Fanný og Alexander


Borgarleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag á Íslandi, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinveru leiksýninga í Reykjavík 1854. Leikfélag Reykjavíkur starfaði óslitið í Iðnó þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í nýtt leikhús, Borgarleikhúsið, sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu og samráði við Leikfélag Reykjavíkur.

Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur

Stjórn Borgarleikhússins

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson 1963 - 1972 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 •.Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stefán Baldursson 1983 - 1987 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðjón Pedersen 2000 - 2008 •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Magnús Geir Þórðarson 2008 –

Nýr samningur Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar gekk í gildi 11. janúar árið 2001. Þá leysti stjórn Leikfélags Reykjavíkur leikhúsráð af hólmi og tók ábyrgð á rekstri leikhússins. Síðar voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins og það opnað öllu áhugafólki um leiklistarstarfsemi LR, en frá stofnun þess voru það eingöngu starfsfólk Leikfélagsins sem áttu aðild að félaginu. Stjórn er kosin á aðalfundi og er í dag skipuð áhugafólki um rekstur Borgarleikhúss. Ræður hún til sín leikhússtjóra og framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur leikhússins.

Heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

•. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Baldvin Tryggvason •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Guðrún Ásmundsdóttir •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jón Sigurbjörnsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steindór Hjörleifsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Steinþór Sigurðsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sveinn Einarsson •. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vigdís Finnbogadóttir

Í dag sitja stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir, formaður. Marta Nordal, ritari, Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru þær Edda Þórarinsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Finnur Oddsson.

Borgarleikhúsið 2011–2012

40


Fastráðnir

starfsmenn Yfirstjórn og skrifstofa Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Þorsteinn S. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Frank Hall, listrænn ráðunautur Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Jón Þ. Kristjánsson, hönnuður / markaðsfulltrúi Helga Pálmadóttir, gjaldkeri Kári Gíslason, skipulagsstjóri Leikarar Bergur Þór Ingólfsson Elma Lísa Gunnarsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Hallgrímur Ólafsson Hanna María Karlsdóttir Hilmar Guðjónsson Ilmur Kristjánsdóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Jörundur Ragnarsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Kristín Þóra Haraldsdóttir Lára Jóhanna Jónsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Rúnar Freyr Gíslason Sigrún Edda Björnsdóttir Theódór Júlíusson Unnur Ösp Stefánsdóttir Þórir Sæmundsson Þröstur Leó Gunnarsson Listrænir stjórnendur Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Snorri Freyr Hilmarsson, leikmyndahönnuður Sýningarstjóradeild Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Ingibjörg Bjarnadóttir, sýningarstjóri, Stóra svið Chris Astridge, sýningarstjóri, Nýja svið Hlynur Páll Pálsson, sýningarstjóri, Litla svið Haraldur Björn Halldórsson, sýningastjóri Litla svið Leiksvið Kristinn Karlsson, forstöðumaður Friðþjófur Sigurðsson, aðstoðarsviðsstjóri Ögmundur Jónsson, tæknisviðsstjóri Richard Haukur Sævarsson, sviðsmaður Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður

Ljósadeild Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Magnús Helgi Kristjánsson, ljósamaður Kjartan Þórisson, ljósamaður

Hljóð- og tölvudeild Ólafur Örn Thoroddsen, forstöðumaður Thorbjørn Knudsen, hljóðmaður Stefán Þórarinsson, tölvuumsjón Búningadeild Stefanía Adolfsdóttir, forstöðumaður Maggý Dögg Emilsdóttir Elma Bjarney Guðmundsdóttir Leikgervadeild Árdís Bjarnþórsdóttir, forstöðumaður Elín Sigríður Gísladóttir Leikmunadeild Móeiður Helgadóttir, forstöðumaður Aðalheiður Jóhannesdóttir, yfirleikmunavörður Anna María Tómasdóttir Þorleikur Karlsson Smíðaverkstæði Gunnlaugur Einarsson, forstöðumaður Ingvar Einarsson, smiður Haraldur Björn Haraldsson, smiður Miðasala og framhús Guðrún Stefánsdóttir, miðasölu- og framhússtjóri Vigdís Theodórsdóttir, vaktstjóri Guðrún Sölvadóttir Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir Eldhús Sigurveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður Áslaug Sunna Óskarsdóttir Stefanía Þórarinsdóttir Ræsting Elín Anna Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Gréta Sigurjónsdóttir, ræstitæknir Móttaka Agnes Lily Guðbergsdóttir, móttökuritari Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari Umsjón húss: Ögmundur Þór Jóhannesson Borgarleikhúsið Listabraut 3, 107 Reykjavík Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500 Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

41

Fanný og Alexander


Eldhaf Magnað og spennuþrungið leikrit sem farið hefur sigurför um heiminn Kona deyr á sjúkrahúsi. Börn hennar, tvíburarnir Símon og Janine, eru boðuð á fund lögfræðings vegna erfðaskrár móður þeirra. Hann afhendir þeim sitt hvort bréfið frá móðurinni og segir það hinstu ósk hennar að tvíburarnir afhendi bréfin í eigin persónu. Annað á að færa bróður þeirra sem þau vissu ekki aðværi til og hitt föður þeirra sem þau töldu látinn. Systkinin halda með bréfin í óvenjulega ferð sem afhjúpar þeim áður ókunna fortíð móður þeirra og hræðilegt leyndarmál. Eldhaf er stór saga um alvöru fólk, harmleikur um fortíðina sem skapar nútímann.

Höfundur: Wajdi Mouawad Þýðing: Hrafnhildur Hagalín

Wajdi Mouawad (1968) er fæddur í Líbanon en

Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson

flúði með foreldrum sínum til Parísar og býr nú

Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir

í Montréal í Kanada þar sem hann starfar sem

Lýsing: Þórður Orri Pétursson

leikari, leikstjóri, leikhússtjóri og leikskáld. Eldhaf

Tónlist: Hallur Ingólfsson

er hans þekktasta verk, hefur verið þýtt á tuttugu tungumál, farið sigurför um heiminn og verið

Leikarar:

sýnt í yfir 100 uppsetningum á síðustu árum.

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Kvikmyndin sem gerð var upp úr leikritinu hefur

Guðjón Davíð Karlsson

hlotið einróma lof og fjölda verðlauna.

Lára Jóhanna Jónsdóttir Bergur Ingólfsson

Frumsýnt 26. janúar 2012 á Nýja sviðinu

Birgitta Birgisdóttir Þórir Sæmundsson

Úr erlendum dómum:

Jörundur Ragnarsson

„Eitt stórfenglegasta leikrit síðustu ára, yfir- gnæfir jafnvel stærstu harmleiki sögunnar.“ Neue Presse „Ofbeldi dregur fólk niður í svaðið og drepur, en mannúðin lifir. Ef til vill barnslegur boð- skapur en höfðar beint til hjartans í þessu stórfenglega leikriti.“ Frankfurter Rundschau „Aðeins eitt að gera: Horfa, njóta en vera jafnframt viðbúinn að upplifa hrylling sem fá hnakkahárin til að rísa.“ Børsen „Leiklist í hæstu hæðum – of mikilvægt til að láta fram hjá sér fara. Söguþráðurinn svo ótrúlega magnaður og einstakur að ekki er hægt annað en láta hrífast.“ Information

Borgarleikhúsið 2011–2012

42


Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Jafnframt er ómetanlegur stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Fyrir það erum við afar þakklát.

43

Fanný og Alexander


ÞÚ SITUR ALLTAF Á FREMSTA BEKK HJÁ ICELANDAIR

Þegar þú sest í þægilegt, leðurklætt sæti um borð í flugvél Icelandair hefurðu fyrir framan þig þinn eigin persónulega snertiskjá og þar með aðgang að afþreyingarkerfinu um borð.

bekk og horft þar á nýjar og klassísar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Að auki geturðu hlustað á innlenda og erlenda tónlist sem DJ Margeir hefur hjálpað okkur að velja.

Í afþreyingarkerfinu eru í boði allt að 150 klukkustundir af fjölbreyttu efni. Þú getur notið þess sitja á fremsta

+ Bókaðu ferð á www.icelandair.is Vinsamlegast athugið að í hreinum undantekningartilfellum getur það komið fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél þar sem sæti og afþreyingarkerfi eru ekki eins og í auglýsingum.

Borgarleikhúsið 2011–2012

44


45

FannĂ˝ og Alexander


Sænskt hátíðarhlaðborð 1 vel stæð fjölskylda böðuð upp úr ástríki Drengur og stúlka 1 meinlætamaður í biskupskápu

Látið krauma yfir töfrum og angurværð í eitt ár Borið fram á sparistelli af ungum dreng

Fullkomin leikhúsveisla

Við erum stolt af því að vera einn af máttarstólpum Borgarleikhússins. Góða skemmtun!

Borgarleikhúsið 2011–2012

46

ENNEMM / SÍA / NM49772

Fögnuður, sorg og forngripir í hárréttum hlutföllum


Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ

6.990

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. 47

Fanný og Alexander


Í björtu leikhúsi bíður þín veisla blikandi stjörnur á sviðinu geisla. Auðævi í listum liggja leyfðu þér að njóta, þiggja. Okkar hlutverk er að tryggja.

VÍS er stoltur máttarstólpi Borgarleikhússins. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

Borgarleikhúsið 2011–2012

48

| vis.is


Tapas barinn – fullkominn fyrir eða eftir sýningu Tapas - Barinn

Eina eldhúsið opið

23.30 á virkum dögum og til 01.00 um helgar til

HINN EINI SANNI Í 11 ÁR

RESTAURANT- BAR

Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is 49

Fanný og Alexander


Góða skemmtun!

Valitor er einn af máttarstólpum Borgarleikhússins.

www.valitor.is

Borgarleikhúsið 2011–2012

50


51

FannĂ˝ og Alexander


Borgarleikhúsið 2011–2012

52

Fanný & Alexander  
Fanný & Alexander  

Fanný og Alexander í Borgarleikhúsinu

Advertisement