Borgarleikhúsblaðið 2017 - 2018

Page 51

GOTT AÐ VITA MÆTIÐ TÍMANLEGA

NÆG BÍLASTÆÐI

STRÆTÓ STOPPAR FYRIR UTAN

Á rúmgóðum og notalegum Leikhúsbar Borgarleikhússins má njóta léttra veitinga, glugga í leikskrár og eiga ljúfa stund fyrir sýningu. Tilvalið er að panta veitingar bæði fyrir sýningu og/eða í hléi. Leiksýningar hefjast á tilsettum tíma og þá er áhorfendasölum lokað.

Fyrir leiksýningar er alla jafna hægt að finna bílastæði við Kringluna, bæði á efri og neðri hæð bílastæðisins. Frá neðri hæðinni er gengið upp tröppur beint að miðasölunni.

Í kringum Borgarleikhúsið stoppa strætisvagnar frá öllum hverfum borgarinnar. Fólk getur skilið bílinn eftir heima, notið leikhúskvöldsins í rólegheitum og náð síðustu ferð heim.

LEIKHÚSUPPLIFUN SÆLKERANS

DISKAR, BÆKUR OG BOLIR

GOTT AÐGENGI

Kitlaðu bragðlaukana með ljúffengum veitingum á Leikhúsbarnum áður en tjaldið er dregið frá. Við tökum vel á móti einstaklingum jafnt sem stórum og smáum hópum og töfrum fram sannkallaðar leikhúsveislur. Nánari upplýsingar í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is.

Hægt er að fá ýmsa áhugaverða og skemmtilega muni sem tengjast sýningum Borgarleikhússins. Má þar nefna leikskrár, bækur og geisladiska úr sýningunum Blái hnötturinn og Elly.

Í Borgarleikhúsinu er sérstakt pláss fyrir hjólastóla í öllum sölum hússins. Einnig eru Stóri og Litli salur hússins búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnartækja kleift að heyra betur það sem fer fram á sviðinu.

VEISLUR OG SKOÐUNARFERÐIR

GJÖF SEM LIFNAR VIÐ

FÁIÐ FRÉTTIRNAR FYRST

Gerðu kvöldið enn eftirminnilegra fyrir hópinn þinn. Við sníðum stærð og umfang veislunnar að þörfum hópsins og bjóðum allt frá standandi veislum til margrétta máltíða. Sendu línu á veitingar@borgarleikhus.is ef þú vilt gera þitt kvöld ógleymanlegt. Einnig er hægt að panta skoðunarferð um húsið.

Hægt er að kaupa gjafakort í miðasölu Borgarleikhússins, á borgarleikhus.is og á þjónustuborði Kringlunnar. Áskriftargestir Borgarleikhússins fá kortin á sérstökum kjörum.

Þeir sem skrá sig á póstlista á borgarleikhus.is fá fyrstir fréttir af góðum tilboðum, sýningum og nýjungum í húsinu. Einnig er mögulegt að fylgjast með á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Snapchat. Þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með því sem fer fram á bak við tjöldin og vera í beinu sambandi við leikhúsið.

SÖNGLIST – FYRIR FRÍSKA KRAKKA Söng- og leiklistarskólinn Sönglist hefur verið starfræktur í Borgarleikhúsinu í yfir tíu ár. Þar hafa margir krakkar fengið sitt fyrsta tækifæri til þess að spreyta sig á sviði. Nemendur skólans eru á aldrinum 7-16 ára og fá vandaða söng- og leikþjálfun hjá menntuðum kennurum. Vetrarnámskeið hefjast í september og standa í 12 vikur hvert námskeið. Nánar á songlist.is.

Útgefandi: Borgarleikhúsið, ágúst 2017 Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Jón Þorgeir Kristjánsson og María Hrund Marinósdóttir Hönnun: ENNEMM auglýsingastofa Ljósmyndir: Ari Magg, Börkur Sigþórsson, Grímur Bjarnason, Jón Guðmundsson, Jorri, Lárus Sigurðarson o.fl. Teikning: Pétur Stefánsson og Hrefna Lind Einarsdóttir Prentun: Oddi Borgarleikhúsið | Listabraut 3 | 103 Reykjavík Miðasala 568 8000 | Skrifstofa 568 5500 | www.borgarleikhus.is Fylgdu okkur á Facebook, Instagram og Snapchat.

51


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.