Page 1

BORGARLEIKHÚSIÐ 2017 - 2018

1


EKKI VONA, VERTU! ... þetta syngur Frank N Furter í söngleiknum Rocky Horror. Í vetur ætlum við í Borgarleikhúsinu að taka hann á orðinu, láta vonir verða að veruleika og bjóða þér, kæri áhorfandi, að koma með okkur í ógleymanlegt ferðalag þar sem allt getur gerst. Leikhúsið er lifandi samverustaður og einn af fáum stöðum í erilsömum heimi þar sem við sitjum saman í þögn til að sjá og heyra betur, til að halda okkur vakandi, til að spyrja spurninga, til að gleðjast og til að skilja heiminn og okkur sjálf. Verkefni Borgarleikhússins í vetur eru afar fjölbreytt og afgerandi en eiga það öll sameiginlegt að taka til skoðunar mennskuna og samfélagið í öllum sínum regnbogans litum. Á Nýja sviðinu hefjum við leika með sígildu meistaraverki George Orwell, 1984, hárbeittri ádeilu á eftirlitssamfélagið sem spyr krefjandi spurninga. Við færum ykkur einn þekktasta harmleik leiklistarsögunnar, Medeu, þar sem brennandi ástríður ráða ríkjum og fylgjumst svo með leikhóp klúðra öllu sem klúðrast getur í gamanleiknum Sýningin sem klikkar. Á Stóra sviðinu bjóðum við upp á kraftmiklar stórsýningar að venju. Í október mætir gleðileikurinn Guð blessi Ísland á svið þar sem íslenska efnahagsundrið verður krufið til mergjar. Því næst sviðsetjum við stórvirki Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, sem byggir á þríleik hans, einum ástsælustu skáldsögum þjóðarinnar frá síðari árum. Svo förum við alla leið til Transilvaníu og sprengjum þakið af húsinu þegar Páll Óskar mætir til leiks ásamt fríðu föruneyti í Rocky Horror. Litla sviðið verður tileinkað frumsköpun og nýjum verkum, Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, Natan eftir leikhópinn Aldrei óstelandi og Sölku Guðmundsdóttur og Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur líta dagsins ljós og svo ljúkum við leikárinu með verðlaunaverkinu Fólk, staðir, hlutir eftir Duncan Macmillan. Við bjóðum einnig upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir yngstu áhorfendurna. Barnasýning ársins, Blái hnötturinn, snýr aftur á svið vegna mikillar eftirspurnar. Á aðventunni hittum við einstæðinginn Einar í hjartnæmu barnasýningunni Jólaflækja og frumsýnum svo nýtt verk fyrir börn og unglinga í janúar þegar Skúmaskot eftir Sölku Guðmundsdóttur fer á svið. Elly sem heillaði áhorfendur upp úr skónum, farsinn Úti að aka og hin rómaða sýning Brot úr hjónabandi rata aftur á svið vegna mikilla vinsælda enda komust þar færri að en vildu. Ég hvet ykkur til að taka þátt í ferðalaginu og slást í hóp 11.000 ánægðra kortagesta. Við hlökkum til að taka á móti ykkur. Látum drauma rætast og tökum flugið! Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri


BROT ÚR HJÓNABANDI

Kartöfluæturnar

4

Jólaflækja


ÁSKRIFTARKORT BORGARLEIKHÚSSINS

FJÓRAR SÝNINGAR AÐ EIGIN VALI ÞAÐ BORGAR SIG AÐ BÓKA Á NETINU NETVERÐ

ALMENNT VERÐ

UNGMENNAVERÐ

17.500 KR.

18.500 KR.

12.500 KR.

BÓKAÐU Á NETINU

BÓKAÐU Í MIÐASÖLU

25 ÁRA OG YNGRI

1.490 króna viðbótargjald ef sýningin Rocky Horror er valin á kortið.

SEPT

OKT

NÓV

DES

JAN

FEB

MARS

APRÍL

MAÍ

JÚNÍ

Elly

STÓRA SVIÐIÐ

Úti að aka Guð blessi Ísland Blái hnötturinn Himnaríki og helvíti

ÍD Rocky horror

Kartöfluæturnar Natan

LITLA SVIÐIÐ

Brot úr hjónabandi Jólaflækja

Skúmaskot Lóaboratoríum

NÝJA SVIÐIÐ

Fólk, staðir, hlutir

1984 ÍD

Medea Sýningin sem klikkar

Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og til kl. 20 sýningardaga. Um helgar er opið frá kl. 12-20.

Sími 568 8000 borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is

5


STÓRI BRÓÐIR FYLGIST MEÐ ÞÉR

Frumsýnt í september 2017

Höfundur: George Orwell Leikgerð: Robert Icke og Duncan Macmillan Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir Búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Elísabet Alma Svendsen Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson Myndband: Ingi Beck Leikarar: Erlen Isabella Einarsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Haraldur Ari Stefánsson, Jóhann Sigurðarson, Valur Freyr Einarsson, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

,,Fólkið mun aldrei líta upp frá skjánum nógu lengi til að taka eftir því hvað á sér stað í kringum það.” Algert eftirlit er markmiðið í eftirlitssamfélagi Orwells í skáldsögunni 1984. Winston er starfsmaður Sannleiksráðs en hann sér um að breyta upplýsingum og staðreyndum í blöðum og kennslubókum eftir skipunum Flokksins. Svonefndum hliðstæðum staðreyndum eða öllu heldur skaðreyndum er óspart plantað til að draga úr gagnrýni og sjálfstæðri hugsun almennings. Winston skrifar leynilega dagbók sem einskonar heimild fyrir framtíðina. Skilaboð til komandi kynslóða og uppreisnaráskorun. Eða bara huglæg lýsing á heimi þar sem stríð er friður, þrældómur er frelsi og fáfræði er styrkur.

okkar er raunveruleg? Hvað er sannleikur og hvað sannlíki í yfirþyrmandi eftirlitssamfélagi nútímans þar sem hvert okkar spor er rakið af stórfyrirtækjum á netinu, með símtækjum, öryggismyndavélum og rafrænum skilríkjum? Hver er staða einstaklingsins í þessum ósköpum og yfirgangi og hvernig getur hann varðveitt sjálfan sig? George Orwell samdi þessa dystópíu í skugga síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún er fyrir löngu orðin hluti af sígildum bókmenntum og án efa ein merkasta saga síðari tíma.

Í magnaðri leikgerð skáldsögunnar eru áhorfendur dregnir inn í þetta framtíðarsamfélag. Ágengum spurningum er varpað fram: Hvernig vitum við að veröld

Nýja sviðið 6


STJARNA ER FÆDD

Sýningar hefjast á ný í ágúst 2017

„Mér finnst frægðin óþægileg, ég vildi helst geta horfið ... eða slökkt ljósin bara. Fólk vill alltaf vera að kveikja ljós í öllum hornum. Ekki ég.“

Höfundar: Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egilsson

Hver var hún þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands? Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma dáðasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý.

En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna.

„Höfundar bregða á það bráðsniðuga ráð að þræða þekktustu lög Ellyjar í gegnum sýninguna og gefa þeim nýja dýpt með því að tengja þau við atburði í lífi hennar“

„Rýnir á hreinlega ekki nógu sterkt orð til að lýsa magnaðri túlkun Katrínar á Elly“

Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjóri: Sigurður Guðmundsson Höfundur sviðshreyfinga: Selma Björnsdóttir Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Hljómsveit: Aron Steinn Ásbjarnarson, Björn Stefánsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og Örn Eldjárn.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fékk hún Grímuverðlaunin sem söngvari ársins og Stefanía Adolfsdóttir fékk Grímuverðlaun fyrir bestu búningana. Auk þess voru Björgvin Franz Gíslason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir tilnefnd fyrir leik sinn og Garðar Borgþórsson var tilnefndur fyrir hljóðmynd.

SBH. Morgunblaðið.

SJ. Fréttablaðið.

Í samstarfi við Vesturport

Máttarstólpi:

8

Söngvari ársins Búningar ársins

Stóra sviðið


BESTA PARTÝ SEM ÞÚ MUNT NOKKURN TÍMANN UPPLIFA

Frumsýnt í mars 2018

„Ekki vona, vertu!“

Höfundur: Richard O´Brien Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason

Rocky Horror fjallar um kærustuparið, Brad og Janet, sem leita ásjár í gömlum kastala úti á landi í aftakaveðri eftir að springur á bílnum hjá þeim. Þar hitta þau fyrir klæðskiptinginn og vísindamanninn FrankN-Furter og allt hans teymi sem inniheldur afar skrautlegar persónur, m.a. nýjasta sköpunarverk klæðskiptingsins, vöðvatröllið Rocky. Unga parið glatar sakleysi sínu smám saman í þessum líflega félagsskap og lendir í ýmsum ævintýrum í kastalanum. Hárbeittur og eldfjörugur söngleikur með frábærri rokktónlist sem fjallar um mikilvægi þess að fá að vera sá sem maður er með öllum sínum sérkennum og sérstöðu.

Leikstjórn: Marta Nordal Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar og leikgervi: Filippía Elísdóttir Danshöfundur: Lee Proud Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Atli Rafn Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valdimar Guðmundsson, Valur Freyr Einarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Rocky Horror er löngu orðinn klassískur söngleikur sem sýndur hefur verið víða um heim. Hann var frumsýndur í Royal Court leikhúsinu í London árið 1973 en hefur gengið í nýrri uppfærslu í London sl. ár við frábærar viðtökur. Upp úr söngleiknum var gerð bíómyndin Rocky Horror Picture Show árið 1975 sem á sér stóran aðdáendahóp. Söngleikurinn Rocky Horror á brýnt erindi um þessar mundir þegar valdamesta fólk heims ýtir undir og elur á ótta og hatri í garð jaðarhópa.

Dansarar: Arna Sif Gunnarsdóttir, Arnór Björnsson, Guðmunda Pálmadóttir, Margrét Erla Maack, Steve Lorenz, Yannier Oviedo o.fl.

Stóra sviðið 10


EKKI BARA FJÖGUR SKREF TIL HLIÐAR VIÐTAL VIÐ LEE PROUD

12

Í Borgarleikhúsinu vinnur litríkur hópur í hverjum krók og kima. Reglulega fáum við hæfileikaríkt listafólk utan úr heimi til liðs við okkur, sem er ávallt mikil orkuinnspýting og hvetur okkur til frekari dáða. Meðal þeirra sem hafa auðgað íslenskt leikhúslíf á síðustu árum er danshöfundurinn Lee Proud, en tugþúsundir Íslendinga hafa notið hæfileika hans – Lee er maðurinn á bak við hreyfingarnar í sýningunum Mary Poppins, Billy Elliott og Mamma Mia! Nú ætlar Lee að stíga með okkur nýjan takt í einni stærstu sýningu leikársins, Rocky Horror, í leikstjórn Mörtu Nordal. Við settumst niður með Lee til að heyra hvernig leið hans lá frá enskri iðnaðarborg og inn í íslenskt leikhús, og fengum einnig að forvitnast um starf danshöfundarins sem er fjölbreyttara en margan grunar.

Lee er víðförull og hefur meðal annars komið að uppsetningum í Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Japan og Mónakó. Árið 2016 útnefndi fagtímaritið The Stage hann einn af tíu bestu danshöfundum Bretlands. „Að vera nefndur í sömu andrá og danshöfundar sem ég dáist sjálfur að var mikil viðurkenning.“

Lee Proud kemur úr verkamannafjölskyldu í Newcastle í NorðurEnglandi. Þegar Lee var níu ára fór fjölskyldan í afdrifaríka skemmtiferð til London. Með rútumiðunum fylgdu miðar á söngleikinn Evitu og drengurinn var bergnuminn frá fyrstu stundu: „Alheimurinn opnaðist fyrir mér!“ segir Lee. „Að sjá leikarana á sviði, finna lyktina af sminkinu – þetta var spennandi heimur.“ Þegar fjölskyldan gekk framhjá öðru leikhúsi daginn eftir linnti Lee ekki látum fyrr en þau höfðu keypt sig inn á næsta söngleik. Þar með voru örlög hans ráðin.

Í Borgarleikhúsinu hafa verið settar upp metnaðarfullar söngleikjasýningar á síðustu árum og Lee segist sjá ótrúlegar framfarir síðan hann kom fyrst til landsins. „Ég sá þetta vel í prufunum fyrir Rocky, hvað færnin er orðin mikil. Ungir krakkar sem koma á sýningar falla fyrir leikhúsinu rétt eins og ég, og sumir gera það að ævistarfi sínu. Skilaboð leikhússins eru að leiklist sé fyrir alla, og það er stórkostlegt að gera ungu fólki kleift að tjá sig og þróa eigin rödd, í beinum og óbeinum skilningi.“

„Newcastle er rótgróin iðnaðarborg, óralangt frá ljósadýrðinni á West End, en ég fór í sömu plötubúðina alla laugardaga og sparaði vasapeningana til að kaupa plötur með söngleikjatónlist.“ Rétt eins og Billy Elliott sótti Lee danstíma. Í ljós kom að hann hafði fallega rödd og foreldrarnir buðu honum að fara í söngnám. 12 ára gamall fór Lee í prufur fyrir söngleikinn Bugsy Malone og hreppti sitt fyrsta hlutverk á West End, í vöggu breskrar söngleikjamenningar. „Þegar sýningum lauk ákvað ég að búa í London og sækja sviðslistaskóla. Ég fékk styrk frá Newcastle-borg og var tekinn inn í hinn virta Italia Conti-skóla.“ Fyrsta verkefni Lee eftir útskrift var Starlight Express eftir Andrew Lloyd Webber, sem reyndist upphafið að farsælum og fjölbreyttum ferli. Eftir að hafa samið tónlist, sungið með hljómsveit, kennt og komið fram á sviði, meðal annars sem yfirdansari í Billy Elliott, bauðst Lee að gerast fastur danshöfundur í söngleiknum vinsæla – stíga niður af sviðinu og gerast listrænn stjórnandi. „Þá var ég kominn hinum megin við borðið og hugsaði: Þetta vil ég gera.“

En hvað er það nákvæmlega sem danshöfundur gerir? Lee tekur fram að hans aðkoma snúist um meira en dansspor. „Ég vinn mjög náið með leikstjóra og tónlistarstjóra. Starfið spannar allar hreyfingar í sýningunni, ekki bara dans; til dæmis hvenær á að taka upp tebolla eða hversu hratt skal ganga niður stiga. Ég hugsa um andrúmsloft, taktinn í sýningunni og sjónræna heild – öll smáatriðin. Ég hef mikið samráð við aðra listræna stjórnendur, til dæmis gæti ég beðið tónlistarstjórann að hafa tiltekið lag kraftmeira eða hægara svo það rími betur við orkuna á sviðinu.“

Aðspurður segir Lee: „Skipulagið er ekki alls staðar eins en markmiðið er alltaf það sama, að gera sýninguna sem besta. Leikhúsið er alltaf töfrastaður. Því er ég heppinn að vera í þessu starfi og geta farið svona víða. Sambýlismaður minn og fjölskylda styðja mig af alúð og þegar ég hef tíma skrepp ég til sólríkari landa. Svo pakka ég bara aukapeysum í töskuna þegar leiðin liggur til Íslands.“

Kóreógrafía snýst jafnvel um það þegar leikarinn stendur kyrr. Á sviðinu tekur allt á sig merkingu. „Ég kenni leikurum að ganga, tala, sitja, borða. En fyrst og fremst vil ég að hreyfingar segi sögu. Allar hreyfingar sem ég skapa spretta af tilfinningu, af því sem knýr viðkomandi persónu áfram. Kóreógrafía er tæki til að segja sögu – hún er ekki bara spor. Þetta snýst aldrei bara um að stíga fjögur skref til hliðar og klappa


saman höndum. Leikarinn verður að skilja hvað liggur að baki. Sumir segja sögur með orðum, ég segi þær með líkamanum. Í söngleik tekur söngur við af tali til að magna upp tilfinningu eða aðstæður, og til að magna andrúmsloftið enn frekar er dansað. Ég tek þátt í öllu ferlinu, frá því áður en persónurnar byrja að dansa, svo það sé eðlilegt – og satt.“ Hið síðarnefnda er Lee einkar mikilvægt: „Allt sem við gerum í leikhúsi byggist á því að vera sannur. Þótt sýning eins og Rocky Horror sé groddaleg og ýkt verður hún að byggjast á raunverulegum tilfinningum.“ Lee fyllist sannri tilhlökkun þegar talið berst að Rocky Horror. Hann segist sérstaklega spenntur fyrir að vinna með Páli Óskari, sem hann lýsir sem einstökum listamanni. Hann er meðvitaður um mikilvægi þess að heilla jafnt gamla aðdáendur Rocky og þá sem munu upplifa söngleikinn í fyrsta sinn á sviði Borgarleikhússins. „Ég vil halda í kjarnann í söngleiknum um leið og við gerum sýningu fyrir áhorfendur ársins 2018. Þegar um heittelskaðan söngleik er að ræða eru aðdáendurnir fyrstir til að segja manni hvort vel tókst til.“ Lee bendir á að í söngleiknum sé vísað í ótal menningarkima sem sé gaman að grufla í: „Yfir Rocky er B-mynda tilfinning sem spannar fimmta til áttunda áratuginn og ýmsir skemmtilegir straumar koma saman í sögu sem er vissulega alveg sturluð á yfirborðinu, en felur þó í sér frábær skilaboð um að vera sjálfum sér samkvæmur. Frank-NFurter er stórkostleg persóna, leiðtogi eins konar költs eða kommúnu á sveitasetri í Transilvaníu. Samt er hann bara manneskja sem vill elska og vera elskuð, rétt eins og við öll – eins og Brad og Janet og allar hinar persónurnar. Boðskapurinn snýst um ást, fjölskyldu og von, en sagan er sögð á litríkan, nautnafullan, klikkaðan og kraftmikinn hátt.“ Sjálfur var Lee um það bil tíu ára gamall þegar hann sá bíómyndina í sjónvarpinu seint að kvöldi og flýtti sér að sjálfsögðu í plötubúðina fyrrnefndu til að hlusta á tónlistina úr myndinni með þeim Tim Curry, Susan Sarandon og félögum. Hann safnaði sér fyrir plötunni, lærði alla textana utan að og var fljótlega farinn að dansa Time Warp. „Mig langaði að vera Janet, langaði að vera Frank-N-Furter, Brad, Magenta, Columbia – allar persónurnar. Ég vona að leikhúsgestir skelli sér í búning og komi í gervi sinnar uppáhaldspersónu. Rocky Horror er nefnilega ekki eins og hver annar söngleikur heldur allsherjar upplifun.“ Aðspurður segist Lee vona að verkefnin hjá Borgarleikhúsinu verði fleiri. „Á meðan leikhúsið heldur áfram að bjóða mér hingað mun ég koma, því hér finnst mér dásamlegt að vera!“

Viðtal: Salka Guðmundsdóttir

13


KOMUMST VIÐ VÍMULAUS AF Í GEGGJUÐUM HEIMI?

Frumsýnt í apríl 2018

„Neyslan er ekkert vandamál. Ég þarf kannski einstaka sinnum að stjórna henni betur.“

Höfundur: Duncan Macmillan Þýðing: Garðar Gíslason

Leikkonan Emma er alkóhólisti og lyfjafíkill sem eftir hneykslanlegt atvik á leiksviðinu fellst loks á að fara í afvötnum á meðferðarstofnun. Á yfirborðinu virðist hún öll af vilja gerð til að takast á við vandamálið en undir niðri kraumar harðsvíraður fíkill sem ekkert er heilagt. Í ofanálag er Emma eiturklár og meinfyndin og velgir því meðferðarfulltrúum sínum verulega undir uggum. Fíkillinn er meistari í lygum og áhorfandanum er kippt með inn í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið.

Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Leikmynd: Börkur Jónsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Björn Thors, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jóhann Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir.

Í samstarfi við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló

Nýtt leikrit eftir breska leikskáldið og leikstjórann Duncan Macmillan sem gekk fyrir fullu húsi á West End í London árið 2015.

Verkið er nístandi lýsing á meðferð frá upphafi til enda. Aðalpersónan gengur í gegnum allar þær vítiskvalir sem slíkri meðferð fylgir þar til hún smám saman nær tökum á lífi sínu. Efniviðurinn stendur mörgum nærri þar sem fjallað er um fíknarmeðferð á nýstárlegan, áhrifamikinn en um leið grátbroslegan hátt. Um leið er þessari áleitnu spurningu varpað fram: Komumst við vímulaus af í þessum geggjaða heimi? Verðlaunaleikhópurinn Vesturport undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar og Borgarleikhúsið sameina aftur krafta sína eftir sérlega vel heppnaða sýningu á Elly sem gekk fyrir fullu húsi á síðasta leikári.

Litla sviðið 14


ÍSLANDSMET Í HLÁTRI

Sýningar hefjast á ný í september 2017

„Hættu að láta eins og fífl og bjargaðu mér aftur.“

Höfundur: Ray Cooney Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson

Farsinn Úti að aka var sýndur fyrir fullu húsi í fyrra og ætlaði þakið beinlínis að rifna af húsinu við hlátrasköll áhorfenda - hann snýr því aftur í ár, tvíefldur!

Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Amabadama Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.

,,Leikararnir njóta sín mjög vel þarna. Þetta eru náttúrlega súper leikarar” HA. Kastljós.

Úti að aka er farsi eins og þeir gerast bestir með alls kyns sprelli, óvæntum uppákomum, viðsnúningum og vandræðagangi. Jón Jónsson, leigubílstjóri, er ekki allur þar sem hann er séður; hann á tvær eiginkonur, þær Guðrúnu í Hafnarfirði og Helgu í Mosfellssveit og hefur eignast barn með báðum. Guðrún veit ekki af Helgu og Helga hefur ekki hugmynd um Guðrúnu og Jón brunar sæll og glaður milli bæjarfélaga til að sinna báðum heimilum. En Adam var ekki lengi í Paradís! Börnin hans,

,,... hér var sett upp sýning af fagmennsku, leikurinn góður og mikið hefur verið lagt í sýninguna sjálfa”

sem nú eru unglingar, 15 ára stúlka og 16 ára strákur, kynnast fyrir slysni á Facebook og plana stefnumót. Í örvæntingu kokkar Jón upp mikinn lygavef með hjálp Steingríms, vinar síns, til að leyndarmálið mikla komist ekki upp. En ekki er allt sem sýnist og á endanum er ekki ljóst hver hefur leikið á hvern eða hver er í rauninni úti að aka. Borgarleikhúsið hefur áður sýnt gamanleiki Ray Cooney við gríðarlegar vinsældir og Úti að aka ætlar ekki að verða nein undantekning þar á. Einvala lið leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar lætur gamminn geisa og kitlar hláturtaugar áhorfenda svo um munar!

,,Þetta er alveg eiturhresst” SB. Kastljós.

Víðsjá, Rúv.

Máttarstólpi:

16

Stóra sviðið


FRÆÐSLUDEILD BORGARLEIKHÚSSINS Markmið fræðsludeildar Borgarleikhússins er að opna leikhúsið fyrir ungum jafnt sem öldnum og vekja þannig áhuga nýrra kynslóða og nýrra áhorfenda. Leikskóla- og grunnskólanemendum er meðal annars boðið í heimsóknir í leikhúsið, skoðunarferðir og starfskynningar eru haldnar samkvæmt óskum, auk þess sem margvíslegt efni tengt sýningum er gefið út og gert aðgengilegt á heimasíðu Borgarleikhússins.

NÁMSKEIÐ Í SAMSTARFI VIÐ ENDURMENNTUN Í tengslum við uppsetninguna á Himnaríki og helvíti og Rocky Horror efnir Endurmenntun Háskóla Íslands til námskeiða í samstarfi við Borgarleikhúsið. Rýnt verður í verkin, baksvið þeirra og hugarheim, auk þess sem þátttakendum verður boðið á æfingar þar sem þeim gefst tækifæri til að hitta aðstandendur sýninganna. Skráning er hjá Endurmenntun í síma 525-4444 og á www.endurmenntun.is

LEIKSKÓLASÝNING ÁRSINS Öllum elstu börnum í leikskólum Reykjavíkur verður boðið að kynnast leikhúsinu og töfrum þess með bráðfjörugri sýningu sem er samin sérstaklega fyrir þau undir yfirskriftinni Leikskólasýning ársins. Síðastliðin fjögur ár hefur fræðsludeild Borgarleikhússins sett saman stutta sýningu sem sýnir börnum hvað hægt er að gera í leikhúsi og kynnir fyrir þeim óendanlega möguleika þess. Sýningarnar eru unnar af leikurum og starfsfólki úr öllum deildum leikhússins, undir leiðsögn fræðslustjóra Borgarleikhússins.

GRUNNSKÓLANEMENDUR SKOÐA LEIKHÚSIÐ Undanfarin fjögur leikár hefur Borgarleikhúsið boðið öllum nemendum 5. bekkjar í grunnskólum Reykjavíkur að verja skemmtilegum morgni í Borgarleikhúsinu, þar sem tækifæri gefst til að skoða leikhúsið og sjá leiksýningu. Sú sýning sem boðið verður upp á í ár er Blái hnötturinn, en hún vakti mikla athygli á síðasta leikári og hlaut fern Grímuverðlaun, meðal annars sem barnasýning ársins 2016.

FRÆÐSLUDEILDIN ER FYRIR ÞIG OG ALLA HINA Auk skipulagðrar dagskrár kappkostar fræðsludeildin að sinna eftir fremsta megni öllum þeim sem áhuga hafa á að fræðast meira um starfsemi leikhússins. Fræðslustjóri leikhússins, Hlynur Páll Pálsson, svarar öllum spurningum með glöðu geði! Hann er með netfangið hlynurpall@borgarleikhus.is

LEIKLISTARSKÓLI BORGARLEIKHÚSSINS Í haust verður haldið áfram að þróa og bjóða upp á leiklistarnám í Borgarleikhúsinu. Sem fyrr verður námið á tveimur námsstigum sem skiptast eftir aldri. 1. stig er ætlað börnum á aldrinum 9-11 ára og 2. stig er ætlað 12-13 ára.

RVKDTR – THE SHOW Borgarleikhúsið og Reykjavíkurdætur stefna á að bjóða öllum nemendum 10. bekkjar í grunnskólum Reykjavíkur að sjá rappleikinn RVKDTR – The Show, sem frumsýndur var á Litla sviðinu á síðasta leikári. Í verkinu sem hópurinn samdi sjálfur tengjast lög sveitarinnar saman með leikþáttum og uppákomum, þannig að úr verður hárbeitt samblanda af leikhúsi, tónlist og rappi. Sýningin var frumsýnd á leikárinu 2016-2017 og tekur á málefnum sem Reykjavíkurdætur og Borgarleikhúsið telja mikilvæg fyrir ungt fólk í dag.

18

Ákveðið hefur verið að stækka skólann í ár og veita 36 nemendum skólavist, 24 á hvoru stiginu, og ræðst hverjir það eru eftir inntökuferli. Við leitum að skapandi, áhugasömum og forvitnum krökkum sem hafa óbilandi áhuga á leiklist. Umsóknarfrestur er til 29. ágúst. Umsóknareyðublað má finna á www.borgarleikhus.is/leiklistarskoli og fyrir frekari upplýsingar má senda póst á leiklistarskoli@borgarleikhus.is


ALLIR ERU VELKOMNIR Í BORGARLEIKHÚSIÐ OPNIR KYNNINGARFUNDIR

LEIKHÚSKAFFI

Boðið verður upp á kynningarfundi sunnudaginn 27. ágúst þar sem sýningar á nýju leikári verða kynntar. Auk þess verður lesið upp úr völdum verkum, brot sýnd úr öðrum og boðið verður upp á tónlistaratriði úr Elly. Takmarkað miðaframboð verður á fundina og geta áhugasamir tryggt sér ókeypis miða á borgarleikhus.is.

Á næsta leikári munu Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið bjóða upp á þrjá viðburði undir heitinu Leikhúskaffi, í tengslum við sviðsetningar Borgarleikhússins á 1984, Himnaríki og helvíti og Medeu. Gestum Leikhúskaffis er boðið í Borgarbókasafnið Kringlunni þrjá fimmtudagseftirmiðdaga þar sem spjallað er við aðstandendur sýninganna ásamt því að rölta yfir í Borgarleikhúsið og fá skoðunarferð og kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýninganna. Jafnframt bjóðast gestum sérstök afsláttarkjör á leikhúsmiðum í forsölu í lok Leikhúskaffisins. Nánari upplýsingar um Leikhúskaffi má nálgast með því að senda póst á hlynurpall@borgarleikhus.is

OPNIR SAMLESTRAR Á VERKUM Eins og fyrri ár verður boðið upp á opna samlestra á völdum verkum leikársins á æfingaferlinu þar sem leikarar verksins lesa saman handritið. Takmarkað miðaframboð verður á samlestrana og geta áhugasamir tryggt sér ókeypis miða á borgarleikhus.is.

OPNAR ÆFINGAR Á VERKUM Leikhúsgestum gefst nú kostur á því að sitja opnar æfingar á völdum verkum leikársins á vikunum fyrir frumsýningu. Þar verður hægt að sjá leikara sýna atriði úr verkinu eins og þau eru á þeim tímapunkti. Takmarkað miðaframboð verður á æfingarnar og geta áhugasamir tryggt sér ókeypis miða á borgarleikhus.is.

SKOÐUNARFERÐIR UM HÚSIÐ Sem fyrr er fólki boðið í skoðunarferðir um Borgarleikhúsið þar sem farið er um allar deildir hússins með leiðsögumanni. Panta þarf slíkar ferðir hjá Fræðsludeild Borgarleikhússins eða miðasölu. Allir viðburðir verða kynntir nánar á borgarleikhus.is, á Facebook-síðu Borgarleikhússins og í fjölmiðlum. Athugið að ókeypis er á þá alla á meðan húsrúm leyfir og því er nauðsynlegt að tryggja sér miða á borgarleikhus.is.

19


FJÖLSKYLDUKEPPNI Í MEÐVIRKNI

Frumsýnt í september 2017

Lísa: Af hverju ertu ekki í skónum sem ég gaf þér? Brúna: Þeir eru of litlir. Af hverju ertu svona hás? Lísa: Það talar enginn við mig. Viltu vita hvað þeir kostuðu? Brúna: Það skiptir ekki máli, þeir eru of litlir. Lísa: Þeir kostuðu 64.000 kr. Brúna: Mamma, þeir eru samt of litlir. Lísa: Ég efast um að svona skór séu fallegir í mjög stórum númerum.

Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson

Ofurvenjuleg margbrotin íslensk fjölskylda keppir í meðvirkni og stjórnsemi innanhúss.

Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Katrín Mogensen Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Myndband: Elmar Þórarinsson Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.

Máttarstólpi:

20

Lísa er hjúkrunarfræðingur sem lifði af fjölskylduharmleik og flúði land. Nú er hún komin heim til að takast á við fortíðina, dóttur sína og stjúpson - og innrétta æskuheimilið alveg upp á nýtt. Tyrfingur Tyrfingsson vakti fyrst athygli fyrir skáldskap sinn með leikverkinu Grande sem var lokaverkefni hans við Listaháskóla

Íslands árið 2011. Tveimur árum síðar sýndi Borgarleikhúsið einþáttung hans, Skúrinn á sléttunni og árið 2014 var leikritið Bláskjár frumsýnt þar í húsi í samstarfi við leikhópinn Óskabörn ógæfunnar. Um skeið var Tyrfingur hússkáld Borgarleikhússins og samdi þá Auglýsingu ársins. Leikritin Bláskjár og Auglýsing ársins komu út á bók í útgáfuröð Borgarleikhússins.

Litla sviðið


Kartรถfluรฆturnar


ER ALLT GLATAÐ? ÞÁ ER TILVALIÐ AÐ FÁ SÉR SNÚÐ

Frumsýnt í janúar 2018

„Mig langar bara stundum að líða eins og það sé ekki heimsendir í nánd.“

Höfundur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Fjórar skrautlegar konur búa í fjölbýlishúsi í ótilgreindum þéttbýliskjarna á Íslandi. Hver og ein þeirra glímir við vandamál sem hún reynir um fram allt að fela fyrir umheiminum. Einræna konan á fjórðu hæð fer aldrei út - hún er með söfnunaráráttu og selur dúkkulísur á netinu. Áfengissjúka móðirin á þeirri þriðju er fullkomlega ófær um að ráða við verkefni daglega lífsins og þunglynda konan á fimmtu er með tásveppi og klamydíu á heilanum. Systir hennar og sambýliskona rekur nuddstofu í bænum og lætur sig dreyma daglangt um kynlíf í öllum mögulegum og ómögulegum myndum. Þegar pizzasendill festist óvænt í sameiginlegu loftræstikerfi hússins fer af stað atburðarás sem ekki sér fyrir endann á og konurnar fjórar þurfa á öllu sínu að halda til að leysa málið.

Leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Friðrikka Sæmundsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir. Í samstarfi við Sokkabandið

Veröld Lóaboratoríum er í senn ævintýraleg og ófyrirsjáanleg. Þar takast á ófullkomnar en ofur mannlegar persónur í óvenjulegum kringumstæðum. Sokkabandið hefur getið sér gott orð á undanförnum árum með uppsetningu kraftmikilla og nýstárlegra íslenskra verka t.d. söngleiksins Hér og nú sem boðið var á leiklistarhátíðina í Tampere í Finnlandi og Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur. Í þessu nýja verki eftir skopmyndateiknarann Lóu Hjálmtýsdóttur verður leitast við að afbyggja staðalímynd kvenna á grátbroslegan og hjartnæman hátt.

Litla sviðið 22


BARNASÝNING ÁRSINS SNÝR AFTUR Sýningar hefjast á ný í september 2017

„Æska er dýrmætasta efni í heimi, hún er dýrari en gull og demantar og geimskipið mitt gengur fyrir æsku.“

Höfundur: Andri Snær Magnason Leikgerð og leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson

Lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum. Þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þeim dettur í hug. Kvöld eitt birtist stjarna á himnum sem fellur til „jarðar“ með miklum látum. Í reyknum mótar fyrir skuggalegum verum og þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um dimma skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá á vináttu og ráðsnilld barnanna sem aldrei fyrr. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Síðast en ekki síst er það ábending um að varðveita æskuna í sjálfum sér og öðrum.

Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir Danshöfundur: Chantelle Carey Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Ólafsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Myndband: Petr Hlousek Upptökustjórn: Daði Birgisson Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Aðstoðardanshöfundur: Guðmundur Elías Knudsen Leikarar: Ágúst Örn Wigum, Andrea Birna Guðmundsdóttir, Andrea Lapas, Bjarni Kristbjörnsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Björn Stefánsson, Edda Guðnadóttir, Emilía Bergsdóttir, Erlen Isabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Grettir Valsson, Gríma Valsdóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Guðríður Jóhannsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Hulda Fanný Pálsdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Mikael Köll Guðmundsson, Pétur Steinn Atlason, Rut Rebekka Hjartardóttir, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð og Vera Stefánsdóttir.

„Þetta var fögur upplifun. Og það er sérstakt fagnaðarefni hvað við eigum ólýsanlegan fjársjóð í börnunum okkar, svo óendanlega hæfileikaríkum og örlátum á þá hæfileika“ SA. tmm.is

„Einn af hápunktunum var söngatriði Björgvins Inga Ólafssonar í hlutverki Örvars, sem söng eins og engill um geisla sólarinnar“ SBH. Mbl

24

Leikritið hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna. Þau Bergur Þór og Kristjana Stefánsdóttir taka Bláa hnöttinn í faðminn, semja nýja leikgerð, söngtexta og tónlist og hafa fundið tuttugu og þrjú hæfileikarík börn til að taka þátt í sýningunni. Sýningin Blái hnötturinn sem var sigurvegari Grímunnar 2017: Barnasýning ársins, Kristjana Stefánsdóttir fyrir tónlist ársins, Chantelle Carey fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins og Ilmur Stefánsdóttir fyrir leikmynd ársins. Einnig var tónlistin úr verkinu tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki leikhúss- og kvikmyndatónlistar.

Barnasýning ársins, tónlist ársins, dans- og sviðshreyfingar ársins og leikmynd ársins.

Stóra sviðið


26


LEIKHÚSBARINN LIFANDI SAMVERUSTAÐUR! Forsalur Borgarleikhússins – lifandi samverustaður! Upplifun gesta okkar hefst í forsalnum. Við tökum á móti fólki í mat og drykki fyrir sýningar, einnig er hægt að panta veitingar sem bíða tilbúnar á merktu borði í hléinu. Við bjóðum starfsmannahópum og öðrum hópum upp á tilboð í veitingar fyrir sýningar t.d. verður hægt að fá skoðunarferð, máltíð og leiksýningu, allt í einum pakka! Leikhúsupplifun sælkerans Kitlaðu bragðlaukana og njóttu ljúffengra veitinga áður en tjaldið er dregið frá. Við tökum vel á móti einstaklingum jafnt sem hópum og töfrum fram sannkallaðar leikhúsveislur. Nánari upplýsingar í síma 568 8000 eða á www.borgarleikhus.is Kokteilbarinn Glæsilegur kokteilbar er opinn á völdum sýningum en reynt er að fanga anda hverrar sýningar á barnum. Veislur og skoðunarferðir Gerðu kvöldið enn eftirminnilegra. Við sníðum stærð og umfang veislunnar að þörfum hópsins og bjóðum allt frá standandi veislum til margrétta máltíða. Sendu okkur línu á veitingar@borgarleikhus.is og við gerum kvöldið ógleymanlegt. Áhugasamir geta einnig pantað skoðunarferðir um Borgarleikhúsið.

27


SAGA ÍSLENSKU ÞJÓÐARSÁLARINNAR

Frumsýnt í janúar 2018

„Hafi djöfullinn skapað eitthvað hér í heimi – fyrir utan peningana – þá er það skafrenningur uppi á fjöllum.“

Leikgerð: Bjarni Jónsson

Himnaríki og helvíti er leiksýning sem fjallar um glímu mannsins við öfl náttúrunnar, hið ytra sem hið innra. Sýningin byggir á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – einu umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum. Í öndvegi verksins er Strákurinn; persóna sem trúir því að með orðum megi breyta heiminum og vekja látna aftur til lífsins. Hér er tekið á örlögum fólks sem er nátengt hafi, fjöllum og veðri, en örlög þeirra ráðast einnig í Plássinu þar sem mannlífi allra tíma á Íslandi er lýst og brugðið undir sjóngler og bæði konur og karlar takast á í hörkulegri lífsbaráttunni. Eitt eiga allar manneskjurnar sameiginlegt: Þær eru í leit að ástinni, en reynast misvel undirbúnar fyrir ferðalagið á þeim hála ís.

Leikstjórn: Egill Anton Heiðar Pálsson Leikmynd: Egill Ingibergsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Björn Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Haraldur Ari Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Máttarstólpi:

28

Bækur Jóns Kalmans Stefánssonar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og vakið athygli fyrir skarpa afhjúpun á mannlegu eðli. Jón hefur verið margsinnis tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda og Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem hann hlaut árið 2015. Hann hefur fengið fjölda annarra verðlauna innlend sem erlend og hefur í seinni tíð jafnvel verið orðaður við sjálf Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Bjarni Jónsson hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin auk þess sem hann hefur verið tilnefndur í tvígang til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.

Stóra sviðið


ÞAÐ ER ALVEG ÖRUGGT AÐ ÞETTA FER ÚRSKEIÐIS

Frumsýnt í mars 2018

„Við eigum öll eftir að drepa okkur á þessari leikmynd.“

Höfundar: Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson

Leikhópur í Borgarleikhúsinu setur upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en sýningin á að vera nokkurs konar „breakthrough“ fyrir hópinn. Ekki byrjar það vel því fljótlega fer allt úrskeiðis; leikmyndin virkar ekki sem skyldi, hurðir opnast ekki, leikmunavörðurinn hefur ekki staðið sig í að koma fyrir hlutum á réttum stöðum og leikararnir kunna ekki almennilega textann sinn.

Leikstjórn: Halldóra Geirharðsdóttir Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson

Úr þessu verður ótrúleg atburðarás þar sem allt klikkar sem klikkað getur og rúmlega það á meðan streða leikararnir við að koma til skila hinu dramatíska morðgátuleikriti. Verkið fékk Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi 2015 og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan það var frumsýnt árið 2014. Það var frumsýnt á Broadway vorið 2017.

Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Björn Stefánsson, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Þuríður Blær Jóhannesdóttir.

Máttarstólpi:

30

Nýja sviðið


HVERS VEGNA DREPUR MAÐUR MANN?

Frumsýnt í október 2018

„Á Illugastöðum er komin til sögunnar einhver slík hræðileg vofa, sem verður hvorki heyrð né séð, en er samt alls staðar á reiki nótt og dag.“ (Tómas Guðmundsson, Friðþæging, 1967)

Handrit: Leikhópurinn Aldrei óstelandi og Salka Guðmundsdóttir

Morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónsyni á Illugastöðum í Húnavatnssýslu í mars árið 1828 er eitt þekktasta og umtalaðasta sakamál Íslandssögunnar og leiddi til síðustu aftökunnar hér á landi. Þau Agnes Magnúsdóttir vinnukona og Friðrik Sigurðsson bóndasonur voru hálshöggvin á Þrístöpum 12. janúar 1830, en bústýran Sigríður Guðmundsdóttir var send til fangelsisvistar í Kaupmannahöfn fyrir aðild sína að málinu og lést þar. Atburðir þessir tóku snemma á sig goðsagnakenndan blæ og sögusagnir fóru á kreik um ástir og afbrýði þeirra sem hlut áttu

Leikstjóri: Marta Nordal Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Hljóðmynd: Kippi Kanínus Leikarar: Birna Rún Eiríksdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson og Stefán Hallur Stefánsson.

Í samvinnu við Aldrei óstelandi

að máli og hefur saga þeirra verið endalaus uppspretta skáldsagna, leikrita, kvikmynda og fræðigreina. Leikhópurinn Aldrei óstelandi leggur hér út í rannsókn á tildrögum morðsins og leitar meðal annars fanga í dómsskjölum og þeim fjölmörgu fræðigreinum, bókum, kvikmyndum og sjónvarpsefni sem komið hafa út um þetta efni. Hvað varð til þess að þessar venjulegu manneskjur frömdu svo hryllilegan glæp? Er nokkurn tíma hægt að komast að sannleikanum í svo gömlu sakamáli?

Litla sviðið 32


FRÉTTAMOLAR BLÁI HNÖTTURINN FÉKK FLEST GRÍMUVERÐLAUN Á hverju ári eru sviðslistaverðlaunin Gríman afhent þeim sem þótt hafa skarað fram úr á liðnu leikári. Að þessu sinni hlaut Borgarleikhúsið ásamt samstarfsverkefnum 28 tilnefningar. Sýningin um Elly Vilhjálms hlaut flestar tilnefningar eða átta. Brot úr hjónabandi og Blái hnötturinn fengu hvor um sig fimm. Sýningar frá Borgarleikhúsinu fengu flest verðlaun þegar Grímuverðlaunin, íslensku sviðslistaverðlaunin, voru afhent í júní, alls 9 talsins. Sýningin Blái hnötturinn sem var sýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins var sigurvegari Grímunnar og fékk alls fern verðlaun. Sýningin Fórn sem er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins var valin sýning ársins.

MÁVURINN Í MACAO Mávurinn eftir Anton Tsjékhov fór í langferð síðastliðið vor alla leið til Kína þar sem Borgarleikhúsinu var boðið að sýna á leiklistarhátíðinni Macao Cultural Arts Festival (MAF). Sýningar voru tvær og að sjálfsögðu fluttar á íslensku. Mávurinn, í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu veturinn 2015/16 í leikstjórn Yönu Ross. Þetta var þriðja leikferð sýningarinnar en áður hafði hópurinn sýnt í Póllandi og Finnlandi.

ELLY Á STÓRA SVIÐIÐ Leiksýningin Elly, sem fjallar um eina dáðustu söngkonu Íslands, Elly Vilhjálms, verður sökum gífurlegrar aðsóknar flutt á Stóra svið Borgarleikhússins nú í haust. Verkið var frumsýnt 18. mars sl. og hafa allar sýningar verið uppseldar síðan. Sýningunni var hrósað í hástert og áttu sumir gagnrýnendur bágt með að hemja sig í hástemmdum lýsingum á frammistöðu ungu leikkonunnar, Katrínar Halldóru Sigurðardóttur, sem fer með hlutverk Ellyar. „Stjarna er fædd“ sagði einn þeirra. Verkið, sem er eins konar heimildaverk um ævi og ástir söngkonunnar dáðu, er í senn hjartnæmt og bráðfyndið og hefur svo sannarlega snert hjörtu áhorfenda. Sýningarnar á Stóra sviðinu hefjast þann 31. ágúst.

ÁHRIFAMIKIÐ SAMSTARFSVERKEFNI Samstarfsverkefni Dramaten, Osynliga teatern í Stokkhólmi og Borgarleikhússins sýndi heimildasýningu sína í Borgarleikhúsinu í apríl. Sýningin hét Aftur á bak og fjallaði um margvíslegar vistarverur hælisleitandans, um persónulega frásögn hans og hvernig hún passaði við það sem starfsfólk Útlendingastofnunar spurði um. Hún fjallaði einnig um það hvernig við horfum á þegar fólk leggur líf sitt að veði á flótta frá stríði. Þetta var ein áhrifaríkasta sýning sem rekið hefur á fjörur okkar um langa hríð.

MAMMA MIA ÆVINTÝRIÐ Á ENDA Það var tilfinningarík stund á Stóra sviði Borgarleikhússins þegar tjaldið féll í síðasta skipti fyrir fullum sal á MAMMA MIA, ABBA söngleiknum sem hefur slegið í gegn síðustu misseri. Leikarar áttu margir hverjir erfitt með að dylja tilfinningar sínar þegar þessu margra mánaða ferðalagi sem einkenndist af áður óþekktri velgengni lauk. Alls voru sýndar um 190 sýningar og voru leikhúsgestirnir yfir 100 þúsund sem er met í íslensku leikhúsi. Þetta þýðir að leikhópurinn sýndi sýninguna í um 570 klukkutíma, tæpa 24 sólarhringa, fyrir um þriðjung þjóðarinnar.

34


OPNIR SAMLESTRAR Fyrir tveimur árum voru samlestrar Borgarleikhússins opnaðir almenningi. Samlestrar eru fyrsta skrefið í æfingum leikrita. Þá kemur starfsfólk leikhússins og aðstandendur sýningarinnar saman og leikararnir lesa leikritið upphátt í fyrsta sinn. Samlestur er oftast eins konar hátíðarsamkoma, upphaf langrar ferðar sem lýkur með pompi og prakt á frumsýningu. Á samlestrunum fær áhugafólk um leikhús tækifæri til að hlusta á leikritin sem sýnd verða á árinu og upplifa með okkur þá einstöku stund sem fyrsti samlestur á nýju verki jafnan er. Við opnum sem sagt leikhúsið upp á gátt og sköpum skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Tímasetning samlestranna verður auglýst síðar en þeir eru yfirleitt í forsal leikhússins.

NÝ ANDLIT Á FJÖLUM BORGARLEIKHÚSSINS Eins og flest haust bætast nýir leikarar í hóp fastráðinna við Borgarleikhúsið. Að þessu sinni eru þeir sjö: Arnmundur Ernst Backman, Atli Rafn Sigurðarson, Björgvin Franz Gíslason, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Haraldur Ari Stefánsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin.

LEIKLISTARSKÓLI BORGARLEIKHÚSSINS Á síðasta leikári setti fræðsludeild Borgarleikhússins á fót tilraunaverkefnið Leiklistarskóli Borgarleikhússins, þar sem grunnskólabörnum gafst kostur á að læra leiklist með kennslufræðilegri uppbyggingu. Auglýst var eftir umsækjendum í skólann á aldrinum 9-13 ára, en þar sem um þróunarverkefni var að ræða var einungis hægt að veita 24 nemendum skólavist. Vigdís Másdóttir, leikkona og leiklistarkennari, var ráðin sem skólastjóri en henni til halds og trausts voru leikararnir og leiklistarkennararnir Viktor Már Bjarnason og Ylfa Ösp Áskelsdóttir. Skemmst er frá því að segja að nemendur, kennarar og foreldrar voru öll hæstánægð með skólaárið og hafa nær allir nemendur lýst yfir áhuga á að halda áfram náminu. Í ár munum við stækka skólann og taka inn alls 36 nemendur sem mynda þrjá bekki. Við hvetjum öll börn til að sækja um skólavist og taka þátt í skemmtilegu inntökuferli. Umsóknareyðublað fyrir inntökuferlið má finna á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is/leiklistarskoli

LEIKSKÁLD BORGARLEIKHÚSSINS Leikskáld Borgarleikhússins Salka Guðmundsdóttir tók á síðastliðnu leikári þátt í verkefninu Midsummer Stories – New Nordic Drama á vegum danska hópsins Dramafronten sem einbeitir sér að nýrri leikritun. Þetta var stærsta norræna leikskáldaverkefnið til þessa og tóku 16 leikskáld þátt frá fjórum löndum. Verk Sölku var sýnt ásamt þremur öðrum í Reykjavík í maí í samstarfi við Tjarnarbíó og FLH og öll sextán verkin voru svo sett upp nú í júní á Copenhagen Stage sem er ein helsta leiklistarhátíð Norðurlanda. Áæltað er að verkin verði sýnd á öllum Norðurlöndunum á næstu misserum. Með aðalhlutverk í verki Sölku í Kaupmannahöfn fór Karen-Lise Mynster, ein virtasta danska leikkona sinnar kynslóðar. Uppselt var öll sýningarkvöldin þrátt fyrir misjafnt veður en áhorfendur fjölmenntu á viðburðinn, svokallað „walkabout/sitespecific – leikhús“, og skálmuðu um götur Kaupmannahafnar í regnkápum og stígvélum.

PERLAN HEIÐRAÐI SIGRÍÐI Leikhópurinn Perlan sviðsetti sýningu á Stóra sviði Borgarleikhússins í maí þar sem ævistarf Sigríðar Eyþórsdóttur, stofnanda hópsins, var heiðrað en hún féll frá á síðasta ári. Bergljót Arnalds, dóttir Sigríðar, tók við hópnum og leikstýrði sýningunni. Sigríður Eyþórsdóttir stofnaði Perluna árið 1993 og hafði umsjón með hópnum til dauðadags. Hún og þeir listamenn sem sýnt hafa undir hennar stjórn, hafa auðgað listalíf landsins svo um munar. Perlan hefur vakið athygli fyrir einlæga og fagra leiktúlkun sína og kærleikur, skilningur og virðing hafa alltaf verið áberandi í boðskap hópsins. Það var mikið framfaraskref í jafnréttisátt fyrir fatlaða listamenn þegar leikhópurinn fékk fasta aðstöðu í Borgarleikhúsinu árið 2000 þar sem þau eru enn og fylla leikhúsið fallegu lífi.

35


BÚÐU ÞIG UNDIR DULARFULLT FERÐALAG

Frumsýnt í janúar 2018

„Opinberlega skrítnasti dagur sem ég hef upplifað.“

Höfundur: Salka Guðmundsdóttir

Þessi furðulegi dagur byrjar á beljubúningi og dósaslysi í lífrænni baunabúð en endar á lífshættu í iðrum jarðar.

Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Juliette Louiste Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Tónlist: Axel Ingi Árnason Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikarar: Halldór Gylfason, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Eftir örlagaríkt rifrildi við Völu stóru systur ákveður Rúna að elta dularfullt skilti sem lofar friði frá óþolandi ættingjum og lífi eftir eigin höfði. Fyrr en varir er hún búin að líma á sig yfirskegg og komin inn í skröltandi lyftu ásamt ókunnugri konu – niðri í Skúmaskotum bíður systranna ævintýri og þar er ekki allt sem sýnist.

Skúmaskot er spennandi og bráðfyndið leikrit fyrir krakka á öllum aldri. Þrátt fyrir lífleg efnistök fjallar verkið undir niðri um óttann við hið óþekkta og einangrandi áhrif kvíða og vanlíðunar. Salka Guðmundsdóttir er eitt öflugasta og athyglisverðasta leikskáld okkar af yngri kynslóð. Hún var leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári og skrifaði Skúmaskot sérstaklega fyrir húsið.

Rúna verður viðskila við Völu og nú þarf hún að standa sig ein og óstudd í ógnvænlegum undirheimum þar sem undarleg trédýr sækja að henni og hættuleg skúmaskot leynast við hvert fótmál.

Litla sviðið 36


GLEÐILEIKUR UM HRUNIÐ, PARTÝIN OG ÞYNNKUNA

Frumsýnt í október 2017

,,Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega.”

Höfundar: Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson

Á Íslandi ríkir borgarastyrjöld. Búsáhaldabyltingin er hafin. Uppreisnarfólk stendur fyrir framan Alþingi og lemur potta og pönnur. Sigurinn er vís - vanhæf ríkisstjórn fellur. Í miðjum átökunum á Austurvelli samþykkir Alþingi að hrinda af stað rannsókn um orsakir hrunsins. Skýrsla kemur út í apríl 2010. Hún er yfirgripsmikil – en um fram allt æsispennandi, líkust reyfara sem varla er hægt að leggja frá sér. Þar er flett ofan af vafasömum viðskiptum ofurhetja íslenska bankakerfisins og ótrúlegum samskiptum æðstu embættismanna þjóðarinnar lýst. Lygileg samtöl lifna við – ólíkindaleg samskipti eiga sér stað. Þetta var partý aldarinnar. Þetta var siðlausasta skeið í sögu þjóðarinnar. Þetta var eitt mesta hneyksli í fjármálasögu Evrópu fyrr og síðar!

Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarson Danshöfundur: Aðalheiður Halldórsdóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Sunneva Ása Weisshappel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Katrín Hahner Leikgervi: Sunneva Ása Weisshappel og Elín S. Gísladóttir Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Myndband: Elmar Þórarinsson Aðstoðaleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Af hverju fór allt til fjandans? Hvernig getur siðferði fólks brostið á þennan hátt? Hvernig er hægt að ræna heila þjóð öllu sem hún á? Og hvar stöndum við nú? Búum við í hinu nýja landi sem vonir stóðu til eftir hrunið? Hefur eitthvað breyst? Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason sameina krafta sína á ný eftir einstaklega vel heppnaða sviðsetningu á Njálu í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum. Þar var tilurð sjálfsmyndar Íslendinga rannsökuð. Nú mun greining á íslenskri þjóðarsál halda áfram. Eins og í Njálu verður öllu tjaldað til: Tónlist, dans, myndlist, leikur og sprell. Guð blessi Ísland verður ógleymanlegur gleðileikur um hrunið og framtíð íslensku þjóðarinnar. Góða skemmtun – ef þú þorir!

Áhorfendum er boðið í partý aldarinnar þar sem öllu verður tjaldað til og engum hlíft í ofsafenginni leit að sannleikanum – eða hvað?

Stóra sviðið 38


MEDEA BÝR Í OKKUR ÖLLUM VIÐTAL VIÐ HÖRPU ARNARDÓTTUR

Harpa Arnardóttir sló í gegn með uppsetningu sinni á Dúkkuheimili Ibsens í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum síðan. Nú vekur hún upp Medeu eftir Evripídes, í nýrri þýðingu og leikgerð Hrafnhildar Hagalín, verk sem snert hefur við kviku áhorfenda í 2448 ár. En hvers vegna finns Hörpu kominn tími til að vekja Medeu til lífs á ný og hvað er það sem heillar hana við verkið? Nafnið hefur alltaf togað í mig. Medea þýðir miðill. Hún er fjölkunnugur miðill og heilari, og kann skil á þeim lækningarmætti sem býr í náttúrunni. Hún er fulltrúi fyrir harmóníska orku sem miðlar málum og kemur á jafnvægi. Í Medeu Evripídesar hittum við hana hins vegar fyrir í öfgafullum aðstæðum þar sem afbrýðisemi og heift reka hana til hefndarverka í þeim tilgangi að koma á réttlæti og jafnvægi að nýju. Hún ræðst gegn því sem henni er heilagast til þess að koma fram hefndum á eiginmanni sínum sem hefur ákveðið að ganga að eiga konungsdóttur. Máttur Medeu sem áður var notaður í þágu heilunar og jafnvægis sundrar og eyðir. Og þá erum við komin að samtímanum. Medea býr í okkur öllum. Mannkynið siglir öfgafullan sjó þar sem græðgin er við stýrið og viska móður jarðar er lítils metin. Sjáðu hvað við erum komin langt frá eigin kjarna og tengslum okkar við jörðina. Við erum að ganga af lífríkinu dauðu. Vísindamenn áætla að á hverjum sólarhring deyi út 150 – 200 tegundir af plöntum, skordýrum, fuglum og dýrum. Mér skilst að engin viðlíka útrýming hafi átt sér stað í 65 milljónir ára, eða frá því risaeðlurnar voru og hétu. Og þetta er af mannavöldum, meðal annars vegna hlýnunar jarðar. Eftir 100 ár verða veðuröfgar með þeim hætti að þjóðflutningar blasa við. Sumir munu flýja ofsahita, aðrir storma og flóð af þeirri stærðargráðu sem við varla þekkjum. Flóttamannavandinn sem heimurinn tekst á við núna er bara eins og léttar æfingabúðir fyrir það sem koma skal. Við þurfum að beina hug okkar og hjarta að jafnvægi svo öfgarnar komist ekki í gereyðingarham. Svo þú átt við að ferðalag Medeu; frá því að vera heilari og sýsla með náttúrulyf, yfir í það að fremja þennan óhugsandi glæp; kallist á við sögu mannkyns fram til dagsins í dag? Þetta getur auðvitað verið myndhverfing fyrir svo margt, en það má leika sér að þeirri hugmynd. Annað sem er áhugavert við þetta verk er að Evripídes er eflaust með þeim fyrstu sem skrifar um hjónabandið og hvað það getur verið snúið að lifa í sátt og samlyndi, og það hefur ekki breyst í grundvallaratriðum.

40

Forsagan er þannig að Jason siglir með Argóarförum til Kolkis í leit að gullna reyfinu, sem var gæran af gylltum hrút sem ógurlegir drekar gættu þar. Konungurinn Pelías, föðurbróðir Jasonar og fóstri, hafði lofað honum að hann myndi erfa ríkið kæmi hann heim með gullna reyfið. Medea fellur fyrir þessum ofurkappa og segir við hann: Ef þú giftist mér, redda ég reyfinu. Hann samþykkir og hún stendur við sitt og þau flýja á haf út og hún brytjar bróður sinn í spað þegar hann veitir þeim eftirför. En Pelías svíkur loforðið. Hann vill ekki stíga af valdastóli, en þau koma fram hefndum með fulltingi Medeu sem gefur dætrum hans yngingarlyf svo Pelías geti verið konungur að eilífu. Dæturnar fremja óafvitandi föðurmorð, því yngingarlyfið er eitur. Þá er þeim ekki stætt á frekari dvöl í landi Pelíasar, þau flýja land og í þetta sinn leita þau hælis í Korinþu ásamt sonum sínum tveimur. Þangað koma þau allslaus eins og allir flóttamenn, þá og nú. Þetta er forsagan. Þegar verkið Medea eftir Evripídes byrjar hefur Jason ákveðið að giftast dóttur Kreon konungs og Medea er viti sínu fjær af harmi. Leikritið stendur um þessi átök. Hvorugt vill sjá málið frá sjónarhorni hins aðilans. Fyrsta samtal þeirra hjóna í verkinu gæti allt eins átt sér stað í dag; karlinn vill skilja, búinn að finna nýja og er kominn í biðilsbuxurnar; konan er ósátt og upplifir svik, sérstaklega af því að hann ræðir þetta ekkert við hana. Trúnaðartraust er brotið sem hlýtur að vera einhvers skonar hornsteinn heilinda í öllum samböndum. Þú segir að erjurnar séu í kjarna sínum svipaðar og þær sem við þekkjum úr nýrri verkum, en eru hlutverk kynjanna dæmigerð? Nei, því eiginlega má segja að hann skrifi kvenhetjuna eins og karlhetju og öfugt. Medea er herská og hefnir sín með því að myrða börn sín og er í stríðsvímu sigurvegarans í lokin. Jason aftur á móti syrgir börn sín. Harmagráturinn er hans, ekki konunnar eins og við eigum að venjast. En börnin verða fyrir barðinu á þessum hjónabandserjum og það er erfitt að sætta sig við það. Ég veit það. Og þar er Evripídes líka sniðugur, að beita börnunum. Hugsaðu þér hvernig börnum er stöðugt beitt. Allt frá einhverju smávægilegu eins og að nota þau sem afsökun þegar maður nennir ekki út, til þess að þau verða þrætuepli í skilnaðarmálum. Og þau þurfa að standa í alls konar veseni, halda með mömmu og halda með pabba, hlusta á hatursfulla orðræðu eins foreldris um annað, þetta er algjört andlegt ofbeldi.


Það eru auðvitað ótal dæmi þess að hjón með allt á hreinu skilji og breytist hreinlega í skrímsli. Já, af því að það eru kringumstæðurnar. Aðstæður geta kallað allt fram í okkur, illt og gott. Þar er enginn undanskilinn. Og kringumstæðurnar í þessu verki kalla þetta fram í henni, á þessum tímapunkti. Hvers vegna ákveðið þið að endurþýða verkið, í stað þess að notast við einhverja af þeim þýðingum sem nú þegar hafa verið gerðar? Tungumálið er svo lifandi. Ný þýðing líkamnar textann í samtímanum og það er mikilvægt að hitta á hjartsláttinn í tungumálaæðum nútímans svo að dýpri tónar verksins hljómi og þær myndlíkingar haldi sem styðja við bakið á okkar sýn. Hrafnhildur Hagalín vinnur síðan leikgerð upp úr okkar vinnu. Við förum að kjarna verksins, og höldum rytmanum, en þó ekki í bundnu máli. Grískur harmleikur er á einhvern hátt tónverk. Upprunalega formgerðin er mjög sterk. En þegar þið endurvinnið verkið eftir ykkar hugmyndum, hafið þið hugsað ykkur að gera þetta að tímalausu verki eða staðfæra það á einhvern hátt inn í okkar samtíma? Við getum sagt að við gerum þetta í innri tíma manneskjunnar. Þar ríkja lögmál draumsins. Leiksýning er hins vegar alltaf í einhvers konar nútíma þannig að það má segja að við séum í nútímadraumi eða nútímamartröð. En við erum ekki í sósíalrealisma. Þetta er ekki vandamálaleikrit, það eru svo miklu stærri ferlar í gangi.

Hverjar eru áskoranirnar sem fólgnar eru í að takast á við fornt verk sem margir þekkja og hefur ákveðinn sess í leikritunarsögunni? Mér finnst það vera algjör forréttindi að fá að gera þetta. Grískir harmleikir eru sjaldan settir upp, það er einhver ótti við harmleikinn. En ég las frábæra grein í The Guardian ekki alls fyrir löngu [The Great Climate Silence] þar sem stóð „Today the greatest tragedy is the absence of the sense of tragedy“ og mér finnst svo mikið til í þessu. Harmleikur okkar tíma er að vera ekki í tengslum við harmleikinn! Það eiga allir að vera svo hressir og kátir alltaf. Þetta er hálftaugaveikluð stemning. Þegar ég las í fysta sinn harmleik í leiklistarskólanum fann ég fyrir svo djúpu þakklæti. Mér fannst ég vera komin heim. Í harmleiknum finnum við hjartslátt mennskunnar, ég fer ekki ofan af því. En getum við náð þessum tengslum? Eða erum við komin of langt frá kjarnanum? Í allri list verður einhvers konar umbreyting, það gerist eitthvað. Ég man ég las einu sinni hæku: „silfurskottur á flótta / mæður, feður, börn“. Þá voru silfurskottur á klósettinu hjá systur minni og ég sagði henni oft að hún yrði að láta eitra. Svo les ég þetta ljóð og það snertir mig mjög djúpt. Nema að svo var ég ekkert að hugsa um ljóðið en fer til hennar á salernið, kveiki ljósið, sé silfurskottu, slekk ljósið aftur, þær eru ljósfælnar, læðist inn, hugsa vonandi stíg ég ekki á neina silfurskottu, pissa í myrkri, þvæ mér í myrkri og læðist aftur út. Og þetta var bara út af þessu ljóði, ég var ekki einu sinni að hugsa. Talandi um að listin geti breytt manni! Viðtal: Halla Þórlaug Óskarsdóttir

41


ÁSTIR, SVIK OG HEFNDARÞORSTI

Frumsýnt í desember 2017

„Nú renna allar ár upp í móti. Lögmál heimsins öll gengin úr skorðum.“

Höfundur: Evrípídes Þýðing og leikgerð: Hrafnhildur Hagalín

Getur hefnd læknað brostið hjarta? Hversu langt erum við tilbúin að ganga til að ná fram réttlæti? Er eignarrétturinn heilagur? Geta öfgafullar aðstæður breytt hverjum sem er í skrímsli? Medea hefur fórnað öllu fyrir mann sinn, Jason. Hún snýr baki við fjölskyldu sinni, svíkur föður sinn og fósturjörð og flýr með Jasoni til ókunnugs lands til að hefja nýtt líf. En þar er hún útlendingur sem ekki nýtur sömu réttinda og nú vill eiginmaðurinn yfirgefa hana til að giftast annarri konu. Medea

Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Valgeir Sigurðsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Arnmundur Ernst Backman, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Kristín Þóra Haraldsdóttir.

lætur hins vegar ekki ræna sig stolti sínu og heiðri. Hún grípur til sinna ráða en þau ráð eru skelfilegri en nokkur getur ímyndað sér. Leikskáldið Evripídes skrifaði harmleikinn um Medeu fyrir meira en 2400 árum. Hann hefur verið settur upp oftar en nokkur annar harmleikur í leiklistarsögunni og endurskrifaður aftur og aftur í gegnum tíðina. Medea birtist hér aftur í splunkunýjum búningi.

Dansari: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Nýja sviðið 42


DRAUMUR UM EILÍFA ÁST

Sýningar hefjast á ný í nóvember 2017

„Hvernig á maður að geta rætt það sem maður kemur ekki í orð?“

Höfundur: Ingmar Bergman Þýðing: Þórdís Gísladóttir

Jóhann og Maríanna hafa verið gift í tíu ár. Þeim gengur vel, hafa náð langt í starfi, eiga tvö börn og hjónaband þeirra virðist endalaus hamingja. Þangað til Jóhann tilkynnir Maríönnu að hann vilji skilja. Við tekur hressandi kvöldstund þar sem allt er gert upp, í fortíð, nútíð og framtíð: Hjónabandið, sambandið, vináttan, kynlífið, draumarnir, gleðin, sorgin, vonin og frelsið – og öll uppáhaldslögin.

Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Myndband: Elmar Þórarinsson Tónlist: Barði Jóhannsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikarar: Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir.

„Ég vil hvetja fólk sem er í nýjum ástarsamböndum, sem er búið að vera lengi í ástarsamböndum, sem eru í hjónaböndum, sem eru að hugsa um að skilja eða þau sem ætla aldrei að skilja að fara og sjá þessa sýningu”

Verkið byggir á tíu þátta sjónvarpsseríu Ingmars Bergman sem sýnd var í sænska sjónvarpinu árið 1973 við afar miklar vinsældir svo götur Svíþjóðar tæmdust.

„Tvímælalaust ein áhugaverðasta sýning leikársins“ BL. DV

Síðar voru þættirnir sýndir um allan heim. Leiksviðsútfærslan var frumsýnd í leikstjórn höfundar árið 1981 í München og hefur verið sýnd í fjölda leikhúsa allt til þessa dags. Leikarar sýningarinnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors voru bæði tilnefnd til verðlauna sem leikkona og leikari ársins í aðalhlutverki á Grímunni 2017. Sýningin hlaut auk þess einstaklega góðar viðtökur áhorfenda svo allt ætlaði um koll að keyra! Hún var sýnd fyrir fullu húsi síðastliðinn vetur og verður því tekin aftur til sýninga í haust.

„Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir eru ekki bara hjón, þau eru einhverjir albestu leikarar sem við eigum nú um stundir.” SA. tmm.is

HA. Kastljós

Litla sviðið 44


BROT ÚR HJÓNABANDI UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR BJÖRN THORS


LITRÍK OG FALLEG JÓLASÝNING FYRIR YNGSTU ÁHORFENDURNA

Sýningar hefjast á ný í nóvember 2017

„Þegar Einar loksins stingur ljósaseríunni í samband kemur í ljós að hún er þrædd inn um buxnaskálmina og út úr skyrtuerminni.“

Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson

Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Kryddstaukar verða að hljóðfærum og baunadósir dansa. En hann er mikill klaufabárður. Honum er til dæmis lífsins ómögulegt að elda jólasteikina án þess að umturna íbúðinni eða skreyta jólatréð án þess að vefja ljósaseríunni utan um sjálfan sig og festa sig við tréð. Hjá honum er alltaf allt í steik. Jólasteik.

Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing og tónlist: Garðar Borgþórsson Leikari: Bergur Þór Ingólfsson Sýningin var tilnefnd sem barnasýning ársins á Grímunni 2017.

„Bergur Þór sýnir og sannar enn einu sinni hversu hugmyndaríkur og fær leikhúslistamaður hann er.”

„Jólaflækja yljar áhorfendum og minnir okkur á að jólin snúast ekki um gjafirnar heldur samveruna við annað fólk.”

SBH. Morgunblaðið

SBH. Morgunblaðið

Bergur Þór Ingólfsson hefur sett upp vinsælar og margverðlaunaðar barna- og fjölskyldusýningar eins og Horn á höfði, Galdrakarlinn í Oz, Mary Poppins, Billy Elliot, Hamlet litla og Bláa hnöttinn. Í tuttugu ár hefur hann verið á bakvið nefið á trúðnum Úlfari en hér stekkur hann fram með nýja persónu, klaufabárðinn Einar. Bráðfyndin fjölskyldusýning án orða á jólaföstunni.

„Varla hægt að gefa börnum betri gjöf” MK. Víðsjá

Litla sviðið 46


a j k รฆ l f a l รณ J

47


ÍSLENSK LEIKRITUN Í BORGARLEIKHÚSINU Við leggjum ríka áherslu á höfundarstarf, þróun handrita frá fyrstu hugmynd til fullbúinna verka og leitast er við að hvetja og styðja íslensk leikskáld á öllum aldri. Við höfum að markmiði að efla íslenska leikritun með öllum tiltækum ráðum og gera hana framúrskarandi og samkeppnishæfa við erlenda samtímaleikritun.

Borgarleikhúsið verður einnig í samstarfi við Listaháskóla Íslands á leikárinu varðandi ritlistarnám og þróun verka þeirra nemenda sem velja sér leikritun sem sérgrein og munu þeir njóta leiðsagnar handritadramatúrgs hússins. Útskriftarverk þeirra verða leiklesin í Borgarleikhúsinu.

Leikskáld Borgarleikhússins Borgarleikhúsið ræður á hverju ári nýtt leikskáld sem verður hluti af starfsmannahópi leikhússins. Á síðasta leikári var Salka Guðmundsdóttir leikskáld hússins og vann m.a. leikgerð að Sölku Völku í samstarfi við leikstjórann Yönu Ross. Þá vann hún að barnaverkinu Skúmaskoti sem frumsýnt verður á Litla sviðinu í janúar. Nýtt leikskáld Borgarleikhússins verður valið á haustmánuðum 2017.

Kartöfluæturnar

Bókaútgáfa Borgarleikhússins og Þorvaldar Kristinssonar

Ný íslensk verk Á leikárinu 2017–18 verða frumsýnd fjögur ný íslensk leikverk: Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, Skúmaskot eftir Sölku Guðmundsdóttur, Himnaríki og helvíti, leikgerð eftir Bjarna Jónsson upp úr þríleik Jóns Kalman og Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarson. Þá verða samstarfsverkefni Borgarleikhússins einnig ný íslensk leikrit: Natan eftir leikhópinn Aldrei óstelandi og Lóaboratoríum eftir Lóu Hjálmtýsdóttur í samstarfi við Sokkabandið.

Samstarf og samvinnuverkefni Borgarleikhúsið efnir til samstarfs við Listahátíð í Reykjavík og Félag leikskálda og handritshöfunda á leikárinu um að panta og þróa ný íslensk örverk eftir valinkunna höfunda undir yfirskriftinni „Blesugróf“. Áætlað er að sýna verkin á mismunandi stöðum í Blesugróf í Reykjavík á Listahátíð vorið 2018. Um er að ræða svokallaðan „site-specific“ viðburð þar sem farið verður í ferðalag með áhorfendur um Blesugróf sem á sér heillandi og merka sögu og er nokkurs konar falið leyndarmál í borginni.

48

Borgarleikhúsið hefur undanfarin tvö ár gefið út nokkur leikrit sem frumsýnd hafa verið í leikhúsinu. Bókaútgáfa Borgarleikhússins er mikilvægur þáttur í þeirri stefnu leikhússins að efla íslenska leikritun. Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur og útgefandi annast útgáfuna. Listakonan Kristín Gunnarsdóttir hannar kápu og annast umbrot. Gefin hafa verið út verkin Bláskjár og Auglýsing ársins e. Tyrfing Tyrfingsson, Hystory e. Kristínu Eiríksdóttur, Sending e. Bjarna Jónsson og Flóð e. Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors. Bækurnar eru til sölu í bókaverslunum Eymundsson og í miðasölu Borgarleikhússins.

Leikritaklúbbur Borgarleikhússins Áskrifendur í leikritaklúbbnum fá bækurnar sendar heim fljótlega eftir að þær koma út. Verð á hverju leikriti er 2900 kr. en fyrir klúbbfélaga er sendingargjald innifalið. Við fögnum nýjum áskrifendum og veitum þeim 30% afslátt af fyrstu bókasendingunni. Auk þess bjóðum við öllum nýjum meðlimum veglegan afslátt af áður útgefnum verkum leikritaraðarinnar. Ef þú hefur áhuga á að gerast meðlimur í leikritaklúbbi Borgarleikhússins, sendu okkur þá línu á netfangið leikritaklubbur@borgarleikhus.is. Við hlökkum til að heyra frá þér.


NÓVEMBER

APRÍL

No Tomorrow

ANTON LAChKY

Eftir Ragnar Kjartansson og Margréti Bjarnadóttur við tónlist eftir Bryce Dessner. Sýnt á Lókal/RDF.

Snýr aftur með splunkunýtt dansverk. Hægt er að velja sýninguna í árskorti Borgarleikhússins.

SÝNING ÁRSINS 2017 DANSHÖFUNDAR ÁRSINS 2017

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2012 Fullkominn dagur til drauma

JÚNÍ

DESEMBER

SIGuR RÓS og íd Sýnd verða verk eftir Ásrúnu Magnúsdóttur, Alexander Roberts, Ernu Ómarsdóttur og fleiri á Norður og Niður listahátíð Sigur Rósar í Hörpu.

KYNNTU ÞÉR SÝNINGARÁRIÐ Á WWW.ID.IS EÐA Í 588 0900

ÓÐuR OG fLEXA Mæta aftur í splunkunýju dansverki eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur. Sýnt á Listhátíð í Reykjavík 2018.

ALLT ÁRIÐ

ÍD Á FERÐALAGI Íslenski dansflokkurinn mun koma fram í London, Dusseldorf, Kortrijk, Bilbao og Aþenu á sýningarárinu. THEATERKRANT.NL um Black Marrow

TEATERKRANT.NL um Fórn

2017-2018


VERTU MEÐ Í ÁSKRIFT! ÞAÐ BORGAR SIG AÐ BÓKA Á NETINU NETVERÐ

ALMENNT VERÐ

UNGMENNAVERÐ

17.500 KR.

18.500 KR.

12.500 KR.

BÓKAÐU Á NETINU

BÓKAÐU Í MIÐASÖLU

25 ÁRA OG YNGRI

1.490 króna viðbótargjald ef sýningin Rocky Horror er valin á kortið.

ÁSKRIFTARKORT ER ÁVINNINGUR

VIÐ SENDUM ÞÉR SMS!

• 30% afsláttur af miðaverði • Öruggt sæti á þær leik- og danssýningar sem þig langar að sjá • Betri kjör á gjafakortum og viðbótarmiðum • Afsláttur af varningi sem seldur er í miðasölu • Afsláttur af menningarviðburðum hjá samstarfsaðilum • Bættu fleiri sýningum við Áskriftarkortið með 30% afslætti

Ekki hafa áhyggjur af því að gleyma hvenær þú átt miða í leikhúsið. Við látum þig vita með SMS-i. Mundu bara að skrá farsímanúmerið þitt þegar þú gengur frá áskriftinni. Breytingagjald að upphæð 400 kr. þarf að greiða ef dagsetningu á miðum er breytt oftar en einu sinni.

ÞRJÁR GÓÐAR LEIÐIR TIL AÐ NÁLGAST ÁSKRIFTARKORT Á borgarleikhus.is ýtir þú einfaldlega á hnappinn Kaupa áskrift. Þú færð svo kortið sent heim. Þú hringir í síma 568 8000, gengur frá kaupunum og færð kortið sent heim. Líttu inn til okkar í leikhúsið við Listabraut. Við tökum vel á móti þér!


GOTT AÐ VITA MÆTIÐ TÍMANLEGA

NÆG BÍLASTÆÐI

STRÆTÓ STOPPAR FYRIR UTAN

Á rúmgóðum og notalegum Leikhúsbar Borgarleikhússins má njóta léttra veitinga, glugga í leikskrár og eiga ljúfa stund fyrir sýningu. Tilvalið er að panta veitingar bæði fyrir sýningu og/eða í hléi. Leiksýningar hefjast á tilsettum tíma og þá er áhorfendasölum lokað.

Fyrir leiksýningar er alla jafna hægt að finna bílastæði við Kringluna, bæði á efri og neðri hæð bílastæðisins. Frá neðri hæðinni er gengið upp tröppur beint að miðasölunni.

Í kringum Borgarleikhúsið stoppa strætisvagnar frá öllum hverfum borgarinnar. Fólk getur skilið bílinn eftir heima, notið leikhúskvöldsins í rólegheitum og náð síðustu ferð heim.

LEIKHÚSUPPLIFUN SÆLKERANS

DISKAR, BÆKUR OG BOLIR

GOTT AÐGENGI

Kitlaðu bragðlaukana með ljúffengum veitingum á Leikhúsbarnum áður en tjaldið er dregið frá. Við tökum vel á móti einstaklingum jafnt sem stórum og smáum hópum og töfrum fram sannkallaðar leikhúsveislur. Nánari upplýsingar í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is.

Hægt er að fá ýmsa áhugaverða og skemmtilega muni sem tengjast sýningum Borgarleikhússins. Má þar nefna leikskrár, bækur og geisladiska úr sýningunum Blái hnötturinn og Elly.

Í Borgarleikhúsinu er sérstakt pláss fyrir hjólastóla í öllum sölum hússins. Einnig eru Stóri og Litli salur hússins búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnartækja kleift að heyra betur það sem fer fram á sviðinu.

VEISLUR OG SKOÐUNARFERÐIR

GJÖF SEM LIFNAR VIÐ

FÁIÐ FRÉTTIRNAR FYRST

Gerðu kvöldið enn eftirminnilegra fyrir hópinn þinn. Við sníðum stærð og umfang veislunnar að þörfum hópsins og bjóðum allt frá standandi veislum til margrétta máltíða. Sendu línu á veitingar@borgarleikhus.is ef þú vilt gera þitt kvöld ógleymanlegt. Einnig er hægt að panta skoðunarferð um húsið.

Hægt er að kaupa gjafakort í miðasölu Borgarleikhússins, á borgarleikhus.is og á þjónustuborði Kringlunnar. Áskriftargestir Borgarleikhússins fá kortin á sérstökum kjörum.

Þeir sem skrá sig á póstlista á borgarleikhus.is fá fyrstir fréttir af góðum tilboðum, sýningum og nýjungum í húsinu. Einnig er mögulegt að fylgjast með á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Snapchat. Þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með því sem fer fram á bak við tjöldin og vera í beinu sambandi við leikhúsið.

SÖNGLIST – FYRIR FRÍSKA KRAKKA Söng- og leiklistarskólinn Sönglist hefur verið starfræktur í Borgarleikhúsinu í yfir tíu ár. Þar hafa margir krakkar fengið sitt fyrsta tækifæri til þess að spreyta sig á sviði. Nemendur skólans eru á aldrinum 7-16 ára og fá vandaða söng- og leikþjálfun hjá menntuðum kennurum. Vetrarnámskeið hefjast í september og standa í 12 vikur hvert námskeið. Nánar á songlist.is.

Útgefandi: Borgarleikhúsið, ágúst 2017 Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Jón Þorgeir Kristjánsson og María Hrund Marinósdóttir Hönnun: ENNEMM auglýsingastofa Ljósmyndir: Ari Magg, Börkur Sigþórsson, Grímur Bjarnason, Jón Guðmundsson, Jorri, Lárus Sigurðarson o.fl. Teikning: Pétur Stefánsson og Hrefna Lind Einarsdóttir Prentun: Oddi Borgarleikhúsið | Listabraut 3 | 103 Reykjavík Miðasala 568 8000 | Skrifstofa 568 5500 | www.borgarleikhus.is Fylgdu okkur á Facebook, Instagram og Snapchat.

51


52

Borgarleikhúsblaðið 2017 - 2018  
Borgarleikhúsblaðið 2017 - 2018  
Advertisement