Kristján Steingrímur: litaduft úr jarðefnum frá Seyðishólum, Borgarfirði eystra, Rauðhólum og Sýlingafelli og akrýl á striga.
KRISTJÁN STEINGRÍMUR
Fyrir handan liti og form
Ritstjóri Æsa Sigurjónsdóttir
182 bls.
Verð: 8.900,-
Félagsverð: 7.120,-
ISBN 9789935502926
Glæsilegt rit sem sameinar list og náttúru. Kristján Steingrímur umbreytir jarðvegi í lit og leiðir lesandann inn í nýja sýn á íslenskt landslag og sköpun. Fjölmargar litmyndir gera bókina að sjónarspili og einstæðri upplifun.
HÖFUNDUR VERÐUR TIL
Frá Guðmundi Magnússyni til Jóns Trausta
Ritstjórar: Ásta Kristín
Benediktsdóttir og
Guðrún Nordal
250 bls.
Verð: 7.900,-
Félagsverð: 6.320,-
ISBN 9789935502902
Í þessari bók fjalla átta fræðimenn og rithöfundar um fjölbreytt höfundarverk Guðmundar Magnússonar, ljóð, leikrit, skáldsögur og ritgerðir og varpa ljósi á uppruna hans, umhverfi og æviferil.
Ævi Guðmundar Magnússonar (1873–1918), sem þrjátíu og þriggja ára tók sér höfundarnafnið Jón Trausti, er lyginni líkust. Hún er sagan af því hvernig sárafátækur drengur frá einum nyrsta og harðbýlasta stað Íslands verður einn ástsælasti rithöfundur landsins.
STJÓRNSPEKI
SNORRA
STURLUSONAR
eins og hún birtist í
Heimskringlu
Sigurður Líndal
134 bls.
Verð: 4.900,-
Félagsverð: 3.920,-
ISBN 9789935502964
Sigurður Líndal lýsir hér hvernig átök tveggja hugmynda um lög birtast í
Heimskringlu Snorra Sturlusonar: hinnar fornu germönsku hugmyndar um að þau myndist við sammæli á þingum, og nýrri hugmyndar um að þau séu fyrirmæli konunga af Guðs náð.
Snorri aðhyllist hina fornu hugmynd um lög sem bindi alla, líka valdsmenn, en grípa megi til mótstöðuréttar, brjóti valdsmenn lögin, hinn óskráða sáttmála um meginreglur. Sigurður Líndal (1931–2023) var prófessor í lögum við Háskóla Íslands og kenndi þar meðal annars réttarsögu. Hann var forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1967–2015.
Greinin birtist upphaflega í tímaritinu Úlfljóti árið 2007.
ABSTRAKTMÁLVERKIÐ
Helgimynd íslenskrar menningar á 20. öld?
Sigurjón Árni Eyjólfsson
303 bls.
Verð: 6.900,-
Félagsverð: 5.520,-
ISBN 9789935502933
Í bókinni er gerð óvenjuleg tilraun til að flétta saman guðfræðilegar og listfræðilegar greiningaraðferðir og beita þeim í listsögulegu samhengi.
Gefið er yfirlit yfir listfræðilega umræðu um geómetríska abstraktlist á Íslandi, einkum verk Þorvaldar Skúlasonar og skrif hans og Harðar Ágústssonar. Sýnt er fram á tengsl sjónarmiða þeirra við pólitískt uppgjör módernista og menningarlegra þjóðernissinna.
SJÁVARÚTVEGUR
ÍSLENDINGA
1975–2025
Sigfús Jónsson
Sveinn Agnarsson
340 bls.
Verð: 7.900,-
Félagsverð: 6.320,-
ISBN 9789935502957
Í þessu fyrra bindi sögu sjávarútvegs Íslendinga síðustu 50 árin, allt frá útfærslu landhelginnar í 200 sjómílur árið 1975, er fjallað um starfsumhverfi og stjórnsýslu sjávarútvegsins. Jafnframt er rætt um stofnanir sjávarútvegs, hafréttarmál og alþjóðlega samninga og kjara- og verðlagsmál. Lykilverk um sögu og þróun sjávarútvegsins.
KOSNINGAFRÆÐARINN
Kjördæmaskipan og aðferðir við úthlutun sæta
Þorkell Helgason
Bókarauki: Jón Kristinn Einarsson
450 bls.
Verð: 7.900,-
Félagsverð: 6.320,-
ISBN 9789935502919
Kosningafræðarinn veitir heildaryfirlit yfir aðferðir við úthlutun sæta að loknum kosningum, svo sem í sveitarstjórnum eða á þjóðþingum en einnig í persónukjöri. Jafnframt er fjallað um ýmiss konar fyrirkomulag kjördæmaskipanar. Í bókinni er farið yfir viðfangsefnið með skýringarmyndum, töflum og talnadæmum á þann hátt að auðskilið sé leikmönnum jafnt sem lærðum. Í bókinni er farið yfir viðfangsefnið með skýringarmyndum, töflum og talnadæmum á þann hátt að auðskilið sé leikmönnum jafnt sem lærðum. Í kjölfarið er kafað dýpra og beitt stærðfræði, sem er þó fremur einföld. Undir lokin er bent á hvað geti orðið til bóta í ákvæðum um kosningar til Alþingis.
Höfundur megintextans, Þorkell Helgason stærðfræðingur, hefur verið ráðgjafi stjórnvalda um þennan málaflokk í meira en fjóra áratugi. Byggt er á fræðiritum, auk eigin rannsókna og útreikninga höfundarins.
Ritinu fylgir bókarauki eftir Jón Kristin Einarsson sagnfræðing þar sem rakin er þróun íslenskra kosningalaga allt frá endurreisn Alþingis til okkar daga.
Í tilefni að útgáfu bókarinnar verður haldið málþing um aðferðafræði við úthlutun þingsæta mánudaginn 24. nóvember 2025, kl. 14–17 í sal E-103 í Eddu, húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík.
Málþingið fjallar um grundvallarþátt lýðræðisins, frjálsar og réttlátar kosningar, nú þegar frjálslynt lýðræði á í vök að verjast.
HULDUMAÐURINN GUÐMUNDUR ELÍASSON MYNDHÖGGVARI
Aðalsteinn Ingólfsson
180 bls.
Verð: 9.900,-
Félagsverð: 7.920,-
ISBN 9789935573001
Saga einstaks myndlistarmanns sem ruddi brautir í íslenskri höggmyndalist en hvarf að mestu úr sviðsljósinu. Verk hans og ljósmyndir af glötuðum höggmyndum varpa ljósi á óvenjulegan listamann og tímann sem hann lifði. Í bókinni er reynt að rekja listferil Guðmundar út frá verkum sem eftir standa, ljósmyndum af glötuðum verkum og frásögnum samtímamanna. Þannig er dregin upp áhrifamikil mynd af hæfileikaríkum og sérvitrum listamanni sem á skilið aukið rými í íslenskri menningarsögu.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
ALLT UM ÁSTINA
bell hooks
Þýðandi: Uggi Jónsson
250 bls.
Verð: 4.900,-
Félagsverð: 3.920,-
ISBN 9789935502971
Ástin er í meðförum bell hooks ekki aðeins óræð tilfinning sem kviknar og leikur lausum hala innra með okkur heldur uppspretta gilda sem ráða mannlegum samskiptum. Ástin er persónuleg en hún er líka stórpólitísk. Hún birtist í umhyggju, virðingu, heilindum og helgun og er óhugsandi án virkrar þátttöku og fullrar ábyrgðar.
SKÍRNIR
Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags
Ritstjóri: Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
MILLJÓN PUNDA
SEÐILLINN
Mark Twain
Þýðandi: Guðni Kolbeinsson
56 bls.
Verð: 4.900,-
Félagsverð: 3.920,-
ISBN 9789935931030
Milljón punda seðillinn eftir Mark Twain er snjöll og beitt ádeila á samfélag þar sem virðing og sjálfsmynd ráðast af auði og ásýnd. Í þessari sígildu smásögu segir frá fátækum manni sem fær í hendur seðil að verðmæti milljón punda, án þess að geta notað hann, og verður þar með óvænt hluti af hástéttinni sem áður leit niður á hann. Með sinni kunnuglegu háðsádeilu og mannþekkingu sýnir Mark Twain hversu óljós mörk eru milli virðingar og blekkingar, fátæktar og auðs. Verkið stendur enn sem lifandi vitnisburður um innsæi og kímni höfundarins.
Aðalfundur
Hins íslenska bókmenntafélags 2025
verður haldinn á Sögu, Stofu S-281, laugardaginn 6. desember kl. 15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 18.–20. gr. félagslaga.
Erindi: Að loknum aðalfundarstörfum flytur Jón Ólafsson erindi um Lærdómsritin á tímamótum.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og þiggja kaffiveitingar í boði félagsins.
Stjórn og fulltrúaráð.
HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG
Hagatorgi, 107 Reykjavík
Sími: 588-9060 • Netfang: hib@hib.is
Heimasíða: hib.is • Fréttir frá Bókmenntafélaginu, nóvember 2025