Leiklist Bjargar!

Page 1

Leiklist Bjargar!

Mynd: Jón Reykdal

Kennaranemar tilnefndir til alþjóðlegra sviðslistaverðlauna! Hópur kennaranemenda á menntavísindasviði HÍ voru í gær tilnefnd til Le Majestueux Grand Drame verðlaunanna: Ekki eru nema um tveir mánuðir síðan hópur kennaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sýndi skuggaleikhússýningu í Háskólabíói í tilefni af Háskóladeginum. Óhætt er að segja að sýningin hafi slegið í gegn, því hópurinn var í gær tilnefndur til Le Majestueux Grand Drame verðlaunanna, sem eru þau allra stærstu sem veitt eru í heiminum í þessum flokki og því ótvírætt mikill heiður fyrir hópinn. ,,Ég er gífurlega stolt af

Drama Boreale á Íslandi ‘Let’s groove tonight’

2012

nemendum mínum núna” segir Ása Helga Ragnarsdóttir, umsjónamaður námskeiðsins Frá hugmynd til sýningar en það var einmitt þar sem sýningarnar urðu til. ,,Já, við höfum æft skuggaleikhús. Oft. Mikið. En þetta kom mér verulega á óvart” sagði Ása Helga þegar Leiklist Bjargar náði í hana. En um hvað fjallaði sýningin? ,,Jú, hún var tvíþætt. Í fyrri hluta hennar var farið yfir sköpun heimsins á nýstárlegan máta en í seinni hlutanum var sagan um Sæmund Fróða. Mér skylst að stjórn verðlaunahátíðarinnar hafi verið hrifin af þessari sögulegu nálgun,

en ekki síst af tónlistinni sem nemendurnir sömdu við verkið”. Verðlaunin verða veitt í París 20. júlí næst komandi og má hópurinn eiga von á að vinna tólf kassa af Prins Póló. -BÞ

yfirlit: •skuggaleikhús •trúðar & grímur •póstkort & myndir •skapandi dans & lokaorð

1 bls. 2 bls. 3 bls.

bls.

4

Sjöunda Drama Boreale hátíðin verður haldin á Íslandi í ágúst. Mikill fengur er fólginn í því að fá hátíðina til Íslands, ekki síst fyrir íslenska leikhúsáhugamenn. Búist er við miklum fjölda ferðamanna til landsins í tilefni hátíðarinnar og hafa öll hótelherbergi borgarinnar þegar verið bókuð vikuna sem hátíðin verður haldin. Fyrirlestrar verða haldnir í ráðstefnuhúsinu Hörpu, auk þess sem gestafyrirlestrar verða haldnir í Háskólabíói og Laugardalshöll. Þema hátíðarinnar eru frumefnin fjörgur, jörð - loft - vatn og eldur með húmor og þótti skipuleggjendum því viðeigandi að fá hljómsveitina Earth, Wind and Fire til að leika á lokadansleiknum. Nánari upplýsingar á http://www.dramaboreale.is/ og http://www.youtube.com/ watch?v=L8uTnPsLl20


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.