Leiklist Bjargar!

Page 1

Leiklist Bjargar!

Mynd: Jón Reykdal

Kennaranemar tilnefndir til alþjóðlegra sviðslistaverðlauna! Hópur kennaranemenda á menntavísindasviði HÍ voru í gær tilnefnd til Le Majestueux Grand Drame verðlaunanna: Ekki eru nema um tveir mánuðir síðan hópur kennaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sýndi skuggaleikhússýningu í Háskólabíói í tilefni af Háskóladeginum. Óhætt er að segja að sýningin hafi slegið í gegn, því hópurinn var í gær tilnefndur til Le Majestueux Grand Drame verðlaunanna, sem eru þau allra stærstu sem veitt eru í heiminum í þessum flokki og því ótvírætt mikill heiður fyrir hópinn. ,,Ég er gífurlega stolt af

Drama Boreale á Íslandi ‘Let’s groove tonight’

2012

nemendum mínum núna” segir Ása Helga Ragnarsdóttir, umsjónamaður námskeiðsins Frá hugmynd til sýningar en það var einmitt þar sem sýningarnar urðu til. ,,Já, við höfum æft skuggaleikhús. Oft. Mikið. En þetta kom mér verulega á óvart” sagði Ása Helga þegar Leiklist Bjargar náði í hana. En um hvað fjallaði sýningin? ,,Jú, hún var tvíþætt. Í fyrri hluta hennar var farið yfir sköpun heimsins á nýstárlegan máta en í seinni hlutanum var sagan um Sæmund Fróða. Mér skylst að stjórn verðlaunahátíðarinnar hafi verið hrifin af þessari sögulegu nálgun,

en ekki síst af tónlistinni sem nemendurnir sömdu við verkið”. Verðlaunin verða veitt í París 20. júlí næst komandi og má hópurinn eiga von á að vinna tólf kassa af Prins Póló. -BÞ

yfirlit: •skuggaleikhús •trúðar & grímur •póstkort & myndir •skapandi dans & lokaorð

1 bls. 2 bls. 3 bls.

bls.

4

Sjöunda Drama Boreale hátíðin verður haldin á Íslandi í ágúst. Mikill fengur er fólginn í því að fá hátíðina til Íslands, ekki síst fyrir íslenska leikhúsáhugamenn. Búist er við miklum fjölda ferðamanna til landsins í tilefni hátíðarinnar og hafa öll hótelherbergi borgarinnar þegar verið bókuð vikuna sem hátíðin verður haldin. Fyrirlestrar verða haldnir í ráðstefnuhúsinu Hörpu, auk þess sem gestafyrirlestrar verða haldnir í Háskólabíói og Laugardalshöll. Þema hátíðarinnar eru frumefnin fjörgur, jörð - loft - vatn og eldur með húmor og þótti skipuleggjendum því viðeigandi að fá hljómsveitina Earth, Wind and Fire til að leika á lokadansleiknum. Nánari upplýsingar á http://www.dramaboreale.is/ og http://www.youtube.com/ watch?v=L8uTnPsLl20


Reglur Allir kennarar vita (af reynslunni) hveru nauðsynlegt það er að vera með skýrar relgur í kennslustofunni. Hér verður farið yfir nokkrar reglur til leiðbeininga í þremur kennslugreinum.

Grímur

Trúðar

Skapandi dans

1.

1.

1.

Áhorfendur mega hvorki sjá þegar gríman er sett upp né þegar hún er tekin niður.

Trúður er einfaldur, kannski bara eins og hálfs árs gamalt barn. Þessvegna elska hann (næstum því) allir!

Gott er að byrja og enda dansinn í kyrrmynd.

2.

2.

2.

Ekki tala. Notaðu látbragð.

Ekki koma við nefið. Það gerir trúðinn ótrúverðugan.

Notaðu líkamann. Allan!

3.

3.

3.

Ekkert er rétt - ekkert er rangt! Hafðu bara gaman!

Notaðu það sem þér dettur í hug strax í spuna. Þá virkar það best - og gerðu það aftur. Og aftur... og aftur!

Slepptu ímyndunaraflinu lausu og hafðu gaman!

Grímur

Trúðar

Það getur verið mjög gagnlegt að nota grímur þegar unnið er með nemendum í leiklist. Ekki síst vegna þess að þeir nemendur sem ,,þora ekki” fá frelsi til þess að brjótast úr rammanum og prófa eitthvað nýtt. Tilgangur grímunnar er að skoða svipbrigði hennar og túlka í ýmsum aðstæðum í spuna. Gott getur verið fyrir kennarann að gefa nemendum sínum söguramma til að vinna með áður en þeir velja sér grímurnar, en þá er skemmtilegt að áhorfendur viti ekki um hvað spuninn fjallar.

Trúðar eru og verða alltaf trúðar. Þess vegna er einmitt svo skemmtilegt að vinna með trúða með nemendum. Trúðar eru einfaldir og það er gott að ímynda sér að þeir séu eins og hálfs árs gamalt barn. Þeir eru að uppgötva heiminn og finnst fátt jafn fyndið eins og það sem gerist aftur og aftur og aftur... Trúðar eru nærrum því alltaf með rauð nef. Þeir gera mjög margt með líkamann sinn, en þeir koma aldrei við nefið! Þess vegna borða þeir aldrei hor. Trúðar gera ótrúlega margt, en þeir gera mest af því sem þeir eru bestir! Það mistekst - mistekst aftur og svo tekst það!

Trúður + gríma = Trúðagríma!

Blaðinu barst ferskeytla frá lesanda norðan heiða: Mörgum manni bjargar Björg, Björgin hressir alla! En að bjarga Björg í björg, Björgulegt er varla! Sendum við honum okkar bestu þakkir og eitt prins póló að launum.


Heyrst hefur...

Kristinn og Hafþór spila á hljóðfæri í stofu 303

...við seljum það ekki dýrara en við keyptum það! ...að Margrét Borgarnessmær hafi verið rukkuð um yfirvigt á ferð sinni um Hvalfjarðargöngin!

...að Símon Geir hafi vegið 30 merkur við fæðingu og verið 86 cm að lengd.

...að Kristinn hafi gert 30 ára leigusamning á stól í stofu 303 við Háskóla Íslands.

...að Ása Helga hafi stjórnað Stundinni okkar um það leiti sem þorri nemenda hennar fæddust.

Póstkort og myndir Blaðinu hafa borist margar fyrirspurninr um hvernig hægt sé að vinna með póstkort og myndir í vinnu með nemendum. Hér verða teknar saman nokkrar kennsluaðferðir sem nýtast bæði í vinnu með póstkort og myndir.

...að gamall brunnur hafi fundist í Vesturbænum fyrir viku og ofan í honum Hildur Vala! Þó vakti fundurinn sérstaka athygli blaðamanns fyrir þær sakir að Skúli var þar hvergi sjáanlegur. Þeir sem finna hann mega gjarnan senda blaðinu bréf.

...að Elísabeth Lind hafi keypt sælgætisgerðina Góu.

• Mjög algeng en þó góð kveikja er að nota þankagang spyrja nemendur opinna spurninga um myndina sem er til viðfangs og skrifa svör þeirra upp á töflu eða flettispjald sem hægt er að nota í áframhaldandi vinnu. • Gott er að vinna persónusköpun í fimm - sex manna hópum þar sem nemendur skapa aðstæður um myndina, hvar og á hvaða tíma myndin er tekin, hverjir eru á myndinni (ef einhverjir). • Skemmtilegt er að vinna kyrrmyndir í framhaldi af persónusköpun þar sem kennari gengur á milli og spyr út í kyrrmyndina. • Þá er einnig hægt að setja ákveðnar persónur í kastljós til þess að velta upp nánari spurningum um þær. • Skrifað í hlutverki er svo frábært verkefni til þess að kafa dýpra í þá vinnu sem unnist hefur.

...að Björg sé einum degi á eftir öðrum í áætlunum.

...að Halli ætli að vera með tónleika á Rósenberg 10. maí nk. til þess að fagna tveggja mánaða reykleysi sínu.

Áriðandi! Drama Boreale fyrir stúdenta.

Hér var aðeins stiklað á stóru, en þó ljóst að þessi verkefni eru góð, meðal annars til þess að samþætta hinar ýmsu námsgreinar með leiklist.

Þar sem ljóst er að öll gistipláss á stórReykjavíkursvæðinu verði upptekin vikuna sem hátíðin verður haldin, er því beint til stúdenta að þeir láni íbúðir sínar og gisti sjálfir í húsbílum, tjöldum eða heitum pottum til að valda skipuleggjendum ekki frekari vandræðum.

Skrítlur:

Kennarinn: Jæja Benni, hvað sagði pabbi þinn um einkunn þína? Benni: Á ég að sleppa blótsyrðunum? Kennarinn: Já, auðvitað. Benni: Jæja þá; hann sagði ekki neitt! Helga frænka: Svona nú, borðaðu hafragrautinn þinn, þá verður þú falleg þegar þú stækkar. Ása litla: Nú? Borðaðir þú aldrei hafragraut þegar þú varst lítil?


Hugmyndarugl Finndu orðin hér til hliðar: grima skapandi dans utvarp leikur skuggaleikhus syning vettvangsnam dagblad prins polo kennsla nemendur svid trudanef tonlist hugmynd

Um skapandi dans Það var samdóma álit nemenda Frá hugmynd til sýningar að tíminn í skapandi dansi hafi verið sá allra eftirminnilegasti þennan veturinn. Drífa þótti sýna einstaka hæfileika sem kassadama í Bónus undir tryggri handleiðslu Aðalbjargar, innblásinn dans Skúla og Hafþórs verður seint leikinn eftir og heyrst hefur að Sigga hafi vanið komur sínar á 800 bar á Selfossi í trylltri sveiflu - þar til staðurinn brann í mars! Spurningin sem situr eftir hlýtur að vera hvort verðandi kennarar treysti sér í slíka vinnu með nemendum sínum...

Lokaorð. Ég er óskaplega glöð að hafa, alveg óvart, fengið tækifæri til þess að læra leiklist sem kennsluaðferð! Þegar ég hóf nám við Menntavísindasvið hugðist ég ekki taka þessa stefnu, en er mjög glöð að ég skyldi ,,lenda í því” - þetta er sannarlega það sem hefur komið mér skemmtilegast á óvart og ég er jafnframt alveg sannfærð um að þetta eigi eftir að nýtast mér vel á næsta misseri, þegar ég verð á kjörsviði yngstu barna! Lifi samþætting! Lifi leiklist!

Fleiri skrítlur: ...hláturinn lengir lífið!

Halldór gamli: Heldurðu kannski, að hann Palli þinn gleymi öllu, sem hann lærði í heimavistarskólanum? Faðirinn: Ja, það ætla ég að vona því hann getur auðvitað ekki lifað á því, að kyssa stelpur! Suma þyrstir í auð, og aðra þyrstir í völd. En mig þyrstir helst, ef ég borða mikið saltkjöt Ása Helga: Við verðum að auglýsa þetta fljótt og vel. Ásgerður hefur samband við útvarpið, Hannes við Fréttablaðið, Sigfríður við Morgunblaðið og Ólafur segir konu sinni það. Og svo var það bóndi framan úr sveit, mjög hjólbeinóttur, sem kom til Akureyrar. Spjátrungur sagði við hann: "Þú ert svo hjólbeinóttur, að svín gæti hlaupið milli fótanna á þér!" - "Hlauptu þá!", sagði bóndinn! Rósa: "Þú minnir mig á hafið!" Elías: "Villtur, rómantískur og eirðalaus?" - Rósa: "Nei mér verður óglatt í návist þinni!" Allar skrítlur í þessu blaði eru fengnar að láni frá Sr. Erni Friðrikssyni, frænda mínum og gleðigjafa á Facebook.

Hægt er að gera eigin orðarugl hér: http://www.discoveryeducation.com/ free-puzzlemaker

Þakkir: Ritstjórn blaðsins vill færa eftirfarandi innilegstu þakkir fyrir veturinn og aðstoð við skrif blaðsins: • Nemendur í kjörsviðinu Leiklist, tónlist og dans við Mennavísindasvið vorið 2012 • Ása Helga Ragnarsdóttir

Björg Þórsdóttir bth84@hi.is kt. 251184-2679

Frá hugmynd til sýningar GSS419G Umsjónamaður: Ása Helga Ragnarsdóttir

Hjartans þakkir fyrir veturinn og gleðilegt sumar!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.