Bjartur 2014

Page 1

Bjartur 2014


Gæðakonur Steinunn Sigurðardóttir

Eldfjallafræðingurinn María Hólm er á leið í flugvél til Parísar. Hinum megin við ganginn situr kona sem gefur henni auga. Daginn eftir sér hún sömu konu á kaffihúsi þar sem hún fær sér morgunverð. Hver er hún þessi Donna með rödd sem er í senn suðandi þýð og raspandi gróf? Og hvað vill hún Maríu – konunni sem jökullinn skilaði? Í skáldsögunni Gæðakonur kemur Steinunn Sigurðardóttir að lesandanum úr óvæntri átt. Hún sýnir hér allar sínar bestu hliðar: ískrandi kaldhæðni, flugbeittur stíll, leiftrandi húmor og einstök innsýn í heim alls kyns ásta og erótíkur.

„Sagan er kraftaverk og fáar skáldsögur hafa viðlíka áhrif á lesandann.“ Le Point (um Jójó)

„Heillandi.“ Spiegel (um Tímaþjófinn)

„Mjög flott – reyndar mjög, mjög flott.“ DV (um Góða elskhugann)

Gæðakonur er tólfta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur. Bjartur gaf þar áður út skáldsögurnar Jójó og Fyrir Lísu, þar sem segir frá geislalækninum Martin Montag og heimilislausa vini hans, Martin Martinetti og leyndarmáli lífsreynslu sem þeir eiga sameiginlega. Jójó var fádæma vel tekið á Íslandi, og hlaut meðal annars verðlaun íslenskra bóksala. Sagan er komin út á frönsku og þýsku, og er væntanleg á ensku innan tíðar. Franska blaðið Le Point skrifaði um Jójó að hún væri “sannkölluð kraftaverkabók og áhrifaríkari en flestar aðrar skáldsögur.” Steinunn Sigurðardóttir hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1996, fyrir skáldsöguna Hjartastaður, sem fjallar um leiðangur móðurinnar Hörpu til að bjarga unglingsdóttur sinni, Eddu, úr heljargreipum fíkniefna og hættulegra félaga.


Kemur út 7. nóvemb er

Innbundin 230 bls 978-9935-454-39-3

Ritmennskuferill Steinunnar Sigurðardóttur er langur og fjölbreyttur. Nú í haust eru 45 ár frá því að fyrsta bók hennar, ljóðabókin Sífellur, kom út. Tímaþjófurinn, fyrsta skáldsaga Steinunnar, sem kom út 1986, vakti sérstaka athygli, og mun vera sú íslensk skáldsaga síðustu áratuga sem mesta umfjöllun hefur hlotið. Árið 2012 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók Öldu Valdimarsdóttur og Guðna Elíssonar um ljóð og skáldsögur Steinunnar, sem ber heitið: Hef ég verið hér áður?


Ástarmeistarinn Oddný Eir Ævarsdóttir

Anna og Fjölnir hafa bæði beðið skipbrot í ástinni. Þau leggja allt í sölurnar í leit að meistara sem getur kennt þeim að elska á nýjan leik. Þau tefla blindskák við ástina í þeirri von að máta sjálf sig og leikurinn litast af skömm, sælu, goðsögum, kynlífi og þrám.

Um Jarðnæði “Hún hefur skemmtilega og frjóa hugsun ... skemmtilega skrifuð bók og gaman að lesa hana.” Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan

“Mikil ástarsaga.” Páll Baldvin Baldvinsson, Kiljan

Ástarmeistarinn er þriðja skáldsaga Oddnýjar Eirar, en hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Fjöruverðlaunin fyrir Jarðnæði (2011) og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir Heim til míns hjarta (2009).


Innbundin 978-9935-454-40-9 315 bls

Kemur út 10. nóvem ber

Oddný Eir er fædd í Reykjavík árið 1972 en býr núna úti á landi. Hún stundaði doktorsnám í heimspeki í París en sneri sér síðan að rannsóknum á ástinni og tungumálinu.


Ókyrrð Jón Óttar Ólafsson

Ummæli um Hlustað: „Íslenskur eftirhrunsþriller af bestu sort.“ Hallgrímur Helgason

„Ómissandi fyrir unnendur sakamálasagna!“ Pluto, Noregi

Kvöld eitt fær lögreglumaðurinn Davíð Arnarson beiðni í SMS um að koma til Cambridge. Hann þekkir ekki númerið og það er hvergi á skrá. Morguninn eftir berst lögreglunni í Reykjavík hjálparbeiðni vegna morðs á íslenskum eðlisfræðistúdent sem var að rannsaka ókyrrð í lofti – við Cambridge-háskóla. Æsileg atburðarás fer í gang þar sem Davíð reynir að aðstoða bresk yfirvöld við komast til botns í morðmálinu en hverjum getur hann treyst? Og áður en hann veit af er lífi hans sjálfs ógnað. Jón Óttar Ólafsson kvaddi sér hljóðs á íslenskum glæpa­ sagnamarkaði með bókinni Hlustað sem út kom 2013. Hún hefur þegar komið út í Noregi og Frakklandi. Ókyrrð sýnir svo ekki verður um villst að Jón Óttar er glæpasagnahöfundur í fremstu röð!


Kemur út 14. nóvem ber

Innbundin 978-9935-454-38-6 292 blaðsíður

Jón Óttar Ólafsson er fæddur árið 1974. Í fyrra sendi hann frá sér sína fyrstu bók, Hlustað. Hún er komin út í Noregi og Frakklandi. Jón Óttar er með doktorspróf frá Cambridge. Hann hefur unnið hjá lögreglunni, sértökum saksóknara og í banka.


Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans Haruki Murakami

Nýjasta skáldsaga meistarans Murakami, í þýðingu Ingunnar Snædal, Á menntaskólaárunum átti Tsukuru Tazaki fjóra bestu vini. Eftirnöfn þeirra allra innihéldu einhvern lit, nema Tazaki. Hann hét engum lit. Frá upphafi fannst honum hann því örlítið útundan. Dag nokkurn tilkynntu vinir hans að þau vildu hvorki sjá hann né heyra nokkurn tíma aftur. Allar götur síðan hefur Tsukuru verið eins og svefngengill og engum tengst vinaböndum. Þegar hann kynnist Söru fyllist hann löngun til þess að gera upp fortíðina og komast að því hvað gerðist.

Haruki Murakami er einn vinsælasti og virtasti höfundur samtímans.


Innbundin 978-9935-454-41-6 260 bls Þýðandi: Ingunn Snædal

Kemur út 10. nóvem ber


Bréfabók Mikhail Shishkin

Í Bréfabók er sögð ástarsaga Vladimirs og Alexöndru. Þau skiptast á bréfum og lesandinn áttar sig fljótt á því að þau eru aðskilin í tíma, ekki síður en í rúmi. Allur heimurinn er undir, þetta er ástarsaga allra tíma. Mikhail Shishkin er einn áhrifamesti rithöfundur rússlands í dag. Hann hefur unnið til þriggja stærstu bókmennta­ verðlauna í heimalandi sínu.

Stórblaðið Guardian hefur sagt um verk hans: „Stíllinn er magnaður og efnið frumlegt ... má færa fyrir því rök að hann sé mesti núlifandi höfundur Rússlands.“ – The Guardian

Shiskin lagði stund á nám í ensku og þýsku og steig fyrst fram á ritvölinn árið 1993, fyrir rétt rúmum tuttugu árum, þegar smásaga eftir hann birtist í bókmenntatímaritinu Znamya. Þetta sama ár kom fyrsta skáldags hans út: Nóttin leggst yfir okkur öll - Всех ожидает одна ночь. Árið 1995 flutti Shishkin til Zurich og hefur búið í Sviss meira en minna síðan. Fyrst um sinn vann hann fyrir sér með því að vera túlkur yfir á rússnesku og þýsku fyrir hælisleitendur


Neon! Besti bóka klúbbur í heimi!

Kilja 978-9935-454-31-7 300 bls Þýðandi: Áslaug Agnarsdóttir

Skáldsagan IZMAIL HERTEKINN, Взятие Измаила, kom út árið 1999 og fyrir hana fékk Shishkin hin rússnesku Booker-verðlaun. VENUSARHÁR, Венерин Волос, kom út árið 2005, en fyrir hana fékk Shishkin tvenn stærstu bókmenntaverðlaun Rússlands til viðbótar. Þegar þarna var komið sögu var hann eini rússneski höfundurinn sem var handhafi allra þessara virðulegustu verðlauna Rússlands. Verðlaunin hlaut hann svo enn og aftur fyrir Bréfabók, Письмовник, sem er hans nýjasta skáldsaga og kom út árið 2010.


Veðurfræði Eyfellings – greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum Þórður Tómasson frá Vallnatúni Höfundur tileinkar Veðurfræði Eyfellings - greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum foreldrum sínum og gamla fólkinu í Vallnatúni, þeim sem kenndu honum að tala íslenskt mál og gáfu honum orðaforða. Þessi merkilegi vitnisburður um íslenska tungu kom út árið 1979, og sendi Nóbelsskáldið Halldór Laxness höfundi þakkarbréf og áletraða bók í hrifningu sinni. Bókin hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út að nýju, með viðbótum, nýrri orðaskrá og eftirmála höfundar.

Þórður Tómasson


Kemur út 13. nóvem ber

Innbundin 978-9935-454-37-9 198 bls

Tvær útgáfur koma út af bókinni: Hún fæst í bláu eða drapplituðu bandi

Þórður Tómasson hefur um langt skeið safnað minjum um horfna menningu og starfshætti. Auk þess að skrifa fjölda greina og bóka hefur hann byggt upp byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum.


Velúr Þórdís Gísladóttir

Velúr er önnur ljóðabók Þórdísar Gísladóttur sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 fyrir Leyndarmál annarra. Ljóðin í Velúr fjalla flest um hvunndagslíf nútímafólks, það er jafnvel hugsanlegt að þú lesir um eigið líf í þessari bók. Velúr er eitt af þessum efnum sem maður ýmist elskar eða hatar. Hefur það þótt nokkuð hallærislegt síðustu ár en kemur nú sjóðheitt inn. – Monitor

Þórdís er nösk, ljóðastarf hennar hressandi og kemur lesanda bæði á óvart og í gott skap. – PBB, Fréttablaðið

velúr -s HK • flosofið efni, heldur grófgerðara og með þykkari loðnu en flauel (d. velour) – Íslensk orðabók


Kom út í v or. 3. prentun

Mjúkt band 978-9935-454-35-5 52 bls

Þórdís Gísladóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sína fyrstu ljóðabók. Velúr er hennar önnur ljóðabók. Hún hefur skrifað tvær sögur um þau Randalín og Munda og er stórvirkur þýðandi. Þórdís býr í Reykjavík.


Chineasy – það er leikur að læra kínversku Shaolan Chineasy er ný sjónræn aðferð sem búin var til að í því skyni að gera kínverskunám létt og skemmtilegt. Myndirnar í bókinni eru ægifagrar, en höfundur er


Kemur út 30. októbe r

Mjúkt band 978-9935-454-36-2 192 bls Þýðandi er Hildigunnur Þráinsdóttir

Höfundurinn Shaolan er grafískur hönnuður af kínverskum ættum, sem langaði til þess að gera kínversk tákn aðgengileg fyrir börnin sín og fann upp þessa aðferð sem hefur slegið í gegn.


Ráðgáta lífsins Guðmundur Eggertsson

Í bókinni segir annars vegar frá upphafi sameindalíffræð­ innar og merkum uppgötvunum sem lögðu grundvöllinn að nútímalíffræði. Hins vegar er fjallað um uppruna lífs og helstu tilraunir til að gera grein fyrir honum. Loks beinist umræðan að eðli lífsins og að meðvituðu lífi. Áður hafa komið út hjá Bjarti bækurnar Líf af lífi (2005) og Leitin að uppruna lífs (2008).

Úr ritdómum um Líf af lífi “Líf af lífi er snilldarlega samið fræðslurit, þar sem sögu og samtíð er blandað skemmtilega saman. Allir þeir er minnsta áhuga hafa á framtíð mannkyns ættu að lesa bókina. Til hamingu Guðmundur!” Steindór J. Erlingsson, www. kistan.is

Guðmundur “hefur efnið fullkomlega á valdi sínu, skrifar látlausan og læsilegan texta”. “Líf af lífi ... er mjög vönduð og efnismikil og fjallar að auki um það, sem margir telja torræðustu leyndardóma lífsins og einna áleitnustu spurningar um siðferðiskennd okkar mannanna”. Ágúst H. Bjarnason, Morgunblaðið


Mjúkt band 978-9935-454-33-1 186 bls

Dr. Guðmundur Eggertsson hefur verið kallaður faðir erfðafræðinnar á Íslandi. Hann var prófessor í líffræði við Háskóla Íslands um árabil. Guðmundur skrifar fallegan og látlausan texta og gerir vísindin aðgengileg leikmönnum. Áður hafa komið út hjá Bjarti eftir hann bækurnar Líf af lífi (2005) og Leitin að uppruna lífs (2008).


Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker Dúndur ástar- og glæpasaga sem kemur endalaust á óvart. Friðrik Rafnsson íslenskaði. Fyrsta bók Marcusar Goldman skýtur honum upp á stjörnuhimininn. En hann á í basli með næstu bók, útgefandinn er orðinn óþolinmóður og hótar málssókn. Marcus leitar ásjár hjá læriföður sínum, hinum þjóðþekkta rithöfundi Harry Quebert, sem skömmu síðar er sakaður um að hafa myrt Nolu Kellergan, unglingsstúlku sem hvarf sporlaust rúmum þrjátíu árum fyrr.

Samfelld snilld á sjö hundruð síðum! – Kiljan

Marcus hefur eigin rannsókn á þessum gamla harmleik og smám saman afhjúpast flókið net ástarsambanda, leyndarmála og lyga. Málið tekur hvað eftir annað óvænta stefnu – áður en dramatískur sannleikurinn í máli Harrys Quebert er leiddur í ljós.


Stór kilja 978-9935-454-28-7 bókin er 688 síður ÞýuðandI: Friðrik Rafnsson

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker (1985) er margverðlaunuð ástar- og glæpasaga. Hún kom út í Sviss og Frakklandi haustið 2012 og hefur farið sigurför um heiminn síðan. Hún sat í rétt tæpt ár á topp tíu listanum í Frakklandi, og var jafn gífurlega vinsæl á Ítalíu og á Spáni.


Öngstræti Louise Doughty

Yvonne er mikils metinn erfðafræðingur, prýðilega gift og móðir tveggja uppkominna barna. Hún hefur aldrei mátt vamm sitt vita.

„Stígandi frásagnarinnar er meistaralega spunnin og Louise Doughty skrifar af miklu sálfræðilegu innsæi. Hún varpar algjörlega nýju ljósi á eftirsjá og samviskubit þeirra sem eiga í framhjáhaldi.“ – The New Yorker

Dag nokkurn er hún boðuð á nefndarfund í þinghúsinu. Þar hittir hún bláókunnugan mann og fyrr en varir eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Ástarsambandið hrindir af stað atburðarás sem hefur ófyrirsjáanlegar og skelfilegar afleiðingar fyrir þau bæði. „Öngstræti“ er hörkuspennandi sálfræðitryllir sem fjallar um gildin í lífinu - og afstöðu okkar til þeirra. „Grípur þig heljartökum.“ Independent


Kilja 978-9935-454-30-0 344 bls Þýðandi er Bjarni Jónsson

„Louise Doughty tekst frábærlega draga upp mynd af hversdagslegum harmleik – harmleik sem allir gætu upplifað, en harmleik engu að síður.“ The Guardian

„Umhugsunarverð og áhrifamikil saga um flóknar tilfinningar.“ Kirkus Review


Óskalistinn Grégoire Delacourt

Jocelyne er 47 ára gömul. Hún rekur sína eigin vefnaðar­ vöruverslun í litlum bæ, á tvö uppkomin börn með manninum sem hún hefur verið gift alla tíð. Líf hennar er svo hversdagslegt að hún veltir því fyrir sér hvert þeir hafi farið, draumarnir sem hana dreymdi þegar hún var sautján. Svo gefst henni tækifæri til að umbylta lífi sínu. Ætti hún að slá til?

SMELLA HÉR! Smelltu hér til að lesa fyrstu kaflana úr Óskalistanum.


Neon! Besti bóka klúbbur í heimi!

kilja - neon 978-9935-454-26-3 156 bls Þýðandi: Guðrún Vilmundardóttir

Óskalistinn er önnur skáldsaga Grégoire Delacourt, sem rekur auglýsingastofu í París. Bókin hefur farið mikla sigurför og verið þýdd um allan heim.


Beðið fyrir brottnumdum Jennifer Clement

Áhrifamikil saga um það að elska og lifa af.

„Heillandi og átakanlega falleg skáldsaga.“ –Yann Martel, höfundur Sögunnar af Pí

„Falleg og hjartaskerandi.“ – Wall Street Journal

„Eldfjörug skáldsaga en um leið afar áhrifamikill óður til kvenpersóna bókarinnar, um lífsgleði þeirra og tryggð, vináttu, ástríður og ást – en líka um mátt skáldskaparins.” – New York Times

Í fjöllunum í Guerrero-héraði í Mexíkó er hættulegt að vera stúlka. Mæður dulbúa dætur sem syni, klippa hár þeirra stutt og sverta í þeim tennurnar, til þess að forða þeim frá klóm eiturlyfjasalanna sem öllu ráða. Ladydi Garcia Martinez er viljasterk, sniðug og klár. Ladydi og vinkonur hennar láta sig dreyma um bjartari framtíð, þær standa saman og finna stöðugt eitthvað til að gleðjast yfir í hörðum heimi. Hún er ráðin sem barnfóstra hjá ríkri fjölskyldu í Acapulco og kynnist þar ástinni. En ógnir eiturlyfjasalanna eru skammt undan.


Neon! Besti bóka klúbbur í heimi!

Kilja - neon 978-9935-454-32-4 216 bls Þýðandi: Ingunn Snædal

Jennifer Clement


Heiður Elif Shafak Tvíburasysturnar Jamila og Pembe eru fæddar og uppaldar í kúrdísku þorpi. Jamila verður ljósmóðir og er um kyrrt í þorpinu, en Pembe fylgir eiginmanni sínum, Adem, til London, þar sem þau hyggjast tryggja börnum sínum bjartari framtíð. Í London verða þau að velja á milli gamalla hefða og nú­tímalegs borgarlífs. Þegar Adem lætur sig hverfa tekur elsti sonurinn, Iskander, við hlutverki þess sem á að verja heiður fjölskyldunnar. Hann telur hægt að elska manneskju af hug og hjarta en vera jafnframt reiðubúinn til þess að gera henni mein.

„Shafak er hárbeittur penni ... mögnuð frásögn um myrkustu hliðar ástar og trúar.“ — The Telegraph

Dramatísk saga um gamlar rætur og átök ólíkra menn­ ingar­heima. Saga af ást og trú, ótryggð og heiðri. Þýðandi er Ingunn Ásdísardóttir.


Kilja - neon 978-9935-454-27-0 394 bls Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir

Neon! Besti bóka klúbbur í heimi! Elif Shafak (f. 1971) er tyrkneskur höfundur, blaðamaður og fræðikona. Bækur hennar hafa verið þýddar á 39 tungumál og hefur hún hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar.


Í leyfisleysi Lena Andersson

Ester Nilsson er skáld, greinahöfundur og jarðbundin manneskja í góðu sambandi. Dag einn er hún beðin um að halda fyrirlestur um listamanninn Hugo Rask. Þá verður kúvending í lífi hennar. Hún kynnist listamanninum og þau Ester og Hugo hefja eins konar ástarævintýri. Það er hversdagslegt á sinn flókna hátt en einnig stórbrotið og yfirþyrmandi.

„Lena Andersson hefur skrifað stórkostlega og flugbeitta ástarsögu. Hún er miskunnarlaus í skýrleik sínum og afhjúpar sjálfslygina sem við notum í þrá okkar eftir ástinni.“ – Ingalill Mosander, Aftonbladet.

„Lestu þessa bók. Þú munt kannast við sjálfan þig og alla sem þú þekkir.“ – Jenny Teleman, Kulturnytt.

Í leyfisleysi er saga um það hversu viljug við erum að ljúga að sjálfum okkur í von um að öðlast ástina. Lena Andersson lýsir því hvað gerist þegar ástríður heltaka manneskjuna. Skemmtileg og jafnframt sársaukafull bók.

„Fólk sem er ástfangið, hefur verið ástfangið eða hefur í hyggju að verða ástfangið á að lesa þessa bók.“ – Tara Moshizi, Go kväll.


Neon! Besti bóka klúbbur í heimi!

Kilja - neon 978-9935-454-34-8 204 bls Þýðandi: Þórdís Gísladóttir

„Stíllinn er tímalaus, nákvæmur og léttur ... Ég las hana í einni lotu, eins spenntur og maður getur orðið þegar skáldsaga hittir gjörsamlega í mark. ... Hún er hræðileg en líka hræðilega skemmtileg og jafnfram kristaltær greining á vonlausum ástríðum og einsemd sálarinnar.“ – Daniel Sandsström, Svenska Dagbladet.


Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson

„Það eru til fleiri heimar en við getum talið, og enginn þeirra er sá rétti.“ Þetta er sviðið: Austfirsk fjöll og Keflavík sem kölluð hefur verið svartasti staður landsins.

Tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Fréttablðið: Fimm stjörnur (fullt hús). Morgunblaðið: Fimm stjórnur (fullt hús)

Hér er sögð saga ættar allt frá byrjun tuttugustu aldar og fram til okkar daga. Sagan teygir sig frá Norðfirði til Keflavíkur, hún nær yfir allt landið, yfir fjöllin sem eru fornar rósir færðar guðum og hraunið sem lítur stundum út eins og blótsyrði djöfulsins.


978-9935-454-29-4 354 bls KILJA

Þetta er saga fólks sem elskar og þjáist, sem leitar og flýr, saga um sársauka og söknuð, ofbeldi og kvótalaust haf. Saga um


Bjartur bókaforlag Bræðraborgarstíg 9 101 Reykjavík www.bjartur.is bjartur@bjartur.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.