Handbók sveitarforingja rekkaskáta

Page 1

| Handbók sveitarforingja rekkaskáta

1


2

Handbók sveitarforingja rekkaskáta |


| Handbók sveitarforingja rekkaskáta

3


Handbók sveitarforingja rekkaskáta @ Bandalag íslenskra skáta Bandalag íslenskra skáta, Reykjavík 2016 Ritstjórn og höfundar texta: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé Hönnun og umbrot: Guðmundur Pálsson | Kontent.is Ljósmyndir: Úr myndasafni Bandalags íslenskra skáta og WOSM (World Organization of the Scout Movement). Myndir úr myndasafni WOSM eru birtar samkvæmt notendaleyfi Creative Commons um takmarkaða notkun. Sjá nánar á www.creativecommons.org. Myndirnar eru aðgengilegar á vefslóðinni www.flickr.com/photos/worldscouting. Skrá yfir ljósmyndara er að finna á bls. 195. 1. prentun júlí 2016

Öll réttindi áskilin. Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis ritstjóra og útgefanda. ISBN: 978-9979-850-33-5

Bandalag íslenskra skáta Hraunbæ 123 - 110 Reykjavík Sími: 550 9800 - skatar@skatar.is - www.skatarnir.is / www.skatamal.is

4

Handbók sveitarforingja rekkaskáta |


FORMÁLI Í þessari handbók er gerð grein fyrir hugmynda- og aðferðafræði rekkaskátastarfs, hvernig það fellur að meginmarkmiðum skátahreyfingarinnar og er í rökréttu framhaldi af skátastarfi yngri aldursstiga. Handbókin er sérstaklega skrifuð fyrir sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingja rekkaskáta – þó að hún gagnist að sjálfsögðu öllum sem vilja kynna sér starfsgrunn rekkaskátastarfs. Meginmarkmið skátastarfs er að stuðla að þroska ungmenna, gera þeim kleift að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, að verða leiðtogar í eigin lífi og leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri. Viðfangsefni okkar er að styðja ungmennin á leiðinni frá bernsku til fullorðinsára. Með skátastarfi er hverjum einstaklingi fylgt þetta tímabil og hann örvaður til þess að þroska með sér eiginleika sem hann mun svo efla enn frekar sjálfur í lífi og starfi. Aldursbilið frá 16-18 ára í lífi íslenskra ungmenna er sennilega dæmigerðast fyrir togstreituna milli þess að vera barn og fullorðinn. Það skiptir mestu máli að hver og einn fái raunhæf og eftirsóknarverð tækifæri til virkrar þátttöku með jafningjum á eigin forsendum. Tækifæri til að vaxa og þroskast sem sjálfstæður einstaklingur sem ber ábyrgð á eigin gerðum. Þar getur skátahreyfingin komið til móts við mun stærri hluta ungmenna á aldrinum 16-18 ára en hún gerir í dag. Þessi bók er skrifuð sem handbók. Það merkir m.a. að það er ekki nauðsynlegt að lesa hana frá byrjun til enda í réttri röð. Það er hægt að grípa niður í einstaka kafla eftir atvikum og aðstæðum. Þess vegna er á nokkrum stöðum um vísvitandi endurtekningar að ræða í þeim tilgangi að hver kafli fyrir sig tengist nægjanlega vel heildarmyndinni. Þó að bókin sé skrifuð sem handbók til að styðjast við í starfi er vissulega mælt með því að allir full­­­ orðnir sjálfboðaliðar sem koma að því að leiða og leiðbeina ungu fólki í rekkaskátastarfi, sveitar­ foringjar, aðstoðarsveitarforingjar og aðrir, lesi bókina frá byrjun til enda. Einnig er mikilvægt að þeir einstaklingar sem starfa í stjórnum skátafélaga séu vel meðvitaðir um starfsgrunn fyrir öll aldursstig í skátastarfi. Við útgáfu bókarinnar hefur verið stuðst að nokkru leyti við útgefið efni frá WOSM (World Organsation of the Scout Movement), en líka höfum við haft til hliðsjónar ýmislegt efni frá öðrum skátabandalögum, m.a. í Bretlandi, Írlandi, Ítalíu og Svíþjóð. Þá höfum við leitað ráðgjafar og sjónarmiða hjá ungu fólki á rekka- og róverskátaaldri. Vegna umfjöllunar um einkenni og aðstæður 16-18 ára ungmenna á Íslandi fengum við dýrmæta ráðgjöf frá Sigurði Júlíusi Grétarssyni prófessor í þroskasálfræði við Háskóla Íslands og Magnúsi Þorkelssyni skólameistara Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé Júní 2016

FORMÁLI | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

5


EFNISYFIRLIT Formáli ...............................................................................................................................5 1. hluti - Hvers vegna?..........................................................................................................11. 1. kafli: Unglingsárin – tímabil vaxtar og persónulegra framfara .......................................................... 13

Inngangur ..........................................................................................................................................14

Unglingsárin eru tímabil vaxtar og persónulegra framfara ....................................................................14

Lengd og einkenni unglingsáranna eru mismunandi milli einstaklinga .................................................16

Gelgjuskeiðið markar upphaf unglingsáranna......................................................................................16

Að móta líkamsvitund ........................................................................................................................17

Að efla sjálfstraustið ..........................................................................................................................18

Að staðfesta kynhlutverkið .................................................................................................................18

Að efla nýjan hugsunarhátt ................................................................................................................19

Að læra að takast á við tilfinningasveiflur............................................................................................19

Að læra að setja sig í fótspor annarra og setja sér reglur sem eru almennt viðurkenndar.......................19

Að hefja leitina að eigin sjálfsmynd og aðlagast samfélaginu...............................................................20

Stutt lýsing á persónuleika stráka og stelpna.......................................................................................21

Samantekt .........................................................................................................................................26

2. kafli: Samfélagsstaða og þarfir ungs fólks á aldrinum 16-18 ára ...............................................27

Inngangur ..........................................................................................................................................28

Áskoranir ungs fólks um allan heim ....................................................................................................28

Ungt fólk á Íslandi og í öðrum velferðarsamfélögum............................................................................29

Hvenær tekur ungt fólk við hlutverkum fullorðinna?.............................................................................30

Staða íslenskra ungmenna á rekkaskátaaldri (16-18 ára).....................................................................33

Samantekt .........................................................................................................................................35

3. kafli: Tilgangur og markmið rekkaskátastarfs ...........................................................................36

Inngangur ..........................................................................................................................................37

Hvers vegna er rekkaskátastarf mikilvægt? .........................................................................................37

Rekkaskátastarf byggir á þörfum ungs fólks ........................................................................................38

Tilgangur og markmið rekkaskátastarfs...............................................................................................39

Rekkaskátastarf og markmið skátahreyfingarinnar...............................................................................41

Samantekt .........................................................................................................................................42

2. hluti – Skipulag ...............................................................................................................45

1. kafli: Flokkakerfi skátahreyfingarinnar ......................................................................................47

Inngangur ......................................................................................................................................... 49

Flokkakerfið er burðarás Skátaaðferðarinnar .......................................................................................50

6

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | EFNISYFIRLIT


Skátaflokkurinn er í eðli sínu tvíþættur, bæði formlegur og óformlegur .........................................50

Skátaflokkurinn sem óformlegur vinahópur .................................................................................51

Óformleg einkenni flokksins í öndvegi..........................................................................................52

Sjálfviljug þátttaka ......................................................................................................................54

Innbyrðis tengsl skipta mestu máli ...............................................................................................54

Skátaflokkurinn er varanlegur hópur ............................................................................................55

Skátar með svipuð áhugamál ......................................................................................................56

Uppbygging er sveigjanleg ..........................................................................................................56

Flokksþingið er eini formlegi vettvangur skátaflokksins ................................................................57

Sjálfgefnar reglur skapa siði og venjur flokksins ...........................................................................57

Reglur jafningjahópa fara saman við skátalögin............................................................................58

Flokkurinn sem lærdómsvettvangur.....................................................................................................59

Námið í skátaflokknum mótar unglinginn.....................................................................................59

Skátaflokkar læra með reynslunámi .............................................................................................59

Í skátaflokknum læra unglingarnir sem hópur með verkefnavinnu ................................................60

Unglingar læra að læra ...............................................................................................................62

Skátaaðferðin skapar lærdómsvettvang innan flokksins ...............................................................63

Þátttaka skátaflokksins og skátasveitarinnar í nærsamfélaginu ....................................................64

Áhugi á samfélaginu í víðara samhengi........................................................................................64

Hlutverk skátasveitarinnar í flokkakerfinu ...........................................................................................65

Skátasveitin styður og styrkir flokkakerfið.....................................................................................65

Skátasveitin stendur vörð um markmið skátahreyfingarinnar ........................................................66

Skátasveitin er samfélag með sameiginlega framtíðarsýn..............................................................67

Í skátasveitinni hafa flokkarnir áhrif hverjir á aðra.........................................................................67

Stærð skátasveitarinnar skiptir máli..............................................................................................68

Samantekt .........................................................................................................................................69

2. kafli: Skipulag rekkaskátastarfs ...............................................................................................71

Inngangur ..........................................................................................................................................72

Fjöldi í rekkaskátasveit........................................................................................................................76

Starfsár og starfstímabil rekkaskátasveita ...........................................................................................76

Skipulagseiningar rekkaskátastarfs .....................................................................................................76

Starfseiningar rekkaskátastarfs............................................................................................................77

Rekkaskátasveitin........................................................................................................................77

Rekkaskátaflokkar.......................................................................................................................79

Verkefnateymin ...........................................................................................................................80

Stjórnunareiningar rekkaskátastarfs.....................................................................................................82

Sveitarráðið.................................................................................................................................82 Sveitarþingið...............................................................................................................................83 Foringjaflokkurinn........................................................................................................................84

Fyrirliði rekkaskátastarfs í skátafélögum..............................................................................................85

Rekkaskátanet Íslands.........................................................................................................................85

EFNISYFIRLIT | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

7


Dagskrárhringurinn í rekkaskátastarfi..................................................................................................86

Frá einstaklingsnámi til hópnáms ........................................................................................................86

Skipulagt ferli ....................................................................................................................................88

Rekkaskátasveitin sem lærdómsvettvangur..........................................................................................93

Samantekt..........................................................................................................................................94

3. hluti – Hverjir? .................................................................................................................95

1. kafli: Persónuleiki og þarfir 16-18 ára ungmenna .....................................................................97

Inngangur...........................................................................................................................................98

Persónuleiki og þarfir 16-18 ára ungmenna.........................................................................................98

Sálfræðileg einkenni............................................................................................................................99

Þroski 16-18 ára ungmenna..............................................................................................................101

Að hvetja og styrkja unga fólkið........................................................................................................103

Rekkaskátastarf og leiðtogafærni......................................................................................................104

Samantekt........................................................................................................................................105

2. kafli: Stuðningur fullorðinna ..................................................................................................107

Inngangur.........................................................................................................................................108

Sveitarforingi rekkaskáta ..................................................................................................................109

Samband á grunni jafnræðis .............................................................................................................110

Ábyrgðarhlutverk sveitarforingja .......................................................................................................110

Æskilegir eiginleikar sveitarforingja rekkaskáta .................................................................................113

Sex stjórnunarstílar og hvenær ætti að beita þeim.............................................................................114

Samantekt........................................................................................................................................117

4. hluti – Hvað? .................................................................................................................118

1. kafli: Verkefnin í rekkaskátastarfi ...........................................................................................121

Inngangur ........................................................................................................................................122

Verkefnavinna í skátastarfi ...............................................................................................................124

Ólíkar gerðir verkefna .......................................................................................................................125

Innri og ytri verkefni ..................................................................................................................125

Hefðbundin verkefni og valverkefni ............................................................................................125

Valverkefnaflokkarnir fjórir ...............................................................................................................127

Ferðalög og alþjóðastarf ...........................................................................................................127

Útilífsáskoranir .........................................................................................................................128 Samfélagsþátttaka ....................................................................................................................129

Lífið og tilveran .........................................................................................................................129

Sérkunnáttuverkefnin .......................................................................................................................130

Önnur starfs- og verkefnatilboð ........................................................................................................130

Verkefni taka mislangan tíma ...........................................................................................................131

Samantekt .......................................................................................................................................132

8

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | EFNISYFIRLIT


2. kafli: Þroskamarkmið og persónulegar áskoranir ....................................................................133

Inngangur ........................................................................................................................................134

Þroskamarkmið ................................................................................................................................135

Heildstæður þroski ...........................................................................................................................135

Lykilþættir ........................................................................................................................................136

Þroskamarkmið rekkaskáta ..............................................................................................................136

Líkamsþroski ............................................................................................................................136 Vitsmunaþroski .........................................................................................................................137 Persónuþroski ...........................................................................................................................137 Tilfinningaþroski .......................................................................................................................138 Félagsþroski .............................................................................................................................138 Andlegur þroski ........................................................................................................................139

Einstaklingsframfarir ........................................................................................................................139

Þrjú tímaskeið persónulegra framfara í rekkaskátastarfi......................................................................140

Að móta eigin framtíð ......................................................................................................................141

Persónulegar áskoranir ..............................................................................................................141

Dæmi um persónulegar áskoranir ..............................................................................................142

Einstaklingsáætlun ...........................................................................................................................143

Leiðarbók rekkaskátans ....................................................................................................................143

Samantekt .......................................................................................................................................144

5. hluti – Hvernig? .............................................................................................................145

1. kafli: Skátalög og skátaheit ...................................................................................................149

Inngangur ........................................................................................................................................150

Skátalög og skátaheit ......................................................................................................................151

Skátalögin og skátaheitið í rekkaskátastarfinu ..................................................................................163

Samantekt .......................................................................................................................................163

2. kafli: Flokkakerfið ..................................................................................................................165

Inngangur ........................................................................................................................................166

Eðli flokkakerfisins........................................................................................................................... 166

Einkenni flokkakerfisins í rekkaskátastarfi......................................................................................... 167

Samantekt .......................................................................................................................................168

3. kafli: Táknræn umgjörð .........................................................................................................169

Inngangur ........................................................................................................................................170

Táknræn umgjörð í skátastarfi ..........................................................................................................171

Lærdómsaðferð.........................................................................................................................171

Hvatning til þess að ná persónulegum markmiðum.....................................................................172

Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs....................................................................................................172

Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs mætir þörfum ogvæntingum ungs fólks ...............................172

EFNISYFIRLIT | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

9


Að kanna heiminn ....................................................................................................................173

Að fá viðurkenningu á hlutverki sínu og þjóna samfélaginu ........................................................173

Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs miðar til framtíðar ......................................................................173

Samantekt .......................................................................................................................................174

4. kafli: Reynslunám ..................................................................................................................175

Inngangur ........................................................................................................................................177

Reynslunám .....................................................................................................................................178

Hvernig lærir fólk af reynslu? ............................................................................................................180

Verkefni í rekkaskátastarfi ................................................................................................................181

Reynslunám í flokks- og sveitarstarfinu .............................................................................................182

Samantekt .......................................................................................................................................183

5. kafli: Útilíf og umhverfi – hjálpsemi og samfélag ....................................................................185

Inngangur ........................................................................................................................................186

Útilíf og umhverfi..............................................................................................................................187

Hjálpsemi og samfélag .....................................................................................................................189

Sjálfbærni og rekkaskátastarf ...........................................................................................................190

Útilíf, samfélagsþátttaka og þroskamarkmiðin ...................................................................................191

Samantekt .......................................................................................................................................192

Lokaorð ...........................................................................................................................193 Höfundaskrá ljósmynda .....................................................................................................197

10

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | EFNISYFIRLIT


HVERS VEGNA? 1. HLUTI

HVERS VEGNA? | Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta

11


Rekkaskátastarf er samheiti þess hvað 16-18 ára ungmenni gera í skátastarfi, hvernig það er gert og hvers vegna. Rekkaskátastarf byggir á grunngildum skátahreyfingarinnar og er mikilvægur þáttur í hlutverki hennar og markmiði: „...með því að stuðla að alhliða þroska ungs fólks til að verða að sjálfstæðum, virkum og ábyrgum einstaklingum í samfélaginu, viljum við gera heiminn betri.“ Þessum hluta bókarinnar er skipt í þrjá kafla:

1. kafli - Unglingsárin – tímabil vaxtar og persónulegra framfara Grunnhugtök sem varða þroskaferil unglinga frá gelgjuskeiði til fullorðinsára. Stutt lýsing á persónuleika stráka og stelpna.

2. kafli - Samfélagsstaða og þarfir ungs fólks á aldrinum 16-18 ára Rekkaskátastarf verður að taka mið af samfélagsstöðu og þörfum ungs fólks á aldrinum 16-18 ára. Skátaaðferðin og grunngildi skátahreyfingarinnar eru sá kjarni sem starfið byggir á en skipulagið og leiðirnar breytast frá einum tíma til annars.

3. kafli - Tilgangur og markmið rekkaskátastarfs Markmið með rekkaskátastarfi er að veita ungu fólki tækifæri til persónulegs alhliða þroska. Tilgangurinn er að vera til staðar á mikilvægu breytingaskeiði þessa aldursstigs þegar skátarnir eru að marka sér braut í námi og starfi og kynnast umhverfi og jafnöldrum á breyttum forsendum.

12

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


1. kafli

Unglingsárin – tímabil vaxtar og persónulegra framfara Efnisyfirlit Inngangur..............................................................................................................................................................14 Unglingsárin eru tímabil vaxtar og persónulegra framfara .......................................................................................14 Lengd og einkenni unglingsáranna eru mismunandi milli einstaklinga .....................................................................16 Gelgjuskeiðið markar upphaf unglingsáranna .........................................................................................................16 Að móta líkamsvitund ...........................................................................................................................................17 Að efla sjálfstraustið ..............................................................................................................................................18 Að staðfesta kynhlutverkið ....................................................................................................................................18 Að efla nýjan hugsunarhátt ...................................................................................................................................19 Að læra að takast á við tilfinningasveiflur ..............................................................................................................19 Að læra að setja sig í fótspor annarra og setja sér reglur sem eru almennt viðurkenndar..........................................19 Að hefja leitina að eigin sjálfsmynd og aðlagast samfélaginu................................................................................. 20 Stutt lýsing á persónuleika stráka og stelpna ......................................................................................................... 21 Samantekt ........................................................................................................................................................... 26

Lykilatriði • Það er nauðsynlegt fyrir leiðtoga í skátastarfi að hafa yfirsýn og skilning á þroskaferlinu

frá bernsku til fullorðinsáranna.

• Skátastarf er skipulagt uppeldisstarf fyrir börn, unglinga og ungmenni frá 7 – 22 ára

aldri, sem skipt er í fimm þriggja ára aldursstig. Skátastarf spannar þannig allt ferlið frá

bernsku til fullorðinsára. Rekkaskátastarfið er fyrir 16-18 ára ungmenni sem eru komin

langt á þessari þroskabraut – en samt sem áður ekki komin alla leið.

• Aldurinn 16-18 er sérstaklega mikilvægur fyrir þróun borgaravitundar sem gagnast bæði

einstaklingnum sjálfum og samfélaginu í heild.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

13


Inngangur Skátahreyfingin er stærsta uppeldishreyfing í heiminum með yfir 40 milljónir ungmenna í meira en 200 löndum. Megintilgangur skátahreyfingarinnar er að „skapa betri heim“ með því að hjálpa ungu fólki á markvissan hátt til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í sjálfbæru samfélagi manna nær og fjær. Til þess að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að hafa skilning á þroskaferli einstaklinga frá bernsku til fullorðinsára. Það er forsenda þess að uppeldisstarfið verði árangursríkt og gefandi þannig að hver einstaklingur verði „leiðtogi í eigin lífi“.

Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við þroskaferil ungmenna frá bernsku til fullorðinsára: • Sumir fullorðnir eru ekki nægjanlega meðvitaðir um að þroskaferill einstaklingsins

byggist á því að takast á við ögrandi viðfangsefni sem skapa tækifæri til að læra

af reynslunni – bæði mistökum og því sem tekst vel.

• Sumum hættir til að ofvernda börn og unglinga og koma jafnvel í veg fyrir örvandi

umhverfi og aðstæður sem stuðla að vexti og þroska einstaklingsins.

• Sumir átta sig ekki á því hvað óformlegir vina- og jafningjahópar skipta miklu máli

á þroskaferli unglinga og ungmenna frá bernsku til fullorðinsára.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn hér á eftir að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Einkenni þroskaferils unglinga og ungmenna. • Áskoranir sem unglingar og ungmenni standa andspænis. • Mikilvægi persónulegra áskorana á þroskaferli hvers og eins.

Unglingsárin eru tímabil vaxtar og persónulegra framfara Við skilgreinum almennt unglingsárin sem það tímabil í lífinu þegar líkamlegar breytingar kynþroska­ aldursins byrja og sem endar þegar við komumst á fullorðinsaldurinn. Fyrir um tvö hundruð árum, var tímabilið sem í dag er nefnt unglingsár ekki til staðar eða leið hjá án þess að nokkur gæfi því gaum. Orðið „unglingsár” var jafnvel ekki notað og eina aðgreiningin var milli „barna” og „fullorðinna.” Það sem markar skilin á milli þessara tímabila er það sem við köllum kynþroska, þá öðlast einstaklingar líffræðilega getu til að auka kyn sitt.

14

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Unglingsárin sem fela í sér kyn- og félagslegan þroska einstaklingsins, hafa mótast af sífellt flóknara samfélagi. Eftir því sem samfélagsgerðin varð fjölbreyttari, jókst þörf fyrir sérhæfðara vinnuafl sem aftur ýtti undir þróun í skólamálum. Samhliða þessu hefur bann við barnaþrælkun, auknar lífslíkur og aðrir þættir sem hafa umbreytt samfélaginu ýtt undir viðurkenningu á unglingsárunum sem sérstöku afmörkuðu þroskaskeiði. Unglingsárin voru lengi vel skilgreind sem „umbreyting” - stutt skref á leiðinni frá bernsku til fullorðins­ ára, skref sem einkenndist helst af eirðarleysi og óstöðugleika. Þó að hinn „órólegi unglingur“ sé ekki dæmigerður fyrir aldurshópinn, var algengt að vísað væri í unglingsárin sem óróleikatímabil sem einkennd­ist af tilfinningalegu ójafnvægi og að of mikið væri gert úr mótþróa unglinga. Nú til dags, þegar vísindaleg þekking hefur aukist verulega á því hvernig unglingar upplifa þennan þroskaferil, er víða litið á unglingsárin sem tímabil þróttmikils vaxtar og persónulegra framfara – sem einkennist ekki einungis af hinum líffræðilegu breytingum sem fylgja kynþroskanum heldur einnig af huglægum og félagslegum breytingum sem stuðla að mótun hins fullorðna einstaklings, konu eða karls. Unglingsárin eru svo miklu meira en eitthvert óumflýjanlegt böl eða erfið vandamál. Þau eru afmarkað tímabil á lífsferlinum sem einkennist af eiginleikum og sérkennum sem greina það frá bernskunni annars vegar og fullorðinsárunum hins vegar. Þetta tímabil er fullt af spennandi tækifærum sem mikilvægt er að grípa og upplifa til fullnustu. Unglingsárin bjóða upp á svo mörg tækifæri til virkrar þátttöku að það má ekki bara líta á þau sem skref í áttina að næsta stigi. Það verður að virða unglingana á þeirra eigin forsendum í stað þess að líta á þau sem einhverja sem voru börn eða eru að verða fullorðin. Uppreisnargirnin sem við tileinkum unglingum er einungis metin út frá sjónarhorni fullorðinna en er ekki hlutlægt einkenni aldurshópsins. Í rauninni er þessi svokallaða uppreisnargirni ekki annað en yfirlýsing unglingsins um að hann sé sjálfstæður einstaklingur og hún er ómissandi þáttur í því að móta og byggja upp eigin persónuleika. Helstu þroskaverkefni unglingsáranna, sem ná yfir allt tímabilið frá kynþroskaaldri þar til einstaklingurinn kemst á fullorðinsár, eru eftirfarandi: • Öðlast kynþroska, með öllu sem því fylgir, ekki einungis líkamlega. • Styrkja sjálfsmyndina. • Hugleiða eigin lífsmarkmið.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

15


Við getum sagt að unglingsárin byrji á sviði líffræðinnar og endi í menningarheiminum. Þau byrja með sýnilegum líkamsbreytingum sem gefa vísbendingar um líffræðilega karlmennsku eða kvenleika. Nýr hugsunarháttur hjálpar ungum einstaklingi að skilja hluti í víðara samhengi er líður á unglingsárin. Síðan vaknar löngunin til að vera maður sjálfur og sjálfum sér samkvæmur. Þessu ferli lýkur þegar einstaklingurinn fær hlutdeild í samfélagi hinna fullorðnu með framtíðarmarkmið í farteskinu, eða að minnsta kosti sannfæringu um að það þurfi að taka ákvarðanir í lífinu og að viðkomandi sé fær um það.

Lengd og einkenni unglingsáranna eru mismunandi milli einstaklinga Þó að unglingsárin byrji almennt talað á aldrinum 10 til 13 ára og ljúki um 20 ára aldurinn, er mjög misjafnt hvenær tímabilið hefst eða því lýkur í einstökum tilvikum. Í grundvallaratriðum veltur það á eðlislægum eiginleikum hvers og eins, persónulegri sögu og þeim félags- og menningarlegu aðstæðum sem viðkomandi býr við. Unglingsárin eru langt tímabil vegna þess að ögrandi nútímasamfélag gerir sífellt meiri kröfur til unglinga sem eiga stöðugt erfiðara með að uppfylla þær og þetta tekur tíma. Þessi langi tími gerir það að verkum að unglingum hættir til að verða tvíræðnir og mótsagnakenndir, ná framförum og lenda í bakslögum, sem er nauðsynlegt til að þau geti mótað eigin sjálfsmynd og fundið tilgang í lífinu. Þar að auki eru einkenni unglingsáranna hvorki eitthvað sem er fast í hendi né óbreytanlegt. Það fer eftir persónueinkennum hvers og eins, samfélagsaðstæðum og síðast en ekki síst því hvernig ungmennið þroskaðist sálar- og félagslega á yngri árum. Lífsgæði í bernsku hafa mikil áhrif á reynslu einstaklingsins á unglingsárunum og afleiðingum gelgjuskeiðsins.

Gelgjuskeiðið markar upphaf unglingsáranna Gelgjuskeiðið hefst ekki á fyrirfram ákveðnum aldri og það er ekki til áreiðanleg skilgreining á þessum fyrsta hluta unglingsáranna. Mikilvægir líkamshlutar og persónuleikinn eru að taka breytingum og þetta gerist á ólíkum aldri og á mismunandi hraða. Líta ber á þetta skeið sem persónulegan þroska og þroskasögu frekar en tiltekið aldurskeið þar sem hlutirnir eiga sér stað í fyrirfram ákveðinni tímaröð. Almennt talað má segja að kynþroskaaldurinn hefjist um 10 til 12 ára aldurinn hjá stúlkum og 11 til 13 ára aldurinn hjá drengjum. Þegar ákveðnir hormónar í heiladinglinum verða virkir og eru til staðar í meira magni fara eggin að þroskast þannig að egglos verður reglulega hjá stúlkum, og líkami drengja byrjar að framleiða sáðfrum­ ur. Á sama tíma koma í ljós breytingar á hæð, þyngd, líkamshlutföllum, styrk, vöðvum og hreyfifærni.

16

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Fyrsta stigs kynbundin einkenni vísa til kynfæranna sem tengjast beint samförum og æxlun. Í bernsku eru þessi líffæri óþroskaðri en önnur líffærakerfi. Á kynþroskaaldrinum byrjar getnaðarlimurinn, eistun, legið, leggöngin, snípurinn, ásamt ytri og innri skapabörum, að vaxa. Getnaður getur ekki átt sér stað samtímis því að stúlkur byrja á blæðingum eða þegar drengir fá sáðlát í fyrsta skipti, sem gerist mjög snemma á kynþroskaskeiðinu. Þó er hægt að geta barn áður en líkamlegu­m þroska er náð, sem er ein af ástæðunum fyrir því að meðganga unglingsstúlkna er álitin alvarleg áhætta fyrir bæði móður og barn. Annars stigs kynbundin einkenni vísa til þeirra breytinga á líkamanum sem gefa til kynna líffræðileg karl- og kveneinkenni. Kynfærahár vaxa kringum kynfæri og undir höndum á báðum kynjum, í meira magni hjá drengjum. Á drengjum vex einnig hár á bringu og í andliti. Stækkun brjósta á stúlkum er oft fyrsta vísbendingin um kynþroska. Barkakýlið breytist hjá báðum kynjum milli 14 og 15 ára aldurs, sem orsakar breytingar á röddinni sem er meira áberandi hjá drengjum. Fitu- og svitakirtlar þroskast einnig. Svitakirtlarnir orsaka lyktareinkenni hjá unglingum þegar þeir svitna undir höndum. Fitukirtlarnir orsaka fílapensla vegna uppsöfnunar á fitukenndu útskilnaðarefni og ryki, sem getur myndað gelgjubólur ef svitaholur eru stíflaðar og verða fyrir sýkingu. Húðin byrjar að mynda litarefni, þannig að ákveðin líkamssvæði verða dekkri, t.d. geirvörtur og kynfæri. Beinin lengjast og vöðvar verða stæltir, en þetta gerist á mismunandi hraða. Stúlkur eiga það til að stækka fyrr, en um 15 ára aldurinn fara drengir yfirleitt fram úr þeim hvað hæð varðar. Beinvöxtur og þyngdaraukning verður á víxl.

Að móta líkamsvitund Líkamlegar breytingar eru greinilegasta umbreytingin sem unglingar upplifa á aldrinum 10 til 15 ára. Líkamsvitund þeirra, sem er huglæg mynd sem við höfum af okkar eigin líkama, riðlast vegna þessara breytinga. Í æsku verða breytingar samfelldar, skref fyrir skref þannig að börn geta auðveldlega tengt þær eigin líkamsvitund jafn óðum. En á kynþroskaaldrinum eiga sér stað hraðar og miklar breytingar sem ungling­ urinn á erfitt með að samlagast, hann á einnig í vandræðum með að viðhalda jafnvægi og þekkingu á eigin líkama.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

17


Að efla sjálfstraustið Líkamlegar breytingar fylgja óreglulegu mynstri og líkamlegt útlit á til að missa samsvörun æskuáranna. Þar sem líkamsvitundin byggir ekki á hlutlægu mati, heldur huglægum gildum, hafa þessar óreglulegu breytingar mikil áhrif á sjálfsmynd drengja og stúlkna og þar af leiðandi á sjálfsálitið. Því má bæta við að í æsku byggir sjálfsálitið næstum alfarið á því hvað fjölskyldumeðlimir eða aðrir full­ orðnir áhrifavaldar segja, en nú veltur þetta á þeirra eigin reynslu og skoðunum jafnaldranna. Það leiðir til óöryggis og löngunar til að öðlast félags- og tilfinningalega viðurkenningu félaganna og annarra sem unglingurinn umgengst.

Að staðfesta kynhlutverkið Líkamsbreytingarnar eru tengdar kynþroskaferlinu. Í æsku var kynferðið nánast bara leikur. Það birtist aðallega sem forvitni og sjálfsörvun einstaklingnum sjálfum til ánægju. En þegar kynhvötin brýst fram á gelgjuskeiðinu, gera vandamál tengd kynlífi, kynhneigð og ást vart við sig og spenna safnast upp sem er afleiðing af því sem felst í kynþroskaferlinu. Spurningin er, hvort og hvernig unglingnum tekst að losa um þessa spennu. Það fer vissulega eftir því hversu sterkar hvatirnar eru, hvernig hann metur hvað er eðlilegt og hvort nánasta umhverfi auðveldi honum það eða banni alfarið. Það veltur einnig á því gildismati sem mótar persónuleikann, sjálfsstjórn sem og bakgrunni og lífsskilyrðum. Á þessu tímabili leiðir kynþroskinn smám saman til þess að viðeigandi staðfesting fæst á kynhneigð og kynhlutverkinu. Það veltur á sterkri og jákvæðri samsömun við föður- eða móðurímynd – hvort sem það foreldri er af sama kyni eða staðgengill – og af ánægjulegri reynslu með hinu kyninu og samsömun við aðra unglinga af sama kyni. Þetta er tímabil þegar drengir verða oft nánari feðrum sínum og vinum af sama kyni og stúlkur mæðrum sínum og vinkonum. Það er ekki fyrr en eftir 13 ára aldur sem unglingar byrja að mynda tengsl og vinskap við jafnaldra af hinu kyninu; í fyrstu af og til og síðar mun oftar. Þetta er sérstaklega mikilvægt varðandi blandaða eða kynjaskipta skátaflokka.

18

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Að efla nýjan hugsunarhátt Vitsmunaleg umbreyting á sér jafnframt stað á kynþroskaskeiðinu. Nýr hugsunarháttur leiðir til víðtækari og heildstæðari skilnings á atburðum. Formlegur skilningur á því að draga almennar ályktanir og hugsa óhlutlægt þroskast smám saman og eftir því sem unglingarnir öðlast meiri reynslu og æfingu verða þau þjálfaðri í að draga rökréttar ályktanir og átta sig á orsakasamhengi. „Það gerir þeim kleift að skilja betur og samræma óhlutkenndar hugmyndir, velta fyrir sér möguleikum, prófa tilgátur, hugsa fram í tímann, hugsa um hugsun, og varpa fram heimspekilegum tilgátum.“ (Raising Teens: A Synthesis of

Research and a Foundation for Action, A. Rae Simpson, PhD, Center for Health Communication, Harvard School of Public Health, Boston, 2001).

Að læra að takast á við tilfinningasveiflur Unglingsárin einkennast líka af dæmigerðum tilfinningasveiflum, sem eru afleiðing af hormónabreytingum og hugarástandi. Á unglingsárunum eru unglingar áttavilltir og vilja vera fullorðnir og sjálfstæðir, en þrá samt öryggið og hlýjuna sem fylgdi barnæskunni. Gífurleg framtaksemi á sér stað trekk í trekk sem hættir svo skyndilega vegna sinnuleysis, leti og depurðar. Ólýsandi gleði getur allt í einu breyst í trega og tár. Þetta er tímabil þegar kynhvötin er að vakna hjá unglingunum sem nota mikinn tíma í að dást að sjálfum sér og hugsa um útlitið. En þessi tími veldur þeim einnig áhyggjum og forvitni, áður en þeir uppgötva að svipað ferli er í gangi hjá hinu kyninu.

Að læra að setja sig í fótspor annarra og setja sér reglur sem eru almennt viðurkenndar Unglingar læra smám saman að móta og tileinka sér flóknari yfirsýn, eftir að hafa lært að setja sig í ann­arra manna spor. Þessi nýja geta auðveldar þeim að skilja mannleg samskipti og hjálpar þeim að leysa vandamál og ágreining sem koma upp í samskiptum þeirra við aðra. Þessi nýja færni endurspeglast einnig í breytingunni frá einhliða virðingu fyrir reglum sem fullorðnir hafa sett, í virðingu fyrir reglum sem unglingarnir hafa sjálfir komist að samkomulagi um við jafnaldra sína. Þetta er ástæðan fyrir því að unglingar á þessum aldri hafa þörf fyrir svigrúm til að setja spurningar­ merki við og jafnvel hafna þeim reglum sem fullorðnir hafa sett, þannig að þau geti endursamið þær eða samið nýjar og gert að sínum.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

19


Að hefja leitina að eigin sjálfsmynd og aðlagast samfélaginu Geta unglinganna til að ígrunda, endurskoða hvernig þau sjálf hugsa og hvernig aðrir hugsa, verður til þess að þau spyrja spurninga varðandi þau sjónarmið sem þau kynntust í æsku og voru aðallega mótuð innan fjölskyldunnar. Þetta eru fyrstu vísbendingarnar um að verið sé að taka skrefið frá því að vera barn sem er öðrum háð, í áttina að því að fullorðnast og verða sjálfstæður einstaklingur. Þessar vísbendingar aukast eftir því sem líður á unglingsárin. Tækifæri til athafna og virðing fyrir öðrum styðst í auknum mæli við sjónarmið aðila utan fjölskyldunn­ ar. Þannig getur orðið ágreiningur milli fortíðar og framtíðar eins og á öðrum stigum lífsins. Skoðanir jafnaldra fara að hafa meira vægi en sjónarmið fjölskyldumeðlima og annarra fullorðinna. Breytingar á líkama og hugsunarhætti fá ungmenni til að aðlagast félagslega á nýjan hátt. Þau byrja að endurmóta eigin sjálfsmynd með því að sameina sjálfsmynd barnæskunnar við nýjar hvatir og hæfileika, á sama tíma og þau gera tilraun til að byggja sig upp til framtíðar. En mótun sjálfsmyndar lýkur yfirleitt hvorki á gelgjuskeiðinu né á unglingsárunum. Hún heldur áfram að mótast fram á fullorðinsár. En á þessu tímabili láta drengir og stúlkur löngun sína í ljós um að vera ekki álitin börn sem eru öðrum háð, heldur einstaklingar sem hafa hæfileika til að leggja sitt af mörkum á marga vegu, bæði gagnvart eigin lífi og annarra fullorðinna sem þau eiga í samskiptum við á grundvelli eigin sjálfsvitundar. Stelpur og strákar mynda ný tengsl út á við og leita eftir tækifærum til að tjá sig á víðari félagslegum vettvangi en þeim sem er tengdur fjölskyldunni. Samt sem áður mun hinn félagslegi vettvangur ekki ljúkast upp á þessu aldursstigi í þeim víddum, efasemdum og áhyggjum sem hann mun gera síðar á unglingsárunum. Strákar og stelpur munu á þessu tímabili taka fyrstu skrefin frá þeim lífsstíl og lífsáformum sem tilheyra fjölskyldumynstrinu í átt að mótun eigin lífsmarkmiða. En sjálfsmynd þeirra er enn í mótun og það er ekki fyrr en á síðari stigum að þau sjá lífssýn sína í skýru ljósi og láta reyna á hana í verki.

20

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Stutt lýsing á persónuleika stráka og stelpna Nýr líkami Stelpur og strákar uppgötva eigin líkama á nýjan hátt daglega, og hann er í raun sem nýr á hverjum degi. Það er eitthvað að gerast í líkamanum sem setur þau úr jafnvægi, en það hvetur þau einnig til að kanna hann til hlítar. Breytingarnar á líkamanum opinbera fegurð, gera þau feimin; ekkert samræmi er þar lengur, annað hvort of litlar eða of miklar breytingar. Þær valda gleði eða sorg, sárindum og vellíðan en eru hluti af því að verða fullorðinn, karl eða kona. Þau virðast síþreytt og lifna helst við ef þau heyra minnst á mat. Snyrtimennska er ekki þeirra sterka hlið. Þau fá oft áhuga á tónlist og íþróttum. Þau hafa áhyggjur af útlitinu, fötin passa ekki á þau og þeim líkar ekki við þann fatnað sem þó passar á þau. Dagurinn er of stuttur til að þau geti gert allt sem þau langar til og of lengi að líða þegar lítið er um að vera. Allt er að breytast, vaxa og þróast; svo mikið að þau eiga fullt í fangi með að átta sig á eigin tilveru.

Hugmyndir í mótun Sjóndeildarhringurinn er að víkka og einnig að breytast. Nýjar hugmyndir og hugtök verða til sem þurfa ekki endilega að vera í tengslum við raunveruleikann. Hugmyndir öðlast eigið líf og geta jafnvel skapað nýjan hugmyndaheim ef þær eru sameinaðar. Þessi hugmyndaheimur verður smátt og smátt mikilvægari en hinn raunverulegi, hagnýti og áþreifanlegi. Það getur stundum verið erfitt að fá unglingana til að „koma niður á jörðina“. Þeir eiga jafnvel erfitt með að koma eigin tilfinningum og hugsunum í orð. Spurningum sem unglingarnir voru vanir að spyrja opinskátt er nú beint inná við. „Hver er ég?” „Hvernig er ég eiginlega?” Þetta eru spurningar sem verður ekki svarað til fulls á unglingsárun­ um, jafnvel ekki á næstu árum, en verða þó til þess að unglingarnir setja spurningamerki við allt, sérstaklega þætti sem þau voru vön að líta á sem óhagganlegan sannleika.

Eigið gildismat Spurningin um hvað er rétt og rangt leiðir til efasemda og spurninga. Unglingar brjóta hlutina til mergjar, þeir eru gagnrýnir og skapandi, hvika auðveldlega frá eigin hugmyndum, og byrja upp á nýtt. Allt í einu þroskast með þeim miklir hæfileikar til að setja sig í spor annarra og þá er hægt að spyrja spurninga frá sjónarhóli einhvers annars, og það jafnvel út í hið óendanlega.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

21


Þetta er upphafið að því að koma sér upp eigin hegðunarreglum. Þessar reglur byggja ekki lengur á skoðunum fjölskyldunnar – sem eru sjaldan teknar með í reikninginn – en eru þess í stað byggð­ar á eigin skoðunum og sérstaklega á samræðum við jafnaldra.

Mótsagnakenndar tilfinningar Hinn innri veruleiki verður sífellt mikilvægari. Unglingar komast oft í uppnám og finna fyrir áköfum ástríðum og kenndum; þessar tilfinningar koma í bylgjum sem eru gjarnan í mótsögn hver við aðra og endast oft mun lengur en á æskuárunum. Tilfinningaátökin eru mikil og koma unglingunum oft úr jafnvægi og þeir missa tökin. Viðfangsefni þessa tímabils er meðal annars að átta sig á og ná stjórn á þessum tilfinningum. Þeir elska það að elska og hata það að hata. Þeir eru vinir vina sinna og óvinir óvina sinna. Þetta eru dæmigerðir eiginleikar unglinga sem eru of stórir til að vera börn og of ungir til að vera full­ orðnir. Eina stundina virðast þeir vera barnalegir og hina stundina fullorðinslegir í viðleitni þeirra til að uppgötva sig sjálfa og skilgreina eigin sjálfsmynd. Þessi tvíhyggja fær okkur stundum til að missa þolinmæðina gagnvart þeim, en hún er þó merki um að þeir eru að þroskast dag frá degi. Það er mikilvægt að við styðjum við unglingana á þessu tímabili.

Lífstíðarvinir Vinir eru til að treysta og trúa á. Unglingar reiða sig á vini sína og leita eftir að endurnýja styrk sinn hjá þeim. Þeir eiga færri, en nánari vini núna. Vinahópurinn stendur þétt saman. Þeir nota vinina bæði sem viðmið og hvata til að þroskast. Stundum virðist sem fjölskyldan hafi lítinn skilning, foreldrarnir of nálægir eða of fjarlægir. Unglingunum finnst alltaf að fjölskyldan hefti frelsi þeirra og krefjist of mikillar ábyrgðar af þeim. Lífið virðist endalaus togstreita milli innri og ytri veruleika, togstreita milli þess að vera með öðrum eða bara með sjálfum sér. Unglingarnir eru á sífelldu flökti milli fjölskyldunnar og nærsamfélagsins og þurfa að horfast í augu við afleiðingarnar af því. Þau hafa ekki ennþá raunverulega hugmynd um hvað felst í hinu víðara samfélagi, og eru ennþá ekki farin að velta því alvarlega fyrir sér.

22

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Persónuleg trú Umbreytingin frá barnatrúnni, sem flestir hafa öðlast í faðmi fjölskyldunnar, og yfir í trú eða lífsskoðanir margra fullorðinna, sem eru oft persónuleg, náin og í samræmi við eigin gerðir, er ferli sem hefst á þessu þroskaskeiði, en lýkur síðar – í flestum tilvikum miklu síðar. Þessi umbreyting einkennist af togstreitu milli stöðugrar gagnrýni og endalausrar leitar að merkingu; unglingurinn reynir að greina á milli þess sem fermingarfræðslan boðar honum og fullorðnir halda fram og kemur utan frá og því sem hann trúir sjálfur og kemur innan frá. Að átta sig á að þessi umbreyting er mikilvæg fyrir mannlega tilveru, er erfitt og langt ferli, bæði fyrir unglinginn og hina fullorðnu sem eru honum náin.

Strákar og stelpur eru eins – en samt ólík Eins og að framan er getið setja hormónabreytingarnar sem hrinda kynþroskanum af stað mark sitt á ólíka líkams- og hreyfigetu ásamt vaxtarhraða hjá drengjum og stúlkum. Við getum einnig greint tilfinninga- og vitsmunalegar breytingar sem snerta persónueinkenni, hegðunarmynstur, viðhorf og áhugasvið stráka og stelpna. Hart hefur verið tekist á um hvort þessi mismunur eigi sér rætur í persónugerðinni, en nú til dags er almennt viðurkennt að hegð­ unarmynstur karla og kvenna eigi sér rætur í því umhverfi þar sem þau hafa hlotið menntun og þeim fyrirmyndum sem þau hafa umgengist. Einkenni karlmennsku og kvenleika eru samkvæmt því fyrst og fremst félagslega mótuð eða áunnin. Hinn sterki menningarlegi uppruni þessa mismunar er mjög tengdur ákveðnum staðalímyndum í samfélaginu. Þó að mikið hafi áunnist í áttina að jöfnum rétti og tækifærum fyrir konur og karla – sérstaklega í orði – eru staðalímyndir ennþá víða til staðar varðandi hvað þykir kvenlegt og hvað karlmannlegt. Persónuleg þörf fyrir meðvitund um kynbundna sjálfsmynd endurspeglast í því að ungmenni sækjast oft eftir samskiptum við einstaklinga af sama kyni: strákar eiga stráka að vinum og stelpur eiga stelpur að vinkonum. Þess vegna hafa vinahópar tilhneigingu til að vera kynjaskiptir. Þó að ungmenni finni stundum hjá sér hvöt til að kanna tengsl við einstaklinga af hinu kyninu, þá er það ekki eitthvað sem þau einsetja sér á þessu stigi. Þörfin fyrir að glíma við innri breyting­ ar tengdar aldursstiginu er sterkari og verður stundum til þess að eins konar „varnarveggur” myndast milli kynjanna. Frá og með 13 ára aldrinum kynnast unglingarnir nánar nýjum hvötum –

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

23


það veltur þó á umhverfi og persónuleika – og þau geta betur tekist á við þær. Þess vegna verður auðveldara fyrir þau að beina áhuga sínum að einstaklingum af hinu kyninu. Þess vegna þarf að huga vel að aldri og kyni skátanna þegar verið er að mynda skátaflokka. Einnig er mikilvægt að huga vel að staðalímyndum sem styrkjast oft í kynjaskiptum hópum og leggja grunn að fordómum – sem svo leiða oft til sleggjudóma um menn og málefni. Rétt notkun skátaaðferðarinnar stuðlar að jafnvægi meðal unglinganna. Jafnvel í mjög opnum samfélögum er ennþá tilhneiging til að ala á staðalímyndum með því að kenna stelpum samskiptafærni, að komast að almennu samkomulagi og strákum samkeppni, ákveðni og fastheldni. Við verðum að forðast að vera háð þessum staðalímyndum í starfi okkar. Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart þeirri tilhneigingu að hvetja aðeins strákana til að taka þátt í ögrandi verkefn­ um og leiðtogastörfum og úthluta stelpunum átakalítil þjónustuverkefni. Á hinn bóginn má tilhneigingin til að fullyrða að jafnrétti milli kynjanna sé til staðar ekki verða til þess að við gleymum kynjamuninum og hvernig kynin bæta hvort annað upp. Þess vegna segjum við að strákar og stelpur séu eins, en samt ólík.

Hver stelpa og hver strákur á sér sína eigin sögu og lífsáform Að þekkja almenn einkenni stráka og stelpna á aldrinum 10-18 ára og átta sig á að þau eru „eins en samt ólík“ er mikilvægt fyrir starf okkar sem skátaforingja. Þrátt fyrir að þau séu lík, eru ungmenni greinilega ekki eins og þurfa ekki öll að horfast í augu við sömu kröfur frá umhverfinu. Ungmenni sem býr við fjárhagslega erfiðar aðstæður, óreglu á heimili eða slakan húsakost, glímir ekki við sömu vandamál og einstaklingur sem býr við góðar aðstæður og á fjölskyldu sem stendur við bakið á honum. Allir unglingar búa að einhverju leyti yfir sameiginlegri reynslu og eiga við sambærileg vandamál að stríða. Allir upplifa þeir líkamlegar og sálrænar breytingar á kynþroskaaldrinum og vextinum sem fylgir í kjölfarið. Þau hafa öll þörf fyrir að móta eigin sjálfsmynd og finna sínar eigin leiðir til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. En það er engin ein lýsing til á „ungl­ ingum” eða „táningum nú á dögum,” þó að stundum megi ætla að svo sé þegar hlustað er á fjölmiðla eða orðræðu manna. Háfleygar vísanir í „framtíð landsins” og neikvæðar óbeinar tilvitn­anir um „unglingavandamál“ og „allt sem er að í samfélaginu” eru ósanngjarnar og misvísandi einfaldanir.

24

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Þess vegna er ekki nægilegt að hafa hér stutta lýsingu á eiginleikum ungmenna. Þegar unglingar eru að ganga í gegnum þroskaferli sem einkennist af miklum, óreglulegum og einstaklingsbundn­ um breytingum, er einnig nauðsynlegt að þekkja hvern strák og hverja stelpu persónulega. Það er ekki nægilegt að búa yfir almennri þekkingu um hvað gelgjuskeið og kynþroski eru eða hvaða erfiðu verkefni þetta þroskaskeið felur í sér. Til að kynnast persónu stelpu eða stráks er mikilvægt að fylgjast með hvaða þættir í fari hans eða hennar gera viðkomandi einstakan; Það veltur á meðfæddum eiginleikum, heimilisaðstæðum, hvar viðkomandi er í systkinaröðinni, skólaumhverfi, kynímynd, vinum, nánasta umhverfi og hvernig líf viðkomandi hefur þróast. Hver strákur og hver stelpa á sér sína eigin sögu og einstakl­ ingsbundnu tilveru. Hvorki bækur, námskeið né leiðbeiningabæklingar nægja til að veita þér þess konar upplýsingar um strákana og stelpurnar í skátafélaginu þínu – sérstaklega ekki þau sem þú ert að aðstoða sem umsjónarforingi. Eina leiðin er að kynnast þeim, gefa þeim gaum, eiga með þeim samveru­ stundir, fylgjast með viðbrögðum þeirra, öðlast skilning á vonbrigðum þeirra, hlusta á hvernig þeim líður tilfinningalega, þekkja drauma þeirra. Í stuttu máli: uppgötva hvern og einn sem sérstaka persónu. Þessi viðleitni þín er fyrsta verkefnið þitt og velgengni þín fer eftir hversu góð tengsl þú myndar við hvern og einn. – Þetta er uppbyggjandi samband sem krefst áhuga, virðingar, alúðar og umhyggju.

Jafnréttisfræðsla þar sem tekið er tillit til kynjamismunar Í rekkaskátastarfi verður að leggja áherslu á jafna stöðu kynjanna þannig að ungmennin læri um og upplifi jafnrétti milli karla og kvenna, sem tryggir báðum kynjum jöfn tækifæri til að njóta sín til fulls. Slíkt hvetur þau til að kynnast hverju öðru, læra að bera virðingu fyrir sérkennum hvers um sig og hvernig kynin bæta hvort annað upp. Á sama tíma eigum við að kenna skátunum að taka tillit til kynjamismunar með því að varpa ljósi á óendanlega möguleika sem felast í því að vera karlmaður og kvenmaður. Þetta þýðir að sérhver ungur einstaklingur eigi að hafa frelsi til að þroska persónulega kunnáttu og áhuga í skátastarfi, án þess að tiltekin hegðun sé fyrirfram skilgreind sem óviðeigandi fyrir kyn eða kynhneigð viðkom­andi einstaklings.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

25


Kynjamismunur ætti hvorki að gefa í skyn fjandskap að neinu leyti né yfirburði annars kynsins. Jöfn tækifæri þurfa hins vegar ekki að þýða að allir séu steyptir í sama mót. Til þess að stuðla að rekkaskátastarfi sem tekur bæði tillit til jafnréttis og mismunar, er mikilvægt að foreldrar, kennarar og æskulýðsleiðtogar vinni vel saman. Þetta er eina leiðin til að útrýma karlrembu sem er enn á kreiki í samfélagi okkar og þeim einhliða sjónarmiðum sumra karla og kvenna um að kynin séu í grundvallaratriðum ólík á nánast öllum sviðum.

Samantekt Unglingsárin eru það tímabil í lífi hvers einstaklings sem hefst þegar líkamlegar breytingar kynþroskans byrja og endar þegar fullorðinsaldri er náð. Breyttur hugsunarháttur hjálpar ungum einstaklingi að skilja hluti í víðara samhengi eftir því sem líður á unglingsárin. Síðan vaknar löngunin til að vera maður sjálfur og sjálfum sér samkvæmur. Þessu ferli lýkur þegar einstaklingurinn fær hlutdeild í samfélagi hinna full­ orðnu með framtíðarmarkmið í farteskinu, eða að minnsta kosti sannfæringu um að það þurfi að taka ákvarðanir í lífinu og að viðkomandi sé fær um það.

26

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


2. kafli

Samfélagsstaða og þarfir ungs fólks á aldrinum 16-18 ára Efnisyfirlit Inngangur .............................................................................................................................................................28 Áskoranir ungs fólks um allan heim .......................................................................................................................28 Ungt fólk á Íslandi og í öðrum velferðarsamfélögum ...............................................................................................29 Hvenær tekur ungt fólk við hlutverkum fullorðinna? ...............................................................................................30 Staða íslenskra ungmenna á rekkaskátaaldri (16-18 ára) ........................................................................................33 Samantekt ............................................................................................................................................................35

Lykilatriði • Það er mikilvægt að skilgreina þarfir ungmenna og fullorðna fólksins sem styður það.

Skátahreyfingin þarf að finna hentugustu leiðina til þess, með tilliti til aðstæðna, hefða

og fleiri þátta.

• Rekkaskátastarfið má ekki einungis vera afþreying. Þar ætti einnig að fara fram

uppbyggjandi starf sem ungt fólk getur nýtt sér t.d. við að stofna fjölskyldu eða til

sambanda; við undirbúning fyrir lífsstarf og við að fóta sig á vinnumarkaði; til þátttöku í

samfélaginu; móta eigin kynímynd; til að þroska með sér siðferðileg gildi og finna tilgang

í lífinu.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

27


Inngangur Hverju skátabandalagi og skátafélagi ber skylda til að endurskoða reglulega starfsgrunn, skipulag, viðburði og verkefnagrunn rekkaskátastarfs. Það kann að vera varasamt að yfirfæra nákvæmlega starfs­ grunn rekkaskátastarfs frá einu landi til annars eða frá einni kynslóð til annarrar án umhugsunar eða aðlögunar. Vissulega má þó styðjast við reynslu annarra.

Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við persónuleika og þarfir ungs fólks: • Sumir vilja þróa rekkaskátastarfið miðað við „reynslu og viðhorf fullorðinna“

(það sem fullorðnum finnst að rekkaskátastarf eigi að snúast um).

• Aðrir álíta að persónuleiki, þarfir og áhugi ungmenna á rekkaskátaaldri sé sá sami

í dag og hann var áður fyrr.

• Allt of algengt er að skátum á rekkaskátaaldri (16-18 ára) sé fengin ábyrgð

fullorðinna skátaforingja sem þeir hvorki ráða við eða hafa þroska til að taka að

sér – auk þess sem ábyrgð á ungmenna- og æskulýðsstarfi er samkvæmt

æskulýðslögum bundin að lágmarki við sjálfræðisaldur. Slík ábyrgð og tímafrek

verkefni koma í veg fyrir að ungmenni í þessum aldri fái tækifæri til að njóta

skátastarfs á eigin forsendum.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn hér á eftir að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Áskoranir fyrir ungt fólk í samtímanum. • Breytingar sem verða við að fullorðnast.

Áskoranir ungs fólks um allan heim Framþróun til aukins lýðræðis og velferðar má meta eftir því svigrúmi sem hver og einn fær til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. Árið 2007 var 1,2 milljarður fólks á aldrinum 15-24 ára – það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla „unga fólkið“ – menntaðasta ungmennakynslóð mannkynssögunnar. Ungt fólk samtímans er u.þ.b. 18% af íbúafjölda heimsins og gífurleg auðlind fyrir framþróun þjóða. Skýr merki eru um vilja þessa unga fólks til efla eigin persónu og til að taka þátt í félagslegum, pólitískum og fjárhagslegum umbótum, bæði með einstaklingsframtaki og samstilltum aðgerðum. Til dæmis notfærir ungt fólk sér internetið til að bæta við sig menntun, öðlast nýja færni og leita að störfum. Það hefur

28

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


betri tungumálakunnáttu en fyrri kynslóðir, tekur þátt í alþjóðlegri umræðu um þróun og stjórnmál og er virkt, bæði í aðgerðahópum og öðru sjálfboðastarfi. Ungt fólk er síður bundið æskustöðvum en áður var og veröldin utan heimalandsins er aðgengilegri. Ávinningur af krafti og tækifærum ungu kynslóðarinnar kemur þó ekki alltaf strax í ljós. Þetta aldurs­ skeið sem er einnig tímabil breytinga frá því að vera öðrum háður yfir í sjálfstæði fullorðinsáranna getur valdið tímabundnum óróleika og ójafnvægi. Engu að síður kemur uppskeran fljótt í ljós í framlagi ungs fólks til samfélagsins, ef samfélögum ber gæfa til að fjárfesta í menntun, heilbrigði, atvinnutækifærum, félagsstarfi og íþróttum og veita unga fólkinu viðeigandi leiðsögn. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 2007, Ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára: Framför og áskor­ anir, kemur fram að ef samfélög eigi að njóta góðs af hæfni ungmenna þurfi að gæta þess að þau hafi svigrúm og tækifæri til að taka þátt í uppbyggingarstarfi þess. Skorti þetta getur það leitt til útilokunar og mynd­unar jaðarhópa og svipt þjóðfélög krafti og frumkvæði ungmenna. Skapa verður umhverfi þar sem ungt fólk hefur rödd og fær áheyrn. Við skoðun á þeim tækifærum og áskorunum sem ungt fólk stendur frammi fyrir víða um heim kemur margt í ljós, en sameiginlegur þáttur alls staðar virðist vera skortur á stuðningi við þroska ungs fólks til þátttöku þess í samfélaginu. Of lítil fjárfesting í námstækifærum, kostnaður við menntun og heilbrigðisþjónustu, fá atvinnutækifæri – þar sem unga fólkið er síðast til að vera ráðið en fyrst til að vera rekið – allt þetta eru raunverulegar hindranir ungs fólks gagnvart virkri þátttöku þess í samfélaginu. Sums staðar í heiminum hefur stór hluti ungs fólks ekki náð því menntunarstigi sem gerir það samkeppnishæft á vinnumarkaði. Annars staðar hefur það mikla menntun, en fær ekki vinnu vegna misræmis á milli þeirrar þekkingar og færni sem það hefur öðlast og þess sem vinnumarkaðurinn þarfnast. Hnattvæðing og breytt atvinnuumhverfi hefur víða haft í för með sér færri atvinnutækifæri. Ungt fólk er ekki einsleitur hópur. Þær áskoranir og tækifæri sem hafa áhrif á líf þess eru víðast hvar þau sömu en einkennast þó af ákveðnum mun sem kemur til vegna ólíkra kringumstæðna.

Ungt fólk á Íslandi og í öðrum velferðarsamfélögum • Ungu fólki á Íslandi bjóðast fleiri tækifæri en víða annars staðar í heiminum. Þetta á þó alls ekki

við um samanburð við nágrannalönd okkar í Evrópu og Ameríku.

• Hlutfall ungmenna á Íslandi sem hefja nám er tiltölulega hátt á öllum menntunarstigum.

Brottfall er þó því miður mikið, einkum á fyrstu árum framhaldsskóla- og háskólastigs – meira en

í helstu viðmiðunarlöndum.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

29


• Bæði kynin eru svo til jafn líkleg til að verða virk á vinnumarkaði. • Þrátt fyrir að almennt séu góð skilyrði á vinnumarkaðnum, á margt ungt fólk í erfiðleikum með

að finna stöðuga og góða atvinnu í samræmi við menntun og færni og halda henni til lengri

tíma. • Margt ungt fólk reynir að vinna með námi til þess að halda í við neyslusamfélagið, en réttur þess

er yfirleitt lítill og launin lág.

• Ungt fólk er neyslueining sem er mjög eftirsótt í hagkerfi samtímans. • Fjölgun innflytjenda veldur því að ungmenni eru fjölbreyttari hópur en áður var. Innflytjendur eru

nú 9,5% af íbúum hér á landi.

Áætlað er að árið 2050 verði hlutfall eldri borgara svo til það sama og ungmenna. Hlutfall 60 ára og eldri mun tvöfaldast á þessu tímabili, aukast úr 10% (árið 2000) í 21% og hlutfall 14 ára og yngri mun minnka um þriðjung, úr 30% (árið 2000) í 20%. Ungu fólki mun á sama tíma fækka hlutfallslega úr 18% í 14% af heildaríbúafjölda. Svigrúm ungmenna til fjárhagslegs sjálfstæðis getur breyst á skömmum tíma og atvinnuleysi eða illa launuð störf standa fjárhagslegu sjálfstæði þeirra oft fyrir þrifum. Samskipti kynslóða hafa einnig áhrif á þróunina. Við það að fullorðnast skapar ungt fólk sína eigin sjálfsmynd með því að taka viðmið og gildismat foreldra sinna og aðlaga það umhverfinu sem það lifir í. Alþjóðavæðing fjölmiðla eykur víðsýni og víkkar sjónarhornið sem ungt fólk nýtir við að skapa eigin sjálfsmynd. Ólík menning og sjónarmið annars staðar frá hafa stöðugt meiri áhrif. Þetta, ásamt örum tækniframförum, getur aukið kynslóðabilið. Ungt fólk er tiltekin stærð í hverju landi. Virk þátttaka þess í samfélaginu tryggir ábyrgðartilfinningu fyrir eigin framtíð. Ungt fólk þarf að eiga hlut í þeim ákvörðunum sem teknar eru varðandi umhverfi þess. Flestir komast vel frá þeim breytingum sem eiga sér stað við að færast úr öryggi bernskunnar yfir í sjálfstæði fullorðinsáranna. Með stuðningi fjölskyldu, skóla og jafningja, eignast flestir að lokum gott líf í samfélagi fullorðinna. Fáeinir beygja út af brautinni, það hefur hent fólki á öllum aldri í gegnum kynslóðirnar og heldur áfram að vera mikilvægt úrlausnarefni.

Hvenær tekur ungt fólk við hlutverkum fullorðinna? Í vestrænum samfélögum er algengast að ungmenni takist á hendur hlutverk fullorðinna á aldrinum 22-25 ára. Áður fyrr var fólk mun yngra þegar það var tekið í fullorðinna manna tölu. Lífið var einfaldara og hlutverkin breyttust ekki mikið frá einni kynslóð til þeirrar næstu. Kynímynd, fjölskyldugerð, fjármál,

30

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


menning og samfélag, allt þetta hélt helstu einkennum sínum hjá hverri nýrri kynslóð. Sonur bóndans varð sjálfur bóndi og um leið höfuð fjölskyldunnar og hlaut sömu stöðu í samfélaginu og faðirinn. Valfrelsi einstaklingsins var í raun mjög takmarkað. Í nútímasamfélagi er sjaldgæft að hlutverk og staða fullorðinna yfirfærist til afkomendanna á þennan hátt. Ungt fólk í dag þarf að velja sér hlutverk og ganga í gegnum mikinn undirbúning til að geta sinnt því. Valið er ekki auðvelt, þar sem hlutverk fullorðinna í nútímasamfélagi er mjög fjölbreytt og flókið og tekur örum breytingum. Kynímynd, fjölskyldugerð, menning og fjárhagsstaða eru ekki lengur fastar stærðir. Í dag bíða ungar konur gjarnan með að festa ráð sitt til að geta sinnt námi eða starfsframa. Ungir menn velja að vera heima og sinna börnum og búi, en það starf var áður alfarið í höndum eiginkvenna og mæðra. Langt og erfitt nám er ekki lengur trygging fyrir háum tekjum og virðingarstöðu í samfélaginu. Munurinn á kynjahlutverkum fer minnkandi. Samsetning starfa og virðingarröð þeirra tekur einnig miklum breytingum. Í þróunarlöndunum hefur margt ungt fólk aftur á móti ekki aðgang að föstu starfi og þarf því oft að yfirgefa fjölskylduna og flytja til næstu borgar eða jafnvel annarra landa til að freista gæfunnar. Núorðið þarf ungt fólk að ganga í gegnum flókið ferli, skref fyrir skref, til þess að öðlast smám saman sjálfstæði frá fjölskyldunni hvað varðar þekkingu, húsnæði, lífsviðurværi og loks tilfinningalíf og félagslega stöðu. Eftir það getur ungmenni farið að sinna hlutverki fullorðinna sem samfélagsþegn, starfskraftur, maki eða foreldri. Aldur rekka- og róverskáta (16-22 ára) er mjög mikilvægur fyrir mótun sjálfsmyndar og því oft uppspretta efa og kvíða. Ungt fólk sem elst upp við hagstæðar aðstæður hefur sterkari sjálfsmynd, efast síður um sjálft sig og er meðvitaðra um getu sína. Það tileinkar sér uppbyggjandi atferli í stað neikvæðrar hegðunar, gerir ráð fyrir velgengni og skipuleggur sig í samræmi við það í stað þess að vera þjakað af vanmætti og vangetu. Það þarf að styðja við þessa þróun á lokastigi unglingsáranna og þegar unga fólkið verður fullorðið.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

31


Segja má að ungt fólk þurfi að finna sjálfsmyndina á fimm sviðum: • Kynímynd: Hvernig staðset ég mig sem kona eða karlmaður í samfélaginu? Hvaða ímynd get

ég eða vil ég velja mér? Í nútímasamfélagi eru nokkrar ráðandi fyrirmyndir kynjanna, en þær eru

oft og í auknum mæli skoraðar á hólm. Í samfélaginu er hægt að velja á milli margra ímynda

við mótun á eigin persónuleika. Valið tengist því hvernig sambönd og fjölskyldu fólk vill byggja

upp, kynhneigð þess og hugmyndinni um ást, sem eru allt grundvallarspurningar hjá ungu fólki.

• Samskipti og virðing fyrir öðrum: Hvers konar samskipti vil ég eiga við annað fólk – eldri og

yngri, karla og konur? Hvernig get ég lagt mitt af mörkum til þess að samskipti byggist á

gagnkvæmri viðurkenningu og virðingu fyrir öðru fólki – vinum mínum, kunningjum eða

ókunnugum? Hvernig get ég komið í veg fyrir og forðast einelti eða annað ofbeldi – andlegt eða

líkamlegt? Kynferðisleg áreitni og ofbeldi er því miður staðreynd í samfélagi okkar. Kynferðisglæpi

verður að uppræta. Þar er um valdbeitingu á ræða sem byggist m.a. á virðingarleysi fyrir öðrum

einstaklingi. Getum við gert eða sagt hvað sem er án þess að hugleiða hvernig það snertir aðra?

Ungt fólk, sem er m.a. að þreifa sig áfram á kynlífsbrautinni þarf að varast hvers kyns

valdbeitingu eða áreitni – kynlíf tveggja einstaklinga á að vera með fullu samþykki beggja.

Kynferðisleg áreitni eða kynferðislegt ofbeldi snýst ekki einungis um nauðgun, heldur líka um

orðfæri, snertingu og margt fleira.

• Starfsvettvangur: Hvaða starfsvettvang ætti ég að velja? Út frá hvaða gildum? Á ég að

keppast við velgengni og farsæld fyrir mig sem einstakling eða leggja meiri áherslu á samstöðu

og virkni í samfélaginu? Er námið sem ég valdi undirbúningur fyrir þann starfsvettvang sem ég

stefni að? Þessar spurningar eru stundum krefjandi, þar sem aðgengi á vinnumarkaðinn er

stundum takmarkað.

• Menningar- og samfélagsleg sjálfsmynd: Nútímasamfélög eru oft fjölmenningarsamfélög,

sem gera einstaklingum erfitt að halda í rætur uppruna síns, þar sem þeir horfa oft til ólíkra

fyrirmynda úr fjölmenningunni. Internetið og sjónvarp eru ágengir miðlar sem rugla þá stöðluðu

þjóðlífshugmynd sem eldri kynslóðir fengu meira og minna í föður- og móðurarf styrkta af

tiltölulega einhæfri skólagöngu. Þessir miðlar viðhalda líka ákveðnum staðalmyndum, t.d. um

útlit, líkamsvöxt, framgöngu og hegðun. Unglingum og ungu fólki er sérstaklega hætt við að

verða háð þessum samskiptamiðlum – nánast eins og um fíkn sé að ræða. Mikilvægt er að ungu

fólki sé boðið að vera virkir þátttakendur í því að finna lausnir og auka lífsgæði í samfélaginu

almennt. Því miður hefur ungt fólk of sjaldan svigrúm fyrir sköpunarþörf sína eða til að bregðast

við raunhæfum tækifærum til ígrundunar og skapandi lausna.

• Tilgangur lífsins: Ungt fólk þarf að taka afstöðu til þeirra viðhorfa um tilgang lífsins sem það

fær í arf frá fjölskyldunni og úr samfélaginu. Það þarf að læra að standa með eigin lífsviðhorfum,

jafnvel í erfiðum aðstæðum.

32

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Þessar vangaveltur valda mörgu ungu fólki kvíða og það hefur jafnvel neikvæðar hugmyndir um lífið. Það þarf þó að átta sig á að útlitið er ekki svona dökkt. Samfélög áður fyrr voru oft hamlandi og full af hindrunum, ekki síst fyrir ungar konur. Í nútímasamfélagi bjóðast ungu fólki mörg tækifæri ef það þroskar með sér jákvætt viðhorf og sættir sig ekki við aðstæður þegjandi og hljóðalaust. Þetta aldursskeið, þar sem fram fer uppbygging sjálfsmyndar, getur verið tímabil vaxtar og árangurs, sérstaklega ef ungt fólk nýtur nægjanlegs stuðnings. Með stuðningi er átt við: Fjölskyldu sem getur veitt leiðsögn og jafnvel fjárhagslegan stuðning, stuðningsnet í samfélaginu, aðgang að góðum menntastofn­ unum og reynslu sem eykur færni á ólíkum sviðum. Aldursskeiðið 16-22 ára í lífi hvers einstaklings spann­ar mikilvægt þroskaskeið í okkar heimshluta sem líkja má við manndómsár. Skátahreyfingin ætti að bjóða ungu fólki 19-22 ára öflugt róverstarf og unglingum á aldrinum 16-18 ára áhugavert, skemmti­legt og uppbyggjandi rekkaskátastarf.

Staða íslenskra ungmenna á rekkaskátaaldri (16-18 ára) Á Íslandi miðast sjálfræðisaldur ungmenna við 18 ára aldur, en skólaskylda við 6-16 ára aldursbil – samtals tíu ár. Grunnskólinn spannar allt skyldunámsstigið. Að loknum grunnskóla (og skólaskyldu) býðst ungmennum tækifæri til að setjast í framhaldsskóla þar sem fjölbreytilegt nám er í boði þó að bóknám til stúdentsprófs sé mest áberandi. Um 96% allra ungmenna hefja nám í framhaldsskólum að loknum grunnskóla, en þegar þau hafa náð 22 ára aldri hafa um 40% þeirra ekki lokið fullu framhalds­ skólanámi. Brottfall er því verulegt. Brottfallið er mest eftir fyrsta og annað ár í framhaldsskóla. Stærstur hluti 16-18 ára ungmenna eru, a.m.k. formlega séð, nemendur í framhaldsskólum. Þó er nokk­ uð um að ungmenni jafnvel á þessu aldursbili hafi þegar hætt formlegu námi og sé annaðhvort vinnandi eða atvinnulaust. Einungis rúmlega þriðjungur 16-18 ára ungmenna stundar skipulegt tómstundastarf (31% þeirra sem eru í skóla; 14% þeirra sem eru vinnandi og einungis 6% þeirra sem eru atvinnulausir). Það verða mikil umskipti í lífi ungmenna þegar þau yfirgefa grunnskólann, þar sem þau hafa stundað nám í tíu ár – oft í sama skólanum. Þau kynnast nýjum skólafélögum og kennurum, breyttum vinnu­ brögðum og viðhorfum. Til þess er ætlast að hver nemandi taki í auknum mæli ákvarðanir um hvert hann eða hún vill stefna í áframhaldandi námi – starfsnámi, listnámi eða fræðilegu námi. Unglingar og ungmenni eru neyslueining sem er mjög eftirsótt í því hagkerfi sem við búum við. Beinum og óbeinum auglýsingum er beint að ungu fólki. Stór hluti ungmenna leitar t.d. eftir „vinnu með skóla“ til að geta fylgt straumnum og keypt nýjustu gerð af farsíma, tískuföt, bensín á lánsbílinn eða jafnvel keypt bíl sjálf. Stór bílastæði við framhaldsskólana eru yfirfull af bílum unga fólksins.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

33


Ungmennin eru líka hluti af misflóknum fjölskyldum og þar með aðstæðum sem þau hafa litla stjórn á. Margar fjölskyldur eiga líka við alvarleg vandamál að stríða, svo sem samskiptavanda sem tengjast skilnaðarmálum, áfengisvanda og jafnvel fátækt, sem bitna að sjálfsögðu á ungmennunum og móta líf þeirra. Þá er ungt fólk almennt talað mjög virkt „á netinu“ og ekki er óalgengt að það tjái sig jafnmikið eða meira á netinu en í beinum samskiptum – frá augliti til auglits. Ungmenni standa berskjölduð gagn­ vart ótrúlegum netheimi sem getur ruglað þau bæði viljandi og óviljandi. Þess vegna er siðferði afar mikilvægt, t.d. hvernig talað er við og um aðra og hvaða orð eru notuð um einstaklinga og hópa. Myndir og myndbirtingar eru jafnvel notaðar ásamt textum til að áreita einstaklinga eða hópa, beita hótunum, einelti og ofbeldi. Klám er t.d. aðgengilegt á netinu og því er jafnvel haldið fram að norm og reglur um kynhegðun hafi breyst ótrúlega í kjölfarið. Samskipti á netinu fara því miður stundum úr bönd­um og þess ekki gætt að gera greinarmun á málefnalegum skoðanaskiptum annars vegar og dylgjum, áróðri, fordómum og sleggjudómum hins vegar. Aldursbilið frá 16-18 ára í lífi íslenskra ungmenna er sennilega dæmigerðast fyrir togstreituna milli þess að vera barn og fullorðinn. Þau hafa ekki náð sjálfræðisaldri og búa í langflestum tilvikum hjá foreldrum eða forráðamönnum. Nokkur hópur ungmenna á þessum aldri, einkum úr dreifbýli, stunda framhalds­ skólanám í heimavistarskólum fjarri heimilum sínum. Það er margt sem togast á hjá 16-18 ára ungmennum. Það sem skiptir mestu máli er að hver og einn fái raunhæf og eftirsóknarverð tækifæri til virkrar þátttöku með jafningjum á eigin forsendum. Tækifæri til að vaxa og þroskast sem sjálfstæður einstaklingur sem ber ábyrgð á eigin gerðum. Þar getur skáta­ hreyfingin komið til móts við mun stærri hluta ungmenna á aldrinum 16-18 ára. Samkvæmt úttekt Rannsókna og greiningar stundar einungis rúmlega þriðjungur ungmenna á þessum aldri skipulegt æskulýðsstarf. Í æskulýðslögum (nr. 1/2007) segir: Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða tómstundastarfsemi þar sem börn eða ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau meta að verðleikum. Rannsóknir hafa sýnt að virk þátttaka í skipulögðu tómstunda- eða æskulýðsstarfi auðveldar yfirfærsl­ una frá æsku til fullorðinsára (t.d. Leisure Education in School Systems eftir Ruskin og Sivan). Mikilvægt er að tilboð um skipulegt tómstundastarf sé fjölbreytt og komi til móts við ólíkar þarfir ungmenna. Þetta á við um skátastarf eins og annað tómstundastarf.

34

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Brotfall úr skipulögðu tómstunda- og æskulýðsstarfi er mest á unglingsárunum. Rannsóknir sýna að einungis um helmingur 14 til 15 ára unglinga stunda skipulagt og reglubundið tómstunda-, íþrótta eða æskulýðsstarf. Sú staðreynd ætti að vera alvarleg áskorun fyrir þá sem standa fyrir slíku starfi, bæði í skólum og utan þeirra. Skátahreyfingin þarf að beita sjálfsgagnrýni og spyrja sig hvort tilboð hreyfingarinnar fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára sé nægilega fjölbreytt, áhugavert og ögrandi til að halda ungu fólki í virku starfi og laða ungmenni sem ekki hafa áður verið skátar til þátttöku.

Samantekt Til að móta og byggja upp innihaldsríkt og áhugavert starf fyrir ungt fólk, þarf að taka tillit til þarfa, væntinga og metnaðar þess sjálfs, sem og aðstæðna, menningar og tíðaranda á hverjum tíma. Það er því mikilvægt að þekkja aðstæður og vita hvaða áskoranir það eru sem unga fólkið stendur frammi fyrir.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

35


3. kafli

Tilgangur og markmið rekkaskátastarfs Efnisyfirlit Inngangur ............................................................................................................................................................ 37 Hvers vegna er rekkaskátastarf mikilvægt? ........................................................................................................... 37 Rekkaskátastarf byggir á þörfum ungs fólks .......................................................................................................... 38 Tilgangur og markmið rekkaskátastarfs ................................................................................................................. 39 Rekkaskátastarf og markmið skátahreyfingarinnar ................................................................................................ 41 Samantekt ........................................................................................................................................................... 42

Lykilatriði • Rekkaskátastarf hjálpar ungu fólki að finna eigin lífsstefnu og skipuleggja framtíð sína í

þeim tilgangi að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar.

• Rekkaskátastarf er sá lærdómsvettvangur sem skátahreyfingin býður ungu fólki 16-18 ára

á leið inn í fullorðinsárin. Starfið er mikilvægur áfangi í uppeldiskerfi skátahreyfingarinnar.

• Tilgangurinn með rekkaskátastarfi er að styðja ungmenni á því umbreytingaskeiði sem þau

ganga í gegnum á þessu aldursbili.

• Markmiðin með rekkaskátastarfi eru að veita ungu fólki tækifæri til þroska á þeim sex

36

þroskasviðum sem skátahreyfingin skilgreinir: Líkamsþroska, vitsmunaþroska,

tilfinningaþroska, persónuþroska, félagsþroska og andlegum þroska.

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Inngangur Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við tilgang og markmið starfsins: • Mikilvægt er að auka fjölbreytni í rekkaskátastarfi þannig að það höfði til stærri

hóps ungmenna.

• Rekkaskátar þurfa að fá tækifæri til taka virkan þátt í skipulagningu, framkvæmd

og mati á fjölbreytilegum verkefnum sem þeir hafa sjálfir ákveðið í samvinnu við

jafningja. • Vegna skorts á sveitarforingjum á yngri aldursstigum er tilhneiging til að láta skáta

á rekkaskátaaldri sinna sveitarforingjastörfum, frekar en að bjóða þeim upp á

áhugavert og viðeigandi starf sem mætir þörfum þeirra.

• Of algengt er að skátafélög hafi ekki markað sér stefnu um fjölgun fullorðinna

sjálfboðaliða og treysti um of á skáta á rekka- og róverskátaaldri til að bera ábyrgð

á skátastarfi yngri aldursstiga.

• Verulegt brottfall ungmenna úr skátastarfi á sér stað við 16 ára aldur þegar

unglingar yfirgefa grunnskólann og hefja nám í framhaldsskólum.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Tilgang og markmið með rekkaskátastarfi • Hvernig rekkaskátastarfið tengist markmiðum og hlutverki skátahreyfingarinnar

Hvers vegna er rekkaskátastarf mikilvægt? Meginmarkmið skátastarfs er að stuðla að þroska ungmenna, gera þeim kleift að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, að verða leiðtogar í eigin lífi og leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri. Viðfangsefni okkar er að styðja ungmennin á leiðinni frá bernsku til fullorðinsára. Með skátastarfi er hverjum einstaklingi fylgt þetta tímabil og hann örvaður til þess að þroska með sér eiginleika sem hann mun svo efla enn frekar sjálfur.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

37


Ungt fólk stendur frammi fyrir mörgum áskorunum á leið sinni til að verða farsælir fullorðnir einstakling­ ar. Virkt rekkaskátastarf, sem hefur burði til að taka vel á móti ungu fólki og styðja það, getur spilað stórt hlutverk á þessu mikilvæga tímabili í þroska einstaklingsins. Þess vegna er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytilegt og gefandi rekkaskátastarf. Það býður upp á umhverfi þar sem hver einstaklingur tekst á við sjálfan sig og lífsins ákvarðanir með stuðningi jafningja og reyndara fólks. Verkefni skátahreyfingarinnar er að styðja ungmenni í þroska þar til þau verða fullorðin. Það er því áhyggjuefni hvað brottfall er mikið eftir þrjú yngstu aldursstigin í skátastarfi, þ.e. drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta. Það er veruleg áskorun fyrir skátafélög og skátahreyfinguna í heild að draga verulega úr þessu brottfalli og helst að vekja áhuga ungs fólks á aldrinum 16-18 ára, sem ekki hefur áður tekið þátt í skátastarfi, á þátttöku.

Rekkaskátastarf byggir á þörfum ungs fólks Á 40. alþjóðaráðstefnu skáta sem haldin var í Slóveníu í ágúst 2014 var staðfest stefnumótun skáta­ starfs í heiminum, byggt á þeirri hugmynd að starfsgrunnur skátastarfs sé ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina í eitt skipti fyrir öll, heldur skuli hann aðlagaður þörfum og áhuga ungs fólks á hverjum tíma og í hverju landi fyrir sig. Samkvæmt þeirri stefnu er skátastarfið „starf ungs fólks“ en ekki „starf fyrir ungt fólk“. Með öðrum orðum er það byggt upp af metnaði ungs fólks, með þátttöku þess, þar sem það sjálft er virkt í mótun eigin þroskaferils og lífssáttar. Fullorðnir gegna auðvitað mikilvægu hlutverki við þróun starfsgrunns rekkaskáta og innleiðingu rekka­ skátastarfs með því að leggja til hugmyndir, benda á leiðir, velta upp möguleikum og hvetja og styðja unga fólkið við þróun starfsins og dagskrárgerð. Rekkaskátastarf félli einfaldlega um sjálft sig ef ekki væri tekið mið af því sem unga fólkið vill sjálft og það virkjað við mótun þess, innleiðingu og þróun. Árið 1909 skýrði Baden-Powell viðhorf sitt til menntunar þegar hann skrifaði: „beitan sem veiðimenn setja á öngulinn hefur lítið að gera með bragðlauka eða smekk veiðimannsins sjálfs, en þarf aftur á móti að taka mið af hvað fiskunum finnst gott.“ Það eru litlar líkur á því að ungt fólk vilji gerast rekkaskátar eingöngu vegna áhuga á eigin persónu­ þroska. Það tekur þátt í skátastarfi vegna þess að það fær tækifæri til að taka þátt í spennandi verkefn­ um sem koma til móts við þarfir þess og áhuga. Verkefni þurfa samt að vera meira en bara spennandi. Þau þurfa einnig að stuðla að því að ungt fólk öðlist færni sem nýtist þeim til þroska.

38

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Rekkaskátastarfið þarf að byggja á markmiðum. Við trúum því að unga fólkið sjálft, ekki aðeins þeir fullorðnu, þurfi að vera meðvitað um viðhorfin, þekkinguna og færnina sem það getur þjálfað í rekka­ skátastarfinu. Ef aðeins er boðið upp á verkefni án þess að leggja áherslu á markmiðin sem búa að baki er hætta á að falla í gildru „viðburða- og aðgerðadagskrár“, það er að verkefnin eru framkvæmd í þeim eina tilgangi að framkvæma þau. Verkefnin eru þá endurtekin án þess að skátarnir skilji eiginlegan tilgang þeirra, annan en þann að ljúka verkefninu sem fyrst og gæði starfsins minnka smám saman. Auðvelt er að misskilja starf sem snýst ekki um markmið og erfitt að aðlaga það breyttum þörfum. Það missir marks og úreldist að lokum. Skátahreyfingin leggur sig alla fram við að gera ungt fólk ábyrgt fyrir eigin þroska. Hún reynir að hvetja það til sjálfsnáms en ekki til að sitja og taka við forskrift og tilmælum. Rekkaskátastarf byggir í grundvallaratriðum á markmiðum fyrir ungt fólk, sem það svo aðlagar smám saman að eigin þörfum og áhuga. Ungt fólk gerist ekki skátar í þeim eina tilgangi að taka þátt í áhugaverðum verkefnum, heldur líka til að leita svara og uppfylla þarfir og langanir. Ef skátastarf hefur ekki lengur aðdráttarafl fyrir ungt fólk og nýliðun takmarkast við börn og unglinga yngri en 13 ára er líklegt að einhverjir fullorðnir hafi mótað og þróað starfið án þess að fá unga fólkið í lið með sér, heyrt álit þess og skoðanir, hlustað á tillögur þess og tekið tillit til þarfa þess og langana.

Tilgangur og markmið rekkaskátastarfs Til að átta sig betur á því mikilvæga hlutverki sem þetta aldursstig gegnir í skátastarfi, skulum við líta á tilgang og markmið rekkaskátastarfs.

Tilgangur Hægt er að skilgreina tilgang rekkaskátastarfs á eftirfarandi hátt: Að vera til staðar á breytingaskeiði frá bernsku til fullorðinsára og styðja ungt fólk í því að staðsetja sig í samfélagi fullorðinna. Tilboð skátahreyfingarinnar um þroskamarkmið fyrir 16-18 ára eiga ekki að einskorðast við þá leiðtogaþjálfun sem miðast við að hreyfingin fái nægilega marga foringja. Markmiðið ætti að stuðla að því að þeir sem ljúki rekkaskátastarfi hafi hlotið leiðsögn sem geri þeim kleift að gerast leiðtogar í eigin lífi og verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þetta er í samræmi við meginmarkmið skátahreyfingarinnar.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

39


Markmið Hægt er að skilgreina nokkur markmið í rekkaskátastarfi: a. Að veita ungu fólki tækifæri til að þroskast á þeim sex þroskasviðum sem skilgreind eru af

skátahreyfingunni: Líkamsþroska, vitsmunaþroska, tilfinningaþroska, persónuþroska, félagsþroska

og andlegum þroska. Starfsgrunnur skátahreyfingarinnar býður upp á samfellt starf byggt á uppeldismarkmiðum hreyfingarinnar, allt frá þeim áfangamarkmiðum sem henta drekaskátum til þroskamarkmiða róverstarfsins. Þroskamarkmiðin eru þau sem ætluð eru ungu fólki á aldrinum 16-18 ára. Rekkaskátar hafa þarfir sem skátahreyfingin verður að mæta. Það þarf að hvetja þá og veita þeim stuðning og leiðsögn við að ná markmiðunum, með aðferðum sem henta hverjum og einum.

b. Að veita ungu fólki tækifæri til að átta sig á áskorunum lífsins og þroska með sér skilning, áhuga

og færni til að horfast í augu við þær, ekki aðeins í nærsamfélaginu, heldur líka á alþjóðlega vísu. Það er grundvallaratriði að ungt fólk skilji og beri virðingu fyrir umhverfi sínu og mjög áríðandi að það öðlist áhuga og færni til að vera sjálft virkt og stuðli að betri framtíð.

c. Að þjálfa leiðtogafærni ungs fólks. Í skátastarfi snýst leiðtogafærni um að vera leiðtogar í eigin lífi og að geta hjálpað öðrum að vinna vel saman. Það þarf að greina og ráða fram úr vandamálum, leysa úr ágreiningi og taka sameiginlegar ákvarðanir, setja fram og meta markmið, skipuleggja sameiginleg verkefni, setja viðmið eða reglur, taka framförum og njóta samvistar hver við aðra. Þessi færni er einstaklingnum nauðsynleg til að geta orðið leiðtogi í eigin lífi sem sjálfstæður, virkur og ábyrgur þjóðfélagsþegn. d. Að vera ungmennum innan handar við að móta eigin lífsstefnu og framtíð í þeim tilgangi að

aðlagast og taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta er mikilvægasta viðfangsefni ungs fólks. Það þarf að þjálfa með sér færni til að aðlagast og verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu: Marka sér lífsviðhorf og gildismat, huga að tilgangi lífsins og mennta sig, velja stefnu á framtíðarstarf o.fl.

Trúverðugleiki og mikilvægi skátahreyfingarinnar veltur sífellt meira á getu hennar til að sinna hlutverki sínu í þessu ferli. Þroskamarkmið rekkaskáta eru 35 og stuðla að ofangreindum tilgangi (sjá bls. xx).

40

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Rekkaskátastarf og markmið skátahreyfingarinnar „Skátastarf stuðlar að uppeldi og menntun ungmenna með notkun siðferðilegra gilda í þeim tilgangi að bæta heiminn þar sem fólk er leiðtogar í eigin lífi og tekur þátt í samfélaginu á upp­ byggjandi hátt.“ Það er áhyggjuefni að sum skátafélög bjóða ekki upp á fjölbreytilegt skátastarf fyrir unglinga og ungmenni eldri en 15 ára og beina sjónum sínum nær eingöngu að barnastarfi. Starf með ungu fólki er erfitt og krefst hæfra fullorðinna skátaforingja. Starf fyrir eldri skáta má ekki aðeins vera afþreying heldur ætti líka að ná yfir þau erfiðu viðfangsefni sem ungmenni og ungt fólk standa frammi fyrir: Gildismat, ást, kynhlutverk og kynjaímynd, þátttaka í samfélaginu, lífsstarf svo eitthvað sé nefnt. Hvers virði er skátahreyfing eða skátafélag sem sinnir ekki þessum viðfangsefnum? Hvernig getur skáta­ hreyfingin verið trú markmiðum sínum án starfs fyrir ungt fólk á mörkum ungmenna og fullorðinna? Þegar skátar kvarta yfir veikri eða slæmri ímynd út á við, ættu þeir þá ekki að spyrja sig að því hvað væri hægt að gera öðruvísi til að ná til og mæta þörfum ungmenna og ungs fólks? Eru það ekki þær væntingar sem samfélagið hefur til hreyfingarinnar? Sum skátabandalög og skátafélög standa í dag frammi fyrir fækkun þátttakenda í skátastarfi. Stærsta áhyggjuefnið er að flestir hætta á fyrri hluta unglingsára. Það veldur því að mörg skátafélög og jafnvel bandalög eru í rauninni samtök barna frekar en ungmenna og ungs fólks. Ljóst er að ef halda á unglingum og ungu fólki í skátastarfi þarf að skapa því áhugavert og gefandi svigrúm í starfi. Við þurfum að átta okkur á að skátastarf verður að vera til staðar fyrir ungt fólk á leið til fullorðinsára og að lokastigin í uppeldisstarfinu eru jafn mikilvægt ef ekki mikilvægari en starfið á yngri aldursstigum. Með það í huga þarf að skapa ungu fólki eigið „rými“, aldursstig með eigin starfsgrunn, skipulag, verkefni og markmið – og bjóða upp á krefjandi og áhugavert starf. Ef litið er á aldursskiptingu þátttakenda í alþjóðasamtökum skáta kemur í ljós að þar sem lítil áhersla er lögð á starf fyrir elstu aldursstigin, verður starf yngri aldursstiganna einnig veikt. Það er nánast hægt að fullyrða að með því að vanrækja áherslu á starf elstu starfsstiganna minnkar áhugi og væntingar yngri skáta til að taka þátt og að halda áfram í starfi. Reynslan hefur einnig sýnt að til langs tíma litið er hægt að bæta úr foringjaskorti ef rekka- og róver­ skát­um er leyft að „vera skátar í friði og á eigin forsendum“.

HVERS VEGNA? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

41


Með öflugu rekka- og róverstarfi aukast líkurnar á að þeir sem ljúka skátastarfi hafi áhuga á því að gerast skátaforingjar að því loknu eða síðar á lífsleiðinni. Þetta eru allt gildar ástæður fyrir því að marktækur mælikvarði á velgengni og góð leið til að ná markmiðum skátahreyfingarinnar, er að skátafélög og skátabandalög bjóði upp á vandaðan starfsgrunn og stuðli að góðu starfi fyrir elstu aldursstig ungmenna.

Samantekt Rekkaskátastarf er lærdómsvettvangurinn sem skátahreyfingin býður ungu fólki á aldrinum 16-18 ára. Tilgangurinn með rekkaskátastarfi er að vera til staðar fyrir ungt fólk við umskiptin yfir á fullorðinsárin og veita þeim stuðning og leiðsögn við að aðlagast samfélagi fullorðinna. Rekkaskátastarf er ekki aðeins mikilvægt til þess að ná skilgreindum markmiðum skátahreyfingarinnar heldur einnig tækifæri til að bjóða fleiri ungmennum, konum og körlum, að taka þátt í skátastarfi og hafa þannig jákvæð áhrif á líf þeirra og heiminn almennt.

42

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERS VEGNA?


Minnisatriรฐi

HVERS VEGNA? | Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta

43


44

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | HVERS VEGNA?


SKIPULAG 2. HLUTI

SKIPULAG | Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta

45


Rekkaskátasveit er margþætt skipulagsheild grundvölluð á því markmiði að vera áhugaverður og skemmtilegur lærdómsvettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-18 ára. Þessum hluta bókarinnar er skipt í tvo kafla:

1. kafli - Flokkakerfi skátahreyfingarinnar Flokkakerfið Skátaflokkurinn sem óformlegur vinahópur Skátaflokkurinn sem lærdómsvettvangur Hlutverk skátasveitarinnar í flokkakerfinu

2. kafli - Skipulag rekkaskátastarfs Starfseiningar rekkaskátastarfs Stjórnunareiningar rekkaskátastarfs Dagskrárhringurinn í rekkaskátastarfi

46

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


1. kafli

Flokkakerfi skátahreyfingarinnar Efnisyfirlit Inngangur..............................................................................................................................................................49 Flokkakerfið er burðarás Skátaaðferðarinnar...........................................................................................................50 Skátaflokkurinn er í eðli sínu tvíþættur, bæði formlegur og óformlegur.....................................................................50 Skátaflokkurinn sem óformlegur vinahópur.............................................................................................................51

Óformleg einkenni flokksins í öndvegi..............................................................................................................52

Sjálfviljug þátttaka..........................................................................................................................................54

Innbyrðis tengsl skipta mestu máli...................................................................................................................54

Skátaflokkurinn er varanlegur hópur................................................................................................................55

Skátar með svipuð áhugamál..........................................................................................................................56

Uppbygging er sveigjanleg..............................................................................................................................56

Flokksþingið er eini formlegi vettvangur skátaflokksins ...................................................................................57

Sjálfgefnar reglur skapa siði og venjur flokksins ..............................................................................................57

Reglur jafningjahópa fara saman við skátalögin...............................................................................................58

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

47


Flokkurinn sem lærdómsvettvangur .......................................................................................................................59

Námið í skátaflokknum mótar unglinginn........................................................................................................59

Skátaflokkar læra með reynslunámi ................................................................................................................59

Í skátaflokknum læra unglingarnir sem hópur með verkefnavinnu.....................................................................60

Unglingar læra að læra...................................................................................................................................62

Skátaaðferðin skapar lærdómsvettvang innan flokksins....................................................................................63

Þátttaka skátaflokksins í nærsamfélaginu........................................................................................................64

Áhugi skátaflokksins á samfélaginu í víðara samhengi.....................................................................................64

Hlutverk skátasveitarinnar í flokkakerfinu ...............................................................................................................65

Skátasveitin styður og styrkir flokkakerfið........................................................................................................65

Skátasveitin stendur vörð um markmið skátahreyfingarinnar ...........................................................................66

Skátasveitin er samfélag með sameiginlega framtíðarsýn.................................................................................67

Í skátasveitinni hafa flokkarnir áhrif hverjir á aðra............................................................................................67

Stærð skátasveitarinnar skiptir máli.................................................................................................................68

Samantekt.............................................................................................................................................................69

Lykilatriði • Flokkakerfið er burðarás Skátaaðferðarinnar í starfi rekkaskáta. • Mikilvægi „óformlegra“ einkenna skátaflokksins og hvernig flokkakerfið styður við

eðlislæga þörf unglinga fyrir að tilheyra hópi jafningja.

• Skátaflokkurinn er lærdómsvettvangur sem mótar unglingana sem í honum eru. • Skátarnir læra með reynslunámi og í skátaflokknum læra þeir sem hópur með verkefnavinnu. • Skátasveitin og aðrar starfs- og stjórnunareiningar rekkaskátasveitarinnar gegna

48

mikilvægu hlutverki í flokkakerfinu.

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Inngangur Skipulag rekkaskátastarfs byggir á flokkakerfinu og „aðferðafræðilegum gildum“ skátahreyfingarinnar. Eðlislæg þörf ungmenna til að tilheyra hópi jafningja er nýtt sem drifkraftur í þágu unglingsins, til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Fullorðnir sveitarforingjar, sveitarráðið og samfélag skátanna og flokkanna í rekkaskátasveitinni mynda stuðningsnet við starf skátanna í flokkunum og verkefnateymum sveitarinnar.

Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við flokka­kerfi skátahreyfingarinnar: • Sumir átta sig ekki á mikilvægi skátaflokka og flokkakerfisins í rekkaskátastarfi. • Aðrir halda að skátaflokkurinn sé eina skipulagseining flokkakerfisins og skilja ekki

hlutverk annarra starfs- og stjórnunareininga kerfisins, eins og sveitarráðs, sveitar-

innar og sveitarþings.

• Oft gleymist að hlúa að og leyfa einkennum skátaflokksins sem „óformlegs hóps“

að njóta sín og boð, bönn og regluverk ná yfirhöndinni.

• Margir líta ekki á skátaflokkinn og aðrar starfseiningar flokkakerfisins sem

„lærdómsvettvang“ eða vettvang til samfélagslegrar virkni unglinganna.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn hér á eftir að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Eðli og einkenni „óformlegra hópa“ og mikilvægi þeirra í skátastarfi. • Flokkakerfið sem samþætt „kerfi skipulagseininga“ þar sem allar starfs- og

stjórnunareiningarnar gegna ómissandi hlutverki í rekkaskátastarfi.

• Skátaflokkinn sem lærdómsvettvang og hvernig unglingar læra sem hópur með því

að vinna saman að verkefnum.

• Hlutverk skátasveitarinnar í flokkakerfinu og hversvegna mikilvægt er að hún sé af

tiltekinni stærð.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

49


Flokkakerfið er burðarás Skátaaðferðarinnar Þær þrjár grunnhvatir unglinga sem táknræna umgjörðin byggir á eru auk löngunarinnar til að kanna ný svið og nema nýjar lendur, þörfin fyrir að tilheyra jafningjahópi. Meginkjarni Skátaaðferðarinnar í skátastarfi er að nýta þessa félagsþörf unglinganna í þágu uppeldis og fræðslu. Í ritinu „Aids to Scoutmastership“ (1919) tók Baden-Powell skýrt fram að „flokkakerfið [sé] sá ómissandi þáttur sem greinir uppeldisaðferðir skátahreyfingarinnar frá öllum öðrum hreyfingum og stofnunum“. Frumleiki Baden-Powells fólst í því að uppgötva tækifærin sem jafningjahóparnir veita til að ýta undir getu ungmenna til að standa á eigin fótum. Unglingar hafa eðlislæga tilhneigingu til að mynda vinahópa. Skátahreyfingin nýtir þessa tilhneigingu með því að byggja stærstan hluta skátastarfsins á flokkakerfinu. Miklar líkur eru á góðum árangri með þessari aðferð, svo framarlega sem henni er beitt á réttan hátt, með því að láta unglingunum eftir frum­ kvæðið og ábyrgðina, en ekki nota hana til að auðvelda starf sveitarforingjans eða skipta skátasveit í minni og viðráðanlegri einingar. Baden-Powell varaði okkur við hugsanlegri misnotkun á flokkakerfinu: „... meginatriðið er ekki að spara skátaforingjanum umstang, heldur að veita ungmennunum ábyrgð, enda er það besta hugsanlega leiðin til að þroska persónuleikann.“ (Aids to Scoutmastership, 1919.)

Skátaflokkurinn er í eðli sínu tvíþættur, bæði formlegur og óformlegur Flokkakerfið er skipulags- og uppeldiskerfi byggt á Skátaaðferðinni. Þar sem vinir mynda sjálfviljugir lítinn auðkenndan hóp með þeim ásetningi að hann endist til frambúðar og til að njóta þar vináttu, styðja hver annan í persónulegum þroska, takast á við sameiginleg verkefni og eiga samskipti við aðra svipaða hópa. Flokkurinn er fyrst og fremst „náttúruleg félagsmyndun“. Rannsóknir á félagsheildum skilgreina „hóp“ sem mengi einstaklinga þar sem hegðun og frammi­staða allra meðlima verður fyrir áhrifum af hegðun og frammistöðu hinna. Greinarmunur er gerður á formleg­um hópum og óformlegum.

50

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Stjórnendur skipulagsheilda mynda formlega hópa af ásettu ráði til að ná fyrirfram skilgreindum markmiðum samtaka, stofnana eða fyrirtækja. Óformlegir hópar verða aftur á móti til vegna einstaklingsframtaks og myndast í kringum sameiginleg áhugamál og vináttu, fremur en af meðvituðum ásetningi. Hóparnir verða til af því að meðlimirnir eiga eitthvað sameiginlegt. Munurinn felst í því að formlegir hópar eru búnir til í ákveðnum tilgangi en óformlegir hópar eru hins vegar mikilvægir í sjálfu sér og fullnægja tengslaþörf manneskjunnar.

Skátaflokkurinn sem óformlegur vinahópur Skátaflokkurinn er fyrst og fremst óformlegur hópur. Það er grundvallarverkefni sveitarforingjanna að halda honum þannig. „Frá sjónarhóli ungmenna veitir skátastarfið þeim aðild að vinahópum sem þeim er eðlislægt að mynda, hvort heldur er til leikja, óknytta eða bara til að slæpast“(Baden-Powell, Aids to

Scoutmastership, 1919.) Skátaaðferðin notar svo flokkinn sem „vettvang“ til fræðslu og uppeldis. Þannig verður skátaflokkurinn „lærdómsvettvangur“ sem gæðir hann jafnframt formlegri vídd. Þar sem flokkurinn er í senn óformlegur og formlegur verður hann að vissu leyti flókinn. Hann er óformlegur af því að hann sprettur af tengslaþörf unglinganna sjálfra; samt er hann líka formlegur af því að Skátaaðferðin ætlast til þess að hann stuðli að þroska skátanna með sjálfsmenntun. Með öðrum orðum mætti segja að hann sé óformlegur frá sjónarhóli unglinganna og formlegur frá sjónarhóli full­ orðnu skátafor­ingjanna. Það að skátaflokkurinn er bæði formlegur og óformlegur hópur veitir honum mikla breidd og setur hann mitt á milli persónulegra þarfa og væntinga unglinganna annars vegar og uppeldismarkmiða skátahreyfingarinnar hins vegar. Til að nýta sér þessa einstöku aðstöðu er brýnt að skilja að flokkurinn uppfyllir aðeins markmið sín sem formlegur hópur að því marki sem eðli hans sem óformlegs hóps er virt.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

51


Flokkurinn sem óformlegur hópur

Flokkurinn sem formlegur hópur

Sjálfsprottin félagsheild með eigin

Lærdómsvettvangur byggður á

einkenni, mynduð að frumkvæði

Skátaaðferðinni, þar sem hópur

vinahóps,

unglinga styður hver annan til persónu-

ætluð til að endast lengi og til að geta

legs þroska, ræðst í sameiginleg verkefni

ræktað vináttuna.

og á samskipti við aðra áþekka hópa.

Því betur sem við verndum óformleg

einkenni hópsins, því betur nást

formleg

markmið hans.

Með þessu móti nær flokkurinn mestri einingu, tryggð og krafti og það þjónar tilgangi skátahreyfingarinnar miklu betur og skilar mun meiru en hægt væri að ná fram ef við íþyngdum hópnum með utanaðkomandi reglum, útlistunum og fyrirmælum í því skyni að hann gegndi betur formlegu hlutverki sínu sem lærdómsvettvangur. Lykillinn að því að skilja flokkakerfið er að skilja þetta.

Óformleg einkenni flokksins í öndvegi Þótt óformlegir hópar hafi ekki tilgreind og innbyggð hlutverk uppfylla þeir margar af félagssálfræði­ legum grunnþörfum okkar og reyndar svo mikið að þeir eru óaðskiljanlegur þáttur í öllu umhverfi okkar á fullorðinsárum. Hópar eru umfram allt leið til að uppfylla tengslaþarfir okkar, það er að segja þörfina fyrir að vera hluti af heild, þörfina fyrir vináttu og siðferðilegan og tilfinningalegan stuðning. Upprunaleg frumgerð þessara hópa er fjölskyldan – einnig kölluð „frumhópurinn“ – sem sér okkur fyrir grundvallartengslum. Það skiptir ekki máli hvað við erum gömul, hvort við erum ungmenni eða fullorðið fólk, við vitum að við þurfum hópa af vinum, samstarfsmönnum, frístunda­ félögum og mörgum öðrum sem uppfylla þessar þarfir. Jafningjahóparnir eru mjög mikilvægir á milli 16 og 18 ára aldurs, þegar ungar stúlkur og piltar þurfa að vera hluti af heild, finna út hver þau eru og öðlast viðurkenningu á sjálfum sér. Líf unglings í skátaflokki er samtvinnað lífi annarra: hann ber umhyggju fyrir öðrum skátum og það sem meira máli skiptir, þeir bera umhyggju fyrir honum. Ef skátinn væri fjarverandi yrði hans saknað. Framlag allra er metið að verðleikum.

52

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Hópar þroska, efla og staðfesta sjálfsmynd okkar og viðhalda sjálfsvirðingunni. Fjölskyldan er hópurinn sem setur þetta grundvallarferli af stað, en jafningjahópar veita þýðingarmikinn stuðning við að móta eða staðfesta hugmyndir okkar um hver við erum, hve mikilvæg við erum og þar af leiðandi hvað okkur finnst við verðskulda. Skátaflokkurinn hjálpar til við að staðfesta sjálfsmynd unglinganna og hversu verðugir þeim finnst þeir vera, ekki bara með innri uppbyggingu flokksins, heldur líka með táknum hans, merkjum, hefðum og öðrum ytri tjáningarformum. Hópar hjálpa til við að leggja grunn að félagslegum veruleika og staðfesta hann. Við getum dregið úr óvissu okkar um félagslegt umhverfi með því að ræða við aðra um vanda­ málin sem óvissan veldur okkur, fundið sameiginleg sjónarmið og reynt að komast að almennu samkomulagi um hvernig á að leysa málin. Flokksstíllinn, öll verkefnin, leikirnir og samfelld innri orðræða, hjálpar ungmennunum að vera óhrædd við að efla eigin leiðir til þátttöku og vera hluti af heiminum. Jafningjahópar hjálpa þeim líka að draga úr óöryggi, kvíða og vanmætti. Því fleiri sem eru í okkar liði, því sterkari finnst okkur við vera. Því verður kvíðinn og öryggisleysið minna þegar við stöndum frammi fyrir hættu eða einhverju nýju eða óþekktu. Þetta á ekki síst við á unglingsár­ unum þegar við erum að móta nýjar aðferðir til að læra á tilveruna, eins og unglingar þurfa að gera. Hópar sjá meðlimunum fyrir aðferðum til að greiða úr vandamálum eða horfast í augu við ýmis verk sem þeir þurfa að leysa af hendi. Hópurinn getur safnað upplýsingum, hlustað, veitt aðstoð, boðið upp á annað sjónarhorn, hitt alls konar fólk. Þegar kemur að ákvörðun um framkvæmdir getur hann úthlutað verkefnum og náð árangri fyrir tilstilli einstaklinganna sem í honum eru. Öllum þessum markmiðum er hægt að ná með því að standa vörð um flokkinn sem óformlegan hóp, það er að segja sjálfviljuga þátttöku, varanleika og sérkenni flokksins sem hóps unglinga sem njóta vináttunnar hverjir við aðra.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

53


Sjálfviljug þátttaka Sjálfviljug þátttaka er einkenni óformlegra hópa. Unglingarnir hafa frjálst val um að ganga í skátaflokk­ inn með samþykki annarra í flokknum. Unglingar vilja helst umgangast þá sem þeir kunna vel við og líður vel nálægt, til dæmis vini sem hafa svipuð áhugamál og þeir. Allir skátar ættu að vera í flokki þar sem þeim finnst þeir velkomnir og geta starfað óþvingað. Þessi sjálfviljuga þátttaka þýðir líka að unglingarnir skipta kannski um skátaflokk, ef báðir flokkar eru samþykkir tilfærslunni. Þess vegna eru skátaflokkar ekki alltaf fastskorðaðar eða formlegar einingar og skátaflokkar í hverri sveit eru iðulega misstórir og misöflugir. Sumum sveitarforingjum þykja þessar síbreytilegu og sundurleitu aðstæður kannski óþægilegar gagnvart stjórnun og áætlanagerð sveitarinnar sem einingar. Þeir hafa jafnvel tilhneigingu til að reyna að jafna út flokkana og gera þá eins líka hver öðrum og hægt er. Slíkt stangast á við flokkakerfið. Það skiptir mestu máli að skátaflokkarnir séu raunverulegir vinahópar en ekki að skátasveitin líti út fyrir að vera í jafnvægi eða sé skipt niður í jafnstóra og einsleita hópa. Við þurfum að læra að líta á skátasveitina sem bandalag ólíkra en innbyrðis tengdra skátaflokka.

Innbyrðis tengsl skipta mestu máli Þegar nýr flokkur er myndaður eða skátasveit byggð upp frá einum skátaflokki og meginreglunni um sjálfviljuga þátttöku fylgt, er skynsamlegast að finna sjálfmyndaðan jafningjahóp og bjóða honum að ganga í skátasveitina og mynda skátaflokk. Það er sennilega besta leiðin til að fjölga í skátasveitinni. Þegar fækkað hefur í skátasveit af einhverjum ástæðum og nauðsynlegt er að fjölga skátunum er yfirleitt best að hvetja unglingana til að bjóða vinum sínum að slást í hópinn. Ef nýliðarnir eða nýir flokkar koma úr skátasveit yngra aldursstigs þarf að láta flokkana sem fyrir eru vita það með fyrirvara svo að þeir fái færi á að taka á móti þeim, mynda persónuleg tengsl, ræða möguleikana á að ganga í sveitina eða einhvern flokka hennar og vekja áhuga nýliðanna. Þetta er kynningar- og samningsferli sem fer fram á milli unga fólksins, skátanna sjálfra. Sem betur fer eru unglingar fljótir að eignast vini og eiga því oftast auðvelt með að samlagast hópnum. Til þess að slíkt heppnist vel þarf engu að síður að uppfylla þrjú skilyrði: Umsækjandinn þarf að hafa áhuga, vinatengsl þurfa að myndast og flokkurinn þarf að viðurkenna nýliðann.

54

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Hvernig sem fjölgun á sér stað í skátasveitinni, væri misráðið af sveitarforingja að raða eða endurskipu­ leggja samsetningu flokka sveitarinnar að eigin frumkvæði, hrinda af stað umfangsmiklu innritunarátaki sveitarinnar til að fjölga meðlimum, skipta dróttskátunum sem eru að færast upp um aldursstig „jafnt“ á milli flokka - eða slá saman og skipta flokkum upp með fárra mánaða millibili til að jafna stærð þeirra. Allar slíkar aðgerðir hafa reynst sérlega árangursríkar til að eyðileggja flokkakerfið, af því að þær ganga gegn eiginleikum „óformlega vinahópsins“ og – það sem verra er með tilliti til markmiða skátahreyf­ ingarinnar – hamla því að hann verði árangursríkur lærdómsvettvangur. „Meginmarkmið flokkakerfisins er að veita eins mörgum unglingum og hægt er ósvikna ábyrgð með það fyrir augum að þroska skapgerð þeirra. Ef sveitarforingi veitir flokkunum raunverulegt sjálfstæði, ætlast til mikils af unglingunum og gefur þeim lausan tauminn með að inna verkin af hendi, hefur sá skátaforingi gert meira til að styrkja skapgerð viðkomandi ungmenna en nokkurt skólanám gæti áorkað.“ (Baden-Powell, Aids to Scoutmastership, 1919)

Skátaflokkurinn er varanlegur hópur Þótt mikil áhersla sé lögð á sjálfviljuga þátttöku er skátaflokkurinn ekki hópur sem myndaður er í þeim tilgangi að ná skammtímamarkmiðum. Hann er varanlegur vinahópur sem skapar sér sögu, kemur á hefðum, deilir ábyrgð og skiptir með sér verkum byggt á reynslu og áhuga skátanna. Stöðugleiki vinahóps fer næstum alfarið eftir því hvað vináttuböndin eru traust. Tengslin eru aflið sem heldur meðlimum hópa saman og gerir þá sterkari en öflin sem reyna að sundra þeim. Unglingar bind­ ast vináttuböndum, þeir laðast hver að öðrum og eru hreyknir af því að tilheyra skátaflokknum sínum. Markmið skátaflokksins fara saman við persónuleg markmið skátanna og meðal annars þess vegna bindast þeir traustari böndum. Annað sem treystir böndin: • Sveitarforingi sem tekur virkan þátt í starfinu

• Ráðist er í skemmtileg verkefni

• Velgengni hópsins í verkefnunum sem hann

• Unglingarnir sjá að flokkurinn hjálpar þeim

ákveður að vinna

• Innbyrðis hlutverk eru uppfyllt sem skyldi • Hlustað er á skoðanir allra í flokknum

að ná persónulegum markmiðum

• Áhugamálin halda áfram að vera sameiginleg.

Nokkrir mikilvægir þættir sem einkenna skátaflokkinn tengjast þessum tengslum eða einingu; fjöldi skáta í flokkunum, aldur þeirra, sameiginleg áhugamál og rétt val á verkefnum og athöfn­um. SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

55


Skátar með svipuð áhugamál Það er eðlilegt að í skátaflokki séu mismargir skátar og jafnvel á svolítið ólíkum aldri, rétt eins og í öðrum vinahópum. Aftur á móti treystir það vinaböndin og stöðugleika hópsins ef unglingarnir hafa svipuð áhugamál, auk þess að vera nokkurn veginn á sama máli um grundvallargildi og markmið sameiginlegra verkefna. Ef skátarnir eru mjög ólíkir að þessu leyti getur það dregið úr samskiptum þeirra og flokkurinn nær ekki eins góðum árangri. Sem vinir er líklegt að skátarnir í flokknum hafi svipuð áhugamál og skoðanir eða séu fljótir að tileinka sér þær þótt við eignumst vissulega oft vini og þyki vænt um fólk sem er ólíkt okkur. Þó að ekki sé hægt að breyta persónulegum bakgrunni unglingsins öðlast hann svipuð áhugamál og verður sammála gildum og markmiðum skátaflokksins meðan á lærdómsferlinu stendur. Hvað sem því líður er þetta mikilvægur þáttur og sveitar- og flokksforingjar ættu að hafa hann í huga í starfi sínu með flokknum.

Uppbyggingin er sveigjanleg Allir skátaflokkar hafa sjálfsprottna uppbyggingu sem er í stöðugri þróun. Unglingarnir eru jafnvel að einhverju leyti á mismunandi aldri, búa yfir ólíkri reynslu og skapgerð. Þeir gegna ólíkum stöðum í hópn­ um sem þeir aðlaga svo eftir því sem þeir kynnast betur, með auknum þroska og þegar eldri skátarnir kveðja eða nýir ganga til liðs við flokkinn. Uppbygging flokksins stjórnast af því hvernig ólíkar stöður innan hans tengjast. Allar utanaðkomandi tillögur um breytingu á uppbyggingunni verða að taka mið af vilja flokksins, sama hvort þær eru eitthvað sem sveitarforingjunum finnst, „tengjast hefðum skátasveitarinnar“ eða almennum venjum skátafélags­ ins. Nánast sjálfsprottin uppbygging er eitt af einkennum óformlegs hóps. Tillögur utan frá ættu því að vera sveigjanlegar svo að allir flokkar geti notað þær eða sniðið þær að sínum þörfum. Því sveigjanlegri ramma sem sveitin leggur til, þeim mun auðveldara verður að standa vörð um óformlega eiginleika skátaflokksins. Eins og þegar hefur komið fram á flokkurinn auðveldara með að uppfylla uppeldishlutverkið sem Skátaaðferðin felur honum ef vel er gætt að því að hann sé áfram óformlegur vinahópur. Skilvirkni flokkakerfisins er að miklu leyti háð því að sveitarforingjarnir gleymi aldrei þessum þversagnakenndu sérkennum formlegra og óformlegra hópa.

56

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Flokksþingið er eini formlegi vettvangur skátaflokksins Flokksþingið á að vera formlegur vettvangur til að taka sameiginlega nauðsynlegar ákvarðanir. Allir skátarnir í flokknum taka þátt í því undir stjórn flokksforingjans. Flokksþingið getur komið saman hvenær sem skátaflokkurinn telur þörf á því þótt þingfundir ættu ekki að vera svo algengir að þeir breytist í venjulega flokksfundi sem eru fremur spjall- eða vinnufundir. Allar ákvarðanir flokksþings ætti að skrá í flokksbókina. Umfjöllunarefni flokksþings þurfa að tengjast flokksstarfinu beint, eins og til dæmis þessi: • Samþykki flokksáætlunar og verkefna flokksins í dagskrárhring og verkefna sem flokkurinn

leggur til að skátasveitin vinni sameiginlega.

• Mat á verkefnum flokksins og langtímaverkefnum. • Kosning flokksforingja og aðstoðarflokksforingja. • Skilgreiningar og úthlutun embætta í skátaflokknum og mat á frammistöðu skátanna sem „embættismanna“. • Ráðstöfun á eignum og lausafé skátaflokksins.

Sjálfgefnar reglur skapa siði og venjur flokksins Reglur óformlegs hóps eru í raun þau sameiginlegu sjónarmið skátanna sem þeir telja mikilvæg. Allir óformlegir hópar unglinga hafa fjölmargar reglur sem komið er á framfæri munnlega fremur en skriflega og í mörgum tilvikum eru þær ekki einu sinni skilgreindar ítarlega heldur vita allir meðlimirnir ósjálfrátt hverjar þær eru, eins konar „starfsandi”. Að undanskildum þeim grundvallarreglum sem koma fram í skátalögunum og öðrum lögum og reglum verða að sjálfsögðu til margar aðrar reglur innan flokksins í tengslum við starfshætti hans. Reglurnar mynda það sem við getum kallað innri menningu skátaflokksins. Reglurnar breytast eftir því sem flokk­ urinn þróast og unglingarnir lýsa því prýðilega þegar þeir segja „svona gerum við í flokknum okkar“. Siði og venjur má til dæmis þekkja af því hvernig fundir eru haldnir, tímanum sem varið er í flokksstarfið, stílnum á flokksbókinni sem og ástandi tækja og tóla. Hversu unglingarnir eru hreyknir af að vera í flokk­num sínum, hvað þeir líkja mikið hverjir eftir öðrum, stundvísi og ábyrgð. Einnig leyndinni sem skátarnir vilja að hvíli á ákvörðunum þeirra, uppbyggingunni sem kemst á, hvað þeir telja ásættanlegt eða óásættanlegt, persónulegum smekk og samskiptum stelpna og stráka (ef um þau er að ræða).

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

57


Það er mikilvægt að skilja að athyglisverðar aðstæður geta myndast í sambandi við reglur í öllum óformlegum hópum, þar á meðal aðstæður sem nefndar eru samsömun, smit og innblástur. Samsömun höfðar til þess að félagar í hópi taka ómeðvitað upp sameiginlegar reglur og viðhorf til að öðlast viðurkenningu hópsins. Þannig fara þeir að kunna vel hver við annan og það dregur úr ótta þeirra við að vera hafnað sem „óviðkomandi“. Smit er þegar reglur og viðhorf berast frá einum meðlimi til annars og hver hermir eftir öðrum. Þegar tveir eða fleiri í hópnum haga sér á tiltekinn hátt er algengt að aðrir tileinki sér líka sömu framkomu. Síðasta atriðið, innblástur, snýr að ósjálfráðri viðurkenningu á reglum og viðhorfum sem sjást hjá foringjanum eða öðrum sem borin er virðing fyrir. Þessi fyrirbæri koma líka fyrir í skátaflokknum. Skátarnir vilja tilheyra flokknum sínum og gera því svipaða hluti og aðrir í hópnum, herma eftir og fylgja fordæmi vina sinna og tileinka sér ósjálfrátt sett­ ar reglur. Það er hvorki gott né slæmt, þetta er bara svona. Það er hlutverk sveitarforingja að tryggja að skátarnir geri sér grein fyrir þessu, læri að takast á við aðstæður og reyni að koma í veg fyrir að hegðunin gangi út í öfgar.

Reglur jafningjahópa fara saman við skátalögin Vísindarannsóknir hafa leitt í ljós að meðal þeirra reglna sem viðurkenndar eru innan óformlegra jafningjahópa, meira að segja glæpagengja, eru reglur sem stuðla að gagnkvæmu trausti, byggðar á einlægni, tryggð og hollustu. Það er auðvelt að sjá hvernig slíkar reglur samsvara vissum gildum skátalaganna. Baden-Powell hugsaði skátalögin ekki einungis út frá grunngildum skátastarfsins heldur tók líka mið af eðlislægum metnaði og löngunum unga fólksins. Það er því mikilvægt að skátaflokkurinn tileinki sér skátalögin og líti á þau sem hluta af eigin lífsgildum. Um leið og skátarnir í flokknum gera skátalögin að lífsstíl sínum fer flokkurinn að gegna tvöföldu hlutverki sínu, sem jafningjahópur og lærdómsvettvangur. Því má halda fram að með því að hvetja skátaflokka til að gera skátalögin að sínum, vegi formleg hlið hreyfingarinnar að óformleika hópsins. Vissulega er það rétt og ætti ekki að koma neinum á óvart innan uppeldishreyfingar. Skátalögin samræmast aftur á móti svo vel tilfinningum, metnaði og löngunum unglinganna og reglum óformlegra hópa að íhlutunin er sáralítil samanborið við kosti þess að hafa skrásettar grundvallarreglur sem unglingarnir geta tekið mið af í lífinu. Það eru einmitt þessar siðareglur sem gefa skátaflokknum svo ótrúlega mikið forskot í samanburði við aðra óformlega hópa.

58

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Hvað sem því líður er það alltaf persónuleg reynsla skátans að gangast undir skátalögin. Þegar upplifun er ánægjuleg og árangurinn góður, hneigist fólk til að endurtaka það sem skóp upplifunina. Ef skátinn mótar viðhorf sín ítrekað eftir gildum skátalaganna og er ánægður með að hafa hegðað sér í samræmi við tilfinningar sínar og hlotið viðurkenningu annarra fyrir vikið, verða gildin smám saman greypt í hegðun viðkomandi til frambúðar. Með þessu móti hætta skátalögin að koma utan frá og verða þess í stað persónuleg lífsviðhorf og gildi.

Flokkurinn sem lærdómsvettvangur Um leið og unglingur heitir sjálfum sér því að reyna að fylgja skátalögunum verður flokkurinn meira en bara vinahópur sem gaman er að umgangast. Hann verður líka lærdómsvettvangur sem stuðlar að persónulegum þroska unglingsins og býður honum að taka þátt í sameiginlegum verkefnum.

Námið í skátaflokknum mótar unglinginn Starfið í skátaflokknum beinist að því að kalla fram breytingu á hegðun, hvort sem það er á sviði; • þekkingar (skilningur og kunnátta) • leikni (geta unnið verk) • eða afstöðu (viðhorfs til að meta aðstæður)

Það felst ekki eingöngu í að afla sér þekkingar – sem er oft í meginatriðum það sem gerist í skólastofu – heldur í vexti manneskjunnar innan frá, í öllum víddum persónuleikans: Greind, áhuga, viljastyrk, skapgerð, tilfinningum, samkennd og andlegum þroska. Það er uppeldi sem nálgast manneskjuna „sem heild“. Við lærum á mjög ólíkan hátt og því verður þessi innri vöxtur hluti af samfelldu ferli sem felst meðal ann­ars í því að hlusta, fylgjast með, spyrja, framkvæma, rannsaka, hugsa, meta sjálfan sig og hjálpa öðrum að læra. Þar af leiðandi lærum við líka saman.

Skátaflokkar læra með reynslunámi Skátastarf er í meginatriðum reynslunám, bæði meðvitað og ómeðvitað og fer að mestu fram á þremur sviðum: • Með sameiginlegri reynslu, með því að læra saman að sjá og túlka atburði, segja öðrum frá

draumum sínum og sýna ákveðin gildi í verki, með því að vinna að settu ætlunarverki og einsetja

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

59


sér að ljúka því að hluta til sameiginlega eða sem einstaklingar, myndar flokkurinn samfélag sem

byggir á vináttu og starfar eftir gildum skátalaganna.

• Með vali, undirbúningi, framkvæmd og mati á verkefnum. Á þessu sviði er skátaflokkurinn eða

skátasveitin eins og lítið fyrirtæki. Flokkurinn hugsar upp verkefni, skipuleggur, útvegar þá

hæfileika og tæknikunnáttu sem þarf til að ljúka því, útbýr og útvegar það efni sem til þarf,

styður skátana við framkvæmd verksins, metur árangurinn og leiðir í ljós styrkleika, veikleika og

mistök. Í skátaflokknum og skátasveitinni eru mistök þáttur í lærdómsferlinu. Þau gera engan að

minni manni heldur eru fremur tækifæri til að sjá hvað hefði átt að gera á annan hátt.

• Með þeirri samfelldu reynslu sem fæst með sameiginlegum verkefnum tileinka skátarnir sér

hegðunina sem uppeldismarkmið skátahreyfingarinnar stefna að, enda hafa þeir gert markmiðin

að sínum með því að setja sér persónulegar áskoranir við þau. Þessi þáttur námsins byggist á

markmiðum og skátarnir í flokknum sjá sjálfir um kennsluna þegar þeir hjálpa hver öðrum að

þroskast, hvetja félaga sína til dáða og styrkja sjálfsmynd hvers og eins.

Nánar er fjallað um reynslunám í samnefndum kafla í 5. hluta bókarinnar.

Í skátaflokknum og skátasveitinni læra unglingarnir sem hópur með verkefnavinnu Komið hefur fram að nám í skátaflokki og skátasveit sé að hluta meðvitað en að hluta ómeðvitað. Það stafar af því að hópnámið er síendurtekin hringrás í tengslum við verkefni og stöðugt flæði frá hinu hlutstæða til hins óhlutbundna og hinu verklega til hins huglæga.

Lærdómshringur hóps.

60

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


• Með sameiginlegu mati fylgjast skátarnir með eigin athöfnum og hugsunum. Sameiginleg

ígrundun hefst yfirleitt á mati á verkefni. Hvernig gekk það? Hvað hugsuðum við og hvernig leið

okkur á meðan við unnum verkið? Hvaða kringumstæður höfðu áhrif á okkur? Hvað mistókst?

Horfum við öðrum augum á aðstæður núna? Gekk vinnan betur en við bjuggumst við? Hvers

vegna? Á þessu stigi koma fram mörg ólík viðhorf og málin metin frá ólíkum sjónarhornum –

„þeir smámunasömu“ – skera sig úr. Hvetja ber til sameiginlegrar ígrundunar þótt hún geti

stundum virst fjarlæg eða jafnvel kjánaleg. Hún er nauðsynlegt skref í áttina að frumleika og

nýsköpun. • Á afar eðlilegan, næstum ómerkjanlegan hátt víkur ígrundunin fyrir sameiginlegum skilningi

á því sem gerðist, á tengingu og sambandi milli þess sem var gert og þess sem væri hægt að

gera. Hvaða leiðir ættum við að velja núna? Hvað höfum við lært? Hvað gætum við gert næst?

Þá er rétti tíminn til að flokka hugmyndir, skerpa sýnina, finna mögulega valkosti og uppgötva

hvað á saman. Á því stigi koma fram „þeir sem finna tengingar“ og hafa hæfileikann til að

finna af hverju hlutirnir gerðust á tiltekinn hátt.

• Næst kemur sameiginlegur undirbúningur. Þá eru ákvarðanir teknar á grundvelli

möguleikanna sem varpað var fram á fyrra stigi. Einnig er framhaldið skipulagt í sameiningu.

Þetta stig nær yfirleitt til breytinga á framkomu skátanna og hlutverkum þeirra. Í ákvarðanatöku

felst að læra að greina á milli valkosta: „Þetta er það sem við ættum að gera og þetta er

ástæðan fyrir því“. Hér fá skátarnir sem eiga auðvelt með „hópvinnu“ að njóta sín. Fólk sem

er frábært við að finna lausnir hefur gaman af að prófa sig áfram og brennur alltaf í skinninu að

hefjast handa sem fyrst.

• Að lokum er komið að stigi sameiginlegrar framkvæmdar þar sem hver og einn vinnur

mismunandi verk sem beinast að sama markmiði, byggt á greiningunni sem fór fram á fyrri

stigum. Á þessu stigi njóta „þeir hagsýnu“ sín best, sérfræðingar í að laga kenningu að

veruleikanum; og ef þeir sjá að kenningin gengur ekki upp hafa þeir eðlislægan hæfileika til að

framkvæma breytingar jafnharðan en það gerir þá ómissandi.

Þegar verki eða verkefni er lokið fer ferlið strax aftur á ígrundunarstigið með spurningunni: Hvernig gekk framkvæmd verksins? – Þannig heldur hringrásin óendanlega áfram. Þeir ólíku hæfileikar sem við lýstum á öllum stigum þessarar hringrásar koma ekki endilega allir fyrir í sama skátaflokki. Hins vegar kallar stöðug notkun lærdómshringsins fram flestar gerðir þeirra hæfileika sem leynast innan flokksins og nýtir þá sem best. Ef þeir koma ekki allir fram sér flokksforinginn hvar veikleikana er að finna og sveitarforingjarnir hjálpa honum að bæta upp það sem á vantar. Séu allir þessir hæfileikar til staðar nær flokkurinn mjög góðum árangri þó að andrúmsloftið innan hans geti virst einkennast af togstreitu. Flokksforinginn þarf að læra að stýra umræðum í hópi sem er mjög afkastamikill, en erfitt er að stjórna.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

61


Stigin þegar skilningur á vandamáli er ræddur og sameiginlegur undirbúningur fer fram þroska getuna til að hugsa óhlutbundið. Slíkt er nauðsynlegt til að skátarnir öðlist þekkingu og geti lært af reynslunni. Sameiginleg framkvæmd og sameiginlegt mat þroska getuna til að halda sig við efnið sem er mikilvægur þáttur í persónulegri lífsfyllingu. Sameiginlegur undirbúningur og sameiginleg framkvæmd falla svo aftur undir athafnasvið á meðan sameiginlegt mat og sameiginlegur skilningur teljast til hugsanasviðsins. Þannig gefst unglingunum færi á að skilja að öll verk í lífinu fylgja ósýnilegum þræði sem sífellt hreyfist á milli hugsunar og athafna, kenninga og framkvæmda.

Unglingar læra að læra Einn af kostunum við slíkt hringrásarnám er að unglingarnir læra næstum án þess að vita af því. Ef sveitarforingjarnir koma flokksforingjunum í skilning um að meginhlutverk þeirra sé að halda þessu „hjóli“ á hreyfingu verður ferlið hluti af lífsháttum unglinganna. Þegar unglingarnir uppgötva þessa hringrás eru þeir ekki eingöngu að meðtaka, heldur læra þeir líka að læra. Baden-Powell kallaði þetta „sjálfsnám“ og í dag er það stundum nefnt „meta-nám“ eða „nám um nám“. Fólk lærir stundum í námsefnismiðuðu kennslukerfi en námið er kyrrstætt og fólk heldur jafnvel að það hafi lært námsefnið í eitt skipti fyrir öll. Í ferlismiðuðu kerfi er námið aftur á móti virkt af því að fólk lærir að læra. Í síbreytilegum nútímaheimi þar sem hraði breytinga er það sem breytist einna mest kemur okkur að litlu gagni að byggja nám á ákveðnu námsefni einu saman vegna þess að það sem við lærum í dag getur orðið úrelt á morgun. Ef áhersla í náminu er aftur á móti lögð á ferlið sjálft erum við að læra að læra, að hafna því sem við lærðum og læra aftur, að vita hvernig við finnum eða sköpum námsefni og námstækifæri eftir þörfum. Þetta er það sem gerist í námi innan skátaflokksins og skátasveitarinnar eða það sem ætti að gerast ef við notum flokkakerfið rétt. Þetta ferli lærist ekki af því einu að hlusta á fyrirlestra. Það lærist með virkni, upplifun, samræðum og að velta hlutunum fyrir sér; hugsa og ígrunda. Þess vegna er skátaflokkurinn ákjósanlegt lærdómsumhverfi. Til þess að árangursríkt nám geti átt sér stað þurfum við að skapa lærdómsvettvang.

62

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Skátaaðferðin skapar lærdómsvettvang innan flokksins og sveitarinnar Lærdómsvettvangur er óáþreifanlegt en raunverulegt fyrirkomulag sem einkennir allt starfið í skátasveit­inni, hefur áhrif á hegðun allra skátanna og auðveldar nám þeirra og þroska. Í dag vitum við að slíkur lærdómsvettvangur er til – alveg eins og þyngdar-, rafsegul- eða skammtasvið – ekki af því að við sjáum hann heldur af því að við finnum áhrifin. Sem leiðbeinendur höfum við sjálf séð þegar vel tekst til á námskeiðum hvernig þessi lærdómssvið virka í raun. Við undirbúum vandlega uppröðun og skipulag í herberginu þar sem námskeiðið fer fram; tölvur, skjávarpa og flettitöflur fyrir kynningarnar, verkefnavinnu og útvegum efni og áhöld þannig að allt gangi vel fyrir sig. Svo koma þátttakendur með sitt framlag til umræðunnar og mynda tengsl sem við hefðum aldrei getað skapað og ekki einu sinni komið til hugar. Allt í einu skiljum við að allir þessir þættir hafa skapað lærdómsvettvang sem gerir okkur að mörgu leyti óþörf. Á sama hátt eru rými skátaflokkanna okkar og skátasveitarinnar ekki auð heldur „þverskorin“ af ósýnilegum þráðum tengdra viðhorfa og umræðna sem skapa andrúmsloft sem mótar hegðun skátanna. Meðal þátta sem hafa áhrif hver á annan og mynda lærdómsvettvang eru: • Sýnilegur áhugi á persónulegum framförum allra unglinganna • Umhverfi sem er laust við neikvæða gagnrýni, refsingar eða þvingunaraðgerðir • Hvatning til þátttöku, sköpunargleði og nýbreytni • Frjálst streymi upplýsinga • Spennandi og ögrandi viðfangsefni • Viðurkenning á framförum skátanna veitt á „réttum“ tíma • Umburðarlyndi gagnvart sjálfsprottnum viðbrögðum og athöfnum • Vilji til að hlusta • Löngun til að prófa eitthvað nýtt • Hvatning til skoðanaskipta • Endurtekin víxlverkun • Vilji sveitarforingjanna til að læra • Umburðarlyndi gagnvart námshraða hvers skáta fyrir sig • Sveigjanleg stjórnun • Fáar óbreytanlegar reglur SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

63


Sköpun lærdómsvettvangs þýðir ekki að það þurfi að ræða hana eða halda kynningar til útskýringar. Það nægir að skapa aðstæður eins og nefndar voru hér að framan til þess að lærdómsvettvang­urinn spretti upp af sjálfu sér. Allir sveitarforingjar sem undirbúa útilegu vandlega; úthluta verkum, hvetja einstaka skáta til dáða, leggja fram spennandi verkefni, fá alla til að taka þátt í þeim og segja skoðanir sínar á yfirvegaðan og ábyrgan hátt. Þeir komast allt í einu að því að „þetta gengur bara vel“, að ungling­arnir virðast hafa breyst og taka stöðugum framförum. Án þess að sveitarforingjarnir geri sér alltaf grein fyrir því að umhverfið sem þeir sköpuðu með aðgerðum sínum heiti eitthvað sérstakt, hefur þeim samt tekist að búa til lærdómsvettvang. Eitt meginverkefni skátaforingja – ekki síst sveitarforingja, flokksforingja og aðstoðarflokksforingja – er að skapa og viðhalda lærdómsvettvangi í skátastarfi. Ef lærdómsvettvanginn vantar verður flokkakerfið gagnslítið og flokkarnir breytast í eins konar rekstrareiningar innan skátasveitarinnar.

Þátttaka skátaflokksins og skátasveitarinnar í nærsamfélaginu Undir því yfirskyni að unglingarnir séu á mótunarskeiði starfa margar skátasveitir og flokkar eingöngu inn á við, en við það einangrast þeir frá samfélaginu. Í fyrsta lagi er ekkert eitt mótunarskeið. Ævi okkar er miklu fremur eitt langt og samfellt mótunarskeið og við hættum aldrei að læra. Nánasta umhverfi skátaflokks og skátasveitar er nærsamfélagið, nánar tiltekið skátafélagið, skólinn, félagarnir, bærinn, hverfið, foreldrar og fjölskyldur unglinganna. Skátarnir læra margt ef þeir eru opnir gagnvart þessu umhverfi, af því að slíkt samspil er eins konar „spegill“ sem varpar ljósi á hvað þeim hefur farið fram í persónulegum þroska. Auk þess veitir nærumhverfið gullið tækifæri til að sýna hjálpsemi. Mörg hverfasamtök og stofnanir kynnast aldrei tilgangi skátastarfs - eða halda að skátarnir séu í sjálfu sér ágætir en komi öðrum að litlu gagni.

Áhugi á samfélaginu í víðara samhengi Samfélagið í víðara samhengi hefst þar sem nærumhverfinu lýkur. Með samfélaginu í víðara samhengi er átt við borgina eða bæjarfélagið, sveitarfélagið, landið og heiminn. Innan skátahreyfingarinnar merkir það skátafélögin, Bandalag íslenskra skáta og alheimsbandalög skáta.

64

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Í samtengdum og hnattrænum heimi, þar sem margt af því sem gerist innanlands stafar af breytingum í öðrum heimshlutum, geta þær haft áhrif á starf flokksins. Hann þarf að fá að vita hvernig heimurinn virkar með öllum sínum samskiptanetum, áhrifavöldum, vandamálum og þátttak­endum. Ungt fólk hefur aðgang að endalausum upplýsingum og notar Netið markvisst. Það þarf að þroska með sér hæfileika til að draga ályktanir og skilja ástæður sem búa að baki þessum upplýsingum og fréttum. Allur heimurinn er meira og minna tengdur. Hvernig getum við lifað á einum stað en ekki haft áhuga á því hvernig sá staður tengist öðrum? Ungt fólk hefur tilhneigingu til að vera spurult og sú forvitni finnur sér farveg í skátastarfi. Við skulum ekki gleyma „áhuganum á að kanna ný svið“ og „lönguninni til að nema nýjar lendur“. Áhugi á samfélaginu í víðara samhengi eykst hröðum skrefum ef hvatt er til hans.

Hlutverk skátasveitarinnar í flokkakerfinu Skátasveitin styður og styrkir flokkakerfið Skátaaðferðin er uppeldisfræðileg nálgun sem leggur áherslu á að treysta unglingunum og efla sjálfs­ traust þeirra með sjálfsnámi. Hjá rekkaskátum er traustið innsiglað með því að nota flokkakerfið, en það er hvetjandi og leiðir til þess að jafningjahópurinn verður sjálfkrafa lærdómssamfélag. Af hverju þurfum við skátasveit ef flokkarnir geta starfað einir og sér? • Vegna þess að flokkar þurfa á lágmarks skipulagsramma að halda til að uppfylla tvíþætt hlutverk

sitt, annars vegar sem hópur jafningja og hins vegar sem lærdómssamfélag.

• Vegna þess að flokkar þurfa vettvang þar sem þeir geta haft áhrif hver á annan, gegnt hlutverki

fyrirmynda og metið sína eigin frammistöðu.

• Vegna þess að foringjar lítilla hópa þurfa á lærdómssamfélagi að halda þar sem þeir geta lært leiðtogafærni. • Vegna þess að flokkarnir þarfnast umhverfis þar sem hægt er að fá hvatningu frá fullorðnum, án

þess þó að sveitarforingjarnir skipti sér beint af starfinu innan flokkanna.

• Vegna þess að flokkarnir þurfa öruggt starfsumhverfi þar sem þeir geta athafnað sig. Þannig er

dregið úr mögulegri áhættu kerfisins.

Helsta hlutverk skátasveitanna er að hafa umsjón með og styrkja flokkakerfið og styðja frjálsræði og sjálfstæði skátaflokkanna. Flokkurinn er lærdómssamfélagið og skátasveitin er stuðningskerfi hans.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

65


Foringjar skátasveitarinnar verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína en gæta þess um leið að ganga ekki of langt í hlutverki sínu sem stuðningsaðilar. Skátasveitin má ekki taka yfir starfssvið flokksins eða skapa aðstæður sem hefta, takmarka eða draga úr sjálfstæði hans með beinum eða óbeinum hætti.

Skátasveitin stendur vörð um markmið skátahreyfingarinnar Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að þroska barna og ungs fólks til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Það er hinn raunverulegi tilgangur skátastarfsins. Markmiðið er sameiginlegt skátahreyfingunni um allan heim og er samofið uppeldishlutverki skátastarfsins. Á 40. alþjóðaráðstefnu skáta sem haldin var í Slóveníu í ágúst 2014 voru markmið og stefnumörkun skátahreyfingarinnar síðast staðfest. Þau eru að stuðla að uppeldi barna, unglinga og ungs fólks með notkun gilda sem byggð eru á þeim andlegu, félagslegu og einstaklingsmiðuðu undirstöðuatriðum sem felast í skátaheitinu og skátalögunum. Auk þess eiga þau að stuðla að myndun betri heims þar sem einstakling­ar eru sjálfum sér nægir og hafa uppbyggilegt hlutverk í samfélaginu. Markmiðinu er náð með notkun Skátaaðferðarinnar en hún gerir hvern og einn einstakling ábyrgan fyrir eigin þroska í átt að sjálfstæðri, virkri og ábyrgri manneskju. Hlutverk skátasveitarinnar með tilliti til þessara markmiða • Allir sem taka þátt í skátastarfi, hvar sem er í heiminum eru tengdir hverjir öðrum og stefna að

sama markmiði. Unglingar á aldrinum 16-18 ára upplifa líka þessi tengsl í starfi sínu í

skátasveitunum. Skátasveitin ber ábyrgð á að beita öllum þáttum Skátaaðferðarinnar á

samræmdan hátt, með öðrum orðum að tryggja að unglingarnir upplifi það sem við köllum

skátastarf. Markmið hreyfingarinnar lita líka starf skátaflokkanna, en þar eru það ekki unglingarnir sem bera ábyrgðina á því að halda réttri stefnu. Þeir heillast fyrst og fremst af því ævintýri sem felst í að kanna ný svið og nema nýjar lendur með vinahópnum. Það væri eiginlega bara skrýtið ef þeir hefðu gerst skátar „til þess að mennta sig”. Unglingarnir læra með því að taka þátt í skátastarfi en skátasveitin, undir forystu fullorðinna skátaforingja, ber ábyrgð á að starfið sé í takt við markmið hreyfingarinnar og leggur áherslu á tvö grundvallaratriði: • Merkingu alls þess sem gert er (að stuðla að uppeldi og þroska ungmenna til að hjálpa

þeim að bæta heiminn)

• Aðferðunum sem stuðst er við (að beita Skátaaðferðinni, sem gerir ungmennin ábyrg fyrir

66

eigin þroska).

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Skátasveitin er samfélag með sameiginlega framtíðarsýn Framtíðarsýn er svarið við spurningunni „Hvert stefnum við?“. Hún er sýn skátasveitarinnar á eigin framtíð. Framtíðarsýnin er vanalega sett fram í einu eða fleiri árleg­ um markmiðum sem sveitin setur sér á sveitarþingi. Framtíðarsýn samanstendur af tillögum eins og „í ár munum við útbúa fundarherbergi eða sér-funda aðstöðu fyrir alla flokka sveitarinnar“; „hlutfall þeirra sem hætta í sveitinni verði að hámarki 10%”; „við munum gista 16 nætur í útilegum og vera betur undirbúin fyrir ferðir og útivist“; „við munum taka þátt í öllum skátamótum sem BÍS eða skátafélög bjóða upp á fyrir okkar aldursstig í skátastarfi“; „stjórnendur sveitarfélagsins okkar munu líta á skátastarf sem eitt besta æskulýðsstarfið fyrir unglingana“; „í lok árs hefur fjölgað um tvo í foringjaflokknum og um 20% í sveitinni ”, „Leiðarbækur skátanna verða notaðar af öllum skátunum í sveitinni“ og svo framvegis. Framtíðarsýnin byggir á stöðu og styrk sveitarinnar, framtíðarvonum og skilningi skátanna á möguleikum þeirra til að koma þeim í framkvæmd. Deila þarf framtíðarsýninni með öðrum, þannig er líklegra að hún rætist. Mikilvægt er að öllum, bæði unglingum og fullorðnum, finnist þessi sýn bæði raunhæf og eftirsóknarverð. Framtíðarsýn sem kynnt hefur verið er meira en bara hugmynd. Hún er áhrifamikið og drífandi afl sem býr í brjósti allra skáta sveitarinnar. Hún getur vaxið úr hugmynd í veruleika ef hún er nógu sannfærandi til að allir vilji styðja hana. Þá er hún ekki lengur óljós hugmynd heldur bæði áþreifanleg og sýnileg. Hún veitir sveitinni innblástur með sameiginlegri sýn skátanna og hversu mismunandi sem verkefni flokkanna kunna að vera gefur hún þeim fótfestu í því sem þeir taka sér fyrir hendur.

Í skátasveitinni hafa flokkarnir áhrif hverjir á aðra Þegar fjallað var um skátaflokkinn hér að framan, var sagt frá því að hann hefði gagnkvæm áhrif á aðra flokka. Skátasveitin er vettvangurinn þar sem flokkarnir verða fyrir áhrifum hver frá öðrum. Það gerist sjálfkrafa á öllum sviðum sveitarstarfsins, en þó sérstaklega við eftirfarandi aðstæður: • Í valverkefnum sem eru sameiginleg fyrir alla sveitina. Þau eru annars vegar unnin þegar allir

flokkarnir ákveða að vinna að samskonar verkefnum á sama tíma eða þegar þeir takast á við

sérstök viðfangsefni innan sameiginlegs sveitarverkefnis. Sameiginleg sveitarverkefni ættu að

vera það sérstök að þau trufli ekki verkefni flokkanna, en flokksverkefnin ættu alltaf að hafa

forgang.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

67


• Í verkefnaröð (project) þar sem flokkarnir taka að sér mismunandi viðfangsefni í samfellu

verkefna sem saman mynda stærri heild.

• Í útilegum, í leikjum, við varðelda, í keppni og öðrum hefðbundnum verkefnum sveitarinnar þar

sem flokkarnir takast á hendur mismunandi ábyrgð.

• Í sveitarráðinu sem ber ábyrgð á að samræma mismunandi áherslur og hagsmuni flokkanna en

þar eru flokksforingjar og aðstoðarflokksforingjar fulltrúar hvers flokks.

• Á sveitarþinginu þar sem allir skátar allra flokka hafa rétt til að tjá sig, hafa skoðanir og taka þátt

í ákvarðanatöku.

Þessi samskipti gera skátunum og flokkunum kleift að: • Læra hverjir af öðrum. • Meta frammistöðu sína og reyna að gera betur. • Upplifa kosti samvinnu, samstöðu og hópvinnu. • Taka þátt í lýðræði, taka ákvarðanir, bera ábyrgð á niðurstöðunum og virða skoðun meirihlutans. • Þjálfa félagslega færni í öruggu umhverfi með fyrirfram ákveðnum mörkum, þar sem skátarnir

geta reynt á hæfileika sína og gert mistök án óþarfa áhættu eða afleiðinga sem ekki eru

afturkræfar.

Stærð skátasveitarinnar skiptir máli Reynslan hefur sýnt að árangursríkast er að þrír til fimm flokkar myndi skátasveit. Með því móti gefast góð tækifæri til samstarfs og samskipta jafningja og sameiginlegu verkefnin verða áhugaverðari. Í sveit þar sem aðeins eru tveir flokkar eru gagnkvæm áhrif í lágmarki og sameiginleg verkefni ekki eins spennandi. Ef flokkarnir eru hins vegar fleiri en fimm þyngir það allt skipulag. Það minnkar möguleika á persónulegum stuðningi sveitarforingjanna við flokksforingjana, aðstoðarflokksforingjana og skátana í sveitinni. Miðað við ráðlagðan fjölda skáta í flokki, væri best að sveit með fjóra flokka hefði 20-32 skáta. Þessi fjöldi er þó ekki það mikilvægasta heldur að flokkarnir séu samsettir af jafningjum. Það er nauðsynlegt að flokkarnir séu myndaðir af vinahópum óháð því hversu stórir þeir eru. Það er ekki gott að veita fleiri flokkum inngöngu í sveitina en hún ræður við að sinna með góðu móti miðað við fjölda tiltækra sveitarforingja sem eru bæði fullorðnir og þjálfaðir til starfsins. Það er óráðlegt að mynda risastórar skátasveitir. Slíkar sveitir líta út fyrir að vera öflugar og geta teflt fram stórum hópi

68

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


skáta, en þær hafa sjaldnast möguleika á einstaklingsmiðuðu starfi. Ef sveitin hefur meira en fimm flokka er sennilega best að mynda tvær sveitir, hvora með þremur flokkum en það fer þó eftir aðstöðu, aðstæðum og eiginleikum skátasveitarinnar. Uppskiptin munu augljóslega skapa þörf fyrir fleiri sveitarforingja til að geta sinnt hverjum skáta persónulega.

Samantekt Skátaflokkurinn er óformlegur hópur. Meginástæðan fyrir því að unglingarnir vilja tilheyra honum er að þeir kjósa að vera í vinahópi. Þetta er aðalatriðið og má aldrei gleymast. Það er ekki hægt að ætlast til þess að skátaflokkur sé „lærdómsvettvangur“ nema hann byggi á vináttu skátanna.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

69


Minnisatriรฐi

70

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | SKIPULAG


2. kafli

Skipulag rekkaskátastarfs Efnisyfirlit Inngangur .............................................................................................................................................................72 Fjöldi í rekkaskátasveit ..........................................................................................................................................76 Starfsár og starfstímabil rekkaskátasveita ..............................................................................................................76 Skipulagseiningar rekkaskátastarfs ........................................................................................................................76

Starfseiningar rekkaskátastarfs .......................................................................................................................77 Rekkaskátasveitin ..............................................................................................................................77

Rekkaskátaflokkar .............................................................................................................................79

Verkefnateymin ..................................................................................................................................80

Stjórnunareiningar rekkaskátastarfs ................................................................................................................82

Sveitarráðið .......................................................................................................................................82

Sveitarþingið ......................................................................................................................................83

Foringjaflokkurinn ..............................................................................................................................84

Fyrirliði rekkaskátastarfs í skátafélögum .........................................................................................................85

Rekkaskátanet Íslands ....................................................................................................................................85

Dagskrárhringurinn í rekkaskátastarfi .....................................................................................................................86

Frá einstaklingsnámi til hópnáms ....................................................................................................................86

Skipulagt ferli ................................................................................................................................................87

Rekkaskátasveitin sem lærdómsvettvangur......................................................................................................93

Samantekt ............................................................................................................................................................94

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

71


Lykilatriði • Rekkaskátasveitin skapar samfélag rekkaskáta. Sveitin er samsett úr þremur eða fleiri

rekkaskátaflokkum, flokkarnir geta verið úr einu eða fleiri skátafélögum.

• Rekkaskátasveitir geta starfað innan skátafélaga eða átt beina aðild að Bandalagi

íslenskra skáta sem aðili að „Rekkaskátaneti Íslands“.

• Í rekkaskátasveitum eru tvær gerðir hópa; rekkaskátaflokkar og verkefnateymi. • Hver rekkaskáti tilheyrir rekkaskátaflokki og getur tekið þátt í tilfallandi og tímabundnu

starfi í verkefnateymum rekkaskátasveitarinnar.

• Fyrirliði rekkaskátastarfs í skátafélagi er fullorðinn einstaklingur sem er rekkaskátum og

rekkaskátaflokki eða flokkum félagsins til ráðgjafar og tengiliður þeirra við stjórn

skátafélagsins.

Inngangur Hver rekkaskáti tilheyrir flokki þar sem hann á sinn heimavöll, tekur þátt í verkefnum og getur leitað eftir stuðningi og endurgjöf við mat á verkefnum og persónulegum áskorunum. Rekkaskátaflokkur er samansettur af ungu fólki sem hefur ákveðið að vinna saman að áhugamálum sínum. Í hverri rekkaskátasveit má finna tvær gerðir hópa: 1. Flokkar: Hópar rekkaskáta sem skipuleggja verkefni í sameiningu, skiptast á reynslu og veita

hverjir öðrum stuðning og endurgjöf.

2. Verkefnateymi: Oft eru sett saman verkefnateymi til að skipuleggja og vinna verkefni

sveitarinnar eða fyrir aðra. Hvert teymi starfar venjulega aðeins stuttan tíma, á meðan tiltekið

verkefni er unnið.

Mikilvægt er að í hverri rekkaskátasveit séu að minnsta kosti 18 skátar, best er að þér séu 24 – 30. Þannig hefur sveitin fjölda og afl til að þróa rekkaskátastarfið til fulls og bjóða upp á þá fjölbreytni og sveigjanleika sem nauðsynlegt er fyrir þennan aldurshóp.

72

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Taflan hér á eftir sýnir hvernig lítill hópur (3-8 rekkaskátar) uppfyllir ekki mikilvægar þarfir unglinga. Stærri eining, eins og rekkaskátasveit er nauðsynleg til að það sé mögulegt og fjölbreytni og sveigjanleiki starfsins nægur.

Uppfyllt með vináttu, samhygð og samvinnu einstaklinga.

Grunnþarfir

Sjálfstæði •

Uppfyllt með því að hafa val og taka afstöðu.

Sjálfsefling •

Uppfyllt með því að ljúka verkefnum og öðlast viðurkenningu og virðingu.

Rekkaskátaflokkar

Þörf fyrir að tilheyra

Flokksstarf •

Könnun og uppgötvanir.

Ígrundun og endurgjöf.

Upplifun (skemmtun, útilíf o.s.frv.).

Verkefni.

Örvun og gleði • Uppfyllt með leikgleði, hlátri og margs konar áhugaverðum, skemmtilegum og grípandi verkefnum.

Sjálfsmat

Sveitarstarf

Sveitarfundir og sveitarþing.

Rökræður og lýðræðisþátttaka.

Skemmtanir.

Viðbótar þarfir

Sjálfstraust •

Auka þekkingu, efla færni og þroska eigin hæfileika.

Félagsleg aðlögun • Móta eigin stefnu (atvinnu, fjölskyldu) og finna leið til að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og öðlast viðurkennda stöðu.

Rekkaskátasvietin

Gera sér ljósar eigin þarfir, hæfileika og möguleika.

• Þátttaka í lýðræðislegu matsferli. • Námskeið og vinnusmiðjur. • Stuðningur við áhugasvið og áform einstaklinga. •

Leiðtogaþjálfun.

Tengslanet.

Sjálfboðaliðastörf. SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

73


Skipulag og stærð rekkaskátasveita ræður því hvað hægt er að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni og leiðir til að sinna leiðtogahlutverkum. Með því að hvetja til sjálfsstjórnunar í minni og stærri einingunum er rekkaskátunum gert kleift að þroska betur leiðtogafærni sína. Það er grundvallaratriði til að þeir verði virkir og ábyrgir samfélagsþegnar.

74

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við skipulag rekkaskátasveita: • Margir álíta að ekki þurfi neitt skipulag fyrir rekkaskátastarf. • Aðrir telja óþarft að vera með flokkastarf í rekkaskátasveitum. • Sumir átta sig ekki á nauðsyn þess að í hverri rekkaskátasveit séu helst 24-30 rekkaskátar. • Mörgum þykir ómögulegt að rekkaskátasveitir lúti ekki forræði einstakra skátafélaga. • Sumum finnst að 16 – 18 ára ungmenni í skátastarfi eigi bara að gegna

sveitarforingjastörfum yngri aldursstiga og óþarft sé að styðja sérstaklega við

annað starf þeirra.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Eðli og mikilvægi starfseininga rekkaskátasveita. • Samsetningu og hlutverk stjórnunareininga rekkaskátasveita. • Hlutverk „Fyrirliða rekkaskátastarfs“ í skátafélögum. • Tilgang og skipulag Rekkaskátanets Íslands sem samfélag starfandi

rekkaskátasveita í landinu.

• Dagskrárhringinn sem aðferð eða verkfæri til að efla skipulag og starf rekkaskátasveita.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

75


Fjöldi í rekkaskátasveit Rekkaskátasveit telur að jafnaði 24 – 30 skáta. (3-6 rekkaskátaflokka). Lágmarksfjöldi í rekkaskátasveit er 18 skátar en æskilegt er að þeir séu ekki færri en 20. Ef rekkaskátasveitir væru fámennari gætu þær ekki boðið upp á þá fjölbreytni og þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er til að mæta þörfum og áhuga ungs fólks í skátastarfi. Samstarf og samvinna ólíkra rekkaskátaflokka og fjöldi verkefnateyma skapa vettvang og aðstöðu til mótunar lærdómssamfélags og leiðtogaþjálfunar sem fámennar rekkaskátasveitir gætu ekki.

Starfsár og starfstímabil rekkaskátasveita Starfsár rekkaskátasveita er frá 1. september til 31. ágúst. Starfstímabil eða dagskrárhringir rekkaskátasveita eru að jafnaði: • frá byrjun september til loka nóvember. • frá byrjun desember til loka febrúar. • frá byrjun mars til loka maí. • frá byrjun júní til loka ágúst.

Skipulagseiningar rekkaskátastarfs Skipulagseiningar rekkaskátastarfs eru sex talsins, þeim má skipta í þrjár starfseiningar og þrjár stjórnunareiningar: Starfseiningar

Stjórnunareiningar

• rekkaskátasveit

• sveitarþing

• rekkaskátaflokkur

• sveitarráð

• verkefnateymi

• foringjaflokkur

Auk þess byggir starf rekkaskáta á að í hverju skátafélagi sé starfandi fyrirliði rekkaskátastarfs sem talsmaður og ábyrgðaraðili rekkaskáta skátafélagsins gagnvart félagsstjórn þess. Rekkaskátanet Íslands er samráðs og samstarfsvettvangur rekkaskátasveita landsins og stuðningur við rekkaskátastarfið í landinu.

76

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Starfseiningar rekkaskátastarfs Rekkaskátasveitin Skipulag rekkaskátasveita

Rekkaskátasveitir geta starfað innan tiltekinna skátafélaga og skátasambanda eða átt beina aðild að BÍS sem rekkaskátasveit í Rekkaskátaneti Íslands. • Í hverri rekkaskátasveit eru að jafnaði um 24-30 skátar, æskilegt er að ekki færri en

18 rekkaskátar starfi í hverri rekkaskátasveit.

• Rekkaskátasveitin er jafnan mynduð úr þremur til fimm rekkaskátaflokkum, flokkarnir

geta verið úr einu eða fleiri skátafélögum.

• Rekkaskátasveitinni er stjórnað af sveitarráði sem er nokkurs konar framkvæmdastjórn

sveitarinnar og stýrir starfi hennar á milli sveitarþinga. Sveitarforingjar og allir flokks- og

aðstoðarflokksforingjar skátaflokka rekkaskátasveitarinnar eiga sæti í sveitarráði hennar.

• Rekkaskátasveitir halda sveitarþing amk. fjórum sinnum á ári, þingin geta verið hluti

af sveitarfundi eða sveitarferð. Eitt sveitarþing á ári er nokkurs konar ársþing eða aðalfundur

rekkaskátasveitarinnar.

Æskilegt er að sveitarforingjar rekkaskátasveita hafi náð 23 ára aldri, þeir bera ábyrgð á starfi sveitar­ innar gagnvart viðkomandi félagsstjórn, stjórn BÍS og foreldrum skátanna í sveitinni.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

77


Starf rekkaskátasveita Starf rekkaskátasveita fer fram á sveitarfundum, í sveitarferðum og við vinnu sameiginlegra sveitarverkefna.

Sveitarfundir rekkaskátasveita Dagskrá sveitarfunda getur verið ólík eftir sveitum og frá einum fundi til annars. Upplýsingagjöf, áætlana­gerð, skemmtun, söngur, verkefnavinna, fræðsla, skipulagsvinna og/eða spjall getur allt verið eðlilegur hluti af sveitarfundi rekkaskátasveita. • Sveitarfundir eru að jafnaði haldnir hálfsmánaðarlega, sumar rekkaskátasveitir funda oftar

en aðrar sjaldnar. Tíðni sveitarfunda þarf að taka mið af starfi og virkni flokka og verkefnateyma

sveitarinnar. • Sveitarfundir eru að jafnaði 90-120 mínútna langir, æskilegt er að a.m.k. einn sveitarfundur í

mánuði fari fram í skátaheimili.

Verkefni rekkaskátasveita Megináherslan í starfi rekkaskátasveita er vinna að verkefnum sem sveitarþing hefur í sameiningu valið. Verkefnavinnan felst alltaf í undirbúningi, framkvæmd og mati verkefnisins. Verkefni rekkaskátasveita geta verið bæði skammtíma- og langtímaverkefni, allt frá því að skipuleggja dagskrá fyrir næsta sveitarfund eða undirbúa ferð sveitarinnar á næsta World Moot. Sveitarverkefni rekkaskátasveita falla jafnan undir eftirtalda fjóra verkefnaflokka: • Ferðalög og alþjóðastarf, þetta geta verið ferðalög og alþjóðlegt starf jafnt innan lands

sem utan.

• Útilífsáskoranir, þetta eru alla jafnan krefjandi útilífsverkefni eða áskoranir sem reyna jafnt á

líkama og sál.

• Samfélagsþátttöku, þetta geta verið samfélags- og hjálparverkefni jafnt innan lands sem utan,

allt frá þjónustuverkefni fyrir drekaskátasveit til þróunarhjálparverkefna í vanþróuðum ríkjum.

• Lífið og tilveruna, þetta geta verið alls konar verkefni tengd menningu og listum, tækni og

78

vísindum eða bara félagsleg samvera og samfélagsrýni.

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Verkefni rekkaskátasveita eru að jafnaði stærri og spanna lengra tímabil en verkefni rekkaskátaflokka. Stærð sveitanna auka möguleika á alþjóðlegum verkefnum og umfangsmeiri ferðum og viðburðum jafnt innanlands sem utan. Verkefni sem krefjast margþætts undirbúnings flokka og verkefnateyma sveitar­ innar auka á fjölbreytni starfsins og koma þannig til móts við áhugasvið fleiri en þegar um flokksverkefni er að ræða. Hugmyndir að verkefnum sem vert er að skoða eru reglulega settar inn á skatamal.is/rekkaskatar og skatamal.is/dagskrarvefur

Allar rekkaskátasveitir eru hvattar til að standa að minnsta kosti einu sinni á ári fyrir viðburðum, ferðum eða annarri dagskrá sem stendur öðrum rekkaskátum opin. Nánar er fjallað um verkefnin í rekkaskátastarfi í 4. hluta bókarinnar.

Rekkaskátaflokkar Skipulag rekkaskátaflokka Rekkaskátaflokkurinn er grunneining rekkaskátastarfs, flokkurinn er sjálfstæð skipulagseining sem starfar í rekkaskátasveit. Rekkaskátaflokkurinn er heimavöllur rekkaskátans, þar á hann sína nánustu trúnaðarvini og fær endurgjöf á persónulegar áskoranir sínar skv. markmiðum skátahreyfingarinnar. • Í hverjum rekkaskátaflokki eru þrír til níu skátar. • Þrír eða fleiri rekkaskátaflokkar mynda rekkaskátasveit. • Rekkaskátaflokkar einnar rekkaskátasveitar geta verið úr fleiru en einu skátafélagi. • Rekkaskátaflokkur velur sér flokksforingja, aðstoðarflokksforingja úr eigin röðum og skipar í

önnur ábyrgðarhlutverk innan flokksins.

Rekkaskátaflokkur tilheyrir í flestum tilfellum ákveðnu skátafélagi, en það er þó ekki nauðsynlegt. Rekkaskátaflokkur getur starfað í rekkaskátasveit utan almennra skátafélaga með aðild að „Rekkaskátaneti Íslands“.

Starf rekkaskátaflokka Starf og starfsáherslur rekkaskátaflokka geta verið eins misjafnar og þeir eru margir. Lykilatriði er að starfið byggi á Skátaaðferðinni og skátarnir velji sjálfir viðfangsefni sín og verkefni, undirbúi þau, framkvæmi og meti. Gæta þarf þess að skátarnir þurfa bæði að hafa svigrún til að „gera“ og að „vera“ Spjall um lífið og tilveruna, hvort heldur er í skátaheimilinu eða á kaffihúsi getur verið allt eins mikilvægt og að skipuleggja eða fara í útilegu.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

79


• Rekkaskátaflokkurinn hittist reglulega, hvort heldur það er vikulega, hálfsmánaðarlega eða

mánaðarlega, en einnig tilfallandi þegar flokksfélagana langar til að gera eitthvað saman.

• Starf rekkaskátaflokks getur verið allt frá því að vera spjallfundir vina á kaffihúsi eða í

skátaheimili til þess að vinna að ákveðnum verkefnum.

• Þungamiðjan í starfi rekkaskátaflokka er vinna að verkefnum sem flokkurinn hefur í sameiningu

valið. Verkefnavinnan felst alltaf í undirbúningi, framkvæmd og mati verkefnisins.

• Flokksverkefni rekkaskátaflokka falla jafnan undir eftirtalda fjóra verkefnaflokka: Ferðalög og alþjóðastarf, þetta geta verið ferðalög og alþjóðlegt starf jafnt innan lands sem utan. Útilífsáskoranir, þetta eru alla jafnan krefjandi útilífsverkefni eða áskoranir sem reyna jafnt á líkama og sál. Samfélagsþátttöku, þetta geta verið samfélags- og hjálparverkefni jafn innanlands sem utan, allt frá þjónustuverkefni fyrir drekaskátasveit til þróunarhjálparverkefna í vanþróuðum ríkjum. Lífið og tilveruna, þetta geta verið alls konar verkefni tengd menningu og listum, tækni og vísindum eða bara félagsleg samvera og samfélagsrýni.

Starf rekkaskátaflokka getur innan þessara marka verið tiltölulega óformlegt. Nánar er fjallað um verkefnin í rekkaskátastarfi í 4. hluta bókarinnar.

Hugmyndir að verkefnum sem vert er að skoða eru reglulega settar inn á skatamal.is/rekkaskatar og skatamal.is/dagskrarvefur

Verkefnateymin Í rekkaskátasveitum starfa oft nokkur verkefnateymi sem taka að sér tilfallandi og tímabundin verkefni fyrir rekkaskátasveitina, skátafélagið, skátahreyfinguna eða samfélagið. Vægi og virkni verkefnateyma sveitarinnar tekur mið af vægi og virkni flokksstarfs rekkaskátaflokkanna í sveit­inni. Ef flokkarnir eru mjög sjálfstæðir og virkir í starfi verður starf teymanna minna, en ef starf flokkanna er lítið og sveitarstarfið drifkrafturinn er mikilvægt að gefa teymisstarfinu aukið vægi.

Skipulag verkefnateyma • Verkefni teymanna hafa fyrirfram skilgreint upphaf og endi og eru að jafnaði ekki langtímaverkefni. • Hvert verkefnateymi vinnur samkvæmt skilgreindri verkefna- eða starfslýsingu. • Hvert verkefnateymi velur sér verkefnisstjóra og skipar í önnur hlutverk og störf innan teymisins. • Í hverju verkefnateymi geta verið 3-12 skátar úr rekkaskátasveitinni.

80

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


• Í hverju verkefnateymi geta verið rekkaskátar úr einum eða fleiri flokkum rekkaskátasveitarinnar.

Rekkaskátaflokkur getur líka tekið að sér ákveðið tímabundið verkefni og þannig virkað sem

verkefnateymi. • Hver rekkaskáti sveitarinnar getur átt aðild að fleiri en einu verkefnateymi á sama tíma. • Verkefnateymin eru alltaf skipuð af sveitarþingi til ákveðins tíma en starfstíminn getur verið allt

frá einni viku til nokkurra mánaða.

• Ábyrgð verkefnateymanna er gagnvart sveitinni og sveitarþingi.

Verkefnateymi rekkaskáta vinna þjónustu- og framkvæmdaverkefni sem reyna á skipulags-og leiðtogahæfni, þekkingu og verkkunnáttu hvers og eins í rekkaskátasveitinni. Þau auka á fjölbreytni starfsins, hjálpa hverjum og einum að meta styrk sinn og veikleika, afla sér reynslu og veita mörgum tækifæri til að reyna á leiðtogahæfni sína og sérkunnáttu.

Starf verkefnateyma Tilfallandi verkefni rekkaskátastarfs geta verið krefjandi og tímafrek á meðan á undirbúningi og fram­ kvæmd stendur. Til lengri tíma litið er þátttaka í verkefnateymum oft á tíðum ómetanlegt innlegg í reynslubanka þeirra rekkaskáta sem í þeim starfa hverju sinni. Í teymisvinnu gefast hverjum og einum aukin tækifæri til að kanna ný svið, nema nýjar lendur í hópi jafningja og vinna að verkefnum sem eru bæði skemmtileg og gagnast fyrir lífið. • Verkefni teymanna geta snúið að innra starfi rekkaskátasveitarinnar, verkefnum fyrir skátafélög

eða skátasveitir og samfélagsverkefnum innan lands sem utan, þ. e. þau felast í að vera ekki

eingöngu rekkaskátunum til gagns, heldur öðrum líka.

• Verkefni verkefnateymanna geta verið allt frá því að kenna hreyfisöng á sveitarfundi drekaskáta

til þess að undirbúa og skipuleggja utanlandsferð eða rekkaskátaferð á Látrabjarg.

• Verkefni verkefnateymanna geta spannað allt frá einni klukkustund til nokkurra mánaða. Mörg

verkefnateymi hittast oft þegar um skammtímaverkefni er að ræða en lengra getur verið á milli

funda þegar unnið er að langtímaverkefnum.

• Verkefni teymanna eru alltaf undirbúin, framkvæmd og metin af teymunum sjálfum. Teymin gefa

alltaf skýrslu á sveitarfundi um þau verkefni sem þau hafa lokið við að meta.

Starf verkefnateyma heyrir beint undir starf rekkaskátasveitarinnar og er hluti af því sem skapar samkennd hennar og einingu. Auk þess sem fjölbreytt þjónustuverkefni geta veitt hverjum og einum er þátt tekur ómetanleg tækifæri til aukins þroska og verið verðmætt innlegg í reynslubanka viðkomandi rekkaskáta.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

81


Þátttaka rekkaskáta í verkefnateymum er þannig yfirleitt tiltölulega formleg og vel skilgreind. Nánar er fjallað um verkefnin í rekkaskátastarfi í 4. hluta bókarinnar.

Stjórnunareiningar rekkaskátasveita Stjórnunareiningar rekkaskátasveitarinnar eru þrjár: • Sveitarráð • Sveitarþing • Foringjaflokkur

Sveitarráðið Sveitarráð rekkaskátasveitarinnar skipa: Flokks- og aðstoðarflokksforingjar, sveitarforingi og aðstoðar­ sveitarforingjar. Sveitarráð rekkaskátasveita funda að jafnaði a.m.k. mánaðarlega. Sveitarráðið skipuleggur starfið og stýrir þjálfun. Sveitarráðinu er stjórnað af sveitarforingjanum þó að aðstoðarsveitarforingjarnir geti skipst á að stjórna fundum þess að hluta eða öllu leyti og fái þannig tækifæri til þjálfunar í hlutverki stjórnandans. Sveitarráðið hefur tvíþætt hlutverk: Annars vegar að stjórna og hins vegar að sjá um þjálfun fyrir flokksforingja og aðstoðarflokksforingja. Með aðild fulltrúa sinna í ráðinu taka allir flokkarnir þátt í ákvarðanatöku sem varða sameiginleg verkefni. Til þess að þetta fyrirkomulag skili árangri þurfa skátarnir í flokkunum að vita fyrirfram um þau viðfangsefni sem taka á fyrir á sveitarráðsfundi svo þeir geti látið skoðanir sínar og flokksins síns í ljós. Sveitarráðið stýrir samhæfingu viðburða og verkefna sveitarinnar og hefur því góða yfirsýn yfir samskipti og samvinnu flokkanna. Á fundum þess kynna flokksforingjar starf flokka sinna, farið er yfir undirbúning, framkvæmd og mat sveitarviðburða, tekist er á við sameiginleg úrlausnarefni í flokks- og sveitarstarfinu, minnt á framtíðarsýn og markmið sveitarstarfsins og önnur mikilvæg málefni rædd. Skipulagsverkefni sveitarráðsins felast í því: • Að undirbúa greiningu á stöðu sveitarinnar. Að setja dagskráráherslur fyrir hvern dagskrárhring

82

og sjá um forval verkefnatillagna fyrir sveitina.

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


• Að setja verkefnin sem sveitarþingið hefur valið fyrir sveitina inn í sveitaráætlunina og hjálpa til

við að skipuleggja þau og undirbúa.

• Að meta verkefnin sem unnin eru í hverjum dagskrárhring og skapa forsendur fyrir mati á

persónulegum framförum unglinganna.

• Að finna og fylgja eftir lausnum á því hvernig best er að fjármagna dagskrá sveitarinnar. • Að styðja flokkana í starfi þeirra og við inntöku nýliða og kosningu flokksforingja og aðstoðarflokksforingja. • Að undirbúa og standa fyrir aðgerðum til að fá nýja flokka í sveitina þegar þess gerist þörf.

Sveitarráðið stýrir þjálfun innan sveitarinnar og þarf því: • Að sýna fordæmi í að starfa eftir skátaheitinu og skátalögunum. • Að þjálfa flokksforingja og aðstoðarflokksforingja svo þeir séu færir um að sinna skyldum sínum.

Það er nauðsynlegt svo flokkakerfið virki sem best. Það ætti að hafa í huga að sveitarforingjarnir

virka eins og óbeinir leiðbeinendur, næstum alltaf í gegnum flokksforingja og aðstoðar­-

flokksforingja. • Að sjá fyrir sérstakri þjálfun, aðstoð og ítarefni vegna flokks- eða sveitarverkefna með aðstoð

foringjanna í sveitarráðinu eða þriðja aðila.

• Að útvega sérkunnáttu-leiðbeinendur fyrir sérkunnáttuverkefni sem einstakir rekkaskátar velja sér

að vinna að og veita leiðbeinendunum upplýsingar og leiðbeiningar um hlutverk sitt.

• Að taka á móti nýliðum í rekkaskátasveitina og skipuleggja nýliðatímabil fyrir þá. • Að ákveða viðurkenningar eða leiðréttandi viðbrögð við hegðun rekkaskátanna þegar það er

nauðsynlegt eða viðeigandi.

Sveitarþingið Sveitarþingið er alla jafnan formlegi hluti sveitarfunda. Þar eru sameiginlegar ákvarðanir sveitarinnar teknar, starfsáætlanir samþykktar, kosið í embætti og ábyrgðarstörf sveitarinnar, stefna mörkuð og framtíðarsýn sett. Allir skátar sveitarinnar taka þátt í sveitarþinginu, hver skáti tekur þátt í þinginu sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi flokks síns. Sveitarþingi er stjórnað af þingforseta sem kjörinn er í upphafi hvers þings úr hópi rekkaskátanna í sveitinni. Sveitarforingjar taka þátt í sveitarþingum þó að þeir hafi ekki atkvæðisrétt. Þeir hafa þó neitunarvald í málum sem samræmast ekki grunngildum skátastarfs, lands­ lögum og öryggisþáttum sveitarstarfsins.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

83


• Sveitarþing er haldið að minnsta kosti tvisvar í hverjum dagskrárhring eða oftar ef aðstæður

koma upp sem þarfnast þingfundar.

• Sveitarþing ákveður sameiginleg verkefni sem framkvæma á í hverjum dagskrárhring og

samþykkir sveitaráætlunina þegar hún hefur verið sett upp af sveitarráðinu.

• Eitt sveitarþing á ári er nokkurs konar aðalfundur rekkaskáta-sveitarinnar, þá er framtíðarsýn,

starfsáherslur og ársáætlun sveitarinnar samþykkt og önnur stefnumótandi mál sveitarinnar

afgreidd. • Sveitarþing má halda í útilegum eða ferðum rekkaskátasveitarinnar. • Sveitarþing getur varað allt frá nokkrum mínútum upp í klukkustund.

Nýir félagar eru teknir inn í sveitina á sveitarþingum við hátíðlega athöfn og þeir sem ganga úr sveitinni kvaddir með formlegum hætti.

Foringjaflokkurinn Foringjaflokkurinn veitir uppeldisfræðilega leiðsögn og stuðning. Hann metur starf sveitarinnar og framfarir skátanna. Æskilegt er að foringjaflokkur sveitarinnar samanstandi af einum sveitar- og aðstoðarsveitarforingja fyrir hverja 8-10 skáta í sveitinni. Fjögurra flokka sveit þarf því fjóra fullorðna foringja (helst 23 ára eða eldri), einn sveitarforingja og þrjá aðstoðarsveitarforingja. Foringjaflokkurinn hittist reglulega og er stjórnað af sveitarforingjanum. Í kynjablönduðum rekkaskátasveitum er mikilvægt að foringjaflokkurinn sé líka samsettur af einstaklingum af báðum kynjum. Það er mikilvægt að starfið í foringjaflokknum sé skemmtilegt og gefandi. Félagslegri þörf sveitarfor­ ingjanna innan jafningjahóps þarf að sinna til þess að sveitarforingjastarfið verði áhugavert. Foringja­ störfin með unglingunum verða þá ánægjulegur afrakstur vandaðrar undirbúningsvinnu – nokkurs konar uppskeruhátíðir. Almennt má segja að sveitarforingjarnir séu í hlutverki óbeinna leiðbeinenda um uppeldi og menntun, annað hvort sem hópur eða einstaklingar, með því: • Að skapa aðstæður fyrir sveitarstarfið. • Vekja athygli á meginmarkmiðum skátahreyfingarinnar og framtíðarsýn sveitarinnar. • Að ganga úr skugga um að allir þættir Skátaaðferðarinnar séu nýttir í sveitastarfinu og skapa

84

skilyrði fyrir lærdómsvettvang í flokkunum.

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


• Að undirbúa bakgrunnsupplýsingar fyrir fundi sveitarþings og sveitarráðs og gæta þess að þar

séu teknar ákvarðanir sem hæfa þroska unglinganna í skátasveitinni.

• Að undirbúa og halda foreldrafundi til að kynna starf sveitarinnar, framtíðarsýn hennar, markmið

skátahreyfingarinnar og hlutverk foreldra í uppeldisstarfi skátasveitarinnar.

• Sveitarforingjarnir skipta á milli sín verkum eftir persónuleika, reynslu, þekkingu og aðstæðum

hvers og eins. Það er ráðlegt að sýna sveigjanleika við úthlutun verka frekar en að styðjast við

fasta verkaskiptingu.

Fyrirliði rekkaskátastarfs í skátafélögum Í hverju skátafélagi sem ekki er með starfandi rekkaskátasveit sem starfar undir stjórn fullorðinna sveitarforingja skal vera einn fyrirliði rekkaskátastarfs sem starfar í félagsstjórn eða í nánum tengslum við hana. Hlutverk fyrirliða rekkaskátastarfs er meðal annars að fylgjast með og veita starfi rekkaskátanna stuðning innan skátafélagsins og fylgjast með framgöngu þeirra og tala máli þeirra gagnvart foreldrum skátanna, félagsstjórn, foringjaráði og sveitarforingja þeirrar rekkaskátasveitar sem þeir eiga aðild að innan Rekkaskátanets Íslands. • Ef rekkaskátar félagsins eru 18 eða fleiri geta þeir myndað rekkaskátasveit innan skátafélagsins

og ber félagsstjórn þá ábyrgð á að skipa henni fullorðna sveitar- og aðstoðarsveitarforingja. Sveitarforingjarnir gegna þá hlutverki fyrirliða rekkaskátastarfs gagnvart foreldrum skátanna og félagsstjórn skátafélagsins.

Reynslan hefur sýnt að hlutverk fyrirliða rekkaskátastarfs er mjög mikilvægt, bæði fyrir rekkaskátana og skátafélögin, ekki síst í þeim félögum þar sem rekkaskátar eru það fáir að þeir mynda bara einn eða tvo rekkaskátaflokka.

Rekkaskátanet Íslands Rekkaskátanet Íslands er samfélag rekkaskáta og samstarfsvettvangur rekkaskátasveita á Íslandi. Rekka­skátasveitir sem telja 18 eða fleiri rekkaskáta eiga aðild að Rekkaskátanetinu. Hlutverk Rekkaskátanetsins er að efla skátastarf fyrir 16-18 ára ungmenni í landinu með því að bjóða upp á rekkaskátasveitir fyrir þau og þá rekkaskátaflokka sem ekki eiga aðild að rekkaskátasveitum sem telja 18 eða fleiri rekkaskáta í skátafélögum landsins. Auk þess að bjóða upp á og kynna, í samráði við

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

85


dagskrárráð og alþjóðaráð BÍS, áhugaverða dagskrárviðburði fyrir starfandi rekkaskáta, jafnt innan lands sem utan. • Stjórn Rekkaskátanets Íslands er skipuð fimm skátum: Verkefnastjóra fræðslu- og dagskrármála

hjá Skátamiðstöðinni sem jafnframt er formaður stjórnar, einum fulltrúa skipuðum af dagskrárráði

BÍS, einum fulltrúa skipuðum af ungmennaráði BÍS og tveimur fulltrúum kosnum á Landsþingi

Rekkaskáta ár hvert.

• Stjórnin ber ábyrgð á upplýsingagjöf um starf Rekkaskátanetsins til sveitarforingja starfandi

rekkaskátasveita og fyrirliða rekkaskátastarfs í skátafélögum landsins.

• Stjórnin ber ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd Landsþings Rekkaskátanetsins ár hvert.

Dagskrárhringurinn í rekkaskátastarfi Dagskrárhringurinn er aðferð eða verkfæri til að byggja upp samfélag rekkaskáta. Hann er aðferð til að skipuleggja þátttöku ungs fólks við ákvarðanatöku sem varðar starf rekkaskátasveitarinnar. Hann skapar líka aðstæður til að draga athygli að og meta persónulegar framfarir einstaklinga og eflingu hópsins sem heildar. Dagskrárhringinn ætti líka að nota hjá yngri aldursstigum í skátastarfi – en það er sérstaklega mikilvægt að styðjast við hann í rekkaskátastarfinu. Hann er aðferð til að efla rekkaskáta til virkrar þátttöku í skátastarfinu, sú dýrmæta reynsla mun nýtast þeim síðar á lífsleiðinni. Notkun dagskrárhringsins byggir upp félagseiningu eða samfélag með því að mynda sameiginlega sýn á tilgang og deila með þátttakendum bæði byrðum og afrakstri starfsins í heild.

Frá einstaklingsnámi til hópnáms Í kaflanum um „reynslunám“ í fimmta hluta bókarinnar (Hvernig?) er kynnt efni um það hvernig ein­ staklingar læra þegar þeir ígrunda á grundvelli eigin reynslu. Dagskrárhringurinn er aðferð til að yfirfæra hugmyndina um reynslunám einstaklinga yfir á nám hópsins í heild, þ.e. til þess að mynda lærdómssamfélag einstaklinga.

86

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Lærdómshringur hóps. • Ígrundunarstigið eða sameiginlegt mat er fyrir alla rekkaskátana í sveitinni. Það snýr bæði

að persónulegum framförum hvers og eins sem og framförum einstakra hópa rekkaskáta­-

sveitarinnar og sveitarinnar sem heildar. Ígrundunin getur átt sér stað í einrúmi, með samtali

við vin eða vinkonu í flokknum, eða á fundi með öllum í flokknum. Hjá sumum rekkaskátasveitum

er ígrundunin opin og fer fram á sveitarfundum. Persónulegur árangur er metinn auk þess sem

úttekt er gerð á starfi einstakra flokka, teyma og sveitarinnar allrar.

• Næsta stig er sameiginlegur skilningur og afstaða rekkaskáta á grundvelli þessa mats.

Grunnsýn hópsins verður til. Hópurinn getur svarað spurningunni „Hvað vitum við?“ og haldið

áfram á grundvelli sameiginlegs skilnings, greint stöðuna í hópnum og undirbúið tillögur að

verkefnum. • Í kjölfar ákvörðunar um umfang og eðli viðfangsefna er síðan gerð framkvæmdaáætlun

– sameiginlegur undirbúningur.

• Að lokum kemur svo stig sameiginlegra framkvæmda. Það þurfa ekki allir í rekkaskáta­

sveitinni að taka þátt í hverju verkefni fyrir sig. Einstakir flokkar eða teymi sjá um framkvæmd

ólíkra verkefna – jafnvel á mismunandi stöðum. Í þessu er meginmunurinn fólginn milli hópa

barna, unglinga eða ungs fólks.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

87


Skipulagt ferli Í starfi rekkaskátasveitarinnar tekur hver dagskrárhringur við af öðrum. Hver hringur samanstendur af fjórum stigum.

Hver dagskrárhringur getur staðið í 3-4 mánuði. Fyrstu þrír áfangarnir í hringnum standa yfirleitt í eina viku hver. Fjórði áfanginn er svo það sem eftir er af dagskrárhringnum. Þetta þýðir ekki að fyrstu þrjár vikurnar felist eingöngu í fundum og umræðum. Það er hægt að vinna áfram að „verkefnum“ fyrri dagskrárhrings á sama tíma. Það er mikilvægt að fundir séu lifandi og áhugaverðir með fjölbreytilegu fundaformi og skemmtun. Þessi ólíku þrep í dagskrárhringnum – einkum þau þrjú fyrstu – skapa rekkaskátunum tækifæri til að þjálfa lífsleikni og ná valdi á því hvernig unnt er að stýra lýðræðislegu starfi í hópum og samfélögum.

88

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Dagskrárhringurinn er verkfæri eða leið til að styðjast við í þessu lýðræðislega ferli. Reynsla af sam­ eiginlegri ákvarðanatöku og endurmati úr skátaflokknum, skátasveitinni eða verkefnateyminu hefur yfirfærslugildi á lífið utan við skátastarfið í öllum sínum fjölmörgu myndum.

Þrep 1: Ígrundun - sameiginlegt endurmat Fyrsta stigið í dagskrárhringnum byggist á tveimur markmiðum: • Að hver og einn meti persónulegar framfarir. • Að meta starf og stöðu flokksins og rekkaskátasveitarinnar.

Mat á starfi og stöðu flokks, teymis eða sveitarinnar allrar þarf að eiga sér stað á fundi viðkomandi hóps. Að meta persónulegar framfarir Með slíku mati metur hver skáti fyrir sig hvort hann hafi náð þeim persónulegu áskorunum sem hann setti sér við upphaf síðasta dagskrárhrings. Þroskaferill einstakra rekkaskáta með vísun í þroskamarkmið skátahreyfingarinnar er megintilgangur rekkaskátastarfsins – og það er einmitt á þessu stigi sem einstaklingurinn metur persónulegar framfarir sínar og leggur grunn að næstu áskorunum. Fyrst metur hver rekkaskáti sjálfur stöðu sína gagnvart persónulegum áskorunum sínum. Í sumum rekk­a­­­­ skátaflokkum og jafnvel rekkaskátasveitum þar sem ríkir gagnkvæmt traust og vilji allra til að takast á við eigin þroska, deilir hann þessu mati með öllum félögunum – og leitar eftir viðbrögðum þeirra sem standa í sömu sporum. Það er hlutverk foringja hópsins að gæta þess að umræðan verði uppbyggileg, að hvetja þann feimna til að tjá sig og að róa þann freka og dómharða. Rekkaskátinn endurmetur svo eigið sjálfsmat, ef ástæða er til, á grundvelli viðbragða félaganna. Hver rekkaskáti skráir persónulegar áskoranir sínar, sjálfsmat og viðbrögð annarra í eigin leiðarbók sem hann eða hún heldur fyrir sig eða deilir með öðrum, t.d. með einkavinum. Að meta stöðu hópsins eða skátasveitarinnar Þetta mat snýst um að að átta sig á hvernig flokkurinn, verkefnateymið eða rekkaskátasveitin stendur sem heild. Ekki má rugla þessu mati saman við mat á persónulegum framförum einstakra rekkaskáta. Matið snýst um hópinn – ekki einstaklingana.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

89


Dæmi um spurningar sem hópurinn leitar svara við: • Hvernig gekk hópnum? • Eru hópverkefnin áhugaverð? • Hvernig er ólíkum hlutverkum í hópnum sinnt? • Hafa hópverkefnin leitt til þess að við bættum við okkur nýrri þekkingu eða náðum valdi á

nýrri færni?

• Hvernig gekk starfið í rekkaskátasveitinni? • Eru sveitarverkefnin áhugaverð? • Hverjar voru hugsanir okkar og tilfinningar síðustu vikurnar og hvernig skynjum við andann

í hópnum?

• Hvaða skoðanir liggja að baki hugmyndum okkar og tillögum að verkefnum? • Hafa markmið okkar breyst?

Til þess að slíkt mat verði uppbyggilegt þarf að rækta tiltekna færni eins og rökræður og fundarsköp. Oft er það svo þegar fólk tekur þátt í umræðum á fundum þá er það til að vinna eigin málstað fylgi eða fá vilja sínum framgengt. Fólk teflir ákveðnum hugmyndum gegn öðrum til að ganga úr skugga um hver heldur velli. Þetta er ömurleg vinnuaðferð í teymi og veldur því að margar góðar hugmyndir fá minni athygli og umræðu en þær eiga skilið. Þær eru dæmdar á grundvelli þess hver setti þær fram og hve vel eða illa þær falla að ríkjandi viðhorfum. Í stað þess að fylgja einungis eftir eigin hugmyndum ættu einstaklingarnir í hópnum að grandskoða hverja hugmynd og reyna að komast að því hvers vegna sumir hugsa á tiltekinn veg og aðrir á annan veg – nota tíma til að kanna hvaða merking er lögð í orðin og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Að kryfja á gagnrýnin hátt meðmæli með ólíkum hugmyndum gerir ígrundun hópsins meira skapandi heldur en ef einungis er um viðhorf eða álit einstaklings að ræða og minnkar líkur á misskilningi, ruglingi og lélegum ákvörðunum.

Þrep 2: Að tengja saman og samræma merkingu Annað stigið í dagskrárhringnum byggist á þremur markmiðum: • Að átta sig á persónulegum framförum einstaklinga. • Að komast að niðurstöðu um greiningu og stöðu sveitarinnar. • Að ákveða dagskráráherslu sveitarinnar fyrir næsta dagskrárhring.

90

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Nú þarf sveitarráðið að hittast. Sveitarráðið samanstendur af sveitarforingja, aðstoðarsveitarforingjum, flokksforingjum og aðstoðarflokksforingjum rekkaskátasveitarinnar. Að átta sig á persónulegum framförum einstaklinga Hver flokksforingi segir almennt frá umræðu í viðkomandi flokki um persónulegar framfarir rekkaskátanna. Almenn staða er rædd og komist að sameiginlegri niðurstöðu. Að komast að niðurstöðu um greiningu og stöðu rekkaskátasveitarinnar Hver foringi gefur skýrslu um mat viðkomandi einingar á stöðu sveitarinnar. Síðan kemst sveitarráðið að niðurstöðu um almenna stöðu sveitarinnar og hverrar einingar fyrir sig. Hvernig hver flokkur eða verkefnateymi hefur nálgast markmið sín, hvaða áföngum hefur verið náð og að hverju skuli stefnt í næsta dagskrárhring. Spurningar sem eiga við um sveitarstarfið sjálft og starfsandann í sveitinni: • Var æskilegt jafnvægi á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna? • Var höfðað til áhuga rekkaskátanna? Hvernig var þátttaka í einstökum verkefnum? • Hversu uppbyggjandi voru verkefnin? • Hve mikið hefur athyglinni verið beint að þroska hvers rekkaskáta? • Hver hafa tengslin verið milli rekkaskátasveitarinnar og félagslegs- og náttúrulegs umhverfis?

Að ákveða meginstefnu sveitarinnar fyrir næsta dagskrárhring Eftir að búið er að greina stöðu sveitarinnar setur sveitarráðið saman tillögu um hvernig efla megi starfið í rekkaskátasveitinni enn frekar í næsta dagskrárhring. Þessi tillaga þarf að innihalda: • Nokkur þroska- og menntunarmarkmið á sviðum sem hafa orðið útundan. • Dagskráráherslu sveitarinnar og einkenni verkefna sem gætu komið til móts við markmið og

áherslu sveitarinnar í næsta dagskrárhring.

• Hugmyndir um breytingar á starfsaðferðum flokka, teyma og sveitarinnar í heild.

Hver flokkur hittist til að ræða og greina tillögur sveitarráðsins. Flokksforinginn útskýrir tillögurnar og rökstuðninginn fyrir þeim og opnar síðan fyrir umræður. Á grundvelli umræðunnar undirbýr flokkurinn tillögu að verkefnum til að leggja fyrir sveitarþingið.

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

91


Eftirfarandi þarf að koma fram: • Dagskráráherslan og útfærslur sem túlka þau markmið sem rekkaskátasveitin ætti að leggja

áherslu á í næsta dagskrárhring.

• Hugmyndir að sveitarverkefnum. • Hugmyndir að flokks- og teymisverkefnum. • Tillögur um þekkingu og færni sem gæti verið áhugavert að kynnast í þessum verkefnum.

Þrep 3: Ákvarðanataka – og samræmd áætlanagerð Þriðja stig dagskrárhringsins byggist á fjórum markmiðum: • Að ákveða menntunar/uppeldismarkmið fyrir næsta dagskrárhring. • Að velja viðfangsefni og verkefni. • Að stofna ný verkefnateymi. • Að veita viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Sveitarþingið Sveitarþing er kallað saman. Öllum rekkaskátum í sveitinni er boðið að mæta. Sveitarforingi gerir grein fyrir starfi sveitarráðsins og kynnir tillögur þess. Hver flokkur gerir grein fyrir þeim verkefnum sem hann hefur ákveðið að vinna að og kynnir þær tillögur að sveitarverkefnum sem hann hefur ákveðið að flytja á sveitarþinginu. Rekkaskátarnir hafa allir tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós í almennum umræðum. Síðan fer fram lýðræðisleg afgreiðsla á þeim tillögum sem fyrir liggja. Ný verkefnateymi eru staðfest. Nýjar reglur eru settar ef þörf krefur. Verkefni flokka, teyma og sveitarinnar eru skráð. Í lok sveitarþingsins er hátíðleg athöfn þar sem einstakir rekkaskátar taka við viðurkenningum. Sveitarráðsfundur Þegar sveitarþingið hefur samþykkt sameiginleg verkefni sveitarinnar og megináherslur dagskrárhrings­ ins, hittist sveitarráðið, sem er í raun framkvæmdastjórn sveitarinnar, til að útfæra endanlega starfsáætl­ un sveitarinnar. Markmið og umgjörð verkefna eru skýrð nánar; efnisþörf, vinnuframlag og fjárþörf skilgreind; og að lokum er gengið frá tímasettri sveitaráætlun sem tekur bæði til viðfangsefna sveitarinnar í heild og einstakra eininga hennar.

92

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


Þrep 4: Framkvæmd – samhæfð virkni Fjórða stigið í dagskrárhringnum byggist á þremur markmiðum: • Að vinna að verkefnum og viðburðum samkvæmt sveitaráætluninni. • Að tryggja rekkaskátunum tækifæri til að ná markmiðum sínum. • Að skemmta sér. Í samræmi við sveitaráætlunina vinnur hver flokkur og verkefnateymi að sínum verkefnum auk einstakra viðfangsefna sem tengjast sameiginlegum verkefnum sveitarinnar. Sveitarráðið hefur yfirsýn yfir öll verkefnin, fylgist með framkvæmd þeirra og breytir áætlunum ef þörf krefur. Einingarnar framkvæma endurmat eftir hvert verkefni til að meta hvort markmiðum hafi verið náð. Hver rekkaskáti aðlagar sínar eigin áætlanir og persónulegar áskoranir að áætlun sveitarinnar. Hann getur leitað til sveitarforingjanna ef þörf krefur og deilt persónulegri vegferð sinni með félögunum að vild. Persónuleg markmið eru metin samhliða starfinu í heild og einstökum verkefnum.

Rekkaskátasveitin sem lærdómsvettvangur Starf rekkaskátasveitar og notkun hennar á flokkakerfinu getur umbreytt henni í lærdómssamfélag. Í slíku samfélagi fer fram stöðug ígrundun og samanburður á reynslu sem tengist starfinu – og umbreyting á henni í þekkingu sem öllum er aðgengileg. Þannig verður starfið í rekkaskátasveitinni lýðræðisupp­ eldi. Dagskrárhringurinn er áhrifarík aðferð, eða verkfæri, til að efla virka þátttöku í starfi rekkaskátasveitarinnar og getur veitt rekkaskátunum tækifæri til að þroskast á eftirfarandi sviðum: • Læra að mynda sér skoðanir, koma þeim á framfæri og taka ákvarðanir í samræmi við þær. • Þjálfa grundvallaratriði virkrar þátttöku, sem er að verja eigin skoðanir en jafnframt að virða

skoðanir annarra.

• Læra að skilgreina verkefni, kynna þau fyrir öðrum og fylgja þeim eftir. • Öðlast mikilvæga lífsleikni (lausnamiðun, ákvarðanatöku, skipulagningu o.fl.).

SKIPULAG | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

93


Aðalatriðið er að virkja sem allra flesta við undirbúning, framkvæmd og mat á starfi rekkaskátasveitar­innar. „Þegar þú hefur vanist því frá unga aldri að bera ábyrgð – verður þú „að manni“. Það eflir þig sem persónu og undirbýr þig fyrir líf og starf í framtíðinni. Þannig eykst geta þín til að gera öðrum gott.“ Baden-Powell.

Samantekt Fjölbreytni, sveigjanleiki og ábyrgð á eigin störfum eru lykilatriði í skipulagi rekkaskátasveita. Rekka­ skátaflokkurinn er kjölfesta skipulagsins en sveitarstarfið og verkefnateymi sveitarinnar tryggja að hver og einn hafi tækifæri til að starfa að helstu áhugamálum sínum og sækja sér þekkingu og reynslu utan flokksstarfsins. Þannig skapar skipulag rekkaskátastarfs farveg fyrir hvern og einn til að stækka tengsla­ net sitt og vaxa og þroskast í hópi jafnaldra. Stærð rekkaskátasveita gerir þeim kleift að takast á hendur stór og viðamikil verkefni og fjöldi skipulags­eininga veitir öllum í rekkaskátasveitinni tækifæri til verðmætrar leiðtogaþjálfunar fyrir lífið.

94

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | SKIPULAG


HVERJIR? 3. HLUTI

HVERJIR? | Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta

95


Rekkaskátastarf er mjög mikilvægur áfangi í uppeldisstarfi skáta­ hreyfingarinnar, ætlað unglingum á miklum og viðkvæmum mótunar­árum í lífshlaupi þeirra. Í rekkaskátastarfinu gegna unglingar á aldrinum 16-18 ára lykilhlutverki, þeir stýra starfinu að miklu leyti sjálfir. Leiðsögn og stuðningur sveitarforingjanna er að mestu óbeinn í gegnum sameiginlegt starf rekkaskátasveitarinnar og sveitarráð hennar. Fyrirliðar rekkaskátastarfs í skátafélögum eru rekkaskátum og rekkaskátaflokkum félaganna aðeins til stuðnings og ráðgjafar í starfinu. Þessum hluta bókarinnar er skipt í tvo kafla:

1. kafli - Persónuleiki og þarfir ungs fólks Að veita ungu fólki tækifæri til alhliða persónulegs þroska. Að vera til staðar á mikilvægu breytingaskeiði þessa aldursstigs – þegar ungt fólk er að verða fullorðið.

2. kafli - Stuðningur fullorðinna Hlutverk sveitarforingja og fullorðinna sjálfboðaliða í rekkaskátastafi er að styðja við starf rekkaskátaflokka og sveita og gæta þess að það byggi á grunngildum, markmiðum og hlutverki skátahreyfingarinnar.

96

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


1. kafli

Persónuleiki og þarfir 16-18 ára ungmenna Efnisyfirlit Inngangur ............................................................................................................................................................ 98 Persónuleiki og þarfir 16-18 ára ungmenna........................................................................................................... 98 Sálfræðileg einkenni.............................................................................................................................................. 99 Þroski 16-18 ára ungmenna................................................................................................................................ 101 Að hvetja og styrkja unga fólkið.......................................................................................................................... 103 Rekkaskátastarf og leiðtogafærni........................................................................................................................ 104 Samantekt.......................................................................................................................................................... 105

Lykilatriði • Rekkaskátar sem ungmenni á aldrinum 16-18 ára, með öllu sem því fylgir. • Rekkaskátastarfið byggir á grunngildum skátahreyfingarinnar þar sem taka verður

persónuleika og þarfir ungmenna með í reikninginn. Rekkaskátarnir sjálfir ættu sem allra

mest að vera virkir þátttakendur í uppbyggingu og þróun starfsins.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

97


Inngangur Hefðbundin tölfræði dugir ekki til að kryfja til mergjar persónuleika, áhuga og þarfir ungs fólks. Þarfirnar geta verið ólíkar frá einum tíma til annars og mótast af aðstæðum á hverjum stað. Það er ekki hægt að yfirfæra nákvæmlega án umhugsunar eða aðlögunar rekkaskátastarf frá einum rekkaskátaflokki eða rekkaskátasveit til annarrar, þó að vissulega megi styðjast við fengna reynslu. Í starfinu þarf þó alltaf að virða meginmarkmið og grunngildi skátahreyfingarinnar.

Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við þarfir ungs fólks: • Sumir vilja að rekkaskátastarfið þróist miðað við „reynslu og viðhorf fullorðinna“

(það sem fullorðnum finnst að rekkaskátastarf eigi að snúast um).

• Aðrir álíta að persónuleiki, þarfir og áhugi ungmenna sé sá sami í dag og hann var

áður fyrr.

• Stundum er það vandkvæðum bundið að fá ungt fólk til að greina frá þörfum

sínum, áhuga og þroska.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn hér á eftir að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Persónuleika og þarfir ungs fólks og hvernig hægt er að greina þær. • Hvernig hægt er að byggja upp rekkaskátastarf sem miðar við persónuleika og

þarfir ungs fólks.

Persónuleiki og þarfir 16-18 ára ungmenna Rekkaskátastarf leggur sitt af mörkum til að mæta þörfum ungmenna og veita þeim uppbyggjandi leiðsögn á leið sinni til fullorðinsáranna. Til að ná þeim árangri má starfið ekki byggja á innihaldslítilli afþreyingu, heldur þarf það að hjálpa ungu fólki að horfast í augu við verkefni lífsins á uppbyggjandi hátt. Leit að eigin kynímynd, sambönd, ást og stofnun fjölskyldu, undirbúningur fyrir atvinnulífið og aðgengi að formlegu námi, virk samfélagsþátttaka, siðferðileg gildi og leitin að tilgangi lífsins eru miklar áskoranir.

98

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að greina persónuleika ungmenna. Hér á eftir er farið yfir helstu niðurstöður nokkurra rannsókna. Hér á landi verður, eins og áður hefur komið fram, fólk lögráða við 18 ára aldur og er oft litið á það sem ábyrga einstaklinga þaðan í frá (með nægan þroska til að sinna hlutverki sínu í samfélaginu). Lítið hefur verið gert til að skilja hvaða öfl takast á í hugum ungmenna á þessu erfiða tímabili, að hluta til vegna þess að þroskinn er stöðugt háður ytri þáttum og persónulegri sögu einstaklingsins. Almennt er þeim öru breytingum sem eiga sér stað á unglingsárum, í líkamanum, tilfinningalífinu og í vitsmunaþroska, að verulegu leyti lokið á þessu aldursbili. Við tekur stöðugra en ekki síður mikilvægt skeið sem þroskar getuna til nándar og til að byggja upp sambönd, auka sjálfsvitund og gagnrýna hugsun. Þroskinn er áfram einstaklingsbundinn, en hefur í heildina rólegra yfirbragð og snýr meira inn á við en áður. Hægt er að sjá einstaklingsmun, t.d. í siðferðisþroska og samskiptum við aðra, sem byggist á ólíku upplagi fólks og mismunandi reynslu þess.

Sálfræðileg einkenni Síðbernska, kynþroskaaldurinn, fyrri og seinni hluti unglingsáranna eru allt sérstök aldursskeið. Á þeim tíma sýnir fólk svipuð sálfræðileg einkenni eftir líkamsþroska, vitsmuna-, tilfinninga- og félagsþroska. Einstaklingsmunur er meira áberandi hjá ungmennum á rekkaskátaaldri en unglingum á dróttskátaaldri og því er erfitt að skilgreina tiltekin, sameiginleg einkenni á því aldursskeiði.

Ígrundun og gagnrýnin hugsun Flestir geta ræktað með sér færni til ígrundunar og gagnrýninnar hugsunar, geta hugsað um eigin hugsun, verið meðvitaðir og gagnrýnir á eigin skoðanir og viðhorf. Þetta æðra stig hugsunar (ekki aðeins „hvað hugsa ég?“ heldur líka „af hverju hugsa ég það?“) gerir þeim kleift að auka sjálfsvitund, siðferðisvitund og þroska eigin lífsviðhorf.

Sterk sjálfsmynd • Ungt fólk vill hafa sterka sjálfsmynd. Til að öðlast hana þarf hver og einn að öðlast

merkingarbæra og raunhæfa hugmynd um sjálfan sig, þar sem fortíð, nútíð og framtíð mynda

saman eina heild.

• Hver fyrir sig verður að svara spurningunum „hver er ég?“ og „hvað vil ég verða?“. • Ungt fólk finnur fyrir efa, sjálfsgagnrýni og gerir ýmsar tilraunir þegar það leitast við að byggja

upp heildstæða sjálfsmynd. HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

99


• Það öðlast meira sjálfstæði frá foreldrum sínum og þar með sjálfstæði til framkvæmda.

Það endurmetur einnig afstöðu sína til þeirra sem fara með völd.

• Það horfist í augu við kynhneigð sína. • Það tekur ákvarðanir um náms- og starfsvettvang, stundum eftir að hafa prófað sig áfram á fleiri

en einu sviði.

• Það þroskar með sér eigin lífsviðhorf, trúarleg gildi, markmið í námi og starfi og lífsspeki.

Samskiptafærni • Sumt ungt fólk þroskar með sér hæfni til að horfa á samskipti úr fjarlægð. Það getur tekið sjálft

sig úr aðstæðum og skoðað tilfinningar, hegðun og þarfir beggja aðila í sambandinu. Þetta er

góð leið til gagnkvæms þroska og eykur traust, vináttu og tryggð í sambandi.

• Innsæi eykst, jafnt í eigin tilveru, á jafningja og samfélagið. Ungu fólki tekst æ betur að tjá sig

um afstöðu og viðhorf til heimsins og stöðugt meira tillit er tekið til skoðana þess.

• Ungt fólk fer að átta sig á hvötum, tilfinningum og hugsanamynstri annarra – einstaklinga,

þjóðfélagshópa og þjóða.

• Það áttar sig á því að aðrir hegða sér samkvæmt flóknu mynstri viðhorfa, gildismats og

trúarbragða, sem geta verið ólík þeirra eigin.

Nánd • Sambönd fara að byggjast á skilningi og sumum tekst að þroska náin og langvarandi

vináttusambönd byggð á trausti.

• Ungt fólk vill vera viðurkennt og elskað, vera samþykkt „eins og það er“ og deila sjálfu sér með öðrum.

Siðferðisþroski • Sumt ungt fólk heldur áfram að greina og leysa siðferðileg álitamál eftir væntingum umhverfisins

frekar en eigin gildum. Álit vina, eða annarra sem skipta máli í lífinu, hafa enn mikið vægi. Margir

taka ákvarðanir miðað við lög og reglur eða ríkjandi „kerfi“.

• Aðrir þroskast upp úr ríkjandi gildismati og fara að endurmeta gildi sín og lífsreglur í ljósi nýrrar

reynslu og upplýsinga. Í þessu felst oft niðurrif og enduruppbygging sem getur valdið kvíða

og vanlíðan. Hjá sumum myndast tómarúm á þessu tímabili og þeir verða tortryggnir, vantrúaðir

og neikvæðir.

100

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


Lífsgildi og tilgangur lífsins • Margir velta fyrir sér spurningum um eigið líf og tilgang þess og eiga erfitt með að ákveða

lífsstefnu sína. Sumir fjarlægjast gildi og ríkjandi viðhorf samfélagsins og fara að móta sín

eigin. Ungt fólk vill gjarnan skilja ástæðurnar fyrir því að samfélagið aðhyllist trúarleg gildi og

spyr gagnrýninna spurninga. Hjá mörgum fæðist löngun eftir málstað til að berjast fyrir.

• Ungt fólk byrjar að móta lífsgildi út frá eigin sýn á tilveruna. Það áttar sig á ábyrgðinni sem felst í

hinum ýmsu skuldbindingum; lífsstíl, gildismati og viðhorfum. Það fer að tengja viðhorf við

hegðun.

Þátttaka í samfélaginu, í námi eða á vinnumarkaði er oft veruleg áskorun fyrir ungt fólk og jafnvel enn meiri fyrir þá sem eru í áhættuhópum. Eðlilega mætir fólk sem hefur átt erfitt með persónuþroska og félagslega aðlögun enn fleiri hindrunum. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var af Ouellette og Doucet árið 1991 leiddu í ljós að umhverfi ungs fólks í áhættuhópum veldur því oft erfiðleikum í samfélagsaðlögun og úti á vinnumarkaðnum.

Þroski 16-18 ára ungmenna Tíminn frá 16-18 ára í lífi ungmenna er hluti af því alhliða breytinga- og þroskaskeiði sem unglingsárin eru öll og stundum erfitt að tiltaka nákvæmlega þann þroska sem þá kemur fram. Unglingar taka út hraðvaxtarskeið, þau verða kynþroska, þau öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu og þau læra að stjórna sjálfum sér og fást við umhverfi sitt. Þessi þroski fléttast saman í margslungna heild. Þannig skarast þroskaverkefni 16-18 ára ungmenna við þau viðfangsefni sem tekist var á við áður, til dæmis um sjálfsskilning – og þau sem á eftir koma, til dæmis um starfsval og stofnun fjölskyldu. Á árunum 16-18 ára hafa flestir tekið út hraðvaxtarskeið og kynþroska, en hafa auðvitað ekki náð fullri sátt við umhverfi sitt með allar þær líkamlegu breytingar. Aukinn vitsmunaþroski og vitsmunaleg tök á nýjum hæfileikum gerir 16-18 ára ungmennum líka kleift að viða að sér upplýsingum og túlka þær af meira innsæi en áður. Þau sjá fyrir sér möguleika, stundum óendanlega – en hafa líka næmari tilfinningu fyrir ómöguleika og ósanngirni í þeim stóra heimi sem þeim er nú ætlað að hasla sér völl. Þau eru að hluta tilbúin að fást við verkefni fullorðinna, sem þau líkjast æ meir, bæði að burðum og vitsmunalegri getu. Þau geta náð frábærum árangri í verkefnum þar sem krafist er vitræns innsæis, listrænnar færni eða líkamlegrar snerpu. En þau skortir reynslu – þó þeim finnist það ekki sjálfum. Þroski og yfirsýn fæst aðeins með því að reyna hlutina – með því að takast og mistakast. Hugsjón og umgjörð skátahreyfingarinnar – að takast á við eðlislæg áhugaverð verkefni sem þroska samvinnu, skipulagshæfi­leika og siðferðisgildi – á auðvitað við um öll aldursstig og er alltaf mikilvæg.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

101


En nauðsyn slíks umhverfis er sérstaklega mikilvæg á aldrinum 16-18 ára, á mótum barnæsku og full­orðinsára. Unglingsárunum lýkur auðvitað ekki við átján ára aldur. Verkefni sem lúta að þroska og sjálfstjórn ein­staklings í sátt við samfélag halda áfram og lýkur í raun aldrei alveg. En það er staðreynd að nútímasamfélög líta svo á í löggjöf sinni og stofnanabyggingu að átján ára verði fólk fullveðja í flestu tilliti. Rekkaskátaárin eru þannig undanfari þess að ungmenni öðlast formlegan þegnrétt í samfélagi fullorðinna. Á aldrinum 16-18 ára móta ungmenni sér afstöðu til margs sem kemur til með að fylgja þeim inn í full­orðinsárin. Á þessum tíma mótast og skerpast vonir – og stundum vonleysi – um framtíðina: Um störf, sambönd, stöðu og hlutverk. Það er mikilvægt að það gerist í uppörvandi og raunhæfu umhverfi, en ekki í einhverjum „gerviheimi“. En það skiptir ekki síður máli að á þessum aldri tileinka ungmenni sér aðferð­ir til samskipta við aðra, til að læra um heiminn og afla sér upplýsinga um hann; en einnig aðferðir til að skipuleggja, framkvæma og meta fullorðinsverkefni – til að taka velgengni, en einnig til að takast á við mótlæti og mistök. Hér mótast lífstíll sem hefur mikið að segja um fyrstu fullorðinsárin – og jafnvel þau öll. Í þessu efni er skátahreyfingin í lykilstöðu til að stuðla að verkefnum sem eru ekki skyldubundin skólaverkefni og ekki afþreying – heldur raunhæf verkefni sem lúta að samfélagi, samskipt­um, samvinnu, náttúru, sjálfstjórn og sjálfbærni. Tvö einkenni unglingsþroska eru áberandi á þessum aldri og eru mikilvægt athugunaratriði, þó að þau eigi auðvitað ekki við hvert einstakt ungmenni. Hið fyrra er kallað sjálfhverfa unglinga (adolescent egocentrism). Unglingur breytist úr barni í fullorðna manneskju á nokkrum árum, líkaminn stækkar og breytist, og vitsmunaleg geta eykst mikið. En þetta skilar sér ekki endilega í aukinni skynsemi. Unglingum hættir einmitt til – mitt í atburðarás vaxtar og þroska sem fyrir þeim er einstæð – að halda að sitt nýja persónulega sjónarhorn sé líka hið eina rétta. Þau eru oft á þessum aldri uppteknari af eigin vanda, eigin getu, eigin sýn á veruleikann en bæði fyrir og eftir. Raunhæf verkefni sem veita vitsmunum og getu heilbrigt og eðlilegt viðnám utan þessa sjálfhverfa hrings eru nauðsynleg fyrir unglinga til að rífa sig út úr sjálfhverfunni. Ofnotkun unglinga á tölvuleikjum, eru dæmi um hvernig sjálfhverfa unglings getur fundið sér hryggilegar leiðir. Hið síðara er grandaleysi unglinga. Aukin líkamleg geta, yfirferð og kunnátta, aukin skipulags­hæfni og aukið innsæi í möguleika eykur auðvitað athafnasemi unglinga. En þegar ofurtraust á nýjum möguleikum eða hæfni fer saman við grandaleysi og skort á lífsreynslu

102

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


stuðlar það að áhættusækni, og stundum fífldirfsku. Staða ungmenna á aldrinum 16-18 ára, líkamleg, vitsmunaleg og félagsleg, ber í sér þessa hættu. Auðvitað ekki þannig að öll ungmenni séu fífldjörf – en tilhneigingin er til staðar. Aftur eru raunhæf verkefni eitt besta svarið. Þau veita vitsmunum og getu heilbrigt viðnám í náttúrlegri lífsreynslu – sem smám saman dregur úr tilhneigingu til áhættuhegðunar. Í nútímasamfélögum er skipulag menntunar og vinnu þannig að samvera unglinga við foreldra og forráðamenn er lítil. Þessi staðreynd eykur það sem stundum er kallað kynslóðabil (og oft er gert of mikið úr). En á okkar tímum sækja unglingar mjög til jafnaldra sinna um upplýsingar og lífstíl. Samfélög ungl­ inga, klíkur og hópar, eru óumflýjanlegur hluti af þroska þeirra. Jafn óraunhæft og það er að ætla að þessu fylgi sífelld hætta og hnignun er að halda að unglingamenning sé sjálfkrafa göfugt afl og réttlátt. Ungmenni eru í áhættuhópi hvað varðar andfélagslega hegðun og því miður verður hluti þeirra háður ýmsum fíknum , t.d. áfengis- og vímuefnafíkn, og komast þá í vandræði í tómstundum, skólagöngu og fjölskyldulífi. Hluti þeirra fer í meðferð vegna áfengis- og vímuefnavanda. Það skiptir miklu máli að að­ stoða þau ungmenni sem villast af braut heilbrigðs lífernis við að finna sér uppbyggilegar og jákvæðar tómstundir. Rannsóknir sýna að virkt uppbyggilegt tómstundastarf ungmenna vinnur gegn andfélags­ legri hegðun. Þroski unglings felst meðal annars í því að eiga góð og spennandi samskipti við jafnaldra sína – og skátahreyfingin hefur um heillar aldar skeið verið vettvangur slíkra samskipta. Þetta atriði skiptir máli í öllum þroska einstaklingsins. Góð samskipti við góða félaga eru jafnan mikilvæg – en árin 16-18 ára eru sérlega mikilvæg í þeim efnum, einmitt þegar stjórn foreldra á vinahópum barna þeirra minnkar til muna. Hér gildir því hið sama og áður hefur verið sagt: Skátahreyfingin þarf að hvetja ungmenni til vera sjálfstæð, virk og ábyrg – til að efla kunnáttu þeirra, aðferðir og gildismat þannig að sjálfstjórn þeirra og aukin ábyrgðartilfinning fari saman við hugmyndaauðgi og bjartsýni.

Að hvetja og styrkja unga fólkið Eins og lýst er hér að framan ætti rekkaskátastarf að bjóða ungu fólki tækifæri til að horfast í augu við áskoranir heimsins og það sem er efst á baugi. Þar af leiðandi er það einn af lykilþáttunum árangursríkts rekkaskátastarfs að hvetja og styrkja ungt fólk til sjálfsþroska og færni til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er í rauninni framlag skátahreyfingarinnar til að bæta heiminn.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

103


Á sama tíma og rekkaskátastarf býður ungu fólki mikið úrval verkefna ætti einnig að leggja áherslu á þá þætti sem gera ungu fólki kleift að takast á við áskoranir þessa aldursskeiðs. Því er það að í rekkaskátastarfinu er þátttakendum boðið upp á verkefni sem tengjast: • Ferðalögum og alþjóðastarfi. Rekkaskátastarfið ætti að bjóða upp á tækifæri til að kynnast

öðrum löndum og samfélögum um leið og sínu eigin umhverfi. Á þann hátt er hver og einn

hvattur til að: Kynnast annarri menningu og mynda alþjóðleg tengsl, víkka sjóndeildarhringinn,

þroska með sér skilning á öðrum menningarheimum á sama tíma og hann lærir að meta sinn

eigin, efla alþjóðleg tengsl, þroska skipulagshæfni og fleira.

• Útilífsáskorunum. Rekkaskátastarfið ætti að bjóða upp á tækifæri til að upplifa náttúruna

og þroska með hverjum og einum umhyggju fyrir henni, t.d. með gönguferðum eða fjallgöngum,

gróðursetninga-, uppgræðslu- eða hreinsunarferðum, hellaferðum, jöklaferðum, bátsferðum

og fleiru. Þess háttar verkefni stuðla að almennri virkni, þjálfa getu til samvinnu og vekja áhuga á

náttúrulegri sjálfbærni og umhverfisvernd.

• Samfélagsþátttöku. Rekkaskátastarfið ætti að bjóða hverjum og einum upp á tækifæri til

að tengjast og skilja samfélag sitt, jafnt nær sem fjær; umhverfi, menningu, þróun, frið, menntun,

matvælaskort, fátækt, upplýsingatækni og fleira. Með samfélagsþjónustuverkefnum hefur

hver og einn tækifæri til að verða virkur og ábyrgur samfélagsþegn og að mynda tengsl við aðra,

í nærsamfélaginu sem og út um allan heim. Rekkaskátinn öðlast þannig hæfni til að vinna í hópi

að sameiginlegu markmiði.

• Lífinu og tilverunni. Rekkaskátastarfið ætti að bjóða upp á tækifæri bæði til að „vera“

og „gera“ í skátastarfinu. Undirbúningur fyrir lífið er ungu fólki bæði ögrun og spennandi

áskorun. Samfélagsleg aðlögun og fjárhaglegt sjálfstæði er því mikilvægt, nokkurs konar

grunnur til að byggja framtíðaráform sín á, en framtíðaráform hvers og eins geta verið eins ólík

og einstaklingarnir eru margir. Þarfirnar eru margar og misjafnar. Verkefni rekkaskátastarfs þurfa

því að vera fjölbreytt og spanna lífið og tilveruna.

Nánar er farið í ofangreindar áherslur í 4. hluta handbókarinnar; „Hvað“ – Verkefni rekkaskáta.

Rekkaskátastarf og leiðtogafærni Þjálfun í leiðtogafærni er ein leið til að koma til móts við þroskamarkmið rekkaskátastarfs. Rekka­ skátastarfið veitir ungu fólki tækifæri til að æfa sig í leiðtogafærni sem flokksforingjar, aðstoðarflokksforingjar, formenn- eða varaformenn verkefnahópa, fundarstjórar o.s.frv. Einnig geta þeir tekið að sér einstök aðstoðarverkefni sem tengjast skátastarfi yngri aldursstiga í samráði við sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingja dreka-, fálka- eða dróttskátasveita.

104

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


Samt sem áður er það forgangsverkefni að tryggja að rekkaskátarnir njóti rekkaskátastarfsins sem slíks á eigin forsendum.

Samantekt Aldursbilið frá 16-18 ára í lífi íslenskra ungmenna er sennilega dæmigerðast fyrir togstreituna milli þess að vera barn og fullorðinn. Það er margt sem togast á hjá ungmennum á þessum aldri. Það sem skiptir mestu máli er að hver og einn fái raunhæf og eftirsóknarverð tækifæri til virkrar þátttöku með jafningjum á eigin forsendum. Tækifæri til að vaxa og þroskast sem sjálfstæður einstaklingur sem ber ábyrgð á eigin gerðum. Þar getur skátahreyfingin komið til móts við mun stærri hluta ungmenna á aldrinum 16-18 ára en hún gerir í dag.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

105


Minnisatriรฐi

106

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | HVERJIR?


2. kafli

Stuðningur fullorðinna Efnisyfirlit Inngangur ...........................................................................................................................................................108 Sveitarforingi rekkaskáta .....................................................................................................................................109 Samband á grunni jafnræðis ................................................................................................................................110 Ábyrgðarhlutverk sveitarforingja ..........................................................................................................................110 Æskilegir eiginleikar sveitarforingja rekkaskáta ....................................................................................................113 Sex stjórnunarstílar og hvenær ætti að beita þeim.................................................................................................114 Samantekt ......................................................................................................................................................... 117

Lykilatriði • Rekkaskátarnir sinna sjálfir sem flestum ábyrgðarhlutverkum í rekkaskátasveitinni. • Hlutverk fullorðinna sveitarforingja rekkaskáta er vandasamt, það byggir á því að veita

rekkaskátunum sem mest svigrúm til athafna en þó að tryggja öryggi og framgang

grunngilda skátahreyfingarinnar.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

107


Inngangur Hlutverk sveitarforingja rekkaskáta er að leiðbeina og styðja við starf rekkaskátasveita. Þeir stýra starfi sveitarráðs rekkaskátasveitarinnar og aðstoða rekkaskátana við að byggja upp jákvætt og aðlaðandi umhverfi fyrir sameiginlegt starf sveitarinnar. Þeir gæta þess líka að grunngildi, markmið og hlutverk skátahreyfingarinnar sé starfsgrunnur rekkaskátastarfsins. Lykillinn að stuðningi fullorðinna sjálfboðaliða við rekkaskátastarf er samvinna á jafnræðisgrundvelli. Skátahreyfingin er ekki aðeins hreyfing fyrir ungt fólk heldur er hún hreyfing ungs fólks, studd af full­ orðnum.

Sveitarforingjar og aðrir leiðtogar rekkaskátastarfs, BÍS og skátafélögin standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við stuðning fullorðinna við rekkaskátastarf: • Mörg skátafélög hafa einbeitt sér að starfi yngri skáta og því vanrækt eða lagt

litla áherslu á starf rekkaskáta. Yngri aldursstig hafa oft haft forgang varðandi

aðgang að fullorðnum sjálfboðaliðum.

• Skortur á hæfum skátaforingjum veldur því að unglingar á rekkaskátaaldri taka að

sér sveitarforingjastörf hjá skátasveitum yngri skáta.

• BÍS þarf að auka stuðning við rekkaskátastarf. Bæta þarf framboð námskeiða

og viðburða, útgáfu stuðnings- og kynningarefnis, þjálfun fullorðinna sveitar­-

foringja rekkaskáta og vinna að formlegri viðurkenningu skóla og atvinnulífs á

þeirri menntun sem fram fer í rekkaskátastarfi.

• Sumir eiga í vandræðum með að finna hvar jafnvægið liggur í samskiptunum

við rekkaskáta og veita þeim ekki tækifæri til að bera fulla ábyrgð á verkefnavali,

ákvarðanatöku eða öðrum þáttum starfsins.

• Lítil og minnkandi þátttaka í rekkaskátastarfi.

108

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita leiðsögn, ráð og upplýsingar um: • Hlutverk fullorðinna sjálfboðaliða í rekkaskátastarfi og ákjósanlega eiginleika þeirra. • Aðferðir sem ólíkir aldurshópar fullorðinna og ungs fólks á aldrinum 16-18 ára

geta notað til að eiga samskipti sín á milli.

• Hugmyndir að því hvernig BÍS, skátafélögin og fullorðnir sjálfboðaliðar geta stutt

við rekkaskátastarf.

• Mikilvægi þess að rekkaskátar vinni að starfsgrunni skátastarfs með markvissum hætti.

Sveitarforingi rekkaskáta Hlutverk fullorðinna sem leiða rekkaskátastarf er annað en þeirra sem stjórna starfi yngri aldursstiga. Á fyrri aldursstigum stuðlar Skátaaðferðin jafnt og þétt að vaxandi sjálfstæði flokkanna í starfi og hlutdeildar skátanna í ákvarðanatöku. Í rekkaskátastarfinu er öll ákvarðanataka um flokks- og sveitarstarfið í höndum unglinganna sjálfra. Sveitarforingjarnir stýra starfinu að mestu í gegnum sveitarráðið og með leiðsögn í sameiginlegu starfi skátasveitarinnar. Rekkaskátaflokkarnir og verkefnateymi sveitarinnar starfa mjög sjálfstætt og oftast án beinnar íhlutunar sveitarforingja. Hlutverk sveitarforingja er að vera skátunum til stuðnings við uppbyggingu sveitarinnar. Þeir stýra starfi sveitarráðsins og ættu að vera leiðbeinandi um skipulag, umgjörð og sameiginlegt starf sveitarinnar. Þeir minna á framtíðarsýn sveitarinnar, fylgjast með því að unnið sé samkvæmt samþykktri sveitaráætl­ un, jafnvægi sé á milli starfs flokka og verkefnateyma sveitarinnar og að sveitarráð hennar sé virkt. Sveitarforinginn ber ábyrgð á að rekkaskátasveitin starfi samkvæmt grunngildum og markmiðum skátahreyfingarinnar og að hún sé virkt lærdómssamfélag.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

109


Málssvari markmiða skátahreyfingarinnar Sveitarforingjar rekkaskáta eru „verndarar“ markmiða skátahreyfingarinnar. Þeir bera ábyrgð á því að rekkaskátastarfið fylgi grunngildum hreyfingarinnar (samfélagslegum, siðferðislegum og aðferðafræði­ legum) og vinni að markmiðum hennar: „Að styðja við og stuðla að þroska ungs fólks fólks til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.“ - „Leiðtogar í eigin lífi.“

Setja fordæmi um gildi Sveitarforingjar rekkaskáta ættu að sýna gott fordæmi um lífsgildi skáta og koma þeim á framfæri við rekkaskátasveitina sína. Þeir ættu ekki að hika við að ræða við rekkaskátana þegar þeim finnst ein­ staklingar, flokkar, verkefnateymi eða sveitin fara út af sporinu og ekki starfa samkvæmt markmiðum og grunngildum skátahreyfingarinnar.

Samband á grunni jafnræðis Samband rekkaskátanna og sveitarforingjanna byggir á gagnkvæmri viðurkenningu á verðmæti þess sem hvor aðili um sig færir sambandinu. Til þess að tengslin geti orðið góð þarf fullorðið fólk sem sækist eftir því að verða sveitarforingjar rekka­ skáta að íhuga viðhorf sín til ungs fólks almennt og sérstaklega til unglinga á aldrinum 16-18 ára. Sveitarforingjar rekkaskáta verða að virða hugmyndir og getu skátanna til að stjórna eigin starfi. Á sveitarfundum er hlutverk hans að kalla fram hugmyndir hvers og eins, hrósa og leyfa skátunum að taka ákvarðanirnar. Í framkvæmd er hlutverk hans að standa til hliðar, leyfa unga fólkinu að vinna vinnuna og taka ákvarðanirnar, en að útvega þær upplýsingar sem þarf til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Þetta er mörgum fullorðnum erfitt. Án þess að taka sjálfir eftir því þá falla margir í þá gryfju að vilja stjórna sem mestu og álíta eigin skoðanir og verklag merkilegra en það sem kemur frá rekkaskátunum.

Ábyrgðarhlutverk sveitarforingja Sveitarforingjar geta aukið virka þátttöku, áhrif og ábyrgð ungs fólks með þjálfun í leiðtogafærni: „þjálfun sem byggir á styrkleikum unglinganna og veitir þeim reynslu sem vinnur gegn réttindaleysi og ójafnrétti“.

110

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


Eflum mátt og áhrif ungs fólks Getur fullorðinn einstaklingur aukið áhrif og vald ungrar manneskju? Oft er litið á valdeflingu sem ferli þar sem einstaklingur eða samfélag gefur eða fær vald frá öðrum. Hugmyndin byggir á að uppruni valds sé utan einstaklings eða samfélags og hægt sé fá það eða taka frá öðrum. Önnur kenning byggir á að hver einstaklingur eða samfélag búi yfir eða geti búið yfir valdi. Þá er alltaf einhver annar einstaklingur eða annað samfélag sem getur tekið við valdinu. Í raun og veru er lykillinn sá að fólk átti sig á og noti það vald sem það býr yfir nú þegar. Til umhugsunar: Í Galdrakarlinum af Oz biður huglausa ljónið galdrakarlinn um hugrekki. Að lokum gefst galdrakarl­ inn upp og afhendir ljóninu borða sem táknar hugrekki. Þegar ljónið lítur á borðann trúir það því að það hafi öðlast hugrekki og vald. Þegar ljóninu líður svona hagar það sér samkvæmt því. En, eins og galdrakarlinn hefur orð á: „Ég veit ekki af hverju ljónið biður mig um það sem það hefur nú þegar.“ Hugmyndin um að stuðla að sjálfstæði, virkni og ábyrgð ungs fólks er kjarni þess að skilja hlutverk og starf sveitarforingja rekkaskáta. Lýðræðisuppeldi, aukin áhrif og ábyrgð ungs fólks á eigin starfi er ferli sem ætti að hefjast þegar það byrjar í skátastarfi og aukast jafnt og þétt með auknum þroska og færni. Þær aðstæður sem efla vald og áhrif ungs fólks eru umhverfi jafnréttis, lýðræðis og friðar. Þetta merkir ekki að það eigi að sitja og bíða eftir stöðugleika áður en hlustað er á unglingana og þeim veitt ábyrgð og hlutverk. Stöðugleiki verður til með því að styrkja unga fólkið. Það er nauðsynlegt að skilja styrk- og veikleika þess til að tryggja að það hafi tækifæri til að þroska með sér nauðsynlega leiðtogafærni. Sumir fullorðnir telja sig vera að virkja og auka áhrif og ábyrgð unglinga, en beita aðferðum sem eru í raun og veru aðeins yfirborðskenndar sýndaraðgerðir. Í hverjum rekkaskáta býr geta til að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Sveitarforingjar rekkaskáta þurfa að aðstoða við að skapa umhverfi og aðstæður í starfinu sem hjálpa og hvetja rekkaskátana til að láta til sín taka.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

111


Myndin sýnir þrjú áhrifa- eða valdastig sem hver hópur fólks gengur í gegnum. Hlutverk sveitarforingja er að aðstoða unglingana við að þróast frá fyrsta stiginu til þess þriðja.

Stigavaxandi valdefling.

Uppbygging leiðtogafærni Grunnþættir leiðtogaþjálfunar sem sveitarforingjar rekkaskátastarfs þurfa að sjá unglingunum fyrir eru: • Nærandi tengsl: Áður en við tökum ábyrgð á öðrum þurfum við að hlúa að okkur sjálfum.

Við lærum mest af þeim sem er annt um okkur. Til að vaxa í einstaklingsþroska þurfum við vin og

ráðgjafa til að styðja okkur og hvetja.

• Að skilgreina möguleika hvers og eins: Leiðtogafærni er ekki alltaf augljós. Þeir sem virðast

hvað ákveðnastir búa stundum yfir neikvæðum eiginleikum sem fylgja stjórnsemi þeirra og hinir

sem virðast hlédrægari, óvinsælli og ekki eins vissir í sinni sök gætu búið yfir meiri færni.

• Að leggja áherslu á árangur: Árangurinn af verkefnunum sem unglingarnir takast á við til

gagns fyrir sveitina ætti að vera bæði marktækur og sýnilegur. Sveitarforingjar ættu að hvetja

sveitina til að setja sér krefjandi en raunhæf árangursviðmið.

• Bjóða upp á skipulag sem stuðlar að leiðtogafærni: Rekkaskátasveitin er smækkuð

mynd af samfélagi með fjölbreytt leiðtogahlutverk til að æfa sig á, með stuðningi og hvatningu

frá sveitarforingjunum og jafningjum.

112

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


• Bjóða upp á lærdómvettvang: Reynslan sem unglingurinn fær í rekkaskátastarfinu,

sérstaklega sú sem felur í sér uppbyggjandi og gagnrýna hugsun, markmiðasetningu,

áætlanagerð, skipulagningu, stjórnun, mat og ígrundun, hjálpar honum að þroska nauðsynlega

færni til að verða leiðtogi í eigin lífi.

• Auka svigrúm til að sinna fjölbreyttum verkefnum: Uppbygging leiðtogafærni ætti ekki

að takmarkast við starfið í rekkaskátasveitinni. Leiðtogaþjálfun ætti að vera þannig að hægt

væri að fylgja henni eftir utan rekkaskátastarfsins, svo sem í skóla, í öðru félagsstarfi, á vinnu­-

markaði og samfélaginu almennt.

• Tenging við raunveruleg málefni í heiminum: Vandamál í nærsamfélaginu eru oft tengd

stærri vanda á heimsvísu og stuðla jafnvel að honum. Að sama skapi hafa vandamál í heiminum

oft áhrif á lítil samfélög. Ungt fólk verður að átta sig á þessari tengingu og þarf að fá hvatningu

til að víkka sjóndeildarhringinn út fyrir eigið nærsamfélag. Reynsla er eitthvað sem hefst heima

fyrir en sýn rekkaskátans ætti smám saman að aukast og ná út fyrir nágrennið.

Æskilegir eiginleikar sveitarforingja rekkaskáta Fólk sem vill verða sveitarforingjar rekkaskáta þarf að hafa ákveðna lífsreynslu. Það þarf sjálft að hafa unnið úr reynslu unglingsáranna. Unnið sig í gegnum sigra og ósigra, án þess að tapa metnaði og bjartsýni og það þarf að hafa mikla reynslu af mannlegum samskiptum. BÍS ber ábyrgð á því að bjóða upp á viðeigandi þjálfun og stuðning við sveitarforingja og fullorðna sjálfboðaliða í rekkaskátastarfi.

Andlega þroskaðir og í jafnvægi Ungt fólk stendur frammi fyrir miklum áskorunum. Það getur lent í erfiðum aðstæðum varðandi tilfinning­ar, þunglyndi, vímuefnanotkun, eða áhættuhegðun svo eitthvað sé nefnt. Það hefur þörf fyrir fullorðið fólk sem er í góðu jafnvægi og með nægan þroska til að horfast í augu við vandamálin án þess að fallast hendur eða sýna niðurbrjótandi viðbrögð.

Hafa gott tengslanet innan samfélags fullorðinna Sveitarforingjar rekkaskáta búa ekki yfir allri þeirri þekkingu og færni sem þarf til að leiðbeina ungu fólki til að það geti unnið að krefjandi verkefnum sveitarinnar. Til þess að sinna hlutverki sínu sem best er æskilegt að þeir hafi gott tengslanet í samfélagi fullorðinna þannig að þeir geti útvegað nauðsynlega aðstoð og ráðgjöf þegar á þarf að halda.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

113


Kunna að eiga samskipti við ungt fólk Margt ungt fólk hefur slæma reynslu af samskiptum við fullorðna; innan fjölskyldunnar, í skóla eða af vinnumarkaði. Sveitarforingjar rekkaskáta þurfa að geta byggt upp jákvæð samskipti, byggð á gagnkvæmu trausti. Þeir ættu að forðast vinsældakeppni, en reyna heldur að vera styðjandi og hvetjandi. Þeir ættu ekki að þykjast hafa alla nauðsynlega þekkingu og færni þegar sú er ekki raunin. Þeir ættu að vera hreinskilnir um skort á færni eða þekkingu og vera tilbúnir að vinna með unglingunum að nýjum leiðum og lausnum í starfi og leysa vandamál í sameiningu.

Vilji til að læra meira og efla nauðsynlega færni Loks ættu sveitarforingjar rekkaskáta að vera tilbúnir til að afla sér nýrrar þekkingar. Þeir ættu að leggja sig fram um að fylgjast vel með og viðhalda þekkingu sinni á samfélagsaðstæðum ungs fólks og þeim úrlausnarefnum sem helst brenna á því á hverjum tíma. Þeir ættu að hafa vilja til að læra meira um þarfir og persónuleika ungs fólks, hvernig hægt er að ná til þess, efla sjálfsnám þess og færni til að starfa eftir Skátaaðferðinni. Þeir ættu að skiptast á skoðunum og reynslu við aðra fullorðna í svipuðum hlutverkum til þess að byggja upp þekkingarbrunn, sérfræðikunnáttu og almenna hæfni skátahreyf­ingarinnar til að hjálpa ungu fólki að finna lífsstefnu sína.

Sex stjórnunarstílar og hvenær ætti að beita þeim Að breyta teymi úr því að vera venjulegt yfir í að vera frábært krefst skilnings og viðurkenningar á muninum á stjórnun (management) og forystu (leadership). Rithöfundurinn og stjórnunarráðgjafinn Peter Drucker segir: „Stjórnun er fólgin í að gera hlutina rétt; forysta er að gera réttu hlutina.“ Stjórnandi og leiðtogi eru tvö algjörlega ólík hlutverk – þó að þeim sé oft ruglað saman. Stjórnandi er sá sem greiðir fyrir árangri teymisins sem hann eða hún stýrir. Stjórnandinn sér til þess að allir hafi það sem til þarf til að ljúka ákveðnu verki og ná tilætluðum árangri – að hver og einn sé vel þjálfaður, ánægður og þurfi ekki að glíma við óþarfar hindranir á leiðinni; að allir séu tilbúnir til að taka næsta skref og að hver og einn fái viðurkenningu fyrir vel unnið verk og nauðsynlega leiðbeiningu þegar þörf krefur.

Robyn Benincasa hefur tvisvar orðið „Adventure Racing World Champion“ og tvisvar komist á „Guinnes World Record“ sem kajak-ræðari á lengri vegalengdum. Hún er slökkviliðsmaður í fullu starfi og höfundur nýlegrar bókar, HOW WINNING WORKS: 8 Essential Leadrship Lessons from the Toughes Teams on Earth (Harlequin Nonfiction, júní 2012). Þessi kafli er unninn úr þeirri bók.

114

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


Gagnstætt þessu getur leiðtoginn verið hver sá í teyminu sem hefur sérstakan hæfileika við tilteknar aðstæður, sá sem hugsar skapandi, út fyrir kassann, og hefur frábæra hugmynd eða sérstaka og viðeigandi reynslu sem getur gagnast stjórnanda teymisins. Leiðtogi er sá sem leiðir á grundvelli eigin styrks – en ekki eingöngu á grundvelli ákveðinnar nafnbótar. Bestu stjórnendur eru alltaf opnir fyrir því að leyfa ólíkum leiðtogum að koma fram og hrífa þá sem eru með þeim í teymi (að stjórnandanum meðtöldum) til að taka næsta skref. Þegar glímt er við viðvarandi ögranir og breytingar á „ókortlögðu athafnasvæði“ þar sem engin leið er að vita hvað tekur við næst, er ekki við því að búast að einhver einn hafi öll svör eða geti leitt hópinn sem allsráðandi á grundvelli tiltekinnar nafnbótar á nafnspjaldi. Slíkt gengur ekki upp í veruleikanum. Stundum er verkefni löng röð af hindrunum – tækifærin birtast með ógnarhraða og þá þarf að nýta allt sem til er af sameiginlegum vilja og samanlagðri færni sem fyrir hendi er til að leysa málin. Þess vegna á hernaðarleg miðstýring aldrei við þegar um er ræða aðstæður sem geta breyst hratt í daglegu líf okkar (sem er raunverulega eitt stórt og langvarandi ævintýri – vonandi). Tom Peters segir – „bestu leiðtogarnir eru ekki þeir sem skapa fylgjendur , heldur hinir sem leiða fram fleiri leiðtoga“. Þegar við deilum forystu erum við sem heild mun skynsamari, sveigjanlegri og hæfari þegar til lengdar lætur, einkum þegar um er að ræða aðstæður sem eru óljósar og ófyrirséðar ögranir eru líklegar til að koma upp.

Að breyta stjórnunarstíl Bestu félagar í hópi leyfa ekki eingöngu ólíkum leiðtogum að njóta sín á grundvelli styrks hvers og eins, heldur vita líka að forysta getur og á að vera tengd mismunandi aðstæðum eða ástandi, með þarfir og hag heildarinnar í huga. Stundum þarf félagi í hópi vingjarnlegt faðmlag. Stundum þarf hópurinn á þeim að halda sem opnar nýja sýn á aðstæðurnar, bendir á aðra leið til að leysa verkefnið – og jafnvel stöku sinnum ýtir harkalega við hópnum ef þörf krefur. Þannig skiptir góður leiðtogi um stjórnunarstíl eins og golfari skiptir um kylfu eftir yfirvegaða greiningu á aðstæðum og lokamarkmiðinu sem að er stefnt. Mjög vandaðri rannsókn á breytingarstjórnun er lýst í tímamótagrein eftir Daniel Goleman, „Forysta sem skilar árangri“, sem birtist í Harvard Business Review árið 2000. Goleman og rannsóknarhópur hans höfðu þá lokið þriggja ára rannsókn á meira en 3000 millistjórnendum í fyrirtækjum og stofnunum. Markmið þeirra var að varpa ljósi á einstakar stjórnunaraðgerðir og kanna áhrif þeirra á starfsanda og á afrakstur viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

115


Rannsóknin sýndi að stjórnunarstíll viðkomandi stjórnanda var ákvarðandi um 30% af hagnaði eða afrakstri fyrirtækja og stofnana! Það er allt of stórt hlutfall til að það sé haft að engu. Ímyndaðu þér hvað miklu fé og orku fyrirtæki leggja í að breyta vinnuferlum, auka skilvirkni og minnka kostnað til að auka afköst eða hagnað jafnvel um eitt prósent. Berðu það saman við þá aðgerð að fá stjórnendur til að beita sveigjanlegri stjórnunarstílum. Það þarf engin stjarnvísindi til að reikna það dæmi. Hér eru sex stjórnunarstílar sem Goleman sá hjá stjórnendunum sem hann rannsakaði, ásamt stuttri greiningu á á áhrifum þeirra á starfsanda fyrirtækjanna: 1. Stýrandi leiðtogi, sem ákveður hraðann eða taktinn, sýnir fordæmi og ætlast til sjálfstjórnunar

og mikils árangurs. Ef lýsa ætti þessum stjórnunarstíl með einni setningu væri það „gerðu eins

og ég“. Þessi stjórnunarstíll virkar best þegar teymið er þegar áhugasamt og kann til verka

– leiðtoginn væntir árangurs og það fljótt. Ef þessi stjórnunarstíll er ofnotaður getur hann orðið

yfirþyrmandi fyrir einstaka þátttakendur í teyminu og kæft nýjar hugmyndir.

2. Myndugi leiðtoginn sem beitir eigin myndugleika keyrir teymið áfram að augljósu eða

almennu marki. Hann leggur áherslu á lokamarkmið, en lætur hvern þátttakanda um leiðirnar.

Ef lýsa ætti þessum stjórnunarstíl með einni setningu væri það „komið með mér“. Valdstíllinn

á best við þegar teymið þarf að öðlast nýja sýn þar sem aðstæður hafa breyst eða þegar

augljósrar leiðsagnar er ekki þörf. Leiðtogi sem beitir valdstíl getur vakið anda frumkvöðulsins og

tindrandi eldmóð eða köllun „trúboðans“. Þetta er ekki besti stjórnunarstíllinn þegar leiðtoginn

er að vinna með teymi sérfræðinga sem vita jafnvel meira en hann.

3. Liðsheildar leiðtoginn sem reynir að efla liðsheild með því að skapa tilfinningaleg tengsl

sem byggja upp hópinn sem slíkan og tilfinninguna fyrir að tilheyra. Ef lýsa ætti þessum

stjórnunarstíl með einni setningu væri það „hópurinn gengur fyrir“. Þessi stjórnunarstíll virkar

best þegar hópurinn er taugaóstyrkur, þegar einstaklingarnir þurfa að komast yfir tiltekið áfall

eða þegar endurbyggja þarf traust innan hópsins. Það er þó ekki gott að ofnota þennan

stjórnunarstíl því óhófleg notkun á hrósi og klappi getur leitt til miðlungsárangurs og stefnuleysis.

4. Leiðbeinandi leiðtoginn sem leiðir hópinn og byggir þátttakendur upp til framtíðar. Ef lýsa

ætti þessum stjórnunarstíl með einni setningu væri það „reynið þetta“. Þessi stjórnunarstíll virkar

best þegar leiðtoginn ætlar að hjálpa þátttakendum í teyminu við að byggja upp persónulegan

styrk sinn til frambúðar og efla þá til framkvæmda. Hann á síst við þegar þátttakendur sýna

þrjósku og vilja ekki læra af reynslunni eða þegar leiðtoginn er vankunnandi á viðkomandi sviði.

5. Allsráðandi leiðtoginn sem beitir valdi eða þvingunum og krefst hlýðni á stundinni.

Ef lýsa ætti þessum stjórnunarstíl með einni setningu væri það „gerðu það sem ég segi þér“.

Þessi stjórnunarstíll á best við þegar um er ræða krísu- eða hættuástand eins og þegar fárviðri

geisar eða við eldsvoða. Þessi stjórnunarstíll getur líka átt rétt á sér þegar allt annað hefur verið

reynt til að stöðva þátttakanda sem lætur ekki segjast. Þennan stjórnunarstíl ætti samt sem áður

að forðast í nánast öllum tilvikum þar sem hann getur kallað fram firringu, kæft skapandi starf

og kallað fram stífni og ósveigjanleika.

116

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERJIR?


6. Lýðræðislegi leiðtoginn byggir upp samheldni með þátttöku. Ef lýsa ætti þessum

stjórnunarstíl með einni setningu væri það „Hvað finnst þér?“ Lýðræðislegi stjórnunarstíllinn er

árangursríkastur þegar leiðtoginn þarf að fá teymið til að tileinka sér eða eiga hlut í ákvörðun,

skipulagi eða markmiði – eða hann eða hún er óviss og þarf að fá ferskar hugmyndir frá hæfum

einstaklingum í teyminu. Þessi stjórnunarstíll á ekki við á hættustund, þegar tíminn skiptir öllu

máli af augljósum ástæðum né þegar aðrir í teyminu hafa ekki þá þekkingu eða reynslu sem þarf

til að gefa góð og viðeigandi ráð.

Þegar allt kemur til alls: Ef þú tekur einn bolla af mynduga leiðtoganum, einn bolla af lýðræðislega, leiðbeinandi og liðsheildar leiðtoganum með skvettu „eftir smekk“ af stýrandi og allsráðandi leiðtoganum– og þú leiðir hópinn eftir aðstæðum þannig að hann eflist og styrkist – ert þú með afbragðs uppskrift að langtíma leiðtogafærni sem leiðir til góðs árangurs með hvaða hóp sem er.

Samantekt Í skátastarfi byggir stuðningur fullorðinna við unglingana á tengslum, bæði við einstaklinga og hópa. Hlutverk fullorðinna sjálfboðaliða í þessum samskiptum er að greiða fyrir ferli sjálfsnáms með þeim aðferðum sem rekkaskátastarfið byggir á. Stuðningur fullorðinna við starf ungs fólks í skátahreyfingunni er annars eðlis en sá stuðningur sem það fær hjá öðrum fullorðnum í lífi sínu, til dæmis hjá foreldrum, kennurum og þjálfurum. Í hverju tilviki er um að ræða ólíkar ástæður fyrir tengslunum. Markmið, tilfinningar og gagnkvæm áhrif eru ekki þau sömu og hlutverkin sem hver og einn hefur í samskiptunum eru ólík.

HVERJIR? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

117


118

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | HVERJIR?


HVAÐ? 4. HLUTI

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

119


Þessi hluti bókarinnar er um eiginlega framkvæmd rekkaskátastarfs og þær tvær megin leiðir sem framkvæmdin byggir á; verkefnum og persónulegum áskorunum rekkaskátanna sjálfra. Þessum hluta bókarinnar er skipt í tvo kafla:

1. kafli - Verkefnin í rekkaskátastarfi Hvort heldur verkefni rekkaskátastarfs eru framkvæmd inni eða úti, hérlendis eða erlendis, eru valverkefni eða hefðbundin verkefni, gamaldags eða nýmóðins, þá eiga þau það alltaf sammerkt að vera valin, undirbúin, framkvæmd og metin af unglingunum sjálfum.

2. kafli - Þroskamarkmið og persónulegar áskoranir Persónulegar áskoranir eru leið hvers og eins til að vinna að þroskamarkmiðum skátastarfs. Þau eru 35 talsins og marka þann vettvang sem skátahreyfingin veitir ungu fólki til að átta sig á hæfileikum sínum, ná árangri og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar – leiðtogar í eigin lífi. Viðfangsefni eins og þátttaka í viðburðum, námskeiðum og fundum, sem jafnvel eru undirbúin af öðrum, eru einnig hluti af rekkaskátastarfinu og tengjast of annað hvort tilteknum verkefnum eða vinnu skátans að persónulegum áskorunum.

120

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


1. kafli

Verkefnin í rekkaskátastarfi Efnisyfirlit Inngangur............................................................................................................................................................122 Verkefnavinna í skátastarfi ...................................................................................................................................124 Ólíkar gerðir verkefna...........................................................................................................................................125

Innri og ytri verkefni .....................................................................................................................................125

Hefðbundin verkefni og valverkefni ...............................................................................................................125

Valverkefnaflokkarnir fjórir ...................................................................................................................................127

Ferðalög og alþjóðastarf ..............................................................................................................................127

Útilífsáskoranir .............................................................................................................................................128 Samfélagsþátttaka .......................................................................................................................................129

Lífið og tilveran ............................................................................................................................................129

Sérkunnáttuverkefni.............................................................................................................................................130 Önnur starfs- og verkefnatilboð ...........................................................................................................................131 Verkefni taka mislangan tíma ..............................................................................................................................131 Samantekt...........................................................................................................................................................131

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

121


Lykilatriði • Unglingarnir vinna að verkefnum og öðlast reynslu innan og utan rekkaskátastarfsins. • Í rekkaskátastarfi þarf bæði að vinna að hefðbundnum verkefnum og valverkefnum. • Valverkefni rekkaskáta eru fjölbreytt, skipulögð í mismunandi umhverfi og taka á

sig ýmsar myndir. Þeim er skipt í fjóra flokka: Ferðalög og alþjóðastarf.

Útilífsáskoranir. Samfélagsþátttöku. Lífið og tilveruna. Teymisvinna verkefna­-

teyma rekkaskátasveitarinnar og flokkastarf rekkaskátaflokkanna styðst að mörgu leyti

við þessa verkefnaflokkun.

• Sérkunnáttuverkefni eru einstaklingsverkefni sem hver og einn getur aðlagað að eigin

áhuga og getu.

• Fjölmörg starfs- og verkefnatilboð standa rekkaskátum til boða á ári hverju, jafnt innan

lands sem utan.

• Tímalengd verkefna í rekkaskátastarfi skiptir máli, annars vegar vegna skipulags

dagskrárhringja og flokks- og sveitaráætlana, en hins vegar vegna þess að nauðsynlegt

er að uppfylla ólíkar þarfir og áhuga allra í skátasveitinni með fjölbreyttum verkefnum.

Inngangur Það eru fyrst og fremst verkefnin sem gera rekkaskátastarfið jafn áhugavert og raun ber vitni, en mikilvægt er að þau séu sem oftast „skemmtun með tilgang“. Verkefni eru því mikilvægur hluti starfsins, en tilgangur þeirra er ekki aðeins að bjóða upp á skemmtun, þau eru einnig gagnleg leið til að stuðla að þroska ungmenna og mótun sjálfsmyndar þeirra. Verkefni í rekkaskátastarfi ættu að bjóða upp á viðfangsefni sem eru ungu fólki mikilvæg: Heilsu, sambönd, ábyrg viðhorf til kynlífs, lífsstíl, öryggi einstaklingsins og val í lífinu. Verkefni geta verið leið til að öðlast reynslu sem eykur vitund um sjálfbærni og umhverfismál og áhrif þeirra bæði á nærsamfélagið og heiminn allan. Mikilvægt er að rekkaskátarnir hafi sjálfir frumkvæði og séu virkir við undirbúning, framkvæmd og mat á verkefnunum. Í kaflanum Reynslunám í 5. hluta bókarinnar er fjallað nánar um hvernig verkefnavinna tengist þroska­ markmiðum rekkaskátastarfs og í kaflanum Útilíf og umhverfi- hjálpsemi og samfélag, í sama hluta bókarinnar, er fjallað um hvernig náttúra, umhverfi og samfélag er vettvangur rekkaskátastarfsins.

122

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


Sveitarforingjar og aðrir leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við verkefni rekkaskátastarfs: • Sum skátafélög og bandalög einbeita sér frekar að verkefnatilboðum fyrir yngri

aldursstig og sinna rekkaskátastarfi lítið.

• Sum skátafélög og bandalög átta sig ekki á mikilvægi verkefna við að ná þroska

markmiðum rekkaskátastarfs.

• Sumar rekkaskátasveitir, skátafélög og bandalög leggja til verkefnavinnu án þess

að tilgangur hennar sé ljós.

• Sumar rekkaskátasveitir, skátafélög og bandalög sjá eiginlegt rekkaskátastarf

aðeins sem starf viðburða- og verkefnavinnu.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Verkefnavinnu og ólíkar gerðir verkefna í skátastarfi • Valverkefnaflokkana fjóra • Sérkunnáttuverkefnin • Önnur starfs- og verkefnatilboð í rekkaskátastarfi • Tímalengd verkefna

Við uppbyggingu rekkaskátastarfs þarf að: • Leggja til, kynna, hvetja til og styðja við vinnu að fjölbreyttum og vel skilgreindum verkefnum fyrir

rekkaskátaflokka og sveitir.

• Standa fyrir, styðja við og hvetja til svæðis- og landsviðburða fyrir rekkaskáta sem dæmi um

fjölbreytt og gefandi starf fyrir rekkaskátasveitir og flokka.

• Tryggja að gert sé ráð fyrir virkri þátttöku ungs fólks á öllum stigum rekkaskátastarfsins. • Stuðla að og styðja við möguleika rekkaskáta til að ferðast um heiminn og kynnast öðrum

menningarheimum en sínum eigin.

• Gera rekkaskátum kleift að þroska með sér eigið gildismat.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

123


• Veita rekkaskátunum tækifæri til að átta sig á og mæta þörfum samfélagsins og byggja upp

tengslanet, jafnt heima fyrir sem erlendis.

• Bjóða skátunum upp á tækifæri til að þroska með sér færni sem nýtist þeim úti í samfélaginu. • Gera skátunum kleift að vinna að langtímaverkefnum, deila ábyrgð og vinna saman. • Auka skilning á og vinna að hnattrænum úrlausnarefnum.

Verkefnavinna í skátastarfi Verkefnavinna veitir skátanum einstaklingsbundna reynslu og því verðum við að greina á milli verkefnis­ ins sem allir taka jafnan þátt í og reynslunnar sem hver unglingur öðlast á meðan á verkefnavinnunni stendur. Verkefni • Það sem gerist út á við, viðfangsefnið eða athöfnin sem allir taka þátt í. • Viðfangsefni eða athöfn sem skapar mismunandi kringumstæður.

Reynsla • Það sem gerist innra með hverjum og einum. Reynsla er það sem viðkomandi öðlast við

verkefnavinnu og sem situr eftir að því loknu.

• Það sem hver unglingur öðlast þegar hann stendur frammi fyrir mismunandi kringumstæðum. Reynslan er það mikilvægasta í fræðsluferlinu. Hún er í raun persónuleg tengsl unglingsins við raunveruleikann. Reynsla hjálpar honum að fylgjast með og greina eigin viðbrögð og samræma hana þeirri hegðun sem markmiðin fela í sér.

Reynsla er einstaklingsbundin Skátarnir geta öðlast mismunandi reynslu þó að þeir taki þátt í sama verkefninu. Á því geta verið margar skýringar, meðal annars persónuleiki hvers einstaklings. Verkefnavinna getur gengið mjög vel og verið mjög árangursrík fyrir hópinn í heild sinni þótt hún skili ekki tilætluðum árangri hjá einhverjum einstaklingum. Hins vegar getur það líka gerst að verkefni sem almennt er ekki talið hafa tekist vel veitir einum eða fleiri skátum reynslu sem hjálpar þeim að tileinka sér viðhorf eða hegðun sem þeir sækjast eftir. Þar sem reynslan grundvallast á skynjun hvers unglings fyrir sig á veruleikanum getum við sem foringjar ekki haft áhrif á hana, stjórnað henni né séð hana fyrir. Við getum hins vegar haft áhrif á verkefnin, kynnt fyrir skátunum og hvatt þá til að velja verkefni sem stuðla að reynslu er nýtist þeim í lífinu.

124

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


Ólíkar gerðir verkefna Innri og ytri verkefni Í næsta kafla er fjallað um að þroskamarkmið skátastarfs nái yfir allt líf skátanna og að persónulegar áskoranir þeirra feli í sér fjölmargar og margbreytilegar athafnir sem margar hverjar eiga sér ekki stað innan flokksins eða skátasveitarinnar. Við getum því gert greinarmun á milli innri og ytri verkefna. • Innri verkefni eru þau sem eru á áætlun skátasveitarinnar, hvort sem þau eru unnin í

flokkunum, sveitinni eða þar fyrir utan.

• Ytri verkefni eru þau sem unglingarnir stunda utan flokks- og sveitastarfsins og eru ekki í

beinum tengslum við skátastarfið.

Verkefni sveitarforingja eru fyrst og fremst innri verkefni, en það væri rangt að halda því fram að hægt væri að leiða ytri verkefnin alfarið hjá okkur. Auk þess að vera skátar eru unglingarnir nemendur í skólum og hlutar af fjölskyldum. Hugsanlega stunda þeir íþróttir, leika á hljóðfæri, eiga vini sem ekki eru í skátunum og eiga samskipti við mismun­ andi hópa innan samfélagsins. Um leið og flokkurinn og sveitarforingjar hvetja til framfara sem stuðla að þroska unglinganna verða þeir að hafa í huga að skátar þroskast í öllum þessum hlutverkum og þau hafa öll áhrif á mótun persónuleika þeirra.

Hefðbundin verkefni og valverkefni Verkefni má flokka sem annað hvort hefðbundin verkefni eða valverkefni. Það er háð eðli þeirra, hversu oft þau eru unnin og á hvaða hátt þau samræmast Skátaaðferðinni og hvernig þau tengjast markmiðunum og áskorunum hvers einstaks skáta. Hefðbundin verkefni • Eru venjulega unnin á sama hátt og tengjast almennt sama viðfangsefni. • Eru til þess að rétt andrúmsloft skapist fyrir skátastarfið.

Valverkefni • Eru framkvæmd á mismunandi hátt og geta verið eins fjölbreytt og hugmyndaflug skátanna leyfir.

Eðli verkefnanna fer eftir áhugasviði skátanna.

• Eru ekki endurtekin, nema skátarnir óski þess sérstaklega og þá aðeins að ákveðnum tíma liðnum.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

125


Dæmi um hefðbundin verkefni eru athafnir tengdar siðum og venjum sveitarinnar. Hver athöfn er alltaf með svipuðu sniði sama hversu oft hún er framkvæmd. Endurtekning hennar hjálpar til við að skapa visst andrúmsloft í starfi sveitarinnar. Hefðbundin verkefni skátaflokka og sveita eru til dæmis sveitar­ þing, fundir, ferðir, útilegur, leikir, söngvar og margt fleira. Valverkefni eru oftast unnin innan hefð­ bundnu verkefnanna, á fundum, í ferðum eða útilegum. Í raun eru hefðbundnu verkefnin og valverkefnin hvorki aðskilin né andstæð. Þau eru tengd og eitt einstakt verkefni getur bæði verið valverkefni og hefðbundið verkefni. Útilega er dæmi um hefðbundið verkefni sem felur yfirleitt í sér nokkur valverkefni. Einn af lykilþáttum þess að efla sveitarstarfið liggur í því að búa til sveitaráætlun með góðu jafnvægi á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna, með virkri og ábyrgri þátttöku skátanna. Hefðbundin verkefni • Styrkja Skátaaðferðina með því að tryggja þátttöku skátanna í sameiginlegri ákvarðanatöku. • Stuðla að góðum starfsanda innan sveitarinnar og veita unglingunum dæmigerða „skátareynslu“. Valverkefni • Höfða til áhugasviðs unglinganna og opna huga þeirra fyrir þeim margbreytileika sem lífið og

heimurinn hefur upp á að bjóða.

• Endurspegla tíðaranda og þarfir samfélagsins.

Sveitarstarf með of mörgum hefðbundnum verkefnum og of fáum valverkefnum getur leitt til „innhverfrar sveitar” sem er sjálfmiðuð og einangruð frá umhverfinu. Slíkt starf undirbýr unglingana ekki fyrir lífið heldur einungis fyrir skátastarfið. Það myndi í raun verða „skátastarf fyrir skáta” en ekki „skátastarf fyrir unglinga”. - Gæti auk þess gert starfið afskaplega leiðinlegt, leitt til stöðnunar og þess að skátarnir hætti. Dagskrá með of mörgum valverkefnum og of fáum hefðbundnum verkefnum gæti leitt til þess að sveitin missti sérkenni sín. Hún gæti enn verið spennandi og jafnvel gagnleg fyrir unglinga, en hefði ekki sama skátabraginn. Slíkt gæti stefnt einingu sveitarinnar í hættu og þeirri tilfinn­ingu unglinganna að finnast þeir tilheyra skátasveit. Gæti auk þess orðið til þess að starfið byggði á verkefnum sem unglingarnir framkvæmdu „af því bara“ án þess að ígrunda hvað þau stæðu fyrir og sveitin ætti þannig í erfiðleikum með að ná stöðugleika og stefnufestu.

126

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


Valverkefnaflokkarnir fjórir Eins og útskýrt er í kaflanum um reynslunám í 5. hluta bókarinnar, er þátttaka í verkefnum reynsla og upplifun sem veitir ungu fólki tækifæri til að bæta við sig þekkingu og færni, losna við fordóma og breyta viðhorfum. Þátttakan veitir þeim jafnvel nýja sýn eða viðhorf í tengslum við persónulegar áskor­a­nir þeirra sjálfra og þroskamarkmið rekkaskátastarfs. Unglingarnir læra af reynslunni sem þeir öðlast við þátttöku og við mat á verkefnavinnunni. Verkefni rekkaskátastarfs eru mjög fjölbreytt og stuðla að gagnlegri námsreynslu. Í rekkaskátastarfi má læra af hefðbundnum verkefnum, val- og þemaverkefnum, viðburðum og námskeiðum. Þó að bjóða eigi upp á fjölbreytt úrval verkefna í rekkaskátastarfi ætti að leggja höfuðáherslu á við­ fangs­efni og reynslu sem hjálpar unglingum við að takast á við þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir á þessu aldursskeiði (sjá kaflana um einkenni og þarfir ungs fólks). Því ætti rekkaskátastarfið að bjóða hverjum einstaklingi leiðir og verkefni sem tengjast áhuga hans og þörfum á hverjum tíma. Verkefnum rekkaskátastarfs er skipt í fjóra flokka sem eru: 1. Ferðalög og alþjóðastarf 2. Útilífsáskoranir 3. Samfélagsþátttaka 4. Lífið og tilveran

Ferðalög og alþjóðastarf Flest ungt fólk hefur þörf fyrir að kanna önnur lönd. Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs tekur mið af þessu. Með því að kanna ný svið og nema nýjar lendur er vísað til ferðalaga, könnunar og eigin upp­ götvana. Ferðalög ættu að vera mikilvægur þáttur í rekkaskátastarfi. Rekkaskátar ferðast ekki eins og „túristar“ sem oft hafa aðeins áhuga á hefðbundinni ferðamannaafþreyingu. Segja má að rekkaskátar séu virkir ferðamenn, sem vísar til þess að þeir hafa áhuga á að kynnast mismunandi lífsháttum og aðstæðum fólks, menningu þess, skoðunum og væntingum. Rekkaskátar eru forvitnir og vilja kanna, kynnast og skilja. Virkir ferðamenn reyna ekki að komast yfir 1000 km á viku í loftkældum bílum á hraðbrautum. Þeir ganga, hjóla, sigla eða nota almenningssamgöngur til þess að kynnast fólki og lífi þess, mynda við það tengsl og auka við skilning sinn. Ferðalög eru leið til að kynnast umhverfi, sögu, lífsstíl og menningu annarra.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

127


Byrja þarf á að þroska hæfileikann til að ferðast og kynnast nýrri menningu í nærsamfélaginu. Margt ungt fólk þekkir lítið fjölbreytileika menningarinnar í heimalandi sínu. Fyrsta skrefið í átt til þess að virða og þykja vænt um eigin heimaslóðir og verða virkur þjóðfélagsþegn er að kynnast eigin landi. Rekka­ skátastarf ætti að bjóða ungu fólki upp á þá reynslu að uppgötva fjölbreytileikann í eigin landi. Á tímum hnattvæðingar er mikilvægt að ungt fólk hafi tækifæri til að mynda tengsl við aðrar þjóðir og menningu þeirra. Nýta ætti alþjóðlegt net skátahreyfingarinnar sem lærdómsvettvang. Rekkaskátastarfið ætti að veita eins mörg tækifæri og mögulegt er til að bjóða upp á alþjóðlega reynslu: • Samstarfsverkefni rekkaskátasveita í tveimur eða fleiri löndum. • Samstarf við rekkaskátasveitir hér heima og erlendis. • Þátttaka í alþjóðlegum skátamótum og viðburðum. • Þátttaka í alþjóðlegri rekkaskátadagskrá.

Útilífsáskoranir Náttúran og nánasta umhverfi okkar getur verið áhugaverðari og meira gefandi vettvangur fyrir verkefni í rekkaskátastarfi en oft er talið. Útivist og útilífsverkefni geta svarað þörfum unglinga fyrir kyrrð og ró jafnvel og þörfum þeirra fyrir spennu, hreyfingu og líkamlegar áskoranir. Varast ber að einskorða útivist og útilífsáskoranir við keppni um að komast sem lengst eða hæst, eða verða þreyttari, kaldara, blautari, hraktari eða lenda í meiri vosbúð en áður. Útilífsverkefni eru leið að því markmiði að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur, en ekki hið eiginlega markmið – hvað þá að það geti orðið að markmiði að þreytast eða blotna. Hver einstakur rekkaskáti eða rekkaskátaflokkur ætti að móta sínar eigin útilífsáskoranir eftir áhuga og þörfum hvers og eins. Hvort heldur verkefni rekkaskátaflokks eða sveitar er gönguferð á Ingólfsfjall, leiðangur á Hvannadals­ hnjúk, stjörnuskoðun eða haustlitaferð í Heiðmörk, þá býður útivist upp á mikilvæg tengsl við náttúruna, að upplifa, kanna og uppgötva. Með því að njóta fegurðar og fjölbreytileika náttúrunnar öðlast unglingar virðingu fyrir umhverfi sínu og skilning á verndun þess.

128

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


Samfélagsþátttaka Hjálpsemi, virkni og ábyrgð eru mikilvæg gildi og markmið rekkaskáta, þau samræmast vel hlutverki skátahreyfingarinnar um að „gera heiminn betri“. Samfélagsverkefni kenna unglingum að skilja ólíkar aðstæður fólks og setja sig í spor annarra. Þeir þroska með sér samkennd, læra að þekkja og greina vandamál og skilja orsakir þeirra. Það gerir þeim kleift að takast á hendur verkefni sem geta stuðlað að jákvæðum breytingum og gera heiminn betri. Rekkaskátar ættu að vera samfélagslega virkir og taka afstöðu til mikilvægra mála með því að takast á hendur eða taka þátt í verkefnum er leiða til breytinga sem stuðla að betra samfélagi. Úrlausnarefnin blasa við, hvert sem litið er, bæði í nærsamfélaginu og úti í hinum stóra heimi. Verkefnasviðið getur spannað allt frá stuttri fjöruhreinsunarferð til langtíma þróunarhjálparverkefna. Þátttöku í mannréttinda- og hagsmunabaráttu minnihlutahópa eða friðar og mannréttindabaráttu á alþjóðavísu. Í samfélagsverkefnum læra rekkaskátar nauðsynlega færni til að verða ábyrgir þjóðfélagsþegnar: Gagn­ rýna hugsun, greiningu vandamála, lausnaleit, stjórnun og úrlausn ágreinings, verkefnastjórnun o.s.frv. Messengers of Peace verkefnadagskráin er kjörin umgjörð til að þjálfa rekkaskáta í samfélagsþátttöku sem sjálfstæða, virka og ábyrga þegna í samfélaginu, jafnt innan lands sem utan.

Lífið og tilveran Það er stórt og mikið viðfangsefni að verða fullorðinn og setja sér framtíðarmarkmið. Það tekur á að móta eigin sjálfsmynd, að stofna til tilfinningasambanda og taka ákvörðun um nám og starfsvettvang. Margt ungt fólk er leitandi og því mikilvægt að innan rekkaskátastarfsins hafi það tækifæri til að reyna sig við sem flest og finni út hvar áhugi þess liggur. Það þarf að læra á styrk sinn og veikleika, finna sóknarfærin og átta sig á hindrununum. Samskiptafærni, menning og listir, tímastjórnun, tækni og vísindi, heilsurækt og það að „vera“ og „tilheyra“ er allt mikilvægur undirbúningur fyrir þessar stóru ákvarðanir. Samfélagsþjónustuverkefni geta undirbúið ungt fólk fyrir að verða ábyrgir þegnar en einnig er mikilvægt að rekkaskátastarfið undirbúi það fyrir önnur hlutverk fullorðinsáranna eins og atvinnuþátttöku og fjárhagslegt sjálfstæði.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

129


Sérkunnáttuverkefnin Sérkunnáttuverkefnum er ætlað að skapa visst upphaf. Þeim er ætlað að hvetja rekkaskátana til að tileinka sér og þjálfa leikni á ákveðnum sviðum, þroska meðfædda hæfileika og finna ný áhugamál. Ánægja og sjálfstraust unglinganna eykst við að ná valdi á tiltekinni leikni. Í rekkaskátasveitinni eru unglingarnir hvattir til að vinna að og tileinka sér sérkunnáttu. Ákvörðunin um að láta verða af því er þó alfarið í þeirra höndum. Þeir geta valið og stungið upp á viðfangsefni sem þeir grundvalla á eigin áhugamálum eða hafa valið af hugmyndalista BÍS á dagskrárvef www.skatamal.is. Rekkaskátarnir vinna að sérkunnáttuverkefnum hver í sínu lagi á hinum ýmsu tímum utan venjulegra flokks- og sveitarfunda. Lengd þeirra veltur á þeim viðfangsefnum sem eru valin, en þau gætu tekið frá 2 til 6 mánuði. Vinna að sérkunnáttuverkefnum er óháð dagskrárhring sveitarinnar og þarf ekki að fylgja tímamörkum hans. Sérstakur umsjónarmaður styður unglinginn í að afla sér viðkomandi sérkunnáttu. Það getur verið einn af sveitarforingjunum sem þekkir til viðkomandi viðfangsefna eða einhver hæfur sem er tilnefndur af sveitarráðinu, foringjaflokknum eða fyrirliða rekkaskátastarfs í skátafélaginu. Markmið og verkefnakröfur sérkunnáttuverkefna eru mismunandi Þegar skátinn hefur valið sérkunnáttusvið og umsjónarmaður er fundinn koma umsjónarmaðurinn og skátinn sér saman um markmið fyrir sérkunnáttuverkefnið og þær kröfur sem þarf að uppfylla til að ljúka því. Jafnvel þó að sérkunnáttuverkefnið hafi verið valið af fyrirfram útbúnum hugmyndalista þar sem búið er að skilgreina markmið verkefnisins og kröfurnar er nauðsynlegt að endurskoða það með tilliti til hvers einstaklings. Það ætti einungis að nota markmiðin, verkefnin og kröfurnar á hugmyndalistanum til hliðsjónar. Sérkunnáttuverkefnin eru í fimm flokkum Þar sem sérkunnáttuverkefnin tengjast afmörkuðu „námsefni“ er auðveldlega hægt að flokka þau eftir þekkingu eða verkefnum. • Útilíf og náttúruvernd

• Tækni og vísindi

• Íþróttir og heilsurækt

• Listir og menning

• Hjálpsemi og samfélagsþátttaka

130

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


Sérkunnáttuverkefnin veita skátanum tækifæri til að afla sér nýrrar þekkingar eða færni, að læra meira um efnið sem valið var, hrinda því í framkvæmd og jafnvel hjálpa öðrum með því að beita viðkomandi þekkingu eða færni. Mikilvægast er að fá tækifæri til að gera eitthvað markvisst og læra af reynslunni.

Önnur starfs- og verkefnatilboð rekkaskáta Skátahreyfingin býður rekkaskátum, rekkaskátaflokkum og rekkaskátasveitum upp á fjölda áhugaverðra starfs- og verkefnatilboða á hverju ári. Rekkaskátasveitir eru jafnframt hvattar til að bjóða öðrum rekka­ skátum þátttöku í stærri viðburðum sínum. • Vinna að Forsetamerkinu er áhugavert og krefjandi starfstilboð fyrir rekkaskáta og á sér

áratuga hefð í íslensku skátastarfi.

• Messengers of Peace verkefni alþjóðasamtaka skáta (WOSM) er friðar- og samfélagsþjónustu

verkefnadagskrá sem hvetur rekkaskáta til samfélagsþjónustu í alþjóðlegu samhengi.

• Dagskrárvefurinn á www.skatamal.is auðveldar rekkaskátum og sveitarforingjum leit að

verkefnahugmyndum. Þar er safn verkefnahugmynda sem eru uppfærðar reglulega.

• Dagskrárráð BÍS býður á hverju ári upp á spennandi viðburði og ferðir fyrir rekkaskáta, jafnt

innan lands sem utan.

Verkefnin taka mislangan tíma Tímalengd verkefna skiptir máli þegar kemur að skipulagi dagskrárhringja flokka og sveitarinnar og gerð sveitaráætlunar. Það eru til sjálfsprottin verkefni eða skyndiverkefni sem eru nær alltaf „óvænt verkefni“. Þau eru ætluð til þess að ná athygli unglinganna, skapa augnabliksskemmtun eða nýta tímann ef upp kemur ófyrirséð eyða í dagskrána. Allir foringjar þurfa að hafa slík verkefni í bakhöndinni. Sum þeirra geta verið í formi leikja og önnur til dæmis í formi tónlistar. Þessi verkefni þarfnast ekki undirbúnings og þurfa ekki að vera hluti af flokks- eða sveitaráætluninni. Þau eru oftast sett fram af sveitarforingja í sameiginlegu starfi sveitarinnar. Skammtímaverkefni taka yfirleitt einn flokks- eða sveitarfund. Þau eru oftast á áætlun dagskrár­ hrings­ins en stundum þarf að skjóta inn slíkum verkefnum með litlum fyrirvara í stað annarra verkefna sem ekki var hægt að vinna af ófyrirséðum ástæðum. Þátttaka skátanna í vali og undirbúningi verkefn­ anna er vitaskuld meiri ef skammtímaverkefnið var upphaflega lagt fram og samþykkt í verkefnavali flokksins eða sveitarinnar, en ef foringinn skellir því inn á síðustu stundu í stað annars verkefnis.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

131


Meðallöng- og langtímaverkefni eru þau algengustu í rekkaskátastarfinu, bæði í starfi flokk­anna og sameiginlegu starfi sveitarinnar. Meðallöngu verkefnin geta varað í tvær til þrjár vikur en langtímaverk­ efni standa oft yfir í meira en mánuð eða jafnvel heilan dagskrárhring. Meðallöng og langtímaverkefni sveitarinnar geta orðið að þemaverkefnum ef þau krefjast mismunandi verkefna sem saman mynda eina heild. Þemaverkefni eru langtíma verkefni sem fela í sér röð verkefna sem saman mynda stærri heild og framkvæmd eru af flokkum eða verkefnateymum sveitarinnar til þess að ná sameiginlegu markmiði. Þemaverkefni geta varað í marga mánuði og jafnvel eitt til tvö ár. Til að tryggja fjölbreytni í starfinu getur verið nauðsynlegt að vinna að öðrum verkefnum samhliða eða inn á milli verkefna þemaverkefnisins. Dæmi eru um að rekkaskátaflokkar og sveitir velji sér eitt krefjandi þemaverkefni til að vinna að í heilt ár. Verkefnið er þá brotið upp í mörg og mislöng undirbúningsverkefni sem flokkurinn eða flokkar og verkefnateymi sveitarinnar vinna að.

Samantekt Verkefni eru mikilvæg í rekkaskátastarfi. Það sem gerir verkefni að rekkaskátaverkefni er ekki aðeins að viðfangsefnið hafi verið valið af rekkaskátaflokknum eða rekkaskátasveitinni, undirbúið, framkvæmt og metið. Verkefnavinna er ein leiðin að markmiðum skátahreyfingarinnar og farvegur reynslunáms og sjálfsnáms þess sem þátt tekur í verkefnavinnunni. Verkefnaflokkarnir fjórir mynda ramma utan um verkefni sem samræmast áhuga og þörfum unglinganna í rekkaskátasveitinni.

132

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


2. kafli

Þroskamarkmið og persónulegar áskoranir Efnisyfirlit Inngangur ...........................................................................................................................................................134 Þroskamarkmið ...................................................................................................................................................135

Heildstæður þroski .......................................................................................................................................135

Lykilþættir ....................................................................................................................................................136

Þroskamarkmið rekkaskáta...........................................................................................................................136

Líkamsþroski ....................................................................................................................................136

Vitsmunaþroski ................................................................................................................................137

Persónuþroski ..................................................................................................................................137

Tilfinningaþroski ..............................................................................................................................138

Félagsþroski .....................................................................................................................................138

Andlegur þroski ...............................................................................................................................139

Einstaklingsframfarir.............................................................................................................................................139

Þrjú tímaskeið persónulegra framfara í rekkaskátastarfi..................................................................................140

Að móta eigin framtíð..........................................................................................................................................141

Persónulegar áskoranir..................................................................................................................................141

Dæmi um persónulegar áskoranir..................................................................................................................142

Einstaklingsáætlun........................................................................................................................................143

Leiðarbók rekkaskátans.................................................................................................................................143

Samantekt...........................................................................................................................................................144

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

133


Lykilatriði • Þroskamarkmið rekkaskáta ná eins og uppeldis og þroskamarkmið annarra aldursstiga

í skátastarfi yfir öll þroskasviðin (félagsþroska, líkamsþroska, vitsmunaþroska, persónu­-

þroska, tilfinningaþroska og andlegan þroska). Rekkaskátar þurfa að vera meðvitaðir um

markmiðin þar sem þau eru grunnur að einstaklingsþroska þeirra.

• Vegna aldurs rekkaskáta er miðað við að þeir setji sér framtíðarsýn fyrir líf sitt, sem felur í

sér fleira en starfið í rekkaskátasveitinni. Framfarir í rekkaskátastarfi eru nátengdar undir­-

búningi fyrir fullorðinsárin.

• Persónulegar áskoranir á grunni þroskamarkmiða eru leið hvers rekkaskáta til að taka,

eins og frekast er unnt, ábyrgð á eigin lífi.

• Starfstíminn í rekkaskátasveitinni skiptist í þrennt: Nýliðatímabilið, „leiðangurinn“ og kveðjutímabilið.

Inngangur Skátabandalög, ríkisstjórnir og fjöldi almenningssamtaka um allan heim eiga sér þá sameiginlegu sýn að allir fái tækifæri til virkja eigin hæfileika, ná árangri og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Sveitarforingjar og leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við þroskamarkmið og einstaklingsframfarir rekkaskáta: • Víða er ekki unnið með þroskamarkmið og persónulegar áskoranir í rekkaskátastarfi. • Skilgreina þarf betur möguleg áhrif af rekkaskátastarfi og einstökum verkefnum.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Þroskamarkmið og lykilþætti þeirra • Persónulegar áskoranir • Einstaklingsáætlanir • Leiðarbók rekkaskátans

134

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


Þroskamarkmið Þroskamarkmiðin skilgreina „þann árangur sem ætlað er að ná“ í lok rekkaskátastarfsins og skýra nánar þann þroska sem stefnt er að. Þroskinn getur verið í formi nýrrar þekkingar, færni, hegðunar eða nýrra viðhorfa og gildismats, sem allt leggst á vogarskálarnar fyrir heildarþroska einstaklingsins. Þroskamarkmið rekkaskáta eru sett fram á annan hátt en áfangamarkmið yngri aldursstiga, en í raun eru skátar á öllum aldursstigum að vinna að sömu lokamarkmiðunum. Veröldin í dag er ögrandi og spennandi og gjörólík þeirri sem næsta kynslóð á undan ólst upp í. Tæknilegar framfarir síðustu 30 ára eru meiri en næstu 150 ára þar á undan. „Nýi heimurinn“ býður rekkaskátum áskoranir sem hvetja þá til að verða „besta útgáfan af sjálfum sér“ og virkir í því að bæta samfélagið.

Heildstæður þroski Með öflugu skátastarfi viljum við örva þroska ungs fólks á öllum sviðum persónuleikans – eða því sem hefur verið kallað þroskasviðin sex: • Líkamsþroski

• Tilfinningaþroski

• Vitsmunaþroski

• Félagsþroski

• Persónuþroski

• Andlegur þroski

Meginmarkmiðið skátastarfs er að stuðla að þroska sjálfstæðra, virkra og ábyrgra einstaklinga í samfél­aginu. • Sjálfstæður: Geti tekið eigin ákvarðanir og stjórnað lífi sínu sjálfur. • Virkur: Taki virkan þátt í samfélaginu og styðji þann málstað eða hugsjónir sem hún eða hann

álítur mikilvæga.

• Ábyrgur: Geti tekið afleiðingunum af eigin ákvörðunum, staðið við skuldbindingar og lokið því

sem hann byrjar á.

Þroskamarkmiðin og kerfi einstaklingsframfara eru leiðin til að ná þessu markmiði.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

135


Lykilþættir Nauðsynlegt er að þroskamarkmið og persónulegar áskoranir hvers og eins nái yfir öll þroskasviðin og endurspegli gott jafnvægi á milli: • Þekkingar sem á að öðlast eða dýpka. • Færni sem á að læra eða bæta. • Viðhorfa til að þroskast og eflast.

Þroskamarkmiðum rekkaskáta er ætlað að: • Vera umgjörð og viðmið sem hver skáti notar við að setja sér persónulegar áskoranir. • Setja viðmið sem nýtist hverjum rekkaskáta við mat á einstaklingsframförum sínum innan hvers þroskasviðs. • Setja viðmið sem hægt er að nota til að mæla árangur af rekkaskátastarfinu.

Þroskamarkmið rekkaskáta Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstakl­ ingar í samfélaginu. Skátahreyfingin hefur skilgreint 35 lokamarkmið á sex þroskasviðum sem leið að þessu meginmarkmiði. Í rekkaskátastarfi stendur unglingum til boða að vinna sjálfstætt að þessum markmiðum og efla sig þannig sem „leiðtoga í eigin lífi“.

Líkamsþroski Líkamsþroski snýst um að efla líkamlega færni, hreysti og heilbrigði; verndun eigin heilsu, hreinlæti og hollustu í mat og drykk; skynsamlega skiptingu tómstunda og skyldustarfa; útivistar og hreyfingu. Markmið: • Einstaklingur velur sér lífsstíl sem hefur uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu hans, sem og

andlega og félagslega líðan.

• Gerir sér grein fyrir líkamlegri getu sinni og eigin takmörkunum.

136

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


• Hugsar vel um útlitið og gætir eigin hreinlætis og hreinlætis í kringum sig. • Fylgir fjölbreyttu, hollu og skynsamlegu mataræði. • Skiptir tímanum skynsamlega á milli ólíkra skyldustarfa, stundar tómstundaiðju við hæfi og tekur

tillit til forgangsröðunar.

• Stundar útivist með öðru fólki og tekur reglulega þátt í athöfnum sem reyna á hreyfigetu líkamans.

Vitsmunaþroski Vitsmunaþroski snýst um gagnrýna hugsun og sköpunarþörf; fræðilega þekkingu og verklega færni; sjálfsgagnrýni, sjálfsmat og sjálfsnám; stefnufestu, samskipti og tjáningu, tækni, vísindi og listir. Markmið: • Aflar sér nýrrar þekkingar á markvissan og skapandi hátt. • Sýnir snerpu við alls kyns aðstæður, þroskar með sér hæfileika til að hugsa skýrt, finnur upp

á nýjungum, beitir gagnrýninni hugsun og er á varðbergi gagnvart hvers kyns ranghugmyndum

og ofureinföldunum.

• Sameinar fræðilega og hagnýta kunnáttu með því að beita verkkunnáttu og finna nýjar lausnir. • Setur sér langtímamarkmið varðandi flókin viðfangsefni, metur þau, forgangsraðar og nýtir

niðurstöðurnar til þess að þroska eigin dómgreind.

• Tjáir skoðanir sínar og tilfinningar með fjölbreyttum miðlum, skapar þægilegt andrúmsloft í

kringum sig á heimili, í skóla eða á vinnustað til að auðvelda samskipti og auðga eigið líf og

annarra. • Metur samfélagslegt og siðferðilegt gildi vísinda og tækni við sköpun nýrrar þekkingar og við

lausn vandamála í þágu mannkyns, samfélaga og náttúrulegs umhverfis.

Persónuþroski Persónuþroski snýst um sjálfsþekkingu og sjálfsvirðingu; ábyrgð á eigin gerðum; staðfestu og innri samkvæmni; glaðværð og kímni; styrk hópsins. Markmið: • Þekkir möguleika sína og takmarkanir, hefur raunsæjar hugmyndir um sjálfa(n) sig, sættir sig við

hvernig hann eða hún er og varðveitir sterka sjálfsmynd.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

137


• Veit um réttindi sín og líka að þeim fylgja skyldur, en tekur höfuðábyrgð á eigin þroska og

framförum og leitast við að standa sig alltaf með prýði.

• Byggir lífsáform sín á gildum skátalaga og skátaheitis. • Fylgir staðfastlega þeim gildum sem veita honum eða henni innblástur. • Mætir lífinu og því sem það ber í skauti sér með glaðværð og kímni. • Gerir sér grein fyrir að í hópinn sem hún eða hann tilheyrir má sækja stuðning til persónulegra

framfara og þroska og til uppfyllingar lífsáforma.

Tilfinningaþroski Tilfinningaþroski snýst um innra frelsi og jafnvægi; eigin skoðanir og tilfinningar; kærleik og væntumþykju; kynhvöt og kynlíf, mikilvægi fjölskyldu og vinahóps. Markmið: • Leitast við að öðlast og viðhalda innra frelsi, jafnvægi og tilfinningaþroska. • Er fylgin(n) sér og vingjarnleg(ur) við aðra án þess að vera þvingaður/ þvinguð eða frek(ur). • Byggir persónulega hamingju á kærleika og væntumþykju, vinnur í þágu annarra án þess að

ætlast til umbunar og kann að meta fólk eins og það er.

• Þekkir, viðurkennir og virðir kynhvöt sína og annarra sem tjáningu ástar og væntumþykju. • Skilur að fjölskyldan er hornsteinn þjóðfélagsins og sér til þess að kærleikur milli foreldra og

barna, bræðra og systra, ríki innan eigin fjölskyldu.

Félagsþroski Félagsþroski snýst um sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum; lýðræði og mannrétt­ indi; þátttöku og samvinnu; menningarleg gildi; frið og gagnkvæman skilning; að setja sig í spor annarra; sjálfbærni og náttúruvernd. Markmið: • Sameinar eigið frelsi og umhyggju fyrir öðrum, stendur á rétti sínum, uppfyllir skyldur sínar og ver

rétt annarra til að gera slíkt hið sama.

• Viðurkennir og virðir lögmæt yfirvöld og fyrirmæli og beitir þeim í þágu annarra. • Virðir og stuðlar að auknum mannréttindum, en fylgir þó þeim reglum sem samfélagið hefur sett,

metur þær á ábyrgan hátt og ígrundar möguleikann á að breyta þeim ef þörf krefur.

• Leggur á virkan hátt sitt af mörkum til nærsamfélagsins og tekur þátt í að skapa réttlátt samfélag

138

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


sem byggir á þátttöku og samvinnu. Getur greint mismunandi orsakir ágreinings, þekkir leiðir til

að minnka líkur á ágreiningi og til þess að leysa úr ágreiningi.

• Tileinkar sér menningarleg gildi þjóðarinnar, en er samt opin(n) fyrir menningu annarra þjóða og

einstakra hópa.

• Stuðlar að friði og gagnkvæmum skilningi einstaklinga og þjóða með því að hvetja til

alþjóðlegrar samvinnu og vináttu fólks um allan heim.

• Skilur í hverju hugtakið sjálfbærni felst og leggur sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar í

nærumhverfi og nærsamfélagi, en líka í víðara vistfræðilegu, menningarlegu, efnahagslegu

og hnattrænu samhengi.

Andlegur þroski Andlegur þroski snýst um lífsgildi og siðfræði; íhugun og samræður; hjálpsemi og umburðarlyndi. Markmið: • Leitar dýpri viðmiða, bæði persónulega og samfélagslega, um tilveru mannkyns og náttúrunnar í

heild og tengir þau eigin lífsgildum.

• Fylgir siðfræðilegri afstöðu sem tengist hugmyndum um tilgang lífsins utan eða innan skipulegra trúarbragða. • Stundar íhugun og samræður við aðra um tilgang lífsins og mannlega breytni, þekkir og getur

útskýrt mikilvægi persónulegrar og sameiginlegrar upplifunar.

• Gerir siðaboðskap sem byggir á kennisetningum um tilgang lífsins og virðingu fyrir lífi yfirleitt að

hluta daglegs lífs, bæði einkalífi og samfélagsþátttöku, og leitast við að hjálpa öðrum í stóru og

smáu. • Hefur samskipti við fólk burtséð frá trúarbrögðum þess, uppruna, litarhætti, kyni, kynhneigð eða

stjórnmálaskoðunum og leitast við að skapa opið, umburðarlynt og fordómalaust samfélag.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

139


Einstaklingsframfarir Það er álit sumra að starfsgrunnur rekkaskátastarfs eigi ekki að vera eins niðurnjörvaður og hjá yngri skátum, þar sem fólk á þessum aldri bregðist á annan hátt við forskrift og vilji meira frelsi og sveigjanleika. Skýrt afmörkuð umgjörð er samt sem áður nauðsynleg fyrir framfarir einstaklingsins. Rekkaskátar hafa meiri stjórn á leiðangri sínum í skátastarfi en þeir þurfa samt sem áður ramma sem leiðsögn og hvatn­ingu til áframhaldandi starfs. Framfarir rekkaskátans tengjast undirbúningi hans fyrir fullorðinsárin, sem felur í sér mun fleira en bara rekkaskátastarfið sjálft. Einstaklingsáætlun rekkaskátans inniheldur meðal annars persónulegar áskoran­ir hans í tengslum við lokamarkmið þroskasviðanna sex.

Þrjú tímaskeið persónulegra framfara í rekkaskátastarfi Til þess að hver rekkaskáti átti sig betur á eigin framförum er gott að skipta rekkaskátastarfinu í þrjú tímaskeið, nýliðatímabilið, leiðangurinn og kveðjutímabilið. Lengsta tímabilið er leiðangurinn.

Nýliðatímabilið – samkomulag um virka þátttöku Þegar einstaklingur gengur í rekkaskátasveit hefst nýliðatímabil hans. Honum gefst svigrúm til að kynna sér hvað felst í því að vera rekkaskáti og ákveða hvort hann vilji vígjast sem rekkaskáti. Á nýliðatímabil­ inu leggur hann drög að einstaklingsáætlun sinni og sjálfsnámi, en tekur jafnframt þátt í öllu starfi rekkaskátasveitarinnar, bæði með sínum rekkaskátaflokki og í verkefnateymum. Þannig kynnist hann rekkaskátastarfinu og möguleikum þess best.

Leiðangurinn – starf með rekkaskátum Einstaklingsáætlun rekkaskáta felur í sér persónulegar áskoranir gagnvart öllum 35 þroskamarkmiðum skátastarfs. Hver rekkaskáti endurmetur einstaklingsáætlun sína reglulega og uppfærir hana að minnsta kosti árlega. Þannig endurskoðar hann persónulegar áskoranir sínar nokkrum sinnum í rekkaskátastarfinu. Hann getur stuðst við leiðarbók rekkaskáta, sem er eins konar dagbók rekkaskátans. Rekkaskátinn metur sjálfur hvort eða hvernig hann deilir persónulegum framförum sínum með öðrum, en stundum er gott að ræða persónuleg mál við góðan vin. Þegar rekkaskátinn hefur unnið að öllum þroskamarkmiðunum er komið að kveðjutímabili og að hann kynni framtíðaráform sín fyrir félögum sínum í rekkaskátasveitinni.

140

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


Kveðjutímabilið – framtíðaráætlanir og kveðjuathöfn Þegar líður að lokum 18. aldursárs er kominn tími til að undirbúa brottför úr rekkaskátastarfinu með kveðjuathöfn. Sveitarráð rekkaskátasveitarinnar undirbýr athöfnina sem oftast byggir á hefðum sveitarinnar. Við athöfnina segir rekkaskátinn frá framtíðaráformum sínum og verðmætustu minningum úr rekkaskátastarfinu. Kveðjuathöfn rekkaskáta markar lok rekkaskátastarfsins. Hún er tækifæri fyrir rekkaskátasveitina til að sýna rekkaskátanum vináttu, virðingu, þakklæti og stuðning. Oft afhendir sveitarforingi rekkaskátanum táknræna gjöf frá sveitinni til minningar um samfylgdina í rekkaskátastarfinu.

Að móta eigin framtíð Rekkaskátastarf snýst um val einstaklingsins, raunhæft sjálfsmat og þróun sjálfsnáms. Hér eru nokkrar tillögur að stuðningi við einstaklingsframfarir: • Persónulegar áskoranir. • Einstaklingsáætlun. • Leiðarbók rekkaskátans.

Persónulegar áskoranir Þar sem lokamarkmið eru í eðli sínu umfangsmeiri en áfangamarkmið annarra aldursstiga þarf hver rekkas­káti að skilgreina vandlega persónulegar áskoranir sínar í samræmi við hvert markmið. Eðli málsins samkvæmt þarf „persónuleg áskorun“ að vera persónuleg og ætti að vera formuð af hverjum rekkaskáta fyrir sig. Slík áskorun er í rauninni verkefni sem hjálpar rekkaskátanum að ná betri skilningi og þroskast á tilteknu sviði. Lærdómur kemur af reynslu sem fæst með því að taka þátt, frekar en af athöfninni sjálfri. Það er því mikilvægt að hafa í huga að persónulegar áskoranir hafa ekki alltaf í för með sér þá útkomu sem vonast var eftir – en það má læra af mistökum (ef við viljum það sjálf). HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

141


Dæmi um persónulegar áskoranir Þroskamarkmið

Persónuleg áskorun

Velur sér lífsstíl sem hefur upp­ Líkamsþroski

byggjandi áhrif á líkamlega heilsu sem „Stunda reglulega líkamsrækt“ og andlega og félagslega líðan.

Vitsmunaþroski

Persónuþroski

Setur sér langtímamarkmið varðandi

„Að átta mig á möguleikum

flókin viðfangsefni, metur þau, for-

mín­um, hæfileikum og áhuga­sviði

gangsraðar og nýtir niðurstöðurnar til

og gera nákvæmari áætlun um

þess að þroska eigin dómgreind.

framtíðarstarf mitt.“

Byggir lífsáform sín á gildum skátalag­ „Að verða virkur í sjálfboðastarfi til anna og skátaheitsins.

Þekkir, viðurkennir og virðir kyn­hvöt Tilfinningaþroski

sína og annarra sem tjáningu ástar og væntumþykju.

Sameinar eigið frelsi og um­hyggju Félagsþroski

fyrir öðrum, stendur á rétti sínum, upp­fyllir skyldur sínar og ver rétt ann­ arra til að gera slíkt hið sama.

almannaheilla.“

„Að læra meira um tilfinninga­ sambönd, kynhneigð og ást.“

„Taka þátt í verkefni eða félagsstarfi sem vinnur að mann­réttindum.“

Hefur samskipti við fólk burtséð

Andlegur þroski

frá trúarbrögðum þess, uppruna,

„Setja mig betur í spor

litarhætti, kyni, kynhneigð eða stjórn-

ann­arra, ígrunda og endurskoða

málskoðunum og leitast við skapa

reynslu mína og losna við eigin

opið, umburðalynt og fordómalaust

fordóma.“

samfélag.

142

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


Einstaklingsáætlun Einstaklingsáætlun er eins konar tæki fyrir rekkaskátann til að setja sér markmið á hnitmiðaðan, einstaklingsbundinn hátt. Hún getur tekið á sig ýmsar myndir en ætti í öllum tilfellum að fela í sér persónulegar áskoranir fyrir þroskasviðin sex. Þetta gerir hana að verkfæri til að ýta undir og styðja við persónuþroska einstaklingsins. Að læra um breytingar og að „breyta framtíðinni“. Einstaklingsáætlun rekkaskátans er leið til að móta eigin framtíð. Hlutverk hennar í því ferli ætti að: 1. Hvetja rekkaskáta til að setja sér skýrar persónulegar áskoranir sem eru ögrandi en samt sem

áður framkvæmanlegar.

2. Að gera rekkaskátum kleift að sjá fortíðina, nútíðina og framtíðina sem samfellu og hvetja þá til

að trúa á eigin getu til að hafa áhrif á framtíðina.

3. Að hjálpa rekkaskátum að setja sér persónuleg markmið og áskoranir og endurskoða þær þegar

þörf krefur.

Rekkaskátum ætti að benda á að raða upp í tímaröð nauðsynlegum skrefum sem þeir þurfa að stíga og verkefnum sem þeir þurfa að framkvæma til að ná eigin áskorunum.

Leiðarbók rekkaskátans Leiðarbók rekkaskátans nýtist honum vel við mat á eigin framförum. Tilgangurinn er að rekkaskátinn setji sér persónulegar áskoranir, skipuleggi og skrái verkefni, meti hvernig til hefur tekist, hugleiði eigin stöðu og vilja til að verða enn betri „leiðtogi í eigin lífi“. Leiðarbókin innifelur: • Hugleiðingar sem tengjast þroskamarkmiðum rekkaskáta. • Persónulegar áskoranir rekkaskátans. • Einstaklingsáætlun rekkaskátans. • Verkefni sem hann vinnur til að ná settu marki, bæði viðfangsefni sem tekist er á við í

rekkaskátastarfinu og utan þess.

• Færni og/eða aðföng sem nauðsynleg eru fyrir einstaklingsáætlunina og hugmyndir um hvernig

má nálgast þau.

• Tímaáætlun sem sýnir verkefni sem tengjast einstaklingsáætluninni. • Athugasemdir vegna endurskoðunar og mats.

HVAÐ? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

143


Samantekt Með einstaklingsframförum er átt við að hver skáti fái stuðning og sé meðvitaður um eigin þroskaferil og virkur áhrifavaldur í eigin lífi. Einstaklingsáformin eru aðferðin sem notuð er til stuðnings þessu sjálfsuppeldi. Þau byggjast á þroskamarkmiðum rekkaskáta og þeirri þekkingu, færni og viðhorfum sem vænst er að unglingarnir nái að tileinka sér fyrir lok rekkaskátastarfsins. Einstaklingsframförum er ætlað að hjálpa skátanum að byggja upp hvöt til ábyrgðar á eigin þroska. Einstaklingsframfarir rekkaskáta byggjast á: • Að skilgreina persónulegar áskoranir hvers þroskamarkmiðs. • Að teikna upp feril einstaklingsframfara, einstaklingsáætlunina með stuðningi leiðarbókarinnar

og með því að vinna verkefni og sinna hlutverkum sem mæta áskorunum skátans.

• Mati á árangri sem náðst hefur, með þátttöku jafningja og fólks utan rekkaskátasveitarinnar. • Að byggja upp raunhæfa framtíðaráætlun sem verður, þegar fullgerð, deilt með vinum og

144

félögum í rekkaskátasveitinni við kveðjuathöfnina.

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVAÐ?


HVERNIG? 5. HLUTI

HVERNIG? | Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta

145


Rekkaskátastarf byggir á Skátaaðferðinni. Hún er kerfi innbyrðis tengdra lykilþátta, þess vegna er hún kölluð Skátaaðferðin, ekki í fleirtölu heldur eintölu og bæði með stórum staf og greini. Rekkaskátastarf er mjög fjölbreytt og viðfangsefni og áherslur ólíkar frá einni rekkaskátasveit til annarrar. Starfið byggir þó alltaf á lykilþáttum Skátaaðferðarinnar: Skátalögum og skátaheiti, flokka­kerfi, táknrænni umgjörð, útilífi og umhverfisvernd, reynslu­ námi, hjálpsemi og samfélagsþátttöku. Allir þættirnir eru jafn mikilvægir og engan má undanskilja.

Þessum hluta bókarinnar er skipt í fimm kafla:

1. kafli – Skátalög og skátaheit Meðvituð ákvörðun rekkaskátans um að lifa lífi sínu samkvæmt þeim lífsgildum sem felast í skátalögunum og skátaheitinu og gerast „leiðtogi í eigin lífi“.

2. kafli – Flokkakerfið Flokkakerfið er meira en bara skipulagskerfi. Það er lærdómsvettvangur sem veitir innsýn í það hvernig hópar virka, eflir leiðtogafærni og hvetur til virkni hvers og eins í rekkaskátaflokknum, verkefnateyminu, rekka­ skátasveitinni eða á landsvettvangi rekkaskáta. Fullorðnir sveitarforingjar rekkaskáta sinna meira hlutverki ráðgjafa og leiðbeinenda heldur en sveitarforingjar hjá yngri aldursstigum.

146

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


3. kafli – Táknræn umgjörð Rekkaskátastarf er leiðangur í átt til fullorðinsára. Táknræna umgjörðin undirstrikar hreyfanleika og það sem við uppgötvum við að fara frá einum stað til annars. Hún samsvarar eðlislægri þörf ungs fólks til að ferðast, að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja.

4. kafli – Reynslunám Reynslunám er námsaðferð skátahreyfingarinnar. Það felur í sér að læra meðvitað af allri reynslu, jákvæðri og neikvæðri, sem rekkaskátar fá úr starfi sínu – af því að takast á hendur ábyrgð og leysa verkefnin sem þeir velja, undirbúa, framkvæma og meta.

5. kafli – Útilíf og umhverfi – Hjálpsemi og samfélag Náttúran er kjörinn vettvangur fyrir mörg verkefna rekkaskáta. Útivist reynir á hæfni einstaklingsins, eykur virðingu hans fyrir umhverfinu, gerir honum kleift að þjálfa líkamlega hreysti, áræðni og að upplifa kyrrð og ró. Hjálpsemi og samfélagsþátttaka eru óaðskiljanlegir þættir rekka­ skátastarfs. Hlutverk skátahreyfingarinnar „að gera heiminn betri“ og markmið rekkaskátastarfs um að stuðla að þroska ungs fólks til að verða leiðtogar í eigin lífi og sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í sam­ félaginu undirstrika vel þennan þátt Skátaaðferðarinnar.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

147


Minnisatriรฐi

148

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | HVERNIG?


1. kafli

Skátalög og skátaheit Efnisyfirlit Inngangur ...........................................................................................................................................................150 Skátalög og skátaheit ..........................................................................................................................................151 Skátaheitið ..................................................................................................................................................151 Skátalögin ...................................................................................................................................................153 Skátalögin og skátaheitið í rekkaskátastarfinu .....................................................................................................163 Samantekt ..........................................................................................................................................................163

Lykilatriði • Aukin meðvitund um þau lífsviðhorf og lífstíl sem birtist í skátalögunum og það

persónulega loforð sem felst í skátaheitinu. Viljinn til að gera sitt besta til að lifa eftir

lífsgildum skátalaganna og skátaheitisins og verða „leiðtogi í eigin lífi“.

• Skátaheitið varðar leið hvers rekkaskáta til aukins sjálfstæðis, virkni og ábyrgðar. • Mikilvægt hlutverk jafningja við mat og rýni á eigin hegðun og viðhorf og nauðsyn þess

að taka frá tíma fyrir slíkt mat.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

149


Inngangur Skátaheitið og skátalögin fela í sér siðferðileg grunngildi skátahreyfingarinnar. Það er áríðandi að hver rekkaskáti skilji það loforð sem hann gefur sjálfum sér og felst í skátaheitinu. Skátalögin eru tilboð og áskorun um viðhorf og hegðun. Skátaheitið lýsir þeirri persónulegu ábyrgð sem felst í því að vera rekkaskáti.

Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við skátalög og skátaheit: • Skátaheitið og skátalögin eru oft misskilin, jafnt innan skátahreyfingarinnar sem utan. • Fullorðnir skátar segja þeim yngri stundum að skátaheitið og skátalögin séu aðeins

formsatriði í stað þess að hvetja til umhugsunar og umræðu um raunverulegt

inntak þeirra.

• Fyrir suma skáta sem vilja verða rekkaskátar er skuldbindingin of hátíðleg og erfið

og þeir fá ekki nægan stuðning til að átta sig á því hvaða tilgangi hún geti

mögulega þjónað.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Merkingu og inntak skátaheitsins og skátalaganna. • Uppbyggjandi og þroskandi áhrif skátaheitsins og skátalaganna í rekkaskátastarfi.

150

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Bræðrlagssöngur skáta vísar til skátahreyfingarinnar sem alþjóðlegrar friðarhreyfingar:

Skátalög og skátaheit Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar er að finna í skátaheitinu og

Vorn hörundslit og heimalönd ei hamla látum því, að bræðralag og friðarbönd vér boðum heimi í.

skátalögunum. Fyrirmynd þeirra er í samþykktum alþjóðahreyfingar skáta

Nú saman tökum hönd í hönd og heits þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið.

Skátaheitið

– en orðalag er svolítið mismunandi eftir löndum, menningarheimum og tungumálum.

Skátaheitið er loforð sem skátinn gefur sjálfum sér, eins konar persónuleg áskorun um að gera sitt besta. Þegar skátinn vinnur skátaheitið tekur hann

Jón Oddgeir Jónsson

meðvitað skref á sjálfsnámsbrautinni til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrg­ ur samfélagsþegn. Texti skátaheitsins er stuttur og einfaldur:

Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við guð/samvisku og ættjörðina/samfélag, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin. Hver skáti velur hvort hann segir „guð“ eða „samviska“ og „ættjörðina“ eða „samfélag“. Skátarnir lofa því ekki að þeim muni aldrei mistakast að standa við heit sitt. Þeir einfaldlega lofa því að gera sitt besta til að standa við orð sín. Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar eru oft flokkuð á eftirfarandi hátt: • „Skyldan við guð eða samvisku“ – tengsl einstaklingsins við leitina að æðri gildum til að styðjast

við í lífinu, innan eða utan hefðbundinna trúarbragða.

• „Skyldan við aðra“ – tengsl einstaklingsins við samfélagið og ábyrgð hans innan þess. • „Skyldan við sjálfan sig“ – ábyrgð einstaklingsins á að þroska eigin hæfileika eins og mögulegt er.

Skátahreyfingin er ekki bundin tilteknum trúarbrögðum, löndum eða landsvæðum, ríkjum eða menn­ ingarheimum. Hún er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing sem leggur áherslu á mótun sjálfstæðra og heilsteyptra einstaklinga, sem taka á virkan hátt og af fullri ábyrgð þátt í uppbyggingu samfélagsins, hvort sem það er innan fjölskyldu, í skóla, á vinnustað, í viðkomandi þjóðfélagi eða í alþjóðlegu samfél­ agi allra manna.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

151


„Guð“ eða „samviska“ í skátaheitinu vísar til andlegs þroska skátans sem hugsandi einstaklings sem byggir líf sitt á lífsgildum eins og kærleika, ígrundun, siðgæði, umburðarlyndi og samhjálp. Að sjálfsögðu leggur svo hver og einn sína merkingu í þessi hugtök í takti við þau trúarbrögð eða önnur lífsgildi sem hann eða hún aðhyllist. Varast ætti, í því fjölmenningarsamfélagi sem Ísland er orðið, að tengja skátastarf um of við tiltekin trúarbrögð eða beina hefðbundna trúariðkun. „Ættjörðin“ eða „samfélag“ í skátaheitinu vísar til samfélagsins sem við búum í, þeirrar menningar sem við þekkjum best og að sjálfsögðu þess lands sem við byggjum. Í augum ungs skáta vísar „ætt­ jörðin“ til nánasta umhverfis og nærsamfélags í faðmi fjölskyldu og skóla. Eftir því sem einstaklingurinn þroskast, víkkar þessi sýn og nær til Íslands alls, íslenskrar menningar, tungumáls og íslenskrar náttúru. Fyrir hinn fullorðna og þroskaða skáta vísa hugtökin til náttúrunnar allrar, fjölbreyttra menningarheilda og alls mannkyns. Þó að skátar hér á landi leggi áherslu á íslenskan menningararf, íslenska fánann og íslenska þjóð, ber að varast að tengja skátastarf um of við þjóðernisstefnu eða þjóðernisskrum. „Að hjálpa öðrum“ í skátaheitinu vísar til mikilvægra tengsla milli einstaklings og samfélags. Það vísar til samfélagslegrar ábyrgðar hvers og eins. Þroski mannsins er algerlega háður gagnvirkum samskiptum einstaklinga við samfélag manna. Þess vegna er beinlínis rangt og varasamt að tengja „að hjálpa öðrum“ einungis við það að hjálpa þeim sem eiga bágt – við góðmennsku eða manngæsku. Að sjálfsögðu ber að hjálpa þeim sem þjást, eru fátækir eða í jaðarhópum, eru einangraðir eða utanveltu. En við gerum það ekki einungis af því að við erum svo góð og fórnfús – heldur á grundvelli manngildishugsjónar okkar og hugmynda um réttlæti, jafnræði, jafnrétti og sjálfbærni til handa öllum samfélögum. Við hjálpum öðrum til þess að allir fái sem jöfnust tækifæri í lífinu og þannig eflum við samfélagið í heild. Að lokum áréttar skátaheitið viljann til „að halda skátalögin“. Það snýst ekki um að kunna lögin utan að eða að virða þau sem utanaðkomandi reglur. Loforðið um að gera sitt besta til að halda skátalögin er eitthvað meira. Það lýtur að því að lifa skátalögin – að gera þau að hluta sannfæringar okkar. Þá verða skátalögin eðlilegur hluti af persónuleika okkar, viðmóti og hegðun. Þetta þroskaferli snýst um breytingu frá blindri hlýðni við lærðar reglur til siðferðilegs sjálfstæðis. Að lifa skátalögin er ekki aðeins loforð sem við gefum fyrir unglingsárin eða á meðan við erum í formlegu skátastarfi. Loforðið gildir allt lífið, í skátastarfi og utan þess. Þetta er það sem margir eldri skátar eiga við þegar þeir segja „eitt sinn skáti, ávallt skáti“.

152

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Skátalögin Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar eru sett fram í skátalögunum. Skátalögin eru þó miklu meira en bara skipulagskerfi hugmynda. Þau eru í raun hegðunarmynstur sem ungt fólk getur valið að fylgja og nota til að móta stefnu sína í lífinu. Til þess að vera sjálfum sér samkvæmur þarf hver einstaklingur að hugsa og haga sér í samræmi við eigin gildi. Skátalögin eru ekki tilskipun heldur tilboð um viðhorf og hegðun. Tilboðið er heillandi, sett fram á einfaldan og auðskilinn hátt á einföldu og aðgengilegu máli. Þegar skátarnir eru reiðubúnir að vinna skátaheitið lofa þeir sjálfum sér því að reyna að framfylgja þeim gildum sem koma fram í skátalögunum og gera þau þannig að persónulegum lífsgildum sínum. Skátalögin Skáti er; • hjálpsamur

• tillitssamur

• nýtinn

• glaðvær

• heiðarlegur

• réttsýnn

• traustur

• samvinnufús

• sjálfstæður

• náttúruvinur Skátalögin eru sá grundvöllur sem uppeldismarkmið, bæði lokamarkmið og áfangamarkmið, skátahreyfingarinnar byggja á (sjá bls. 133-144).

Skáti er hjálpsamur Það er bæði gagn og gaman að ganga skátaveginn saman og báðum sínum höndum haga til hjálpar öðrum alla daga. HZ Hjálpsemi er í hugum flestra nátengd skátum og skátastarfi. Hún er hin sýnilega leið til að vinna að tilgangi skátastarfs í heiminum með því „að byggja upp betri heim.“ Hjálpsemi verður ekki kennd með lestri eða fyrirlestrum. Hana þarf að rækta, æfa sig og börn í að veita öðrum hjálp, aðeins þannig verður hún einstaklingum töm og eðlileg. Við það að sýna öðrum hjálpsemi upplifir skátinn þá vellíðan og það stolt sem fylgir því að verða öðrum að liði. Slík tilfinning er góð og gefandi. Hjálpsemin felur þannig í sér endurgjöf sem skilar sér margfalt, án þess að það hafi verið ætlunin. HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

153


Með því að leiða skátann endurtekið inn í þennan gefandi „heim hjálpseminnar“, upplifir hann aftur og aftur þá góðu tilfinningu sem fylgir því að láta gott af sér leiða og smám saman verður hjálpsemin honum eða henni sjálfsögð og eðlislæg. Æfing í hjálpsemi á að vera almenn og sjálfsögð í skátastarfi því kærleikurinn felst í því að setja sig í annarra spor, finna til með öðrum og hjálpa þeim. Í kveðjubréfi sínu til skáta segir Baden-Powell „Mesta hamingjan er í því fólgin að veita öðrum hamingju.“ Hjálpsemin krefst oft hugrekkis og getur kostað átak og jafnvel fórnir, sérstaklega ef hún er ekki í samræmi við félagslegan þrýsting – þess vegna þarf að rækta hana og þjálfa.

Skáti er glaðvær Gleðin hún er gæfan mesta, gleðibrosið smitar flesta, skuggum eyðir, vekur vorið, vermir, yljar, léttir sporið. HZ Gleðin er börnum og ungmennum eðlislæg en umhverfi þeirra og aðstæður skyggja stundum á og bæla þá glaðværð og birtu sem þau bera í brjósti sér. Í skátastarfinu er leitast við að skapa umhverfi og aðstæður þar sem glaðværðin fær að ríkja, einlæg og óþvinguð. Gleðin er hvað björtust í litrófi mannlegra tilfinninga og getur sprottið fram hvar og hvenær sem er. Allir þekkja gleðina en of fáir rækta hana eða leyfa henni að njóta sín. Hún klingir í eyrum og lyftir fólki yfir áhyggjur dagsins. Glaðværð og gáski eru merki um að líf einhvers gangi vel og leiði að settu marki. Glaðlegt andrúmsloft ber vitni um að fólki líði vel og vilji sýna það. Þegar gleðin býr að baki þess sem við gerum er augljóst að við erum hamingjusöm. Af gleðinni sprettur kímnin, sem er ekki það sama og að vera fyndinn og dregur á engan hátt úr alvar­ leika ábyrgðar okkar og einbeitingar. Hægt er að taka hlutverk sitt alvarlega án þess að vera alvarlegur eða alvarleg í framgöngu. Stundum ber alvarleiki vott um að einstaklingar taki sjálfan sig of hátíðlega. Besti fylginautur gleðinnar er löngunin til að deila henni með öðrum, að veita öðrum gleði. Að vera í góðu skapi er góð leið til að eignast vini því þannig fá aðrir hlutdeild í gleðinni. Vinur er sá sem hugsar um okkur og líðan okkar, bæði þegar vel gengur og illa og er alltaf tilbúin að benda okkur á að góða skapið sigrast á flestum vanda.

154

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Skáti er traustur Traustur maður, trúr í öllu, traustur jafnt í koti og höllu, bognar ei þótt blási móti, bjarg í lífsins ölduróti. HZ Að vera traustur er sú grein skátalaganna sem ein og sér kemst hvað næst því að lýsa meginmarkmiði skátahreyfingarinnar, því að skapa „...sjálfstæða, virka og ábyrga“ þjóðfélagsþegna. Traust er forsenda vináttu og framfara. Að vera traustur er að vera trúr sjálfum sér, samviskunni, vinum sínum og samfélaginu öllu, háum sem lágum, ungum sem öldnum. Traust skapar trúnað milli manna, hollustu sem gerir lífið einlægt og öruggt. Traust veitir styrk og sjálfs­ öryggi. Reynslan kennir okkur hverjir eru traustsins verðir og hverjir eiga bágt með að standa við sitt. Þeir sem eru traustsins verðir skapa sér með tímanum gott orðspor með verkum sínum. Traust er oftast manna á milli, það tengist hverri persónu, jafnvel hverri athöfn og viðleitni. Traust er forsenda jákvæðra mannlegra samskipta, það heldur samfélagi manna saman. Um leið og traustið dvín og vantraustið nær fótfestu hallar undan fæti. Að vera traustur táknar einnig að bogna ekki þó móti blási, standa sem klettur í blíðu og stríðu. Að reynast þeim vel sem til manns leita, að vera heiðarlegur sannur og trúr eða að vera vinur vina sinna og hjálpa og liðsinna þeim sem hjálpar eru þurfi – það er að vera traust manneskja. Það er varla hægt að segja nokkuð stærra né meira um einhvern en að hann sé traustur eða traust. Það sama á í raun við um félög, fyrirtæki og stofnanir.

Skáti er náttúruvinur Náttúruvinur, nýtur maður, náttúruperlur verndar glaður. Umgengst þær með skáta skynsemd, skörungsbrag og fullri vinsemd. HZ Að vera náttúruvinur er í raun að vera vinur alls þess sem umleikur okkur, að okkur sjálfum meðtöldum – það er göfugt takmark. Meðan við lifum eru það forréttindi okkar að fá að njóta loftsins sem við öndum að okkur og tæra lindarvatnsins sem við drekkum – einnig landsins og himinsins, gróðursins og stjarnanna, sjávarins, heiðanna og fjörunnar. Við fáum að njóta þessa stórkostlega umhverfis ásamt öðrum lifandi verum;

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

155


fuglum og fiskum, mönnum og dýrum, ferfætlingum og margfætlum á meðan við lifum. Að vera náttúru­ vinur er í raun að vera vinur alls sem er og átta sig á því að allt líf og allar lífverur skipta máli. Lífið er samvera og samvinna. Við umgöngumst vini okkar af vinsemd og virðingu. Við hjálpum þeim og þeir hjálpa okkur. Við vöxum og þroskumst með þeim, hjálpum þeim að stækka og verða meiri, stöndum með þeim þegar okkur finnst þeir órétti beittir, hlúum að þeim þegar þeim líður illa og síðast en ekki síst njótum þess að eiga sem flestar gleðistundir með þeim. Þannig vinur er náttúran og þannig vinir náttúrunnar ættu skátar að vera. Við hvorki eigum náttúruna né sitjum ein að henni. Við njótum hennar meðan við lifum, sem er í raun einungis örskotsstund í veraldarsögunni. Okkur ber skylda til að rækta sambúðina við náttúruna á þann hátt að komandi kynslóðir fái notið hennar og hennar gæða á sama hátt og við. Þó að hver skáti hafi sem stendur ekki mikil áhrif á þýðingarmiklar ákvarðanir varðandi náttúruna geta skátar lagt sitt af mörkum í nánasta umhverfi sínu. Með því að vera sjálfir meðvitaðir um náttúruvernd og að efla skilning annarra, taka þátt í staðbundnum verkefnum, vinna við hreinsun lofts, vatns og gróðurs og safna sorpi til endurvinnslu. Neysla okkar og margar framkvæmdir skaða náttúruna og í mörgum tilvikum gætum við staðið okkur betur í að umgangast hana af virðingu.

Skáti er tillitssamur Tillitssemin, sæmdin sanna, sýnir bestu kosti manna, græðir yl en grandar vetri, gerir alla meiri og betri. HZ Að vera tillitssamur eða tillitssöm er að taka tillit til þeirra sem við umgöngumst, til fjölskyldu okkar, vina og skólafélaga og smám saman til allra manna hér á landi og um allan heiminn, hvort sem við þekkjum þá eða ekki, til dýra, gróðurs og náttúrunnar í heild. Til þess þurfum við að vera fær um að setja okkur í annarra spor, að „sjá hlutina með annarra augum“. Þetta er mannlegur eiginleiki sem við eflum með okk­ur eftir því sem við þroskumst. Fyrstu æviárin geta börn ekki sett sig í annarra spor en læra það smám saman í samskiptum við önnur börn og fullorðna og við umhverfið allt. Tillitssemi er forsenda fyrir jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum, fyrir vináttu og heilbrigðu, mannlegu samfélagi. Erfitt getur verið að setja sig í annarra spor, sérstaklega þegar manni er mikið niðri

156

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


fyrir og þegar manni finnst aðrir hafi rangt fyrir sér. Stundum rekast hagsmunir fólks á og einstakling­ ar og hópar „blindast“ af þröngum sjónarmiðum. Oft kemur það fyrir að bæði ungir einstaklingar og fullorðið fólk fylgja einhverjum hópi í blindni. Það er kölluð múgsefjun og við höfum mörg dæmi í veraldarsögunni um það hvernig hún hefur valdið hræðilegum atburðum. Múgsefjun, sem stundum er kölluð hjarðhegðun, getur líka myndast í litlum hópum. Þá er nauðsynlegt að átta sig á að það er hægt að sjá sömu aðstæður frá ólíkum sjónarhornum og að allir eiga að hafa sömu möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það er ein af forsendunum fyrir lýðræði. Skátar leggja metnað sinn í að sýna tillitssemi. Tillitssemi er fólgin í því að bera virðingu fyrir rétti ann­ arra til að sjá hlutina öðruvísi og til að vera öðruvísi. Skátinn sýnir einnig bæði manngerðu og náttúru­ legu umhverfi tillitssemi, jafnvel þótt umhverfið geti ekki látið skoðanir sínar í ljós. Það er nefnilega líka hægt að setja sig „í spor“ og taka tillit til umhverfisins alveg eins og að setja sig „í spor“ einstaklinga og hópa af einstaklingum og sýna þeim tillitssemi.

Skáti er heiðarlegur Í hásætinu heiður situr, heiðursmaður með sér flytur hressan blæ og hugsun skíra, hetja dagsins ævintýra. HZ Heiðarleiki er siðfræðilegt hugtak. Heiðarleiki snertir mannlegt samfélag og samskipti manna. Hvað gerir heiðarlegur maður, karl eða kona? Segir satt! Gengur aldrei á bak orða sinna! Villir ekki á sér heimildir! Tekur ekki það sem aðrir eiga! Villir ekki um fyrir öðrum! Svona mætti lengi telja. Heiðarleiki var það gildi sem þjóðfundir Íslendinga 2009 og 2010 töldu einna mikilvægast fyrir samfélagið í heild. Andhverfa heiðarleika er óheiðarleiki. Að segja ósatt eða ljúga! Svíkja gefin loforð eða samninga! Að blekkja aðra með því að láta sem maður ætli sér annað en maður hyggst í raun og veru gera! Að stela því sem aðrir eiga eða hafa skapað! Að afvegaleiða viljandi annað fólk jafnvel til að hagnast á þess kostnað! Það virðist svo augljóst þegar við skoðum andhverfu heiðarleikans hvað það er mikilvægt bæði fyrir einstaklingana og samfélagið í heild að allir séu heiðarlegir í samskiptum hverjir við aðra. Einnig er hægt að vera óheiðarlegur við sjálfan sig. Það er hægt að stunda sjálfsblekkingu og það er meira að segja býsna algengt. Markmiðið með skátastarfi er að skátar læri að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Skátahreyfingin stefnir að því að skátar þroski með sér sjálfsnám, sjálfs­uppeldi, sjálfsgagnrýni og sjálfsmat – jákvæða en raunsæja sjálfsmynd sem gerir þeim kleift að verða heilsteyptir einstaklingar sem eiga heiðarleg samskipti við alla menn, þar á meðal við sjálfa sig.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

157


Heiðarleika þarf að efla í öllum mannlegum samskiptum - innan fjölskyldunnar, í skólanum, í leik og starfi, í viðskiptum og í stjórnmálum. Heiðarleiki er ein af forsendum lýðræðis og farsældar heildarinn­ ar en heiðarleiki er okkur ekki meðfæddur. Eins og sagt var í upphafi þá er heiðarleiki siðfræðilegt hugtak. Það merkir að við verðum að læra að vera heiðarleg og síðan að rækta með okkur allt lífið þetta mikilvæga gildi í mannlegu samfélagi.

Skáti er samvinnufús Ýmsum verkum einn ei veldur, ekki bogna, láttu heldur samvinnunnar mátt og megin málið leysa, ryðja veginn. HZ Það er stundum sagt að enginn sé maður nema með mönnum. Hvað þýðir það? Það þýðir að maðurinn er í grunninn félagsvera. Forsenda þess að barn þroskist og verði fullorðin manneskja er að það alist upp í samfélagi manna. Samfélag manna er forsenda líkams-, vitsmuna-, persónu-, tilfinninga-, félagsþroska og andlegs þroska manneskjunnar. Þó að sjálfstæði einstaklingsins sé vissulega mikilvægur þáttur í þroskaferlinu og í öllu lífi hvers einstaklings verður alltaf að skoða það í tengslum við samfélagslega þátttöku. Jafnvel sá sterkasti er háður samfélagslegu umhverfi sínu. Mowgli ólst upp með úlfum og fleiri dýrum í frumskóginum í sögunni um Dýrheima sem stuðst er við í drekaskátastarfinu. Hann lærði margt af dýrunum í skóginum. En hvernig lærði hann að verða maður? Sagan um Dýrheima er ævintýri. Í sögunni hafa dýrin ýmsa mannlega eiginleika, t.d. Bagheera, Baloo og Kaa. Hvernig færi fyrir „mannshvolpi“ sem myndi raunverulega alast upp með dýrum? Til eru dæmi um slíkt. Hvernig ætli slíku barni myndi ganga að fóta sig meðal manna? Flest það sem við tökum okkur fyrir hendur vinnum við ekki án tengsla við annað fólk. Þegar við stönd­ um saman náum við þeim árangri sem mestu máli skiptir. „Sameinaðir stöndum vér – sundraðir föllum vér“. Samt er mismunandi hve fúsir einstaklingar eru til að vinna með öðru fólki. Sumum virðist líða illa í hópi. Oft liggja til þess einhverjar ástæður sem viðkomandi þarf jafnvel hjálp við að yfirvinna. Skátar eru hins vegar yfirleitt félagslyndir og líður oftast vel með hópnum. Þess vegna eru þeir skátar. Skáti er samvinnufús. Slíkt getur vissulega verið erfitt og oft snúið að vinna með öðrum. Öll viljum við vinna með vinum okkar og þeim sem okkur líkar vel við. Hvernig gengur okkur að vinna með þeim sem við þekkjum ekki eða líkar miður við? Hvernig gengur okkur að leysa ágreining sem upp kemur? Getum við sett okkur í spor þeirra sem við vinnum með? Sýnum við sjálfstæði og tillitssemi?

158

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Skáti er nýtinn Nýtni er óskyld nískupúka, nýtni skaltu óspart brúka. Góða hluti geyma, spara, gamla hluti vel með fara.

HZ

Nýtni er ekki það sama og níska, eins og segir í vísunni hér fyrir ofan. Nýtni er náskyld hugtökunum efnahagslegt sjálfstæði, umhverfisvernd og sjálfbærni. Að nýta það sem við eigum og öflum, bæði sem einstaklingar og þjóðfélag, á sjálfbæran hátt þannig að lífsmöguleikar þeirra sem á eftir okkur koma verði sambærilegri eða betri en okkar. Andheitið við nýtni er sóun. Sóun er að borða meira en við þurfum, að eyða um efni fram, að ganga á óendurnýjanlegar auðlindir. Í stað þess að aðlaga neyslu einstaklinga og samfélags að efnahagnum og nýta betur það sem við eigum, hefur græðgin þau áhrif að fólk steypir sér í skuldir fyrir stundarþægindi. Með slíku framferði takmarkar það lífsmöguleika þeirra sem á eftir koma, barna okkar og barnabarna. Sjálfbærni er þróun sem fullnægir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Talað er um vistfræðilega, menningarlega og efnahagslega sjálfbærni. Efnahagsleg sjálfbærni er mikilvæg forsenda fyrir vistfræðilegri og menningarlegri sjálfbærni. Því flóknari sem samfélög verða, því háðari verða þau hinu viðkvæma jafnvægi sem einkennir náttúrulegt umhverfi okkar. Þetta jafnvægi, eða vistkerfi, hefur raskast alvarlega vegna iðnvæðingar og græðgi. Sú röskun hefur valdið alvarlegum spjöllum á vatni, andrúmslofti og jarðvegi. Framtíðartilvist okkar og afkoma mannkynsins er háð því að finna lausn á þessum vanda. Við getum og eigum öll að leggja okkar af mörkum til þess. Nýtni og sjálfbær þróun þarf að ná til þess smáa í nærumhverfi og nærsamfélagi – eins og meðferð fjármuna, flokkun á sorpi, umgengni um náttúrulegt umhverfi og menningarleg verðmæti – og er þannig á ábyrgð og valdi hvers og eins. Skátar eru meðvitaðir um manngert og náttúrulegt umhverfi sitt, láta ekki græðgi ráða för, nýta vel það sem þeir eiga og afla og lifa ekki um efni fram.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

159


Skáti er réttsýnn Réttsýnin er römm að afli, rétt og sönn í dagsins tafli. Aldrei tommu undan víkja óréttlæti- það mun svíkja. HZ Réttsýni er náskyld réttlæti. Til þess að vera réttlátur þarf skátinn að vera réttsýnn. Sá eða sú sem stjórnast af annarlegum hagsmunum getur ekki verið réttsýnn eða réttsýn. Réttsýni tengist einnig tillits­ semi og heiðarleika. Réttlæti felst m.a. í því að allir fái sömu eða sambærileg tækifæri til að þroskast á eigin forsendum. Réttlæti felst líka í því að dæma fólk á sömu eða sambærilegum forsendum en ekki á grundvelli þröngra hagsmuna, fordóma eða annarlegra sjónarmiða. Fullkomið réttlæti verður sennilega aldrei til, en það sem skiptir máli er að hver og einn reyni eftir megni að sýna alltaf réttsýni í samskiptum við annað fólk, innan fjölskyldunnar og annars staðar, hvort sem er í leik eða starfi. Réttsýni felst einnig í því að berjast gegn fordómum, mismunun og óréttlæti sem byggt er t.d. á grundvelli kynferðis, uppruna, trúarbragða, litarháttar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana, efnahags eða samfélagslegrar stöðu. Það getur reynst erfitt að vera réttsýn eða réttsýnn og oft reynir á sjálfstæði og staðfestu skátans. Ýmsir sem hafa tiltekinna hagsmuna að gæta eða stjórnast af ákveðnum fordómum reyna oft að hafa áhrif á aðra, ýmist opinskátt eða á dulinn hátt. Stundum kemur það jafnvel fyrir að einstaklingur eða hópur er lagður í einelti fyrir að fylgja sannfæringu sinni um réttlæti í tilteknum málum. Réttsýni er forsenda þess að skapa opið, umburðarlynt og fordómalaust samfélag. Það gildir í smáu og stóru – í skátaflokknum og skátasveitinni, innan fjölskyldunnar og í skólastarfi, í samfélaginu öllu bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Réttsýni ætti að vera aðalsmerki allra skáta. Hver skáti reynir eftir mætti að sýna réttsýni í öllum samskiptum sínum við stóra og smáa, bæði þá sem hann eða hún eru sammála og hinum sem þau eru ekki sammála. Hver skáti reynir einnig eftir mætti að berjast gegn óréttlæti hvar sem það birtist, eins og segir í vísunni hér fyrir ofan.

160

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Skáti er sjálfstæður Sjálfs er löngum hollust höndin, höftum fjarri og sjálfstæð öndin. Á leiðinni um lönd og álfur leitastu við að vera þú sjálfur. HZ Að vera sjálfstæður er ekki það sama og að taka ekki tillit til annarra. Það er sannarlega hægt að vera sjálfstæður og sýna öðrum tillitssemi. Til þess að vera sjálfstæður þarf hins vegar að hafa sjálfsþekk­ ingu, jákvæða og raunhæfa sjálfsmynd og sjálfstraust. Sá eða sú sem hefur lélega sjálfsmynd og jafnvel minnimáttarkennd á erfitt með að vera sjálfstæður eða sjálfstæð. Sá eða sú sem hefur hins vegar of sterka sjálfsmynd sem jafnvel getur jaðrað við mikilmennsku og er alltaf röng, á erfitt með að taka tillit til annarra og rekur sig á veggi áður en lýkur. Hvorugt er gott. Sjálfstæði og tillitssemi við aðra þurfa að haldast í hendur hjá heilsteyptum einstaklingi. Sjálfstæður einstaklingur lætur ekki aðra hafa áhrif á sig til að gera eitthvað sem hann eða hún veit innst inni að er rangt. Sjálfstæður einstaklingur lætur heldur ekki leiða sig til að gera eitthvað sem hann eða hún vill ekki gera, jafnvel þó að það sé ekki endilega rangt. Börn, unglingar og reyndar margir fullorðnir, fylgja stundum ákveðnum skoðunum og taka jafnvel þátt í óæskilegum aðgerðum einungis til þess að ganga í augun á einhverjum einstaklingi eða hópi. Slíkt er sannarlega merki um ósjálfstæði. Slíkt þýðir hins vegar alls ekki að sjálfstæður einstaklingur geti ekki verið hluti af hópi. Hópur sjálfstæðra einstaklinga sem er meðvitaður um vilja sinn og skoðun er sterk heild sem gjarnan nær þeim árangri sem að er stefnt. Sjálfstæði er forsenda þess að geta sýnt frumkvæði og verið góður stjórnandi eða leiðtogi. Góður stjórn­ andi sér til þess að hver einstaklingur í því teymi sem hann eða hún leiðir fái tækifæri til að efla eigið sjálfstæði en sýni jafnframt öðrum tillitssemi og viti hvert er stefnt og hvers vegna.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

161


Markmið skátahreyfingarinnar er að ala upp sjálfstæða, virka og ábyrga einstaklinga. Þetta þrennt þarf að fara saman hjá hverjum skáta. Það er ekki nóg að skátinn sé sjálfstæður ef hann er ekki virkur í samfélaginu eða ber ekki ábyrgð á því sem hann segir eða gerir. Frá 10-11 ára aldri, þegar börn fara að hugsa rökrétt, þróa þau smám saman með sér siðferðilegt sjálf­ stæði. Þau verða fær um að dæma fólk eftir gjörðum þess og benda á sérstaka þætti í fari þess. Þau skynja galla og veikleika og trúa ekki lengur í blindni á „yfirvaldið“. Þess vegna fara þau sjálf að líta inn á við og dæma um eigin athafnir og annarra. Börn viðurkenna siðferðilegar reglur sem leið til að deila réttindum og skyldum innan þess hóps sem þau tilheyra. Allt fram til 12 ára aldurs samþykkja þau reglur sem nokkurs konar samning milli einstakl­ inga. Eftir það öðlast þau smám saman skilning á að reglur eru ekki ósnertanlegar heldur er hægt að breyta þeim með samkomulagi. Smám saman, sérstaklega á seinna stigi gelgjuskeiðsins í kring um 15 ára aldurinn, fer unglingurinn svo að móta með sér gildi eins og réttlæti, samvinnu, jafnrétti og virðingu. Rekkaskátar hafa hins vegar þann þroska til að bera að geta gert skátalögin að persónulegum grunngildum til að styðjast við á lífsleiðinni. Skátalögin og skátaheitið eru ómissandi þáttur í Skátaaðferðinni. Þau eru í rauninni tilboð til hvers rekka­skáta um að fylgja þeim í daglegu lífi og nota til leiðsagnar við að þroska eigið gildismat. Einnig má líta á þau sem sameiginlegar lífsreglur fyrir skátasveitina í heild. Þar sem skátalögin eiga að vera hvetjandi lífsreglur banna þau ekkert. Þau eru fyrst og fremst tilboð og áskorun um lífsgildi sem hver og einn tekur afstöðu til. Uppeldisáhrifin af skátaheiti og skátalögum í rekkaskátastarfi eru þar af leiðandi þau að rekkaskátar keppast við að þroska með sér þá þekkingu, færni og viðhorf sem birtast þeim í skátalögunum. Með skátaheitinu lofar rekkaskáti sjálfum sér að gera það sem í hans eða hennar „valdi stendur“ til að verða „leiðtogi í eigin lífi“.

162

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Skátaheitið og skátalögin í rekkaskátastarfinu Skátalögin mega ekki einungis vera falleg orð í rykföllnum ramma uppi á vegg. Það verður að gefa þeim líf í rekkaskátastarfinu. Rekkaskátastarfið felur í sér ýmis viðfangsefni, áskoranir og uppgötvanir. Eftir öll stærri verkefni ættu rekkaskátar að taka frá tíma til að skrifa hjá sér og ræða mikilvæg atriði og atvik sem gætu hafa haft áhrif á starfið. Þannig verður til lærdómssamfélag. Hver flokkur deilir niðurstöðum sínum í sveitarráði og á sveitarþingi, þar sem teknar eru sameiginlegar ákvarðanir til að betrumbæta rekkaskátastarfið og efla ábyrgðartilfinningu hvers og eins. Rekkaskátar eru ungt fólk sem skilur hvað felst í raunverulegri skuldbindingu og er meðvitað um hvernig hún getur haft áhrif á allt lífið. Rekkaskátar skilja þar af leiðandi betur en yngri skátar hvað felst í skátaheitinu. Skuldbindingin hjá þeim er af tvennum toga: • Á nýliðatímabilinu átta nýir skátar sig á skátalögunum og tilboðinu sem felst í skátaheitinu.

Þeir óska eftir því að fá að vinna heitið þegar þeir eru tilbúnir. Þá lofa þeir að gera allt sem í

þeirra valdi stendur til að halda skátalögin. Þeir sem hafa áður verið skátar hafa þarna tækifæri

til að endurnýja skátaheitið.

• Þegar rekkaskátar hafa náð persónulegum markmiðum sínum fara þeir á kveðjutímabilið.

Þá deila þeir með rekkaskátasveitinni því sem þeir hafa lært í rekkaskátastarfi og segja frá

framtíðaráformum sínum. Hver rekkaskáti ákveður sjálfur hvenær hann vinnur skátaheitið.

Undir eðlilegum kringumstæðum ætti það að gerast á nýliðatímabilinu.

Samantekt Skátalögin og skátaheitið eru tilboð um lífsreglur fyrir þá sem velja að gerast skátar. Rekkaskátar sem gefa sjálfum sér loforð um að „gera það sem í þeirra valdi stendur til að halda skátalögin“ þurfa að skilja og viðurkenna grunngildi skátahreyfingarinnar og þá ábyrgð sem þeir takast á hendur. Það læra þeir með því að vera virkir í rekkaskátastarfinu, af fyrirmyndum annarra rekkaskáta og með ígrundun um eigið skátaheiti og skátalögin. Lífsviðhorfin sem þeir þroska með sér munu fylgja þeim í gegnum lífið.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

163


Minnisatriรฐi

164

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | HVERNIG?


2. kafli

Flokkakerfið Efnisyfirlit Inngangur ...........................................................................................................................................................166 Eðli flokkakerfisins ...............................................................................................................................................166 Einkenni flokkakerfisins í rekkaskátastarfi ............................................................................................................167 Samantekt ..........................................................................................................................................................168

Lykilatriði • Jafnvel þótt sveigjanleiki og einstaklingsmiðun sé mikil í rekkaskátastarfi er engu að

síður skynsamlegt að hafa flokkakerfi. Rekkaskátaflokkur er lítil félagsleg skipulagsheild

byggð á lýðræði.

• Hver rekkaskáti tilheyrir rekkaskátaflokki, þar sem hann á sinn heimavöll, tekur þátt í

verkefnum og getur leitað eftir stuðningi og endurgjöf við mat á framförum sínum.

• Hver rekkaskáti vex frá því að vera þátttakandi yfir í leiðtoga, þar sem hann fær tækifæri

til að sinna mörgum lykilhlutverkum.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

165


Inngangur Flokkur er grunneining skátastarfs, aðlagað að aldri og þroska þátttakenda á hverju stigi. Flokkakerfið hentar rekkaskátasveitum ákaflega vel og styður við skipulag rekkaskátastarfs.

Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við flokkakerfið í rekkaskátastarfi: • Margir trúa því að flokkakerfi eigi ekki við í rekkaskátastarfi. • Margir álíta að flokkakerfið virki eins í rekkaskátasveitum og í starfi yngri skáta. • Margir átta sig ekki á jafnvæginu á milli einstaklingsmiðunar starfsins og flokkakerfisins. • Sumum finnst að fólk á þessum aldri þurfi ekki á þeim stuðningi að halda sem fæst

með flokknum.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Einkenni flokkakerfisins í rekkaskátastarfi. • Uppbyggingu flokkakerfisins í rekkaskátastarfi. • Stuðning við flokksstarfið.

Eðli flokkakerfisins Einstaklingsmiðun og val er meiri hjá rekkaskátum en á yngri aldursstigum skátastarfsins. Um er að ræða einstaklinga, hvern með sínar áskoranir, væntingar, drauma, hæfileika og vandamál. Rekkaskátastarfið getur verið ungu fólki hjálplegt við að móta eigin sjálfsmynd og framtíðaráform. Með þessu er ekki átt við að starfið eigi eingöngu að vera einstaklingsmiðað. Þvert á móti. Jafnvægi þarf að vera á milli persónulegra áskorana, verkefna og tækifæra til að starfa með góðum félögum, njóta félagsskapar og sameiginlegra áhugamála, sem og að þjálfa sig í því hlutverki sem viðkomandi sinnir innan hópsins.

166

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Flokkakerfið hefur þó oft verið misskilið. Í sumum tilfellum er litið á það sem pýramídakerfi, nátengt valdastiga í hernaði, þar sem fullorðnir sinna forystuhlutverki og gefa flokksforingjunum fyrirskipanir. Stundum er því lýst sem „kerfi þar sem unnið er í litlum hópum“. Hið rétta er að flokkakerfið er kerfi þar sem ungt fólk ber ábyrgð og er ráðandi í ákvarðanatöku um eigin verkefni. Ungt fólk þarf að ganga í gegnum nokkur stig stjórnsýslu áður en það öðlast rétt til ákvarðanatöku. Í hverju lýðræðissamfélagi eru að minnsta kosti þrjár gerðir af stjórnsýslu: • Sveitarfélag, samfélag manna á tiltölulega afmörkuðu svæði. Hlutverk þess er að hlúa að

góðum tengslum og samheldni þegnanna, að gera þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi og

eiga fulltrúa í opinberri stjórnsýslu. Í skátasveitinni eru flokkarnir „sveitarfélögin“ og flokksþingin

sveitarstjórnirnar. Flokkarnir eru myndaðir af fámennum hópi vina sem hafa valið að vera saman

og ákveða í sameiningu hver þeirra sinni hlutverki foringja eða fulltrúa.

• Alþingi (löggjafarvald), þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka ákvarðanir.

Í skátasveitinni gegnir sveitarþingið hlutverki „Alþingis“. Allir í rekkaskátasveitinni koma þá

saman til að velja sameiginleg verkefni, meta starfið, setja sér markmið og móta framtíðarsýn.

• Ríkisstjórn (framkvæmdavald), þar sem ráðherrar hafa umsjón með því að ákvörðunum Alþingis

sé framfylgt. Í rekkaskátasveitinni er sveitarráðið „ríkisstjórnin“. Það er samansett af öllum

flokks- og aðstoðarflokksforingjum, leiðarforingjum, sveitarforingjum og oft formönnum helstu

verkefnateyma sveitarinnar. Sveitarráðið setur dagskráráherslur sveitarinnar og stýrir starfi hennar

á milli sveitarþinga.

Í kennslufræðum er þetta kerfi, þar sem ungt fólk tekur þátt í ákvarðanatöku á ýmsum stjórnsýslustigum lýðræðisins, álitið mjög nútímalegt og jafnvel byltingarkennt. – En skátahreyfingin hefur byggt á þessari aðferðafræði frá upphafi.

Einkenni flokkakerfisins í rekkaskátastarfi Þrjú stjórnunarstig (flokkar, sveitarráð og sveitarþing) eru til staðar á öllum aldursstigum skátastarfs, aðlöguð að aldri og getu skátanna. Börn hafa hvorki úthald í langa fundarsetu né getu til að skipuleggja verkefni í öllum smáatriðum. Þess vegna eru sveitarráðsfundir og sveitarþing mjög stutt hjá fálkaskátum og fullorðnir gegna stóru hlutverki í stjórnun stafsins. Hjá dróttskátum eykst þátttaka skátanna sjálfra. Hjá rekkaskátum þróast starfið svo úr þátttöku yfir í leiðtogahlutverk, þar sem unga fólkið leikur lykilhlutverk í allri ákvarðanatöku og mati á eigin starfi. HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

167


Þróunin yfir í eigin forystu í starfinu hefst með litlum en þýðingarmiklum verkefnum hjá dreka- og fálka­ skátum. Ábyrgð skátanna eykst svo smám saman hjá dróttskátum og í rekkaskátastarfinu eru stjórn­ unarhlutverkin meira og minna í höndum skátanna sjálfra. Fullorðnu sveitarforingjarnir eru aðallega í hlutverki ráðgjafa og félaga sem gæta þess að grunngildi skátahreyfingarinnar séu höfð í heiðri. Þetta er grundvallaratriði eigi unga fólkið að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Forðast ætti að hafa marga litla og einangraða, eða fáa stóra rekkaskátaflokka í hverri rekkaskáta­ sveit. Samstarf og samvinna flokkanna er aflhjól sveitarstarfsins. Áskoranirnar sem felast í lýðræðislegri ákvarðanatöku, framkvæmd verkefna og sameiginlegu starfi eru góður lærdómsvettvangur fyrir ungt fólk. Samvinna ólíkra flokka, sem hver fyrir sig hefur sína sérstöku sýn og reynslu, skapar tækifæri til að læra af ólíkri reynslu og víkka sjóndeildarhringinn. Sjá ítarlega umfjöllun um flokkakerfið í kaflanum „Flokkakerfi skátahreyfingarinnar” á bls. 47 til 69.

Samantekt Ungu fólki er það eðlislægt að mynda jafningjahópa. Flokkakerfið er leið skátahreyfingarinnar til að nýta þessa eðlislægu þörf og skapa þannig farveg fyrir ungt fólk til að tilheyra og læra í ánægjulegu og gefandi umhverfi jafnaldra. Samstarf og samvinna, tengsl og vinátta í rekkaskátastarfinu er hverjum og einum eins mikilvægt veganesti fyrir lífið og verkefnin sem hún eða hann sinnir í starfinu. • Flokkakerfið er einn af mikilvægustu hornsteinum rekkaskátastarfsins. • Gagnvirk tengsl rekkaskátaflokkanna og rekkskátasveitarinnar er lykillinn að vel heppnuðu flokkakerfi. • Í rekkaskátasveitinni getur hver og einn fengið reynslu af að sinna ólíkum leiðtogahlutverkum. • Flokksforingjar rekkaskátaflokka gegna mikilvægu ábyrgðarhlutverki gagnvart starfi rekkaskátasveitarinnar.

168

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


3. kafli

Táknræn umgjörð Efnisyfirlit Inngangur ...........................................................................................................................................................170 Táknræn umgjörð í skátastarfi .............................................................................................................................171 Lærdómsaðferð ............................................................................................................................................171

Hvatning til þess að ná persónulegum markmiðum .......................................................................................172

Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs ......................................................................................................................172

Táknræn umgjörð rekkastarfs mætir þörfum og væntingum ungs fólks ..........................................................172

Að kanna heiminn ........................................................................................................................................173

Að fá viðurkenningu á hlutverki sínu og þjóna samfélaginu............................................................................173

Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs miðar til framtíðar ..................................................................................173

Samantekt ..........................................................................................................................................................174

Lykilatriði • Táknræna umgjörðin er ein af lærdómsaðferðum rekkaskátastarfsins. Hún veitir sýn á

þroskamarkmið skátahreyfingarinnar og er hvatning á þroskabraut unga fólksins.

• Tilvísun í hina upprunalegu táknrænu umgjörð skátastarfs eins og Baden-Powell setti

hana fram: Kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafnaldra.

• Nota hugmyndina sem viðurkenningu á þörf ungs fólks til að uppgötva, ferðast og

kynnast fólki.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

169


Inngangur Táknræn umgjörð er kerfi sem er lýsandi fyrir aðstæður, hugmyndir eða ferli sem skátarnir vilja standa fyrir. Tákn eru oft notuð til að vísa í hugmyndir sem fá fólk til að hugsa út fyrir rammann. Tákn höfða til ímyndunarafls og upplifana, án þess að fólk þurfi að nota rökræður eða orðlengja hlutina. Táknræn umgjörð gefur tóninn um það hvaða verkefni eigi að framkvæma og er grundvöllur lærdóms­ umhverfis skátanna. Táknræna umgjörðin hvetur ungt fólk til að virkja ímyndunarafl sitt. Með virku ímyndarafli er hægt að afreka margt. Tákn og táknræn umgjörð veita ungu fólki öryggistilfinningu þess að tilheyra. Þannig er þeim búið jákvætt lærdómsumhverfi.

Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við táknræna umgjörð rekkaskátastarfs: • Skilningsleysi, jafnt á hugmyndinni um táknræna umgjörð og notagildi hennar. • Notast er við gamaldags hefðir, siði, venjur og úrelt tákn. • Táknræn umgjörð er notuð sem markmið í rekkaskátastarfi, í stað þess að vera

námsaðferð og leið að markmiðum.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Hvernig má skilja táknræna umgjörð sem lærdómsaðferð. • Hvernig má nota hugmyndina um „könnun“ sem táknræna umgjörð í rekkaskátastarfi. • Ávinninginn af því að nota táknræna umgjörð.

170

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Táknræn umgjörð í skátastarfi Tákn er mynd eða form með ákveðnum einkennum sem eru lýsandi fyrir hlut, aðstæður, hugmynd eða ferli. „Tungumálið sem við notum til að hafa samskipti hvert við annað er í raun táknkerfi. Orð tjá veruleika og gera okkur kleift að þekkja, skilja og tengja hann saman, en þau eru ekki veruleikinn sjálfur. Hæfileiki okkar til að vinna með táknkerfi gerir okkur kleift að ímynda okkur eða lýsa veruleika jafnvel þegar það sem skírskotað er til er ekki til staðar. Skátaliljan og smárinn eru tákn skátahreyfingarinnar.“ Tákn verður tákn með samkomulagi um þá merkingu sem því er gefin, til viðbótar við augljósa merkingu þess. Til dæmis er tákn eins og skátaliljan í senn falleg mynd af hvítu blómi á fjólubláum grunni - og fyrir þá sem vita, tákn Alþjóðahreyfingar skáta, með öllu því sem hún stendur fyrir. Til þess að táknræn umgjörð skátastarfs feli í sér merkingu og styðji við uppeldishlutverk skátahreyf­ ingarinnar, þarf hún að vera í samræmi við þarfir hvers aldursstigs, vekja áhuga og hvetja.

Lærdómsaðferð Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs ætti að vísa til þroskamarkmiða starfsins og hvetja til þroska og framfara. Táknræn umgjörð er lærdómsaðferð: • Hún er hvatning til framfara. Við getum sagt að hún sé eldsneytið sem örvi unga fólkið og hvetji

það til þroska. Með því að samsama sig við könnuði og frjálsa ferðalanga sem geta bjargað sér

sjálfir, en sinna á sama tíma þjónustu við aðra, öðlast ungt fólk heillandi og merkingarbærar

fyrirmyndir fyrir eigin þroska.

• Hún hefur skírskotun í starf með hópum og styrkir þannig samkennd. Táknræn umgjörð rennir

stoðum undir sameiginlegt starf í rekkaskátasveitinni og er í samræmi við það sem hún stendur

fyrir. • Hún er aðlaðandi leið til að koma á framfæri tilgangi og gildum skátastarfs. Tilgangur rekka­

skátastarfs er meðal annars að veita ungu fólki leiðsögn við uppbyggingu sjálfstrausts, vera

styðjandi og ábyrgt og öðlast hæfni til að taka þátt í því að gera heiminn betri. Þar sem rekka-

skátar eru ferðalangar, könnuðir, eru þeir hvattir til að tengja gildi skátahreyfingarinnar við

heiminn eins og hann er í dag, en ekki eins og hann var. Með því að ferðast og deila reynslu

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

171


sinni með öðrum, kynnast og þjóna í ýmsum samfélögum og uppgötva fegurðina í heiminum,

átta rekkaskátar sig á því hvað skátalögin hafa mikla þýðingu fyrir öll aldursstig.

• Hún er límið í verkefnaflóru rekkaskátastarfs. Við það að unga fólkið velur og undirbýr verkefnin

í rekkaskátastarfinu verður starfið oft mjög fjölbreytt og verkefnin ólík. Sameiginleg sýn táknrænu

umgjarðarinnar tengir saman tilgang verkefnavinnunnar.

Verkefnaflokkar rekkaskátastarfsins eru samræmdir þörfum ungs fólks og beintengdir táknrænu umgjörðinni. 1. Að sjá áskoranir og tækifæri heimsins: Ferðast og öðlast alþjóðlega reynslu. 2. Að finna leið til þess að bæta heiminn: Samfélagsþátttaka og Messenger of Peace

verkefnadagskrá WOSM.

3. Að setja sér framtíðaráform: Lífið og tilveran. 4. Útivist og umhverfisvernd: Útilífsáskoranir

Hvatning til þess að ná persónulegum markmiðum Táknræna umgjörðin, að kanna ný svið og nema nýjar lendur, þýðir að skátinn þarf að öðlast nýja þekkingu, færni og viðhorf til að geta orðið sjálfstæður, virkur og ábyrgur samfélagsþegn. Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs hvetur ungt fólk til að læra um þróun mannlífs. Hún hjálpar því að skilja að framtíðin getur verið mismunandi eftir því hvaða einstaklingur eða samfélag á í hlut. Hún hvetur það til að þroska með sér heilbrigð viðhorf og gera sér uppbyggjandi áætlanir um eigin framtíð.

Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs Könnun er hin upprunalega táknræna umgjörð rekkaskátastarfs. Tilgangur rekkaskátastarfs er að hjálpa ungu fólki að dafna og þroskast á leið þeirra til fullorðinsáranna. Sem táknræn umgjörð er hugmyndin um að kanna ný svið og nema nýjar lendur enn í fullu gildi. Hún hvetur ungt fólk til að uppgötva aðra menningarheima og víkka sjóndeildarhringinn.

Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs mætir þörfum og væntingum ungs fólks Í rekkaskátastarfi er leiðangur könnuðarins ekki aðeins ímyndað ævintýri, rekkaskátar eru byrjaðir að máta sig við raunveruleg hlutverk fullorðinna. Könnunin stuðlar að samvinnu sem nær út fyrir menn­ ingarlega þröskulda og þær hömlur sem landamæri og kynþættir setja. Hún hvetur til félagslegrar og faglegrar aðlögunar. Hún er ævintýri, mitt í raunveruleikanum.

172

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Táknræna umgjörðin er mikilvægur hluti Skátaaðferðarinnar. Til þess að hún sé merkingarbær og styðji við uppeldishlutverk hreyfingarinnar þarf hún að mæta eðlislægum þörfum hvers aldursstigs og vera áhugaverð og hvetjandi. Að öðrum kosti hefur hún lítil áhrif.

Að kanna heiminn Rekkaskátastarf leggur áherslu á hreyfanleika og allt það nýja sem við getum öðlast eða uppgötvað þegar við förum frá einum stað til annars. Það samræmist einnig þeirri eðlislægu löngun ungs fólks að ferðast, uppgötva nýjan raunveruleika og víkka sjóndeildarhringinn. Það er staðreynd að ungt fólk vill ferðast, kanna ný svæði, hitta fólk frá öðrum löndum og læra um líf þess, vandamál, vonir og gildismat. Það vill komast í alþjóðleg tengsl, eiga samskipti við aðra menningar­heima og undirbúa sig fyrir að verða virkir samfélagsþegnar.

Að fá viðurkenningu á hlutverki sínu og þjóna samfélaginu Ungt fólk þarf að geta staðsett sig í samfélaginu. Það vill fá getu sína viðurkennda, bæði af vinum og í samfélaginu í heild. Í verkefnavinnu rekkaskátastarfsins öðlast ungt fólk reynslu og þekkingu sem nýtist því fyrir áskoranir framtíðarinnar. Reynslan og þekkingin mótar það og stuðlar að virkni þess í samfélaginu. Rekkaskátastarfið hjálpar ungu fólki að kynnast samfélaginu og finna út hvernig það getur gegnt mikilvægu hlutverki og lagt sitt af mörkum til framþróunar. Þetta er það sem ungt fólk leitar eftir, oft ómeðvitað.

Táknræn umgjörð rekkaskátastarfs miðar til framtíðar Það er ekki auðvelt að verða fullorðinn. Sumir óttast framtíðina og vita ekki hvaða leið skynsamlegast er að velja. Ungt fólk heillast auðveldlega af fyrirmyndum og táknrænni umgjörð en í því felast bæði tækifæri og hættur. Það má því segja að táknræn umgjörð rekkaskátastarfs sé „leiðangur til velgengni“ - að finna eigin leið í ferðalagi lífsins í áttina að hamingju. Hún snýr ekki í áttina að fortíðinni heldur framtíðinni. Hún hvetur ungt fólk til að uppgötva raunveruleika dagsins í dag.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

173


Samantekt Táknræn umgjörð er raunverulegur og mikilvægur hluti Skátaaðferðarinnar. Upprunalega hugmyndin um að rekkaskátar séu könnuðir í leiðangri með ákveðið markmið í huga, að kanna ný svið og nema nýjar lendur, er enn í fullu gildi fyrir ungt fólk og getur virkjað það og hvatt til að setja sér áskoranir. Sem lærdómsaðferð hvetur táknræn umgjörð ungt fólk til að vera opið fyrir nýjum möguleikum. Þó að það skilji ekki allir mikilvægi táknrænu umgjarðarinnar og hún sé oft vanmetin er staðreyndin sú að hún getur aukið gildi og gæði lærdóms sem fæst í skátastarfi.

174

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


4. kafli

Reynslunám Efnisyfirlit Inngangur............................................................................................................................................................177 Reynslunám. .......................................................................................................................................................178 Hvernig lærir fólk af reynslu?................................................................................................................................180 Verkefni í rekkaskátastarfi....................................................................................................................................181 Reynslunám í flokks og sveitarstarfinu..................................................................................................................182 Samantekt...........................................................................................................................................................183

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

175


Lykilatriði • Reynslunám (sem stundum er kennt við „Learning by doing“) er stöðugt ferli, sem

undirstrikar allt sem gert er í rekkaskátasveitinni. Verkefnin eru drifkrafturinn í Skáta-

aðferðinni. Jafnvægi á milli ólíkra viðfangsefna tryggir rekkaskátunum margs konar

reynslu, skapar mörg tækifæri til lærdóms og hvetur skátana til að þroska með sér ýmsa

færni. • Með reynslunámi er átt við þann lærdóm sem fæst með ígrundun, sjálfsskoðun og

innbyrðis tengslum rekkaskátanna.

• Með reynslunámi eru rekkaskátar hvattir til að vera gerendur í samfélaginu en ekki áhorfendur. • Hvetja þarf rekkaskátasveitir til að verða lærdómsvettvangur. • Tryggja þarf að virkt nám sé þungamiðjan í rekkaskátastarfi. • Ganga þarf úr skugga um að mat á verkefnum sé notað til að hvetja hvern og einn til að

176

ígrunda og endurskoða eigin reynslu og þar með öðlast dýpri skilning á afstöðu til hópsins

og sjálfs sín.

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Inngangur Frá upphafi var skátastarf skilgreint sem virkt náms- og þroskaferli. Hjá rekkaskátum, eins og í yngri skátasveitum, felst grunnurinn í reynslunámi. Möguleikarnir á áhugaverðum og innihaldsríkum verk­ efnum með félögunum er ein aðalástæðan fyrir því að ungt fólk gerist skátar eða heldur áfram í skát­un­ um. Verkefnin eru drifkrafturinn í skátastarfinu og jafnframt tækifæri til ígrundunar og reynslunáms.

Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við reynslunám: • Tregðu við að skilja að mun fleira felst í reynslunámi en að öðlast hagnýta eða

verklega færni.

• Tilhneigingu til athafna í afþreyingarskyni. • Misskilningur um að Skátaaðferðin snúist eingöngu um athafnir og herminám.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að gefa upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Gildi reynslunáms sem aðferðar við sjálfsnám. • Tengsl verkefna, reynslu einstaklinga og þroskamarkmiða. • Mikilvægi þess að endurmeta verkefni og ígrunda eigin skoðanir, í þeim tilgangi

að draga fram og meta að verðleikum þann lærdóm sem af því fæst.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

177


Reynslunám Reynslunám er uppeldisaðferð skátahreyfingarinnar. Í því felst öll hin ólíka reynsla sem ungt fólk fær í rekkaskátasveitinni. Unga fólkið lærir með ígrundun á hlutverkunum sem það hefur, ábyrgðinni sem það axlar, verkefnunum sem það velur og vinnur með. Lærdómurinn takmarkast ekki við að öðlast hagnýta verklega færni. Það er ekki nóg að framkvæma heldur þarf einnig að beina athyglinni að áætlanagerð, skipulagningu og mati. Reynslunám felur einnig í sér færnina, þekkinguna og viðhorfin sem stuðla að því að skátinn nær persónulegum áskorunum sínum. Með öðrum orðum er rekkaskátunum leiðbeint við sjálfsnám með því að ígrunda eigin reynslu – sem mótvægi við að vera óvirkir hlustendur eða áhorfend­ur. Ungt fólk hefur eðlislæga þörf fyrir athafnir, áskoranir og „ævintýri“. Skátastarfið býður upp á lærdóms­ ríkt umhverfi þar sem rekkaskátarnir eru hvattir til að beina orkunni að því að kanna, gera tilraunir og uppgötvanir og ígrunda eigin reynslu. Reynslunám örvar almennt og hvetur ungt fólk til að vera virkt í störfum sínum, átta sig betur á eigin hæfileikum og getu. Reynslunám hjálpar því að uppgötva styrkleika sína og nýta þá á uppbyggjandi hátt. Það er mikilvægt að bera ábyrgð á eigin lífi. Reynslunám hvetur ungt fólk til að vera gerendur en ekki áhorfendur í samfélaginu. Með öðrum orðum, reynslunám er blanda af mörgu. Hver einstakur rekkaskáti þarf að upplifa vaxtar­ kraftinn, horfast í augu við vandann sem felst í því að bera ábyrgð og taka við afrakstrinum. Hluti af reynslunámi er gleðin og erfiðleikarnir í samskiptum við félagana og umhverfið. Einnig krafan sem felst í glímunni við að ná persónulegum áskorunum, ofnum saman í stöðugt meira ögrandi verkefni sem unga fólkinu þykja hvetjandi og gagnleg. Allt þetta styrkir persónuleika og alhliða þroska rekkaskátans. Eftir því sem unga fólkið eflist í gegnum eigin reynslu birtast tækifæri fyrir nýja og enn ríkari reynslu. Verkefnin eru drifkrafturinn í rekkaskátastarfinu. Um þau er fjallað nánar í fjórða hluta bókarinnar hér að framan.

178

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Verkefni og reynsla Verkefni skapar reynslu sem gefur rekkaskátanum tækifæri til að öðlast þekkingu, færni og viðhorf í samræmi við eitt eða fleiri þroskamarkmið. Skátinn lærir í gegnum reynslu sem hann fær úr verkefn­ unum. Greina þarf á milli verkefnis, sem allir framkvæma, og reynslunnar sem hver og einn öðlast. Verkefni = það sem gerist hið ytra; athöfnin sem felur í sér þátttöku allra. Reynslan = það sem gerist hið innra með hverjum og einum, m.ö.o. það sem hver manneskja fær út úr framkvæmdinni. Athafnir og ígrundun er hið raunverulega nám, þar sem í þeim felast tengingar skátans við raunveruleikann. Eitt einstakt verkefni getur leitt af sér ólíka reynslu fyrir þátttakendurna eftir aðstæðum og einstaklingsmun. Verkefnavinna getur gengið mjög vel og verið mjög árangursrík fyrir hópinn í heild þótt hún skili ekki tilætluðum árangri hjá tilteknum einstaklingi. Hins vegar getur það líka gerst að verkefni sem almennt er ekki talið hafa tekist vel veiti einum eða fleiri rekkaskátum reynslu sem hjálpar þeim að tileinka sér viðhorf eða hegðun samkvæmt ákveðnum þroskamarkmiðum.

Verkefni og þroskamarkmið Verkefni og þroskamarkmið hafa víxlverkandi áhrif: • Hægt er að velja verkefni með tilliti til áður skilgreindra þroskamarkmiða. • Það er einnig möguleiki að meta verkefni sem unnið hefur verið og í framhaldinu átta sig á hvaða

þroskamarkmiðum og persónulegum áskorunum var náð með verkefninu.

Verkefni og þroskamarkmið eru því ekki orsök eða afleiðing hvort af öðru. Verkefni leiða ekki sjálfkrafa af sér að tilteknu þroskamarkmiði sé náð. Verkefnin hjálpa hins vegar rekkaskátunum að vinna skipu­ lega að persónulegum áskorunum sínum.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

179


Hvernig lærir fólk af reynslu? Í skátastarfi trúum við á stigvaxandi þátttöku unga fólksins í ákvarðanatöku, þar sem hún byggir upp sjálfstæði, virkni og ábyrgð einstaklinganna. Nám fólks er eins konar hringrás. Það er stöðugt flæði frá hinu hlutstæða til hins óhlutbundna og hinu huglæga til hins verklega. Lærdómshringur einstaklinga skýrir þetta betur. Ákjósanlegast er að fólk fari í gegnum öll stigin fjögur í hverju verkefni eða athöfn. Í skátastarfinu er hringurinn stöðugt endurtekinn, þar sem námið fer fram í gegnum leik og virka þátttöku. Skátarnir þjálfa ekki aðeins hagnýta færni, heldur líka skipulagsgetu, ábyrgðartilfinningu og leiðtogafærni. Lykilatriðið er að muna að hvert stig krefst verðskuldaðrar einbeitingar og vandvirkni áður en lengra er haldið. 1. Ígrundun: Rekkaskátinn hugleiðir eigin athafnir og hugsun. Venjulega hefst þetta stig með mati

á fyrri athöfnum.

2. Skilningur: Að skapa hugmyndir og möguleika til aðgerða. Á þessu stigi reyna rekkaskátarnir að

skilja tenginguna á milli þess sem var gert og þess sem hefði verið hægt að gera. • Hvað lærðum við af nýafstöðnu verkefni? • Hvernig náum við hámarksárangri með sams konar verkefni í framtíðinni? • Hvaða nýjan skilning höfum við núna? • Hvað eigum við að skoða næst? • Hvaða valmöguleika höfum við?

3. Ákvarðanataka: Að velja nálgun og leið til athafna. Verkefni er valið og valið rökstutt. 4. Framkvæmd: Verkefnið er unnið og á sama tíma er fyrsta stiginu, ígrundun, sinnt: „Hvernig

gekk verkefnið?“

Lærdómshringur einstaklinga.

180

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Það veitir ákveðna öryggistilfinningu að fylgja stigum lærdómshringsins. Þrátt fyrir að margt geti hent, vita rekkaskátarnir að verkefnin verða lærdómsrík þar sem tími til ígrundunar er innbyggður í ferlið. Lærdómurinn verður meiri því betur sem þess er gætt að fara rólega frá einu stigi til annars í stað þess að láta hegðunina stjórnast af stöðugum viðbrögðum við óvæntum aðstæðum.

Verkefni í rekkaskátastarfi Rekkaskátar hafa val um fjölbreytt verkefni fyrir hinar ólíkustu aðstæður sem öll geta falið í sér dýrmæt­ an lærdóm. Mat á verkefnunum getur farið fram í skátasveitinni, flokknum eða á einstaklingsgrundvelli. Hver nálgun stuðlar á sinn hátt að lærdómsreynslu, þroska og eflingu einstaklinganna.

Hefðbundin verkefni Hefðbundin verkefni eru venjulega unnin á sama hátt og tengjast almennt sama viðfangsefni. Þau eru endurtekin reglulega með svipuðu sniði og stuðla að því að skapa rétt andrúmsloft. Þau tryggja þátttöku unga fólksins, að ákvarðanataka sé sameiginleg og gildi skátalaganna áþreifanleg – sem allt styrkir og eflir skátastarfið. Hefðbundin verkefni stuðla almennt að því að einstakir rekkaskátar takist á við persónulegar áskoranir sínar. Dæmi um hefðbundin verkefni eru: Skátavígsla, fundir, útilegur, viðhald og endurbætur á fundarstað skátanna, leikir, söngvar, sveitarráðsfundir, sveitarþing og margt, margt fleira.

Valverkefni og þemaverkefni Valverkefni skapa tækifæri fyrir rekkaskátana til að takast á við persónulegar áskoranir sínar. Þau eru mjög fjölbreytt og ná yfir vítt svið, þannig að auðvelt er að velja verkefni við hæfi. Þau eru ekki endur­ tekin, nema skátarnir óski þess sérstaklega og þá aðeins að ákveðnum tíma liðnum. Með valverkefnun­ um er komið til móts við einstaklingsþarfir og einstök áhugasvið á sama tíma og skátunum er gefin innsýn í fjölbreytileika lífsins. Þemaverkefni sameina á tilteknu tímabili nokkur verkefni í ákveðið þema eða tengt tilteknum markmiðum. Kajak- eða kanó-ferð er stakt verkefni sem varir stutt. Með því að tengja það öðrum verkefnum má hins vegar skipuleggja könnunarleiðangur um vatnið. Eitt verkefnið getur verið fuglaljósmyndun, ann­að stangveiði, útilega, björgunarsund, félagabjörgun eða athuganir á lífríki við vatnsbakkann. Hvert verkefni hefur sín markmið, sem styðja við markmið þemaverkefnisins. Námsreynslan af þemaverkefnum verður mun meiri en af stöku verkefni. HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

181


Reynslunám í flokks- og sveitarstarfinu Þar sem rekkaskátar eru yfirleitt orðnir sjálfstæðir einstaklingar, með hæfni til eigin ákvarðanatöku, velja þeir verkefnin oftast sjálfir.

Einstaklingsverkefni Einstaklingsmiðun er sérlega mikilvæg fyrir ungt fólk. Við það að staðsetja sig í samfélaginu stendur það frammi fyrir mörgum áskorunum. Það þarf að velja lífsstarf, lífsviðhorf, tengsl við aðra og byggja upp framtíðarsambönd. Hver einstaklingur þarf að styrkja viðeigandi færni og viðhorf og fylgja eigin stefnu. Þarna komum við að einstaklingsáætlun rekkaskátans. Einstaklingsáætlun virkar eins og vegakort fyrir framfarir einstaklingsins, verkfæri fyrir hann til að átta sig á eigin þörfum og taka hnitmiðuð skref í átt að auknum þroska. Þetta er stöðugt ferli. Af þessum sökum er nauðsynlegt að bjóða upp á einstaklingsverkefni til að mæta þörfum og áhuga­ sviði hvers rekkaskáta. Sum verkefni má jafnvel framkvæma utan skátasamfélagsins og líta á sem þátt í persónulegum þroska einstaklingsins. Eðlilegt er að líta á sjálfboðavinnu utan skátasamfélagsins sem hluta af framfaraáætlun rekkaskáta. Með tilliti til þessa ættu allir rekkaskátar að hafa tækifæri til að gegna leiðtogahlutverki. Ekki síst þar sem leiðtogafærni er einn þeirra lykilþátta sem þarf að þroska með sér til að verða virkur samfélagsþegn – verða „leiðtogi í eigin lífi“. Í tengslum við rekkaskátasveitina eru m.a. tækifæri til að leiða ákveðin verkefni í starfi skáta á á yngri aldursstigum, í starfshópum innan sveitarinnar eða á landsvísu. Líta ætti á slíkt starf sem skammtímaverkefni sem er gagnlegt bæði skátanum sjálfum og þeim sem hann starfar með. Sérkunnáttuverkefni eru einnig áhugaverð leið fyrir rekkaskáta til að vinna að áhugamálum sínum og þroska með sér persónulega færni.

Flokka- og teymisverkefni Flokkar og verkefnateymi eru önnur umgjörð fyrir rekkaskátaverkefni og reynslunám. Að takast á hendur verkefni með jafningjum, tengjast og vinna saman, gerir hverjum rekkaskáta kleift að þroska með sér gagnlega og mikilvæga færni, ólíka þeim sem hann fær með einstaklingsvinnu. Teymisvinna auðveldar rekkaskátunum að ná stærri markmiðum af því að hópfélagarnir hafa yfir að ráða ólíkri færni og geta lært hver af öðrum. Að sama skapi er auðveldara að eiga þýðingarmikil sam-

182

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


skipti í litlum hópi þar sem gagnkvæm áhrif eru yfirleitt enn meiri. Ávinningurinn af flokkakerfinu á enn við hjá rekkaskátum og áhrif jafningja eru jafnvel enn meiri vegna aldurs og þroska einstaklinganna, sem hafa öðlast mikla þekkingu og reynslu. Flokkurinn gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því velja verkefni. Flokkarnir ákveða verkefni upp á eigin spýtur og við það að upplifa aðstæður og sinna ólíkum hlutverkum öðlast þeir reynslu og sjálfsöryggi.

Sveitarverkefni Sveitarstarfið býður upp á enn fleiri möguleika. Sum stærri verkefni er eingöngu hægt að framkvæma í krafti rekkaskátasveitarinnar. Þar eru mörg námstækifæri. Sem dæmi má nefna málþing og rökræður um mikilvæg málefni (t.d. sambönd, samskipti, skólanám, o.s.frv.), hátíðir, mat á sveitarstarfinu, stór samfélagsþjónustuverkefni, svo eitthvað sé nefnt.

Samantekt Reynslunám er stöðugt ferli og er undirstaðan í öllum athöfnum Rekkaskátasveitarinnar. Verkefnin eru drifkrafturinn í skátastarfinu. Gott jafnvægi á milli hinna ólíku gerða verkefna tryggir að rekkaskátar öðlist reynslu af margvíslegum toga, skapar ólík tækifæri til lærdóms og stuðlar að margs konar færni. Með reynslunámi er verið að vísa í sjálfsnám – lærdóm sem skátarnir fá út úr því að tengjast hver öðrum, með því að prófa sig áfram, sinna ábyrgðarhlutverkum í teymisvinnunni og með sjálfri framkvæmdinni á verkefnunum. Reynslunám hvetur ungt fólk til að vera gerendur í eigin samfélagi, frekar en áhorfendur. Með reynslunámi er átt við að þroskinn eigi sér stað við að fá að reyna, ígrunda eigin reynslu, skoðanir og afstöðu, sem mótvægi við það sem kalla má herminám. Reynslunám endurspeglar eigin þátttöku ungs fólks í að öðlast og endurskoða þekkingu, færni og viðhorf. Reynslunám er hin gagnlega nálgun skátahreyfingarinnar að námi, byggð á því að læra í gegnum ígrundun af reynslu sem fæst við að sinna eigin hugðarefnum og daglegum verkefnum. Þannig er reynslu­nám leið til að hjálpa ungu fólki til að þroska alla þætti persónuleikans.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

183


Minnisatriรฐi

184

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | HVERNIG?


5. kafli

Útilíf og umhverfi – hjálpsemi og samfélag Efnisyfirlit Inngangur ...........................................................................................................................................................186 Útilíf og umhverfi ................................................................................................................................................187 Hjálpsemi og samfélag ........................................................................................................................................189 Sjálfbærni og rekkaskátastarf ..............................................................................................................................190 Útilíf, samfélagsþátttaka og þroskamarkmiðin ......................................................................................................191 Samantekt ..........................................................................................................................................................192

Lykilatriði • Náttúran og umhverfið allt er vettvangur útilífs í rekkaskátastarfi. • Samfélag manna, frá fjölskyldu til alls mannkyns, er viðfangsefni rekkaskátastarfsins. • Vistfræðileg, menningarleg og efnahagsleg sjálfbærni. • Að verða “leiðtogi í eigin lífi” og gera heiminn betri.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

185


Inngangur Útilíf er lærdómsrík reynsla, einkum vegna þess hvernig hún hjálpar einstaklingum við að finna takmarkanir sínar og yfirstíga þær. Að stunda útilíf krefst skilnings á því hvað hver einasta ákvörðun er þýðingarmikil og að allt sem við gerum, eða gerum ekki, hefur áhrif. Að lifa af aðstæður í náttúrunni með eigin færni og getu að vopni styrkir þann sem það reynir. Að læra að treysta á sjálfan sig byggir upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu ungs fólks. Sem leið til þroska er útilíf leið til að uppgötva undur náttúrunnar og það menningarlega umhverfi sem við hrærumst í. Mannkynið er ein stór fjölskylda. Það er mun fleira sem við eigum öll sameiginlegt en hitt sem greinir okkur að. Maðurinn er félagsvera sem lifir í fjölskyldum, smærri og stærri samfélögum og þjóðfélögum á þessari einu jörð – „geimfarinu Jörð“ (Spaceship Earth) eins og Buchminster Fuller nefndi hana. Ætlunarverk skátahreyfingarinnar á heimsvísu er að „gera heiminn betri“. Markmiðið sem hreyfingin vinnur að til að vinna það verk er að gefa ungu fólki tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar og þátttakendur í samfélaginu – að verða „leiðtogar í eigin lífi“ og láta gott af sér leiða í samfélagi manna. Náttúran, manngert umhverfi og mannlegt samfélag er bæði vettvangur rekkaskátastarfs og viðfangs­ efni. Í kaflanum Verkefni (í 4. hluta bókarinnar) er fjallað nánar um verkefnavinnu rekkaskáta.

186

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Leiðtogar rekkaskátastarfs standa frammi fyrir nokkrum áskorunum í tengslum við útilíf og samfélagsþátttöku: • Að bjóða upp á náttúrulegt umhverfi fyrir þá sem búa í þéttbýli. • Að nota útilíf sem þátt í Skátaaðferðinni, þ.e. sem leið að marki, en ekki sem

sjálfstætt markmið.

• Sinnuleysi í sumum skátafélögum sem leggja of mikla áherslu á inniveru umfram útivist. • Tilhneiging í mörgum skátafélögum til að líta á skátastarf sem skemmtun og

upplifun – en ekki sem „skemmtilegt ævintýri með skýr uppeldismarkmið“.

Sem svar við þessum áskorunum miðar kaflinn að því að veita upplýsingar, ráð og leiðsögn um: • Skilning á þeim markmiðum og leiðum sem fólgin eru í samfélagsþátttöku og

umhverfisþætti Skátaaðferðarinnar.

• Mikilvægi umhverfisupplifunar, umhverfisfræðslu og umhverfisvernd í rekkaskátastarfi. • Mikilvægi samfélagsþátttöku og hlutverk samfélagsþjónustu, hjálparstarfa og

sjálfboðastarfs í rekkaskátastarfi.

Útilíf og umhverfi Við tölum um „útilíf“ í skátastarfi á þrennan hátt – sem markmið, aðferð og sem verkefni. Útilíf sem hluti af Skátaaðferðinni snýst um hvernig við getum nýtt náttúrulegt og manngert umhverfi okkar til að öðlast nýja þekkingu, færni og viðhorf – til að þroskast og eflast sem einstaklingar. Það er þroskandi að stunda útilíf vegna þess að þá erum við oftast í umhverfi sem er öðru vísi en það sem við búum í daglega. Þá höfum við ekki öll þægindin sem við erum vön hversdags, margt gengur ekki upp eins og við höfum vanist og þá erum við þvinguð til að vera skapandi og hugsa upp á nýtt, fara út fyrir rammann og leita nýrra lausna. Fyrir þrautþjálfaðan útilífsmann er útilífið ef til vill ekki lengur ögrandi og þroskandi viðfangsefni. Fyrir hann getur borgarumhverfi eða ný menningarsvið verið álíka ögrandi og ósnortin náttúra er fyrir þéttbýlisbúann. Náttúran og umhverfið almennt er „leiksvið“ fyrir persónulegan þroskaferil einstaklingsins.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

187


Hugleiðum hvernig nýta má útilíf sem aðferð. Hvað getum við lært og hvernig getur útilíf verið upp­ byggjandi þáttur á þroskaferli rekkaskátans? Þegar rekkaskátinn fer í hæk-ferð lærir hann ekki einungis göngutækni utan vega og að koma sér upp skjóli fyrir veðri og vindum – heldur líka að „hlusta“ á eigin líkama, ögra sjálfum sér og félagahópnum til að gefast ekki upp og finna skapandi lausnir á þeim vanda sem við blasir hverju sinni. Við megum þess vegna ekki gleyma að „útilíf“ getur verið fólgið í verkefnum sem „sviðsett“ eru í manngerðu umhverfi, eins og í bæjum eða borgum, en ekki einungis úti í „ósnortinni“ náttúru. Það er t.d. hægt að staðsetja „undirbúningsfundinn“ utandyra og að vinna samfélagsverkefni, eins og að aðstoða óvana einstaklinga eða hópa (t.d. fatlaða) til að komast út í náttúrulegt umhverfi. Náttúruna og umhverfið má nýta á fleiri vegu en við erum vön og aðlaga að nær öllum viðfangsefnum. Það sem skiptir máli er að hver einstakur rekkaskáti móti „útilífið“ eftir eigin áhuga og þörfum. Hann eða hún veit best hvað er spennandi og áhugavert og hvað ekki. Þegar unnið er með „útilíf“ sem verkefni finnast endalausir möguleikar. Útilífið getur verið mikilvægur hluti af persónulegum áskorunum á vegferð rekkaskátans. Til þess að svo megi verða þurfa viðfangsefnin að vera mátulega ögrandi og reyna á eitthvað nýtt – ýta rekkaskátanum „út fyrir þægindahringinn“. Hann eða hún þarf að átta sig á hvað þau vilja fá út úr rekkaskátastarfinu og hvernig þau ætla að komast á „áfangastað“. Með útilífi finnast tækifæri fyrir rekkaskátann til að vera leitandi, að vera könnuður, og uppgötva „nýja“ þekkingu, færni og viðhorf – læra um sig sjálfan, þroskast og eflast sem einstaklingur og persóna. Útilíf og umhverfi, sem hluti af Skátaaðferðinni, vísar m.a. í þá óþrjótandi möguleika sem náttúran og annað umhverfi býður upp á fyrir þroska ungs fólks. Útilíf og snertingin við náttúruna hafa beina tengingu við tilgang rekkaskátastarfs, eins og kemur skýrt fram í ramma Alþjóðahreyfingar skáta (WOSM) um umhverfisuppeldi, umhverfismenntun, umhverfisvernd og sjálfbæra þróun. Rekkaskátar sem njóta þess að ferðast og kynnast heiminum uppgötva þá miklu fjölbreytni sem náttúran og manngert umhverfi býður upp á. Besta leiðin til að fá sem mest út úr fjölbreytni umhverfisins er að kynnast því í félagsskap annarra rekkaskáta. Fyrir rekkaskáta er náttúran og allt umhverfi spennandi og gefandi. Þeir stunda sannarlega oft djarfar eða háskalegar íþróttir sér til ánægju, með öðrum rekkaskátum eða félögum utan rekkaskátastarfsins. Rekkaskátar vilja taka þátt í ögrandi viðfangsefnum og láta reyna á sjálfa sig og félagana. En það þarf einnig að gefa sér tíma til að sjá og finna heiminn eins og hann er, læra að meta og njóta náttúrunnar

188

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


og fjölbreytts menningarlífs, þroska með sér væntumþykju og virðingu, vera stöðugt að læra og taka frá tíma til að gera þetta af alúð.

Hjálpsemi og samfélag Við búum í lýðræðissamfélagi sem þýðir að hvert okkar getur lagt sitt af mörkum. Lýðræði fylgja bæði réttindi og skyldur. Það eru ekki einungis „stóru” ákvarðanirnar sem teknar eru af þjóðþingum eða af stjórnvöldum sem hafa áhrif á líf fólks, umhverfið eða frið í heiminum. Verkefni hópa, stórra og smárra, og jafnvel athafnir einstaklinga hafa áhrif á „heiminn” – athafnaleysi hefur líka áhrif. Ef við erum ekki virk í samfélaginu verðum við leiksoppur annarra – berumst með straumnum. Samfélagið og umhverfið heldur áfram að breytast, en við erum þá ekki virkir þátttakendur heldur óvirkir fylgjendur. Skátahreyfinginn er ekki háð tilteknum stjórnmálaflokkum. Það þýðir hins vegar ekki að hún sé ópólitísk. Rekkaskátar ættu að vera samfélagslega virkir, hér heima eða erlendis, taka afstöðu til mikilvægra mála og taka þátt í verkefnum sem stuðla að breytingum til hins betra. Það krefst samvinnu og lýðræðislegra samskipta að skapa aðstæður þar sem hverjum rekkaskáta finnst hann vera virkur og ábyrgur hluti af hópnum. Það sem gerist í félagslegu og náttúrulegu umhverfi okkar á Íslandi eða um víðan heim, veldur því að við viljum leggja okkar af mörkum til að breyta og bæta. Rekkaskátar ættu að nýta reynslu sína úr skátastarfi til góðs fyrir samfélagið. Þannig sýna þeir líka yngri skátum og öðrum að það sem rekkaskátar eru að gera, og þeir sem yngri eru munu gera í framtíðinni, hefur jákvæð áhrif á þá sjálfa og aðra. Gleymum ekki að það að vera hluti af rekkaskátasveit og alheims­hreyfingu skáta hefur tilgang og skapar tækifæri til að verða „leiðtogi í eigin lífi”. Rekkaskátar leggja sitt af mörkum til að „gera heiminn betri”. Á vissan hátt má segja að allt skátastarf byggist á því að skapa tækifæri fyrir börn og ungt fólk til að að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Rekkaskátar vinna að því að „bæta heiminn” með því að vinna afmörkuð skilgreind samfélagsverkefni. Það er t.d. gert með því að reyna að upplýsa og vekja athygli stjórnmálamanna og annarra sem taka ákvarðanir á ýmsu sem við teljum að sé mikilvægt fyrir heildina. Verkefni eins og að hreinsa fjörur og koma í veg fyrir mengun eða að kynna sér og taka afstöðu í mannréttindamálum á alþjóðavísu eru dæmigerð rekkaskátaverkefni. Með slíkum verkefnum eru rekkaskátar að leggja sitt af mörkum til að skapa frið í heiminum, útrýma hungri eða draga úr neikvæðum loftslagsbreytingum. Stórfljótið verður til þegar margir lækir og minni ár renna saman. Við unga skáta segjum við: Gerum eitt góðverk á dag. Slík afstaða á einnig við rekkaskáta og fullorðið fólk á öllum aldri.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

189


Virk samfélagsþátttaka er mikilvæg fyrir rekkaskáta. Hún er í raun mikilvægt markmið í sjálfri sér. Samfélagsþjónusta og umhverfisvernd eru dæmi um virka samfélagsþátttöku. En slík verkefni eru líka vettvangur náms og þroska fyrir einstaklinginn til að verða „meiri maður” – að rækta og efla sjálfan sig. Í rekkaskátastarfi lærum við að vinna sem sjálfboðaliðar að góðum verkum af ólíku tagi í nærsamfél­ aginu eða jafnvel á alþjóðavettvangi. Vert er líka að minna á önnur almannaheillasamtök – eins og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Rauða kross Íslands, UNICEF og fjölmörg önnur.

Sjálfbærni og rekkaskátastarf Sjálfbærni er þróun sem fullnægir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Tal­að er um vistfræðilega, menningarlega og efnahagslega sjálfbærni. Efnahagsleg sjálfbærni er mikilvæg forsenda fyrir vistfræðilegri og menningarlegri sjálfbærni. Því þróaðri, sjálfvirkari og flóknari sem samfélög manna verða, því háðari verða þau á fjölmargan hátt hinu viðkvæma jafnvægi milli aragrúa tegunda plantna og dýra sem er að finna í umhverfinu. Þetta jafnvægi, eða vistkerfi, hefur raskast alvarlega vegna iðnvæðingar og hefur sú röskun valdið alvarlegum spjöllum á vatni, andrúmslofti og jarðvegi. Tilvist okkar í framtíðinni og afkoma mannkynsins er háð því að finna lausn á þessum vanda. Við getum og eigum öll að leggja okkar af mörkum til þess. Sjálfbærni þarf einnig að ná til þess smáa í nærumhverfi og nærsamfélagi – eins og meðferð fjármuna, flokkun á sorpi og umgengni um náttúrulegt umhverfi og menningarleg verðmæti. Sjálfbærni er þannig á ábyrgð og valdi hvers og eins. Aldrei áður í sögu mannkyns hefur verið eins áríðandi og nú að þroska með sér viðhorf sem styðja við sjálfbæra þróun í umhverfi okkar. Rekkaskátastarf leikur mikilvægt hlutverk í því að tengja fólk við náttúruna, ekki síst þegar tekið er mið af þeirri staðreynd að stöðugt hærra hlutfalli ungs fólk er aðskilið frá náttúrulegu umhverfi í daglegu lífi þar sem 50% íbúa jarðarinnar í dag býr í borgarsamfélögum og þéttbýli. Umhverfi er fleira en plöntur, dýr og verndun þeirra. Gleymum ekki mikilvægi manngerðs umhverfis. Rekkaskátar ættu að vera virkir í verkefnavali og taka upplýstar ákvarðanir um umhverfið í heild sinni, náttúru, fólk og samfélagið.

190

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Útilíf, samfélagsþátttaka og þroskamarkmiðin Náttúrulegt og samfélagslegt umhverfi er kjörinn vettvangur fyrir rekkaskáta til að eflast og ná markmiðum á öllum þroskasviðunum (félagsþroska, líkamsþroska, vitsmunaþroska, persónuþroska, tilfinningaþroska og andlegum þroska). Ávinningurinn af útivist fyrir líkamsþroska ungs fólks er augljós. Hún vegur upp á móti stöðugt aukinni kyrrsetu. Það hjálpar rekkaskátum að ná persónulegum áskorunum sínum þegar þeir eru hvattir til að víkka eigin mörk og reyna sig í við nýjar aðstæður. Útivist byggir upp úthald, þrek og hreysti. Útilíf býður upp á lífsnauðsynleg tengsl við náttúrulegt umhverfi, sérstaklega hjá þeim sem búa í hinu stöðugt vaxandi borgarumhverfi. Jafn mikilvægir eru möguleikarnir sem útivist og samfélagsþátttaka býður upp á fyrir vitsmunaþroska ungs fólks. Virk þátttaka í útilífi og samfélagsverkefnum gerir þeim kleift að víkka út sjóndeildarhringinn og uppgötva heiminn. Tilhneigingin til að kanna „ókunnar slóðir“ veldur því að ungt fólk spyr spurninga og framkvæmir jafnvel alvöru rannsóknir eða umbótaverkefni úti í náttúrunni eða í samfélaginu sem efla svo sköpunarkraft og frumkvæði rekkaskátanna. Ekki er hægt að líta framhjá mikilvægi náttúrunnar og samfélagsþátttöku fyrir tilfinningaþroska ungs fólks. Upplifun á fegurð náttúrunnar eða aðstæðum fólks og þeirri geðshræringu sem hún getur valdið þroskar tilfinningalífið. Verkefni rekkaskáta úti í náttúrunni geta teygt sig frá því að einkennast af friði og ró yfir í innspýtingu adrenalíns við ögrandi eða óvæntar aðstæður. Með útivist þroska rekkaskátar með sér virðingu fyrir umhverfinu og sérstök tengsl við það á sama tíma og þeir öðlast ábyrgðartilfinn­ ingu fyrir verndun þess. Samfélagsverkefni kenna rekkaskátum að skilja ólíkar aðstæður fólks og setja sig í spor annarra. Útivist og samfélagsþátttaka er einnig mjög gagnleg fyrir félagsþroska skátanna. Úti í náttúrunni þarf að horfast í augu við það sem kemur upp. Það styrkir hópinn og gerir hann að stöðugri einingu á sama tíma og einstaklingarnir styrkja samböndin sín á milli. Með því að vera saman í raunverulegum aðstæðum skapast eining í hópnum, kraftmikil tilfinning samheldni og bræðralags. Náttúran býður upp á kjöraðstæður fyrir andlegan þroska. Með útivist kemur í ljós hve dýrmætt, fíngert og brothætt lífið og lífsins ferli getur verið. Þegar rekkaskátarnir öðlast skilning á því hve auðvelt er að eyðileggja eitthvað og erfitt að lagfæra það á ný, öðlast þeir ný lífsgildi og virðingu fyrir náttúrunni, manngerðu umhverfi og fjölbreyttri menningu. Náttúran og umhverfið bjóða rekkaskátanum upp á fjölmörg tækifæri til að átta sig því að þeir eru hluti af stærri heild.

HVERNIG? | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

191


Það reynir oft verulega á siðferðisþroskann úti í náttúrunni, þar sem stundum er teflt á tæpasta vað. Þrátt fyrir mikinn undirbúning og gott skipulag er ekki alltaf hægt að sjá fyrir hvað getur gerst. Því þurfa rekkaskátar ávallt að vera viðbúnir því óvænta. Í glímu við náttúruöflin öðlast þeir betri skilning á sjálfum sér, raunhæft mat á eigin getu ásamt virðingu fyrir öðrum. Þeir þurfa oft að horfast í augu við óvæntar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að treysta á hina í hópnum og mynda þannig sterka liðsheild.

Samantekt Útivist og náttúra hefur ávallt leikið stórt hlutverk í Skátaaðferðinni. Það þarf samt sem áður að upp­ færa aðferðafræðina til að tryggja að rekkaskátastarfið mæti þörfum og væntingum ungs fólks í dag. Við þurfum að víkka hugmyndir okkar um útilíf þannig að þær taki bæði til náttúrulegs og manngerðs umhverfis. Annar veigamikill þáttur í Skátaaðferðinni er samfélag manna og samfélagsþátttaka – hjálpsemi og efling friðar manna og þjóða á milli. Hlutverk skátahreyfingarinnar í því að bæta samfélagið er gegnumgangandi í öllum skrifum Baden-Powells. „Síðustu skilaboð“ hans til skáta voru einmitt: „Reyndu að skilja við heiminn örlítið betri en hann var þegar þú komst.“

192

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | HVERNIG?


Lokaorð Starf með 16-18 ára ungmennum er enn áskorun fyrir mörg skátabandalög í heiminum. Vilji skáta­ hreyfingin halda félagslegu mikilvægi sínu og valda breytingum í lífi fólks þarf hún að geta boðið upp á virkt, áhugavert og gefandi starfi fyrir þetta aldursstig. Rekkaskátastarf byggir á sama grunni og annað skátastarf: • Nota Skátaaðferðina eins og hún er aðlöguð hverju aldursstigi. • Skilgreina og vera meðvituð um eigin áskoranir og markmið. • Bjóða upp á áhugaverð og gefandi verkefni sem eru þroskandi fyrir ungt fólk.

Engu að síður er rekkaskátastarfið frábrugðið skátastarfi annarra aldursstiga. Það hefur eigin sérkenni og áskoranir. Rekkaskátastarf ætti að vera eðlilegur þáttur skátastarfs hjá hverju skátafélagi – þá fyrst getum við talað um heildstætt uppeldiskerfi skátahreyfingarinnar.

Lokaorð | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

193


Það gæti virst áskorun að efla rekkaskátastarf þar sem það skorar gömul viðhorf á hólm og krefst mann­afla og tíma. Þrátt fyrir þetta er það vel gerlegt ef nokkur grundvallaratriði eru höfð í huga: • Mynda rekkaskátaflokka í sem flestum skátafélögum til þess að geta boðið upp á rekkaskátastarf

sem víðast.

• Gæta þess að rekkaskátar fái að stunda skátastarf á eigin forsendum, en séu ekki látnir bera

ábyrgð á skátastarfi yngri aldursstiga.

• Tryggja að allir rekkaskátaflokkar geti starfað í rekkaskátasveitum sem telja að jafnaði 24 – 30

skáta (lágmarksfjöldi 18 skátar) – ýmist innan skátafélaga eða með þátttöku rekkaskáta úr

mörgum skátafélögum.

• Rekkaskátasveitir geta starfað innan skátafélaga eða átt beina aðild að Bandalagi íslenskra skáta

sem aðili að „Rekkaskátaneti Íslands“.

• Fyrirliði rekkaskátastarfs starfi í hverju skátafélagi. Hann er fullorðinn einstaklingur sem er

rekkaskátum og rekkaskátaflokki eða flokkum félagsins til ráðgjafar og tengiliður þeirra við

stjórn skátafélagsins. Hann er líka tengiliður við “Rekkaskátanet Íslands”.

• Í rekkaskátastarfi ætti að leggja áherslu á þjálfun leiðtogafærni. • Sveitarforingjastörfum í rekkaskátasveitum fylgir sú mikla ögrun að láta unglingunum eftir sem

flest foringjastörf og sem mesta ábyrgð á starfi rekkaskátasveitanna.

• Viðfangsefni rekkaskáta mega ekki vera endurtekning frá yngri aldursstigum. Þau ættu að koma

til móts við þarfir og væntingar unglinganna.

Með því að leggja áherslu á starf með ungu fólki 16-18 ára leggja skátafélög og BÍS fram mikilvægan skerf til að ná markmiðum skátahreyfingarinnar og auka gæði og umfang skátastarfs í samfélaginu, – boðið „betra skátastarf fyrir fleira ungt fólk.“

194

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | Lokaorð


Höfundaskrá ljósmynda Ljósmyndir bókarinnar eru fengnar úr myndasafni Bandalags íslenskra skáta og WOSM (World Organization of the Scout Movement). Myndir úr myndasafni WOSM eru birtar samkvæmt notendaleyfi Creative Commons um takmarkaða notkun. Sjá nánar á www.creativecommons.org. Myndirnar eru aðgengilegar á vefslóðinni www.flickr.com/photos/worldscouting. © WSB Inc. / André Jörg .....................................................................................................................................11 © WSB Inc. / Victor Ortega ...........................................................................................................................27, 94 © WSB Inc. / Jean-Pierre Pouteau ................................................ 47, 97, 107, 121, 141, 145, 165, 169, 175, 185 © WSB Inc. / John Silva ............................................................................................................................. 118-119 © WSB Inc. / Thierry Tournet ............................................................................................................................149 © WSB Inc. / Edgardo Amato ...................................................................................... 13, 36, 44-45, 71, 133, 193

Höfundaskrá ljósmynda | Handbók sveitarforingja rekkaskáta

195


Minnisatriรฐi Minnisatriรฐi

196

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | Minnisatriรฐi


Minnisatriรฐi

Minnisatriรฐi | Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta

197


Minnisatriรฐi

198

Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta | Minnisatriรฐi


Minnisatriรฐi | Handbรณk sveitarforingja rekkaskรกta

199


Í þessari handbók er gerð grein fyrir hugmynda- og aðferðafræði rekkaskátastarfs, hvernig það fellur að meginmarkmiðum skátahreyfingarinnar og er í rökréttu framhaldi af skátastarfi yngri aldursstiga. Handbókin er sérstaklega skrifuð fyrir sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingja rekkaskáta – þó að hún gagnist að sjálfsögðu öllum sem vilja kynna sér starfsgrunn rekkaskátastarfs. Þessi bók er skrifuð sem handbók. Það merkir m.a. að það er ekki nauðsynlegt að lesa hana frá byrjun til enda í réttri röð. Það er hægt að grípa niður í einstaka kafla eftir atvikum og aðstæðum.

200

Handbók sveitarforingja rekkaskáta | Minnisatriði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.