20 B+
Orð Guðs Orð Guðs talar til þess manns, sem tekur stöðu syndarans, við fætur Drottins dapur lýtur. Enga málsbót á hann sér, en inn í helgidóminn fer að biðja um náð, og blessun hlýtur. Orð Guðs dæmir alla þá, sem eigin gáfur meira dá, en fyrirgefning Guðs í Kristi. Hvernig var það með þann mann, sem margt að syndaranum fann, hann bölvun hlaut, en blessun missti. Orð Guðs boðar öllum náð, sem aðeins finna hjálparráð við fætur Drottins frá Guðs dómi. Sæll er hver sem situr þar og sér Guðs lamb, sem bölvun bar en dauðann vann þess dýrðarljómi. Orðsins þjónar þiggja náð, er þreytan sækir að þeim bráð, við fætur Drottins fagna aftur. Eitt er nauðsynlegt á leið, að lúta Kristi, svo að neyð hans verði okkur andans kraftur.
Sr. Guðmundur Guðmundsson