MINNISBLAÐ
Til:
OPINBERT
Frá:
BBA//Fjeldco
Dagsetning:
25. júní 2020
Efni:
Ný lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar
1.
INNGANGUR
1.1
Tilgangur þessa minnisblaðs er að gera grein fyrir nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi þann 16. júní sl. um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar.
2.
AÐDRAGANDI OG TILEFNI LAGASETNINGARINNAR
2.1
Þann 16. júní s.l. tóku gildi lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja, sem lent hafa í alvarlegum rekstrarerfiðleikum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Með lögunum er fyrirtækjum gert kleift að komast í tímabundið skjól frá innheimtu- og fullnustuaðgerðum og er þeim einnig veitt undanþága frá því að vera tekin til gjaldþrotaskipta á sama tímabili, enda þótt skilyrði gjaldþrots hafi skapast.
2.2
Á sama tímabili gefst tækifæri til að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu slíkra fyrirtækja með margvíslegum hætti, enda þótt það sé í raun ekki skilyrði, ef tímabundna greiðsluskjólið eitt og sér kann að leyfa fyrirtækjum að komast á réttan kjöl að því loknu.
3.
SKILYRÐI ÞESS AÐ GETA NÝTT ÚRRÆÐIÐ
3.1
Skilyrði fyrir því, að fyrirtæki falli undir gildissvið laganna, eru eftirfarandi: 1. Atvinnustarfsemi fyrirtækisins hafi byrjað ekki síðar en 1. desember 2019 og að starfsmenn þess (einn eða fleiri) hafi verið í fullu starfi og a.m.k. á lágmarkslaunum alla þrjá mánuðina desember 2019 - febrúar 2020. 2. Starfsemi fyrirtækisins hafi raskast verulega og að orsakir þess verði raktar beint eða óbeint til opinberra ráðstafana sem gripið hefur verið til, eða aðstæðna sem að öðru leyti hafa skapast vegna faraldursins. 3. Heildartekjur af starfseminni hafi dregist saman með einum af eftirfarandi háttum:
1