Háskólinn á Akureyri 2014

Page 27

Íslandsklukkan Þetta verk var gert til minningar um 1000 ára kristnitökuafmæli og landafundi í vesturheimi og sögu þjóðarinnar í stóru og smáu. 1. desember ár hvert verða slegin saman saga þjóðarinnar og hljómur samtímans. Stórbrotnar furður og raunsannir atburðir er yfirskrift listaverksins Íslandsklukkan eftir Kristin E. Hrafnsson. Akureyrarbær færði bæjarbúum verkið að gjöf 1. desember 2001. Fyrirmynd klukkunnar er fengin úr Hóladómkirkju og er tónn hennar lægsta G. Efst á klukkunni er áletrun sem er upptalning allra ártala Íslandssögunnar frá árinu 874 til 2000.

Íslandsklukkunni er hringt 1. desember árlega, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000.

50

51


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.