Hátíðarrit Orators 2023

Page 1

Hátíðarrit Orators 2023

Björg Thorarensen hæstaréttardómari

og kennari í persónuverndarrétti

við Lagadeild HÍ

Árshátíðarnefnd:

Alexandra Lis

Birgir Bent Þorvaldsson

Einar Fannar Valsson

Halldís Embla Guðrúnardóttir

Heba Bjarg Einarsdóttir

Jóhanna Björg Jónsdóttir

Jón Sigfús Jónsson

Kornelía Zukrowska

Laureen Ósk Jibrayel

Nanna Birgisdóttir Hafberg

Njörður Bruun

Ragnar Steinn Þórsson

Rúnar Bergþórsson

Smári Daníel

Stefán Þórarinn Hermannsson

Sunna Dís Örvarsdóttir

Ábyrgðaraðili: Snævar Már Helgason

Ritstjórn: Agnes Guðrún Magnúsdóttir

og Sylvía Rut Jóhannesdóttir

Hönnun og umbrot: Vala Birna Árnadóttir

Prentun: Prentun.is

Upplag: 100

2

H l e y p i r b i r t u í h e i m k e y r s l u n a

G l æ s i l e g h ö n n u n

C h a r g e A m p s H A L O

E i n f ö l d , s m á o g s n j ö l l h l e ð s l u s t ö ð ú r e n d u r u n n u á l i .

B y g g ð t i l a ð e n d a s t

r a f b o x . i s

4 LIFANDI TÓNLIST á kl. 10 á kvöldin Austurstræti 12 | 101 Reykjavík | Tel: 578-0400 | enskibarinn.is | info@enskibarinn.is Björg Thorarensen hæstaréttardómari og kennari í persónuverndarrétti við Lagadeild HÍ

Dagskrá árshátíðar Orators

Gamla Bíó, fimmtudaginn 16. febrúar

Veislustjóri kvöldsins: Eva Ruza Miljevic

Um kvöldið koma fram: Selma Björnsdóttir, Séra Bjössi og Páll Óskar

Húsið opnar kl 18:00 við píanóundirleik Kjalars Martinssons Kollmar

Borðhald hefst kl. 19:00

Ávarp skemmtanastjóra

Ávarp formanns

Ávarp heiðursgests

Minni Grágásar

Afhending heiðursskjala

Ávarp norrænna laganema

Dansleikur

5

Ávarp ritstýra

Kæru lesendur, Það er loksins komið að hápunkti skólaársins, árshátíð Orators - og við erum þakklátar. Þakklátar fyrir að boðum og bönnum faraldursins sé létt, að hafa fengið að ritstýra þessu blaði og fyrir að hafa komist í litun fyrir árshátíðina - því sá sem sá sem gleðst ekki yfir litlu hlutunum gleðst ekki yfir þeim stóru.

Ekki síst erum við þakklátar fyrir þig, kæri lesandi. Að ritstýra blaðinu var mikil vinna en skemmtileg áskorun sem við vonum að þú njótir góðs af og setji þig í gírinn fyrir kvöldið. Í blaðinu verður fjallað um málefni líðandi stundar, mannréttindi frá ýmsum sjónarhornum ásamt því að skyggnst verður í huga bæði nýnema og meistaranema í deildinni.

Við viljum þakka Völu Birnu Árnadóttur sem kom, sá og sigraði við hönnun blaðsins. Kærar þakkir fá einnig allir greinarhöfundar fyrir sitt framlag. Loks þökkum við stjórn Orators, skemmtinefnd Orators og Árshátíðarnefnd Orators fyrir traustið.

Takk fyrir okkur og eigið frábæra árshátíð, ykkar ritstýrur, Agnes Guðrún og Sylvía Rut

6
Agnes Guðrún Magnúsdóttir og Sylvía Rut Jóhannesdóttir
7 LEX LÖGMANNSSTOFA Borgartúni 26 105 Reykjavík Austurvegur 6 800 Selfoss Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is FRAMTÍÐIN ER ÓKANNAÐ SVÆÐI Við vísum veginn Björg Thorarensen hæstaréttardómari og kennari í persónuverndarrétti við Lagadeild HÍ

Ávarp frá skemmtanastjóra

Kæru laganemar, Janúar er kominn á enda og það þýðir bara eitt, að stundin er runninn upp. Stundin sem gerir löngu kvöldin á lesstofunni, almennuna, sótsvarta kaffið og prófstressið allt þess virði.

Það er að sjálfsögðu árshátíð Orators sem ég er að tala um, okkar helgasta stund, þar sem laganemar sameinast til að fagna hvor öðrum.

Afmæli Hæstaréttar og árshátíð Orators hafa lengi vel tvinnast saman 16. febrúar og erum við ótrúlega ánægð og heppin að geta haldið í þá góðu hefð í ár. Raunin er sú að við höfum verið einstaklega heppin þetta skólaárið.

Við höfum haft tækifæri til að halda rótgróna viðburði Orators, ásamt því að endurvekja eldri viðburði og hefðir sem hafa lengi legið í dvala. Af þeim viðburðum sem við höfum haldið þetta árið ber hæst skíðaferðin sem var sú lengsta í sögu Orators. Þetta ár er án efa búið að vera skemmtilegt og örlagaríkt ár en nóg er eftir í pottinum.

Viðburður eins og árshátíð Orators gerist ekki af sjálfum sér og komu margar góðar hendur að skipulagningu hennar og framkvæmd. Mig langarþakka skemmtinefnd, árshátíðarnefnd og þeim sem komu að árshátíðarvídeóinu fyrir vel unnin störf. Sérstaklega vil ég þakka þeim Agnesi Guðrúnu og Sylvíu Rut fyrir ritstjórn þessa blaðs.

Að lokum langar mig að óska ykkur öllum innilega til hamingju með daginn, njótið í botn, þið eigið það svo sannarlega skilið. Hlakka til að fagna með ykkur í kvöld!

8
Snævar Már Helgason

Björg Thorarensen hæstaréttardómari og kennari í persónuverndarrétti

við Lagadeild HÍ

Ávarp frá forseta lagadeildar

Til hamingju með daginn kæru lagastúdentar og aðrir lesendur.

Í þessu stutta ávarpi væri hægt að víkja að svo mörgu. Það væri hægt að skrifa um samfélagslegar áskoranir, stöðu lögfræðinnar og þróun, þýðingu laga og réttar eða sterka stöðu lagastúdenta frá Háskóla Íslands á vinnumarkaði.

Það væri líka hægt að skrifa almennt um stöðu Lagadeildar Háskóla Íslands, stefnu deildarinnar, mikið umfang fræðilegrar útgáfu, hina öflugu nýju kennara við deildina, eflingu doktorsnámsins og fleira af þeim toga. En í stað slíkra viðfangsefna langar mig að gera Orator, félag laganema að umfjöllunarefni.

Í 1. gr. laga Orator, félags laganema við Háskóla Íslands segir að félagið heiti „Orator, félag laganema“, að „heimili þess er Lögberg, Háskóla Íslands“ og að „Grágás er merki félagsins.“ Fyrir bæði núverandi og fyrrverandi stúdenta við Lagadeildina þá hafa þessi fáu orð töluvert mikla merkingu. Fyrir fyrrverandi stúdenta þá tengjast þeim líka iðulega sterkar

minningar. Saga nemendafélagsins Orators er samofin bæði ímynd og sögu Lagadeildar Háskóla Íslands og jákvæð áhrif félagsstarfsins á laganema og námið við deildina verða seint vanmetin. Langflestir lagastúdentar þurfa á öðrum lagastúdentum að halda, ekki síst á fyrstu námsárunum. Laganámið kallar á mikinn sjálfsaga og einbeitingu, enda gerir Lagadeildin og samfélagið allt miklar kröfur til lögfræðinga frá Háskóla Íslands. Reynslan sýnir okkur að agi stúdentanna og einbeiting þeirra verður miklu betri þegar þeir stunda námið í samfélagi við aðra lagastúdenta. Námsárin verða markvissari og þekking nemendanna dýpkar hraðar. Námssamfélagið í Lögbergi, þar sem stúdentar mæta til vinnu sinnar (náms), er af þessari ástæðu lykilþáttur í þeim gæðum náms sem Lagadeild vill tryggja stúdentum sínum og drifkraftur í því er félagsstarfið í Orator. Starfsemi nemendafélagsins, sem er af flestum talið öflugasta nemendafélagið innan Háskólans, á að mínu mati ríkan þátt í að tryggja stúdentum frá

Lagadeild Háskóla Íslands þá sterku stöðu og

10
Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti og forseti lagadeildar

mikla traust sem þeir njóta og hafa notið í íslensku atvinnulífi.

Lagadeild Háskóla Íslands er stolt af Orator og afrekum þess. Á hverju ári stendur félagið fyrir fjölda metnaðarfullra viðburða af fræðilegum toga og fjölbreyttum skemmtunum fyrir félagsmenn. Þá má minna á að á vegum Orator var Úlfljótur stofnað, sem gegnir lykilhlutverki í að styrkja lögfræðilegt fræðastarf Orator og starfsemi þess félags skiptir ekki bara máli fyrir félagslíf og fræðastarf lagastúdenta, heldur líka fyrir íslenska lögfræði heilt yfir. Orator er mikilvægur tengiliður á milli kennaranna við deildina og stúdenta. Með mikilli hjálp og þátttöku Orator hefur Lagadeild getað komið á framúrskarandi

Björg Thorarensen hæstaréttardómari og kennari í persónuverndarrétti við Lagadeild HÍ

skipulagi við móttöku nýnema, deildin skarar

fram úr innan Háskólans hvað varðar þátttöku

stúdenta í formlegum nefndum deildarinnar og

á deildarfundum, og með hjálp Orator velja

allir árgangar við deildina sérstaka hagsmunafulltrúa sem kennarar og deildarforseti geta

átt í samskiptum við um námið við deildina.

Félagafrelsið er þó að sjálfsögðu í heiðri haft og

í samvinnu Orator og Lagadeildar hefur verið tryggt að stúdentar geta borið sig að þátttöku

í verkefnum af þessum toga án þess að gerast formlegir félagsmenn í Orator.

Sem forseti Lagadeildar Háskóla Íslands

vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Orator og stjórnum félagsins fyrir samstarfið á liðnum misserum. Ég vil líka taka fram að ég óska þess

mjög að stúdentar við deildina haldi áfram að bjóða sig fram til starfa í félaginu og fyrir það, þannig að Lagadeild verði áfram í fararbroddi í

öllum sínum viðfangsefnum hvort sem það eru félagsstörf eða fræði. Megi Orator lengi lifa!

11

Nýnemagrein –

Kæru laganemar.

Að hefja nám við Lagadeild sem nýnemi er líkt og að stíga inn í fortíðina, þar sem kynslóðir löglærðra hafa numið um rúmlega aldar skeið. Nafnið á byggingunni sjálfri, Lögberg, slær tóninn nokkuð vel. Sem nýnemi verður manni fljótlega ljóst að þar innandyra ríkja ævafornar hefðir sem ber að fylgja, sbr. t.d. að halda sig frá vinstri hluta lesstofunnar þegar gengið er inn, þar verður helst að ríkja fræðileg kyrrð.

Við nýnemar höfum öll mismunandi háttinn á fyrstu önninni. Sumir lesa og þjást í einsemd á meðan aðrir reyna að mynda stuðningshóp samnemenda til að komast í gegnum hina alræmdu almennu lögfræði. Við finnum sjálfsagt mörg fyrir því að geta ekki með sönnu kallað okkur laganema fyrr en við ljúkum prófi í almennunni. Hnútur í maga og sveittir lófar er eldskírn sem allir neyðast til fara í gegnum í þessu umtalaða prófi.

Að hefja laganám er að vissu leyti vegferð út í óvissuna. Fljótlega renna á mann tvær grímur þegar maður opnar fyrstu bókina. Orðalagið er

ekki eitthvað sem maður á að venjast. Síðan er manni tjáð að þetta sé svokallað „lagamál“ en það reynist þrautinni þyngri að læra heilu skilgreiningar okkar helstu fræðimanna utan að þótt þær virðist hafa brennimerkt sig á heilann í manni. Þá er ekki laust við að útdautt tungumál, latína, sem reglulega poppar upp, komi nýnemum næsta spánskt fyrir sjónir. Eins höfum við nýnemar þá barnalegu heimsýn að orð hafi ákveðna merkingu, en síðan útskýra kennararnir fyrir okkur að orðin þýði ekki það sem við höldum að þau merki, heldur eitthvað allt annað. Þetta kallast lögskýringar. Einnig er vert að minnast á það ógrynni dóma sem við eigum að læra. Í stuttu máli er meginlærdómurinn af dómunum sá að allt virðist geta farið úrskeiðis hjá fólki.

Laganám er krefjandi en Orator, besta nemendafélag Háskólans, léttir okkur lífið inn á milli, m.a. með viðburðum þar sem nemendum gefst færi á að kynnast og ræða hin ýmsu mál. Enginn vafi leikur á því að Orator heldur í hefðirnar, en sem dæmi má nefna að nýnemar

12
Með hnút í maga og sveitta lófa
Elísa Eyvindsdóttir
Elísa Eyvindsdóttir

verða að sverja Grágás, uppstoppaðri gæs, hollustu sína í upphafi annarinnar. Einnig kynnir Orator

nýnema fyrir íslenskri réttarsögu í árlegri ferð á helgasta stað landsins, Þingvelli. Ferðin er eflaust mörgum minnistæð, ekki síst fyrir það að drukkinn var volgur bjór rétt eins og gert var á tímum þjóðveldis þegar ískápar voru ekki til.

Ágætu laganemar!

Með vísan til þeirra sjónarmiða sem að framan eru rakin standa rök til þess að við leggjum frá okkur bækurnar um stund. Hæstiréttur á afmæli og þá er tilefni til að fagna en það kunnum við laganemar svo sannarlega. Gleðilega hátíð!

13

Réttur til að gleymast –

Eru sumir ógleymanlegir?

Björg Thorarensen hæstaréttardómari og kennari í persónuverndarrétti við Lagadeild HÍ

Þótt það hljómi ekki eftirsóknarvert að gleymast horfir það öðruvísi við frá sjónarhóli persónuverndarréttar. Persónuverndarreglugerð ESB

nr. 2016/679 sem var lögfest með lögum

nr. 90/2018 hefur það markmið að auka vernd persónuupplýsinga og tryggja mönnum sjálfsákvörðunarrétt og stjórn á eigin persónuupplýsingum, þar á meðal réttinn til að gleymast (the right to be forgotten).

Netið gleymir engum. Í stafrænum heimi safnast ógrynni persónuupplýsinga á netinu svo sem á leitarvélum, vefsíðum fyrirtækja, stofnana og fjölmiðla og samfélagsmiðlum. Bæði upplýsingar sem einstaklingar hafa sjálfir birt en einnig upplýsingar án þeirra samþykkis, jafnvel áratuga gamlar, t.d. um þátttöku í íþróttaviðburðum, skólasamkomum eða á frétta- og samfélagsmiðlum. Þær hverfa ekki af sjálfu sér og eru auðfundnar hverjum sem þeirra leitar.

Þegar öllum persónuupplýsingum tengdum nafni einstaklings birtum á vefsíðum á netinu er þjappað saman á einn stað í öflugum leitar-

Björg Thorarensen hæstaréttardómari og kennari

í persónuverndarrétti við Lagadeild HÍ

vélum á borð við Google, getur opinn aðgangur að þeim reynst manni þungbær. Sérstaklega þegar upplýsingar tengjast viðkvæmum persónulegum málefnum, neikvæðum atburðum í lífi manns, fréttum um afbrot, fjármálaerfiðleika eða heilsufarsvandamál. Til að bregðast við þessu er mönnum tryggður réttur til að gleymast í 17. gr.

ESB-reglugerðarinnar sem felur í sér að hægt er að óska þess við netþjónustuaðila að persónuupplýsingar um hann í leitarniðurstöðum verði tafarlaust fjarlægðar. Hjá Google er boðið upp á sérstök eyðublöð í þessu skyni.

En málið er ekki alveg svo einfalt. Sá veigamikli fyrirvari er í a-lið 3. mgr. 17. gr. að rétturinn gildir ekki verði birtingin talin nauðsynleg til að nýta tjáningar- og upplýsingafrelsi. Því metur Google í hverju tilviki hvort hagsmunir eigin tjáningarfrelsis vegi þyngra en einkalífshagsmunir og getur þá neitað að afmá upplýsingar. Það getur einkum átt við hafi einstaklingur gegnt opinberri stöðu eða verið opinber persóna, en málefni tengd háttsemi hans geta þannig átt erindi í samfélagslega

14

umræðu og í þágu tjáningarfrelsis að slíkar fréttir séu áfram leitarbærar á netinu.

Þegar Google neitar að fjarlægja leitarniðurstöður er hægt kvarta til Persónuverndar. Í tveimur nýlegum úrskurðum stofnunarinnar um slíka kvörtun sést hvernig metið er hvort tjáningar- og upplýsingarfrelsi rýmir út réttinum til gleymast. Í þeim fyrri 28. febrúar 2019 taldi Persónuvernd að í ljósi stöðu kvartanda sem opinberrar persónu sem hafði mörgum árum fyrr boðið sig fram til tiltekins embættis væru almannahagsmunir bundnir við að fréttir um ásakanir á hendur honum um kynferðisbrot birtust áfram í leitarniðurstöðum. Önnur niðurstaða varð í úrskurði 11. janúar 2023. Þar sem kvartandi var ekki lengur í sambærilegri atvinnustöðu og hann var þegar tiltekin frétt um hann birtist á vefnum voru einkalífshagsmunir hans taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af upplýsingafrelsi, og Google því gert að fjarlægja leitarniðurstöður.

vefsíðu eða leitarvél og friðhelgi einkalífs þess sem vill gleymast. En línan er vandfundin og ræðst af mati á atvikum í hverju máli. Af þessu sést að rétturinn til að gleymast er ekki fastur í hendi. Þrátt fyrir göfugt markmið ESB-reglugerðarinnar um stjórn manna á eigin persónuupplýsingum virðist sem örlög sumra séu verða ógleymanlegir á netinu.

Ef allt þrýtur getur maður leitað til dómstóla.

Endanleg niðurstaða þeirra veltur á hvar mörkin

liggja á milli tveggja stjórnarskrárverndaðra

réttinda, tjáningarfrelsis þess sem heldur úti

15

Dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson lektor við Lagadeild Háskóla Íslands

og Stipendiary Lecturer við Balliol College og

St Anne‘s College, Oxford háskóla

Viðurkenning sem alþjóðleg mannréttindi Þann 28. júlí 2022 ályktaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að allir jarðabúar eigi rétt til heilnæms umhverfis.2 Þótt ályktunin sé ekki bindandi hafa verið bundnar vonir við að hún leiði til þess að fleiri ríki færi slík réttindi í stjórnarskrá og svæðisbundna samninga. Inger Andersen, framkvæmdastjóri umhverfisverndarstefnu Sameinuðu þjóðanna,3 sagði að ályktunin „sendir þau skilaboð að enginn geti tekið náttúruna, hreint loft og vatn eða stöðugt loftslag af okkur – í það minnsta ekki án baráttu.“4

Ályktunin kemur í kjölfarið af m.a. ályktun Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna5 8. október 2021 þar sem rétturinn til hreins, heilnæms og sjálfbærs umhverfis var viðurkenndur.6 Í formálsorðum hennar er m.a. tekið fram að rétturinn skipti sköpum fyrir það að njóta annarra mannréttinda.7 Þá hefur verið sagt að ályktunin byggi á þeim veruleika að

Dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson

lektor við Lagadeild Háskóla Íslands og

Stipendiary Lecturer við Balliol College og St Anne‘s College, Oxford háskóla

„loftið sem við öndum, maturinn sem við borðum, vatnið sem við drekkum, sem og heilbrigði, velferð og lífsbjörg eru háð hreinu, heilnæmu og sjálfbæru umhverfi.“8

Í þessu sambandi hefur jafnframt verið vísað til þess að Michelle Bachelet, Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna,9 hefur sett þríþætta ógn við jörðina efst á listann yfir þær mannréttindaáskoranir sem við stöndum nú frammi fyrir, þ.e. visnun náttúrunnar, mengun og loftslagsbreytingar.10 Í ræðu sinni á allsherjarþinginu lagði hún jafnframt áherslu á lagalega skyldu til aðgerða fremur en stefnu sem byggir á heimildarákvæðum.11 Síðan sagði hún að yfirlýsingin væri „áhrifamikið merki um að þjóðir heimsins viðurkenni þann einfalda sannleik að mannréttindi okkar eru bundin

órjúfanlegum böndum við heilbrigði umhverfisins sem við öll deilum.“12

Í tengslum við ályktun allsherjarþingsins

tók Brands Kehris fram að áætlað sé að einn af hverjum sex ótímabærum dauðsföllum eigi

16
Stjórnskipuleg vernd umhverfisins. Veigamesta mannréttindaáskorun okkar tíma.¹

rætur að rekja til mengunar, fólksflutningar tugi milljóna orsakist af loftslagsbreytingum og hrörnun á fjölbreytileika náttúrunnar13 ógni öllu vistkerfinu.14 Síðan sagði. „Athafnaleysi er ekki valkostur. Afneitun er ekki valkostur. Tafir eru ekki valkostur.“ Sú braut leiði til hamfara. „Þetta er veruleikinn sem við stöndum frammi fyrir.“15 Enn fremur var tekið fram að niðurbrot umhverfisins16 bitni oft á þeim sem minnst hafa gert til að orsaka það og það hafi óhófleg áhrif á fátækt fólk, konur, stúlkur, innfædda,17 fatlað fólk og börn. Þörf sé á aðgerðum.18 Mannréttindafulltrúinn er sama sinnis en hún tók fram í viðtali 17. mars 2022: „Ákveðnar aðgerðir – ekki aðeins innantóm orð – eru lífsnauðsynlegar.“19

Svo eitt dæmi sé tekið til viðbótar þá tók þing Evrópuráðsins20 fram í ályktun sinni 29. september 2021 að umhverfisréttlæti krefjist ekki aðeins jafns aðgangs að réttindum heldur einnig að leiðum til að verja réttindin fyrir dómstólum.21

Framangreindir aðilar hafa biðlað til ríkja að grípa til aðgerða.

Stjórnskipuleg vernd umhverfisins

Að undanförnu hafa frumvörp til breytingar á stjórnarskipunarlögum verið lögð fram á Alþingi þar sem m.a. er að finna ákvæði um umhverfisvernd.22 Í frumvarpi, sem lagt var fram á 151. löggjafarþingi (2020-2021), var til að mynda að finna eftirfarandi tillögu: 23

„Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvílir sameiginlega á öllum og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stuðlað skal að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður.

Allir eiga rétt til heilnæms umhverfis. Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Ganga skal vel um náttúruna og virða hagsmuni landeigenda og annarra rétthafa. Mælt skal nánar fyrir í lögum um inntak og afmörkun almannaréttar.

Í lögum skal mælt fyrir um rétt almennings til upplýsinga um umhverfið og áhrif framkvæmda á það svo og til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið.“

Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á alþjóðlegum vettvangi, þeirrar umhverfisógnar sem steðjar að og aukinnar viðurkenningar á réttindum komandi kynslóða og ungs fólks standa þungvæg rök til þess að kveða á um vernd umhverfisins í stjórnarskránni. Hvert ríki þarf að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Ekki gefst færi á því hér að fara í saumana á því hvernig væri best að útfæra réttindin í stjórnarskrá svo að þau séu sem virkust. Þó er ástæða til að nefna nokkur atriði sem vert er að hafa í huga ekki síst í ljósi þess að Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur lagt áherslu á lagalega skyldu og ákveðnar aðgerðir.

Í fyrsta lagi er mikilvægt að ákvæði um stjórnskipulega vernd umhverfisins hafi að geyma sjálfstæð og bein efnisréttindi en ekki aðeins stefnuyfirlýsingu. Ástæða þess er sú að einstaklingar geta ekki byggt rétt beint á stefnuyfirlýsingu eða framfylgt henni fyrir dómstólum. Kveðið er á um almenna stefnuyfirlýsingu í 1. mgr. frumvarpsákvæðisins, eins og kemur fram í athugasemdum við greinina. Aftur á móti er að finna réttindi í upphafsmálslið 2. mgr. en þar segir: „Allir eiga rétt til heilnæms umhverfis.“ Í framhaldinu er mælt fyrir um svokallaðan almannarétt og í 3. mgr.

17

er að finna afmarkaðar lagaáskilnaðarreglur um upplýsinga- og þátttökuréttindi. Vegna þess er líklegt að meginþungi mannréttindaverndarinnar muni hvíla á tilvitnuðum sex orðum og þá eins og þau verða túlkuð af dómstólum. Af athugasemdum við ákvæðið er ljóst að það hafi að geyma „einstaklingsréttindi“ en að það miði „jafnframt að því að tryggja sameiginlega hagsmuni núlifandi og komandi kynslóða“. Þá er tekið fram að skýra beri hugtakið „umhverfi“ rúmt og að það taki bæði til náttúrulegra þátta (andrúmslofts, lofthjúps, vatns og jarðvegs), líffræðilegra þátta og ákveðinna athafna manna við mótun umhverfisins. Af því leiði að ekki þurfi að taka sérstaklega fram að „allir skuli njóta aðgangs að hreinu vatni, ómenguðu andrúmslofti eða öðrum mikilvægum þáttum heilnæms umhverfis“. Heppilegra væri þó að bæði stjórnarskrárákvæðið sem og athugasemdirnar væru fyllri um þessi atriði. Réttaróvissa kann að skapast um hvaða atriði heyra aðeins undir stefnuyfirlýsinguna og hvaða atriði teljast til einstaklingsbundinna réttinda.

Í öðru lagi og þessu tengt væri gagnlegt fyrir dómstóla, löggjafann, framkvæmdarvaldið og hin almenna borgara ef enn nánari lýsingu væri að finna á hvaða félli undir hugtakið „heilnæmt“ umhverfi. Hér kann að reyna á hvort og þá að hvaða marki hugtakið rúmi önnur hugtök eins og „sjálfbært“ og „hreint“. Ákveðnar vísbendingar er að finna í athugasemdunum um að hugtakið rúmi þau. Í því sambandi ber að hafa í huga að rétturinn í 2. mgr. yrði túlkaðar með hliðsjón af stefnuyfirlýsingu 1. mgr. Vegna þess að um lykilhugtak er að ræða og réttindaverndin mun ráðast af því væri ekki úr vegi að fjalla nánar um inntak þess.

Í

þriðja lagi liggur í augum uppi, eins og tekið er fram í athugasemdunum, „að ætla [verði] löggjafanum rúmt svigrúm við útfærsluna“. Á hinn bóginn er líklegt, verði ákvæðið að lögum, að reyna muni á lágmarksinntak réttindanna fyrir dómstólum. Það kann að reynast þrautinni þyngri að afmarka það með túlkun miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Í almennum athugasemdum er tekið fram að í réttinum felist „að lágmarki að viðhaldið sé þeim náttúrulegu ferlum sem gera jörðina byggilega, t.d. sem snúa að loftslagi, líffræðilegri fjölbreytni og vatni“. Þá leggi ákvæðið skyldar á herðar yfirvalda „að tryggja að umhverfisgæðum landsmanna sé ekki ógnað, hvorki til skamms né langs tíma“. Betra væri að fjalla enn nánar um þetta atriði þótt erfitt kunni að vera að færa það í orð. Í fjórða lagi leiðir af eðli viðfangsefnisins að lítið hald er í ákvæði sem hefur aðeins að geyma neikvæða skyldu, þ.e. að handhafa ríkisvalds megi ekki skerða réttinn. Þörf er á að mæla fyrir um jákvæða skyldu, þ.e. að handhafa ríkisvalds beri að grípa til aðgerða. Af athugasemdunum má ráða að ákveðin athafnaskylda geti verið fyrir hendi en þar segir:

„Handhöfum ríkisvalds kann að vera skylt að gera ráðstafanir svo að tryggja megi þau réttindi sem ákvæðið mælir fyrir um. Það fer augljóslega eftir ástandi náttúru og umhverfis hvaða aðgerða nauðsynlegt er að grípa til og hvaða hömlur þarf að leggja á framkvæmdir og starfsemi.“

Ekki er auðráðið af athugasemdunum hversu víðtæk eða rík athafnaskyldan yrði.

Í fimmta lagi er ljóst að löggjafinn þarf að

útfæra þá réttindavernd sem ákvæðið mælir

18

fyrir um í lögum. Gert er ráð fyrir því í athugasemdunum. Aftur á móti er ekki að finna sérstaka lagaáskilnaðarreglu í frumvarpsákvæðinu sjálfu. Um er að ræða „þögla lagaáskilnaðarreglu“.

Mögulega yrði að túlka almennu lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins, sbr. 2. gr. stjórnarskrár

lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, með hliðsjón af ákvæðinu eins og það verður túlkað í ljósi athugasemdanna. Til að mynda væri til bóta að rýmka lagaáskilnaðarreglu 3. mgr. og kveða skýrt

á um það í athugasemdum hvort einstaklingar geti byggt beinan rétt á slíkri reglu. Með öðrum orðum hvort einstaklingar geti byggt á því fyrir dómstólum að viðhlítandi lög hafi ekki verið sett eða t.d. hvort þeir geti aðeins byggt á því að

lágmarksréttindi þeirra hafi ekki verið tryggð.

Í sjötta lagi er tekið fram í 2. málsl. 1. mgr. að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli

„sameiginlega á öllum“. Væntanlega yrði málsliðurinn túlkaður með þeim hætti að löggjafinn geti, og ef til vill skuli, mæla fyrir um skyldur og ábyrgð einkaaðila í þessu sambandi fremur en að sú skylda leiði beint af upphafsmálslið 2. mgr. Þannig kemur fram bæði í almennum og sérstökum athugasemdum að það sé „sett í hendur löggjafans að mæla fyrir um það í lögum hvaða skyldur verða lagðar á einstaka aðila á grundvelli ákvæðisins“. Þá eru tekin dæmi úr gildandi lögum og um alþjóðlegar skuldbindingar. Vel færi á því að taka frekari dæmi um þessi atriði eða lýsa þeim með almennum hætti en það getur verið veganesti fyrir löggjafann, ekki síst ef jákvæð athafnaskylda eigi að hvíla á löggjafanum.

Í sjöunda lagi þarf að huga að því hvernig einstaklingar og jafnvel félagasamtök geti látið

reyna á réttindin fyrir dómstólum. Hér kemur til skoðunar hvernig almenn réttarfarsskilyrði á borð við aðild, lögvarða hagsmuni og svokallaðar lögspurningar horfa við efnisréttindunum. Skýrt þarf að vera að einstaklingar geti látið reyna á efnisréttindi sín fyrir dómstólum. Í því sambandi er minnt á að samkvæmt 3. mgr. er gert ráð fyrir því að kveðið sé á um þátttökuréttindi í lögum en slík lög gætu opnað á dómstólaleiðina.

Í áttunda lagi yrðu önnur landslög væntanlega túlkuð með hliðsjón af ákvæðinu, hvort sem þau lög mæla fyrir um skyldur hins opinbera eða réttindi og skyldur einkaaðila. Þó færi vel á því að skerpa á því atriði í athugasemdunum.

Í níunda og síðasta lagi má færa rök fyrir því að verði ákvæði um þetta efni að lögum að umhverfisvernd verði eitt þeirra sjónarmiða sem teljast almennt málefnaleg í stjórnsýslunni. Ekki væri þó verra að taka af allan vafa um það í athugasemdum.

Mannréttindaákvæði mæla fyrir um missterka vernd. Ekki er nóg að setja hljómfögur orð á blað séu þau innantóm. Sem dæmi má geta þess að 37. gr. Mannréttindaskrár Evrópusambandsins hefur almennt ekki að geyma bein réttindi borgurunum til handa.24 Verði farin sú leið að gera breytingar á frumvarpsákvæðinu og athugasemdunum í samræmi við þau sjónarmið sem hér hafa verið gerð að umtalsefni gæti niðurstaðan orðið ákvæði sem kveður á um stjórnskipulega vernd umhverfisins sem er til þess fallin að ná raunverulegum árangri og mæta þeirri mannréttindaáskorun sem við stöndum nú frammi fyrir.

19

1 Tekið úr ræðu Michelle Bachelet, Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (UN High Commissioner for Human Rights) hinn 19. júlí 2022 en þar segir m.a.: „The triple planetary crisis is the greatest human rights challenge of our era. It drives hunger, thirst, poverty, disease and death at scale.“ Sjá https://www.ohchr.org/en/ statements/2022/07/moment-nature.

2 Ályktun 28. júlí 2022 A/76/L.75. Sjá hér: https:// digitallibrary.un.org/record/3982508?ln=en.

3 Executive Director of the UN Environmental Programme.

4 Á ensku: „This resolution sends a message that nobody can take nature, clean air and water, or a stable climate away from us – at least, not without a fight.“ https://www.unep.org/news-and-stories/story/historicmove-un-declares-healthy-environment-human-right.

5 UN Human Rights Council.

6 Ályktun 8. október 2021 nr. 48/13.

7 https://documents-dds-ny.un.org/doc/UNDOC/ GEN/G21/289/50/PDF/G2128950.pdf?OpenElement

8 https://www.ohchr.org/en/statementsand-speeches/2022/04/right-healthyenvironment#:~:text=Human%20Rights%20Council%20 resolution%2048,at%20the%20UN%20General%20 Assembly.

9 UN Commissioner for Human Rights.

10 Sjá https://www.ohchr.org/en/statements/2022/07/ moment-nature.

11 Á ensku: „It also emphasis the underpinnings of a legal obligation to act, rather than simply of discretionary policy.“ Sjá https://www.ohchr.org/en/ statements/2022/07/moment-nature.

12 Á ensku: „... a powerful signal that the nations of the world acknowledge the simple truth that our human rights are intrinsically bound to the health of our shared environment.“

13 Biodiversity loss.

14 Á heimasíðu United Nations Climate Change er að finna upplýsingar um heilsufarsógnir og dauðsföll í tengslum við mengun. Þar segir að loftmengun sé stærsta orsök sjúkdóma og dauðsfalla í heiminum en meira en sjö milljónir deyja árlega ótímabærlega sökum þess. Þá er talið að níu af hverjum tíu jarðabúa andi að sér lofti sem hefur mengunarefni yfir viðmiðum Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunar. Sjá hér: https://unfccc.int/blog/what-

is-the-triple-planetary-crisis.

15 Sjá https://www.ohchr.org/en/ statements-and-speeches/2022/04/right-healthyenvironment#:~:text=Human%20Rights%20Council%20 resolution%2048,at%20the%20UN%20General%20 Assembly.

16 Environmental degradation.

17 Indigenous peoples.

18 Ræðuna er að finna hér í heild sinni: https://www. ohchr.org/en/statements-and-speeches/2022/04/righthealthy-environment#:~:text=Human%20Rights%20 Council%20resolution%2048,at%20the%20UN%20 General%20Assembly.

19 Á ensku er fyllra svar: „The triple planetary crisis of climate change, pollution and biodiversity loss represents the single greatest human rights challenge of our era. / As each day passes, our collective delays and inaction in addressing this crisis bring us closer to alarming global catastrophe. / Concrete action – not just empty words – is paramount for our very survival.“ Sjá viðtalið hér: https:// www.ohchr.org/en/statements-and-speeches/2022/03/ video-q-and-michelle-bachelet-un-high-commissionerhuman-rights.

20 Parliamentary Assembly of the Council of Europe.

21 Yfirlýsing 29. September 2021 nr. 2400 (2021) sem er að finna hér: https://pace.coe.int/pdf/

22 Sjá t.d. Alþt. 2020-2021, 151. löggj.þ., þskj. 787 hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0787.html en tilvitnað ákvæði er þar að finna. Sjá einnig Alþt. 2015-16, 145. löggj.þ., þskj. 1577.

23 Því skal haldið til haga að undirritaður veitti ákveðna ráðgjöf í tengslum við frumvarpsákvæði um umhverfisvernd og náttúruauðlindir ásamt Dr. Aðalheiði Jóhannsdóttur, lagaprófessor.

24 Ákvæðið hljóðar svo á ensku: „A high level of environmental protection and the improvement of the quality of the environment must be integrated into the policies of the Union and ensured in accordance with the principle of sustainable development.“

20
Veislubakkar Tilvalið fyrir Fundi - Partý - Afmæli PANTAÐU Á JOEANDTHEJUICE.IS Við höfum kennt lögfræði síðan 1911 Nútímalegt, gagnlegt og vel skipulagt nám

Dagmar Sigurðardóttir lögmaður á Lagastoð

Vernd mannréttinda er grundvallaratriði í þeirri þjóðfélagsskipan sem við búum við. Hún er samofin öðrum grundvallarþáttum á borð við virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum og segja má að frelsisréttindi á borð við tjáningarfrelsi, fundafrelsi og félagafrelsi séu nauðsynlegar forsendur lýðræðisfyrirkomulagsins.

Flestir taka undir mikilvægi mannréttinda og mannréttindaverndar, að minnsta kosti í orði kveðnu, en þar með er ekki sagt að alltaf sé fullkomin samstaða um það hvers konar réttindi skuli teljast til mannréttinda, hvert inntak þeirra sé, hvernig þeirra sé gætt í löggjöf og réttarframkvæmd og hvort og hvernig sé heimilt að takmarka þau. Jafnvel í samfélagi eins og okkar, þar sem mannréttindavernd er sterk í öllum samanburði, koma reglulega upp álitaefni og jafnvel ágreiningur um þessi atriði. Umræður um þau efni fara hins vegar ekki fram í einhverju tómarúmi þar sem hver og einn getur valið sér viðmiðanir og útgangs punkta að eigin geðþótta. Mannréttindaákvæði stjórnarskrár, alþjóðlegir mannréttindasáttmálar,

dómsúrlausnir og skrif fræðimanna veita þar að sjálfsögðu mikilvæga leiðsögn. Mest hald er í þeim stjórnarskrárákvæðum, sem telja má að feli í sér skýr lagaleg réttindi, sem auðvelt er að bera undir dómstóla. Staðan er óljósari þegar ákvæðin bera fremur svipmót almennra stefnuyfirlýsinga en skýrra lagareglna.

Umræða um mannréttindamál kemur oft upp á vettvangi Alþingis eins og eðlilegt er. Þótt lagasetningarvald þingsins sé að sönnu víðtækt þá setja ákvæði stjórnarskrár og þjóðréttarlegar skuldbindingar því ákveðnar skorður. Tilgangur mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar og annarra mannréttindareglna er einmitt þessi; að ramma inn heimildir hins almenna löggjafa. Þeim er ætlað að tryggja að löggjafinn fari ekki yfir ákveðin mörk gagnvart borgurunum, jafnvel þótt þingið styðjist við lýðræðislegt umboð og öllum málsmeðferðarreglum sé fylgt. Byggt er á því að einstaklingarnir njóti víðtæks frelsis og grundvallarréttinda, sem ekki sé heimilt að skerða, nema að tilteknum, ströngum skilyrðum uppfylltum.

24
Örfáir þankar um mannréttindi og lagasetningu
Birgir Ármannsson forseti Alþingis

Við meðferð þingmála koma reglulega upp álitamál sem þessu tengjast. Stundum virðist mannréttindafánanum flaggað af fremur litlu tilefni en í öðrum tilfellum geta viðvaranir fyllilega átt rétt á sér. Stundum er beinlínis tekist á um hvort yfir höfuð reyni á mannréttindaákvæði í viðkomandi máli. Þá getur verið nauðsynlegt að greina á milli þeirra réttinda sem raunverulega teljast til mannréttinda og annarra réttinda og hagsmuna, sem vissulega geta stuðst við góð rök og haft mikið gildi, jafnvel þótt mannréttindahugtakið eigi ekki við.

Í öðrum tilfellum getur verið óumdeilt að þingmál feli í sér takmarkanir á frelsi manna eða réttindum, sem njóta verndar mannréttindareglna. Þá er í sjálfu sér ekki deilt um hvort mannréttindaregla eigi við heldur hvort fyrir hendi séu skilyrði til takmarkana eða skerðingar á þeim réttindum sem um er að ræða. Þetta mat getur verið býsna vandasamt og ekki óeðlilegt að upp geti komið mismunandi viðhorf. Hljóta að koma til skoðunar í þessu sambandi bæði þau sérstöku skilyrði fyrir takmörkunum eða skerðingu, sem sett eru fram í viðkomandi mannréttindaákvæði, en líka sjónarmið sem byggja á almennri, ólögfestri stjórnskipulegri meðalhófsreglu.

Skilyrðin í ákvæðunum sjálfum eru orðuð með mismunandi hætti en vísa oft til þess að réttindin megi ekki skerða nema með lögum og einungis vegna ríkra almannahagsmuna eða réttinda annarra. Þá er stundum beinlínis tekið fram að ekki megi ganga lengra en brýna nauðsyn beri til. Með meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar er vísað til þess að markmið takmarkana eða skerðingar verði að vera lögmætt og málefnalegt, að leiðin sem valin er sé raunverulega til þess fallin

að ná því marki sem að er stefnt, að valið sé vægasta úrræðið sem að gagni getur komið og útfærslan sé hófleg og ekki gengið lengra en nauðsynlegt er. Þá er gengið út frá því að reynt sé að finna eðlilegt jafnvægi milli þeirra hagsmuna sem vegast á, sem eru annars vegar þeir einstaklingsbundnu hagsmunir sem til stendur að skerða og hins vegar þeir almannahagsmunir sem eru í húfi.

Nýlegt dæmi um mál af þessu tagi eru sóttvarnarráðstafanir vegna covid-19 faraldursins.

Þarreyndi á óvenju marga þætti í þessu sambandi og sú reynsla á vafalaust eftir að verða efniviður meiri og ítarlegri fræðilegrar umfjöllunar en þegar hefur átt sér stað.

Undirbúningur og meðferð lagafrumvarpa á auðvitað að stuðla að því að athugun eins og hér hefur verið lýst fari fram og rök og gagnrök séu vegin og metin með hliðsjón af þessum skilyrðum. Mat manna á því hvernig til tekst í einstökum tilvikum getur auðvitað verið misjafnt og mótast stundum frekar af pólitískri afstöðu en lögfræðilegri skoðun. Niðurstaða þingsins ræðst á endanum af meirihlutavilja eins og hann birtist í atkvæðagreiðslu og þeir þingmenn sem standa að samþykkt máls bera á því pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Þeir borgarar, sem telja að með lagasetningu sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum rétti sínum, geta hins vegar auðvitað leitað til dómstóla og fengið þar úrlausn sinna mála. Þannig getur virkjast sú vernd, sem mannréttindaákvæðunum er ætlað að tryggja.

25

Opinber innkaup og mannréttindi

Opinber innkaup eru áhugavert og fjölbreytt svið í heimi lögfræðinnar. Í gildi eru réttarreglur um innkaup og samningagerð opinberra aðila við fyrirtæki um þjónustu, vörur og verkframkvæmdir. Opinberir aðilar eru t.d ríkisstofnanir og sveitarfélög og lögaðilar á þeirra vegum auk ýmissa annarra aðila sem eru fjármagnaðir af eða lúta stjórn hins opinbera. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru opinber innkaup um 14% af vergri landsframleiðslu og því má ætla að Ísland verji um 400 - 500 milljörðum í opinber innkaup á hverju ári.

Í 68. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 er ákvæði sem bannar opinberum aðilum að gera samninga við fyrirtæki sem hafa gerst sek um ýmis alvarleg brot, m.a. barnaþrælkun eða annars konar mansal, þegar brot hefur verið staðfest með endanlegum dómi eða úrskurði. Það er algert skilyrði að kanna í heimaríki fyrirtækis hvort um slíkt er að ræða áður en samningur er gerður. Á „e-certis“ vefsíðu Evrópusambandsins er unnt að fá upplýsingar um hvaða

vottorð eð a sönnunargögn opinber aðili þarf að kalla eftir frá tilboðsgjafa áður en samningur er gerður. Þetta er vel framkvæmanlegt og nauðsynlegt til að koma í veg fyrir samninga við brotleg fyrirtæki.

Víða þrífst glæpastarfsemi þar sem einstaklingar sem standa höllum fæti eru notaðir til að vinna fyrir lítil sem engin laun við óboðlegar aðstæður í þágu fyrirtækja sem starfa á alþjóðlegum markaði. Ekki hafa fallið margir dómar hérlendis þar sem slíkt hefur verið sannað en nauðsynlegt er að vera á verði í viðskiptum hvort sem er við innlenda eða erlenda aðila. Árið 2019 var lögfest ákvæði um svokallaða keðjuábyrgð í 88. gr. a) laga um opinber innkaup sem felur í sér að aðalverktaki skal tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Því er mikilvægt fyrir verktaka að kanna vel hvort undir-

26
Dagmar Sigurðardóttir lögmaður á Lagastoð Dagmar Sigurðardóttir lögmaður á Lagastoð

verktakar sem þeir velja til samstarfs virði réttindi starfsfólks.

Dæmi um samninga þar sem opinberum aðilum ber að fara með gát eru samningar við skipasmíðastöðvar um smíði og viðhald á skipum. Í sumum löndum tíðkast t.d. að nýta vinnuafl frá Norður-Kóreu þar sem starfsmenn vinna myrkranna á milli og njóta ekki kjarasamningsbundinna réttinda. Megnið af launum fyrir vinnu þeirra er sent til yfirvalda í heimalandinu. Þessir starfsmenn geta ekki kvartað því það myndi bitna á fjölskyldum þeirra. Það er einnig brot gegn mannréttindum að tryggja ekki öryggi starfsmanna sem starfa við hættulega vinnu. Frægt dæmi um þetta var atburður sem gerðist í pólskri skipasmíðastöð árið 2014 en þar hafði norður-kóreskur starfsmaður verið látinn vinna við logsuðu í tanki þar sem gas safnaðist fyrir vegna lélegrar loftræstingar. Hann var ekki í viðeigandi öryggisklæðnaði og neisti varð þess valdandi að hann brann til dauða. Ekki tókst að bera kennsl á manninn en síminn hans fannst og því uppgötvaðist hver hann var og við hvaða kjör hann starfaði. Þetta mál vakti mikla athygli á mannréttindabrotum í skipasmíðastöðvum og víða er verið að rannsaka slík brot. Í ljósi þessa hefur það verið eitt af hlutverkum verkeftirlitsmanna við smíði og endurbætur á íslenskum skipum í opinberri eigu, að fylgjast með hvort um slíkt mansal getur verið að ræða. Nú standa yfir málaferli í Hollandi þar sem tvö fyrirtæki eru sökuð um að hafa hagnast á slíkum mannréttindabrotum. Bæði einkafyrirtæki og opinberir aðilar þurfa að gæta sín í viðskiptum því orðsporsáhættan er mikil og getur valdið óbætanlegum skaða.

27

Lífið eftir laganámið

Ásgeir Elíasson

Ásgeir Elíasson meistaranemi

Hvernig er að vera á síðasta ári í deildinni?

Að vera á sínu síðasta ári í lagadeildinni er mikill léttir en á sama tíma nokkuð sorglegt. Mastersnámið er mjög frábrugðið því sem maður var vanur í grunnnáminu, en hér stjórnar maður álaginu sjálfur ásamt því að mega velja sér áfanga eftir sínu áhugasviði - eða telur praktíska fyrir framtíðarstörf, hversu spennandi þeir kynnu að vera.

Álagið í mastersnáminu er mismikið eftir önnum en fólk getur þó (oftast) hagað því þannig að 5. árið verði nokkuð kósý, ef kósý mætti kalla. Þetta er mikill kostur að vera komin þetta langt í náminu að maður er laus við allt álag sem fylgir því að vera daglega í fjórföldum tíma, með 40-100 bls. lesefni fyrir hvern, ásamt því að sinna verkefnavinnu og heimaprófum sem hverjum áfanga fylgir. Þá er gríðarlegur léttir að losna við álagið sem fylgir þessum blessuðu lokaprófum, þar sem maður situr hokinn fyrir framan tölvuna í 14 tíma

á dag og fer ekkert út úr húsi, nema til þess eins að hoppa yfir á Háskólatorg til að ná sér í kaffibolla.

Með minnkandi álagi er maður þó minna við

í Lögberginu góða. Því fylgir auðvitað örlítil sorg

þar sem maður hittir sjaldnar vini sína og aðra viskubrunna lagadeildarinnar. Ég verð að viðurkenna að það var mikil breyting að fara úr því að vera í tímum daglega í það að vera einungis í skólanum fimmtudaga og föstudaga. Allt í einu er vikan manns orðin tveir virkir dagar og fimm daga helgi, en slík dagskrá gæti verið hættuleg fyrir suma, nefni engin nöfn.

Hvað tekur við eftir útskrift?

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Eflaust gætu einhverjir hæglega svarað þessari spurningu á meðan aðrir standa á gati. Almennt má þó segja að nú taki við ákveðinn kafli í lífi okkar þar sem við erum að finna okkar áhugasvið innan lögfræðinnar og vonandi starf í samræmi við það. Það er þó mjög ólíklegt að „draumastarfið“ sé handan við hornið, og hvað þá að sá atvinnurekandi sé tilbúinn til þess að ráða óreyndan og nýútskrifaðan laganema sem veit lítið sem ekkert. Það er þó aldrei að vita. Það er enginn heimsendir að fá ekki draumastarfið sitt strax eftir útskrift, við erum auðvitað bara krakkar

28

ennþá og með nægan tíma til stefnu. Eftir útskrift munum við dreifast í hin og þessi störf víðsvegar um landið og jafnvel utan landssteinanna. Við munum eflaust halda sambandi við okkar nánustu vini úr lagadeildinni á meðan sambandið við aðra fjarar út. Hvert sem leiðir okkar liggja munu orð Helga Björns. líklega eiga við um okkur öll: „...og síðan hittumst við aftur á miðri leið.“

29

Vangaveltur um vernd

Þær spurningar sem vakna þegar kona fær að skrifa nokkur orð um mannréttindi, eru margvíslegar. Áhugavert er að skoða samspil einstakra tegunda mannréttinda. Trú og trúarbrögð hafa lengi verið uppspretta átaka og mannréttindabrota. Hvernig fer vernd trúarbragða saman við vernd ýmissa hópa svo sem samkynhneigðra og kvenna?

Eitt mikilvægt einkenni nokkurra helstu trúarbragða veraldar, þ.á.m. kristni, islams og gyðingdóms, er feðraveldi þeirra. Kaþólska kirkjan, sem stór hluti kristinna tilheyrir, byggir á 100% kynjakvóta í þeim skilningi að konur eiga hvorki aðgang að stjórnun kirkjustofnana né túlkun þeirra á trúnni. Valdakerfi hennar er frátekið fyrir karla og er vald karla beinlínis grunnforsenda. Sama gildir um islam og gyðingdóm, yfirráð og völd karla eru víðast hvar innbyggð í trúarbrögðin. Skiptir það máli? Já, ekki síst þegar afstaða stofnananna til kvenna og réttinda þeirra eru skoðuð. Raunveruleikinn er sá að mörg trúarbrögð skerða frelsi kvenna

sérstaklega. Þannig takmarka sum þeirra frelsi kvenna yfir líkama sínum, til að ákveða hvort og hvenær þær eiga börn, kynfrelsi þeirra og frelsi kvenna til að móta þau viðmið og gildi sem trúin stendur á. Víða eru það trúarstofnanir sem móta og túlka grundvöll siðferðis í samfélaginu. Þetta þýðir að raunveruleiki kvenna í þeim samfélögum er sá að þær eru settar undir siðferðisreglur sem karlar einir hafa ákveðið.

Flest erum við sammála um það hér að hvert og eitt okkar eigi að hafa rétt og frelsi til að velja hvort það trúi eða trúi ekki á guð eða annað almætti. Engu að síður má varpa því fram hvort trúfrelsi þurfi að leiða af sér sérstaka vernd trúarlegra stofnana og skipulags. Er hægt að greina á milli trúarbragðanna sjálfra og stofnana þeirra? Það má eflaust gera fræðilega en þar sem það eru stofnanirnar sem skilgreina gjarnan innihald trúarinnar má e.t.v. ætla að slík aðgreining sé merkingarlítil. Er hægt að vernda fyrirkomulag og stofnanir sem beinlínis byggjast á yfirráðum annars kyns yfir hinu? Væri eðlilegt að vernda trúarbrögð sem

30
trúarbragða og trúarstofnana
í ljósi kynferðis
Brynhildur G. Flóvenz
Brynhildur G. Flóvenz dósent við lagadeild Háskóla Íslands

byggðust á því að einungis hvítir hefðu þar valdið en hörundsdökkum væri bannað að gegna trúnaðarstörfum og einungis hvítir hefðu skilgreiningarvaldið? Þar sem trúfrelsi ríkir er það þá ekki bara frjálst val hvers og eins að iðka þá trú sem viðkomandi aðhyllist og velja og hafna síðan einstökum boðum og bönnum trúarstofnana? Vissulega er það þannig að fólk hefur tekið afstöðu kaþólsku kirkjunnar til notkunar getnaðarvarna misalvarlega svo dæmi sé tekið og víða litið framhjá henni en annars staðar hefur hún valdið, ekki síst konum, miklum hörmungum. Framhjá því verður hins vegar ekki horft að trú er þess eðlis að það eru ákveðin gildi og viðmið, sem oft eru kynjuð, sem felast í einstökum trúarbrögðum sem móta gildi og viðmið samfélagsins og undan þeim er ekki auðvelt að sleppa. Upp í hugann kemur 1. málsl. 1. gr Mannréttindayfirlýsingar

Sameinuðu þjóðanna: Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Kannski það sé kjarni málsins og það sem máli skiptir þegar við metum hugtakið mannréttindi.

31

Borgartúni 26 • 105 Reykjavík

Sími 580 4400

Andri Árnason, lögmaður

Andri Andrason, lögmaður, LL.M.

Bjarni Aðalgeirsson, lögmaður

Dr. Finnur Magnússon, lögmaður, LL.M.

Edda Andradóttir, lögmaður, LL.M.

Halldór Jónsson, lögmaður

Hólmfríður Björk Sigurðardóttir, lögmaður

Lárus L. Blöndal, lögmaður

Sigurbjörn Magnússon, lögmaður

Simon David Knight, lögmaður

Stefán A. Svensson, lögmaður, LL.M.

Vífill Harðarson, lögmaður, LL.M.

Borgartúni IS 105 Reykjavík +354 580 www.juris.is

32
33 Stéttarfélag lögfræðinga | Borgartúni 6 | 105 Reykjavík | 595 5165 | sl@stettarfelaglogfraedinga.is | stettarfelaglogfraedinga.is Stéttarfélag fólks sem lokið hefur námi í lögfræði

Stöndum vörð um borgaraleg réttindi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Undanfarin ár hafa áhyggjur af stöðu lýðræðis og mannréttinda farið vaxandi í okkar heimshluta. Þetta hefur ekki síst verið í þeim löndum sem almennt er talið að samfélögin séu reist á traustum stoðum lýðræðislegra gilda en ekki síður í þeim löndum sem tiltölulega nýlega hafa losnað undan járnhæl alræðisstjórnar kommúnisma.

Kannanir og rannsóknir á vegum alþjóðlegra hugveita hafa á undanförnum árum bent á að undirstöður lýðræðis og mannréttinda á Vesturlöndum séu undir nánast stöðugri árás. Nýleg könnun í Bandaríkjunum sýndi til að mynda að 33% svarenda töldu að sterkir leiðtogar sem ekki væru kosnir væru ákjósanlegri en veikiren lýðræðislega kjörnir - leiðtogar. Margvíslegar aðrar kannanir á síðustu árum sýna sambærilega þróun, þar sem trúin á grundvallargildi hinsopna og lýðræðislega samfélags virðist fara þverrandi.

Sjálf tel ég mjög umhugsunarvert hvernig ákvarðanir víða um heim í tengslum við viðbrögð

við COVID-19 farsóttina hafa átt þátt í að grafa undan trú á lýðræðið, réttarríkið og mannréttindi. Burtséð frá því hvaða skoðun ólíkt fólk kannað hafa á því hver voru hin réttu viðbrögð; þá hlýtur það að vekja áhyggjur hversu langt sum stjórnvöld gengu í að takmarka eða jafnvel afnema mörg mikilvægustu einstaklingsbundnu mannréttindin, nánast án umræðu. Við beinar aðgerðir stjórnvalda bættist svo við að í umhverfi ótta og óvissu varð opinber umræða og gagnrýni illmöguleg. Krafan um algjöra fylgispekt og undirgefni við álit þeirra sem lengst vildu ganga varð ríkjandi í opinberri umræðu.

Árangur margvíslegra lýðskrumara í ýmsum löndum hefur á undanförnum árum vakið áhyggjur af því að lýðræðið og réttarríki í Evrópu séu mun fallvaltari en flest okkar hefði grunað. En hinn dimmi alvarleiki innrásar Pútíns í Úkraínu hefur eflaust orðið til þess að fá marga til þess að hugsa sig tvisvar um. Sú heimsmynd sem Pútín og aðdáendur hans á Vesturlöndum tala fyrir er ekki ákjósanleg fyrir neinn nema valdsherrana

34
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra

sjálfa og hina örfáu sem falla undir náð þeirra. Allt venjulegt fólk er verr komið þegar stjórnmál valdsækninnar ná yfirhöndinni.

Í Úkraínu berjast stjórnvöld við að uppræta spillingu í embættismannakerfinu, innleiða raunverulegt lýðræði og réttarríki, standa vörð um réttindi einstaklingsins og skapa samfélag þar sem fólk nýtur góðs af því hvað það getur en ekki hvern það þekkir. Rússland er dæmi um ríki sem treður á réttindum þegna sinna, þar sem skilin milli embættismanna og glæpamanna eru óljós, og þar sem venjulegt fólk á litla möguleika til þess að bæta stöðu sína í lífinu í krafti eigin metnaðar, getu eða sköpunarkrafts. Þar þurfa allir að eiga skjól undir spilltu valdi sem grundvallast á ofbeldi og kúgun. Innrás Rússlands í Úkraínu er ekki síst hægt að skoða í því ljósi að stjórnvöld í Moskvu gátu ekki hugsað sér að horfa upp á vegferð Úkraínu í átt að meira lýðræði, raunverulegu réttarríki og tryggðum einstaklingsbundnum mannréttindum.

Að mínu mati stendur heimurinn á ákveðnum krossgötum. Hið mikla kraftaverk sem getur falist í sköpunarkrafti og lífsgleði frjálsra einstaklinga hvílir á stoðum borgaralegra mannréttinda. Frelsið til að hugsa, tjá sig, skapa, dreyma og elska á eigin forsendum er þess virði að berjast fyrir. Þessi mannréttindi eru áherslurnar sem Ísland talar fyrir á alþjóðlegum vettvangi, og það er mikilvægt að við minnum okkur sífellt á gildi þeirra.

35

Fiskari eða fiskimaður?

Þar er efinn!

Ragna Árnadóttir

Umræða um kynhlutlausa orðanotkun í lagatexta hefur farið á flug í tilefni af notkun orðsins „fiskari“ í stað „fiskimaður“ í lögum um áhafnir skipa, nr 82/2022. Minna bar á umræðunni þegar sett voru lög um vandaða starfshætti í vísindum árið 2019, sbr. lög nr. 70/2019, þar sem segir með kynhlutlausu orðalagi í 1. mgr.

3. gr. „Þau sem sinna rannsóknum skulu sýna aðgát við störf sín …“. Spurningin er hvort nota eigi kynhlutlaust mál í lagatexta og hvernig það falli að íslensku mál-kerfi og málvenju. Íslensk málnefnd fjallaði um kynhlutlaust mál og hlutverk stjórnvalda við að stuðla að tiltekinni málnotkun í skýrslu árið 2021. Í niðurlagi hennar segir:

„Breyting yfir í kynhlutlaust mál er alls ekki einföld í framkvæmd. Engar einfaldar lausnir eru til og snúið er að gera svo öllum líki.“1

Áfram heldur þó þróunin. Í tveimur nýlegum lögum er leitast er við að nota kynhlutlaust mál. Annars vegar er um að ræða fyrrnefnd lög um áhafnir skipa. Í greinargerð með frumvarpinu, sem varð að tilvitnuðum lögum, segir

beinlínis að markmiðið með lagasetningunni sé að auka jafnrétti í áhöfnum skipa. Orðfæri innan atvinnugreinarinnar sé afar karllægt og því horft til þess að draga úr því eins og kostur sé.2 Þannig lá fyrir pólitísk stefnumörkun um málnotkunina. Hún er þó ekki vandalaus. Í 9. tölul. 1. mgr.

2. gr. laganna segir t.d.: „Fiskari er hver sá eða sú sem starfar eða er ráðinn eða ráðin til vinnu á fiskiskipi …“. Hér er gert ráð fyrir hinni hefðbundnu tvískiptingu í karl- og kvenkyn. Orðalagið er því ekki með öllu kynhlutlaust. Fyrir utan að ekki er að sjá að orðið fiskari sé það heldur. Þegar vísað er til umsækjenda skírteina í

II. kafla laganna er ávallt notast við persónufornafnið „hann“. Til dæmis segir í 5. mgr. 5. gr.: „Hann skal færa sönnur á siglingatíma sem hann telur sig hafa að baki …“. Til að forðast flækjustigið við notkun fleiri persónufornafna mætti orða setninguna svona: „Færa skal sönnur á siglingatíma sem umsækjandi telur sig hafa að baki“. Rík hefð er þó fyrir notkun

persónufornafna í íslensku og áskorun að

36
Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis

sleppa henni alveg.

Þá má nefna lög nr. 46/2022, um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1996. Í 18. gr. a. er fjallað um „þau sem vinna á stöðum þar sem börn dvelja“ og í 18. gr. b. um „þau sem stunda húðrof“. Fyrirsögn 18. gr. c. er: „Laugarverðir, þjálfarar og sundkennarar“. Í ákvæðinu sjálfu er aftur á móti sneitt hjá því að nefna þessar starfsstéttir en þess í stað sagt: „Þau sem í störfum sínum sinna laugargæslu, sundkennslu eða sundþjálfun …“. Í greinargerð með frumvarpinu, sem varð að umræddum lögum, er hins vegar hvergi vikið að kynhlutlausu máli en í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis er vakin athygli á að orðanotkun í frumvarpinu taki mið af sjónarmiðum um kynhlutleysi og jafnframt bent á að frumvarpið feli í sér breytingu á gildandi lögum þar sem málfræðilegt karlkyn sé að öðru leyti ráðandi. Lagði nefndin áherslu á að við heildarendur skoðun laganna yrði gætt samræmis um orðanotkun að þessu leyti.3 Íslenskan er í stöðugri þróun og íslenskt lagamál þar með. Ýmsar gildrur eru á veginum við samningu kynhlutlauss lagatexta og búast má við að áfram vakni heitar tilfinningar þegar breyta á rótgróinni málvenju.

1 Skýrsla um kynhlutlaust mál (2021), bls. 16.

2 Frumvarp til laga um áhafnir skipa, þingskjal 187-185. mál, 152. löggjafarþing, bls. 28.

3 Nefndarálit með breytingartillögu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), þskj. 689-333. mál, 152. löggjafarþing.

37

Njóttu námsáranna á Stúdentagörðum

Stúdentagarðasamfélagið stækkar þegar 111 íbúðir verða teknar í notkun á Sögu í vor.

• Öruggt og notalegt húsnæði

• Sameiginlegt rými á hverri hæð

• Frábær staðsetning

• Besta útsýnið í bænum?

Sæktu um á vefsíðu Stúdentagarða www.studentagardar.is

39
40
LEX LÖGMANNSSTOFA Borgartúni 26 105 Reykjavík Austurvegur 6 800 Selfoss Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is FRAMTÍÐIN ER ÓKANNAÐ SVÆÐI
vísum veginn
Styrktarlínur
Við
ADVEL lögmenn Hafnartorg – Kalkofnsvegur 2 101 Reykjavík

FRAMTÍÐIN ER ÓKANNAÐ SVÆÐI

Við vísum veginn

42 Katla Ýr Sebastíansdóttir Formaður Orators Líney Helgadóttir Varaformaður Orators ritstjóri Úlfljóts emeritus LEX LÖGMANNSSTOFA Borgartúni 26 105 Reykjavík Austurvegur 6 800 Selfoss Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is

Laufey Sara Malmquist

Funda- og menningarmálastýra Orators emerita

Magnea Gná Jóhannsdóttir

Alþjóðaritari Orators emerita

Una Magnea Stefánsdóttir

Varaformaður Orators emerita

Magnús Geir Björnsson

Formaður Orators emeritus

Marta María Halldórsdóttir

Varaformaður Orators emerita)

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir

Funda- og menningarmálastýra Orators emerita

Sara Björg Kristjánsdóttir

Gjaldkeri Orators emerita

Ólöf Sunna Jónsdóttir

Skemmtanasjóri Orators emerita

Agnes Guðrún Magnúsdóttir

laganemi

Sylvía Rut Jóhannesdóttir

laganemi

Einar Fannar Valsson

laganemi

43

FRAMTÍÐIN ER ÓKANNAÐ SVÆÐI

Við vísum veginn

44 Stefán Þórarinn Hermannsson laganemi Daníel Hjörvar Guðmundsson laganemi dósent við HÍ LEX LÖGMANNSSTOFA Borgartúni 26 105 Reykjavík Austurvegur 6 800 Selfoss Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is

Karl Axelsson

Hæstaréttardómari

Aðalheiður Jóhannsdóttir

prófessor við HÍ

Hrefna Friðriksdóttir

prófessor við HÍ

Haukur Logi Karlsson

rannsóknarsérfræðingur

Hafsteinn Þór Hauksson

dósent við HÍ

Eyvindur G. Gunnarsson

prófessor við HÍ

Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu

Þórir Júlíusson

BBA/Fjeldco

William Freyr Huntingdon-Williams

Ritstjóri 64. árgangs Úlfljóts

45
46

LÖGMANNSSTOFA

SUÐURLANDSBRAUT 20

108 REYKJAVÍK ___________________________

Sveinn Guðmundsson, hrl.

Ingi Freyr Ágústsson, hdl.

Leó Daðason, hdl.

Steinunn Sveinsdóttr, lögfæðingur

47

Björg Thorarensen hæstaréttardómari og kennari í persónuverndarrétti

við Lagadeild HÍ

getur
bílinn
Við tökum þjónustu við rafbílaeigendur alla leið Náðu þér í N1 appið í hvaða snjallsíma sem er! 440 1000 n1.is Ef þú átt rafbíl þá kemur nýja N1 appið sterkt inn í símann þinn. Það er mjög einfalt í notkun, sýnir hvaða N1 hleðslstöðvar eru lausar og gerir þér kleift að stjórna hleðslunni beint úr símanum. NÝTT N1 APP
þú hlaðið
með símanum

SKÓLAAF SL ÁTTUR

ALLIR NÁMSMENN FÁ SKÓL A AFSLÁTT

GEGN FRAMVÍSUN NEMENDASKÍRTEINIS

PRÓF SEM BRAGÐAST VEL
MUNNLEGT
15%
52
PANTA OG SÆKJA
Bullan.is

Allt fyrir ferskleikann

60x40 kassalínan frá Tempru er hagkvæmari, sterkari og veitir lengra geymsluþol

10, 13 og 15 kg línan er þannig hönnuð að hún viðheldur ferskleika matvöru lengur en sambærilegar umbúðir.

Kostir nýju kassanna eru eftirtaldir: aukin lengd og rúmtak leiða til betri meðferðar á afurðum

stærð kassanna er 60 x 40 sm og staflast þeir betur á vörubrettin

vegna aukins styrks er hægt að stafla í hærri stæður en áður lengri fiskflök raðast betur innan kassa

meira rými er fyrir ís eða kælimottur

rúnnuð hornin auka einangrun og lengja geymsluþol

breytt hönnun á hornum gerir kassana sterkari en áður betri einangrun næst með þéttari stöflun á bretti

Temprukassarnir eru undirstaða þess að íslenskur fiskur kemst ferskari til neytenda um allan heim.

53
Hitastig (°C) 5 mm fyrir ofan botn nýja 60x40 cm 10 kg kassans eftir 6 klst. við 20 °C umhverfishita.
Hitastig
5
10
6
Fiskur EPS 21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0
(°C) mm fyrir ofan botn 60 x 40 cm
kg kassans eftir
klst. við 20 °C umhverfishita.
TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is einangrun –
Hluti af
umbúðir

Í fremstu röð í yfir hundrað ár. Við sérhæfum okkur í þjónustu við

íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf og erum jafnframt sú lögmannsstofa á

Íslandi sem á sér lengsta sögu. Heiðarleiki, fagmennska og metnaður er sá

grunnur sem við byggjum á.

54 Efstaleiti 5 · 103 Reykjavík · Iceland · +354 540 0300 · logos.is · logos@logos.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Hátíðarrit Orators 2023 by arshatidarrit2024 - Issuu