STYTTU NÁMIÐ MEÐ RAUNFÆRNIMATI
-
- vertu meira með Mími! Við metum þína færni Mímir sérhæfir sig í framkvæmd raunfærnimats í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Raunfærnimat er staðfesting og mat á færni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Raunfærni er samanlögð færni sem fólk hefur náð með ýmsum hætti, s.s. úr starfi, námi og félagsstörfum. Niðurstöður má t.d. nýta sér til styttingar á námi og/eða til að eflast í starfi. Markmiðið er að einstaklingur fái viðurkennda raunfærni, sem hann býr yfir á ákveðnum tíma, þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann eða öðlist framgang í starfi. Raunfærnimat er ætlað þeim einstaklingum sem hafa litla, formlega menntun og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Hafðu na! samband nú 00 sími: 580 18