Blómin, bambusinn, liljurna, tréin og gróðurinn yfirhöfuð er villtur og fer sínar eigin leiðir þrátt fyrir langa vinnudaga garðyrkjufólksins sem reynir að hemja óreiðuna. Tegundum ægir saman einsog dýr í dýragarði sem koma frá ólíkum heimshornum,
samt er þetta ekki einsog grasagarður þar sem jurtunum er er raðað upp eftir geymslukerfi, heldur er hver einasta planta í sérstæðu samspili við runnann eða næsta blóm eða tré eða manneskju.