Kenjottar hvatir/Whimsical impetus

Page 19

máli sagt, að stuðla að framþróun siðmenningarinnar eða mannsandans (hvorki meira né minna). Hreinleikakrafan birtist m.a. í andúð á stíl, handbragði og hvers kyns tilfinningasemi, þ.e. atriðum sem bundin eru líkamanum og því jafnan talin óæðri en hin „hreina“ hugsun. Hreinsunareldurinn varð síðan hvað bjartastur með tilkomu hugmyndalistarinnar, þar var megináherslan á hugmyndina, hugsunina að baki verkinu (hvort sem það var hlutur eða atburður) – sjálf framkvæmdin skipti litlu máli. Í einni af stefnuyfirlýsingum hugmyndalistarinnar segir Sol LeWitt m.a.: Í hugmyndalist er hugmyndin mikilvægasti þáttur verksins. Þegar listamaður notar hugmyndalegt listform merkir það að allt er skipulagt og allar ákvarðanir teknar fyrirfram en framkvæmdin er meira til málamynda. Hugmyndin verður vél sem býr til listina. […] Það skiptir ekki svo miklu hvernig listaverk lítur út. Það hlýtur að líta einhvern veginn út ef það er efnislegt. Hvaða form sem það fær á endanum verður það að eiga upphaf sitt í hugmynd. […] Ef listamaðurinn kemur hugmynd sinni í framkvæmd og gefur henni sýnilegt form skipta öll skrefin í ferlinu máli. Hugmyndin sjálf, jafnvel þótt hún sé ekki gerð sýnileg, er jafnmikið listaverk og hvaða fullgerð afurð sem er.4

Þegar frá leið gripu konseptlistamenn æ meira til tungumálsins, orða og texta, til að miðla hugmyndum sínum, í þeirri trú að tungumálið stæði í beinni tengslum við hina óefnislegu hugsun og væri því betur fallið til að miðla hreinum sannindum en efnislegir hlutir. Eini milliliður listamanns og listneytanda var orðið – og orðið var guð. Í þessu birtist óbilandi traust á „hlutleysi“ tungumálsins, menn virðast grunlausir um að það kunni líka að bera í sér hefð og hugmyndalegan farangur, engu síður en efnislegir hlutir. Segja má að hugmyndalistin og skyldar listhreyfingar á seinni hluta síðustu aldar hafi með þessari tilhneigingu gengið aldagamalli tvíhyggju á hönd, heimsmynd og mannskilningi sem byggist á skýrri og afdráttarlausri aðgreiningu

Arna Gná Gunnarsdóttir: Án titils, nærmynd / Untitled, detail, 2007

17


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.