Page 1

KJARASAMNINGUR milli FSSA og LA

1. gr. Samningstími Síðast gildandi kjarasamningur gerður 21. mars 2005 framlengjast til 28. febrúar árið 2009 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samningi þessum felast og falla þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Samningur þessi gildir frá 1. mars 2008.

2. gr. Mánaðarlaun Grein 8.2.5 verði þannig: Laun samkvæmt samningi þessum skulu hækka á samningstímanum sem hér segir: 6,0 % frá og með 1. mars, 2008. 3,0 % frá og með 1. september, 2008. 3. gr. Fæðingarorlof Nánari skilgreining á lagaákvæðum, gr 5.2.1 verði þannig: Um fæðingarorlof starfsmanns sem foreldris fer að lögum (nú lög nr. 95/ 2000, með síðari breytingum). 5. gr. Lífeyrisiðgjöld Grein 8.4.1 verði þannig: Lífeyrissjóðsiðgjöld skulu nema 12% af stofni skv. 8.4.4 og reiknast í heilum krónum. Grein 8.4.2 verði þannig: Vinnuveitandi greiðir 2/3 iðgjaldsins en heldur 1/3 þess eftir af launum viðkomandi starfsmanns. Grein 8.4.4 verði þannig: Stofn lífeyrissjóðsiðgjalda er mánaðarlaun viðkomandi starfsmanns. Auk iðgjalds á stofn greiði starfsmaður 4,0% og vinnuveitandi 8,0% af launum fyrir yfirvinnu til lífeyrissjóðs

7. gr. Önnur ákvæði: Öll önnur ákvæði kjarasamningsins haldast óbreytt.


8.gr Undirritun: Reykjavík, _____________ 2008 Með fyrirvara um samþykki félagsfundar í FSSA

Með fyrirvara um samþykki félagsfundar í Launþegafélagi arkitekta

Ivon Stefán Cilia, FSSA

Arnór Skúlason, LA

Jón Ólafur Ólafsson, FSSA

Lárus Guðmundsson, LA

Páll Gunnlaugsson, FSSA

Friðrik Ó. Friðriksson, LA

http://www.ai.is/media/skjol/KJARASAMNINGUR_LA_og_FSSA_2008  

http://www.ai.is/media/skjol/KJARASAMNINGUR_LA_og_FSSA_2008.pdf

Advertisement