/%C3%9Erj%C3%BA-n%C3%A1mskei%C3%B0-um-vistv%C3%A6nar-%C3%A1he

Page 1

Vistmennt heldur þrjú námskeið um vistvænar áherslur í byggðu umhverfi

Vistvæn byggingarefni

Kennarar:

Aðalsteinn Snorrason og Björn Guðbrandsson, arkitektar.

Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni 2 í Reykjavík. Tími: 8. og 10. maí kl. 16:00 - 20:00. Verð: 20.000 kr. en 4.000 kr. til aðila IÐUNNAR og félaga í AÍ.

Veðurfar og byggt umhverfi

8. og 10. maí kl. 16:00 - 20:00.

Veðurfar og byggt umhverfi

14. og 15. maí kl. 16:00 - 20:00.

Dagsbirta og vistvæn lýsing,

21. og 23. maí kl. 16:00 - 20:00.

Námskeiðin verða haldin í maí í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs, Skúlatúni 2 í Reykjavík.

Myndir fengnar af vefnum http://artsonearth.com/2009/04/icelands-gorgeous-passive-

Á námskeiðinu verður fjallað um skipulag þéttbýlis og hönnun mannvirkja í íslenskri veðráttu. Raktir verða helstu þættir í veðurfari Íslands með áherslu á sérstöðu þess. Farið verður yfir samspil veðurs, landslags og mannvirkja og hvað þarf einkum að hafa í huga þegar byggt er og skipulagt í samræmi við veðuraðstæður. Megináherslan verður lögð á vindafar og nýtingu sólgeislunar hér á landi og hvernig má bæta lífsskilyrði fólks og vaxtarskilyrði gróðurs með því að samþætta byggð, skjól og varma sólar. Loks verður fjallað um slagvirði og skafhríð og varnir gegn þeim svo og áhrif veðurs á viðhaldsþörf bygginga o.fl. Kennarar: Sigurður Harðarson, arkitekt og Magnús Jónsson, veðurfræðingur. Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni 2 í Reykjavík. Tími: 14. og 15. maí kl. 16:00 - 20:00. Verð: 20.000 kr. en 4.000 kr. til aðila IÐUNNAR og félaga í AÍ. Lykilorð: veður, veðurfar, veðrátta, veðurmynd, veðurupplýsingar, loftslag, vindur, vindafar, vindmælingar, vindstýring, vindrós, vindhermir, vindkæling, skjól, skjólmyndun, snjósöfnun, skafrenningur, sérstaða, byggingar, háhýsi, geislun, úrkoma, hiti, umhleypingar, gagnvirkni, samspil, loftþrýstingur, sólfarsvindar, hitafar, hitahvörf, sólskin, sólarhæð, skuggavarp, slagviðri, raki, skipulag, hönnun, byggðarmynstur, húsagerð, loftstraumar.

Dagsbirta og vistvæn lýsing Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi dagsbirtu í byggingum og vistvæna lýsingarhönnun. Farið verður yfir þróun byggingarlistar með tilliti til notkunar dagsbirtu og tækniframfara í lýsingu, áhrif birtuumhverfis á heilsu og vellíðan og fjallað um markvissar leiðir til þess að auka upplifun og gæði birtuumhverfis í byggingum og ytra umhverfi. Skoðaðir verða nýir staðlar og umhverfisvottanir og fjallað um sérstakar mælistikur fyrir mat á gæðum birtuumhverfis m.a. dagsbirtustuðul (daylight factor). Sérstök áhersla verður lögð á staðbundnar aðstæður hérlendis t.d. afstöðu til sólar, skuggavarp, ljósmengun o.fl. Að námskeiði loknu mun þátttakandi hafa öðlast aukinn skilning á túlkun sjálfbærni við hönnun mannvirkja sem varðar birtuumhverfi. Þannig verður þátttakandi tilbúinn að meta áhrif dagsljóss sem og rafmagnsljóss hvað varðar rekstur bygginga, umhverfisáhrif, vinnuvernd, upplifun og vellíðan. Kennarar:

Þórdís Rós Harðardóttir, lýsingarhönnuður og Anna Sigríður Jóhannsdóttir, arkitekt.

Staðsetning:

IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni 2 í Reykjavík.

Tími:

21. og 23. maí kl. 16:00 - 20:00.

Verð: 20.000 kr. en 4.000 kr. til aðila IÐUNNAR og félaga í AÍ. Lykilorð: markviss nýting dagsljóss, gæði birtuumhverfis, þróun rafmagnslýsingar, alþjóðlegar vottanir bygginga og orkusparnaður rafmagnslýsingar, förgun rafljósabúnaðar, dagsljós og íslensk byggingarlist, vistvæn lýsing, lífsgæði og vellíðan, ljós og upplifun, samspil birtu og forms, umhverfisvitund, nýting innlendra auðlinda, vistvæn nýsköpun, íslensk byggingararfleifð.

Myndir fengnar af vefnum inhabitat.com, http://advantage-environment.com, http://static.dezeen.com og http://www.instablogsimages.com/

Vistvæn byggingarefni,

solar-hof-house.html og http://www.baltictravelcompany.com/blog/index.php/categ

ory/iceland

Lykilorð: sjálfbærni, manngert umhverfi, vottunarkerfi, viðmið, kerfishugsun, ferlar, vistferilsgreiningar, umhverfisvitund, vistvæn viðhorf, áskoranir, ágreiningsmál, gagnaöflun, vinnuaðferðir, úrgangur, förgun, skaðleg efni, rokgjörn efni.

Sem framlag til umræðunnar hafa aðstandendur Vistmenntarverkefnisins, sem stýrt er af Arkitektafélagi Íslands, unnið að gerð námsefnis um sjálfbærni í byggðu umhverfi og er nú komið að prófun þriggja námskeiða með áherslu á íslenskar aðstæður. Námskeiðin eru ætluð öllum aðilum í byggingargeiranum, iðnaðarmönnum jafnt sem arkitektum og öðrum umhverfishönnuðum. Þau samanstanda af fyrirlestrum og verkefnum sem gefa innsýn í viðkomandi málaflokk og þjálfa þátttakendur í upplýsingaöflun og mati á umhverfisgæðum.

Myndir fengnar af vefnum http://houseplandesigner.blogspot.com/2011/05/ecologic

Fram til dagsins í dag hefur lítið farið fyrir umræðu um hlutdeild byggingargeirans í ágangi á náttúruauðlindir og þar með versnandi lífsmöguleikum. Staðreyndin er hinsvegar sú að þrátt fyrir að einungis um 7% fólks í heiminum starfi við byggingariðnað og hlutur hans í vergri landsframleiðslu (GDP) sé ekki nema um 10%, má rekja um helming nýtingar náttúruauðlinda og allt að 40% orkunotkunar og útblásturs gróðurhúsalofttegunda til byggingariðnaðar og er okkar litla Ísland þar engin undantekning.

al-design-futuristic-house.html

Á námskeiðinu verður farið í gegnum hugmyndafræði sjálfbærnihugtaksins, mikilvægi aukinnar umhverfisvitundar og grundvallaratriði vistvænnar hönnunar við val á vistvænum byggingarefnum. Áhersla er lögð á kynningu helstu hugtaka og greiningartækja fyrir vistvæn byggingarefni og áskoranir og ágreiningsmál rædd. Markmiðið með námskeiðinu er að hvetja þá sem að byggingariðnaði koma til þess að kynna sér þann ávinning sem felst í vistvænum áherslum og veita þeim sterkari grunn til þess að meta gæði byggingarefna. Þannig verða þátttakendur betur í stakk búnir til að vera virkir þátttakendur í vaxandi umræðu um síauknar kröfum um vistvæn byggingarefni, val á þeim og meðhöndlun. Í námskeiðinu verður megináhersla lögð á eflingu umhverfisvitundar og gagnrýna hugsun því málaflokkurinn er margslunginn, rannsóknir af skornum skammti, spurningarnar margar og enn sem komið er, fátt um svör.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.