Sjálfbærnisdagbókin 2026

Page 1


SJÁLFBÆRNIDAGBÓK fyrsta sinnar tegundar á Íslandi

Sjálfbærnidagbók – Satúrnus

Sjálfbærnidagbókin 2026 – fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Einstök dagbók sem sameinar hefðbundið skipulag með vikulegum fróðleiksmolum og verkefnum um sjálfbærni eftir Ketil Berg Magnússon. Hentar vel bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja efla sjálfbærnivitund í daglegu lífi. Vika á opnu. Stærð 20,5x26 sm.

Bókin er prentuð í GPS prentsmiðjunni í Slóveníu, FSC vottun C118234. GPS er aðili að SMETA (Sedex Members Ethical Track Audit).

ISO vottanir: ISO 9001: 2015 / ISO 14001: 2015 / ISO 45001: 2018.

Pappír bókarinnar er 100 gramma af gerðinni Munken Lynx.

Vottanir: FSC_C020637 / PEFC_053399 / Evrópublómið (EU Ecolabel).

ISO vottanir: ISO 9706 / ISO 9001 / ISO 50001.

Bókbandsefnið er Wicotex Brillianta. Sýrufrítt, FSC_C007992 vottun. Framleitt í samræmi við REACH reglur Evrópusambandsins.

Vörunúmer og litir EG408806

Möguleiki á gyllingu með nafni starfsmanns og/eða merki fyrirtækis.

SJÁLFBÆRNIDAGBÓK

fyrsta sinnar tegundar á Íslandi

Um höfundinn - Ketill Berg Magnússon

Ketill Berg Magnússon starfar hjá JBT Marel, alþjóðlegu hátæknifyrirtæki í matvælaiðnaði þar sem hann hefur leitt mannauðsmál, krísustjórnun, heilsu- og öryggismál. Hann hefur meira en 20 ára reynslu af leiðtogastörfum í mannauðsmálum, sjálfbærni og stefnumótun, og hefur unnið að bæði umbótum og áfallastjórnun í fjölþjóðlegu umhverfi.

Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Festu –miðstöðvar um sjálfbærni, sem byggði upp vettvang fyrir fyrirtæki á Íslandi til að vinna sameiginlega að loftslagsmálum og samfélagslegri ábyrgð. Hann hefur einnig setið í fjölmörgum stjórnum og leitt verkefni sem tengja saman viðskiptamarkmið, sjálfbærni og nýsköpun.

Ketill kennir sjálfbærni og siðfræði við Háskólann í Reykjavík, þar sem hann hefur í tvo áratugi þróað námsleiðir sem tengja fræðilega innsýn við raunverulegar áskoranir í viðskiptum. Hann hefur sterka trú á því að hagnýtar heimspekilegar samræður geti orðið leiðarljós í því að skilja og bregðast við áskorunum samtímans.

Sjálfbærnidagbókin, sem hann skrifaði sem hliðarverkefni, er tilraun til að tengja þessa ástríðu fyrir heimspeki og sjálfbærni við daglegt líf. Þar blandar hann saman starfsreynslu, fræðilegri nálgun og persónulegum pælingum.

Ketill er með MBA-gráðu frá ESADE í Barcelona og M.A. í heimspeki og viðskiptasiðfræði frá Kanada.

Eflum sjálfbærnivitund

í daglegu lífi

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.