Sjávarafl 2.tbl 10.árg 2023

Page 1

Maí 2023 2. tölublað 10. árgangur Á sjómannadaginn Laun sjómanna Samstaða með sjómönnum í 85 ár Þrír sjávarháskar og tvö snjóflóð Til hamingju með daginn sjómenn! Með betri ákvörðunum sem ég hef tekið
SJÁVARAFL

4 Samstaða með sjómönnum í 85 ár

6 Af hverju eru sjómenn samningslausir?

10 Ótrúlegt lífshlaup sjóarans frá Þingeyri

14 Grindavíkurhöfn mun vaxa á næstu árum

18 Sjómenn eru máttarstólpi í velgengni sjávarútvegs

20 Kveðja á Sjómannadegi 2023

24 Mikilvægi hafrannsókna

28 Á Sjómannadaginn

30 Störf stjórnenda hafa breyst í tímans rás

32 Landkrabbi lærir og lifir

36 Menntun fyrir alla

38 Starfsþjálfun á sjó – nýr vinkill fyrir nemendur í Skipstjórn og

Vélstjórn

38 Alþjóðadagur kvenna í siglingum

42 Aukin þjónusta og nýr meðeigandi

44 Einstök tækifæri í sjávarútvegsfræði og líftækni

48 Fimm ný björgunarskip

50 Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi

50 Meiri kolmunni en undanfarin ár

52 Fjórir hljóta viðurkenningar Íslenska sjávarklasans

54 Að dorga á bryggjunni

Lögbundinn frídagur í 36 ár Á

rið 1938 var fyrsti Sjómannadagurinn haldin hátíðlegur, dagurinn var gerður að hátíðardegi af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Upphaflega voru þessi hátíðarhöld í Reykjavík og á Ísafirði. Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní á hverju ári, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá seinkar deginum um eina viku. Það er ekki fyrr en 1987 sem dagurinn var lögskipaður frídagur sjómanna. Má rétt ímynda sér gleðina á öllu landinu fyrsta sjómannadaginn, enda höfðu margir menn gert það að ævistarfi sínu að stunda sjómennsku, starfi sem er gjörólíkt öðrum störfum, en það er bæði mjög erfitt, hættulegt og stundum einmannalegt. Sjómannadagurinn var stofnaður til að efla samstöðu meðal sjómanna. Þá eru markmiðin nokkuð margvísleg, meðal annars að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem voru við störf þegar þeir slösuðust eða druknuðu. Sem betur fer hefur tækninni farið fram og nú á tímum er mun minna um sjóslys. Mér er samt þakklæti efst í huga að hetjur hafsins sigla oft á tíðum í ólgusjó að auðugum fiskimiðum og færa þjóðarbúi umtalsverðar tekjur sem er öllum til hagsbóta. Þó að markmið sjómanna hafi alltaf verið að afla vel, þá er það óumdeilt að mestu máli skiptir að þeir komi heilir heim.

Það eru einungis 85 ár síðan að fyrsti sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur og í tilefni dagsins eru mikil hátíðarhöld sem fara fram um allt land. Í hugum landsmanna er þessi lögbundni frídagur mikill gleðidagur og oft lang stærsta hátíð bæjarfélaga, þar sem viðburðir eru frá morgni og langt fram á nótt.

Sjómenn og ykkar aðstandendur, gleðilega hátíð og hjartanlegar hamingjuóskir með daginn ykkar.

Megi sjósókn og glíman við Ægi sem hefur markað þjóðarsálina frá örófi alda, verða ávalt ykkur í hag. Takk fyrir ykkar mikilvæga starf.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf

Sími: 6622 600

Ritstjóri og

ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir

Vefsíða: www.sjavarafl.is

Netfang: elin@sjavarafl.is

Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com

Forsíðumynd: Ísleifur Vignisson

Prentun: Prentmet Oddi ehf

2 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Elín Bragadóttir ritstjóri
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður Óskar Ólafsson, ljósmyndari Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður Alda Áskelsdóttir, blaðamaður Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

GLORÍAN

sem bylti

flottrollsveiðum

Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð

í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir, skipstjórnarmenn og sjómenn.

Á síðustu 34 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.

veiðarfæri eru okkar fag

Samstaða með sjómönnum í 85 ár

essi sjómannadagur er í 85. skiptið sem fyrsti sunnudagurinn í júní er tileinkaður sjómönnum og fjölskyldum þeirra. En til þessara hátíðarhalda var stofnað af sjómannafélögum árið 1938 sem vildu tileinka dag þeirri stétt sem ynni hættulegustu og erfiðustu störfin. Sá samtakamáttur sem þessi hefð sprettur upp úr hefur skilað sjómönnum og þjóðfélaginu miklu í gegnum árin. Alla tuttugustu öldina og fram á þennan dag byggði velsæld landsmanna af miklu leyti á þeim verðmætum sem sótt eru á miðin í kringum Ísland. Þó svo að hlutfallslega hafi dregið úr því hversu háð við erum einni atvinnugrein þá er sjávarútvegurinn ennþá máttarstólpi í atvinnulífinu og í lífskjörum okkar Íslendinga

Þó að vinnuslysum til sjós hafi fækkað er starfið ennþá hættulegt. Ennþá verða slys og þó að íslendingum hafi auðnast að koma á skilvirku kerfi til þess að skrá og meta öll meiriháttar slys sem verða til sjós þá hefur ekki tekist að útiloka þau. Að því er þó unnið innan útgerða víðs vegar um landið, með aukinni þjálfun, betri skipum, með stafrænni væðingu og útvistun hættulegra starfa til véla. Það mun koma sá tími þar sem ekkert vinnuslys verður til sjós, rétt eins og þau ár hafa komið þar sem ekkert banaslys verður til sjós. Það er framtíð sem við þurfum að stefna að saman.

Síðustu ár höfum við séð fjölmörg dæmi þess hve rannsóknir eru mikilvægar til þess að treysta framtíð sjávarútvegs við Ísland. Bæði til þess að skilja betur vistkerfi hafsins og öðlast meiri þekkingu á því hvers vegna breytingar verða. En ekki síður til þess að auka þau verðmæti sem sjómenn draga að landi. Til skamms tíma voru þúsundir tonna af roði flutt úr landi sem hráefni fyrir loðdýraeldi.

En á fáum árum hefur roðið hækkað í verði svo að það er ekki fjarstæðukennt að einhvern tíma kunni roðið að slá hnökkunum við í verðmætum. Þetta hefði ekki raungerst nema fyrir öflugar grunnrannsóknir og þekkingarleit. Önnur forsenda er vilji og geta sjávarútvegsins til að fjárfesta í nýsköpun. Sú nýsköpun hefur skapað þau skilyrði að hér þrífst öflugur sjávarútvegur, að mikill meirihluti afla er unnin hér á landi og að sívaxandi verðmæti verða til úr þeim afla sem landað er.

Þessari stöðu þurfum við að viðhalda til lengri tíma. Með því að fjárfesta í grunnrannsóknum og vinna markvisst að því að skilja hafið betur munum við bæta skilyrði fyrir nýsköpun og með því auknu aflaverðmæti. Það skilar sér í aukinni velsæld íslendinga til lengri tíma og bættum hag sjómanna.

Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra farsældar í dag sem og alla aðra daga.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

4 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Þ

Af hverju eru sjómenn samningslausir?

Þann 9. febrúar var skrifað undir kjarasamning fyrir sjómenn í húsakynnum Ríkissáttasemjara eftir langar og vinnusamar samningaviðræður. Mörgum brá við þar sem viðræðurnar höfðu ekki verið mikið í fjölmiðlum en í þetta skiptið höfðu aðilar þokast nær og nær samkomulagi í langan tíma. Þegar hyllti undir samning voru samninganefndir kallaðar í hús og afurðin af því var að undirritaður var kjarasamningur sem samningsaðilar sjómanna vildu leggja í dóm sjómanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim samningi var hafnað með afgerandi meirihluta atkvæða sjómanna.

Af hverju gerðist þetta? Til að skýra það þarf að horfa aftur í tímann og skyggnast inn í hugarheim sjómanna.

Laun sjómanna

Laun sjómanna reiknast ekki eins og hefðbundið er í öðrum greinum, heldur er þetta líkara viðskiptasambandi þar sem útgerð og sjómenn taka að sér það verkefni að veiða fisk. Í núverandi kerfi virkar það þannig að útgerðin leggur til skip og allt sem þarf til veiðanna, og sá liður flokkast sem útgerðarkostnaður sem er sá hluti aflaverðmætisins sem er utan skipta. Sjómenn sjá um alla vinnuna og fá í sinn hlut ákveðna prósentu af skiptaverðmæti, þ.e. verðmæti aflans að frádregnum útgerðarkostnaði. Til samræmingar og gengnsæis eru þessir hlutir nú bundnir í prósentur af aflaverðmæti, en þær prósentur hafa ákveðna forsögu.

Sjóðakerfi lagt niður og olíverðsviðmið tekið upp

Sjóðakerfi sjávarútvegsins var flókið fyrirbæri sem olli því að sjómenn almennt höfðu enga yfirsýn yfir hvernig launin þeirra væru reiknuð, en það sem þeir vissu var að þeir voru á góðum launum og fengu hluta launa sinna utan skatts. Menn voru ánægðir og fengu helling útborgað. En sjóðakerfið var ekki fullkomið og var lagt niður og nýtt módel notað

til að reikna út laun sjómanna. Sjómönnum fannst þetta módel ekki skila þeim réttum launum og vildu leiðréttingu, og þá leiðréttingu fengu þeir í formi olíuverðsviðmiðs sem tók gildi 1. janúar 1987. Olíuverðsviðmiðið virkaði þannig að skiptaprósentu sem hafði verið 69% í nýja módelinu var stillt upp þannig að lágmarks hlutur sjómanna yrði 70% og gæti náð 80% þegar olíuverð væri í lægri kantinum. Í júní 1987 var svo ákveðið með lögum að skiptaprósenta væri 76% sem gæti svo hækkað í 80%þegar olíverð væri lágt og lækkað í 70% þegar olíverð væri hátt. Skiptaprósentan sem slík ákvarðar hversu hátt hlutfall aflaverðmætis kemur til skipta milli útgerðar til að greiða útgerðarkostnað, og áhafnar sem laun fyrir vinnuna, og breytist með fyrrgreindum hætti. Þessu kerfi hefur ekki verið viðhaldið með þeim afleiðingum að laun sjómanna byggja næstum alltaf á 70% skiptum.

Verðmyndun á afla

Forsenda fyrir því að ofangreint kerfi gangi upp er að aflinn sé rétt verðmetinn og hafa verið stigin mörg skref í áttina að sanngjarnri og

6 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Bergvin Eyþórsson fyrrum sjómaður og núverandi varaformaður Verk Vest Ljósmynd/ Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

gegnsærri verðmyndun aflans. Samkvæmt kjarasamningum er það verkefni útgerðar að selja aflann og hefur útgerð þá lagalegu skyldu að selja aflann á hæsta mögulega verði. Sá hluti aflans sem er seldur á opnum makaði lýtur markaðslögmálum, en sá hluti sem er seldur til eigin vinnslu útgerðar eða til tengdra aðila er verðmetinn með 80% markaðstengingu.

Kauptrygging

Kauptrygging háseta, þ.e. þau laun sem hann fær fyrir mánaðar vinnu ef aflahlutur er ekki hærri, er í dag kr. 326.780 og á bak við það eru um 330 vinnustundir. Enginn sjómaður fer á sjó til að vina fyrir kauptryggingu eða til að vinna á tímakaupi við bryggju, en kauptryggingin er nauðsynleg þar sem hún er grundvöllur veikindalauna lendi sjómaður í langtíma veikindum. Flestir sjómenn á Íslandi eru á góðum launum, enda byggir aflahlutur á aflaverði sem þróast með verðlagsþróun, en kauptryggingin er ákveðið lágmarksviðmið sem verður að viðhalda.

Kjaraviðræður sjómannaforystunnar

Sjómannaforystan eins og verkalýðshreyfingin er ekki jafn sameinuð og hún ætti að vera, en hlutverk þessa aðila er að vina að því að uppfylla óskir sinna félagsmanna, forgangsraða þeim og gæta hagsmuna sinna manna í hvívetna. Þegar menn eru á góðum launum og þurfa ekki að grípa til grunnréttindanna falla þau í gleymsku, en það er hlutverk forystunnar að gæta þeirra af kostgæfni, en þetta er stórt og göfugt verkefni þar sem allir eru að gera sitt besta.

Hvað vilja sjómenn?

Þegar landverkafólk fer í kjaraviðræður er stóra krafan alltaf hækkun launa til að halda í við verðlagsþróun. Sá hluti á ekki við hjá sjómönnum þar sem þeirra laun fylgja söluverði afla sem þróast sjálfkrafa með verðlagi, en skýr vilji sjómanna er að fá meira. Þetta meira er oft á tíðum óskilgreint og ólíkar hugmyndir, en eitt vitum við þó, það er að sjómenn hafa aldrei fengið góðan kjarasamning, og með góðum kjarasamningi

á ég við kjarasamning sem sjómenn eru sáttir við. Þar af leiðandi er það frekar regla en undantekning að sjómenn séu samningslausir svo árum skiptir.

Launakerfi sjómanna eins og því hefur verið lýst hér að ofan byggir á því að hagsmunir sjómanna og útgerðar fari saman þannig að þegar illa árar hjá útgerðinni lækki hlutur sjómanna í aflaverðmæti, og þegar vel árar hjá útgerðinni hækki hluturinn. Þetta vilja sjómenn klárlega að fari saman en undanfarin ár hefur afkoma útgerðar verið með eindæmum góð og skiptaprósenta samt verið í lágmarki utan fárra mánaða. Þetta finnst sjómönnum hrópandi óréttlæti og ekki í samræmi við þeirra launakerfi, …hlutur þeirra úr aflaverðmæti hefur rýrnað frá því sem ætlast var til með þessu kerfi.

Af hverju er skortur á trausti sjómanna í garð útgerðar? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, en þessi þáttur hefur afgerandi áhrif á ákvörðurnartöku sjómanna þegar nýr samningur er lagður fyrir þá til atkvæðagreiðslu. Mín reynsla er að þegar hvert mál fyrir sig er krufið og aðilar tala saman næst réttlát lending í flestum málum. Aftur á móti ganga sögusagnir meðal sjómanna um hvernig mönnum hafi verið hegnt fyrir að leita réttar síns, sögur sem sjómenn leggja trúnað á en útgerðarmenn segja uppspuna frá rótum. Þessar sögusagnir valda því að sjómenn leita síður réttar síns og upplifa rétt sinn aðeins ómerka stafi á blaði, en í síðustu samningum var mikil áhersla lögð á traust milli aðila og gegnsæi, og voru aðilar báðum megin borðsins jafn viljugir til að innleiða og rótfesta traust milli aðila í greininni. Ég segi fyrir mig að ég upplifði að nú værum við loksins að stíga stórt skref inn í framtíðina og innleiða traust starfsumhverfi fyrir sjómenn og lagði mikla áherslu á einmitt þennan póst þegar ég kynnti betri framtíð fyrir sjómönnum í Verk Vest meðan atkvæðagreiðsla var opin um samninginn. Trúverðugleiki minn beið mikla hnekki einmitt vegna þessa þegar upp kom í miðri atkvæðagreiðslu að togarasjómanni var sagt upp störfum fyrir það eitt að vilja fá greidd veikindalaun fyrir veiðiferð sem hann gat ekki farið vegna veikinda, maður sem fær hin bestu meðmæli frá sínum skipstjóra.

7 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Ljósmynd/ Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Þetta mál verður væntanlega litið á sem undantekninguna sem sannar regluna, en þegar menn vilja sækja sinn rétt samkvæmt kjarasamningum hugsa þeir eðlilega hvort þeir verði líka svona undantekningartilfelli. Til hvers erum við að semja um veikindarétt ef sjómenn þurfa að velja milli þess að gefa hann eftir ellegar að missa vinnuna?

Hvað var sjómönnum boðið upp á í síðustu samningum? Auk eðlilegra hækkana á launatöflu sjómanna voru stigin ýmis framfaraskref varðandi starfsumhverfi sjómanna, en hryggstykkið í þeim liðum er traust milli aðila. Frá því samið var 2017 hafa útgerðarmenn í tvígang farið með túlkunaratriði úr kjarasamningi fyrir félagsdóm til að óvirkja ákvæði sem sjómenn höfðu talið meitluð í stein. Sjómenn horfa til þess að 1987 var ákveðið með lagasetningu að sanngjarn skiptahlutur þeirra sé 76%. Það sem þeim er boðið nú er að festa skiptin í 69,2% og fá

3,5% tilgreinda séreign í lífeyrissjóð gegn því sem skilar þeim ca. 71,37% fastri prósentu að teknu tilliti til innborgana í lífeyrissjóðinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslu um þann samning sem lagður var fyrir sjómenn til ákvörðunar er morgunljóst að þetta eru ekki réttlát skipti.

Hver er þá staðan?

Nú er svo að kjarasamningar hafa ekki verið endurnýjaðir við sjómenn þannig að laun og réttindi þeirra byggja á eldri kjarasamningi að frádregnum þeim atriðum sem útgerðarmenn vísuðu til Félagsdóms. Staðan er sem sé verri fyrir sjómenn heldur en þegar samið var fyrir sex árum síðan. Forsenda fyrir framfaraskrefum er fyrst og síðast traust, en það er mikið verk og útgerðarmenn eru með boltann. Hvað varðar tilgreinda séreign og að festa skiptaprósentu hafa sjómenn gefið tóninn og krefjast réttlætis.

8 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Ljósmynd/ Tryggvi Svanbjörnsson, sjómaður Ljósmynd/ Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga Ljósmynd/ Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

TIL HAMINGJU MEÐ SJÓMANNADAGINN

Við tökum útstímið með ykkur

Ótrúlegt lífshlaup sjóarans frá Þingeyri

Guðmundur Magnús Kristjánsson, sjómaður frá Þingeyri hefur verið heimtur úr helju oftar en einu sinni. Maggi eins og hann er alltaf kallaður er fæddur og uppalinn í Haukadal í Dýrafirði á sögusviði Gísla Súrssonar. Þegar Maggi var ellefu ára flutti hann með foreldrum sínum til Þingeyrar og við þá flutninga var ljóst að ævistarfið, sjómennska var skrifuð í skýin.

Rósemd og æðruleysi

Maggi hefur þrisvar lent í sjávarháska og í tveimur snjóflóðum án þess að verða varanlega meint af að hans sögn. Maggi segir að hann sé rólegur að eðlisfari og æðruleysi hafi hjálpað til í þeim háskum sem hann hefur lent í.

„Það kom aldrei annað til greina en að fara á sjóinn og mig dreymdi aldrei um neitt annað,” segir Maggi sem farið hafði á sjó með föður sínum frá sjö ára aldri sér til skemmtunar en formleg sjómennska hófst að loknum grunnskóla.

Það var í hans fyrsta túr á handfærum á Þorvaldi ÍS átta tonna trillu sem

Maggi lenti í sínum fyrsta sjávarháska. Hann var þá fjórtán ára og réri með eigandanum og skipstjóranum Guðmundi Valgeirssyni.

Sögðu ekki frá atvikinu í 25 ár

,,Ég hefði sennilega ekki komist lífs af ef Guðmundur hefði ekki snúið eins snöggt við og hann gerði og dregið mig um borð. Ég var orðinn svo kaldur að ég hefði aldrei haft krafta til að koma mér um borð,” segir Maggi sem kveðst aldrei hafa orðið hræddur frá því að hann féll í sjóinn og þar til hann var kominn um borða aftur. Veðrið hafi verið gott en það hafi tekið hann tvo sólarhringa að ná í sig hita aftur. Maggi viðurkennir

10 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Guðrún Erlingsdóttir
Þingeyri skartar sínu fegursta. Ljósmynd/ Hjördís Guðmundsdóttir eiginkona Magnúsar

að þetta hafi verið mikil lífsreynsla en segir hana ekki hafa haft mikil áhrif á hann og það hafi aldrei komið til greina að hætta sjónum. ,,Það má segja að ég hafi byrjað sjómennskuna með látum en við Guðmundur þögðum um þetta í 25 ár. Ég hefði sennilega ekki fengið að fara aftur á sjóinn ef við hefðum sagt frá þessu strax.”

Ólög og mikill sjór

Annar sjávarháskinn sem Maggi lenti í var þegar hann var á netaveiðum á Framnesi ÍS sem strandaði á Rauðasandi árið 1972 þá sautján ára. Maggi segir mikla brælu hafa verið og ákveðið að leita vars undir Látrabjargi.

Hann telur að mannleg mistök hafa valdið því að Framnesið strandaði, sá sem hafi staðið vaktina hafi verið ókunnugur tækjum og öðru.

,,Við fórum sjálfir í björgunarbátum upp í fjöru þar sem tekið var á móti okkur. Það voru mikil ólög og mikill sjór eins og þekkt er á þessum slóðum, við vorum tólf um borð og björguðumst allir,“ segir Maggi og bætir við að enginn hafi slasast en skipverjar hafi blotnað við landtökuna. Maggi segir þennan atburð ekki hafa haft áhrif á sig og engan bilbug á honum að finna, hann haldið ótrauður áfram á sjónum.

,,Það má segja

að ég hafi byrjað sjómennskuna með látum en við Guðmundur þögðum um þetta í 25 ár. Ég hefði sennilega ekki fengið að fara aftur á sjóinn ef við hefðum sagt frá þessu strax.”

meira eftir því sem meira bættist í hann. Maggi segir að það hafi verið passað að fylla öll kör en ekki hafa aflann lausan á dekkinu. ,,Þetta gerðist eldsnöggt, ég var úti á dekki að hífa síðasta pokann inn. Þegar ég gerði mér grein í hvað stefndi og stökk ég inn í stýrishús til þess að kalla á hjálp. Ég náði í talsstöðvartólið en talstöðin sjálf var komin í sjó. Það var mjög slæmt að við skyldum ekki geta látið vita af því hvað var að gerast. En sem betur fer virkaði sjálfvirki sleppibúnaðurinn á öðrum björgunarbátnum og hann skaust upp en hinn virkaði svo seint að hann sökk niður með Mýrarfellinu,“ segir Magnús sem segir engan mun vera á því að lenda í sjávarháska sem skipstjóri eða háseti, það hugsi allir um það eitt að bjarga sér og skipsfélögunum. Hann segist heldur ekki hafa hugsað um aldur skipsfélaga sinna, það hafi verið algengt að menn færu ungir til sjós. Um borð í Mýrarfellinu voru auk Magga, Kristján Ástvaldsson, Ívar Örn Pálsson og Sigurður Friðfinnsson sem voru þá á aldrinum 18 til 29 ára, sjálfur var Maggi fertugur.

Bjargað um borð í Guðnýju ÍS

,,Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær” Þriðji og alvarlegasti sjávarháskinn sem Maggi lenti í varð 24 árum eftir strandið á Rauðasandi. Það var 26. júní 1996 þegar Mýrarfell ÍS sökk við minni Arnarfjarðar. Maggi var þá skipstjóri og var hann ásamt þremur öðrum á dragnótaveiðum en Mýrarfellið var 15 tonna stálbátur.

,,Klukkan 00.27 stoppaði klukkan í stýrishúsinu á Mýrarfellinu en þá var hún komin í sjó og virðist stoppaði samstundis. Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær, 28 árum síðar,“ segir Maggi sem þá hafði verið skipstjóri á Mýrarfellinu í tvö ár en samtals var hann 28 ár á skipinu. Maggi segir að báturinn hafi verið valtur fyrir, veiðin hafi verið þokkaleg og báturinn að fyllast. Undiralda hafi verið nokkur og báturinn oltið

Eftir að Maggi hljóp inn í stýrishúsið hvolfdi Mýrarfellinu og Maggi festist þar inni. Skipsfélagar hans þrír komust á kjöl eftir að hafa svamlað í sjónum á meðan þeir biðu eftir að skrúfa skipsins stöðvaðist. Þeir reyndu að ná athygli skipverja á Guðnýju ÍS sem var ekki langt undan. Það tókst ekki fyrr en að þeir gátu skotið upp neyðarblysi sem áhöfnin á Björgvin Má sá og lét skipverja á Guðnýjar vita sem bjargaði mönnunum um borð og þar með talið Magga nokkrum mínútum síðar. Engin skipverjanna var í flotgalla þar sem erfitt var að athafna sig á dragnót í flotgöllum þess tíma.

Illa syndur í sínum þriðja sjávarháska Magnús segir það óþægilega stöðu að vera fastur í stýrishúsi á báti á hvolfi, honum hafi verið mikið brugðið en það hafi bjargað sér hversu rólegur hann var.

11 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Magnús Guðmundsson, sem lóðsar nú ferðamenn á sumrin. Ljósmynd/Aðsend

,,Ég vissi að ég gæti ekki opnað hurðina fyrr en stýrishúsið yrði fullt af sjó og þrýstingurinn af hurðinni farin af. Ég beið því rólegur á meðan, en hugsaði meðal annars á þessum tíma til konu minnar Hjördísar Guðmundsdóttur og barnanna minna sem þá voru 13 til 20 ára. Hvernig þau ættu að komast af ef höfuð fjölskyldunnar nyti ekki lengur við,“ segir Maggi sem nýtti tækifærið þegar þrýstingurinn var réttur og kom sér út úr stýrishúsinu. Hann lenti hins vegar í vandræðum að koma sér upp og að synda til félaga sinna sem voru á kili Mýrarfellsins. ,,Ég saup mikinn sjó og var illa syndur, það var engin sundkennsla á Þingeyri og ég einungis tekið tvö tveggja vikna sundnámskeið á Núpi. Ég var orðinn mjög þrekaður þegar ég kom upp úr sjónum og straumurinn bar mig frá bátnum. Ég hefði aldrei komist á kjölinn ef strákarnir sem voru ungir og hraustir hefðu ekki náð að draga mig þangað upp,“ segir Maggi og bætir við að fyrri sjóslysin hafi verið auðveldari en þegar Mýrarfellið sökk. Hann segir alla skipverja á Mýrarfellinu hafa farið á sjóinn aftur.

,,Við fórum sjálfir í björgunarbátum upp í fjöru þar sem tekið var á móti

okkur. Það voru mikil ólög og mikill sjór eins og þekkt er á þessum slóðum, við vorum tólf um borð og

björguðumst allir.“

Hugsaði meira um öryggi

Maggi segir að Mýrarfellsslysið hafi haft mest áhrif hann og eftir það hafi hann hugað meira að öryggismálum. En þau mál hafi almennt verið að breytast til betri vegar á þessum árum. Það eigi sérstaklega við um stöðugleika skipa.

,,Mýrarfellið var tekið upp aftur og báturinn endursmíðaður og er eins og klettur á sjónum núna, svo stöðugur er hann,“ segir Maggi sem hélt áfram á sjónum. Samhliða því að hann fylgdist með lagfæringum á Mýrarfellinu tók hann nokkra túra á Stefni frá Ísafirði. Maggi segir það hafa verið skrýtna tilfinningu að vera á Stefni og hann hafi t.d. vaknað í brælu ef báturinn valt skart eins og Maggi orðar það.

,,Ég held að upplifunin af því þegar Mýrarfellið sökk hafi haft áhrif á mig alla tíð eftir það,“ segir Maggi sem hélt áfram á Mýrarfellinu eftir breytingarnar og hætti loks á sjó árið 2008 en þá var hann fluttur til Reykjavíkur.

Klukkan 00.27 stoppaði klukkan í stýrishúsinu

á Mýrarfellinu en þá var hún komin í sjó og virðist hafa stoppað samstundis.

Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær 28 árum síðar,“ segir Maggi sem þá hafði verið skipstjóri á Mýrarfellinu í tvö ár en samtals ar hann 28 ár á skipinu.

Af sjónum í rútubílaakstur

Eftir að kvótinn var seldur úr byggðarlaginu fluttu Maggi og eiginkona hans suður og hóf hann störf sem rútubílstjóri. Maggi segir að honum hafi líkað það starf mjög vel þrátt fyrir að tekjurnar hafi minnkað til muna. Hann segir gífurlegan mun á sjómennsku og rútuakstri. Það sé miklu léttari vinna að keyra rútu en að sækja sjóinn og svo hafi hann notið meiri tíma með fjölskyldunni. Hann hafi þó verið í burtu á sumrin þegar hringtúrar um landið stóðu yfir. Fyrir tveimur árum fluttu hjónin aftur á Þingeyri, Maggi er hættur í fastri vinnu en áætlar að keyra rútu á sumarvertíðinni á Vestfjörðum eins lengi og heilsan leyfir.

Tvö snjóflóð í sömu ferðinni

Þrír sjávarháskar virðast ekki nóg þegar kemur að lífi Magga, en árið 1994 lenti hann í tveimur snjóflóðum á Breiðdalsheiði.

,,Við bjuggum á Bolungarvík á þessum tíma, ég, konan mín og sonur fórum að sækja hinn son okkar á Þingeyri, ásamt aukafarþega. Í bakaleiðinni fann ég skyndilega að við vorum komin inn í snjóflóð sem ég reyndi að komast í gegnum. Það gekk ekki eftir svo ég fór út að moka. Ég tók mér smá pásu, settist inn í bíl, fékk mér sígarettu og hringdi í Vegagerðina eftir hjálp. Á meðan ég er að tala við vaktstjórann kom stærra flóð og henti okkur fram af. Það var okkur til bjargar bíllinn valt ekki heldur fórum við aftur á bak niður Kinnina,“ segir Maggi og bætir við að þetta hafi gerst svo snöggt að það hafi ekki gefist neinn tími til að hugsa. Farþegar bílsins voru komnir út úr bílnum þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið.

,,Ég á greinilega mörg líf,“ segir Maggi sem lenti í því að rúta sem hann ók á hægri ferð, fauk austur við Sandfell. Enn á ný var gæfan með Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni. Rútan fauk út af veginum í kviðu sem var 49 metrar á sekúndu, rútan valt ekki heldur tókst Magga að halda henni á hjólunum.

Þrír sjávarháskar og tvö snjóflóð

12 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Magnús um borð í Haferni ÍS. Ljósmynd/Aðsend

Grindavíkurhöfn mun vaxa á næstu árum

Sjávarútvegur og önnur afleidd starfsemi hefur lengi verið undirstaða atvinnulífs í Grindavík. 10% af veiðiheimildum í botnfiski eru skráð á báta sem eiga heimahöfn í Grindavík, en þrátt fyrir það er fiskafurðum sem verða til í Grindavík oft skipað til útflutnings í öðrum höfnum. Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri

Grindavíkurhafnar, segir höfnina eiga mikið inni.

Grindavíkurhöfn er ein umsvifamesta löndunarhöfn landsins. Samhliða uppgangi í sjávarútvegi hefur önnur afleidd starfsemi orðið til og þróast. Sigurður segir verkefni hafnarinnar hafa verið svipuð undanfarin ár og áratugi, þ.e. taka á móti fiski, skrá og vigta.

„Höfnin á töluvert meira inni. Samhliða fyrirsjáanlegum vexti í fiskeldi á landi geta verið mikil tækifæri í inn- og útflutningi frá Grindavíkurhöfn. Breytingarnar eru hægfara, skipum er að fækka og þau eru að stækka og lögun þeirra hefur líka verið að breytast. Skipin eru breiðari og

14 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar. Ljósmynd/ Jón Steinar Sæmundsson Elín Bragadóttir Frystum afurðum landað úr Tómasi Þorvaldssyni sem liggur við Norðurgarð í desember. Línubátarnir Páll Jónsson og Valdimar liggja við Norðurgarð í baksýn. Ljósmynd/ Jón Steinar Sæmundsson

djúpristari. Það leiðir af sér ákveðnar áskoranir. Þegar þau eru stærri, djúpristari og með þessa lögun þá er innsiglingin af og til mikil áskorun vegna veðurs.“

Innsiglingin mikið öruggari en áður Á undanförnum áratugum hefur margt breyst í Grindavíkurhöfn og er innsiglingin mikið öruggari en hún var áður. Hugmyndir eru uppi um 400-500 metra langan brimvarnagarð út frá Sjávarbraut á móts við athafnasvæði útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars. Of mörg dæmi eru um að fiskiskip sem annars hefðu landað í Grindavík fari til löndunar í aðrar hafnir vegna aðstæðna.

„Að hafa almennilega stjórn á þessum skipum í dag er áskorun vegna þess að í gamla daga þegar skipin voru nettari þá voru þau líka liprari. Núna eru þau klunnalegri enda hönnuð utan um lestarrýmin. Fyrir utan það þá koma skipsstjórar togaranna að landi kannski sex sinnum á ári þannig að þeir fá sjaldan æfinguna að koma inn innsiglinguna og aðstæðurnar eru mjög mismunandi, alls konar vindáttir og straumar og þú færð kannski sömu aðstæður þriðja hvert ár. Menn muna kannski ekkert hvernig var brugðist við þá, það eru öldur, vindáttir, hafstraumar. Sumir hafa þetta þó alveg í hendi sér því þeir eru alltaf að sigla hérna fram og til baka og búnir að gera það frá því þeir voru smáguttar. Sigurður segir að brýnt sé að hefja framkvæmdir við ytri varnargarða til þess að gera innsiglinguna öruggari.

„Við viljum auka öryggi skipstjóra við að koma inn til hafnarinnar, því ef þeim líst ekki á blikuna þá eru þeir alveg ófeimnir að segja það og landa annars staðar. Í gamla daga var það ekki þannig og menn tóku bara sénsa. Menn urðu að fara út því þeir áttu net úti og urðu að fara að sækja þau hvernig sem viðraði eða um leið og þeir töldu sig geta farið.“

Tækifæri hafnarinnar í inn- og útflutningi

Ljóst er að Grindavíkurhöfn hefur ákveðið samkeppnisforskot á aðrar hafnir varðandi staðsetningu. Í fyrsta lagi vegna þess að hún er umkringd auðugum fiskimiðum í Norður Atlantshafi. Í öðru lagi er hún umkringd vaxandi atvinnurekstri, eins og útgerð og annarri

15 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Línubáturinn Páll Jónsson landar bolfiski fyrr í vetur. Ljósmynd/ Jón Steinar Sæmundsson

virðisaukandi framleiðslu. Í þriðja lagi er stuttur siglingatími til úthafs og staðsetning í alfaraleið sjóflutninga til og frá Evrópu og svo nálægð við vinsæla ferðamannastaði á Íslandi.

„Í fyrra, árið 2022, komu 27 flutningaskip til hafnar í Grindavík. Árið þar á undan (2021) komu 8 flutningaskip til Grindavikur. Breytingin er fiskeldisfóður. Þrisvar sinnum fleiri skip komu vegna þessa fóðurs. Fiskeldið hefur haft þá hliðarverkun að taka þarf á móti miklu magni af fóðri fyrir starfsemi þeirra. Enn sem komið er ef þetta ekki mikið í umsvifum, því landeldið byggist hægar upp. En áformin um að byggja upp 40 þúsund tonna landeldi úti á Reykjanesi er svipað og í Þorlákshöfn, ef ekki meira. Við erum komin með svo mikla framleiðslu á fiski og fæðu hérna á stuttum tíma.“

Þessi aukna framleiðsla býður upp á mikla mögulega fyrir Grindavíkurhöfn fyrir inn- og útflutning afurða.

„Við vitum auðvitað ekki hvernig þetta þróast en ef þetta færi um okkar höfn hefði það mikla þýðingu fyrir okkur. Með aukningu á inn- og útflutningi koma auknar tekjur sem hjálpar okkur að halda höfninni vel afögufærri til að veita góða þjónustu. Aflaverðmæti sem kemur hingað inn eru kannski um 12-13 milljarðar á ári og útflutningsverðmæti 26 milljarðar. Þetta eru svakaleg verðmæti sem koma hingað. Allt samfélagið nýtur auðvitað góðs af þessu en höfnin sjálf hefur ekki mikla fjárhagslega getu því okkur vantar inn- og útflutninginn að einhverju ráði.

Til þess að Grindavíkurhöfn sé fær um að taka við skipum sem henta til flutninga þarf að ráðast í innviðauppbyggingu, s.s. varnargarð, dýpkun, breikkun, nýja hafnarkanta o.s.frv.

„Höfnin þarf að vera fær um að taka við skipum sem henta til flutninganna. En það eru auðvitað skipafélögin sem ráða. Það voru fyrirtæki sem nýttu sér flutningaskipið Mykines þegar það hóf að sigla til Þorlákshafnar. Sum

hver eru hætt því af því að þegar Þorlákshöfn kom með Mykinesið þá setti það ákveðna samkeppni af stað. Hin fyrirtækin þurftu að bjóða betur. Þannig virkar samkeppnin. Ef einhver vill nýta sér okkar höfn, þá hefur það góð áhrif á samkeppnina yfir höfuð. Ef Þorlákshöfn hefði ekki byrjað þá væri vöruverð og annað miklu hærra.“

Draumurinn er fullnýtt höfn

Mesti annatími hafnarinna er frá miðjum nóvember fram í apríl. Mikil tækifæri eru, að sögn Sigurðar, að auka umsvifin á öðrum tímum ársins, ekki síst þegar kemur að smærri skemmtiferðaskipum yfir sumartímann. „Ég myndi vilja sjá höfnina fullnýtta allt árið um kring. Það er dapurlegt að hún sé ekki fullnýtt þegar hún er best. Sumartíminn og fram á haustið eru frábærir tímar hér til að sigla inn og út en þá eru umsvifin mjög lítil . Ég myndi því vilja sjá umsvifin aukast á þessu tímabili, frá maí og inn í október. Og hvaða skipaumferð er þá í gangi? Það eru skemmtiferðaskipin. Ég myndi vilja sjá smærri skemmtiferðaskipin koma hingað. Það er kannski ekkert ofboðslega mikið upp úr því að hafa en tuttugu svoleiðis skip á ári væri frábært og það væri gott fyrir ferðaþjónustuna.“

Þá eru tækifæri eins og áður segir í auknum inn- og útflutningi. „Síðan myndi ég vilja, eins og ég hef sagt, sjá meiri inn- og útflutning. Ég myndi vilja sjá þessar afurðir sem við erum að skapa, fara héðan út. Við erum að tala um 40-50 þúsund tonn á ári af hvítfiski, sem kemur hérna inn til hafnar og svo kemur meira annars staðar frá öðrum höfnum í vinnslu hér. Þannig að það er töluvert magn sem gæti farið héðan út. Ef við náum einhverju af þessum laxi, bleikju eða fiskeldisafurðum yfir höfuð inn í þessa mynd, þá munu menn alveg geta sagt, við viljum bara sækja þetta hingað í gegnum höfnina, þegar við tökum alla mengunarþætti með í dæmið. Ekki vera að keyra fleiri þúsund bílum á ári langar vegalengdir.“

16 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Mynd tekin til norðvesturs yfir Grindavíkurhöfn. Í höfn eru f.v. línubátarnir Páll Jónsson og Valdimar við Norðurgarð. Skuttogarinn Sturla, línubátarnir Fjölnir og Sighvatur, skuttogararnir Vörður og Áskell ásamt netabátsins Grímsness liggja við Miðgarð. Ljósmynd/ Jón Steinar Sæmundsson

Til hamingju með daginn sjómenn!

17 SJÁVARAFL MAÍ 2023

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)

Sjómenn eru máttarstólpi í velgengni sjávarútvegs

að er áhugavert fyrir okkur í sjávarútveginum að velta því fyrir okkur hver ímynd atvinnugreinarinnar er meðal almennings og hvernig hún passar við raunveruleikann. Við höfum vissulega vanist því að þurfa að standa fyrir máli okkar og útskýra hvernig við teljum farsælast að nálgast málin í þessari merkilegu starfsemi. Það hefur ekki alltaf skilað sér á áfangastað en við höldum áfram að reyna.

Það voru því vonbrigði þegar niðurstaða í skoðanakönnun, í tengslum við vinnu matvælaráðuneytis um framtíðarstefnu í sjávarútvegi, sýndi að til er fólk sem telur að íslenskur sjávarútvegur sé gamaldags, staðnaður og mengandi. Þetta er ekki stór hópur, en það kemur okkar á óvart að til sé fólk sem skuli sjá þessa grein með þessum hætti.

Það sem einhver gæti óttast er að kannanir sem þessar verði til þess að breytingar verði gerðar á kerfi sem hefur sannað sig og þjóðir heims líta til sem fyrirmyndarkerfis. Kerfi sem hefur tryggt íslenskri þjóð betri árangur í sjávarútvegi en nokkurri annarri þjóð hefur tekist og gert það að verkum að litið er til íslensks sjávarútvegs með aðdáun og virðingu. Kannski þurfum við ekkert að óttast, en við höfum lært það á langri leið að þegar kemur að pólitískum afskiptum er ekki á vísan á róa.

Auðlindin okkar er verkefni sem sett var á laggirnar af hálfu matvælaráðherra til að vinna að „sátt“ um sjávarútveg. Það er út af fyrir sig gott og blessað. En við vitum líka að þeir eru til sem verða aldrei sáttir við að neitt. Þeirra ósk virðist einna helst vera sú að fara aftur í gömul og úrelt kerfi eða flækja það kerfi sem við búum við á þann hátt að það verður óvinnandi vegur að hreyfa sig innan þess. Það viljum við skiljanlega ekki. Ástæðan er einföld. Við höfum náð árangri og þeim árangri viljum við halda.

Sjávarútvegur er ekki einföld grein. Aðstæður hér á norðurslóðum eru erfiðar. Þrátt fyrir það hefur okkur tekist í sameiningu að búa til grein sem er máttarstólpi íslensks samfélags. Það er einkenni sjávarútvegsins að geta lagað sig að breyttum aðstæðum. Mæta skerðingum á afla, óblíðum náttúruöflum, erlendri samkeppni, óstöðugunum mörkuðum og stundum ósanngjarnri umræðu. Það er hins vegar ef til vill áhyggjumál að sum af þeim vandamálum sem við þurfum að eiga við eru heimatilbúin. Það er sífellt sótt að íslenskum sjávarútvegi með kröfum sem aðrar þjóðir eiga ekki að venjast.

Við megum ekki gleyma því að við höfum náð meiri árangri í þessari grein heldur en nokkur annar. Þegar horft er til þeirra þjóða sem við

viljum bera okkur saman við erum við á allt öðrum stað. Okkur hefur tekist að halda uppi öflugri atvinnugrein, með mikilli atvinnuþátttöku og hæstu launum sem þekkjast í þessari grein. Við megum heldur ekki gleyma því að þetta gerum við án styrkja frá hinu opinbera, eins og tíðkast víða í þeim löndum sem keppum við á erlendum mörkuðum. Árangur okkar er ekki síst merkilegur í ljósi smæðar okkar. Hafi einhver verið í vafa þá hefði sá hinn sami séð það greinilega á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á dögunum. Þar hefði allur íslenski geirinn getað komið sér fyrir inni í básum nokkurra stærstu fyrirtækja heims.

En íslenskur sjávarútvegur er ekkert venjulegur. Staðreyndin er sú að fáar ef nokkrar greinar, hafa tekið tæknina jafn duglega í sína þágu og náð að nýta hana jafn vel til að bæta framleiðslu sína, gera hana hagkvæmari og betri og á sama tíma tekist að draga verulega úr áhrifum sínum á umhverfi.

Sjómenn hafa þarna heldur betur lagt hönd á plóg. Sem dæmi má nefna að Íslendingar hafa tekið afgerandi forystu í endurvinnslu veiðarfæra. Stefnt er að því að 80% veiðarfæra, sem unnt er að endurvinna, fari til endurvinnslu á meðan þjóðir Evrópusambandsins eru varla byrjaðar. Þetta átak eigum við ekki síst sjómönnum að þakka, sem hafa gætt þess að netin haldi þeim eiginleikum að þau séu fýsileg til endurvinnslu og sjá um að ganga frá þeim á réttan hátt.

Það sama á við um kolefnislosun flotans. Með ýmsum leiðum hefur dregið verulega úr losun. Skipin nýta orku betur, landtengingum fjölgar og horft er til orkunýtingar í öllum hlutum veiða og vinnslu. Líklega hefur engin grein náð jafn góðum árangri í þeim málum og sjávarútvegur.

Allt er þetta gert til að gera íslenskan sjávarútveg betri, nútímalegri og hreinni. Það hefur tekist svo eftir hefur verið tekið. Í erlendum fagtímaritum er talað um Ísland af virðingu þegar kemur að sjávarútvegi og íslenskt hráefni þykir almennt með því besta í heimi.

Sjómenn geta verið stoltir af því hvernig þeim hefur gengið að takast á við erfiðar aðstæður og ná því besta út úr atvinnugrein sem bæði er erfið og krefjandi. Þó að gjörbylting hafi orðið á aðstæðum til sjós myndi enginn kalla þetta auðvelt starf. Ekki frekar en sá hluti starfsins sem krefst fjarveru frá ástvinum sínum í lengri tíma. Án íslenskra sjómanna værum við ekki á þeim stað sem við erum í dag.

Sjómenn! Til hamingju með daginn!

18 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Þ

FRAMTÍÐIN BYRJAR Í HA

Við tökum vel á móti þér. Í HA er allt til alls.

Umsóknarfrestur er til 5. júní

Við mætum kröfum stúdenta með rafrænum lausnum og nútímalegum kennsluaðferðum.

Framtíðin byrjar í HA þar sem þú færð tækifæri til að blómstra og tilheyra samfélagi.

unak.is

Kveðja á Sjómannadegi 2023

Kæru sjómenn og fjölskyldur, um leið og ég óska ykkur til hamingju með daginn minni ég á að enn er ósamið við þorra sjómanna. Félag skipstjórnarmanna samþykkti samninginn sem ritað var undir þann 7. febrúar sl. Þessi kjarasamningur hefði fært þeim sjómönnum sem hann heyrir undir, töluverðar kjarabætur í formi tilgreindrar séreignar.

Krafan um 3,5% í tilgreinda séreign í lífeyrissjóði kom fram og fallist var á hana með því að sjómenn greiddu einn þriðja af kröfunni en útgerðin bæri tvo þriðju af kostnaðinum. Einnig var boðið uppá annan valkost sem var að skiptahlutfallið færi í 70,5% ef sjómenn vildu ekki lífeyrisleiðina.

Með því að velja lífeyrisleiðina lækkaði skiptaprósentan í 69,2% sem þýðir í raun sem sagt er hér að framan, að kostnaðurinn við kröfuna er 1/3 sjómenn og 2/3 útgerðin. Kostnaðarmatið á þannig fram kominni kröfu er að útgerðin ber að lágmarki, eins og laun sjómanna eru nú, um 1500 milljónir á ári. Það eru um 3000 sjómenn á Íslandi sem hafa sjómennsku að

aðalstarfi og ,,tekjutapið” að meðaltali á hvern sjómann er þá um kr. 200.000 á ársgrundvelli. Í staðinn fengi hver sjómaður að meðaltali um kr. 500.000 í tilgreinda séreign sem er erfanleg við andlát og ávaxtast þar til viðkomandi má taka hana út eftir þeim reglum sem um það gilda.

Dæmi: Ef viðkomandi sjómaður er 50 ára og fengi þessi réttindi í 15 ár, til 65 ára aldurs ætti hann um 12 milljónir á sínum tilgreinda séreignarreikningi miðað við meðallaun sjómanna í dag. Þ.e.a.s. tæplega ein árslaun núna.

Annað sem er til verulegra hagsbóta fyrir sjómenn er hækkun kauptryggingar og tenging við taxta Starfsgreinasambandsins út samningstímann. Sumir hafa haft þann skilning að kauptrygging sjómanna skipti engu máli þar sem allir séu á hlut. Ég segi og get fyllilega staðið við, að kauptryggingin skiptir mjög miklu máli ef menn lenda í áföllum og detta á kauptryggingu. Einnig í uppihaldi útgerðar, eins og stefnir í t.d. í sumar. Tímakaup hefði hækkað um 53% hjá háseta. Farið úr kr. 1800 í kr. 2900. Þetta skiptir máli.

Umræðan um kauptrygginguna er á algerum villigötum og hefur m.a. verið spyrt saman við launakjör forsvarsmanna sjómanna. Með því að kauptrygging hækki sé einungis verið að hækka laun þeirra. Sem er fjarri öllum sanni. Sjómenn þurfa viðunandi kauptryggingu ef eitthvað kemur uppá. Kauptryggingin er lágmarkslaun, því hærri því betri.

Umræðan um þá grein samningsins sem kveður á um nýjar veiði og verkunaraðferðir er hrapallega miskilin. Umræðan fór meira segja þangað að ef það kæmi ný hrærivél í kokkhúsið myndi skiptaprósentan lækka eða nýr flokkari á millidekkið o.s.frv.. Bullið og þvælan ríður ekki við einteyming. Rekur einhvern minni til þess að þegar Helgu Maríu Sk var aftur breytt í ísfiskara, sem kostaði einhverja hundruði milljóna, að skiptaprósentan hafi lækkað? Eða þegar Blæng var breytt í frystitogara sem var enn dýrara. Er eitthvað öðruvísi skiptaprósenta á Blæng en öðrum frystitogurum?

Svona er umræðan leidd áfram um þessa grein sem nota bene hefur verið í kjarasamningi frá 2004. Að fororði sjómanna er greininni breytt þannig að félög sjómanna hafi beina aðkomu ef upp koma nýjar aðferðir eða tækni við veiðar sem auka verðmætin umtalsvert. Tæknin er á fleygiferð á öllum sviðum, líka til sjós.

Veikinda- og slysaréttur var lagfærður til mikilla muna í þessum samningi. Alveg sama hverju sumir forsvarsmenn sjómanna halda fram. Þeir hinir sömu höfðu þó samþykkt þessar breytingar árið 2019 í bókunarvinnu við kjarasamninginn sem þá var í gildi.

Tilgangurinn er og verður að menn séu jafnsettir hvort þeir sem þeir eru á sjó eða í fríi. Í hreinu skiptimannakerfunum þar sem menn skipta launum er tryggður fjögurra mánaða veikindaréttur á hálfum hlut og fulla kauptryggingu eftir það. Ekki hálfa eins og haldið er fram. Þarna skiptir hækkun kauptryggingar líka miklu máli.

Dómaframkvæmdin er sú að útgerðinni er ekki skylt að greiða nema tvo mánuði á hálfum hlut og kauptryggingu eftir það.

Lengd samningsins fór fyrir brjóstið á mörgum, 10 ár! Forsenduákvæði er eftir 4 ár og samninginum hefði verið hægt að segja upp með árs fyrirvara þá og árlega eftir það út gildistímann. Ég minni á að frá árinu 2012 til dagsins í dag hafa sjómenn verið samingslausir í 8 ár af þeim 11 sem liðin eru. Ef ekki semst á þessu ári hafa samningar verið lausir í 4 ár. Tíminn er sannanlega fljótur að líða.

Með því að festa samning í þennan tíma er verið að tryggja launahlut sjómanna með útgerðinni til langframa og ekki verði krukkað í hann á næstu árum. Ég hvet sjómenn til að kynna sér samninginn vel og vandlega og til gagnríninnar umræðu um þessi mál. Ekki upphrópana og sleggjudóma. Samfélagsmiðlarnir eiga sinn þátt í þessu. Þar er hent fram alls konar bulli sem stenst enga skoðun. Hrapað er að ályktunum og fólki beinlínis hótað ef það er á annari skoðun. Ég fékk yfir mig skilaboð af óhróðri og hótunum sem ég ætla ekki að sitja undir í kjölfar undirritunar síðasta samnings. Ég frábið mér svona ósóma og bið viðkomandi að haga sér eins og siðaðar manneskjur. En svona er nú lífið einu sinni. Ekki alltaf sanngjarnt og enginn á heimtingu á að allt fari þann veg sem óskað er.

Enn og aftur innilegar hamingjuóskir með Sjómannadaginn sjómenn og landsmenn allir!

Göngum til góðs og lifum heil. Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands

sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

22 SJÁVARAFL MAÍ 2019
Snæfellsbær
Hvalur hf Við óskum
23 SJÁVARAFL MAÍ 2019
Vestmannaeyjahöfn

Árni Sverrisson formaður í Félagi skipstjórnarmanna

Mikilvægi hafrannsókna

Ég heiti Árni Sverrisson og er formaður í Félagi skipstjórnarmanna frá ársbyrjun 2023. Ég tók við formennsku af nafna mínum Árna Bjarnasyni sem hafði verið formaður frá stofnun félagsins í janúar 2004. Ég hóf störf hjá félaginu í ágúst 2017, tók svo við starfi framkvæmdastjóra í byrjun árs 2019. Það æxlaðist þannig að nafni minn ákvað á síðasta ári að láta af störfum og setjast í helgan stein. Þetta var á miðju kjörtímabili og því eðlilegast að varaformaður, tæki við eða einhver annar úr stjórn félagsins. Enginn stjórnarmaður hafði tök á því þannig að ákveðið var að efna til kosninga um formann. Það var skorað á mig að gefa kost á mér sem ég og gerði, var sá eini sem bauð mig fram, þannig að ég var sjálfkjörinn formaður. Tilkynnt var um niðustöðuna á aukaaðalfundi þann 30. desember sl. Ég tók svo við formennskunni þann 1. janúar síðastliðinn.

Ég er fæddur og uppalinn á Siglufirði, þar sem lífið snérist um sjósókn og fiskvinnslu. Ég hafði snemma mikinn áhuga fyrir því að komast á sjó og gerði það, en jafnframt hafði ég áhuga á því að mennta mig. Eftir stúdentspróf fór ég í útgerðartækni í Tækniskólann gamla uppá Höfða, þaðan í Viðskiptafræði í HÍ, en hætti á þriðja ári og ákvað að ná mér í skipstjórnarréttindi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Sjórinn togaði í mig, ég var öll námsárin á sjó þegar færi gafst og líkaði vel. Ég byrjaði til sjós á Sigluvík frá Siglufirði, var einnig á Siglfirðing og fleiri skipum heima, síðan eftir að ég fór suður var ég meðal annars á Ými HF og á Viðey RE. Næstu tvo áratugina var ég á sjónum á alls konar skipum, síðustu tíu árin hjá Hafrannsóknastofnun, stýrimaður og skipstjóri. Ég hef tekið mismikinn þátt í veiðum í öll veiðarfæri nema dragnót (snurvoð), svo hef ég aldrei verið á hvalveiðum, en sjálfbærar hvalveiðar styð ég hins vegar heilshugar. Eftir að ég

Ljósmynd/ Óskar Ólafsson

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson

Úthaldsdagar rannsóknaskipanna voru færri en árið 2020 eða 156 talsins á Árna og 140 á Bjarna. Á myndinni hérna fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úthaldsdaga skipanna frá árinu 2000.

hætti hjá Hafró fór ég í land og réði mig til Scanmar á Íslandi. Ég var þar í nokkur ár framkvæmdastjóri, fór þaðan til VÍS, þar sem ég var í níu ár, hélt utanum skipa- og áhafnatryggingar og tryggingar á útgerðum. Ég hef gaman að allri fjölbreyttri vinnu og alltaf tengst sjómönnum með einum eða öðrum hætti og útgerðarmönnum í gegnum störf mín.

Félag skipstjórnarmanna

Félag Skipstjórnarmanna, skammstafað FS, var stofnað í janúar 2004. Félagið varð til með sameiningu þriggja gamalgróinna félaga, þau voru Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan sem var eitt elsta stéttarfélag landsins stofnað 1893, Skipstjóra- og stýrimannafélag

Norðlendinga stofnað 1918, og Félag íslenskra skipstjórnarmanna sem varð til með sameiningu þriggja eldri félaga árið 2000, en á rætur að rekja aftur til ársins 1919. Á síðari stigum varð Skipstjóraog stýrimannafélagið Sindri aðili að Félagi Skipstjórnarmanna og einnig Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum. Þegar Farmanna og fiskimannasamband Íslands FFSÍ var lagt niður í nóvember 2017, tók Félag skipstjórnarmanna við hlutverki þess. Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi í Vestmannaeyjum og Vísir á Suðurnesjum gerðu þjónustusamning við Félag Skipstjórnarmanna. Góð samvinna er á milli félaganna þriggja, FS fer með samningsumboð fyrir félögin þrjú.

Í FS eru tæplega 800 félagsmenn, af þeim eru starfandi skipstjórnarmenn um 480, 270 eru á fiskiskipum, um 50 hafnsögumenn og skipstjórar hjá sveitarfélögum, um 40 á flutningaskipum, 30 hjá Landhelgisgæslu Íslands, um 25 hjá fiskeldisfyrirtækjum, 14 í ferðaþjónustu, um 20 á ferjum, 8 hjá Hafrannsóknastofnun og rúmlega 20 á öðrum tegundum skipa.

Mikilvægasta verkefni okkar hjá FS er að gera kjarasamninga fyrir skipstjórnarmenn og fylgja því eftir að eftir þeim sé farið. Auk þess leiðbeina félagsmönnum varðandi hagsmuni þeirra, er varðar til dæmis, ráðningarsamninga, veikinda og slysarétt, bætur og fjölmargt er lýtur að þeirra hagsmuna- og réttindamálum. Þá eigum við í miklu sambandi við opinbera aðila, Samgöngustofu, ráðuneyti, skóla og svo mætti lengi telja. Auk reksturs félagsins, rekum við sjúkrasjóð, orlofssjóð og endurmenntunarsjóð. Starfsemi sjúkrasjóðs gengur út á greiðslu sjúkradagpeninga og styrkja til félagsmanna á sjúkrakostnaði og fleiru er lýtur að heilsu og velferð. Starfsemi olofssjóðs snýst um rekstrur orlofsíbúða og sumarhúsa, en FS á fimm íbúðir í Reykjavík, þrjár á Akureyri og sex sumarhús. Endurmenntunarsjóður veitir styrki til náms. Ég sit í nokkrum ráðum og nefndum fyrir hönd félagsins, til dæmis í úrskurðarnefnd um fiskverð, það er nefnd sem fundar í byrjun hvers mánaðar og úrskurðar um verð á þorski, ýsu, ufsa og karfa í beinum viðskiptum á milli skyldra aðila. Siglingarráði sem er fagráð um siglingamál. Sjómannadagsráði sem sinnir velferðarmálum sjómanna og leiðandi aðili í öldrunarþjónustu á landinu.

Sjá ennfremur www.skipstjorn.is

Hafrannsóknir þarf að stórefla.

Eins og áður segir var ég rúman áratug stýrimaður og skipstjóri hjá Hafrannsóknastofnun (Hafró). Fyrir aldamótin var mikil umræða um að stórefla hafrannsóknir á Íslandi. Árið 1998 var ákveðið að smíða nýtt rannsóknarskip, nýjan Árna Friðriksson. Skipið var smíðað í Chile og kom til heimahafnar í Reykjavík 18. maí árið 2000. Við sem ráðnir vorum á skipið og sóttum það bundum miklar vonir við þetta nýja

Átt þú rétt á styrk ?

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu

þeirra í umboði Sjómenntar

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík

Sími 599 1450

sjomennt@sjomennt.is

25 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Sjómennt

Hús Hafrannsóknastofnunar og skipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Ljósmynd/ Sigrún Arna Aradóttir

fullkomna „hafrannsóknaskip. Það átti að efla hafrannsóknir, fara í veiðarfæratilraunir, skoða möguleika á veiðum á fiskistofnum sem ekki voru nýttir á þeim tíma, kortleggja hafsbotninn og stórbæta rafræn sjókort. Það átti með öðrum orðum að bæta í hafrannsóknir með þessu nýja öfluga skipi. En til að gera langa sögu stutta, þá gerðist það ekki, skipið reyndist eðlilega dýrara í rekstri en gamli Árni Friðriksson, enda mun stærra og öflugra. Það fylgdi ekki fjármagn til rekstrar á skipinu, þannig að Hafrannsóknastofnun átti enga möguleika aðra en að draga úr úthaldi skipanna. Þetta olli mér vonbrigðum, ég ákvað að hætta í árslok 2004 þegar úthaldsdagar skipsins voru komnir niður undir 150 á ári. Hér er lítið dæmi um það hvernig umræðan var á þessum tíma, Guðjón Arnar Kristjánsson heitinn, alþingismaður í mars 2002 spyr þáverandi sjávarútvegsráðherra á Alþingi um úthald hafrannsóknaskipanna. „Við erum nýlega búin að eignast stórt, gott, mikið og vandað rannsóknaskip, dýrt en afkastamikið tæki. Ég vil meina að við nýtum þá fjárfestingu afar illa með svo litlu úthaldi sem fyrirhugað er, 220--240 dögum. Þess vegna vil ég spyrja hæstv. sjávrh. hvort hann hyggist ekki reyna að beita sér fyrir því að úthald rannsóknaskipanna, sérstaklega Árna Friðrikssonar nýja, verði aukið á þessu ári til margra verðugra verkefna sem vafalaust bíða og hvort hann sjái ekki möguleika til að auka við fé til þess að lengja úthald skipsins og takast á við m.a. rannsóknir á hafsbotninum, kortlagningu hans, rannsóknir á fiskstofnum, t.d. miðsjávartegundunum eða samanburðarrannsóknir

Úthafsrækjuafli á Íslandsmiðum fjöldi skipa

Humarafli á Íslandmiðum frá 1970

á veiðarfærum, svo ekki sé talað um botngerð, setlög og aðrar slíkar rannsóknir sem m.a. gætu nýst við að kanna samsetningu botnsins og jafnvel til að kortleggja setlagagerð í botninum“

Þáverandi sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen svarar „Herra forseti. Því eru nánast engin takmörk sett hvað ég gæti ímyndað mér að væru verðug verkefni til rannsókna fyrir hafrannsóknaskip okkar Íslendinga. Hins vegar er það þannig í þessu máli eins og öðrum að fjárhagslegar skorður eru reistar við því hvað við getum aðhafst mikið eða rannsakað mikið og það eru þær fjárveitingar sem Alþingi lætur til starfseminnar renna hverju sinni sem því ráða. osfrv.“

Á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar í ársskýrslu fyrir árið 2021 má sjá línurit um úthald skipanna, en þess ber að geta að árið 2005 var skipunum fækkað úr þremur í tvö, en þá var Dröfn RE-135 seld. Á línuritinu sést að frá árinu 2000 hefur nýting Árna Friðrikssonar verið um 200 dagar á ári og Bjarna Sæmundssonar nær 160 dagar á ári. Þannig að orð Guðjóns Arnars um að nýting skipanna í 220 til 240 daga á ári væri léleg, er enn verri.

Verið er að smíða nýtt hafrannsóknaskip í stað Bjarna Sæmundssonar sem er löngu tímabært, skipið verður 53 ára á þessu ári. Von er á nýja skipinu á árinu 2025, það verða mikil tímamót. Ég skora á stjórnvöld að tryggja Hafrannsóknastofnun fjármagn til þess að hægt verði að stórefla hafrannsóknir. Á því er mikil þörf. Breytingar í hafinu í kringum Ísland eru verulegar, hækkandi hitastig, súrnun sjávar, samspil tegunda ofl. Hjá Hafró starfar hæft fólk með mikla þekkingu, en okkur vantar svör við ýmsum spurningum. Til dæmis: Hvers vegna hafa humarveiðar hrunið? Hafró lagði til bann við humarveiðum árin 2022 og 2023. Hver eru áhrif flotrollsveiða á loðnu? Hvers vegna veiðist hörpudiskur vart lengur í Breiðafirði? Hvers vegna ganga ufsaveiðar afar illa á þessu fiskveiðiári? Hvers vegna hefur úthafsrækjustofn snarminnkað? Veiði úthafsrækju var mest 1997, 62. þúsund tonn, en árið 2020 var aflinn 1.960 tonn eða 3,22% af afla ársins 1997. Hvaða áhrif hefur stórfjölgun Hnúfubaks í lögsögu Íslands, inn um alla firði og flóa? Hvaða áhrif hefur stóraukið fiskeldi inn um firði og flóa? Ég tek það fram að ég er persónulega fylgjandi fiskeldi í kvíum, en náttúran verður að njóta vafans, rannsóknir og vöktun umhverfis eru lykilatriði þannig að öruggt sé við vitum hvort áhrifin eru einhver. Athygli vekur að þegar maður spyr lærða sem leikmenn þessara spurninga, þá fær maður jafnmörg svör við spurningunum. Mér hefur fundist að stjórnvöld hafi löngum skort skilning á mikilvægi hafrannsókna, það er ekki nóg að eiga fullkomin hafrannsóknaskip, það þarf að tryggja fjármagn til rekstrarins. Margir leiðangrar sem farið var í um langt árabil hafa verið felldir niður. Ég nefni til dæmis seiðaleiðangra sem farnir voru á hverju hausti til að kanna útbreiðslu fiskseiða í kringum landið. Að fylgjast með og vakta fiskistofnana, mæla hitastig, seltu, strauma og efnasamsetningu sjávar leggja okkur til mikilvæga gagnagrunna sem gera okkur kleift að skilja náttúruna. Starfsemi Hafrannsóknastofnunar er fjárfrek, það er dýrt að halda úti sérhæfðum rannsóknaskipum. Ég hef þá skoðun að efla þurfi samvinnu vísindamanna, skipstjórnarmanna og sjávarútvegsfyrirtækja, hjá öllum þessum aðilum er mikil þekking. Samtalið skiptir svo miklu máli. Ég er í eðli mínu bjartsýnismaður og hef þá trú að stjórnvöldum beri gæfa til að stórefla hafrannsóknir.

Nýtt hafrannsóknaskip

Bjarni Sæmundsson er væntanlegur til landsins á árinu 2025. Mynd/ Aðsend

Ég óska sjómönnum og landsmönnum öllum til hamingju með sjómannadaginn.

26 SJÁVARAFL MAÍ 2023

Síldarvinnslan hf. óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn

Á Sjómannadaginn

Að alast upp í sjávarþorpi eru sannkölluð forréttindi sem aldrei gleymist og sama hvar ég kem, alltaf er höfnin fyrsta stopp ef hún er til staðar. Pjakkar eins ég og gömlu félagar mínir eyddu löngum stundum að brasa eitthvað niður við sjó og komum oftar en ekki blautir heim. Það var alltaf spennandi að fara í siglingu með togaranum á sjómannadaginn og fræðast um þennann heim sem sjómennskan er. Ekki var það nú verra að yfirleitt var Prins Póló í boði líka sem var vel þegið. Merkilegt nokk þá hafði ég sjálfur aldrei löngun til að vera sjómaður, þrátt fyrir að margir fændur mínir og bróðir væru sjómenn, en fann mig ágætlega í frystihúsinu sem ekki er síður mikilvægt í þeirri keðju sem sjávarútvegurinn er. Ævintýraþráin tók svo völdin og lét ég mig svo hverfa af landi brott í þó nokkuð mörg ár en kom til baka aftur því gamla þorpið togar hressilega í.

Eftir að hafa flutt aftur heim fékk ég þann heiður að vera ráðinn hafnarvörður hér á Seyðisfirði og langar mig að fara stuttlega yfir það sem drífur á daga okkar hér. Seyðisfjarðarhöfn er nú hluti af sameinuðum Höfnum Múlaþings ásamt Djúpavogshöfn og Borgarfjarðarhöfn Eystri. Hver höfn hefur sína sérstöðu, en saman leika þær stórt hlutverk í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi. Á Seyðisfirði er Síldarvinnslan með bæði frystihús og bræðslu, og nóg að gera við vinnslu á bolfiski, Loðnu og Kolmunna. Ekki má svo gleyma ferjunni Norrönu sem siglir til Færeyja og Danmerkur, siglingar sem hófust 1975 og eru enn einn besti ferðamáti sem völ er á. Það er því næg verkefni flesta daga ársins og sjaldan að manni leiðist.

Móttaka skemmtiferðaskipa verður sífellt umsvifameiri og á þessu ári er von á 115 skipakomum til Seyðisfjarðar. Þessu fylgir heilmikið umstang og skapar mörg störf við móttöku, gæslu og umsjón við höfnina. Einnig er fjöldi fólks sem vinnur við leiðsögn og akstur farþega og skipta þessi skip umtalsverðu máli fyrir lítil byggðarlög hvað tekjur varða. En áhugaverðast þykir mér að hitta og spjalla við gesti og áhafnarmeðlimi frá hinum ýmsu löndum. Sum þeirra jafnvel svo framandi að fletta þarf upp í landakorti til að sjá hvar þau eru. Já gestirnir eru frá ólíklegustu stöðum.

Þó svo að ég hafi vaðið úr einu í annað þá er sjómannadagurinn tileinkaður okkar besta fólki, og eigum við þeim margt að þakka. Sjómennskan hefur alltaf verið undirstaða atvinnulífs og verður það vonandi áfram um ókomna framtíð. Ég er stoltur af þeim skyldmennum mínum sem staðið hafa vaktina í gegnum árin og sumir standa hana enn. Það var ákveðinn ævintýraljómi yfir þessum stóru og sterku mönnum sem færðu litlum frændsystkynum gjafir þegar komið var

heim úr siglingum til Bretlands og Þýskalands á árum áður. Þetta voru sannarlega hetjur hafsins í mínum huga.

Mig langar með þessum stutta pistli að þakka öllum sjómönnum Íslands fyrir sitt framlag til okkar sem á eftir fara og óska þeim öllum velfarnaðar í sínum störfum til framtíðar.

Einnig langar mig til að heiðra sérstaklega minningu frænda míns og vinar Jóns Grétars Vigfússonar sem var sjómaður alla sína starfsævi. Til hamingju með daginn kæri frændi.

Til hamingju með daginn sjómenn, hiphiphúrra.

28 SJÁVARAFL MAÍ 2023
www.sjavarafl.is

Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi

6. júní | Norðurljósasalur Hörpu

Málþing Matís um hlutverk og framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu.

Nánari upplýsingar á matis.is/framtidmatvaela

Störf stjórnenda hafa breyst í tímans rás

Verkstjórasamband Íslands var stofnað þann 10. apríl 1938. Í ár fagnar félagið 85 ára afmæli en nafni félagsins var breytt og Samband stjórnendafélaga, STF eins og það er skammstafað. Í STF eru tíu stéttarfélög stjórnenda um allt land. Félagsmenn nálgast nú 4000 og fer fjölgandi.

Starfsumhverfi stjórnenda krefjandi

Jóhann Baldursson, framkvæmdarstjóri STF og fráfarandi forseti, segir að stjórnendur starfi nú í flóknara umhverfi en áður og menntun- og endurmenntun þeirra sé mikilvæg. Það þekki stjórnendur sem starfa við sjávarútveginn

,,Það er flókið að vera stjórnandi og margt sem þarf að taka tillit til. Tæknin breytist hratt og mannleg samskipti virðast flóknari en áður. Mér finnst stjórnendur einnig berskjaldaðri og það á ekki alltaf saman þegar stjórnendur og undirmenn þeirra eru í sama stéttarfélagi,“ segir Jóhann og bætir við að reynslan sýni að þegar upp komi vandamál á vinnustað þá sé málstaður undirmanna oftar tekinn framyfir og ef báðir eru í sama stéttarfélagi, komi upp spurningin, hver gæti hagsmuna yfirmannsins.

Vinnuálag mikið og erfitt að slíta sig frá vinnunni ,,Ég hef miklar áhyggjur af þróun mála þegar kemur að vinnuálagi og vanlíðan í vinnu. Í könnun sem við létum gera meðal félagsmanna komu sláandi tölur hvað varðar vinnutíma og líðan stjórnenda,“ segir Jóhann sem þekkir vel til sem stjórnarmaður í Brú félagi stjórnenda til margra ára, formaður þess félags og síðar framkvæmdastjóri og forseti STF.

Jóhann telur að hluti af vandamálinu sé að fólk yfirhlaði sig og álagið verði þar af leiðandi allt of mikið.

Samkvæmt könnuninni sem gerð var í nóvember 2022 kom fram að meðalvinnutími á viku hjá stjórnendum væru 45 og hjá einu af tíu aðildarfélögum STF var meðalvinnutími 50 klukkustundir. Það er mín

,,Það að 9% af félagsmönnum okkar langi ekki í vinnuna næsta dag og að 42% geti ekki hætt að hugsa um vinnuna er sláandi og alls ekki nógu gott, hvað þá að 23% okkar félagsmanna séu svo þreyttir að þeir geti ekkert gert utan vinnu,“

tilfinning að stjórnendur í sjávarútvegi séu undir miklu vinnuálagi og séu margir hverjir að skila hátt í 50 klst. í vinnu á viku.

,,Það að 9% af félagsmönnum okkar langi ekki í vinnuna næsta dag og að 42% geti ekki hætt að hugsa um vinnuna er sláandi og alls ekki nógu gott, hvað þá að 23% okkar félagsmanna séu svo þreyttir að þeir geti ekkert gert utan vinnu,“ segir Jóhann og bætir við að 89% telja vinnuálag of mikið. Umsóknum í sjúkrasjóð vegna andlegra veikinda hafi fjölgað mikið og það sé ekki fjarri lagi að álykta að mikið vinnuálag spili þar inn í.

Stéttarfélögin verða að vera á tánum

,,Fyrir nokkrum árum gerðum við átak í því að hvetja félagsmenn okkar til þess að passa sig á fastlaunasamningum sem margir hverju voru ekki með skilgreindri yfirvinnu, auk þess sem vöntun var á starfslýsingum og ráðningarsamningum,“ segir Jóhann og bætir við að í kjölfarið hafi félagsmönnum fjölgað sem kröfðust þess að fá ráðningarsamninga og starfslýsingar. Jóhann segir nauðsynlegt að stéttarfélögin séu á alltaf á tánum og leiðbeini félagsmönnum hvernig þeir geti tryggt réttindi sín og vinnuaðstöðu.

Enginn stjórnandi án rafrænna samskipta

Jóhann sem verið hefur félagsmaður hjá aðildarfélagi innan STF í 31 ár og hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum. Jóhann hætti sem forseti STF á þingi sambandsins 6. maí eftir fjögur ár í því embætti. Jóhann mun halda áfram störfum sem framkvæmdarstjóri fram á næsta ár. Hann segir margt hafa breyst frá því að hann hóf að starfa með Brú, áður Verkstjórafélagi Reykjavíkur sem er eitt af aðildarfélögum STF.

,,Miklar tæknibreytingar hafi átt sér stað, nú getur enginn stjórnandi verið

30 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Jóhanna Baldursson, framkvæmdastjóri STF og fyrrverandi forseti Fulltrúar aðildarfélaga STF kynnast Húsavík á þingi STF sem haldið var þar dagana 5.-7. maí. Ljósmynd/Aðsend

án tölvu eða rafrænna samskipta. Félagsfólk í aðildarfélögum STF er margt farið að eldast og þörf á að ný kynslóð taki við stjórnartaumunum,“ segir Jóhann sem hefur lagt mikla áherslu á þá framtíðarsýn að öll aðildarfélögin 10 sameinist í eitt landsfélag með sterkri tengingu við grasrótina alls staðar á landinu. Með einu félagi eignist stjórnendur sterkara stéttarfélag, sem veitt geti 4000 félagsmönnum betri þjónustu. Félagsmenn koma m.a. úr röðum stjórnenda, millistjórnenda, verkefnastjóra og einyrkja.

Kynslóðaskipti í STF

Jóhann sem ekki gaf kost á sér til forseta segist ánægður með að nýr forseti STF Bjarni Þór Gústafsson, sé töluvert yngri en hann. Það þurfi að fjölga yngra fólki í trúnaðarstörfum fyrir STF og aðildarfélögin innan þess og svo þurfi að laga kynjahalla sem sé sláandi.

„Þetta er allt í áttina en betur má ef duga skal. Það var samþykkt á þinginu okkar að fara í kynningarherferð með það að markmiði að fjölga félagsfólki og fá fleiri konur og yngra fólk til liðs við okkur. Við státum af góðum sjúkrasjóði, heilsusjóði, tveimur menntasjóðum og 100% fjarnám í Stjórnendanámi stjórnendafræðslunnar í samstarfi við Háskólann á Akureyri,“ segir Jóhann og bætir stoltur við að hann viti ekki til þess að önnur stéttarfélög veiti sínum félagsmönnum ævilöng réttindi í sjóði eftir að starfsævinni lýkur. ,,Við höfum látið gott af okkur leiða í tengslum við þingin okkar sem haldinn eru á tveggja ára fresti í mismunandi bæjarfélögum. Á þinginu í maí gáfum við tæki fyrir 1.500.000 kr. til HSN á Húsavík,“ segir Jóhann.

Þeir sem byggðu upp félagið fá að njóta ávaxtanna

,,Ég er afskaplega stoltur af sjúkrasjóðnum okkar og einnig þeirri staðreynd að stjórnendur sem láta af störfum vegna aldurs eða detta alfarið út af vinnumarkaði halda öllum réttindum ef þeir hafa verið félagsmenn síðustu tíu ár fyrir starfslok. Þeir sem ekki ná tíu árum fá réttindi í samræmi við félagsaldur,“ segir Jóhann og bendir á að mörgum sárni þegar þeir eru sviptir öllum réttindum eftir áratuga greiðslur til félagsins. Eldri félagsmenn hafi rétt á sumarbústöðum, styrkjum úr sjúkrasjóði, rétt til dánarbóta og geti sótt um tómstundastyrki.

,,Við eigum sterka sjóði og getum staðið við það sem við höfum lofað fram að þessu. Ungt fólk er líka vel sett hjá okkur svo og þeir sem um eða yfir miðjan aldur.

Metnaðarfullt rafrænt stjórnendanám á vegum STF og HA

Rík hefð er fyrir metnaðarfullri menntun og endurmenntun innan STF. Árið 1961 voru til að mynda sett lög um Verkstjóranámskeið. „Við fundum fyrir vöntun á hagnýtri menntun og endurmenntun fyrir stjórnendur og

fórum því að stað með þarfagreiningu árið 2011. Ég held að stjórnendur í sjávarútvegi geti tekið undir það með mér. Eftir fimm ára þróunarvinnu var gerður samningur við endurmenntun Háskólans á Akureyri. Menntasjóður STF og SA eru bakhjarlar námsins,“ segir Jóhann, stoltur af náminu. Hann bætir við að ekki þurfi formlega menntun til þess að fara í námið og það gefi 30 ECT einingar við Háskólann á Akureyri ef allar fimm lotur námsins eru kláraðar. Hægt er

„Við fundum fyrir vöntun á hagnýtri menntun og endurmenntun fyrir stjórnendur og fórum því að stað með þarfagreiningu árið 2011. Ég held að stjórnendur í sjávarútvegi geti tekið undir það með mér. Eftir fimm ára þróunarvinnu var gerður samningur við endurmenntun Háskólans á Akureyri. Menntasjóður STF og SA eru bakhjarlar námsins,“ segir Jóhann, stoltur af náminu.

að taka allar lotur eða stakar allt eftir óskum nemenda en hver lota er 8 til 16 vikur. Námið er opið öllum.

,,Við höfum ekki orðið vör við annað en mikla ánægju með námið og flestir ef ekki allir hafa klárað allar fimm loturnar. Í náminu myndast ómetanleg tengsl þrátt fyrir að það sé 100% rafrænt með engum staðarlotum,“ segir Jóhann og bendir á að félagsmenn STF geti sótt um menntastyrk fyrir allar fimm lotur námsins allt að 80% af námskeiðskostnaði en fullt nám kostar nú 920.000 kr.

,,Námið er í sífelldri endurskoðun og nú er að störfum ráðgjafahópur til þess að yfirfara og aðlaga námið að líðandi stund, segir Jóhann sem hefur fulla trú á því að innan STF verði til stærri og sterkari einingar en hann hefur talað fyrir því að aðildarfélögin tíu sameinist í framtíðinni í eitt landsfélag.

Til hamingju með daginn sjómenn

Takk fyrir að standa vaktina með okkur í 40 ár.

marel.com

31 SJÁVARAFL MAÍ 2023

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir

markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða

Landkrabbi lærir og lifir

Seint hefði nokkurn grunað að hún ég ætti eftir að skrifa grein í tímarit um sjávarútveg, og það fyrir sjálfan Sjómannadaginn. Fædd og uppalin á sveitabæ í Mýrdalnum, á milli Hafnar í Hornafirði og Þorlákshafnar, þar sem sjórinn þótti ógnvænlegur frekar en friðsæll og gjöfull. Þó var ekki mjög langt niður að sjó en þangað fórum við ekki að gamni okkar, helst á fjörudögum, en jarðirnar á svæðinu áttu hver sinn fjörudag og mátti þá hirða rekavið eða hvað það nú var sem sjórinn skolaði á land hverju sinni. Þegar mikið brim var heyrðum við drunurnar frá Atlantshafinu heima við bæ, jafnvel innandyra ef hljóðbært var, og það var aldrei spurning um það í mínum huga að sjórinn væri varhugaverður. Enda bjuggum við skammt frá Reynisfjöru sem þá var ekki orðin heimsþekkt (að endemum) og í skólanum lærðum við um sjósókn í Vík, lásum skelfilegar lýsingar af skipssköðum og hættunum sem fylgdi því að reyna að sækja sér fisk eða birgðir sjóleiðina við þessa hættulegu strandlengju. Mér var því ekkert sérstaklega vel við sjóinn og komst ekki almennilega í snertingu við hann fyrr en á fullorðinsárum, og þá á Flórída. Jafnvel þar þótti mér hann óþægilega óútreiknanlegur og kaus frekar að busla í sundlaugunum. Ef ég fór í sjóinn var ég með sundfit og snorkgrímu og uppgötvaði margbreytilegan og litríkan undraheim um leið og ég kíkti undir yfirborð sjávarins. Þannig naut ég þess að horfa á og dást að úr fjarlægð en lét þar við sitja. Í einhverri ævintýramennsku réð ég mig þó til starfa við Háskólasetur Vestfjarða síðasta haust, og flutti búferlum vestur á Flateyri. Hér lít ég út um svefnherbergisgluggann að morgni og sé sjóinn, höfn og báta

enda einungis 15 metrar frá útidyrunum mínum að flæðarmálinu. Og hér er sjórinn oft svo friðsæll og seiðandi að mig langar ekkert frekar en rífa mig úr skóm og sokkum, kæla iljarnar og finna þangið milli tánna. Ég er meira að segja farin að stunda sjóbað, hvort sem hitastigið er 1 eða 10 gráður. Og í starfi mínu hjá Háskólasetri Vestfjarða hef ég þurft að læra fljótt um auðlindir hafsins og dýralíf strandsvæða, rannsóknir á þeim og möguleika á nýtingu og nýsköpun. Ég hef flett í gegnum meistararitgerðir um flyðru, marglyttur, sandlóur, áhrif hljóðmengunar á þorsk, þörungarækt, smáfiskvinnslur og ágengar tegundir á borð við hnúðlax. Þennan liðinn vetur hef ég gert mér betur grein fyrir óendanlegum fjölbreytileika sjávarútvegs og sjávarbyggða við Ísland en nokkurn tíma í skólabókum grunnskólans. Þar var mestmegnis hamrað á sögu íslenskrar útgerðar og ég þurfti að leggja á minnið ártöl og fjölda togara sem veiddu að því er virtist bara ýsu eða þorsk. Kannski hafði það eitthvað með búsetuna að gera, eða tíðarandann þegar ég var barn, en ég gerði mér enga grein fyrir margbreytileika þessarar auðlindar sem Íslendingar eiga svo mikið undir. Hér við Háskólasetur er alþjóðlegur hópur nemenda og ég hef satt að segja roðnað lítillega þegar þau fræða mig meira um mína eigin sögu og menningu, sem barn sjávarútvegsþjóðar, en nokkrar skólabækur gerðu. Afar mínir stunduðu sjóinn framan af síðustu öld svo mér hefur þótt þetta frekar vandræðalegt en þessir nemendur koma margir hverjir frá svipuðum menningarsamfélögum, strandsamfélögum á Norðurslóðum, og hafa brennandi áhuga á framtíð og þróun sjávarútvegs. Svo mjög að mörg þeirra setjast að á Vestfjörðum að námi loknu til að leggja sitt af mörkum og starfa beint og óbeint við íslenskan sjávarútveg. Og ég, landkrabbinn að sunnan, er rétt að byrja að skilja umfangið, en svo lengi lærir sem lifir! Til hamingju með Sjómannadaginn, við öll!

Ljósmyndir/ Aðsendar

sjómönnum,

smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

34 SJÁVARAFL MAÍ 2019
Vopnafjarðarhreppur Við óskum
35 SJÁVARAFL MAÍ 2019
REYKJANESBÆR REYKJANESBÆR

Thelma Björk Gísladóttir aðstoðarskólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Menntun fyrir alla

Mikilvægi menntunar

Tækifæri til menntunar eru grundvallarréttindi og afgerandi þáttur í mannlegri þróun. Menntun gegnir mikilvægu hlutverki í að móta líf einstaklingsins og framtíðarmöguleika hans. Með aukinni menntun öðlast einstaklingurinn nauðsynlega færni og þekkingu til að skara fram úr á sínu sviði. Þekking og færni bætir framleiðni og frammistöðu, eykur tekju- og starfsmöguleika og gerir einstaklingnum kleift að taka að sér flóknari og fjölbreyttari hlutverk á lífsleiðinni.

Menntun skiptir ekki síður máli fyrir þróun samfélagsins, hún býr til hæft vinnuafl sem er nauðsynlegt fyrir vöxt og þróun atvinnugreina. Hæft vinnuafl hjálpar til við að þróa nýja tækni og ferla sem geta bætt hagkvæmni og arðsemi atvinnugreina í samfélaginu. Menntun styrkir

einnig félagslega og menningarlega þætti hvers samfélags með því að bæta hugmyndaflug, efla sköpun, víkka sjóndeildarhringi og hvetja til virkari þátttöku í samfélaginu. Þetta er sérstaklega mikilvægt í litlu sjávarplássi eins og okkar þar sem samfélagsþátttaka skiptir sköpum fyrir velgengni samfélagsins. Að auki getur menntun hjálpað til við að draga úr fátækt, bæta lífsgæði og heilsufar og stuðlað að félagslegri aðlögun. Það er hins vegar ekki nóg að veita einfaldlega aðgang að menntun. Mikilvægt er að sú fræðsla sem veitt er sé fjölbreytt, að allir finni sig í menntakerfinu og tryggja þarf að búseta hafi ekki áhrif á möguleika einstaklingsins til náms. Með því að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð í heimabyggð tryggjum við fjölbreyttara vinnuafl og sjálfbærara samfélag. Samfélög breytast ört vegna tækniframfara, hnattvæðingar og vaxandi samfélagslegra þarfa. Fjölbreytt störf og fjölbreytt vinnuafl

36 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Tinna og Þröstur í málmsuðukeppni framhaldsskólanna 2023. Ljósmynd/Aðsend Kristján Ingi, Anna María og Óli Jakob að kynna námið við náttúruvísindalínu. Ljósmynd/Aðsend

tryggir að samfélagið geti lagað sig að þessum breytingum á áhrifaríkan hátt. Nýjar atvinnugreinar og atvinnutækifæri geta komið fram á meðan þær sem fyrir eru geta þróast, dafnað eða hnignað og jafnvel fjarað út. Með fjölbreyttu vinnuafli er hægt að þróa nýja færni, endurmenntun og getu til að grípa tækifæri sem gefast hverju sinni. Þannig er hægt að tryggja stöðugan vöxt og framfarir samfélagsins okkar.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur í yfir 40 ár þjónustað nær samfélagið okkar. Hann hefur ætíð brugðist hratt og vel við tækninýjungum og breyttum kröfum atvinnulífsins af fagmennsku og metnaði. Skólinn býður upp á fjölbreytt tækifæri til menntunar með vönduðu og góðu námsframboði á mörgum sviðum sem tekur mið af þörfum og kröfum nærsamfélagsins og eftirspurn nemenda. Síðustu ár hefur verið lögð rík áherslu á að nýta bættar samgöngur og tækni til að tryggja möguleika til náms óháð búsetu og stuðla þannig að öflugra þekkingarsamfélagi.

Námsframboð við skólann er fjölbreytt og sjaldan verið eins fjölbreytt og nú. Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á grunnnám rafiðna í dreifnámi (lotubundið) sem er mjög spennandi tækifæri fyrir þá sem ekki hafa tök á að sækja dagskólann. Einnig verður boðið upp á nám við vélstjórn C-stigs í fyrsta sinn. Það er ekki síður spennandi tækifæri fyrir þá sem lokið hafa B-stiginu og vilja bæta við sig réttindum. Námið er til réttinda til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl minna en 3000 kW (STCW III/3) og undirvélstjóra á skipum með ótakmarkað vélarafl (að loknum siglingatíma). Þetta námsstig er jafnframt nám til stúdentsprófs. Verið er að kanna þörf og áhuga á að fara

37 SJÁVARAFL MAÍ 2023

Víglundur Laxdal Sverrisson

skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskólanna

Starfsþjálfun á sjó – nýr vinkill fyrir nemendur í Skipstjórn og Vélstjórn

Fram undan eru margþættar áskoranir fyrir sjávarútveg og skipafélög. Áskoranirnar sem fagfólk í greininni standa frammi fyrir eru margþættar og flóknar, orkuskipti, hnattvæðing, þvermenningarleg tengsl og hraðar tæknibreytingar svo eitthvað sé nefnt.

Menntun skipstjóra og vélstjóra er síst minni áskorun og mikilvæg svo fagfólk framtíðarinnar sé undirbúið að mæta þessum verkefnum. En hvaða leið á að fara, hvaða kennsluaðferðum á að beita og hvar eiga áherslunnar að liggja ? Þetta eru skemmtilegar og flóknar áskoranir sem við í fagskólunum tökumst á við með hagsmunaaðilum til að tryggja nemendum okkar gæði í menntun. En það þarf meira til, það þarf einnig að brúa bilið milli menntunar og þjálfunar til þess að skapa framtíðarsérfræðinga og samþætta faglega færni með haldbærri menntun.

Fram til dagsins í dag hefur þessi þjálfun fengist með svokölluðum sjótíma, það eru skráðir tímar á sjó í ýmsum störfum jafnvel ótengdum náminu, í nágrannalöndum okkar hefur þessi þjálfun hins vegar færst í að vera hluti af náminu og nemandinn því sem nemi á skipinu í því starfi sem hann er að læra. Nám í skóla er góður grunnur en ef þú vilt læra að sigla verður þú á einhverjum tímapunkti að fara um borð í skip og fá hagnýta reynslu.

Alþjóðadagur

Starfsþjálfunarleiðin er samstarf Tækniskólans, SFS og SVÞ. Námssamningur er gerður á milli nemandans, Tækniskólans og þeirrar útgerðar/skipafélags sem nemandi siglir með. Fyrirkomulagið er samkvæmt reglugerð IMO og STCW samþykktinni og styttir námstímann í samanburði við fyrra fyrirkomulag en tryggir hins vegar nemandanum að hann fái gæða þjálfun á þessum tíma sem fyrra fyrirkomulag gerði ekki.

Kerfið byggir á því að leiðbeina og kenna nemendunum undirstöðuatriði greinanna á skipulagðan hátt af reynslumiklum fagmönnum um borð í skipunum. Við kennsluna er notuð ferlibók til að tryggja að nemandinn komi að þeim atriðum sem hann þarf að þjálfa og læra. Leiðbeinendur um borð í skipunum sækja námskeið hjá Tækniskólanum til þess að undirbúa sig fyrir þetta mikilvæga hlutverk, að leiðbeina og þjálfa fagfólk framtíðarinnar.

Það er enginn vafi að starfsþjálfun sem hluti af námi eykur gæði og yfirfærslu frá bóknámi í verknám og þeir starfsnáms möguleikar sem hún veitir muni auka vinsældir námsins.

Ég hvet nemendur Skipstjórnar- og Véltækniskólans ásamt skipaútgerðum landsins til að kynna sér starfsþjálfunarleiðina, hún er frábært tækifæri fyrir alla aðila sem býður upp á aukin gæði og styttingu siglingatíma og skilar nemandann fyrr og betur undirbúnum á atvinnumarkaðinn.

kvenna

18. maí sl. voru rúm tvö ár eða frá nóvember 2021, síðan samþykkt var á fundi allsherjarþings Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) að 18. maí yrði árlegur alþjóðadagur kvenna í siglingum. Tilgangur þessa dags er að „skapa vettvang til að varpa ljósi á og fagna árangri kvenna sem starfa á sjó og greina svið þar sem bæta má kynjajafnvægi, að því er fram kemur á vef IMO.“

Þá voru kjörorð dags kvenna í siglingum að þessu sinni: „Þjálfun, sýnileiki og viðurkenning; Brjótum niður múra starfsgreinanna“.

í siglingum

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) kynnti merki sem tilheyra þessum degi og staðið að alþjóðlegu málþingi, en þar var lögð var áhersla á nauðsyn þess að konur séu sýnilegri í siglingageiranum og að konur séu í auknum mæli með virka fulltrúa á ákvarðanatökustigum og studdar betur með viðeigandi þjálfun og menntun. Jafnframt var hrinnt af stað herferð á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #WomenInMaritimeDay (konur í siglingum). Einingis 2% af áhafnarmeðlimum eru konur.

38 SJÁVARAFL MAÍ 2023

BLAÐAMAÐUR ÓSKAST!

Tímaritið Sjávarafl auglýsir eftir lausapenna.

Starfið felur í sér vinnslu efnis fyrir: Sjávarafl, Laufblaðið, Jafnvægi og Fishing the News.

Menntun og hæfni: Mjög gott vald á íslensku ritmáli. Færni í ensku talmáli er kostur. Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. Þekking og áhugi á sjávarútvegi og samfélaginu almennt. Geta til að vinna hratt en nákvæmt og undir álagi. Góð samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og greiningarhæfni. Auga fyrir ljósmyndun.

Laun eru samkvæmt samningi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

Umsóknarfrestur er til 1. september. Umsókn skal fylgja ferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir Elín Bragadóttir, ritstjóri í síma 6622-600 eða á netfangið elin@sjavarafl.is

Umsóknir sendist á elin@sjavarafl.is

40 SJÁVARAFL MAÍ 2023

Sjávarafl óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra

hjartanlega til hamingju með daginn.

41 SJÁVARAFL MAÍ 2023

Aukin þjónusta og nýr meðeigandi

MD Vélar ehf hefur verið starfandi í 33 ár og var stofnað af Hjalta Erni Sigfússyni. Hjalti var lengi vel eini eigandi MD Véla en árið 2019 kom Kári Jónsson inn sem meðeigandi. Nú í ár urðu enn breytingar þegar Haraldur Þór Sveinbjörnsson bættist í eigendahópinn og með honum kom Auðun Gilsson inn sem starfsmaður á vélaverkstæði. „Haraldur og

Auðun hafa starfað hjá Vélaviðgerðum ehf um árabil við að þjónusta skip og fleira og hafa því mikla reynslu og þekkingu. Með þessu styrkir

MD Vélar enn stöðu sína og getur fyrirtækið tekið við fleiri verkefnum og boðið viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu“ segir viðmælandi okkar Kári Jónsson.

MD vélar hafa verið umboðsaðilar fyrir Mitsubishi Diesel vélar frá upphafi og leggur fyrirtækið mikinn metnað í að veita viðskiptavinum sínum bestu ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að sölu vélbúnaðar, varahluta og þjónustu. Við sölu á vélbúnaði fær viðskiptavinurinn einnig alla þá þjónustu sem þörf er á. MD Vélar er með breiðan birgjahóp, vel búið verkstæði og reynda starfsmenn alla menntaða í vélvirkjun. Þeir fara þangað sem þörf er á til að sinna viðhaldi og viðgerðum. Þessi þjónusta við viðskiptavini sést alls ekki hjá öllum fyrirtækjum en MD Vélar vill að viðskiptavinurinn sé ánægður með kaupin en því miður sjáum við það of oft að vélbúnaður er seldur til viðskiptavina án þess að kaupandi eigi greiðan aðgang að varahlutum og annarri nauðsynlegri þjónustu. Hér hjá MD Vélum er boðið upp á einstaka þjónustu, hágæða vörur, mikla reynslu, tækniráðgjöf, þjónustu, neyðarþjónustu allan sólarhringinn og stóran varahlutalager ásamt því að vera með eigið verkstæði til að tryggja viðskiptavinunum rekstraröryggi. Þarfir viðskiptavina MD Véla eru alltaf í fyrsta sæti.

Mitsubishi hefur verið aðalsmerki fyrirtækisins frá upphafi. Mitsubishi bíður upp á breitt úrval aðal- og ljósavéla sem framleiddar eru eftir háum

stöðlum og ströngustu kröfum allra helstu flokkunarfélaga. Einnig bjóðast nær allar skipa vélar yfir 130 kW með IMO Tier II, flestar með IMO Tier III. Auk Mitsubishi erum við með stórt birgjanet og seljum einnig túrbínur, rafala, kæla, gíra, skrúfubúnað og þenslutengi bæði til sjós og lands. Einnig sérhæfum við að okkur í viðhaldi á afgastúrbínum, heddum, spíssum, gangráðum, dælum o.fl. í flestar gerðir díeselvéla. Verkstæðið er mjög vel tækjum búið þar á meðal tveir tölvustýrðir ballanseringar bekkir sem taka rotora frá 2 – 160 kg, stórt ultrasonic þvottatæki, slípivél til endurvinnslu á ventlum og Nuwen cnc- stýrða heddavél til endurvinnslu á ventilsætum.

Við val á birgjum hefur fyrirtækið ætíð valið birgja þar sem gæði og góð þjónusta er í fyrirrúmi. Markaðurinn fyrir varaafl hefur vaxið hratt og bjóða MD Vélar upp á hágæða vöru og þjónustu og leitar fyrirtækið eftir samráði við sérfræðinga hjá birgjum, uppsettar og frágengnar eftir óskum kaupenda. Sem dæmi um þær lausnir sem eru í boði er t.d. á ramma, í hljóðeinangrun kassa eða í gám. Nú þegar eru Mitsubishi vélar víða um land sem varaafl t.d. sjúkrahúsum, gagnaverum og flugvöllum og hjá raforkufyrirtækjum landsins.

Einnig hefur fyrirtækið sérhæft sig í gæða þenslutengjum fyrir flestar aðstæður, háhraða tengi. Ef þörf er á sérsniðnum lausnum, þá munu sérfræðingar vinna í samstarfi við viðskiptavininn til að finna það eina rétta. Standar gúmmítengi eru á lager hjá okkur en einnig er hægt að sér panta gúmmí, stál og veftengi. „Það þarf að horfa til margra þátta þegar þenslutengi eru valin og það er mikilvægt að velja réttu tengi til að tryggja rekstraröryggi og fyrirbyggja tjón, þessa þjónustu er hægt að fá hjá okkur“ segir Kári Jónsson.

„Þekking, reynsla, þjónusta og ráðgjöf er okkar einkunnarorð“ segir Kári að lokum.

42 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Eigendur MD Véla ehf: Hjalti Örn Sigfússon, Kári Jónsson og Haraldur Þór Sveinbjörnsson. Ljósmynd/ Aðalsteinn Svanur Sigfússon

Sendum ykkur og fjölskyldum ykkar, hamingjuóskir í tilefni sjómannadagsins.

NÝTT

FYRIR SMÁBÁTA

BP-103 KRAPAVÉL

Hönnuð frá grunni með því markmiði að þjóna öllum þörfum smábáta bæði í stærð, afköstum og aðgengi.

Breiddin á vélinni er einungis 59 cm og kemst því inn um allar hurðir. Hæðin er 100 cm og dýptin 78 cm.

Meiri gæði og lengri hillutími

Krapinn er framleiddur úr sjó um borð í bátnum og leysir af flöguís.

Krapinn umlykur fiskinn og kælir hann mjög fljótt niður undir 0°C og heldur honum í um -0,5°C allan veiðitúrinn, í löndun og flutningum. Við þetta aukast gæðin til muna og hillutíminn lengist um 5-7 daga.

OptimICE er hannað, framleitt, selt og þjónustað af KAPP ehf og hefur verið selt um allan heim síðan 1999.

Turnahvarf 8 · 203 Kópavogi · kapp.is
SJÓMENN

Sólveig María Árnadóttir

Einstök tækifæri í sjávarútvegsfræði og líftækni

Við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri er lögð rík áhersla

á nám og rannsóknir í tengslum við sjálfbæra og arðbæra nýtingu náttúruauðlinda. Með þetta að leiðarljósi er boðið upp á hagnýtt viðskipta- og raunvísindatengt nám í líftækni, sjávarútvegsfræði og auðlindafræði. Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á landinu sem býður upp á nám til BS-prófs

í sjávarútvegsfræði og líftækni. Hér verður púlsinn tekinn á stúdentum sem stunda þetta einstaka nám við HA.

Mikil nánd ríkir í sjávarútvegsfræðinni Guðdís Benný Eiríksdóttir er Eskfirðingur, fædd árið 2000. Fyrstu kynni hennar af sjávarútveginum voru árið 2020 þegar hún hóf störf í laxeldi auk þess sem hún stundaði nám í fiskeldisfræði við Háskólann á Hólum. Guðdís lauk diplómu frá Hólum árið 2021 og hélt þá í Háskólann á Akureyri þar sem hún stundar nú nám í sjávarútvegsfræði. „Námið er fjölbreytt og krefjandi en það skemmtilegasta við námið eru samnemendur mínir og kennararnir. Mikil nánd ríkir í þessu námi, sem gerir það svo gott og einstakt,“ segir Guðdís sem var að ljúka sínu öðru ári.

Samhliða náminu starfar Guðdís um helgar í ILVU á Akureyri. „Ég ákvað að vinna ekkert með fyrsta árinu mínu en finna mér svo helgarvinnu með á öðru ári. Þannig er komin smá fjölbreytni í það sem ég geri samhliða náminu ásamt því að fara á crossfit-æfingar og skreppa austur í heimsókn til fjölskyldunnar og fara á hestbak,“ segir Guðdís.

Guðdís segist gjarnan vera spurð að því hvernig sé að vera kona í karllægu umhverfi: „Ég hef ekkert nema gott um það að segja. Kannski spilar það inn í hversu mikið sjálfstraust ég er með og að ég vinn bæði vel ein og í hóp, sama með hvaða kyni það er. Svo tel ég einnig að þessi heimur sé að breytast mikið og hratt,“ útskýrir Guðdís.

Með betri ákvörðunum sem ég hef tekið Það er ekkert ákveðið draumastarf sem Guðdís stefnir á að námi loknu. „Ég er að skoða þá valmöguleika sem eru í boði á meðan náminu stendur. Í því felst að fara í vísindaferðir þar sem ýmiss konar fyrirtæki eru skoðuð ásamt því að taka þátt í viðburðum líkt og Sjávarútvegsráðstefnunni. Þá fór stúdentahópurinn minn í ferð til Tromsø í Noregi þar sem við heimsóttum háskólann á svæðinu og skoðuðum fjölbreytt fyrirtæki. Það að hefja nám í sjávarútvegsfræði er með betri ákvörðunum sem ég hef tekið,“ segir Guðdís að lokum.

Guðdís Benný Eiríksdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Líftæknin gríðarlega fjölbreytt og spennandi

Fanney Gunnarsdóttir er uppalin í Fljótum í Skagafirði þar sem foreldrar hennar voru bændur. Árið 2015 útskrifaðist hún frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, af snyrtifræðibraut. Síðan þá hefur Fanney starfað sem snyrtifræðingur og hefur hún einnig sinnt því samhliða náminu. „Í snyrtifræðinni lærir maður mikið um húðvörur, innihaldsefni, virkni og framleiðslu þeirra en þetta kveikti allt áhuga minn á að kafa dýpra og skoða hvað hægt er að gera með íslenskar auðlindir. Það varð til þess að ég sló til og sótti um í líftækni við Háskólann á Akureyri,“ útskýrir Fanney, sem var að ljúka sínu öðru námsári.

Aðspurð hvað standi upp úr í líftækninni segir Fanney: „Það sem er svo skemmtilegt og kom mér kannski mest á óvart er hvað líftæknin er gríðarlega fjölbreytt og spennandi. Þá eru möguleikarnir á að fylgja áhugasviði hvers og eins mjög miklir og það skiptir sköpum.“

Þú þarft að brenna fyrir lausnum Háskólinn á Akureyri er, sem áður segir, eini háskólinn á landinu sem býður upp á nám til BS- prófs í líftækni. En fyrir hverja er líftækni? „Ég myndi segja líftæknin sé nám sem hentar breiðum hópi fólks sem á

það sameiginlegt að vera lausnamiðað og brenna fyrir lausnum jafnt í umhverfis- og heilbrigðismálum,“ útskýrir Fanney.

Um draumastarfið segir Fanney: „Í dag heillast ég mikið af heilbrigðislíftækni, erfðafræði mannsins og þeim tækifærum sem eru fólgin í notkun líftækninnar til lækninga og ég sé fyrir mér að starfa eitthvað á þeim vettvangi í framtíðinni. Draumurinn er að fá að starfa og vaxa með öflugu líftæknifyrirtæki hérna fyrir norðan í framtíðinni.“

Öflugur hópur stúdenta

Fanney er forseti Stafnbúa, félags stúdenta við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri, og situr í stúdentaráði Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA). Stafnbúi leggur mikið upp úr því að efla félagslíf stúdenta við Auðlindadeild og tengja þá við atvinnulífið. „Stúdentar í líftækni og sjávarútvegsfræði eru öflugur og þéttur hópur og það er alltaf nóg um að vera hjá okkur. Við leggjum okkur fram við að efla tengslanet stúdenta og erum því með fjölbreytta viðburði yfir skólaárið. Þá leggjum við einnig ríka áherslu á tengsl við atvinnulífið og förum í fjölbreyttar og spennandi vísindaferðir, sem hafa í gegnum tíðina opnað dyr margra inn í atvinnulífið að námi loknu. Þá er félagslífið í HA heilt yfir einstakt og SHA, ásamt aðildarfélögum þess, stendur fyrir fjölbreyttum og einstökum viðburðum allt skólaárið, sem gerir það að verkum að þú kynnist stúdentum í ólíkum námsleiðum,“ segir Fanney að lokum.

Stúdentar í Auðlindadeild kynna námið á Opnum dögum í HA. Ljósmynd/Aðsend

46 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Fanney Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend Farið er í vettvangsferðir á sjó bæði í sjávarútvegsfræði og líftækni. Ljósmynd/Aðsend

Sjómanna- og fjölskylduhátíð í Grindavík

2.-4. júní 2023

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa!

Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar

á sjoarinnsikati.is

Fimm ný björgunarskip

Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem haldið var á Akureyri 12-13 maí, tilkynnti Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra að ríkisstjórnin hafi samþykkt að koma að fjármögnun fimm nýrra björgunarskipa, og skrifaði í kjölfarið undir samning þess efnis við Otta Rafn Sigmarsson, formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undir dynjandi lófataki landsþingsfulltrúa.

Í samtali við Sjávarafl segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að þegar hafi verið samið um smíði þriggja nýrra skipa „ tvö þeirra hafa þegar verið afhent, annað fór til Vestmannaeyja og hitt til Siglufjarðar. Von er á því þriðja í haust, en það mun eiga heimahöfn í Reykjavík. „Þessi samningur er mikilvægt

skref í því risastóra verkefni að endurnýja öll þrettán björgunarskip félagsins, en samningurinn tryggir fjármögnun ríkisins á um helming af smíðaverði næstu fimm skipa.“ Nýju björgunarskipin tvö sem komin eru í notkun, hafa þegar sannað notagildi sitt í styttu viðbragði, enda ganghraði talsvert meiri en þeirra skipa sem fyrir eru, og flest eru komin vel á fertugsaldurinn. „Þetta er langstærsta einstaka fjárfestingaverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en þó þessi samningur sé í höfn, vantar enn talsvert upp á að sjái til lands með fjármögnun allra skipanna. Við höfum verið að leita til fjölda aðila, meðal annars útgerða, um aðkomu að verkefninu, og vonumst að sjálfsögðu eftir því að útgerðin sjái sér hag í því að styrkja þetta verkefni, öllum sjófarendum til heilla.“

48 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ljósmynd/Aðsend Skipið Sigurvin, þegar hann var hífður frá borði í Sundahöfn nú í mars. Ljósmynd/Aðsend
49 SJÁVARAFL MAÍ 2023 Héðinn óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn hedinn.is A Rolls-Royce solution M YN D : FA NN A R FR E Y R BJ A RN AS O N I SFE L A G. I S Við sendum sjómönnum og f jölskyldum þeirra heillaóskir í tilefni dagsins.

Þormóður Dagsson markaðs- og samskiptastjóri

Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi

ann 6. Júní næstkomandi stendur Matís fyrir sérstöku málþingi í Norðurljósasal Hörpu um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnar viðburðinn. Farið verður yfir verkefni Matís í nútíð og framtíð og samstarfsaðilar segja frá samstarfi sínu við Matís. Starfsfólk Matís mun meðal annars flytja erindi um sjálfbæra matvælaframleiðslu, fæðuöryggi, áburðarframleiðslu, ný tækifæri í matvælaframleiðslu á Íslandi, t.d. í þararæktun og kornrækt og fleira.

Sérstakur heiðursgestur málþingsins verður Alejandro H. Buschmann frá Síle, en hann er einn helsti sérfræðingur heims í þörungarækt, strandvistfræði og sjókvíaeldi, með áherslu á hlutverk samþættrar fjöltrofísks fiskeldis (IMTA) í átt að sjálfbærri þróun fiskeldis. Hann var forseti International Seaweed Association (ISAC) og er meðlimur Chile Academy of Science. Hann hefur hlotið viðurkenningu International Foundation for Science (IFS) fyrir vísindaafrek sín í tengslum við sjókvíaeldi.

Ítarleg dagskrá málþingsins verður birt fljótlega á vefsíðu Matís, matis. is, og þar er einnig hægt að skrá sig á viðburðinn. Fundarstjórn verður í höndum Bergs Ebba Benediktssonar.

Meiri kolmunni en undanfarin ár

Skipin koma hvert af öðru til löndunar, en mokveiði hefur verið á kolmunnamiðunum í færeysku lögsögunni. Þá er Börkur NK á leið til Seyðisfjarðar með 3.200 tonn að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra á Berki „Veiðiferðin gekk vel. Aflinn fékkst í sex holum og var það stærsta 650 tonn.

Það var ekki lengi dregið eða allt niður í fimm tíma. Í sannleika sagt var mokveiði eins og oft hefur verið að undanförnu. Það er ekki hægt að kvarta þegar skipin eru að fá yfir 1.000 tonn á sólarhring.

Staðreyndin er sú að það er miklu meiri kolmunni á ferðinni en verið hefur undanfarin ár. Að þessu sinni vorum við að veiða í Ræsinu vestan við Færeyjar og við fylltum áður en fiskurinn gekk inn í lokað hólf. Þegar fiskurinn gekk inn í hólfið færðu skipin sig austur fyrir eyjarnar en það voru aflafréttir þaðan. Nú er farið að síga á seinni hluta vertíðarinnar en það verður spennandi að fylgjast með hvort kolmunninn gengur ekki í verulegum mæli inn í íslenska lögsögu. Ef á að veiða hann í íslenskri lögsögu þarf einhver kvóti að vera eftir en fiskurinn verður feitari og betri þegar hann veiðist þar. Menn hljóta að vera afar ánægðir með kolmunnaveiðina að undanförnu, skipin hafa fiskað vel og veður hefur verið afar gott. Það er ekki undan mörgu að kvarta,“ segir Hjörvar. (birt: 11. maí 2023 af vef Síldarvinnslunar)

50 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Þ
Ljósmynd/ Landssamband smábátaeigenda

sjómönnum,

smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

51 SJÁVARAFL MAÍ 2023 FJARÐABYGGÐ Við óskum

Á myndinni talið frá vinstri: Þór Sigfússon stofnandi Íslenska Sjávarklasans, Kristján Þórarinsson, Bryndís Thelma Jónasdóttir sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Co/Plus, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, -orku og loftslagsráðherra, Ólöf Tryggvadóttir og Ólafur Jón Arnbjörnsson. Ljósmynd/Aðsend

Fjórir hljóta viðurkenningar Íslenska sjávarklasans

Í fréttatilkynningu Sjávarklasans 21. mars s.l. kemur fram að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, -orku og loftslagsráðherra veitti í dag, þriðjudaginn 21. mars, fjórar viðurkenningar til fólks eða fyrirtækja sem eflt hefur samstarf og nýsköpun innan Sjávarklasans. Viðurkenningarnar voru veittar í Húsi sjávarklasans.

Íslenski sjávarklasinn veitir á hverju ári sérstakar viðurkenningar til einstaklinga eða fyrirtækja sem stuðlað hafa með einhverju móti að samstarfi og nýsköpun í bláa hagkerfinu eða eflt hringrásarhagkerfið. Að þessu sinni hljóta fjórir aðilar þessa viðurkenningu. Það sem einkennir þau sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni er að þau hafa öll stuðlað að eflingu nýsköpunar og samstarfs, opnað fleiri möguleika fyrir nýsköpunarfyrirtæki eða styrkt samkeppnisstöðu þeirra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

Í fyrsta lagi hlýtur Ólöf Tryggvadóttir frumkvöðull viðurkenningu fyrir að nýta fjölbreytt íslensk hráefni í vörur sínar hjá frumkvöðlafyrirtækinu Eylíf. Þannig hefur Ólöf búið til tækifæri fyrir ýmsa aðra framleiðendur á einstökum hráefnum úr náttúruauðlindum Íslands. Þá hefur Ólöf verið afar áhugasöm um að deila reynslu sinni og þekkingu til annarra frumkvöðla í klasanum og þannig hefur hún verið góð fyrirmynd um samstarf og samvinnu í Sjávarklasanum.

Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur hefur áratuga reynslu á sviði sjávarútvegs og á alþjóðavettvangi fiskimála. Þegar Kristján flutti skrifstofu sína í Hús sjávarklasans urðu frumkvöðlar í klasanum

þess fljótt varir að með honum kom mikið tengslanet og víðtæk þekking. Kristján hlýtur viðurkenningu klasans fyrir að hafa liðsinnt frumkvöðlum í klasanum við að koma hugmyndum í framkvæmd. Tengsl rótgróinna sjávarútvegsfyrirtækja og frumkvöðla hafa eflst enn frekar með tilkomu Kristjáns í Hús sjávarklasans.

Danska markaðs- og almannatengslafyrirtækið Coplus hlýtur viðurkenningu Sjávarklasans fyrir að reynast afar traustur bakhjarl frumkvöðla. Coplus hefur boðið frumkvöðlum í Sjávarklasanum aðstoð án endurgjalds við að koma sér betur á framfæri á innlendum og erlendum mörkuðum. Þetta hefur reynst frumkvöðlum ómetanlegt. Coplus hefur aðstoðað mörg af öflugustu framleiðslufyrirtækjum landsins í markaðssetningu og ímyndarvinnu á alþjóðlegum mörkuðum en hefur um leið sýnt frumkvöðlum einstakan áhuga og liðsinnt þeim við að feta sín fyrstu skref á alþjóðamarkað.

Loks fær Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans viðurkenningu klasans fyrir ómetanlegt starf í uppbyggingu náms í fiskeldi og eflingu tengsla klasans við Fisktækniskólann. Allt frá því Ólafur Jón hóf starfsemi Fisktækniskólans hefur hann verið ótrauður við að kynna ungu fólki tækifærin í sjávarútvegi og eflt áhuga og þekkingu á því sviði, ekki síst í fiskeldi. Samstarf klasans og Fisktækniskólans hefur verið einstakt og haft mikla þýðingu fyrir uppbyggingarstarf Íslenska sjávarklasans.

52 SJÁVARAFL MAÍ 2023

Að dorga á bryggjunni

Sumarið er tíminn til að fara niður með niður á bryggju með vinunum til að dorga. Hér má sjá börn á bryggjunni á Akureyri í blíðskaparverðri þegar ljósmyndari Sjávarafls átti þar leið hjá. Þó svo að sum börn séu að dorga í fyrsta skipti, þá er gaman að sjá hvað þau bera sig fagmannlega að, þau þræða hina

ýmsu beitu á stöngina: kola, rækju, áðnamaðka eða fiskbita. Oftast eru það foreldarnir sem að kenna börnunum að veiða og finnst börnunum auðveldast að veiða marhnútinn, en þau eru annars að veiða hina ýmsu fiska. Ljósmynd/ Óskar Ólafsson

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans

ÞORSKUR

Aflamark 167.919.770 kg

Veiddur afli: 81,7%

UFSI

Aflamark 72.833.577 kg

Veiddur afli: 36,5%

KARFI

Aflamark 24.587.371 kg

Veiddur afli: 68,4%

ÝSA

Aflamark 50.809.175 kg

Veiddur afli: 81,2%

54 SJÁVARAFL MAÍ 2023
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

Til hamingju með daginn!

Vísir óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Visirhf.is

Til hamingju með daginn sjómenn

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.